Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Ósköp var þetta nú ódýrt

Það vissu jú allir hvar áherslur þessa framboðs yrði í umhverfismálum. Þeim hefur Ómar komið vel til skila og margir sammála honum. En þegar að þau fóru út í önnur mál þá voru þau ósköp klisjukend:

auka yrði frelsi til samkeppni í landbúnaði, afnema miðstýrða mjólkurframleiðslu og veita smábátum aðgang að miðum til krókaveiða. Þá verði áhersla lögð á nýsköpun og að efla skapandi atvinnulíf í stefnuskrá flokksins. Margrét sagði að þó flokkurinn legði aðaláherslu á umhverfismál á fundinum í dag myndi hann leggja fram innan skamms fullmótaða stefnuskrá þar sem skýr stefna væri í öllum málaflokkum.

Þá sögðu þau í viðtali að þau væru fylgjandi einkarekstri í heilbrigðismálum. Og þegar að fréttamaður spurði þau hvort að þau óttuðust ekki að þá yrði til kerfi þar sem að þeir ríku keyptu sér forgang þá datt óheppileg setning út úr Ómari þegar hann var skýra að þetta væri engin hætta. Hann sagði eitthvað á þá leið að við gætum horft til tannlækna til að sjá dæmi um hvernig þetta gæti virkað. Óskapleg var þetta óheppilegt hjá honum nokkrum dögum eftir að Tannlæknafélagið var að ræða um rannsókn á tannheilsu barna þar sem sýnt var mjög skýrt að tannskemdir og og fjárhagur foreldra tengdust mjög. Því að frá heimilum með lágar tekjur fara börn ekki til tannlækna nema í neyð. 

Og um fiskveiðar sagði Margrét eitthvða á þá leið að opna fyrir sóknardaga fyrir smábáta krókabáta undir 10 tonnum . En síðan dró hún í landa og þetta varð mjög óljóst. Og mér er til efs að sjómenn sem hafa keypt kvóta á sambærilega báta sætti sig við að kvótinn þeirra verði verðlaus á meðan aðrir fá að veiða á sóknardagakerfi.

Þau hugsa lítið út í að með framboði sínu þá eru komin 6 framboð hér til Alþingis.

Ef við segjum að þeim gangi sæmilega og þau fái kannski 4 þingmenn þá taka þau væntanlega 1 frá Frjálslyndum og 1 frá Sjálfstæðismönnum, einn frá framsókn og kannski 1 frá Vg. Þá væru frjálslyndir með 3 þingmenn framsókn kannski 6. Vg og Samfylking kannski 14 hvor og Sjálfstæðismenn með 22 þingmenn. Þá er nokkuð ljóst að það verður ekki ekki möguleiki á að mynda 2 flokka stjórn nema með Sjálfstæðisflokki. Ekki hægt að mynda 3 flokkastjórn án Sjálfstæðismanna nema Samfylking, Vg og framsókn. Og ég held að engin stefni að 4 flokka stjórn. Þannig að þá er þessi flokkur þeirra dæmdur til að vera í stjórnarandstöðu. Og við vitum að hún hefur ekki mikil áhrif til breytinga. Hún getur tafið mál en lítið annað.

Þannig að þessi hugmynd þeirra að koma stóriðjuflokkunum frá er en ólíklegri eftir að þetta framboð þeirra koma fram.

Síðann finnst mér eftir allann þennann tíma hefðu þau nú átt að geta flaggað stefnuskrá eða skýrari drögum að henni. Því að hún hlýtur að endurspegla tilgangin með þessu framboði.


mbl.is Ómar vill opna eldfjallagarða líkt og á Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleikir Margrétar Sverrisdóttur

Var að lesa bloggið hans Össurar Skarphéðinssonar en þar er hann að fjalla um væntanlegt framboð Margrétar Sverris með Ómari og fleirum.

Össur telur það hafa verið mikinn afleik hjá Margréti þegar hún gekk úr flokknum eftir kosningar á landsþingi Frjálslyndra. Hann telur að hún hafi þar með kastað frá sér miklum möguleikum. Össur segir m.a.

Margrét Sverrisdóttir urðu á mikil pólitísk mistök þegar hún kaus að túlka sjálfa sig sem "lúser" eftir að hafa fengið mjög virðingarverða kosningu í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins. Þó Margrét hafi tapað naumlega, stóð hún með hinn móralska pálma í höndunum. Hún átti víst sæti á Alþingi eftir kosningar í vor.

Úr þeirri stöðu eru miklar líkur á að Margrét hefði orðið ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Á Alþingi hefðu hún síðan átt tveggja ágætra kosta völ. Innan Frjálslynda flokksins hefði hún líklega getað ráðið ríkisstjórnum, og stigið annaðhvort upp í vagn frjálslyndrar velferðarstjórnar með Samfylkingunni og VG eða bjargað fallinni ríkisstjórn Framsóknar og íhalds með því að koma með atkvæðin sem vantaði. Varðandi seinni kostinn má ekki gleyma, að Margrét hefur alltaf skilgreint sig sem stjórnmálamann til hægri, og stefna hennar í innflytjendamálum sem birtist í framboðsyfirlýsingu hennar staðfesti það með sorglegum hætti.

Síðar talar Össur um að Guðjón Arnar hafi gefið það í skyn að hann ætli ekki að sitja sem formaður allt næsta kjörtímabil og þá hefði verið lag fyrir Margréti að verða formaður þar sem hún hefði unnið Magnús Þór í það embætti næsta auðveldlega.

Össur heldur áfram og segir í greininni

Þessu kastaði Margrét frá sér andstætt ráðgjöf reynslubolta einsog Sverris Hermannssonar. Sú fljótfærni setur alvarlegt spurningamerki við dómgreind Margrétar - einsog afstaða hennar í innflytjendamálum hafði áður gert. Andspænis glampandi leiftri sjónvarpsvélanna taldi Margrét sér trú um að hún hefði að baki sér fjöldahreyfingu. Þegar sjónvarpsvélarnar voru farnar, og fjölmiðlabylnum slotaði kom í ljós að fjöldahreyfingin var lítið annað en það sem Jón Baldvin kallaði á Útvarpi Sögu pólitískan saumaklúbb.

Í dag er Margrét Sverrisdóttir því kona í pólitískri hafsnauð. Hún er í brýnni þörf fyrir pólitískan björgunarbát og virðist hafa valið Íslandsflokk Ómars Ragnarssonar til að bjarga sér af skerinu sem fley hennar marar nú á.

Loks er hér brot úr lok bloggsins hjá Össuri

Í dag er Margréta skipreika í pólitísku tilliti. Eina von hennar er að reka Ómar Ragnarsson nauðugan viljugan til að búa til úr hreyfingunni kringum sig einskonar pólitískan björgunarbát saumaklúbbsins sem Jón Baldvin kallaði svo. Til hvers ætti Ómar að gera það? Hann nýtur sterkrar stöðu sem spámaður umhverfisvendarhreyfingar, og getur nýtt hana til að hafa áhrif á alla flokka. Hann er að ná geysilegum árangri gegnum Framtíðarlandi, sem hefur á örfáum dögum fengið næstum alla stjórnmálamenn frá miðjunni og til vinstri til að gera bindandi samninga um framtíð náttúruverndar - taki þeir við stjórnartaumum.

Til hvers ætti Ómar Ragnarsson að gengisfella sjálfan sig með því að stíga niður á svið hrárra stjórnmála, þar sem hann þarf að hafa skoðanir á öllu, og mun lítinn tíma fá til að nýta áhrif sín á aðra flokka - og þau munu að sjálfsögðu hverfa einsog dögg fyrir sólu þegar hann er orðinn keppinautur þeirra. Það væri einfaldlega óráð hjá Ómari að fórna sér til að verða björgunarbátur fyrir skipreika klofning úr Frjálslynda flokknum, og missa þannig áhrif sín á umhverfisvængi allra hinna flokkanna.

Er það réttlætanlegt til að bjarga Margréti Sverrisdóttur úr ógöngum sem hún kom sér sjálf í?

Er reyndar búin að taka stærri brot úr blogginu hans Össurar en ég ætlaði en hér má sjá bloggið hans


mbl.is Kynna framboð Íslandshreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir það sem hefur gengið á í dag- Ber Jóni Steinari ekki að segja af sér?

Ég er að velta fyrir mér þegar að Hæstaréttardómari kemur fram í fjölmiðlum og í raun segir að einhver sé að ljúga ummælum upp á hann sem og að hann hafi tekið að sér mál Jón Geralds þrátt fyrir að vita að Ingibjörg Pálma skjólstæðingur hans var bæði kærasta Jóns Ásgeirs og sem og eigandi í Baugi. Er honum þá stætt sem Hæstaréttardómari eftir þetta. Verður hann ekki vanhæfur í fjölda mála eftir þetta?

Las eftirfarandi á www.mannlif.is

Nauðvörn Jóns Steinars

21 mar. 2007

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður er í nauðvörn eftir að hafa opinberlega borið systurnar Ingibjörgu og Lilju Pálmadætur þeim sökum að þær segi ósatt. Jón Steinar var við upphaf Baugsmálsins lögmaður Ingibjargar og hún hefur eftir honum að hann hafi sagst vera beittur þrýstingi til að taka að sér mál Jóns Geralds Sullenbergers og þar með leiða baráttuna gegn Baugi. Aðgerðir Jóns Steinars á þ.eim tíma þykja fela í sér grófan hagsmunaárekstur vegna tengsla skjólstæðingsins Ingibjargar við helsta skotspón Jóns Steinars og Sullenbergers, Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón Steinar bar við minnisleysi í sjónvarpsfréttum varðandi það að hafa sagt við Lilju Pálmadóttur að systir hennar ætti að losa sig við "raftinn" Jón Ásgeir en var alveg handviss um að hann myndi hvort hann hefði sagst vera beittur þrýstingi til að herja á Baugsmenn. Jón Steinar var skipaður í Hæstarétt af Birni Bjarnasyni, þáverandi dómsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar, þótt aðrir hafi verið talið hæfari. Fáheyrt er að hæstaréttardómarar komi fram í fréttum til að verja sig líkt og nú gerist með Jón Steinar. Almenningur þarf nú að gera upp við sig hver segi satt, sá umdeildi Jón Steinar eða systurnar sem hingað til hafa ekki verið taldar ósannindamenn ...


mbl.is Hefur eftir Jóni Steinari að þrýst hafi verið á hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri gaman að kynna sér hver var að ljúga að okkur þegar Síminn var seldur.

Ég man það þegar sala á símanum stóð yfir. Þá var fullyrt á alþingi af Samgönguráðherra og fleirum að grunnnetið væri ekki hægt að skilgreina og halda frá við sölunna. Maður gæti farið í þingræður og séð hvað ráðherra sagði og þá er náttúrulega staðfest að hann var að ljúga að okkur.

Egill Helgason segir um þetta mál:

Vísir, 21. mar. 2007 12:16

 

Míla heitir fyrirtæki sem hefur verið stofnað um rekstur grunnets Símans. Hefði kannski verið nær að láta það heita Kílómeter - mílur eru okkur Íslendingum framandi. Þetta er hið sama grunnet og ómögulegt var að skilja frá Símanum þegar hann var seldur. Maður skyldi varast að trúa öllu sem sagt er í pólitíkinni.

Aðskilnaðurinn er náttúrlega klassísk viðskiptabrella til að láta afkomutölur Símans - dýrasta símafyrirtækis í heimi - líta betur út. Kaupendur fyrirtækisins töldu sig hafa vilyrði fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur keypti grunnnetið - en sú von gufaði upp þegar Guðlaugur Þór Þórðarson tók við stjórnarformennsku í Orkuveitunni. Því sitja þeir uppi með þessa starfsemi sem fylgja kvaðir um að halda uppi fjarskiptaþjónustu um allt land. En einokunin er sú sama og áður - við höfum fundið fyrir því hér á Stöð 2 að taxtarnir eru núorðið svo háir svo háir að við getum varla látið okkur dreyma um að hafa mann í mynd frá Akureyri.

Frétt af mbl.is

  Fyrirtækið Míla stofnað um fjarskiptanet Símans
Viðskipti | mbl.is | 20.3.2007 | 15:51
Starfsfólk Mílu sýndi nýtt merki félagsins Míla er nafn nýs fyrirtækis sem stofnað hefur verið um rekstur, uppbyggingu og viðhald fjarskiptanets Símans. Míla hefur formlega rekstur hinn 1. apríl næstkomandi en stofnun fyrirtækisins var samþykkt á aðalfundi Símans sem haldinn var í lok síðustu viku.


mbl.is Fyrirtækið Míla stofnað um fjarskiptanet Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú með afbrigðum óljóst svar

Held að hann ætti bara að viðurkenna að þessar veiðar voru frumhlaup og hafa skaðað bæði hugsanlegar hvalveiðar okkar í framtíðnni auk þess sem orðspor okkar hefur skaðast.

Hann sem ráðherra á að vita að það er nauðsynlegt að hugsa svona mál frá upphafi til enda áður en rokið er í að gefa leyfi fyrir svona veiðum.

Frétt af mbl.is

  Einar K. Guðfinnsson: Ekki óeðlilegt í ljósi umræðu og óvissu um framhaldið
Innlent | mbl.is | 21.3.2007 | 11:48
Einar Kristinn Guðfinnsson Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að sér komi ekki á óvart að þeim hafi fjölgað sem séu á móti því að hvalveiðar hafi verið hafnar að nýju. Segir Einar að umræðan um hvalveiðar hafi verið neikvæð hér á landi, og að meðan óvissa ríki um framhaldið og sölu á hvalkjöti sé ekki óeðlilegt að þeim fjölgi eitthvað sem óánægðir séu með stöðu mála.

 

 


mbl.is Einar K. Guðfinnsson: Ekki óeðlilegt í ljósi umræðu og óvissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að vita hvar á að finna allt þetta fólk til að flytja til Reykjavíkur

Þetta er merkilegar áætlanir hjá Reykvíkingum. Nú síðast í gær kom í ljós að um 1900 íbúðir og hús eru í byggingu í Reykjanesbæ. Í Kópavogi eru hundruð bygginga í smíðum. Í Hafnarfirði standa víst tilbúnar íbúðir sem seljast hægt. Því finnst mér þetta hæpnar áætlanir. Eins þá er ekkert talað um það að fyrstu árin á meðan land er brotið undir byggingar þá eykst kostnaður bæjarfélagsins. Eins þá finnst mér það ekki vitrænt hjá Reykjavík að ætla að fjölga hratt íbúum á þeim svæðum eins og Úlfarsfelli og Geldinganesi áður en Sundabraut er tilbúin.

Þá held ég að fjölgun verði nú ekki hröð ef þetta eru aðallega sérbýli sem á að byggja.

Frétt af mbl.is

  Nauðsynlegt að fjölga borgarbúum
Innlent | mbl.is | 20.3.2007 | 15:18
Auka á tekjur Reykjavíkurborgar meðal annars með því að fjölga íbúum en slík fjölgun er borginni nauðsynleg að mati borgarstjórnar. Laða á landsmenn og fyrirtæki að Reykjavík með lóðaframboði, auknum lífsgæðum og virkri fjölskyldustefnu. Má þar nefna uppbyggingu á deildum fyrir yngri börn í leikskólum borgarinnar og svokölluð frístundakort, en með þeim greiðir borgin hluta af æfinga- og þátttökugjaldi barna og unglinga í íþróttum og tómstundum.


mbl.is Nauðsynlegt að fjölga borgarbúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mundi nú ekki treysta þessum heimildum.

Þið verðið bara að afsaka. Ef þetta er satt er þetta vitni um að menn eru að sturlast þarna. En heimildir frá Bandaríksahernum eru bara ekki áreiðanlegar. Þeir hafa verið staðnir að lygum aftur og aftur. Skv. þeim hefur varla nokkur saklausborgari látist af þeirra völdum. Nema þegar tekst að sanna á þá lygarnar.

Frétt af mbl.is

  Uppreisnarmenn í Írak sagðir hafa beitt börnum í sjálfsvígsárás
Erlent | AFP | 20.3.2007 | 18:56
Bandarískur hermaður í Írak. Írösk börn sjást í baksýn. Uppreisnarmenn í Írak sprengdu sprengjum hlaðna bifreið eftir að bandarískir hermenn hleyptu henni í gegnum eftirlitsstöð í Bagdad um helgina. Í aftursæti bifreiðarinnar sem sprakk voru tvö börn. Bandaríkjaher greindi frá þessu í dag.


mbl.is Uppreisnarmenn í Írak sagðir hafa beitt börnum í sjálfsvígsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ný sjónvarpsstöð um Enska boltann"

Var að lesa þetta á www.mannlif.is . Ég verð bara að segja að tilstandið í kring um Ensku knattspyrnunna síðustu ár ætlar að halda áfram. Nú á að stofna sér stöð um hana.

Ný sjónvarpsstöð um Enska boltann

20 mar. 2007

 

Samkvæmt heimildum Mannlífs munu 365 stofna innan tíðar sérstaka sjónvarpsstöð utan um enska boltann. Sömu heimildir herma að undanfarin misseri hafi söludeild 365, “Mamma”  selt þúsundir áskrifta að Sýn með þeim formerkjum að enski boltinn verði á stöðinni. Mælt var sérstaklega með því aðáskrifendur færu í svokallað M-12 sem er langtíma bindisamningur. Mannlíf hefur fengið staðfestingu frá nokkrum aðilum að þeim hafi verið boðin slík áskrift að nýju stöðinni í úthringingum undafarin misseri.

  Sjónvarpsauglýsingar Sýnar hafa ekki farið framhjá neinum íþróttaáhugamanni þar sem enski boltinn er rúsínan í pylsuendanum á glæsilegri dagskrá ársins 2007. Þessu til stuðnings hefur starfsfólk Símans hringt út til áskrifenda Skjás sports og tilkynnt þeim að enski boltinn væri að hætta og myndi flytjast yfir til Sýnar. Hringt var í þjónustver 365 og þar fékkst staðfest að enski boltinn yrði að öllum líkindum ekki á Sýn. Gera má ráð fyrir að fjölmargir nýjir áskrifendur Sýnar muni telja sig illilega svikna með þessum gjörningi. Þegar ljóst var að Enski boltinn færi yfir til 365 komu strax fram miklar efasemdir og áhyggjur frá ánægðum áskrifendum Skjás Sports um að fjölmiðlarisinn í Skaptahlíðinni myndi leita allra leiða til að mata krókinn á þessu vinsæla sjónvarpsefni. Sá ótti virðist á rökum reistur í það minnsta hvað varðar áskriftasölu á “besta sætinu” á Sýn ...


Ég hélt að börnin fæddust flest á fæðingardeildum

En skv. þessari frétt þá fæðast þau bara innan og utan hjónabands.

Frétt af mbl.is

  Um þriðjungur barna fæðist innan hjónabands
Innlent | mbl.is | 20.3.2007 | 9:06
Á Íslandi fæðast hlutfallslega fleiri börn utan hjónabands en í nokkru öðru Evrópuríki, að því er kemur fram í yfirliti Hagstofunnar um barnsfæðingar á síðasta ári. Aðeins rúmlega þriðjungur barna á Íslandi, eða 34,4%, fæðist innan vébanda hjónabands.


mbl.is Um þriðjungur barna fæðist innan hjónabands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Donald Trump: "Bush er versti forseti sögunnar"

Þessi frétt á www.visir.is segir nú allt sem segja þarf. Þegar að Donald Trump er meira að segja orðinn sammála mér þá get ég ekki haft rangt fyrir mér

 

Vísir, 20. mar. 2007 07:52

Bush er versti forseti sögunnar

Bush, Cheney og Rice eru óhæf og stríðið í Írak er algjört klúður. Þetta sagði viðskiptajöfurinn Donald Trump í viðtali á CNN-sjónvarpsstöðinni í gær. Hann segir meint klúður í Írak einum manni að kenna og engum öðrum, núverandi forseta Bandaríkjanna sem hann segir versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Hann segir að vegna Íraksstríðsins hafi Bandaríkin tapað tiltrú og samúð. Trump er þrátt fyrir þetta þekktur fyrir að vera harður repúblikani.


mbl.is Bush ver stefnu Bandaríkjastjórnar í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband