Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Þetta segir nokkuð um hversu tæpt gatnakerfi Kópavogs er.

Akkúrat þarna á þessum vegakafla þar sem Kársnesbraut og Nýbýlavegur mætast eru samtökin sem berjast gegn nýju skipulagi á Kársnesi að benda á að umferðin aukist um helming eða eitthvað svoleiðis. Og hvað segir þessi lokun og afleiðingar hennar okkur um gatnakerfið í Kópavogi. Það er svo viðkvæmt að við lokun á einni götu fer allt á hliðina. Þetta er að gerast í næst stærsta bæ landsins. Það eru í raun ekki nema 2 og hálf leið inn í Vesturbæ Kópavogs og ekki möguleiki að fjölga þeim nema kannski að byggja brú yfir Fossvog. Og þarna vill Gunnar og hans lið tvöfalda byggðina.

Svo er ekki nóg að þetta sé framkvæmt akkúrat á meðan verið er að breyta Dalvegi hjá Smáratorgi með tilheyrandi töfum heldur er þessi framkvæmd gerð á Fimmtudegi fram á Laugardag. Hefð Kópavogur ekki átt að fara fram á að þessi framkvæmd á Nýbýlaveg yrði gerð um helgi þegar færri þurfa nauðsynlega að komast í og úr vinnu sem og keyra börnin í skóla og þessháttar?


mbl.is Nýbýlavegur lokaður í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vangaveltur varðandi Grímseyjarferjuna

Fór allt í einu að velta fyrir mér í dag að ég hef ekki heyrt neinn minnast á að endingartími þessa skips sem var keypt hlýtur eðlilega að vera mun styttri en ef nýtt skip hefði verið keypt. t.d. varðandi vél og þessháttar. Er það reiknað inn í þegar rætt er um að nýtt skip hefði verið dýrara í innkaupum? Finnst skrýtin pólitík að kaupa einhvern ryðkálf 15 til 20 ára og gera hann upp og breyta. Eru menn hræddir um að ef keypt hefði verið nýtt skip þá hefði það enst lengur en byggðin í Grímsey? Verður kannski eftir 5 eða 10 ára að finna nýtt skip þar sem þetta er úrsér gengið?

Ætlar meirihlutinn í Kópavogi aldrei að læra?

Heldur Kópavogur að það hjálpi bænum í viðleitni hans við að skapa sér gott orðspor, að ráðast að félagi eins og Skógræktarfélagi Reykjavíkur? Halda bæjaryfirvöld að fyrst að það voru bara um 557 plöntur sem þeir eyðilögðu eða fjarlægðu séu þessar framkvæmdir bara allt í lag? Mér finnst nú 557 tré næstum skógur útaf fyrir sig. Ef bæjarfélagið búið að gleyma að þeir framkvæmdu þetta áður en tilskilin leyfi voru komin? Síðan sem Kópavogsbúi þá er ég að velta fyrir mér hvenær þessi vatnsveita sem verið var að grafa fyrir fer að skila mér ódýru gæða vatni eins og á að skaffa Garðbæingum? En til þess var þessi leikur jú gerður að Kópavogur lofar að skaffa Garðbæingum vatn þar sem að bærinn er að skipuleggja framkvæmdir sem snerta vatnsból Garðbæinga.

Finnst meirihlutanum í Kópavogi bara eðlilegt að nú er verið að stofna íbúasamtök hvert á eftir öðru til að mótmæla skipulagi og framkvæmdum sem bærinn boðar og eru ekki nokkru með hagsmuni eða í samræði við þá sem búa í bænum

Er þetta framtíðin að það þurfi stöðug stríð við bæjarstjórn til að viðhalda lífsgæðum þeirra íbúa sem fyrir eru? Er bæjarstjórnin ekki apparat sem er kosin til stjórna bænum eins og fólk vill. Sífeld þensla er ekki endilega það sem bæjarbúar vilja. Sérstaklega ef það kostar aukna umferð í hverfum, umferðateppur í bænum, minni þjónustu fyrir íbúa og ópersónulegri og svo framvegis! Þensla er ekki merki um gæði bæjarins!


mbl.is Kópavogsbær segir framkvæmdir í Heiðmörk í samræmi við lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál og þó fyrr hefði verið!

Ég verð að hrósa Ráðherra fyrir þetta þarfaverk. Nú kannski verður það loksins ljóst hvaða gjaldtökur teljast eðlilegar. Þar inní eru öll þessi seðilgjöld sem eru að gera mann gjörsamlega brjálaðan. Maður borgar í gegnum greiðsluþjónustu en samt er maður að borga seðilgjöld. Þetta finnst mér algjörlega ófært. Eins öll þessi umsýslugjöld sem þeir eru nú farnir að taka upp. Ég hélt að vaxtamunur banka væri nú að hluta til til þess að greiða kostnað fyrir þessi verk.

Eins þá eru fyrirtæki farin að nota mörg innheimtu banka og maður getur ekki greitt nema í gegnum það kerfi og þá með tilheyrandi seðilgjöldum og innheimtukostnaði.

EN væntanlega um áramót fáum við upplýsingar um hvað er eðlilegt í þessu tilliti


mbl.is Úttekt á lögum um viðskipti neytenda og banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafnfirðingar passið ykkur!

Að gefnu tilefni vil ég benda Hafnfirðingum að keyra um planið hjá Smáratorgi í Kópavogi þar sem verið er að byggja 20 hæða turn. Ég gerði það í gær í sólskyni og skugginn af þessu hús veldur því að yfir há daginn er skuggi á öllu bílaplaninu þar. Og þegar sólinn lækkar á lofti þá nær þessi skuggi yfir mun stærra svæði.  Þá finnst mér að vanti hér á landi að sýnt sé fram á þessar byggingar hafi ekki óæskileg áhrif á vind og vindstrengir myndist ekki við þau sem hafi áhrif á umhverfið.
mbl.is Stórhýsi kynnt í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held reyndar að Gunnar hafi aldrei haft sérstakan áhuga á hvað bæjarbúum finnst!

Held að Gunnar hafi miklu meiri áhuga á stórum byggingum heldur en hvað núverandi bæjarbúum finnst. Þannig virðist hann hrifinn af háhýsum þó hann viti að að vegna þess hve sólin er lágt á himni hér á landi yfir veturinn þá verða heilu hverfin t.d. í Smárahverfi í skuggum af turnunum. Eins þá er honum ekkert umhugað um hversu greitt bæjarbúar geta farið um bæjarfélagið því að hann ræðst aðeins í vegabætur ef að lítið er að gera hjá Klæðningu og skildum fyrirtækjum eða ef að fjárfestar í stórbyggingum krefjast þess. Sjá framkvæmdir á Dalvegi. EN þær framkvæmdir held ég að  eigi bara eftir að færa umferðahnúta til í bæjarfélaginu. Það er ekkert farið eftir skipulagi ef að einhver fjársterkur vill byggja þá finnst honum ekkert að því að umbylta skipulagi eins og á   Nónhæð.

Honum finnst ekkert að því að Bykó fái stórskipahöfn og vöruhús sem hann veit þó að ásamt þeirri byggð sem hann vill troða á Kársnesið mun gera íbúum við Kársnesbraut, Borgarholtsbraut og Kópavogsbraut erfitt fyrir. T.d. hvað varðar börn í umferðinni sem þurfa að fara yfir miklar umferðagötur sem og hávaði sem umferðinni fylgir.

Nei Gunnar er ekki í tengslum við hvað bæjarbúar vilja og hefur aldrei ætlað sér það. Það eina sem fólk getur gert er að berjast og hafa hátt því það þvingar hann kannski til að fara að vilja bæjarbúa.

En nú er spurninginn afhverju heyrum við ekkert í öðrum í meirihlutanum? Hafa þau öll sömu skoðun eða þora þau ekki að láta heyra í sér.


mbl.is Segja trúnaðarbrest hafa orðið milli íbúa og bæjarstjórnar í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki að mbl.is sé að birta svona fréttir eftir að hafa lesið Staksteina í dag

Eftir að hafa lesið staksteina í dag þá fer ég að halda sá sem þá ritar þjáist af magnaðri minnimáttarkennd eða ofsóknarkennd. Því annaðhvort hefur hann enga trú á okkur sem þjóð eða honum er svo illa við Ingibjörgu Sólrúnu að hann hann þarf að nota hvert tækifæri til að rægja hana. Hann er að fjalla um Hólaræðu Ingibjargar og tekur þessa tilvitnun fyrir.

Við Íslendingar eigum að leggja metnað okkar í að láta mál alþjóðasamfélagsins til okkar taka, hvort sem er fyrir botni Miðjarðarhafs, í Afríku eða Evrópu og við eigum að bjóða fram krafta okkar í stofnunum eins og öryggisráði Sameinuðu þjóðanna."

Úr ræðu Ingibjargar

Staksteinar segja um þetta:

Að láta sér til hugar koma, að Íslendingar hafi einhverju raunverulegu hlutverki að gegna í að leysa deilurnar í Miðausturlöndum er í bezta falli barnaskapur og í versta falli sýndarmennska en eingöngu til heimabrúks því að sú sýndarmennska dugar okkur skammt í öðrum löndum.

 

Hið sama á við um viðleitni okkar til þess að komast í öryggisráðið og borga fyrir það 600-1.000 milljónir. Hver ætli hafi látið sér detta þessi vitleysa í hug? Ef svo ólíklega vildi til að við næðum kosningu í öryggisráðið mundum við fyrst finna fyrir því.

Úr staksteinum í dag

Mér er spurn hvar væru við staddir ef að þessi maður réði málum hér á landi. Það væri alltaf sama viðkvæðið við eru svo lítil og ómerkileg að við getum ekki haft áhrif. Þessi maður er búinn að gleyma því að við gátum haft mikil áhrif á upphafsárum SÞ og eins varðandi Hafréttarsáttmála. Við eigum klóka samningamenn sem vel gætu komið að málum sem sáttasemjarar. Eins getum við beitt þrýstingi á að menn eins og Giuliani móti ekki stefnu heimsins í þessum málum Auðvita í samstarfi við aðrar þjóðir.

En skv. Staksteinum þá kemur þetta okkur ekki við.

 


mbl.is Giuliani kveðst mótfallinn stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg er þetta merkileg spilaborg!

Merkilegt að ef einhver rekur við í Bandaríkjunum þá titrar allur heimurinn. Þessi markaðir eru að mestu reknir á spákaupmennsku með hlutabréf og stundum er eins og það séu asnar sem fást við þessi mál. Þeir treysta á að það séu til enn meiri asnar sem kaupa enn dýrar. En svo kemur stopp og þá virðist þetta allt vera leikur með tölur en lítið á bakvið þetta.

Hlutabréf hækka út af einhverju fyrirtæki sem gætti hugsanlega gert eitthvað svo kemur í ljós að ekkert er á bakvið það. En þetta verður um tíma til að það verður keðjuverkanir hækkana og menn eru að kaup í fyrirtækjum á verði sem í raun gæti aldrei borgað sig með arði fyrirtækis.

Og bankarnir kynda undir þessu og hirða ávöxtuna á meðan hægt er. Eins og í USA þar sem menn kepptust við að lána fólki sem ekki hafði lántraust. Þeir söfnuðu síðan þessum skuldabréfum í sjóði og plötuðu þá inn á aðra. Síðan hætta þessi íbúðakaupendur að geta staðið í skilum og þá kemur í ljós að þetta hefur áhrif um allan heim. Það hlýtur að þýða að fjármálafyrirtæki um allan heim hafa látið plata sig til að kaupa í svona ótryggum sjóðum.


mbl.is Fjárfestar búa sig undir frekari titring á fjármálamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú meira kjaftæðið

Það eru ekki liðnar vikur frá því að þessar greiningardeildir sögðu að það væri allt í lagi og svo byrjar gengi hlutabréfa að lækka og einhver sagði í dag að þau hefðu nú á síðustu dögum lækkað um 100 milljarða. Svo er talað um að þetta sé séu bara leiðréttingar en einhverjir hafa þá tapað peningum og /eða eignum þannig það eru einhverjir að tapa á þessu og eignir að minnka. 100 milljarðar eru nú bara eins og ein Kárahnjúkavirkjun. Og hvaða leiðréttingar eru þetta alltaf hreint eru þetta ekki sérfræðingar sem sjá um þessi viðskipti með hlutabréf.
mbl.is Fyrst og fremst um leiðréttingu að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar í þessa frétt á mbl.is

Finnst nú þegar verið er að vitna í fréttir af öðrum miðlum rétt að láta öll sjónarmið sem þar komu fram njóta sín. Þannig kom fram í frétt Sjónvarpsins sjónarmið Einingaverksmiðjunar sem benti á að þeir væru í afleiddri stöðu og bærinn væri að nota þetta gegn þeirri starfsemi sem þarna fer fram. M.a. er þeir farnir að starfrækja þarna steypustöð sem þeir héldu að þeir hefðu leyfi fyrir. Og í framhaldi af því benti hann á að þarna væri að verða skipulagsslys þar sem bærinn væri búinn að gefa leyfi fyrir að hús sem hugsuð voru fyrir fiski/útgerðatengdastarfsemi eru nú orðin að íbúðarhúsum og eru ekki nema 3 metra frá lóðarmörkum verksmiðjunar. Þetta svæði er í skipulagi skráð sem svæði undir grófan iðnað. En nú er farið að skipuleggja íbúðabyggð þarna og því er þetta fyrirtæki í framtíðinni fyrir.

Þetta er eins og margt annað í Kópavogi það er rokið í framkvæmdir án þess að hugsa málið eða kanna afleiðingarnar.


mbl.is Kópavogsbær kærir einingaverksmiðjuna Borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband