Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hvaðan kemur þessi gufa?

Getur einhver frætt mig á því. Ég veit að hún er notuð í húshitun en hvaðan kemur hún og hvernig er hún framleidd?

Talið að tjón vegna sprengingar á Manhattan nemi hundruð milljónum dala
Erlent | AP | 20.7.2007 | 21:27

Talið er að tjón vegna sprengingar í gufuleiðslu á Manhattan, miðborg New York borgar, á miðvikudagskvöldið geti numið hundruð milljónum dala þar sem mörg fyrirtæki í nágrenninu hafa þurft að hafa lokað frá því sprengingin varð.


mbl.is Talið að tjón vegna sprengingar á Manhattan nemi hundruð milljónum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú hártogun af verstu sort

Hvað á héraðsdómur við þegar hann heldur því fram að tjald fyrir rými sé ekki lokað rými:

Bann er lagt við því að einkasýningar á nektardansi fari fram í „lokuðu rými“ innan næturklúbbanna. Skýra verður „lokað rými“ þannig að miðað sé við að það sé ekki lokað með þeim hætti að tálmi eftirliti lögreglu. Eins og aðstæðum hefur verið lýst á næturklúbbnum Goldfinger, verður að telja, að ekki hafi verið um slíka lokun að ræða á klefunum þar sem einkadans fór fram að tálmaði eftirliti lögreglu," að því er segir í niðurstöðu héraðsdóms í dag.

Bíddu er það aðallega lokað ef að lögreglan kemst ekki þangað inn. Hverskonar vitleysa er þetta? Þetta ákvæði átti að koma í veg fyrir að þarna færi fram eitthvað sem ekki er leyft. Og það átti að tryggja með því að ekki væri um einkadans að ræða nema að það væri í augsýn allra. Og þá sérstaklega vændi. Með þessu er dómurinn að halda því fram að rými sé ekki lokað nema að það sé læst. Þetta er hártogun af verstu sort. Tjald sem er dregið fyrir í skoðunarklefum hefur maður nú hingað til talið lokað rými.


mbl.is Eigandi Goldfinger og dansari á staðnum sýknuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hatur Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu er ekki minnka.

Það er með afbrigðum hversu miklu bleki Morgunblaðið hefur eytt nú síðustu ár í að níðast á persónu Ingibjargar Sólrúnu. Nú er það Ísrael/Palestínuför Ingibjargar sem verður þeim tilefni skrifa aftur og aftur t.d. Þetta:

Við Íslendingar eigum ekki að þykjast vera annað en við erum.

Við leysum engin alþjóðleg deilumál, hvort sem þau eru í Afganistan eða Miðausturlöndum. Við eigum að einbeita okkur að því, sem við getum og skiptir máli fyrir okkur og aðra.

 

Við eigum að fylgja fordæmi Gordons Brown og reyna að gera eitthvað í alvörunni í stað þess að stunda alþjóðlega sýndarmennsku. Vinstri menn á Íslandi skilja þetta verr en aðrir.

 Mér er spurn hvað þau sem þetta skrifa eru að meina? Hvað velur því að þeir halda að við séum án möguleika á að hafa áhrif. Þeir muna kannski ekki eftir því að t.d. Norðmenn voru stóri þátttakendur í því að Palestínumenn og Ísraelar gerðu samkomulag sem nærri kom á friði milli þeirra sbr. Óslóarsamkomulagið. Eins þá minna á að hér á landi var lagður grunnur á bættum samskiptum milli USA og Sovétríkjanna. Sbr Reykjavíkurfundurinn. Þá má einnig spyrja sig hvað þeir vilji þá í staðinn. Eigum við bara að einangra okkur hér á hjara veraldar og hætta að hafa samskipi við aðra? Eða þá að gera bara eins og USA segir okkur?

Hvað finnst þeim að því að Ingibjörg eyði einhverjum tíma í að kynna sér málefni þarna í Mið Austurlöndum og Afríku?  Og svona athugsemdir og kaldhæðni eins og þeir nota í leiðara í dag finnst mér ekki þeim til framdráttar:

Ríkissjónvarpið skýrði frá því í gærkvöldi að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefði rætt við Shimon Peres, hinn nýja forseta Ísraels, í gær. Gert hefði verið ráð fyrir að samtal þeirra mundi standa í 20 mínútur en það hefði staðið í klukkutíma.

 

Þetta er ánægjulegt og traustvekjandi. Það kemur stöku sinnum fyrir að íslenzkir ráðamenn eigi lengri viðræður við erlenda ráðamenn en til hefur staðið skv. dagskrá.

 

Þetta kemur líka stundum fyrir þegar forseti vor á fundi með leiðtogum annarra þjóða.

 

Það er gott þegar fréttamenn halda þessum litlu staðreyndum til haga.

Kann ekki við svona kaldhæðni!

 


Erlendarfjárfestingar á Íslandi eru í raun íslenskir fjármunir á leið til baka

Fannst þetta mjög athyglisverð frétt hjá RUV. Í raun er meirihluti erlendra fjárfestinga hér til komið vegna þess að íslenskir fjárfestar flytja hagnað og fjármagn héðan til landa eins og Hollands, Luxemborg þar sem þeir stofna skúffu fyrirtæki til að komast í lægri skatta. Síðan koma peningarnir til baka þaðan í fjárfestingar hér og heita þá erlend fjárfesting. Þetta eru nú meiri æfingarnar!

 

Eignafærsla skýrir aukningu á erlendum fjárfestingum

Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis jókst um 50% frá fyrra ári. Þessi aukning skýrist af stórum hluta af tilfærslum fjármuna á milli félaga í eigu Íslendinga sjálfra. Sömu fjármunir eru svo gjarnan fluttir til baka og skýra stóran hluta þess, sem kallast innlend fjárfesting erlendra aðila í skrám Seðlabankans.

Samkvæmt skráningu Seðlabankans nam fjármunaeign Íslendinga erlendis liðlega 950 miljörðum króna í árslok 2006. Þetta var um 83% af vergri landsframleiðslu og hefur hlutfallið aukist úr um 15% árið 2003.

Arnar Freyr Ólafsson, sérfræðingur Greiningar Glitnis telur þessar tilfærslur gerðar til að ná fram skattalegum sparnaði. En Arnar Freyr leggur áherslu á að þetta sé ekki einhlítt þótt Íslendingar sjálfir standi að baki stórum hluta fjárfestinganna.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item164029/

 


Hvað er Valgerður að meina?

Verður Rio Tinto betra fyrirtæki ef:

 Hún segir þessi orð einnig sérkennileg í ljósi yfirvofandi samdráttar í þorskveiðum, að því er fram kemur á vef RÚV.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1280069

Er hún þá að meina að vegna samdráttar í fiskveiðum sé bara allt í lagi að fá hvaða fyrirtæki sem er til landsins. Alveg sama þó að skv. skoðun á netinu er Rio Tinto talið vera fyrirtæki sem er þekkt af mannréttindabrotum, og af mörgum ríkjum og verkalýðsfélögum talið vera með verstu fyrirtækjum í heimi. Eins þá eru þeir frægir umhverfissóðar.  Sjá t.d. í bókinni Draumalandið eftir Andra Snæ.

Því finnst mér eðlilegt að Össur sýni viðbrögð við þessu. Það er svo annað má hvort að stjórnvöld hér geti staðið í lappirnar þegar og ef áreynir. Það er t.d. spurning hvernig Rio Pinto hagar sér gagnvart samningum um nýtt álver á Keilisnesi eða í Þorlákshöfn. Skilst að þeir séu með harðsnúna  lögfræðideild sem er á fullu um allan heim að verjast lögsóknum og setja öðrum afar skilyrði.

Sló inn í google.is Rio Tinto  Lawsuit og viti menn þar er hægt að finna um 102 þúsundi færslur.


mbl.is Valgerður Sverrisdóttir undrast ummæli iðnaðarráðherra um Rio Tinto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vopnaleit á Keflavíkurflugvelli og sérþjónusta við þá sem borga mest

Ég verða að segja að ég er undrandi á því að stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sé leyft að komast upp með það að Icelandair geti keypt forgang fyrir SagaClass og vildarfarþega sína. Og skýringar starfsmanna eins og í Kastljósi eru til skammar. Honum fannst þetta allt í lagi af því að flugstöðin bæri ekki kostnað af þessu. Þetta eru sömu rök og spítalar gætu notað til að þeir sem væru sérstaklega styrktir til þess gætu keypt sér aðgang að kerfinu framhjá biðlistum.

Þetta er með öllu ólíðandi og stjórnina á að kalla inn á teppi ráðherra og lesa yfir þeim og hætta þessu strax. Það er ekki hægt að benda á önnur lönd þessu til framdráttar. Því t.d. í USA er það vitað að í gangi er sér kerfi á flestum sviðum fyrir þá sem geta borgað.


Ef að þessir leyniþjónustumenn vita svona mikið um Al Qaeda - Af hverju gera þeir ekkert?

Maður kaupir ekki svona kjaftæði. Ef að þeir hafa svona góðar upplýsingar að geta metið styrk Al Qaeda þá ætti þeim ekki að vera skota skuld úr því að ná þessum mönnum. Ég leyfi mér að halda því fram að þetta séu sögusagnir sem byggist á hæpnum heimildarmönnum innan Leyniþjónustu Bandaríkjana. Eða þetta er látið leka út til að afla meiri peninga í starfið.

Þessi sama leyniþjónusta fann fullt af gjöreyðingarvopnum og verksmiðjum í Írak sem síðan hafa ekki fundist aftur þrátt fyrir 4 ára leit. Þó sýndu þeir myndir af stöðunum þannig að þá ætti að vera einfallt að finna.

Það er engum til góðs að ala á hræðsluáróðri og getur einmitt hvatt fleyrir ruglukalla til að fara af stað að sprengja saklaust fólk til að koma málstað sínum í fjölmiðla.

Frétt af mbl.is

  Al-Qaeda hefur náð fyrri styrk
Erlent | AP | 11.7.2007 | 21:58
Farþegaflugvélum flogið á World Trade Center í New York 11.... Sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi eflst að styrk að nýju og séu nú álíka öflug og þau voru sumarið 2001 áður en hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin.


mbl.is Al-Qaeda hefur náð fyrri styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki viss um að viðbrögð Þroskahjálpar við þessu máli hafi verið alskostar rétt

Ég hef heyrt nú síðustu dag nokkrum sinnum í Gerði A. Árnadóttur formanni Þroskahjálpar þar sem hún hefur farið mikinn í að fordæma þessi vinnubrögð varðandi launagreiðslur til þessara ungmenna sem hafa tekið þátt í þessu tilraunaverki. Mér persónulega finnst viðbrögð hennar hafa verið nokkuð vanhugsuð. Þannig t.d. hefur hún talað um:

  • Að þau eigi rétt á að fá sömu laun og önnur ungmenni. Það er spurning hvað ungmenni hún er að tala um. Í þessu verkefni eru bara ungt fólk með fötlun.  En í þessu tilfelli eru þetta einstaklingar í reynsluverkefni. Þannig að þeim fylgir t.d. starfsmaður til að koma þeim inn í starfið. Þá er með öllu óljóst vinnuframlag þeirra í upphafi verkefnis.
  • Þá finnst mér þessi viðbrögð ekki hjálpa til að fyrirtæki keppist við að bjóða fólki með fötlun störf hjá sér. Því einhvernvegin þá kom hún þessu þannig frá sér að fólk almennt heldur að fyrirtækin séu að borgar þessum ungmennum laun. Og fyrirtæki farinn að senda frá sér fréttatilkynningar þar sem þau bera af sér sakir.
  • Auðvita eiga allir að fá sömu laun fyrir sömu vinnu en til þess að fólk með fötlun verði gjaldgengt á vinnumarkaði verða þau fyrst að fá að sýna fólki í samfélaginu fram á að þau séu fullfærir starfsmenn. Þetta er þegar komið af stað. Fólk sér fatlaða nú vinna t.d. í Bónus og fleiri fyrirtækjum og standa sig vel.

Náttúrulega hefð kannski mátt skipuleggja þetta betur. Tryggja aukafjármagn fyrr. En það er nú ekki hlaupið að því yfirleitt í þessum málaflokki. Eins hefði verið möguleiki á að takamarka hópinn sem tæki þátt í þessu tilraunaverkefni.

En nú gæti orðið hætta á því að fyrirtæki yrðu tregari til að veita fólki með fötlun tækifæri næsta sumar.


mbl.is Fötluð ungmenni fá greiðslur á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fannst athyglisverð fréttin um Alcoa á Bloomberg í dag

Þar segir að nú sé verið að loka álbræðslum í Evrópu og N-Ameríku og þessi í stað verið að byggja bræðslur á stöðum þar sem hægt er að fá orku á mun lægra verði eins og t.d. á Íslandi.

Þetta minnir en á þessa tilhneigingu okkar að við séum en þróunarland og öllu sé fórnandi til að fá hingað tímabundna innspýtingu af gjaldeyri sem gæti staðið undir eyðslufylleríinu okkar um skeið.

 


mbl.is Hagnaður Alcoa minnkar um 3,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö undur heimsins skv. einum sem var of seinn að greiða atkvæði.

Var að lesa Bæjarslúðrið hans Björgvins Vals og eins og venjulega hefur hann skemmtilegan vinkil á þessa frétt: Hann segir í dag að hann hafi verið heldur seinn að greiða atkvæði en leyfir okkur að sjá hverju hann vildi greiða atkvæði sem 7 undur veraldar:

1.  Íslenskir þjóðvegir.  Þeir eru sannkölluð undur því hvergi er að finna beinan kafla lengri en 500 metra (utan jarðganga) og þeir eru skreyttir hringtorgum þar sem umferðin er mest, að því er virðist í þeim tilgangi einum að pirra ökumenn.  Á þeim verða líka stórmerki því á sjö metra breiðum þjóðvegi mætast fjögurra metra breiðir bílar án þess að snertast.

2.  Íslenskt efnahagslíf.  Það þenst út og dregst saman eins og tyggjókúla á vörum athyglissjúkrar táningsstelpu.  Ég kvíði því þegar hún tekur tyggjóið út úr sér og vefur um fingur sér.  Líklegast kaupir hún sér þó bara nýtt tyggjó í álpappír.

3.  Kvótakerfið.  Allir vita að það er gagnslaust en við höfum ofið það svo rækilega inn í allt efnahagslífið að enginn þorir að hreyfa við því.  Nú virðist sem þorskurinn sjálfur sé að hafa fyrir okkur vit og leysa okkur úr þessari gildru efnahagssjóræningja.

4.  Embætti ríkislögreglustjóra.  Enginn veit til hvers þetta embætti var stofnað og enginn man hvenær það var gert.  Eini sýnilegi tilgangurinn virðist hafa verið sá að finna búk til að klæða upp og prýða heiðursmerkjum á tyllidögum.  Sem segir okkur að ósýnilegi tilgangurinn hafi verið málið; Haraldur ríkislögreglustjóri er bara frontur fyrir leynilögguna.

5.  Fasteignamarkaðurinn.  Íslenskur fasteignamarkaður er eina viðskiptafyrirbærið í veröldinni hvar lögmálið um framboð og eftirspurn kemur ekki við sögu.  Sama hversu mikið er byggt og sama hve margar íbúðir standa tómar, hækkar verð á fasteignum og hefur aldrei verið hærra en nú þegar nokkur þúsundir íbúða standa mannlausar.  Nú bíð ég eftir að einhver fasteignasali gerist íþróttaþjálfari og vinni bug á þyngdarlögmálinu líka.

6.  "Best" heilkennið.  Hin óbilandi trú Íslendinga á að þeir séu bestir í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur, þrátt fyrir ótvíræðar vísbendingar um hið gagnstæða, er sennilega það sem hefur haldið skerinu í byggð.  Guði sé lof fyrir að fótbolti er útbreiddara sport meðal kvenna hér á landi en víðast hvar erlendis.  Er á meðan er.

7.  Analíseringaráráttan.  Þörfin fyrir að vera sífellt að greina þjóðarsálina er ótvírætt merki um minnimáttarkennd.

Bæjarslúðrið  Björgvin Valur

Að lesa bloggið hans getur bjargað deginum hjá manni.


mbl.is Tilkynnt um ný sjö undur heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband