Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Þriðjudagur, 22. janúar 2008
Nú er nokkuð ljóst að sjálfstæðismenn verða vakandi yfir velferð Ólafs F
Það er nokkuð ljóst að ef Ólafur hnerrar á fundi verða sjálfstæðismenn hlaupandi um allan heim að ná í bestu lyf fyrir öllum hugsanlegum pestum.
Það verður gaman að sjá hvað þeir gera ef að koma upp erfið mál þegar Ólafur er í sumarfríi eða á annan hátt forfallaður.
Furðulegt að þeir hafi ekki verið búnir að finna lausn á þessu áður en þeir tilkynntu nýjan meirihluta.
Ekki viss um greind Vilhjálms eftir síðustu mánuði hans í borgarstjórn. Hefur sjálfsagt ekki verið búinn að hugsa út í þetta sbr. þegar hann samþykkti samninga REI án þess að hafa lesið það sem hann var að samþykkja.
Smá viðbót: Var að lesa þetta á vef viðskiptablaðsins
Innlent - 12:51 í dag
Þrír á borgarstjóralaunum
Þegar Ólafur F. Magnússon tekur við embætti borgarstjóra á fimmtudag verða samtals þrír borgarfulltrúar á borgarstjóralaunum. Dagur B. Eggertsson fer þá á biðlaun en á þeim kjörum er nú þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.Kjör borgarstjóra taka mið af launum forsætisráðherra sem ákveðin eru af kjaradómi. Laun borgarstjóra eru með öðrum orðum um ein milljón og eitt hundrað og fimmtán þúsund krónur á mánuði.Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ráðhúss Reykjavíkur á borgarstjóri rétt á biðlaunum í sex mánuði ef hann hefur setið í því embætti í eitt ár eða lengur. Hann á rétt á biðlaunum í þrjá mánuði ef hann hefur setið skemur en eitt ár.Samkvæmt þessu átti Vilhjálmur rétt á biðlaunum í sex mánuði þegar hann vék úr borgarstjórastólnum í október síðastliðnum. Dagur á rétt á biðlaunum í þrjá mánuði.Þess má geta að þegar borgarstjóri fer ekki úr borgarstjórn heldur verður aftur almennur borgarfulltrúi dragast borgarfulltrúalaunin frá borgarstjóralaununum. Hann fær því borgarfulltrúalaunin og síðan til viðbótar þá upphæð sem vantar upp á að hann nái borgarstjóralaununum.Venjuleg borgarfulltrúalaun eru í kringum 450 þúsund krónur á mánuði.
Mótmæla nýjum meirihluta í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. janúar 2008
Ekki þurfti mikið til að gleðja Ólaf!
Mér finnst nú ekki hægt hvað fólk talar lítið um þennan málefnasamning. Mér fannst hann barandari.
- Það á ekki að flytja Reykjavíkurflugvöll á tímabilinu. En það á að halda athugunum áfram. Það stóð ekkert til að flytja völlinn á þessu tímabili.
- Það á að reyna að halda í götumynd Laugarvegar eins og hægt er? Bíddu þetta segir ekki neitt því að við þetta eru sett orðin eins og hægt er.
- Það á að vera ókeypis í strætó fyrir unglinga og fullorðna. Það hefur svona fram að þessu.
- Mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut/Miklubraut og Sundabraut í göng. Þetta hefur nú verið í vinnslu
- Örva almenningssamgöngur: Sjálfstæðismenn hafa staðið fremst í flokki í að sauma að Strætó og hafnað frekari framlögum. Eins hafa þeir talað um að fólk ætti að hafa rétt á að einkabílar hefðu forgang.
- Leiguíbúðir 100 á ári. Mér skilst að það sé nú bara nokkuð venjuleg aukning.
- Hjúkrun og heimaaðstoð samþætt. Þetta hefur jú staðið til. Og er að einhverju leiti verkefni ríkisins sem hefur boðað aukna samþættingu.
Það er nú ekki margt sem þarf til að gleðja Ólaf. Hann endanlega útilokar að nokkur vilji vinna með honum í framtíðinni og gjörsamlega rústar ímynd sinni sem hugsjónamanns í pólitík. Nú vitum við að það er allt leyfilegt hjá honum fyrir vegtyllur
Smá viðbót fann þennan málefnalista svo í heild sinni og þetta segir ósköp lítið um hag hins almenna reykvíkings.
- Reykjavíkurflugvöllur verður sýndur í óbreyttri mynd á aðalskipulagi á meðan rannsóknir standa yfir vegna nýs flugvallarstæðis á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verður tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu.
- Leitað verður leiða til að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins og miðborgarinnar eins og kostur er.
- Framkvæmdir hefjist sem fyrst við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
- Staðarvali og annarri undirbúningsvinnu vegna lagningar Sundabreytar verði lokið sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist.
- Áhersla verður lögð á að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
- Almenningssamgöngur verða efldar. Tilraun um frían aðgang fyrir ákveðna hópa verði haldið áfram. Fargjöld í strætisvagna verði felld niður hjá börnum og unglingum að 18 ára aldri sem og öldruðum og öryrkjum. Unnið verði að því að bæta leiðakerfið og þjónustu við farþega.
- Fjölgun hjúkrunarrýma og þjónustuíbúða fyrir aldraða.
- Efling og samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar.
- Tekjumörk vegna niðurfellingar fasteignaskatta fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verða hækkuð verulega.
- Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verða lækkaðir á árinu.
- Félagslegum leiguíbúðum Reykjavíkurborgar verður fjölgað um 100 árlega 2008-2010 eða um samtals 300 á tímabilinu.
- Framboð lóða fyrir fjölskyldur og atvinnurekstur verður tryggt.
- Þjónusta leikskóla og grunnskóla verður aukin og faglegt og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra styrkt.
- Unnið verður að því að auka öryggi í miðborg Reykjavíkur í samvinnu við lögreglu, íbúa og rekstaraðila.
- Átak verður gert við merkingu og varðveislu sögufrægra staða í borginni.
- Lögð er áhersla á verndun óspilltrar náttúru og að dregið verði úr mengun í borginni þannig að tryggja megi íbúum vistvænt og öruggt umhverfi.
- Orkuveita Reykjavíkur og orkulindir þeirra verða áfram í eigu almennings.
Allt upp á borð varðandi REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. janúar 2008
Ég á bara ekki orð
Nokkuð ljóst að í framsóknarflokknum eru sérfræðingar í að draga að sér og sínum fjármagn úr öllum áttum.
Þetta bætist við lætin hjá þeim eftir að þeir komust til valda í Hafnarstjórn við að koma öllum vildar vinum sínum í embætti eins og Óskar Bergs sem fékk um 400 þúsund á mánuði við að fylgjast með Slippfélagsreitnum í 40 tíma á mánuði þar til að fjölmiðlar komust í málið.
Síðan geta þeir ekki keypt föt á sig!
Síðan má nefna REI málið þar sem að Björn ætlaði að sitja í stjórn á háum launum
Maður fer bara að vona að þessi ósómi hverfi bara með öllu. Þetta lið er ekki á annað kjörtímabil setjandi.
Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. janúar 2008
Og hvernig fengu þeir þessa tölu?
Spá 30% hækkun á hlutabréfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 13. janúar 2008
Djöfull geta menn verið ruglaðir
Hver er tilgangur svona mann með því að neyta áfengis? Ef að menn geta ekki hamið sig undir áhrifum þá eiga menn bara ekki að neyta áfengis. Nú þarf hann væntanlega að borga nokkrar milljónir í skaðabætur. Skemmir eigur annarra sem eru örugglega alls óskyldir honum!
GOTT á HANN!
Gekk berserksgang í Vesturbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 11. janúar 2008
Þetta lýsir viðskiptasiðferði hér á Íslandi
Var að hlusta á ruv áðan þar sem var verið að ræða um sátt sem kortafyrirtækin voru að gera um sektargreiðslur vegna samráðs kortafyrirtækjanna við að koma nýjum aðila út af markaði. Þetta lýsir viðskiptum hér vel. Við munum eftir hvernig tryggingafélög létu þegar að Skandia og síðar FÍB tryggingar reyndu að ná markaði hér með lægri verð. Hvernig olíufyrirtæki létu lika þegar Irwin oil ætlaði að koma á markað.
Það er náttúrulega með öllu ólíðandi að bankar og fjármálastofnanir fái að eiga saman fyrirtæki á fjármálamarkaði. Eins þetta apparat sem kallast Samtök banka og sparisjóða. Þetta eru náttúrulega vettvangur fyrir þessar stofnanir til að eiga samráð og kemur algjörlega í veg fyrir samráð. Þetta á einnig við um Reiknisstofnun bankana.
Það sárasta í þessu er að seðlabankinn á í einu af þessum fyrirtækjum sem staðin voru að samráði á kortaviðskipamarkaðnum.
Fréttin af ruv.is
Fyrst birt: 11.01.2008 10:03Síðast uppfært: 11.01.2008 12:52Kortafyrirtæki játa samráð
Greiðslukortafyrirtækin VISA og Mastercard hafa viðurkennt langvarandi og víðtækt ólögmætt samráð. Fyrirtækin tvö, auk Fjölgreiðslumiðlunar sem tók þátt í samráðinu að hluta, greiða ríflega 700 miljóna króna sekt samkvæmt sérstakri sátt sem þau hafa gert við Samkeppniseftirlitið.
Kortaþjónustan, keppinautur fyrirtækjanna, segist hafa orðið fyrir umtalsverðu fjárhagstjóni vegna samráðsins.
Í nóvember árið 2002 hóf danskt fyrirtæki PBS International samkeppni við Visa og Mastercard og bauð söluaðilum örari útborgun en íslensku fyrirtækin. Þetta töldu stjórnendur Greiðslumiðlunar (VISA) að gæti minnkað arðsemi fyrirtækisins og ákváðu að bola PBS út af markaðinum. Það yrði einnig viðvörun öðrum sem hyggðu á samkeppni. Þetta kemur fram á minnisblöðum og í tölvupóstum sem Samkeppnisstofnun lagði hald á.
VISA, sem hafði stöðu sinnar vegna upplýsingar um viðskiptavini PBS, bauð viðskiptavinunum sérstök kjör og tilboð, þá beitti VISA tæknilegum hindrunum til að gera viðskiptavinum PBS erfiðara um vik við sölu og beitti VISA Europe þrýstingi til að hindra starfsemi PBS hér á landi. Þá höfðu VISA og Mastercard með sér margvíslegt ólögmætt samráð til að koma í veg fyrir samkeppni frá PBS.
Fyrirtækin tvö áttu frumkvæði að samráðinu en Fjölgreiðslumiðlun tók þátt í því. Samráðið fólst m.a. í því að fyrirtækin skiptust á upplýsingum um markaðshlutdeild og verðlagningu. Sumarið 2006 gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá Greiðslumiðlun og Kreditkortum vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Í kjölfarið var gerð húsleit hjá Fjölgreiðslumiðlun í vor.
Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að fyrirtækin þrjú hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið og greiða ríkissjóði samanlagt 735 miljón króna í sekt. Sekt Greiðslumiðlunar, sem nú heitir Valitor, betur þekkt sem VISA, er 385 miljónir fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á árunum 2002 til 2006, Kreditkort, sem nú heitir Borgun, betur þekkt sem Mastercard, greiðir 185 miljónir og Fjölgreiðslumiðlun er sektuð um 165 miljónir króna.
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, keppinautar fyrirtækjanna, segir í tilkynningu að fyrirtækið hafi orðið fyrir umtalsverðu fjárhagstjóni vegna samráðsins og muni höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækjunum. Brotin snúa að svokallaðri færsluhirðingu, þjónustu við söluaðila sem til að mynda veitir honum heimild til að taka við greiðslum með greiðslukortum. Greiðslumiðlun var í markaðsráðandi stöðu á þeim markaði en Fjölgreiðslumiðlun er í sameiginlegri eigu viðskiptabankanna, sparisjóðanna, VISA, Mastercard og Seðlabanka Íslands.
Og þetta er örugglega grasserandi víða
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Ekki nokkur leið að trúa þessum greiningardeildum
Þetta eru sömu greiningardeildir og spáðu því í október/nóvember enn að hlutabréf mundu hækka í lok ársins þannig að heildahækkun 2007 yrði a.m.k. 30%
Eins eru þetta hluti fjármálafyrirtækja sem hika ekki við að kaupa hluti í sjálfum sér til að að laga stöðu þeirra á markaði.
Það vantar tilfinnanlega hér á landi óháða greiningardeild með aðgang að nægum upplýsingum til geta gefið út óháð möt á aðstæðum.
Þetta eru menn sem ekkert hafa sagt síðustu misseri en að allt sé hér í lukkunnar velstandi en nú allt í einu segja þeir að hér sé lausafjárþrenning.
Þetta eru sömu menn og voru bönkunum til ráðgjafar þegar bankarnir hófu innreið sína á fasteignamarkaðinn og hleyptu hér öllu í bál og brand.
Þessar sömu greiningardeildir samanstanda að mestu af ungu fólki sem voru börn eða ófædd þegar að síðast var hér óðaverðbólga. Þetta eru líka ungt fólk sem hefur aðeins í unnið í efnahags umhverfi sem nær óslitið verið í vexti.
Nú sakna ég þjóðhagsstofnunar!
Spáir því að vextir lækki hraðar en áður var talið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. janúar 2008
Bankarnir fljótir að finna leiðir framhjá þessu
Las eftirfarandi á www.ruv.is
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir að ekki hafi verið tekið saman hver kostnaður bankanna vegna breytinganna geti orðið og segist sjálfur ekki í aðstöðu til að meta nákvæmlega hver áhrifin verða.
Bankar munu áfram rukka seðilgjöld, en á öðru formi. Framvegis munu þeir væntanlega rukka þau fyrirtæki sem nýta sér innheimtuþjónustu banka og annarra fjármálafyrirtækja.
Í framhaldinu geta fyrirtækin annað hvort tekið kostnað við slíka innheimtuþjónustu á sig, jafnvel samið við bankana um magnafslátt, eða hækkað gjaldskrár sem nemur seðilgjöldum. Þá yrði ávinningur neytenda enginn.
Einnig heyrði ég hann tala um að fit kostnaður yrði áfram en nú yrði það bara skýrt í samningi sem fólk undirritar þegar það opnar reikning í banka. Það er því ljóst að ef þetta á að bíta eitthvað á bankana þarf að lögfesta þessar breytingar. Og þær þurfa að vera svo skýrar að ekki verði neinar holur til að detta í.
Að lokum get ég ekki stillt mig um að geta þess að Guðni Rúnarsson hefur þannig framkomu/nærveru að hann fer í taugarnar á mér og mér finnst hann alltaf koma þannig fram að hann sé að lýsa frati í neytendur og hagsmunir banka og fjármálafyrirtækja séu öllu æðri. Ég veit að hann er starfsmaður þeirra en samt ekki maður sem ég get trúað til neins nema að vera féfletta mig.
Seðilgjöld heyri sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 6. janúar 2008
Hvað halda menn að utanríkisráðherrar geri?
Ingibjörg Sólrún heldur til Egyptalands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. janúar 2008
Þetta er náttúrulega brandari!
Ef menn þurfa að fá aðstoð æðri máttarvalda til að finna út af hverju þeir hafa tapað á fjármálamarkaði þá eru þetta ekki úthugsaðar fjárfestingar hjá þeim. Er ekki orða tiltækið " að treysta á Guð og lukkuna."
Held að það sé nú hvergi skráð í Biblíuna að Guð sé fjármálaráðgjafi. Minnir endilega að hann hvetji fólk til að losa sig við helming auðæfa sinna til annarra. Og ef menn hafa tapað peningum eru náttúrulega einhverjir aðrir með þá núna.
Auðmenn leita til æðri máttarvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson