Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Þessu ber að fagna. Fordómar og hræðsluáróður gerir engum gagn.

Finnst þessi umræða sem hefur verið um þetta hús með afbrigðum. Veit ekki betur en að þetta fólk sem þarna gæti búið um einhvern tíma sé hvort sem er þegar á rölti einmitt þarna um hverfið árið um kring.

Þessi andstaða við þetta minnir á þegar að sambýli fyrir fólk með fötlun voru að opna fyrir 20 til 30 árum fyrst. Þá töldu íbúar fyrirfram að þetta gæti ekki gengið og það alls ekki í sinni götu. Nú í dag heyrast þessar raddir ennþá er eru orðnar hjáróma og máttlitlar. Sumir fagna því að fatlaðir með sólarhringsþjónustu séu nágranar því þá er meiri líkur að starfsfólk þar sjá til ef eitthvað óeðlilegt er að gerast í nágreninu þegar íbúar eru ekki heima.

Í þessu húsi er hugsað að 8 manns búi sem eiga við krónískar geðraskanir/sjúkdóma að stríða eftir langa neyslu. Þarna verða starfsmenn allan sólarhringinn og því mun betur fylgst með þessum mönnum en gert er í dag. Þeim verður væntanlega tryggð þjónusta frá t.d. heilbrigðiskerfinu og tryggt að þeir nýti hana þar sem starfsmaður er til staðar. Því gæti ástandið þarna í 101 stórlagast því þar með verða um 8 einstaklingar ekki eins hættulegir sér og öðrum.

Af hverju  ekki að gefa þessu tækifæri?


mbl.is Ákveðið að hefja rekstur heimilis fyrir heimilislausa í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki alveg að skilja þetta mál.

Er það t.d. rétt að Hafnarfjörður eigi stóran hlut í Hitaveitu Suðurnesja en kaupi heitt vatn síðan af Orkuveitu Reykjavíkur? Og Kópavogur á einhvern smá hlut en kaupir sitt vatn og rafmagn frá OR. Og er orkuveitan svo hluthafi í Geysir green energy? Og er þetta þá flétta til að Glitnir eignist Hitaveituna? Er þetta eitthvað sem við erum tilbúinn að sætta okkur við? Hefur Glitnir sýnt hingað til að hann veiti fólki bestu kjör sem möguleg eru??

 


mbl.is VG vill að Hafnarfjörður neyti forgangsréttar í HS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast í Kópavogi?

Nú í fréttum í kvöld var viðtal við íbúa við Kársnesbraut sem er eins og margir þar að mótmæla hugmyndum um stórskipahöfn þar sem BYKO hyggst koma sér upp. Og á sama tíma er fólk í Smárahverfi að mótmæla hugmyndum að breyttu skipulagi þar sem hugmyndir eru um að reisa háhýsi efst í Smárahverfisem mundi valda stórfeldri aukningu á umferð og auknum hávaða. Og má sjá hér á þessari síðu áhyggjur íbúa http://orion.is/non/. En í sambandi við það mál er eitthvað gruggugt á sveimi. Fulltrúi Samfylkingar sem er í minni hluta víkur alltaf af fundi þegar fjallað er um þetta mál í skipulagsráði og kallar ekki á varamann inn fyrir sig. Þetta er eitthvað gruggugt. Eins finnst mér skrítið hvað heyrist lítið í minnihlutanum í þessum málum báðum. Jú Vg hefur látið andstöðu sína í ljós fyrir síðustu kosningar en ekki heyrst mikið í þeim um þetta mál síðan. Og í Samfylkingu heyrist lítið. Eðlilegt að sá sem rætt var við í fréttum RUV hafi verið pirraður!

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband