Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Hvaðan kemur hagnaður bankana?

Bendi á frábært blogg hjá Steingrími Sævarr þar sem hann veltir fyrir sér í kjölfar bréfs sem hann fékk hvaðan bankarnir hafa hagnað sinn. Hann bendir á að það er ekki sama tekjur og hagnaður.

Í uppgjöri Landsbankans í dag kom fram að hagnaður bankans nemur 40,5 milljörðum króna.

Einnig kemur fram að 52% af tekjum bankans kemur erlendis frá.

Vænta má að bankinn hafi fulla yfirsýn á því hvar tekjur bankans verða til, eins og fram kemur hér að ofan.

Af því leiðir að þeir hljóta líka að vera með það á hreinu hvaðan hagnaðurinn kemur,

Hversu mikið af hagnaði bankans er af starfsemi bankans hér á landi?

Lesa bloggið í heild

Það kæmi ekki á óvart þó að stórhluti hagnaðar bankana sé að koma frá okkur hér á landi.

Fólk og fyrirtæki erlendis láta ekki okra á sér. Þannig að þó að tekjur bankans séu kannski aðeins meiri að utan þá er hagnaður sennilega að mestu innlendur hér.

Held að þetta væri verðugt rannsóknarefni fyrir glúrinn fréttamann.

[Las þetta eftir að ég skráði þetta inn:

Viðskipti | mbl.is | 26.1.2007 | 16:21

Um helmingur af hagnaði Landsbankans af erlendri starfsemi

Tekjur af erlendri starfsemi Landsbanka Íslands námu 46,6 milljörðum króna eða 52% af heildartekjum samanborið við 10,4 milljarða króna og 17% á árinu 2005. Er þetta í fyrsta sinn sem tekjur af erlendri starfsemi eru hærri en á Íslandi. Að sögn Sigurjóns Þ. Árnasonar, bankastjóra Landsbankans, er svipað að segja af hagnað bankans en um helmingur hans er frá starfsemi bankans erlendis en helmingur af starfsemi á Íslandi.]

En eins og Steingrímur segir:

Það er alltaf jafn gaman að þessum uppgjörstölum því alltaf vonast maður til að sjá í endann á tilkynningunum um ofsahagnað fjármálastofnana klausu á borð við:

"Í ljósi mikils hagnaðar hefur fjármálastofnunin ákveðið að nota helming hagnaðarins til að lækka vexti á útlánum og afnema þjónustugjöld bankans sem eru of há.


Ónákvæm vinnubrögð við skoðanakannanir

 

Var að lesa um skoðanakönnun sem http://www.heimur.is/ birti í gær. Það sem vakti athygli mína er eftirfarandi.

 Alls var 571 spurður og mikið var um óvissa og þá sem ekki vildu svara. Í könnuninni voru 11% óviss og 30% vildu ekki svara. Um 3% ætluðu ekki að kjósa eða skila auðu. Þetta er hærra hlutfall alls og í síðustu könnunum Frjálsrar verslunar. Um 56% tóku afstöðu en til samanburðar má nefna að í könnun Fréttablaðsins um síðustu helgi tóku um 57% afstöðu.
Vikmörk eru allvíð eða +/-5,4% (miðað við 95% vissu). Þetta þýðir t.d. að í spá um fjölda þingmanna stóru flokkanna þriggja gæti munað 2-3 þingmönnum til eða frá. Hjá hinum flokkunum er óvissan minni í prósentustigum talið eða 1-2 þingsæti.

Þetta þýðir að verið er að birta niðurstöður sem byggðar eru á svörum um 300 manns því að aðrir vilja ekki gefa upp afstöðu sína eða eru óviss. Svo heyrði ég að þetta væri byggt á könnun sem gerð er á Púlsinum sem er póstkosning. Þar með er með öllu óvíst hver er að gefa upp afstöðu sína. Gætu verið unglingar sem eru í tölvu heimilis og fleira.

Eins var Fréttablaðskönnunin byggð á fáum svörum. Þegar svona fáir eru sem gefa upp afstöðu sína fær  hvert atkvæði mun meira vægi. Þannig má álykta að skekkjumörkin séu jafnvel hærri en þeir geta um.

Heimur.is hefur jú verið þekktur af hægri slagsíðu leiðist það örugglega ekki að skv. þessari óvísindalegu könnun kemur Samfylkingin illa út

Nei ég bíð enn eftir vandaðri skoðanakönnun.


Auðvita á að herða samkeppnislög hvort sem er.

Það er nokkuð ljóst að hér á landi ríkir engin eða lítil samkeppni á flestum sviðum. Menn labba á milli búða og passa að verðið hjá sér sé sem mest eins og hjá keppinautnum. Það ætti náttúrulega að vera stefna búða að bjóða hagstæðasta verðið en komið hefur í ljós að þær eru sífellt að auka álagningu sína. Því þarf að herða samkeppnislög sem og ákveðna vernd fyrir þá sem vilja koma nýjir inn á markaðinn. Þannig að eldri fyrirtæki svelti þá út af markaðnum. Sbr. tryggingarfélög, ýmsar búðir og fleira.
mbl.is Samkeppnislög hert ef virðisaukaskattslækkun skilar sér ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki lag að bjóða þá ódýrari þjónustu?

Og hvenær fá viðskiptavinir hér á landi betir kjör á þjónustu bankans. Það hlýtur að vera kjörið tækifæri að einhenda sér nú í samkeppni við hina bankana og reyna að ná frá þeim viðskiptavinum

=> Samkeppni!!!!!!!!!!!!!

Frétt af mbl.is

  Hagnaður Landsbankans 40,2 milljarðar króna
Viðskipti | mbl.is | 26.1.2007 | 7:26
Landsbankinn Hagnaður Landsbankans eftir skatta var 40,2 milljarðar króna á síðasta ári sem er 61% aukning frá fyrra ári er hagnaður bankans nam 25 milljörðum króna. Grunntekjur samstæðunnar (vaxtamunur og þjónustutekjur) námu tæpum 70 milljörðum króna og jukust þær um 30 milljarða króna eða 76%. Heildareignir bankans námu 2.173 milljörðum króna í árslok 2006.


mbl.is Hagnaður Landsbankans 40,2 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES = Aukaaðild að ESB

Mæli með því að fólk hlusi á eftirfarandi viðtöl inn á www.morgunhaninn.is

Viðtal við Eirík Bergmann

Líklegt að atvinnulífið segi já við evru fyrr en síðar

25.janúar 2007 - kl. 14:52
Afstaða til evru og Evrópusambandsins er sveiflukennd segir Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópuseturs Háskólans á Bifröst, og vísar meðal annars til andstöðu meirihluta aðspurðra í könnun Fréttablaðsins í gær. Andstaða við evru og Evrópusambandið mælist meiri nú hjá blaðinu en fyrir tæpu ári. "Atvinnulífið er nú að takst á við spurninguna um gjaldmiðilinn... Það getur vel verið að svarið verði já við nýjum gjaldmiðli eftir tiltölulega skamman tíma. Hin spurningin snýr að Evrópusambandinu og spurningin um aðild að því er ekkert endilega brýnni nú en morgunhaninnáður... Getur þjóðin sætt sig við EES-samninginn og einskonar aukaaðild að ESB. Þetta er ekkert sem snertir daglegt líf fólks... Íslenskt þjóðfélag er löngu búið að Evrópuvæðast... Þetta er spurning um hvar Ísland eigi heima."
Viðtal við Vilhjálm Bjarnason viðskiptafræðing:

Alþingi verður ekki spurt

25.janúar 2007 - kl. 14:33
Sú var tíðin að gengi krónunnar var ákvarðað, meðal annars með bráðabirgðalögum frá Alþingi, reglum um vaxtaákvarðanir þvælt milli stjórnvalda og Seðlabankans eftir stofnun hans 1961 og fleira mætti telja. Þessa sögu rifjaði Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur og aðjúnkt upp í fyrirlestri í fyrradag í Háskóla Íslands. Vilhjálmur telur að eitt og annað úr sögu hagstjórnar fyrr á tíð geti bent til þess að Alþingi verði ekki spurt um það hvort viðskiptalífið taki upp nýjan gjaldmiðil.

Viðtölin sjálf finnið þið inn á www.morgunhaninn.is hægramegin á síðunni. Verð að nota tækifærið og hrósa þessum þáttum hjá Jóhanni Haukssyni.


En segir af Bush

Varð bara að setja þessa mynd hingað inn en hún er eftir lista skopmyndateiknarann Halldór

357bush
Smella á mynd til að sjá hana í fullri stærð


Kaup Kópavogs á Vatnsendalandinu.

Hef verið aðeins að kynna mér þessi kaup Kópavogs á Vatnsendalandinu. Nokkur atriði sem stinga í augun.

  • Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ eru eitthvað að ræða sem heitir "eignarnámssátt" sem lögfróðir segja að ekki sé til
  • Kópavogur er sagður borga eitthvað um 3,5 milljarða alls fyrir þetta land sem á að duga undir hvað 2000 lóðir en eigandi landsins færi 500 lóðir. En svo skilst mér að hann þurfi ekki að greiða gatnagerð og önnur gjöld af þessum lóðum þannig að það hlýtur að vera umtalsvert sem hann sparar þar.
  • Oddviti Samfylkingar gerir ráðfyrir að hann fái samtals með sölu lóðana um 12 milljarða.
  • Síðan koma í dag ættingjar sem véfengja erfðarskrá þar sem að þá verði hætt að búa á þessari jörð. Var Kópavogur ekki búinn að kanna þetta?

Þetta fer að minna mig á þegar Gunnar tilkynnti að Kópavogur væri að fara að byggja Hjúkrunarheimili síðastlið vor en kom síðan með hugmyndir um eitthvað sem hétu öryggisíbúðir og einhverja útfærslu sem ljóst var að aðeins sterkefnað fólk gat nýtt sér. Og svo var heilbrigðisráðuneytið ekki tilbúið í þessa tilraun.

Ég held að öll þessi læti varðandi Vatnsenda tengist Gustssvæðinu. Því bærinn þarf að útvega vatn hið snarasta fyrir Garðabæ sem og aðstöðu fyrir hestamennina á nýjum stað og er að brenna inn með þetta allt.

Afhverju fáum við aldrei að heyra alla söguna frá bæjarstjóra?

[ Smá viðauki Nú er hægt að sjá flest um þetta Vatnsendamál í mjög ítarlegri færslu á blogginu hennar Guðríðar Arnardóttur oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi. Þar sést að Bóndinn í Vatnsenda er nú að fá askoti gott útúr þessu. T.d. alla þjónustu við þær lóðir sem hann eignast fyrir ekki neitt. Eins og gatnagerð, lagnir og fráveitur og hvað þetta allt heitir.]

Vísir, 25. jan. 2007 19:00


Málaferli í uppsiglingu um eignarhald á Vatnsenda


Samningur Kópavogsbæjar um lóðir í Vatnsendalandi gæti fært eiganda jarðarinnar tólf milljarða króna tekjur, að mati oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn. Málaferli eru hins vegar í uppsiglingu um hver eigi jörðina en þau snúast um ákvæði sjötíu ára gamallar erfðaskrár. Frændur núverandi ábúanda krefjast þess að erfðaskráin verði ógilt þar sem skilyrði hennar um að Vatnsendi verði bújörð séu brostin. Samkvæmt svokallaðri eignarnámssátt á Kópavogsbær að greiða eiganda Vatnsenda þrjá og hálfan milljarð króna. Oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn segir að landeigandi fái auk þess heimild til selja sjálfur fimmhundruð lóðir á markaði. Þetta geti fært honum samtals tólf milljarða króna tekjur. Samfylkingin greiddi atkvæði gegn samningnum og telur að fremur hefði átt að taka alla jörðina eignarnámi. Átök milli erfingja gætu hins vegar spilað inn í. Þau snúast um erfðaskrá sem þáverandi bóndi gerði árið 1938 þess efnis að bróðursonur hans, og síðan elsti sonur, skyldu erfa jörðina. Mörg skilyrði eru hins vegar í erfðaskránni. Tveir föðurbræður núverandi ábúanda krefjast þess að sýslumaður ógildi erfðaskrána þar sem skilyrði hennar séu brostin.


"Frjálslyndir: Kosningastjóri hættur"

Var að lesa eftirfarandi á www.ruv.is

Frjálslyndir: Kosningastjóri hættur

Sveinn Aðalsteinsson, miðstjórnarmaður í Frjálslynda flokknum og kosningastjóri í flokksins í Reykjavík, fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, hefur sagt úr flokknum. Hann segist ekki taka þátt í þessari endaleysu lengur.

Sveinn Aðalsteinsson hefur starfað í Frjálslynda flokknum frá því 1999 og setið í miðstjórn allt þar til hann sagði sig úr flokknum. Nú er hann farinn. Hann segir átökin innan flokksins á engan hátt snúast um pólitík eða stefnumál og ekki einu sinni eiga skylt við neitt slíkt. Þarna sé á ferð grimmileg barátta fyrir eiginhagsmunum nokkurra einstaklinga sem dreymi um völd. Þar fari fremstur í flokki Jón Magnússon. Formaður og sitjandi varaformaður halli sér að honum því þeir telji líklegast að með því móti falli þeir ekki út af þingi í kosningunum í vor.

Sveini líst illa á landsfund flokksins sem hefst á morgun. Þangað geti hver sem er komið og kosið hægt sé að smala alls konar liði, sem kjarni flokksmanna hafi lítið að segja. Hann segir landsfundinn eins og skákmót sem á komi fullt af fólki sem kunni ekki mannganginn. Þar segist Sveinn Aðalsteinsson ekki vilja vera.


mbl.is Frjálslyndir: Ásgerður Flosadóttir býður sig fram í embætti ritara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finna hann í hvelli

Stoppa þetta strax. Láta færustu tölvumenn í að rekja þetta. Ætla þessir perrar aldrei að taka sönsum?  Horfðu þeir ekki á Kompás? Við líðum ekki að menn séu að misnota börn, unglinga og svo netið til að svala þessum kvötum sínum. Með því að upplýsa þetta sem fyrst og sérstaklega ef tekst að rekja þetta þá vita menn við hverju þeir eiga að búast ef þeir voga sér að gera svona.

Frétt af mbl.is

  Bera sig í vefmyndavél
Innlent | mbl.is | 25.1.2007 | 14:40
Lögreglan á Vestfjörðum segist hafa fengið tilkynningar um það, aðallega frá unglingsstúlkum á Ísafirði, að ókunnur aðili eða aðilar biðji um leyfi til að eiga samtal við þær á MSN tölvusamskiptaforritinu. Viðkomandi aðilar segi rangt til nafns og einhver dæmiséu um að hann eða þeir beri sig í vefmyndavél, sem birtist þá óvænt á tölvuskjá viðkomandi stúlkna.


mbl.is Bera sig í vefmyndavél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættu Ísraelsmenn ekki að greiða þetta?

Þeir hófu árásir á Líbanon út af því að glæpamenn tóku 2 hermenn gíslingu. Spengdu vegakerfið á stórusvæði aftur til fornaldar.

Ber þeim ekki að greiða skaðabætur?

Frétt af mbl.is

  Líbanon heitið 7,6 milljarða dala aðstoð til uppbyggingar í landinu
Erlent | mbl.is | 25.1.2007 | 14:38
Átökin milli Ísraela og Hizbollah ollu gríðarlegri... Erlend ríki hafa heitið yfirvöldum í Líbanon aðstoð eða lánum sem samsvara 7,6 milljörðum dala. Frá þessu greindi Jacques Chirac, forseti Frakklands, á ráðstefnu í París.
Lesa meira

mbl.is Líbanon heitið 7,6 milljarða dala aðstoð til uppbyggingar í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband