Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Allir að aðstoða lögreglunna núna. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn!

Þetta er algjörlega ólíðandi. Að stinga af eftir að hafa stórslasað barn er bara ekki afsakanlegt með nokkru. Þennan níðing verður að finna og ég skora á alla sem vita um málið að hjápa lögreglu og þessi fantur náist hið fyrsta.

Frétt af mbl.is

  Ók á barn og stakk af
Innlent | mbl.is | 30.11.2007 | 18:22
Frá vettvangi í kvöld. Alvarlegt umferðarslys varð á mótum Vesturgötu og Birkiteigs í Reykjanesbæ um kl. 17 í dag þar sem ekið var á barn. Barnið sem er á aldrinum 6 til 7 ára slasaðist alvarlega og var flutt í forgangsakstri til Reykjavíkur, en ekki er vitað frekar um líðan þess í augnablikinu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.


mbl.is Ók á barn og stakk af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju heyrum við fyrst af þessu frá erlendum fjölmiðli?

Er þetta ekki móðgun við okkur íslendinga að Forsætisráðherra segi fyrst frá þessu í viðtali við erlendan fjölmiðil? Svo er þessi fyrirsögn eitthvað skrítin:  Til greina að frestað skattalækkun
Af mbl.is

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir í viðtali við viðskiptavefinn Bloomberg í dag, að til greina komi að setja áform um frekari skattalækkanir á bið þar til að betra jafnvægi komist á í hagkerfinu.


mbl.is Skattalækkun frestað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skildi þetta eiga við um laun æðstu manna í fyrirtækjunum líka

Hef ekki heyrt fyrirtækin kvarta yfir því að ekki sé réttlætanlegt að hækka laun þegar þau eru ákvarða laun framkvæmdarstjóra, forstjóra og annarra stjórenda.

Maður mundi kannski kaupa þetta raus þeirra ef maður væri ekki búinn að lifa nokkur ár þar sem kjarasamningar eru lausir. Það er alltaf látið líta út sem að þjóðfélagið sé að verða gjaldþrota, fyrirtækin á hausnum og almenn kreppa skellur alltaf á rétt fyrir þann tíma sem að kjarasamningar eru lausir. Og daginn eftir kjarasamninga er svo allt í lagi aftur


mbl.is Almennar launahækkanir ekki réttlætanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kópavogsbúar borga hærra vatnsgjald en Reykvíkingar þrátt fyrir lækkun

Fyrirsögnin hér að ofan hefði nú verið eðlileg viðbrögð fréttamanna þegar þeir mættu í nýja vatnsveitu Kópavogs um daginn. Og aftur er talað um lækkunina hér í þessari frétt. Á bloggi oddvita Samfylkingar í Kópavogi sendur m.a.

Þótt vatnsgjald muni lækka um 10% eru Kópavogsbúar samt sem áður að borga mun meira fyrir vatnið en Reykvíkingar.  Þannig er vatnsveita Kópavogs ekki að skila okkur jafn ódýru vatni og í Reykjavík.

Í framhaldi af því er kannski gott að vita hvað Garðbæingar eru að borga fyrir vatn úr sömu vatnsveitu. Því mér skildist að þeir væru að fá vatn frá okkur í Kópavogi á lægra verði en við borgum fyrir það.

Annars bendi ég fólki á að lesa bloggfærslu Guðríðar oddvita Samfylkingar í heild en þar koma fram ýmis atriði er vert er að skoða áður en Gunnar er lofaður og sleginn til riddara fyrir rekstur Kópavogs. Takið m.a. eftir vinnubrögðum gagnvart bæjarfulltrúum, landfyllingar í Kársnesi færðar inn sem tekjur o.fl.


mbl.is Áform um 2,2 milljarða afgang í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir og eftir einkavæðingu Símans

Gott dæmi um að einkavæðing er ekki alltaf trygging fyrir hagstæðari verðum. Segir okkur að Exista er að mjólka neytendur hér á landi. Erum komin úr því að vera með einna ódýrustu símaþjónustu yfir í að vera dýrust á 3 til 4 árum. Hér á landi virðist allir markaðir þróast út í fákeppni. Það er nokkuð ljóst að við erum látin borga fyrir þessa útrás og fjárfestingaæði. Enda ekki nema von því að þessir menn eru búnir að læra að við borgum bara það sem þeir setja upp.
mbl.is Farsímaþjónusta dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki viljum við annan áratug þar sem að engin hefur skoðun nema Forsætisráðherra?

Það er ekki þar fyrir að ég held að Össur ætti nú að fara fyrr að sofa og snúa sér að því á morgnana að vinna í að flýta þeim málum sem hann hefur boðað að leggja fram á Alþingi. Finnst að tími hans hafi farið of mikið í ferðalög og yfirlýsingar. Ég vill fara að sjá að eitthvað af því sem hann hefur boðað komi í ljós. T.d. varðandi orkuauðlyndir og margt fleira. Er farið að lengja eftir því.

En það er ekki þar með sagt að ég vilji að þessi stjórn verði Hallelúja kór fyrir Geir og Ingibjörgu. Fólk sem hefur sterkar skoðanir á hlutum á að láta þær í ljós þannig að fólkið í landinu viti hvað þau standa fyrir og eru að hugsa. 


mbl.is Gæti sín á stóryrðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg útlitsbreyting á mbl.is

Verð bara að segja að þessar breytingar á mbl.is eru til mikilla bóta og gera vefinn aðgengilegri og betri.

Mér hafa ekki alltaf líkað þegar grónum síðum er breytt og fundist það stundum gera þær flóknar og óaðgengilegri. En þetta er allt til bóta. Líkar sérstaklega vel við nýtt letur á meginmáli.

Síðan byrja fréttaútsendingar hjá þeim á morgun. Verður spennandi að fylgjast með.


Alveg makalaust hvað ein bloggfærsla getur vakið mikla athygli

Veit ekki betur en að Össur sé búinn að segja þetta allt áður. Hann sagði strax á fyrstu dögum þessa máls að hann væri fylgjandi sameiningu og það skapaði aukna möguleika á stórum verkefnum erlendis. Þannig að það er ekkert nýtt í þessu hjá honum. Og allir vita um þennan umsnúning Júlíusar sem nú vill óður og uppvægur sameiningu REI. Þannig að ég sé ekki afhverju allir fjölmiðlar vitna svona í þessa færslu.

Reyndar finnst mér vanta í þessa færslu hjá Össuri að samstarfs fyrirtækið á Filippseyjum  bauð svo ógurlega hátt í þetta verkefni þar að íslendingar misstu allan áhuga. Þannig að það er nú kannski alveg víst að þetta hafi verið "milljarðagróði í pípunum" þar


mbl.is Össur: Valdarán sexmenninganna skaðaði OR gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er íslenska ríkið að okra við söluna á þessum íbúðum

Ég er nú ekki viss um að þetta þróunarfélag sem sá um þessa sölu sé að standa sig. Eða eru þeir kannski að að stunda hina gömlu góðu íslensku iðju að einkavinavæða þessar eignir. Mér skilst að m.a. hafi þessir fjárfestar keypt 1600 íbúðir reyndar minnir mig að þeir hafi fengið einhverjar fleiri eignir með. Flest þessi hús sem þeir keyptu eru byggð á síðustu 20 árum og tiltölulega í góðu ástandi auk þess sem þegar eru búið að gera þau upp að hluta. Eins skilst mér að þær séu allar stórar eða yfir 100 fm. Ef við til að einfalda málin segjum að þeir hafi bara keypt þessar íbúðir Þ.e. 1600 íbúðir.

Þá fáum við út:
14.000.000.000 kr./1600 íbúðir = 8.750.000 fyrir hverja íbúð.
Það er ekki mikið.


mbl.is Unnið faglega á Keflavíkurflugvelli eftir settum reglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir kunna að koma fólki í Jólaskap þessir Ísraelar

Hefði nú haldið að menn væru búnir að læra að svona níðingsverk koma í hausinn á mönnum. Að draga úr raforku til almennings þarna sem þegar lifir við erfið skilyrði er bara vatn á myllu þeirra sem ala á hatri á Ísrael meðal íbúa þarna.


mbl.is Ísraelsmenn ætla að draga úr raforkudreifingu til Gasa í desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband