Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Er mannvonska ríkjandi í Mosfellsbæ?

Var að lesa þessa frétt inn á www.visir.is sem fylgir hér á eftir. Minnir að á síðasta ári þá hafi önnur kona sem bærinn gat ekki aðstoðað þrátt fyrir veikindi eða fötlun og lá fyrir að hún færi á götuna þar sem að Mosfellsbær gat ekki aðstoðað hana við að finna félagslegt húsnæði.

Og nú kemur þessi frétt og ég á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum

Stöð 2, 30. apr. 2007 19:00


Missti félagsíbúð því hún sparaði ekki nóg

Mosfellsbær sagði einstæðri móður og þunglyndissjúklingi upp félagslegri íbúð vegna þess að hún hafði ekki, af bótum sínum, lagt nægilega fyrir, að mati bæjarins. Formaður fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar segir reglurnar ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki.

Rebekka Sif Pétursdóttir er 24 ára gömul, einstæð móðir með tvö börn, 2ja og 8 ára. Hún hefur búið í félagslegri íbúð hjá Mosfellsbæ í þrjú ár og kveðst hafa alla tíð staðið í skilum með leiguna. Þann fimmta janúar fékk hún bréf frá bænum. Þar stóð að leigusamningurinn yrði ekki framlengdur nema til 31. mars. Þá átti hún að yfirgefa íbúðina. Ástæðan sem gefin var fyrir uppsögninni var að hún hefði ekki lagt nóg í sjóð.

"Í tilvikum þar sem leigjandi á við fjárhagsvanda að etja og skuldastaða er slæm, skal viðkomandi gera skriflega áætlun um fjárhagslega stöðu, með það að markmiði að vinna að varanlegri lausn vandans sbr. 1. gr.. reglnanna. Það skal gert með því að greiða niður skuldir og leggja fyrir."

Rebekka segist hafa greitt skuldir sínar niður um 50.000 kr. á síðasta leigutímabili en hún skuldar innan við hálfa milljón.

Rebekka segist hafa farið á fund bæjarstjórans, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem hafi tekið sér vel. Úthlutun félagsíbúða eru trúnaðarmál og bæjarstjóranum var því ekki kunnugt um mál Rebekku. Ragnheiður bæjarstjóri hringdi síðan samdægurs í Rebekku og sagði að hún gæti andað léttar, hún fengi nýjan leigusamning. Þegar Rebekka fór að grennslast fyrir um samninginn kom hún að tómum kofunum hjá bænum. Samningurinn rann út 31. mars og enn hefur hún hefur ekkert í höndunum um að hún fái að vera áfram í íbúðinni.

Hún hefur ítrekað reynt að fá samninginn í hendurnar en treystir sér ekki í meira. Andlegri heilsu hennar hefur hrakað síðan hún opnaði bréfið við kvöldmatarborðið, daginn fyrir þrettándann og brotnaði saman.

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur ákvarðanir um félagslegt húsnæði. Formaður nefndarinnar, Jóhanna B. Magnúsdóttir, sagði í samtali við fréttastofu að reglurnar væru ekki settar af mannvonsku heldur til að hjálpa fólki. Aðspurð hvort það væri viðtekin venja að vísa fólki út úr félagslegu húsnæði vegna þess að það hefur ekki lagt nægilega fyrir svaraði Jóhanna að svo gæti farið ef fólk færi ekki eftir því sem það ákveður sjálft með aðstoð starfsmanns bæjarins
   (www.visir.is )

Hvað finnst ykkur? Er þetta í lagi?

 


Kafli úr Kastljósi í kvöld ekki á www.ruv.is

Ætlaði að kíkja aftur á kaflann þar sem að Sigmar fjallaði um afgreiðslu allsherjanefndar Alþingis á ríkisföngum og viti menn þáttúrinn er þarna en ekki þessi kafli. Hverju má þetta sæta? Er búið að fjarlægja þennan hluta eða afhverju var hann ekki settur á netið? Sjá hér

P.S.En við nánari athugun þá er þessi hluti í þættinum ef maður hlustar á hann í heild.


Hvað er deCode búið að tapa frá upphafi?

Getur einhver sagt mér hvað er deCode búið að tapa frá upphafi? Og eins hvernig standi á því að fyrirtækið á enn 135 milljónr í handbæru fé? Eru þetta ennþá þeir peningar sem íslendingar voru vélaðir í að setja í fyrirtækið í von um gróða? Eða er fyrirtækið sjálft en að selja hluti á markaðinum í Bandaríkjunum?

Frétt af mbl.is

  Tap deCODE á fyrsta ársfjórðungi meira en í fyrra
Viðskipti | mbl.is | 30.4.2007 | 20:29
Íslensk erfðagreining Tekjur deCODE genetics á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru 8,6 milljónir Bandaríkjadala, 2,5 milljónum dala minna en á sama tíma í fyrra og skilaði fyrirtækið 22,6 milljóna dala tapi á ársfjórðungnum. Tap fyrirtækisins á sama tíma í fyrra var 20,3 milljónir dala.


mbl.is Tap deCODE á fyrsta ársfjórðungi meira en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti þetta ekki að leysast með ruðningsáhrifum frá Reyðaráli og Kárahnjúkum

Var ekki talað um að m.a. heilbrigðisstarfsmenn mundu fylgja í kjölfar álversins og virkjunarinnar. Þetta eru nú ekki dæmi um það!

Frétt af mbl.is

  Engar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum - sárvantar fólk til starfa
Innlent | mbl.is | 30.4.2007 | 15:21
Frá og með föstudeginum verður lokað fyrir allar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Ekki hefur tekist að finna afleysingarfólk fyrir sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í sumar


mbl.is Engar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum - sárvantar fólk til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn fær heldur betur að heyra það

Var að lesa grein eftir Hallgrrím Helgason á www.visir.is þar sem hann lætur Framsóknarflokkinn heldur betur heyra það. Hann segir m.a.

Hér er settur í stjórnarstól maður sem var orðinn óþægur innan flokks, maður sem var farinn að stofna heilu kvenfélögin sér til stuðnings. Til að tryggja Framsóknarkonum í Kópavogi sæmilegan símafrið verður sjálf Landsvirkjun að gera sér guðfræðing að góðu. Innanhússvandræði á vinnumiðluninni eru tekin fram yfir hagsmuni ríkisins. Og nú eru síðustu forvöð að leysa þau mál, því ekki er alveg öruggt að helmingaskiptareglan lifi fram yfir kjördag.

„Ég verð að segja það sem framsóknarmaður að ég bókstaflega treysti engum manni betur en Páli Magnússyni til þess að standa vörð um þá ályktun flokksþingsins að orkufyrirtæki ríkisins verði áfram í eigu almennings á næstu árum," skrifar Framsóknarbloggarinn. Með aðstoð þýðingaforrits hljómar setningin svona: „Ég verð að segja það sem framsóknarmaður að ég bókstaflega treysti engum manni betur en Páli Magnússyni til þess að standa vörð um þá ályktun flokksþingsins að stjórnarformannsstóllinn í Landsvirkjun verði áfram í eigu Framsóknarflokksins á næstu árum."

Framsóknarmenn hugsa fyrst um flokkinn, svo um landið. Fyrst um sjálfa sig, svo um þjóðina. Vinnumiðlunarhugsjónin er svo sterk í þeim að þeir láta hana ganga fyrir öllu; jafnvel korteri fyrir kosningar hika þeir ekki við að sýna kjósendum fingurinn ef það skyldi verða til að koma góðum manni í gott starf. Framsóknarmenn eru svo langt leiddir í spillingunni að þeir taka hana jafnvel fram yfir sjálfa kosningabaráttuna. Enda vanir því að geta treyst á fyrirgefningu íslenskra kjósenda.

Skemmtileg og fræðandi grein fyrir þá sem eru að hugsa um að kjósa Framsókn


Svo leyfa þessi Sjálfstæðis og Framsóknarmenn að gagnrýna þessar tillögur

Hef verið að lesa blogg hinna ýmsu bloggara um þetta mál. Menn sem fylgja Sjálfstæðisflokknum leyfa sér að gagnrýna þessar tillögur sem er mér óskyljanlegt. Ef þessir ágætu menn horfa í árangur Sjálfstæðisflokksins þá geta þeir t.d. byrjað á að gera sér grein fyrir að á BUGL er nú 170 börn á biðlista eftir greiningu og meðferð. Og hvaða flokkur hefur farið með stjórn landsins nú síðustu 16 ár? Og hvað hefur hann gert til að vinna bug á þessu? Það var fyrst á síðsta ári eftir áralangt þóf sem loksins var ákveðið að byggja við BUGL. Eitthvað sem hafði verið rætt um í einhverja áratug að þyrfti að gera.

Og nú þegar einhver flokkur kemur með tillögur að lausnum þá hengja menn sig í það að sviðstjóri innan BUGL sé í framboði fyrir Samfylkingunna. Hveskonar rök eru það. Hugmynd Samfylkingarinnar um árangurstengdan samning við BUGL gefur möguleika á að BUGL geti ráðið fleira sérhæft fólk til starfa og umbunað fólki fyrir árangur.

Sama gildir fyrir Greingarstöðinna þar sem að í fleiri ár hefur verið langur biðlisti af börnum með þroskafrávik sem bíða greingar

Og þessi hugmynd um 400 hjúkrunarrými er náttúrulega það eina rétta. Til að leysa úr vandamálum eldirborgara verður að gera það með áhlaupi. Og síðan þessar hugmyndir:

Á fyrstu 18 mánuðunum í ríkisstjórn Samfylkingarinnar verða byggð 400 hjúkrunarrými fyrir aldraða til að eyða biðlista þeirra sem eru í brýnni þörf. Þangað til þeim biðlista hefur verið eytt verður gerður samstarfssamningur við sjúkrahús og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis og félagsþjónustu, um sólarhringsþjónustu við þennan hóp aldraðra. Fyrirmyndin er sólarhringsþjónusta LSH við aldraða í heimahúsi. Gerð verður úttekt á þörf fyrir sams konar þjónustu á landsbyggðinni.

Sjálfstæðismenn reyna að kenna R listanum um en gleyma að málefni elli og hjúkrunarheimila er á forræði ríkisins að mestu. Reykjavík var búin að leggja um 1,5 milljarð til hliðar til að mæta sínum hluta af kosnaði en ríkð stóð á bremsunni. Og þó borgum við öll í framkvæmdasjóð aldraðra til standa straum að þessum byggingum.

Frábærar og raunhæfar hugmyndir og betri en aðrir hafa lagt til.

Frétt af mbl.is

  Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Innlent | mbl.is | 29.4.2007 | 16:53
Samfylkingin kynnti í dag tillögur að aðgerðum sem miða að því að tryggja þeim börnum og öldruðum viðunandi þjónustu sem nú eru á biðlistum í brýnni þörf fyrir úrræði. Tillögurnar fela m.a. í sér að þegar verði gripið til aðgerða til að eyða biðlistum á BUGL og Greiningastöð ríkisins og að veitt verði bráðaþjónusta allan sólarhringinn fyrir börn með geðraskanir og aldraða.


mbl.is Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknar bloggarar fara hamförum og vilja kæfa eðlilegan fréttaflutning.

Var að lesa www.mannlif.is og auðséð að þeir hafa verið að skoða bloggheima. Þar fara margir Framsóknarmenn hamförum og vilja hreinlega aftökur vegna umfjöllunar Kastljóss á veitingu ríkisborgararréttar til tengdadóttur Jónínu Bjarmarz. Mér finnst þetta nú fáránlegt. Það getur verið að einhverju hefði mátt haga öðruvísi en anskotinn ef við látum reka alla fréttamenn sem fjalla um umdeilt mál þá verða ekki fluttar neinar fréttir sem skipta máli. Og við fáum ekki að vita um hluti sem betur mega fara.

Þó þetta hafi vegið nálægt Framsókn þá eru fullt af málum sem hafa verið í fréttum sem tengjast öðrum þar sem að ekki hafa verið svona viðbrögð. EN svona setja þeir þetta fram á www.mannlif.is

Hirð Framsóknar vill hreinsanir

29 apr. 2007

Bloggarar Framsóknarflokksins fara hamförum vegna frétta Helga Seljans af tengdadóttur Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra og vilja hreinsanir hjá Ríkisútvarpinu. Gestur Guðjónsson hvetur til fjöldapósta til útvarpsstjóra á Moggabloggi sínu í því skyni að koma höggi á Kastljós og fréttastofuna fyrir að hreyfa málinu: ,,Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Helgi Seljan, Kastljósið og öll fréttastofa sjónvarpsins setur mikið niður og trúverðugleiki þeirra er stórlaskaður og það er greinilegt að Páll Magnússon verður að taka til sinna ráða. Ég hvet alla til að styrkja hann í þeirri óhjákvæmilegu skoðun sinni með því að senda honum áskorun á pall.magnusson@ruv.is um að taka til hendinni á fréttastofunni og í Kastljósinu."

Björn Ingi Hrafnsson er á sömu nótum á sínu bloggi til varnar Jónínu:,,Kastljósið reiddi hátt til höggs gegn Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra sl. fimmtudagskvöld og leiddi að því líkum að hún hefði haft áhrif á að tengdadóttir hennar frá Mið-Ameríku hefði fengið íslenskan ríkisborgarrétt með lögum frá Alþingi."

Pétur Gunnarsson, yfirbloggari Framsóknarflokksins, lætur ekki sitt eftir liggja: ,,Var Kastljósinu ekki ljóst að með þessu var verið að gera tilræði til ráðherraferil og þingmannsferil Jónínu Bjartmarz? Er málum svo komið að það er hægt að bera hvað sem er upp á stjórnmálamann ef hann tengist Framsóknarflokknum?"

Merkilegt að enginn bloggara Framsóknar vilji fá botn í málið og það hvort raunverulega hafi átt sér stað spilling í úthlutun á ríkisborgaraétti. En skýringin kann að vera sú að flokkurinn hefur á sér gróna ímynd spillingar og náhirð flokksins leggst því öll í vörn ....


Slysið í Hveragerði og umfjöllun Stöðvar 2

Vettvangi Magga barst aldrei þessu vant tölvupóstur þar sem einn sem þekkir til í Hveragerði er að benda mér á þá fáránlegu umfjöllun um slysið sem verið hefur í fjölmiðlum þar sem látið var hálft í hvoru að um óhæfuverk hefði verið að ræða. Hér er hluti póstsins:

Hræðilegt slys varð í Hveragerði,  Maður sem er á blóðþynningarlyfjum datt á fyllirýi og nefbraut sig, virðist hafa geta staðið upp aftur og ráfað um íbúðina og vegna lyfjana dreift blóði um húsið.  Svo virðist sem að hann hafi svo dottið út af og blætt í lungu hans, sem að líkum varð hans banamein.  AF HVERJU ÞURFTI AÐ SÝNA HÚSNÚMERIÐ MJÖG VEL Á STÖÐ 2.  Þetta var slys, þrátt fyrir að hræðilegt væri.  Aðstæður ( blóðið) gæti hafa gefið til kynna að morð hafi verið framið en óþarfi að sýna húsnúmerið í nærmynd þar til að annað kæmi í ljós.

Auk þess að þurfa að vera á blóðþynningarlyfjum var karlinn með MS og jafnvægið ekki gott,  og batnaði ekki við áfengi. Þess utan átti konan sem að veitti honum húsaskjól (fyrrverandi eiginkona) hund sem hafði þann leiða ósið að flækjast fyrir fótunum á fólki,  getur verið að hundurinn sé óbeint morðingi.  Hundar eru varasamir [þetta síðasta var víst skot á Gutta hundinn minn- Innskot Maggi]


Tæp 40% sem ekki voru tilbúin að gefa upp afstöðu sína.

Skv. þessari könnun voru tæplega 40% ekki ákveðin eða ekki tilbúin að gefa upp afstöður sína:

61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. (www.visir.is )

Þetta finnst mér merkilegt. Annars er það makalaust stjórnin virðist ætla að halda völdum en 3 ráherra framsóknar komast ekki á þing.

Og ef þetta væru úrslit kosninga þá kæmist Jón Magnússon á þing sem uppbótarmaður skv. úrreikningum Fréttablaðsins í dag bls. 18.

fylglið2804

En ef miða yrði við þetta væru úrslitin héldu stjórnarflokkarnir meirihluta sínum. En þetta yrði nú vandamál þar sem að Framsókn mundi ekki ná inn Siv, Jóni Sig og Jónínu. Og hefði varla Þingmenn sem gætu annað öllum nefndarstörfum sem þarf að vinna með 6 Þingmenn.

Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt ef að kosningaauglýsingar og loforð Framsóknar eru að fara gefa þeim fylgisaukningu einu sinni enn. Trúi ekki að kjósendur séu fífl. Og að menn séu búnir að gleyma:

  • Tannlæknakosnaði barna
  • Stöðu Landspítala
  • Brotthvarfi 2 ráðherra framsóknar á tímabilinu
  • Byrgismálinu
  • Tímasetningu 90% íbúðarlánasjóðs sem setti verðbólgunna endanlega í gang.
  • Og svo væri hægt að telja áfram.

konnun2804

konun2804

Nei ég vill trúa því að þeir sem ekki gáfu sig upp í þessari könnun eigi eftir að ákveða hvort þeir kjósi Vg eða Samfylkingu. Maður getur leyft sér að vona.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmdin hjá blessuðu fólkinu segir nú bara eitt. Ekki bjóða fram!

Þetta framboð hefur nú verið dauðadæmt frá upphafi. Byrjaði á stöðugu rifrildi milli hópa innan þessa hreyfinga sem endaði með að á tíma stóð til að 2 framboð kæmu fram. Síðan var auglýst með pompi og pragt að Höfðuborgarsamtökin ætluðu að vera með þeim í framboði. Síðan kom í ljós að það var engin grundvöllur fyrir því. Og nú virðist ein kona hafa verið ábirg fyrir að skila inn framboðslistum og stuðningaðilum og vegna veikinda og tölvuvandræða gat hún ekki skilað inn listum á réttum tíma. Þetta segir manni nú margt um stöðu framboðsins. Það að engin var til að hlaupa í skarðið er virkilega skrítið.

Þá fæ ég ekki skilið hverning hún átti að skila inn listum nema í Reykjavíkurkjördæmum. Það hlutu aðrir að vera ábyrgir fyrir öðrum kjördæmum.

En þau ættu að hugga sig við að þau eru búin að koma málefnum eldriborgarar inn í umræðunna. Hætta við framboð og  styðja þann flokk sem ætlar að vinna að málefnum eldri borgarar og öryrkja.

Frétt af mbl.is

  Framboðslistum Baráttusamtakanna hafnað
Innlent | mbl.is | 28.4.2007 | 16:22
Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma suðurs og norðurs og Suðurkjördæmis hafa hafnað framboðslistum Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja sem bárust of seint til kjörstjórnanna. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, oddvita yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, hafa samtökin hafa nú sólarhringsfrest til þess að kæra úrskurðinn til landskjörstjórnar.


mbl.is Framboðslistum Baráttusamtakanna hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband