Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
Fimmtudagur, 31. maí 2007
Furðuleg ræða Steingríms
Hvað á Steingrímur með þegar hann sagði:
Sagði Steingrímur það ekki fylgistapi Samfylkingar að þakka tekist hafi að knýja fram stjórnarskipti, eða þeim 3% atkvæða sem Íslandshreyfingin fékk, heldur kosningasigri vinstri-grænna. (úr frétt á www.mbl.is )
Er hann þá að segja að þetta hafi verið vilji Vg að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur færu saman í stjórn og eigum við þá að þakka þeim fyrir það. Er það þá markmið Vg að koma Sjálfstæðismönnum og Samfylkingu saman í stjórn. Var kannski þessvegna sem að Steingrímur réðst á Framsókn eftir kosningar? Var það kannski þeirra aðferð til að tryggja að ósk margra um vinstri stjórn hér á landi tækist ekki?
Er það kannski markmið Steingríms að komast aldrei í stjórnarsamstarf? Er það kannski vegna þess að Vg er hrædd um að stefna þeirra og málefni séu ekki raunhæf í reynd?
Steingrímur J. Sigfússon: Samfylkingin gafst upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Gunnar I Birgisson og nektardansmeyjarnar
Ætli maður verði ekki að kaupa sér Ísafold á morgun en skv. www.mannlif.is birtist grein þar hann kemur við sögu:
Nektardansmeyjar og bæjarstjóri
Nektardansmeyjar á súlustaðnum Goldfinger upplýsa í Ísafold sem dreift verður á morgun að erlendir dansarar hafi sætt meðferð sem einna helst líkist mansali. Stúlkunum var jafnvel óheimilt að fara frjálsar ferða sinna. Í tímaritinu er einnig sagt frá tengslum Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi, og því að hann hafi verið tíður gestur á staðnum. Því til sönnunar er birt mynd af honum með tveimur dansmeyjum. Mikill titringur er þegar vegna málsins og hafa áhrifamenn reynt að stöðva birtingu greinarinnar ... www.mannlif.is
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Alveg ótrúleg manneskja
Fylgdist með Ástu Lovísu á blogginu hennar þekkti hana ekki neitt. Og ég verð að segja kona var hreint ótrúleg. Hún neitaði að gefast upp og barðist gegn þessum sjúkdómi með öllum tiltækum ráðum. Lifði lífinu lifandi og miðlaði til fólks þessari baráttu sinn. Hvet fólk sem ekki hefur lesið bloggið hennar að lesa það og sjá hvernig á að takast á við sjúkdóm og láta hann ekki fella sig fyrir en síðustu dagana.
Ég votta Ástu Lovísu virðingu mína og samhryggist börnum hennar sem og unnusta hennar. Einn mesti ofurbloggari síðustu missera fallinn frá.
Bloggið hennar er http://123.is/crazyfroggy
Frétt af mbl.is
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Innlent | mbl.is | 30.5.2007 | 20:42
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir lést á líknardeild Landspítala háskólasjúkrahúss í dag. Þetta kemur fram á bloggsíðu hennar. Ásta vakti landsathygli fyrir baráttu sína við krabbamein, en veikindum sínum lýsti hún á bloggsíðu sinni og í viðtölum í sjónvarpi. Tímaritið Ísafold útnefndi hana Íslending ársins 2006 í desember á síðasta ári.
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. maí 2007
Bananalýðveldis-hugsunarháttur
Hef verið að velta fyrir mér hugsunarhætti okkar íslendinga varðandi auðlindir okkar flestar. Hér var um miðja síðustu öld byggðar verksmiðjur um allt land til að að vinna síld. Þær spruttu upp eins og gorkúlur og urðu sífellt stærri en svo koma að því að við höfðum nær þurrkað upp síldarstofninn. Eftir það fóru menn að sjá að sér varðandi fiskinn og nú í dag er reynt að stýra veiðum eitthvað. En eftir sitja minjar um þetta t.d. á Djúpuvík og fleiri stöðum. Þar búa nú fáir og helsta sem fólk skoðar eru leifar af verksmiðju sem gekk dag og nótt í nokkur ár borgaði sig upp og stuðlaði með öðrum að því að við kláruðum nærri því allan síldarstofninn.
Nú síðan má tala um að í upphafi síðustu aldar byrjuðu allir bændur að ræsa fram allt mýrlendi því að það átti að breyta öllu landinu í ræktarland. Þetta stórskaðaði dýralífið og í dag má sjá skurði víðsvegar þar sem ekkert hefur verið ræktað og menn farnir að huga að því að moka ofan í þá aftur til að reyna að endurheimta votlendi.
Nú eru uppi virkjunaráform um allt land. Það eina sem krafist er að orkuverð standi undir frekari virkjunum. Menn gera sér enga grein fyrir að með þessu erum við sóa verðmætri náttúru á útsölu. Ég vill líkja þessu við að ef við ættum olíu í jörðu þá mundum við leyfa öllum sem vildu að bora og dæla henni upp eins hratt og þeir vildu. Við værum ekki að stressa okkur yfir því að þessi auðlind er takmörkuð og lindirnar klárast á skömmum tíma. Þetta gerir engin önnur þjóð. Allar aðrar þjóðir skammta það sem má dæla af olíu til að þessar auðlindir endist sem lengst. Það er horft til þess að hámarka verð á hverja einingu af olíu og þar með að hafa af auðlindinni hámarks gróða.
En við erum nú þegar búin að virkja allt að 50 til 60% af vatnsorku okkar og binda það á smánar verði í 4 fyrirtækjum sem skaffa um 2000 manns störf en skila okkur litlu öðru. Og til þess að skapa orkuna erum við búin að grafa sundur og saman hálendið fyrir sunnan jökla. Og við reynum ekki einu sinni að fá almennilegt verð fyrir orkuna.
Nú erum við að heimila olíuleit á hafsvæðinu í kring um Ísland og ég óttast að við látum olíuna fyrir lítið.
Þetta finnst mér merki um hugsun hjá vanþróuðu ríki þar sem að ekkert er hugsað til framtíðar heldur skammtíma hagsmunir látnir ráða. Og þau sem erfa landið sita uppi með gerðir okkar
Náttúruverndarsamtök skora á ríkisstjórnina að stöðva framkvæmdir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Vinnumálastofnun, vinnueftirlit og aðrar eftirlitsstofnanir ekki að standa sig!
Við svona risa framkvæmdir þar sem að vinna þúsundir einstaklinga og upp hafa komið ýmis vandamál er náttúrulega ófært að ekki skuli vera betra eftirlit með réttindum og starfsumhverfi þeirra sem þarna vinna.
Það hefð verið svo auðvelt að standa með og styðja verkalýðsfélögin og trúnaðarmenn í að fylgjast betur með hvernig búið væri að erlendum verkamönnum. Þessar lýsingar sem maður heyrir eru vægast sagt ekki okkur til sóma.
Það jú fyrirtæki í okkar eigu sem skiptir við Impreglio og við höfum verið allt of sofandi í að tryggja að þarna upp á hálendinu sé allt eins og best verðu á kosið.
Og þar eiga náttúrulega vinnumálastofnun og vinnueftirlit að vera fremst í flokki með verkalýðsfélögum og trúnaðarmönnum þeirra.
Við þessa aðila segi ég að ef rétt er þá skammist ykkar fyrir sofandaháttinn. Það er oft búið að benda ykkur á vandamál þarna. Alveg frá upphafi þegar menn þurftu að búa við að það snjóaði inn á þá í herbergjum þeirra. Og þeir höfðu ekki hlífðarfatnað við hæfi. Og nú bætist þetta við.
Frétt af mbl.is
Segir Portúgala hafa sætt slæmri meðferð
Innlent | mbl.is | 29.5.2007 | 18:01
Hrafndís Bára Einarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður öryggisdeildar Impregilo, sagði í fréttum Útvarpsins, að illa hafi verið komið fram við portúgalska starfsmenn við Kárahnjúka. Einnig séu dæmi um að konur á vinnusvæðinu sæti alvarlegu kynferðislegu áreiti yfirmanna.
Lesa meira
Segir Portúgala hafa sætt slæmri meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Þetta fer nú að skemma verulega fyrir málstað eldriborgara
Síðustu mánuðir og misseri hafa nú ekki verið til þess fallinn að maður fyllist trú og trausti á samtök eldriborgara. Einn daginn er hluti félagsmanna að fara að bjóða sig fram til Alþingis. Næsta dag er sá hluti klofi og það komnir 2 hópar sem ætla að bjóða sig fram í samstarfi við aðra. Síðan dettur annað framboðið um sjálft sig. Síðan hitt framboðið. Svo læsa þeir skrifstofunni fyrir formanni og eru að reyna pent að bola honum í burtu. Þetta er ekki beint trausverðugt. Og nú er Ólafur reiður og bíður sig fram aftur og stefnir í blóðuga kosningabaráttu. Framkvæmdastjórinn hótar að hætta og allt í volli. Er þetta fólk ekki orðið fullorðið ennþá.
Frétt af mbl.is
Segist hætta verði formaður Landssambands eldri borgara endurkjörinn
Innlent | mbl.is | 29.5.2007 | 17:02
Borgþór Kjærnested, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara, sagðist í samtali við mbl.is ætla að hætta í stjórn sambandsins verði Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir, endurkjörinn sem formaður Landssambandsins.
Segist hætta verði formaður Landssambands eldri borgara endurkjörinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Þetta er nú með afbrigðum. Vitleysisgangur manna með stætó á eftir að ganga af honum dauðum
Það verður náttúrulega að fara að taka til í stjórn Stætó bs. Fulltrúar byggðarlagana eru bara ekki að standa sig. Loks þegar í vor var vottur af aukningu á farþegum eftir mjög umdeildar breytingar á leiðarkerfi þá er farið út í aðrar breytingar. Spurning hvort að þessum málum sé best komið í svona byggðarsamlagi. Væri ekki ráð að ríkið ræki strætisvagna sem gengu milli þessara byggðarlaga en svo hvert bæjarfélag fyrir sig innanbæjarkerfi strætisvagna sem væri lagað að þörfum hvers byggðarlags. Síðan er þetta kannski vitni um getur Ármanns Kr sem var að detta inn á þing fyrir Sjálfstæðismenn og bæjarfulltrúa í Kópavogi en hann hefur verið þarna einmitt stjórnarformaður síðustu ár.
Frétt af mbl.is
Mikil óánægja meðal vagnstjóra hjá Strætó bs. um breytingar á vaktakerfi
Innlent | mbl.is | 29.5.2007 | 12:32
Vagnstjórar hjá Strætó bs. eru afar óánægðir með fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi sem ganga í gagnið með breyttu leiðakerfi nú á sunnudag. Gagnrýna vagnstjórar alltof tíðar breytingar, lítið samráð við vagnstjóra og of mikið álag. Að auki benda þeir á að ekki sé verið að hugsa um farþegana því engar tímatöflur hafi enn verið kynntar.
Mikil óánægja meðal vagnstjóra hjá Strætó bs. um breytingar á vaktakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. maí 2007
Allar þessar grafir og nær enginn árangur
Öfgatrúarmaðurinn Bush hefði kannski átt að hugsa um þetta áður en hann hóf allar þessar aðgerðir gegn ríkjum við botn Miðjarðarhafs og nágreni. Þarna liggja nú grafnir hermenn í hundruðaþúsunda tali sem hafa fallið fyrir furðulegan málstað Bandaríkjanna en eina sem þetta hefur skilað er ótryggari heimur auk þess sem heilu þjóðirnar sameinast í hatri á Bandaríkjunum. Væri kannski stundum betra að sitja heima en að halda hinumegin á hnöttinn til að heygja stríð sem svo koma í ljós að snúast mest um hagsmuni fyrirtækja og auðmanna í Bandaríkjunum.
En Bush sagði:
Bush flutti ávarp eftir að hafa lagt blómsveig við grafhýsi óþekktra hermanna og hitt fjölskyldur nokkurra hermanna sem hafa fallið við skyldustörf. Í ávarpinu sagði Bush að stríðin í Írak og Afganistan væru örlög Bandaríkjanna. Hann sagði stríðin vera hluti af ríkri hefð svipaðra bandarískra fórna sem landið hefur þurft að færa í gegnum söguna.
Og síðan
Bush talaði um þá rúmlega 368.000 hermenn sem hvíla í garðinum. Ekkert sem sagt verður með orðum mun lina ykkar þjáningar. En hver og einn ykkar verður að vita að þjóðin í þakkarskuld við ykkur og við fögnum ykkur og við munu aldrei gleyma þeim mikla missi sem þið hafið mátt þola.
Bush vottar föllnum hermönnum virðingu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. maí 2007
Aumingja karlinn
Hann er bæði innfluttur og atvinnulaus. Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort að ástandið í Sviss fari að verða eins og Frjálslyndir segja að sé hér!
Frétt af mbl.is
Schumacher skráður atvinnulaus í Sviss
Íþróttir | mbl.is | 27.5.2007 | 19:34
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher, sem var tekjuhæsti íþróttamaður heims á meðan hann ók kappakstursbíl fyrir Ferrari, er nú formlega skráður sem atvinnulaus útlendingu í Sviss, þar sem hann býr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. maí 2007
En fallegt orðspor sem við höfum fengið á okkur vegna þessa fyrirtækis. - Impreglio
Ég krefst þess að það verði sett inn í framtíðar útboð hér á landi að starfsmannastefna og viðurgjörningur erlendra sem innlendra fyrirtækja þurfi að uppfylla stranga staðla þannig að svon komi ekki fyrir aftur. Þetta risa fyrirtæki Impreglio er ekki fyrirtæki sem við viljum að vinni hér. Fyrirtæki sem flytur inn vinnuafl frá Kína og fleiri stöðum til að geta borgað þeim lágmarkslaun og boðið þeim upp á vinnuaðstæður sem ekki eiga að sjást hér.
Frétt af mbl.is
Ásakanir um slæma meðferð á Portúgölum við Kárahnjúka kannaðar
Innlent | mbl.is | 27.5.2007 | 12:25
António Braga, undirráðherra í utanríkisráðuneyti Portúgals, segir að þarlend stjórnvöld hafi engar formlegar upplýsingar um meinta þrælsmeðferð á portúgölskum verkamönnum við Kárahnjúka, sem fjölmiðlar í Portúgal hafa haft eftir þarlendu verkalýðsfélagi. Fram kom í fréttum Útvarpsins að utanríkisráðuneytið hefði samt skipað sendiherra Portúgals í Ósló sem fer með portúgölsk málefni á Íslandi að komast að hinu sanna í málinu í samvinnu við ræðismann Portúgals í Reykjavík.
Ásakanir um slæma meðferð á Portúgölum við Kárahnjúka kannaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson