Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Það er nú ýmislegt við þetta að athuga!

Þessir góðu menn hjá 24 stundum og mbl.is sem elska auðsjáanlega forseta vorn eða hitt þó heldur hafa sennilega gleymt því að laun forseta voru hækkuð töluvert á þessum tíma til að mæta því að forsetinn var gerður skattskyldur sem ekki var áður. Þar liggja þó nokkrar milljónir. Forseta var gert að fara út úr forsætisráðuneytinu með skrifstofur sínar á þessu tímabili og þar liggja þó nokkrar milljónir. Bessastaðir stækkuðu á 10 áratugnum með embættisbússtað og þar koma nokkrar milljónir.Og það væri gaman að sjá kostnað hjá íslenska ríkinu í heild á þessum tíma. Bendi á að laun hafa almennt hækkað um meira en 100% á þessum 10 árum.

Þá hefur almennt aukist samskipti og viðskipti við útlönd. Held að fólk ætti nú bara að slappa af. Nú eða þá að bjóða fram einhvern á móti Ólafi.


mbl.is Æ dýrara í rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki hvað er að þessu liði

Ég vinn upp í Grafarholti. Þar er verslunarhús nýtt og sífellt verið að krota á það. Þetta væri kannski skiljanlegt ef þetta væri flott t.d. myndir og þessháttar en þetta er bara krot. Einhverjar skammstafanir í mestalagi annars bara verið að reyna að skemma sem mest. T.d. rúður og fleira. Eins með þessa stráka þarna í miðbænum þeir eru auðsjáanlega bara að skemma. Og að þeir skuli vera orðnir 17 ára gerir þetta bara enn verra. Þetta eru menn sem treyst er til að taka bílpróf en sýna þroska á við smá krakka.
mbl.is Krotuðu á 80 hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf þegar veittar eru orður og viðurkenningar byrjar ballið

Fólk heldur víst oft að þetta fólk sé handvalið af forseta en það er ekki. Um orðuveitngar gilda sér reglur og það er orðunefnd sem velur fólk sem það gerir tillögur um að hljóti orðu. Sjá eftirfarandi:

Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd, orðunefnd, fjallar um tilnefningar til orðunnar og gerir tillögur til forseta um hverja skuli sæma henni. Nánari upplýsingar um starfsemi orðunefndar veitir orðuritari og hann veitir einnig viðtöku tillögum um orðuveitingar. Orðuritari er nú ávallt starfandi forsetaritari.
Tillögur með tilnefningum verða að berast með formlegum hætti, skriflegar og undirritaðar. Þar skal rekja æviatriði þess sem tilnefndur er og greina frá því starfi eða framlagi til samfélagsins sem talið er að sé þess eðlis að heiðra beri viðkomandi fyrir það með fálkaorðunni. Fleiri en einn geta undirritað tilnefningarbréf en aðalreglan er að undirskrift eins nægir. Orðunefnd berast á hverju ári um 80-100 tilnefningar. Við andlát þess er fálkaorðuna hefur hlotið ber erfingjum hans að skila orðuritara orðunni aftur.
Tilnefningar sendast orðunefnd:

Orðunefnd
Sóleyjargata 1
101 Reykjavík

 

Orðunefnd skipa eftirfarandi:

Ólafur G. Einarsson, fyrrv. ráðherra og fyrrv. forseti Alþingis, formaður orðunefndar
Jón Helgason, fyrrv. ráðherra
Rakel Olsen, framkvæmdastjóri
Ólafur Egilsson, fyrrv. sendiherra
Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík
Örnólfur Thorsson, orðuritari

Þetta er tekið af http://forseti.is/Forsida/Falkaordan/.

Svo ef fólk finnst að einhvern vanti á listann þá er um að gera að senda inn tilnefningar til orðunefndar. EKki að rjúka hér á bloggið og kenna forsetanum um.


mbl.is Ellefu sæmdir heiðursmerkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband