Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Væri ekki skynsamlegra að banna glerílát utan skemmtistaðanna?
Hefði haldið að það væri happadrýgra að viðhalda banni við að fara með drykki út af stöðunum í glerílátum (glösum). Held að þetta bjóði hættunni heim að menn fari að byrla einhverri ólyfjan í drykki hjá fólki eða að fólk fari að sturta í sig eins og forðum. Eins þá mundu plast ílát draga kannski aðeins úr þeim glerbrotum sem einkenna miðbæinn eftir föstu- og laugardagskvöld.
Eins þá finnst mér að fólk eigi að fara að taka sig saman og lesa yfir þeim vinum sínum sem eru að beita ofbeldi í miðbænum? Í dag heyrðist af því að ráðist hefði verið á Eið Smára í miðbænum um helgina og bætist það við allt ofbeldið sem þegar höfðu komið fréttir af frá helginni.
Fyrst birt: 31.07.2007 15:52Síðast uppfært: 31.07.2007 15:53Ráðist á Eið Smára í miðbænum
Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona, varð fyrir fólskulegri árás í miðborg Reykjavíkur um helgina.Samkvæmt upplýsingum frá Eggerti Skúlasyni, talsmanni Eiðs Smára, kallaði ókunnugur maður til Eiðs þar sem hann var á gangi ásamt félögum sínum nálægt Lækjartorgi. Eiður þekkti manninn ekki og svaraði því ekki kallinu. Maðurinn veittust þá að Eiði og hrinti í jörðina. Félagi mannsins kom þá aðvífandi og kýldi Eið Smára í andlitið.
Eiður er ómeiddur eftir árásina og verða engir eftirmálar að hans hálfu, að sögn Eggerts.
Mér dettur í hug að fólk geti neitað að fara út að skemmta sér með fólki sem er að beita ofbeldi þar til að það hefur gert eitthvað í sínum málum.
Mér finnst með öllu óþolandi að saklaust fólk geti ekki lengur verið óhult að skemmta sér í bænum án þess að eiga yfir höfði sér að verða fyrir árásum bara af því að það er statt í bænum. Ég get ekki skilið að það geti verið gaman að fara í bæinn vitandi að maður er líklegur til að ráðast á aðra. Ég held að fólk sem er þannig komið fyrir ætti að hætta drekka/dópa hið snarasta áður en það veldur einhverjum óbætanlegum skaða/ miska.
Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júlí 2007
Til þeirra sem eru að hugsa um erlend lán!
Ég persónulega hef ekki næga þekkingu á þessum lánamöguleikum en var að lesa síðu neytendasamtakana og þar er löng grein þar sem þau vara fólk við þessum lánum og hvetja fólk til að skuldbreyta. M.a. stendur þar:
Gengi, eftirspurn, verðbólga og stýrivextirNeytendasamtökin geta ekki mælt með töku gengistryggðra lána og mæla einnig með að þau séu greidd upp eins og kostur er á meðan gengi íslensku krónunnar er eins sterkt og nú. Von er á mikilli veikingu. Stýrivextir stjórna gengi krónunnar vegna þess að möguleikar á að ávaxta íslenskar krónur í ríkisskuldabréfum eykur eftirspurn eftir íslenskum krónum. Hvenær gengið fer að veikjast mun að töluverðu leyti ráðast þegar Seðlabankinn tilkynnir stýrivexti 6. september næstkomandi, ef veiking verður ekki þegar hafin. En almennt er búist við að Seðlabankinn lækki vexti, vegna þess að þenslan hefur hjaðnað töluvert, 12 mánaða verðbólga án húsnæðis er 1,2% og atvinnuleysi hefur aukist í 3,2%. Helsti óvissuþátturinn þegar spáð er um gengisbreytingar er vaxtaákvarðanir Seðlabankans og þær stjórnast að mestu leyti af verðbólgumælingum Hagstofu Íslands. Helsti óvissuþátturinn í verðbólgu er svo hagstjórn ríkisstjórnarinnar, skattalækkanir eða hallarekstur sem eykur eftirspurn og þar af leiðandi verðbólgu. En verðbólgan eltir krónuna aðallega vegna hækkana á innfluttum vörum.
Krónan veiktist um 1,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 29. júlí 2007
Svo stóð víst eyrnabíturinn í röðinni eftir þetta og montaði sig
Ég held að sumt fólk ætti að láta vera að nota áfengi. Ef að manneskja er svona rugluð eins og vitni greina frá að hún hafi staðið eftir þetta atvik og montað sig af því þá er hún alvarlega biluð og má auðsjáanlega ekki við því að slæva dómgreindina með einhverjum meðölum eins og áfengi.
Konan sem ráðist var á, fór í aðgerð á eyra í dag, á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Henni var mjög brugðið og mun hún fá áfallahjálp í kjölfarið. Ásamt eyrnabitinu var hún dregin á hárinu eftir gangstéttinni og sparkað var í hana. Mun verr hefði getað farið ef henni hefði ekki verið komið til hjálpar af Kristmundi og fleirum á vettvangi.
Konan sem ráðist var á var að fara í fyrsta skipti út að skemmta sér frá 6 mánaða gömlu barni.Þeir sem þekkja til árása kvennanna sem ekki hafa náðst og vita hvar þær halda sig ættu að láta lögreglu vita. Svona manneskjur ættu ekki að fá að eyða deginum áður en þær komast undir lögregluhendur.
Beit hluta af eyra konu fyrir utan skemmtistað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 28. júlí 2007
Af hverju er bankinn að beita fjallabaks leið við að skýra þetta
Ég veit það ekki en mér finnst þessi kafli í skýringum þeirra vera einhver öfugmæli
Fram kemur í yfirlýsingunni að vaxtabreytingin sé tilkomin vegna þess mikla munar sem myndast hafi á óverðtryggðum og verðtryggðum vöxtum í kjölfar lækkandi verðbólgu og áframhaldandi hárra óverðtryggðra vaxta.
Það er að lækkandi verðbólga sé að kalla á hærri vexti. Þetta er náttúrulega furðulegt. Hafa þeir þá verið að hagnast á verðbólgunni. Reyndar finnst mér eins og lesa megi úr þessu að þeir séu að miða við háa stýrivexti og áhrif á ótryggða vexti. En þar sem að fólk tekur ekki óverðtryggt lán í íslenskum krónum fyrir húsnæði þá er þessi skýring ekki að gera sig. Og eins þá ættu þeir varðandi húsnæðislán að miða við kjör á erlendum lánum þar sem vextir eru 3 til 4%
Þeir eiga bara að koma hreint fram og viðurkenna að þeir eru að draga úr eftirspurn eftir lánum til að hægja á markaði. Og þetta er eitthvað spil hjá þeim sem tengist því að þeir eiga mikið undir að húnæðisverð lækki ekki.
Kaupþing hækkar vexti á nýjum Íbúðalánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. júlí 2007
Jón Axel með nokkra góða brandara á síðunni sinni
Nú þegar fólk með lán í erlendri mynnt, horfir nú upp krónuna falla og áhyggjurnar vaxa er við hæfi að benda á eitthvað til að létta lund þeirra. Ég bendi á Jax og færslur hans nú síðustu daga.
Fyrst er til að taka færslu sem hann nefni Grunnur að nýrri ensk-íslenskri orðasambandabók!" Þar sem þetta kemur m.a. fram:
8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
Og svo bréfið sem Kristín skildi eftir handa mömmu sinni Það er virkilega fyndið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. júlí 2007
Atvinnumótmæli - Hver borgar?
Í fréttum á Ruv - sjónvarpinu var eftirfarandi fullyrt í kvöld:
Mótmælendum greitt fyrir að láta handtaka sig?
Mótmælendur á vegum samtakanna Saving Iceland fá peningagreiðslur ef þeir eru handteknir af lögreglu, samkvæmt heimildum fréttastofu Sjónvarps.
Níu voru teknir vegna mótmæla við Hellisheiðarvirkjun í morgun, þar af einn sem klifraði upp í byggingarkrana.
Talsmaður samtakanna Saving Iceland hafnar því að fólk innan samtakanna fái greitt fyrir að taka þátt í mótmælum eins og þeim sem fram fóru í morgun. Þetta sé hugsjónastarf, unnið af sjálfboðaliðum.
www.ruv.is
Mér er einhvern veginn illa við svona fréttir þegar svona er fullyrt án þess að frekari skýringar fylgi með. T.d. er mér með öllu óskiljanlegt hverjir það eru sem eiga að vera að borga. Er þetta ekki bara kjaftasaga sem hefur verið að vinda upp á sig síðustu vikur? Ég man eftir að hafa heyrt einhvern velta þessu fyrir sér í einhverju viðtali um daginn. Og ef þetta eru einhver erlend samtök þá eigum við rétt á að RUV upplýsi það.
Átta mótmælendur handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
Þetta er að verða skuggalegt
Var að lesa frétt á www.visir.is þar sem m.a. stendur:
Vísir, 25. júlí. 2007 18:56Fasteignir þjóðarinnar minna virði en eignir Kaupþings
Eignir Kaupþings banka eru nú tæplega þrjátíu prósent meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins, en sex mánaða uppgjör var kynnt í dag.
Þá kemur einnig fram að hagnaður Kaupþings á fyrstu 6 mánuðum ársins nemur um það bil 60% af verðmæti alls fisks sem veiddist síðasta ári 2006.
Fer að verða spurning hvort að við förum ekki að verða þjóð þar sem að bankastofnanir ráða öllu. Fólk og fyrirtæki bullandi skuldsett og við háð því að bankinn geri ekkert sem veldur okkur skakkaföllum þar sem að við eigum upp á lítið að hlaupa flestir skuldsettir í topp. Bankar reikna út hvað hægt er að pína okkur til að taka há lán fyrir íbúðum sem þeir svo eiga í raun þar sem að þær eru skuldsettar af verktökum.
Bankarnir spila með gengið eftir því sem hentar þeim. Eins með vexti!
Spurning hvort að stjórnmálamenn verða ekki valdalausir og óþarfir þar sem að bankastjórar eru búnir að ná öllum þeim völdum sem máli skipta.
Hagnaður Kaupþings 46,8 milljarðar króna á fyrri hluta ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
Þá höfum við það stórhluti af vexti hlutabréfamarkaðarins er tekinn að láni í útlöndum
Skv. þessari frétt í mbl.is má færa að því rök að stórhluti af vaxandi hlutabréfamarkaði hér á landi er tekinn að láni í erlendis. Því má færa rök að því að erlendir bankar eigi stóran hluta af þessum hlutabréfum.
Erlendar lántökur til hlutabréfakaupa?
Úrvalsvísitala Kauphallarinnar OMXI15 hækkaði um 1,6% í júní og hafði í lok þess mánaðar hækkað um 29,5% frá áramótum. Almennt er talið að hagstæður tími til lántöku í erlendri mynt sé þegar gengi krónu er veikt. Hins vegar eins og áður hefur komið fram í hálffimm fréttum virðist vöxtur gengisbundinna lána oft hafa verið mikill þegar góður gangur er á hlutabréfamarkaði.
Þá er hugsanlegt að góður gangur á hlutabréfamarkaði á árinu hafi hvatt til lántöku í erlendum gjaldmiðlum til þess að fjármagna hlutabréfakaup, þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar," samkvæmt Hálf fimm fréttum Kaupþings.
Eins þá virðist það lenska hér að allt er keypt á lánum og skulda heimili nú um 756 milljarða. Og bara í júní þá jukust lánin um 11,8 milljarða. Og stæri hluti þessara 12 milljarða eru í erlendri mynnt sem gæti auðveldlega hækkað þessi lán mikið ef að krónan fellur. En allir virðast vera á því að krónan þurfi að falla því hún er farin að skaða útflutningsgreinar okkar gífurlega.
Hef reyndar heyrt að vegna útgáfu á "Jöklabréfum" og "Krónubréfum" af erlendum aðilum þá sé Seðlabankinn kominn í þá stöðu að hann getir varla leyft krónunni að falla eða lækkað vexti því þá kæmi holskefla af erlendum aðilum sem mundu innleysa bréfin sem mundi valda keðjuverkun vegna gjaldeyris útstreymis á stuttum tíma. Og hér færi allt á hliðina.
Skuldir heimilanna við bankakerfið 756 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
Alveg ótrúlegt bruðl á nýríkum íslendingum
Var að hlusta á fréttirnar í kvöld á Stöð 2 þar sem að kom fram að fólk er jafnvel að borga 100 milljónir fyrir sumarbústað. Síðan hefur maður heyrt að menn séu tilbúnir að bjóða allt að 3 milljónir fyrir hektarann á bújörðum til að nota sem afdrep í sveitinni. Þá er maður að heyra að menn séu að kaupa sér hús á kannski 50 til 80 milljónir sem þeir ætla sér að rífa og byggja sér nýtt hús á lóðinni sem kostar þá tvöfallt í viðbót. Þetta eru dæmi um að menn eru að sleppa sér í fjáraustri. Þannig er nokkuð ljóst að menn geta aldrei selt þetta á þessu verði nema að að kannski félögum sínum. En það gengur náttúrulega ekki endalaust.
Þó maður viti að þessir menn viti ekki aura sinna tal þá leyfi ég mér að efast um að þetta séu dæmi um skynsamlegar fjárfestingar. Og þá fer maður að hugsa hvernig grunnurinn er undir öðrum fjárfestingum þeirra?
Eignaverðsvísitala Kaupþings hækkaði um 0,8% í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 23. júlí 2007
Anskotans svartsýni er þetta í manninum
Veit ekki betur en að að þessi niðurskurður nemi um það bil 1 af hverjum 3 fiskum í kvótanum og þetta er tímabundið í 2 ár. Ef að menn væru ekki að braska með kvótann og greiða svona himinhátt verð þá væri hægt að þreyja þorrann í þessi ár. En málið er að þar sem fiskur er orðinn svo dýr eru margir sem hafa freistast til að selja kvóta sinn. Og þeir sem eiga kvóta fá nú enn meira fyrir hann. Og fiskvinnslan fær meira fyrir unnar afurðir sem nemur hluta af samdrætti í afla. Veit ekki hvort að það séu efnileg skipti að stefna á að skipta þessum störfum á nýjum störfum í olíuhreinsistöð sérstaklega ef að mengun af þeim er svona mikil sem um er rætt sem og hætta á mengunarslysum!
Frétt af mbl.is
Útséð með sjávarútveginn í bili"
Innlent | Bæjarins besta | 23.7.2007 | 20:19
Flosi Jakobsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, segir tal þeirra bæjarfulltrúa sem mæla á móti olíuhreinsistöð vera ábyrgðarlaust. Það er með öllu ábyrgðarlaust að segjast ekki vilja olíuhreinsistöð en benda svo aldrei á neitt annað sem gæti komið í staðinn. Þeir sem eru á móti olíuhreinsistöð verða að koma með eitthvað annað í staðinn, segir Flosi.
Lesa meira
Útséð með sjávarútveginn í bili" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson