Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Svona fara menn að því að svindla á Íbúðalánasjóði út á landi

Var að lesa Bæjarslúðrið bloggið hans Björgvins Vals. Þar lýsir hann því hvernig menn þarna út á landi eru að svindla á Íbúðarlánasjóði. Ætla að stelast til að brirta góðan hluta eða bara alla þessa færslu hjá honum:

Svona fer þetta fram:  Jón Jónsson kaupir hús í þorpi úti á landi fyrir lítinn pening, segjum eina milljón, enda húsið gamalt og ef til vill svolítið hrörlegt.  Jón auglýsir húsið til sölu eftir einhverjar vikur og vill fá fyrir það sjö millljónir.  Fyrirtækið Svik og prettir ehf. sem er í eigu Jóns Jónssonar og stofnað í síðasta mánuði, gerir Jóni tilboð uppá sex milljónir og hann tekur því. 

Svik og prettir fá 90% lán hjá Íbúðalánasjóði sem í þessu tilfelli eru 5,4 milljónir króna en greiðir aldrei krónu til baka og fer á hausinn.  Jón fær peningana hinsvegar inn á sinn reikninig og að frádreginni milljón sem fór í að kaupa húsið og annarri sem notuð var til að stofna Svik og pretti og greiða annan kostnað, hefur Jón Jónsson grætt tæpar þrjár og hálfa milljón króna á svindlinu.

En það eru ekki allir jafn mannúðlegir og Jón Jónsson.  Þeir gera gömlu fólki eða nýlögráða unglingum gylliboð og nota þeirra nöfn í stað Svika og pretta ehf.  Að sjálfsögðu lendir þá gjaldþrotaskellurinn á gamalmennum eða börnum en svikahrapparnir hirða milljónir og halda leiknum áfram, undir nýjum nöfnum og kennitölum.

Æ já, ég var að lýsa því hvernig glæpamenn svindla fé út úr Íbúðalánsjóði og ég veit um fjögur slík dæmi í 240 sála þorpinu hvar ég bý.  Svo er bara að margfalda.

Alltaf verið að reyna að svindla. Og þannig verða menn ríkir.


Smá reynslusaga af sjúkrahúsi

Ég hef nú blessunarlega í gegnum tíðina ekki verið tíður gestur á sjúkrahúsum. En það hefur þó komið fyrir nokkrum sinnum. Og nú fyrir nokkrum dögum bættist aðeins í reynslubankann hjá mér.

Í stuttu máli þá lenti ég í því að fá einhverja stingi í kviðinn sem ekki gengu yfir. Og eftir andvökunótt var nokkuð ljóst að þessi verkir ætluðu ekki að hverfa af sjálfusér og nú voru góð ráð dýr. Fyrst var kannað með aðgang að heimilislækni á heilsugæslu en þar var þá viku bið og ég ætlaði mér ekki að harka af mér þar til ég kæmist þar að. Því var það að ég ákvað að halda niður á bráðamóttöku og sjá hvort að þar væri ekki hægt að tala við einhvern sem gæti gefið mér einhver ráð við þessu.

Ég var mættur þar rúmlega 9 og eftir að hafa skráð mig inn þar í móttökunni var aðeins smá bið þar til að ég var leiddur inn á stofu af viðkunnanlegum hjúkrunarfræðing. Og nú tók við alveg ótrúlegur tími. Þetta var stofa þar sem að voru hvað eitthvað um 6 rúm með svona tjöldum á milli. Þarna átti ég eftir að dveljast alveg til um 8 um kvöldið. Þessi upplifun mín af því að vera þarna á bráðmóttökunni var ekki með því skemmtilegasta sem ég hef lent í.

  • Þá er fyrst til að taka að allan daginn þar sem ég var þarna heyrði ég öll viðtöl við aðra sem lágu þarna. Ég hlustaði allan daginn á lækna, nema og fleiri spyrja fólk út í hin persónulegustu atrið og fannst ömurlegt að þurfa að hlusta á þessar sögur sem mér fannst ég ekki eiga að heyra.
  • Þarna inn kom kona eingöngu til að láta taka úr sér lyfjalegg/nál. Hún var látin bíða þarna inn á stofunni í 3 til 4 tíma. Ég heyrði hana tala í gsm um að hún yrði þarna stutt en svo leið tíminn og hún fékk ekki aðstoð við þetta fyrr en hún var orðin reið og farin að hækka róminn verulega. Manneskjan var kvalin undan nálinni.
  • Þarna kom maður um svipað leiti og ég til að láta tékka á hjarslætti  sem honum fannst óreglulegur. Læknar voru búnir að lesa af hjartalínuriti og taka nokkur viðtöl en samt var honum haldið þarna til að verða 2 eða 3 um daginn.
  • Komið var með konu af annarri deild af spítalanum (taugadeild) þar sem að þar mældist ekki almennilega blóðþrýstingur þannig að starfsfólk þar vildi að hún yrði mæld með betri mælum. Konugreyið lá inn á spítalanum en var haldið þarna í þessari stofu án þess að fá vott eða þurrt í svona 5 tíma þar til að hún með mikillieftirgangsemi tókst að fá kaffibolla. Og þegar ég fór var hún enn þarna. Henni hafði áður verið sagt að hún ætti bara að fara í blóðþrýstingsmælingu. Og starfsmaðurinn sem keyrði hana þarna inn átti í upphafi að bíða þarna. Konan var þarna í yfirgripsmiklu viðtali og þreifingum og læknirinn/neminn gerði á henni alskyns þreifingar kannski nauðsynlegt en ég velti því fyrir mér hvort að þetta hafi allt verið nauðsynlegt fyrir manneskju sem þegar liggur inn á sjúkrahúsinu.
  • Það var síðan ofboðslega oft að mér fannst að fólk þyrfti að svara sömu spurningum aftur og aftur og vera skoðað og þreifað aftur og aftur af nýjum og nýjum aðilum.

Þegar ég hafði verið þarna í nokkra stund kom læknir og það var ákveðið að tekin yrði blóðprufa. Og hann eða hjúkrunarfræðingur sögðu mér að það væri síðan um 2 tíma bið eftir niðurstöðum. Og það var allt í lagi. Svo ég beið bara rólegur. Svo að tveimur tímum liðnum var mér greint frá niðurstöðum úr þeim og þær sýndu fram á að það þyrfti að taka tölvusneiðmynd. Og ég hélt í heimsku minni að það væri þá bara alveg að skella á enda klukkan orðin þá um 13:00. En svo beið ég og beið. Og svo beið ég aðeins lengur. Að lokum þá var ég viss um að ég væri bara gleymdur. Ég átti eftir að sækja dóttur mína á leikjanámskeið og fullt af verkefnum. Svo fór þessi bið að fara í skapið á mér. Ég var sífellt að hringja og segja fólki að þetta hlyti alveg að fara að gerast en ekkert gerðist þannig að ég sá mitt óvænna og hringdi og fékk fólk til að bjarga dóttur minni. Ég fór líka að taka eftir að fólk sem var duglegt að láta heyra í sér fékk á endanum einhver svör. AÐ lokum brast mér langlundargeðið og náði í hjúkrunarfræðing og kannaði hvort ég hafði gleymst. Hún skildi mig ágætlega og kannaði loks fyrir mig hvenær ég væri skráður í þessa myndatöku. Og viti menn hún var um klukkan 16:00

Og það stóðst að klukkan 16:00 fór ég í þessa tölvusneiðmynd sem tók ekki langan tíma. Síðan tók við önnur bið. Og um 18:00 kom læknir og fræddi mig um að ég þyrfti að leggjast inn. Ég sagði að ég þyrfti að komast heim til að gera þá ráðstafanir. En hann var virkilega tregur til þess. Ef að einhver hefði nú haft rænu á að segja mér í hádegi þegar líkur á þessari greiningu lágu fyrir hefði ég getað verið búinn að gera ráðstafanir en það hafði enginn fyrir því að segja mér að það væru líkur á því að ég þyrfti að leggjast inn. Ég benti lækninum á að ég hefði fyrir barni að sjá og aðstæður hjá fjölskyldu minni væru þannig að þetta væri ekkert sjálfsagt mál. Eins að ég þyrfti að ganga frá málum í vinnunni hjá mér. En eftir að hann ráðfærði sig við sérfræðing þá var þetta sjálfsagt mál.

Svo ég komst heim klukkan 18:30 til að ganga frá málum. Og var svo mættur aftur á spítalann 40 mínútum seinna. Og um klukkan 20 eða 21 var ég fluttur upp á deild (x). Þar fékk ég ágætis þjónustu en þó er eitt atrið sem ég lenti í þar og hef lent í áður:

  • Ég fékk þær góðu fréttir að ég mætti fara heim eftir að frekari rannsóknir og eins að ég mætti borða loks eftir tæpleg 3 sólarhringa föstu og næringu í æð. Svo ég fékk að borða og síðan beið ég eftir því að einhver kæmi og segði mér að ég mætti fara heim. En viti menn það kom engin og ég var með næringu áfram í æð. Og síðan kom kvöldmatur og svo beið ég. Að lokum þá hringdi ég á hjúkrunarfræðing og hún sagði mér að mér væri frjálst að fara. Og skv. því sem mér skildist þá hefði ég mátt fara fyrr. Það má því segja að ég var búinn að teppa rúmið þarna í svona 2 tíma. Ég hefði getað verið farinn 2 tímum fyrr. Þessu hef ég lent í áður á sjúkrahúsi og þyrfti að vera skýrara fyrir okkur sem viljum síður alltaf vera að trufla fólk að störfum með svona spurningum.

Nokkur atrið en sem ég gæti nefnt en vil ekki. Ég veit og sá að það er mikið álag þarna á spítalanum en það eru þó nokkur atrið sem ég helda að hægt væri að gera til að gera starfið markvissara þarna. Það er líka ekki gott fyrir þetta ágæta starfsfólk ef við sem þurfum á þjónustu þeirra að halda förum að nota frekju og leiðindi til að fá þjónustu fyrr en aðrir.


Nú mega aðrir ráðherrar taka Jóhönnu sér til fyrirmyndar.

Manneskjan er bara hamhleypa til verka. Nú er hún búinn að vera innan við mánuð í embætti og þegar búin að gera ráðstafanir til að bregðast við vanda sem hefur verið stöðugt vaxandi síðustu ár án þess að nokkur gerði eitthvað róttækt í málunum. Auðvita á bara að fjölga greiningaraðilum á meðan unnið er á biðlistum barna eftir greiningu.

Nú horfum við til Guðlaugs Þórs varðandi vandan á sjúkrahúsunum og skort á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Það hlýtur að vera metnaður hans að vera ekki seinni með aðgerðir í þessum málum.

Þá horfum við til Kristjáns Mullers varðandi vandræði Vestmanneyinga og næturferðir Herjólfs. Sem og hvernig gengur með Grímseyjarferjuna. Þetta eru mál sem á að leysa í hvelli.

Frétt af mbl.is

  Teymi stofnuð til að vinna á biðlistum eftir greiningu
Innlent | mbl.is | 26.6.2007 | 13:47
Aðgerðir til að vinna á biðlistum hjá Greiningar- og... Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögur Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, um að hefja sérstakar aðgerðir til að vinna á biðlistum hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.


mbl.is Teymi stofnuð til að vinna á biðlistum eftir greiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúar Smárahverfis í Kópavogi athugið. Skipulagsslys á Nónhæð í uppsiglingu!

Var að fá í pósti dreifibréf sem auglýsir fund sem verður með Bæjarskipulagi í Kópavogi nú á næstunni eða fimmtudag 28 júní. Þar er verið að kynna nýjar byggingar sem byggja á við Arnarsmára í Kópavogi. Þarna efst inn í hverfinu á að reisa háar blokkir á svæðinu hjá leiksskólanum sem þar er. Reiknuð umferð í Arnarsmára eftir að þær koma er um 1100 bílar á sólarhring. Skuggar af þeim við hverfið verða gífurlegar. Í bréfinu er bent á heimasíðu setta upp af áhugamanni um að koma í veg fyrir þetta og hún er hér http://orion.is/non/. Skoðið sérstaklega hvaða áhrif þessar blokkir hafa varðandi skugga á fyrirliggjandi byggð sem og hvernig hverfið er að þróast hér í kring um okkur. Og svo öll þessi umferð í gengum og við hverið okkar

Enn ein spillingarsagan úr Kópavogi tengd Gunnari Birgissyni

Var að reka augun í eftirfarandi færslu í athugasemdarkerfinu hjá mér:

Gunnar Birgisson og Jón í Byko hafa handsalað stórskiptahöfn handa Byko á Kársnesinu. Byko eða annað milljarðafyrirtæki Jóns mun í staðinn gefa myndarlega í Óperuhúsið.

Ármann "á Alþingi" stendur vel við bakið á þessu þar sem Byko borgaði eiginlega alveg prófkjörsbaráttu hans.

Og eins og málin standa í dag kýs ég bara að trúa þessu


Ef að fólk var í vafa um hvort að vændi væri stundað inn á þessu súlustöðum. Þá hlýtur vafinn að hafa minnkað í kvöld

Gott hjá Íslandi í dag að sýna okkur að að inn á þessum stöðum er auðvelt að kaupa sér kynlíf. Finnst að þetta sé enn ein ástæðan til að taka þessa staði af kortinu hér á landi. Við þurfum ekkert á því að halda að flytja inn stúlkur frá Austur Evrópu til að dansa hér og selja sig til að skaffa sér aur og eigendum staðana auðæfum.

Sjá hér


Nú hafa þessir menn ekki þörf fyrir þennann sjóð lengur- Eru búnir að nota hann til að ná völdum sjálfir

Alveg furðulegt að þessir menn innan S hópsins hafa bara fengið þarna sjóði sem þeir áttu ekkert í til að nota sér til framdráttar. Og nú þegar þeir hafa hagnast um milljarða þá geta þeir skilað þessu til "réttmætra eigenda". En hvernig er með fólk sem ekki gat hugsað sér að eiga viðskipti við VÍS en voru í Samvinnutryggingum eiga þeir þá ekkert í þessu? Finnst þetta vafa samt. Einnig eru þessir sjóðir tryggingarfélagana sem að eigendur nota sér til framdráttar í viðskiptum en eig ekki sjálfir. Þetta er líka það sem menn eru að sækjast eftir hjá sparisjóðunum en þar eru umtalsverðir sjóðir sem að að menn eru sjálfsagt að nota til að styðja kaup sín á stórum fyrirtækjum. Þetta er nú að bara að mínu mati siðlaust. Menn nota sjóði sem þeir ná aðgang að til þess að ná undir sig fyrirtækjum og eignum og hagnast gríðarlega sjálfir þó að þeir kost kannski minnstu til sjálfir.

Af hverju hefur ekki verið birt hverjir þessi 24 voru sem voru kallaðir á aðalfund Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. Og hvernig að sjóðurinn hefur verið ávaxtaður.  Mér skilst að hann hafi komið að kaupum S hópsins á Búnaðarbankanum, Exista og FL grup.  Eins væri gaman að vit hver margir fá arð úr þessum sjóð í haust þegar honum verðið stlitið og þá hverjir? Og af hverju að erfingjar þeirra sem hafa látist síðustu ár fá ekki sinn hlut?


mbl.is Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingar slitið - eigið fé 30 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk að missa vitglórunna?

Mér var innprentað þegar ég lærði á bíl að við það að sjá forgangsljós lögreglu-, sjúkra- og slökkviliðsbíla bæri manni að víkja og helst stöðva bifreið til að hleypa þeim framhjá. En að það skuli vera keyrt framúr sjúkrabíl nær bara ekki nokkurri átt. Vona að þessir ökumenn náist eða sjái að sér. Á www.visir.iskemur eftirfarnandi fram:

Ökumaður pallbílsins kvartaði undan eymslum í baki og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri. Á leiðinni þangað reyndust ökumenn á þjóðvegi 1 ekki taka tillit til sjúkrabílsins sem var með blikkandi ljós. Tóku fjölmargir fram úr sjúkrabílnum sem þó var að keyra á hátt í 130 kílómetra hraða.

Á 130 km hraða og bílar fara framúr honum þetta nær ekki nokkurri átt. Hvet fólk sem er að ferðast að hafa hjá sér blað og penna og skrifa hjá sér númer bifreiða sem sína glæfraakstur og láta lögreglu vita.


mbl.is Tóku fram úr sjúkrabíl í forgangsakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Birgisson með skítkast í allar áttir..

Gunnar Birgisson hefur alveg lag á því að þegar hann er kominn í vond mál þá ræðst hann að fólki með blameringum. Ég man þegar umræða var um Vatnsveitu Kópavogs og samning sem hún gerði við Garðabæ þar sem Garðbæingum er tryggt vatn í framtíðinni á lægra verði en Kópavogsbúum. Þá sagði hann um Guðríði oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi:

"Það mætti halda að hún væri að vinna fyrir Garðabæ en ekki Kópavog þessi manneskja. Hún verður að fara aftur í frumbernskuna og læra að segja satt áður en hún fer að taka þátt í pólitík."

Síðan í kvöld í Kastljósi ýjar hann að því að þessi umræða um Goldfinger og fleira í Mannlífi og Ísafold sé runnin undan pólitískum andstæðingum sínum sem er þá væntanlega Guðríður og co aftur. Fannst gott hjá Guðríði í Kastljósinu að neita að taka þátt í svona leik.

Síðan er hægt að rifja upp hvernig hann talaði um fulltrúa Reykjavíkurborgar í Heiðmerkurmálinu. Eins um Skógrækt Reykjavíkur og framkvæmdarstjóra þess. Maðurinn er auðsjáanlega en á því að hann eigi að reka Kópavog eins og verktakafyrirtæki sem fer með ofstofa að öllum sem hafa aðrar skoðanir en hann. Og eins að hann hafi fullt leyfi til að hygla sínu fyrirtæki [fyrirverandi] og öðrum vinum sínum í verktakastétt.

Enda kannski ekki skrýtið ef að rétt reynist að þeir hafi bjargað fyrirtæki hans frá gjaldþroti. Og fleira sem lesa má í nýjast hefti Mannlífs

Gunnar verður nú að átta sig á að hann er bæjarstjóri okkar allra í Kópavogi og svona framkoma er ekki okkur að skapi.

Frétt af mbl.is

  Gunnar í mál við Mannlíf og Ísafold
Innlent | mbl.is | 14.6.2007 | 16:39
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, hyggst kæra nýlegar umfjallanir tímaritanna Mannlífs og Ísafoldar um hann og tengsl hann við staðinn Goldfinger og ýmis meint spillingarmál. Gunnar sagði í samtali við mbl.is að málið væri í vinnslu hjá lögmanni sínum

 

 


mbl.is Gunnar í mál við Mannlíf og Ísafold
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér hefur borist tölvupóstur frá bifhjólamanni

Í framhaldi af skrifum mínum um bifhjólamenn hefur mér borist tölvupóstur sem mig langar að vitna aðeins í. Nafni bréfritara er sleppt.

Fyrsti póstu hljóðaði svona frá bréfritara:

72. gr stjórnarskrár Íslands er svo hljóðandi...

[Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi
eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og
komi fullt verð fyrir.

ss. það er ekki hægt að gera eignarnám nema það sé greitt fullt verð fyrir.

Ert þú tilbúinn að borga fyrir hjólin?...það er ekkert sem kemur í veg
fyrir að einstaklingurinn geti ekki farið út í búð og keypt sér
nýtt...

Því svaraði ég með;

Þetta var rætt hér í haust í tengslum við ný umferðarlög í kynningu á lögunum sagði m.a.

Heimild til að gera ökutæki upptæk?
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir heimild lögreglu til að gera ökutæki upptækt vegna grófra og ítrekaðra brota. Voru þar höfð til hliðsjónar ákvæði dönsku umferðarlaganna um slíka heimild lögreglu. Ekki eru líkur á að oft muni reyna á slíkt ákvæði, en engu að síður er æskilegt að möguleiki sé fyrir hendi lögum samkvæmt til að grípa til slíkra aðgerða gagnvart síbrotamönnum í umferðinni.

Ef að mönnum finnst bara allt í lagi að keyra þessi hjól á tæplega 200 km hraða þá er hægt að vísa í jafnræðisreglu stjórnarskrárinar og rökstyðja að þá megi bílstjórar keyra á svona hraða líka.

Síðan í dag barst mér annað skeyti sem ég er að mörguleiti sammála. Það hefur jú komið fyrir alla að keyra á ákveðnum köflum eða tímum töluvert yfir hámarkshraða. Og ég sjálfsagt þar á meðal. Man eftir að hafa setið í bíl fyrir um 30 árum á um 120 mílna hraða hjá Sandskeiði.

Enda er það helst glæfralega hliðin á akstri hjólana sem ég er að benda á. Þ.e. framúrakstur á mikilli ferð eftir hvítulínunnum, mikil hraði þar sem að liggja gatnamót við aðra vegi. Því eins og menn vita er mjög erfitt að átta sig á fjarlægðum og hraða móturhjóla og hvað þá þegar þau eru á 200 km hraða.Eins þá leiðist mér almennur glannaskapur í mikilli umferð, að menns séu að keyra hjólin hraðar en þeir ráða við  og síðast enn ekki síst að virða ekki stöðvunarmerki lögreglu. En seinna bréfið hljóða svona

Lögin sem þú vitnar í eru alveg rétt, en þegar svona mál fer fyrir
dómstóla þá mun auðvitað stjórnarskrár-rétturinn að fullt verð þarf að
koma fyrir.

Þegar þessi lög voru sett var heilmikil umræða í gangi hjá
mótorhjólafólki um hvort þetta myndi koma í veg fyrir gróf
umferðalagabrot....og ég held að þetta bæti ekki neitt í þeim
flokki....held að niðurstaðan verði sú að fleirri "ofsaakstursmönnum"
detti það í hug að yfirgefa vettfang.

Get ekki sagt hvað öðrum finnst um að keyra á 200km/klst....hef
sjálfur farið vel yfir þann hraða...en geri það einungis þar sem ég
hef gott útsýni yfir þannig að í minnsta lagi að enginn saklaus
gangandi né keyrandi verði meint af.  Hef enga löngun né þor til að
reyna að stinga lögregluna af samt.

Til að gefa til kynna hraðaaukningu mótorhjóla þá er þetta myndband
gott sýnidæmi:
http://youtube.com/watch?v=jwieel03c-w

Og lýkur þar með afskiptum mínum af hjólafólki og óska ég þeim góðs hjólasumars og ánægjulegra samskipta við þau í umferðinni eins og ég hef átt við þau flest.


Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband