Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Frjálshyggjan á Íslandi í framkvæmd síðustu 12 ár.

Nú má segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft 12 ár til að sýna okkur afrakstur frjálshyggjunar og hverning þeir framkvæma hana. Það er vissulega hægt að segja að við höfum það betra nú en fyrir 4 árum að mörgu leyti en spurning hversu mikið það er hægt að eigna ríkisstjórninni það. Fyrst verður náttúrulega að benda á að EES samningurinn hefur náttúrulega verið hvatinn sem hefur drifið atvinnulífið áfram. Eins þá hefur almennt verið velmegun hjá flestum vestrænum þjóðum.

EN nú skulum við víkja að nokkrum atriðum sem hafa sannanlega verið verk ríkisstjórnarinnar.

  • Einkavæðing bankanna: Ég í sjálfu sér er ekki að mæla á móti því að bankarnir væru einkavæddir en tel að framkvæmdin á þvi og helmingaskiptin hafi sennilega hlunfarið okkur sem þjóð um tugi eða hundruð milljarða. T.d. ef að aðeins einn banki hefði verið seldur í upphafi þá má færa rök fyrir því að seinni bankinn sem hugsanlega hefði þá verið seldur í fyrra hefði skilað okkur kannski svon 50 milljörðum. Eins þá var okkur talið trú um að við þessa samkeppni mundi almenningur fá mun betri kjör en áður en það hef ég nú ekki séð. Eins þá kom í ljós eftir að bankarnir voru seldir að eigendur gátu strax losað hagnað út úr bönkunum til að greiða sér til baka kaupverð þeirra. Því má færa rök fyrir því að þeir hafi nærri því verið gefnir.
  • Einkavæðing Símans: Það fékkst nú viðunandi verð fyrir hann en sú fullyrðing að þar með fengjum við viðskiptavinir að njóta samkeppninar í hagstæðum verðum á þjónustu hafa ekki staðist.
  • Þjónustugjöld. Í upphafi stjórnar Framsóknar og Sjálfstæðismanna þá hækkuðu þau gífurlega. En vegna mikilla mótmæla almennings þá hafa ráðamenn ekki þorað að ganga lengra í þá átt og gjöldin ekki hækkað mikið síðustu ár. Samt eru þau það há að margir sleppa að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna þeirra.
  • Nú þessa daga eru tannlæknar að benda á að þar sem að niðurgreiðslur á tannlæknakosnaði barna hafa ekkert hækkað hefur tannheilsa barna versnað gífurlega og erum við nú mun ver stödd í þeim málum en þær þjóðir sem við miðum okkur við.
  • Skattar: Skattar hafa jú verið lækkaðir. EN fyrstu 10 árinn voru það nær eingöngu fyrirtæki, hálaunafólk og fjármagnseigendur sem nutu þeirra lækkana. Og með því að skattleysismörk voru ekki látin fylgja launavísitölu/neysluvísitölu þá bitnaði það mest á þeim sem lægst höfðu tekjur. Nú þegar að fór að fjara undan Framsókn voru loksins um síðustu áramót gerðar einhverjar leiðréttingar þarna á.
  • Nú í vikunni kom í ljós að barnabætur hafa lækkað á þessu tímabili um sem nemur 10 milljörðum.
  • Þó að eðlilega í allri þessari hagsæld hafi verið greidd niður lán ríkisins þá hafa heildarskuldir þjóðainnar aukist gríðarlega
  • Ráðist var í gríðarlegar framkvæmdir í virkjunar og stóriðujumálum sem valda því ásamt lánæði bankanna að hér hefur í 5 ár verið gríðarleg verðbólga. Það var alltaf kynnt fyrir okkur fyrir framkvæmdir að þetta gæti verið ástand sem varði í nokkra mánuði og er en talað um þetta sem verðbólguskot. En þetta skot fer nú að vera ansi langt.
  • Síðan er vert að benda á þá gríðarlegu baráttu sem öryrkjar og lífeyrisþegar hafa þurft að há til að bæta kjör sýn sem enn eru óviðunandi.
  • Sendiráð í Japan upp á 800 milljóna. 500 til 600 milljónir til að komast í Öryggisráð SÞ
  • Þátttaka okkar í Írakstríðinnu og á lista "Hinna staðföstu þjóða"
  • Þá er kannski rétt að minna á eftirlaunafrumvarpið sem tryggði ráðherrum og þingmönnum tvöföld laun ef þeir létu af þingmennsku og tóku við störfum á vegum ríkisins. Einka atvinnumiðlun flokkanna. t.d. fullt af sendiherrum starfandi hér á landi, sendiherrastöður og Seðlabankastöður. Þá fengu sumir eins og Finnur Ingólfsson eitt stykki tryggingarfélag til að vinna að því að gera hann að milljarðamæring. Annar fékk forstjórnastöðu hjá Landsvirkjun og konan hans nú sendiherra í Suður Afríku. Frændur og vinir gerðir að Hæstaréttardómurum. Helstu hugmyndafræðingar frjálshyggjunar á launum hjá ríkinu í HÍ og fleiri stöðum.

Þetta eru bara nokkrir punktar í bili. Stjórnin er nú orðin þannig að hún gerir ekkert fyrr en eitthvað er tekið fyrir í fjölmiðlum og þá reynir hún að setja plástur á það. Hún hefur engar hugmyndir um hvert við höldum héðan. Hún er búin að einkavæða það sem hún getur með auðveldu móti en gerir sér grein fyrir að betur er fylgst með nú. Einu hugmyndir hennar stóriðja og jarðgöng eiga nú undir högg að sæta og því er hún gjörsamlega orðin náttúrulaus. Engar lausnir bara að kaupa frið um stundarsakir.

Fyrirtæki vaða uppi og eru leynt og ljóst farin að reyna að stjórna öllu hér. Forstjórar sífellt að halda ræður með beinum og óbeinum hótunum um þetta og hitt ef ekki er farið að vilja þeirra.

Það er komin tími til að hleypa öðrum að til að þess að taka til eftir þessa stjórn. Einhverja sem hafa framtíðarsýn fyrir almenning og hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Ekki þröng hagsmunagæsla núverandi stjórnvalda.


Ætli þetta sé ekki það sem alþjóðafyrirtæki gera almennt.

Þessi frétt vekur mann til umhugsunar um þann viðgang sem glæpa- og hriðjuverkamenn  upplifa þessi misserinn. Það virðast streyma til þeirra vopn og peningar. Það er náttúrulega smá upphæð fyrir þessi fyrirtæki gegn því að fá mjög ódýrt vinnuafl og annað sem til þarf í framleðslu afurða sem við svo kaupum. Þetta minnir mig á meintar mútur Impreglio í Afríku og flullt af dæmum sem maður hefur heyrt í gegnum tíðinna. Það er minnstakosti tryggt að það er almenningur eða verkamenn sem fái þessa peninga.

www.ruv.is

Chiquita borgaði vígasveitum

Bananastórfyrirtækið Chiquita Brands International viðurkenndi í Bandaríkjunum í dag að hafa átt viðskipti við hryðjuverkasamtök og greitt fyrir vernd kólumbískra vígaflokka á árunum 2001 til 2005.

Chiquita samþykkti að greiða 25 miljónir dollara í sektir eða liðlega helming gróðans af bananaverslun sinni í Kólumbíu á þessum tíma. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hrósaði Chiquita fyrir góða samvinnu við að upplýsa málið.


mbl.is Chiquita greiddu hryðjuverkamönnum fyrir vernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heja Norge

Þarna fer þjóð sem þorir að taka öðruvísi á málum. Búin að átta sig á að  viðskiptaþvinganir og ofbeldi er ekki leið til að koma á frið. Jákvæð samskpti og samræður eru mun líklegri til að koma á samkomulagi. Örvænting og sultur kalla fram það versta í fólki. Og aðgerðir heimsins og Ísrael stuðla einmitt að því.

Frétt af mbl.is

  Norðmenn aflétta viðskiptabanni á heimastjórn Palestínumanna
Erlent | mbl.is | 19.3.2007 | 11:53
Stuðningsmenn Hamassamtakanna tóku þátt í útifundi í Hebron í gær. Norðmenn hafa fyrstir Evrópuþjóða aflétt viðskiptabanni á heimastjórn Palestínumanna en ný þjóðstjórn Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar tók við völdum á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna í gær. Þá átti Raymond Johansen, aðstoðarutanríkisráðherra Noregs, fund með Ismail Haniyeh, forsætisráðherra þjóðstjórnarinnar á Gasasvæðinu í morgun. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.


mbl.is Norðmenn aflétta viðskiptabanni á heimastjórn Palestínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agnes Bragadóttir að gjaldfella sig sem blaðamaður?

Agnes Bragdóttir virðist vera komin í stríð við Samfylkingunna og þá væntanlega hluti  þessari meintu herferð Moggans gegn Samfylkingunni

Var að lesa þetta á www.mannlif.is

Slúðurblaðamaður í bobba

19 mar. 2007

Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, sem þekkt er fyrir að hafa á seinustu öld skrifað um andlát Sambandsins, stendur í ströngu þessa dagana. Fréttaskýring hennar um óánægju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingar, með framgöngu svilans Össurar Skarphéðinssonar hefur kallað fram mótmæli hvaðanæva að úr Samfylkingunni og flestir lýsa ritsmíðinni sem slúðri. Þetta er´í annað sinn sem fréttaskýring Agnesar á forsíðu Mogga er kafskotin sem sklúður en skemmst er að minnast að hún boðaði sameiningu Glitnis og Kaupþings en enginn innan bankanna kannast við að hafa þau áform uppi. Agnes mótmælir í Mogganum í dag að hún ástundi slúður. Vekur athygli að varnargrein Agnesar er mun lengri en "fréttaskýringin" á forsíðu sem þakti eindálk ...


Lofgjörð til frjálshyggjunar- Mér var flökurt við lesturinn.

Var að lesa Fréttablaðið og rakst þar á grein eftir Ragnar Halldórsson Kvikmyndagerðarmann. Ég verð bara að segja að mér varð bumbult við lesturinn.

Greinin heitir: Ávextir frelsinsins gætu hætt að vaxa

Þar segir Ragnar m.a.

Vinstri veruleiki er yndislegur fyrir þá sem elska að vinna fyrir ríkið og hafa aðra undir hæl sínum – paradís embættismanna ríkisins sem stjórna lífi fólksins í landinu eins og þeim sýnist. Mergð slíkra einstaklinga fyllir alla pósta í vinstrisinnuðum löndum. Í mjög vinstrisinnuðum löndum verður til grimm elíta örfárra sem hannar líf milljóna einstaklinga sem allir hafa ólíka hæfileika og þrár og bannar þeim ekki aðeins að yfirgefa eigið land heldur næstumþví að anda.

Ég spyr er maðurinn ekki í lagi. Við hvað er maðurinn að miða. Og gerir hann sér grein fyrir því að mjög hægrisinnuðum löndum eru fasiskar stjórnir þar sem að stjórnvöld og fyrirtæki kúga fólk til að vinna á fyrir skít og ekkert og greiða alla þjónustu í botn.

Síðar í greininni lýsir Ragnar yfrir ást sinni á Sjálfstæðisflokknum og segir m.a.

Frelsiselskandi fólk hefur endurnýjað Sjálfstæðisflokkinn í anda frelsis og lýðræðis. Bætt hann. Í anda þess að ekkert kerfi gert af manneskjunni verður fullkomnara en hún sjálf. Frelsishyggjan er mannúðarhyggja því hún byggir á þeirri hugmynd að manneskjan sjálf sé upphaf og endir alls. Að stærsta undur heimsins sé hún. Hún hafnar því að hægt sé að afgreiða manneskjuna í eitt skipti fyrir öll eins og vinstri pólitíkusar boða - því hæfileikar hennar og snilli geti sífellt komið með nýjar og óvæntar víddir í tilveruna.

Hann gleymir því að frjálshyggjan gerir líka ráðfyrir að þú fáir þá þjónustu sem þú ert borgunarmaður fyrir. Það er t.d. ekki anda frjálshyggju að ríkið sjálft sé að styrkja kvikmyndagerð. Og ef þú ert veikur þá sé eins gott að þú getir borgað fyrir lyf og sjúkrahús. Hann gleymir að skoða Ísland þar sem að eignamenn eru að verða þeir sem ráða hér öllu.

Hann endar greinina svona:

Sjálfstæðisflokkur dagsins í dag er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem berst fyrir frelsi, skilur hve brothætt það er og fattar skyldleika frelsis og hófsemdar – frelsis og sjálfsaga – frelsis og virðingar fyrir sjálfum sér og öðrum. Sjálfstæðisflokkur dagsins í dag er eini íslenzki flokkurinn sem ver frelsi, réttindi og reisn okkar einstaklinganna með oddi og egg.

Varúð: Vinstra ofsóknarþjóðfélag gæti orðið að veruleika á Íslandi. Þá er aðeins eitt sem gerist: Ófrelsi kemst í tízku í stað frelsis. Skattar hækka. Ofsóknir og innrásir í fyrirtæki og jafnvel heimili til að þvinga fram þröngsýnan pólitízkan rétttrúnað verða daglegt brauð, einokun ríkisins á öllu undir stjórn herja embættismanna, ófrjáls opnunartími verzlana og bjórbann. Ávextir frelsisins munu hætta að vaxa.

Ég verða að segja að mér varð flökurt. Það er eins og maðurinn hafi lokast inn í herbergi fyrir 50 árum og sé að halda því fram að heimurinn sé eins og hann var þá.


Vændi lögleitt á Íslandi

Nú er manni nóg boðið. Eru þessir þingmenn ekki í lagi. Nú er orðið löglegt að stunda vændi hér á landi svo framarlega að þú sért ekki með dólg til að annast viðskipathlið þjónustunnar. Og að kaupa vændi er löglegt.

Þessu verður að breyta í haust strax takk fyrir.

www.ruv.is

“Vændi nánast lögleitt”



............Með vændisákvæðinu er átt við að ekki er lengur refsivert að stunda vændi heldur aðeins að hafa af því framfærslu. Hins vegar var ekki gert refsivert að kaupa vændi eins og margir höfðu farið fram á. Atli segir að þessari leið hefði þurft að fylgja félagsleg úrræði en engin slík er að finna.

Atli vill einnig sjá að kaflanum um nauðgun verði breytt, einfaldlega þannig að hver sá sem verði uppvís að nauðgun þurfi að sæta refsingu.

Glitnir á annarri línu en Kaupþing?

Nú í vikunni sagði Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings að þessi viðskiptabankastarfsemi skilaði Kaupþingi sáralitlum hagnaði og manni skildist að þetta svaraði varla kostnaði að vera í þessu. En Glitnir er auðsjáanlega að færa þessa starfsemi í átt að Sparisjóðunum. Þetta segir mér að það sé nú ýmislegt upp úr þessari starfsemi að hafa.

Frétt af mbl.is

  Glitnir kynnir breytt útibú
Viðskipti | mbl.is | 18.3.2007 | 11:05
Höfuðstöðvar Glitnis Glitnir hefur endurskilgreint hlutverk útibúa bankans á Íslandi og verða breytingar gerðar á öllum útibúum, svo bankinn geti enn betur sinnt hlutverki sínu sem þjónustufyrirtæki. Útibúið á Kirkjusandi er það fyrsta sem gengur í gegnum þessar breytingar.
Lesa meira

mbl.is Glitnir kynnir breytt útibú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit að það ljótt að hugsa svona - En þetta mætti gerast hér

Það kæmi sér alveg ótrúlega vel ef að fasteigna verð hér myndi lækka um 25%. Þetta er náttúrulega eiginhagsmuna hugsun hjá mér. Þar sem að ég er að fara að leita mér að stærra húsnæði og er ekki með smá upphæð bundna í þessari sem ég er í dag. Veit reyndar að það mundi valda keðjuverkun óheppilegra hluta um allt þjóðfélagið. Og eins þá hafa bankanir svo mikil tækifæri á að ráða þróuninn þar sem þeir ráða mestu af nýbyggingunum og skammta þær á markaðinn og því vonlaust að þetta kæmi upp hér.

En maður getur látið sig dreyma.

Frétt af mbl.is

  Mikil lækkun yfirvofandi á danska fasteignamarkaðnum
Erlent | mbl.is | 18.3.2007 | 10:43
Frá Kaupmannahöfn. Óttast er að danski fasteignamarkaðurinn sé við það að hrynja og telja sérfræðingar Danske Bank að um 25% líkur séu á að húsnæðisverð muni lækka um 25%. Vefsíða dagblaðsins Politiken segir frá þessu. Verð á húsnæði er þegar byrjað að lækka, um 0,7% á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, og hefur sala minnkað í kjölfarið.


mbl.is Mikil lækkun yfirvofandi á danska fasteignamarkaðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú fer kosningabaráttan að byrja

Fannst því við hæfi að birta myndir sem ég hef vistað hjá mér frá síðustu kosningabaráttu. Þar voru einhverjir sem voru duglegir að gera svona myndir. Væri nú gaman ef að þetta færi að koma aftur.

veridekkifyrir.0
kosningakitt

Krónikan að syngja sitt síðasta?

Verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið Krónikuna en hef heyrt vel af henni látið. Þykir hafa verið með góðar fréttaskýringar. En eins og við var að búast þá er markaðurinn ekki nógu stór hér virðist vera þannig að nú les maður um það að blaðið sé að lognast útaf. Markaðurinn ekki nægjanlega stór.

Í framhaldi af þessu hefur maður verið að velta fyrir sér hvort að það væri markaður fyrir svona fréttaskýringarvef. Þar sem að væru ítarlegri fréttaskýringar og pislar. Þetta væri áskriftarvefur þar sem menn þyrftu að kaupa sér aðgang að. Svona smá hugmynd fyrir framkvæmdaglaða.

EN aftur að Krónikunni. Las þetta á www.mannlif.is

Krónikan á endastöð

17 mar. 2007

Eigendur vikublaðsins Krónikunnar, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Valdimar Birgisson, voru í gærkvöld búin að semja við útgáfufélag DV um að félagið yfirtæki rekstur vikuritsins og því yrði í framhaldinu lokað. Þessi staða kom upp í framhaldi þess að þau áttu í byrjun seinustu viku frumkvæði að því að bjóða DV félag sitt. Áformað var að Valdimar yrði markaðsstjóri DV en Sigríður Dögg umsjónarmaður helgarútgáfu blaðsins. Þá átti Arna Schram, aðstoðarritstjóri Krónikunnar, að verða aðstoðarritstjóri Sigurjóns Magnúsar Egilssonar á DV. Skrifa átti undir samninga klukkan 17 í dag. Korteri fyrir áformaðan fund hættu eigendur Krónikunnnar við þar sem samningar við Ólafsfell, félag Björgólfs Guðmundssonar, um 20 milljóna króna lán er háð því að Krónikan komi út að minnsta kosti út mars. Björgólfur mun hafa verið ófáanlegur til að víkja frá því ákvæði. Sala á Krónikunni hefur gengið illa og er hermt að tap á hverju eintaki þess nemi rúmum tveimur milljónum króna eða tæpum 10 milljónum á mánuði. Óvíst er hvernig framtíð vikuritsins verður háttað og hvort Morgunblaðið tekur það yfir ...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband