Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Furðuleg áhersla hjá útgerðarmönnum

Þetta finnst mér merki um að í samtökum útgerðarmanna eru menn sem eru illa meðvitaðir um stöðu sína og landsins.

Halda menn að við séum í aðstöðu nú til að fá öll umhverfissamtök upp á móti okkur í viðbót við álitið sem við höfum nú ekki hjá alþjóðasamfélaginu. Menn verða nú að átta sig á að við græðum ekkert á því m.a. að eiga frystiskemmur fullar af hvalkjöti sem enginn vill kaupa.

Þessir menn eru bara ekki í lagi. 


mbl.is Vilja áframhaldandi hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil ekki að fólk sé hissa á þessu

Nú síðustu mánuði hefur stefna sem byggir á hugmyndafræði Sjálfstæðismanna, Regan og Thatcher hrunið með miklum hvelli og skelfingu hér á landi og víðar. Hér hefur hún gegnið út á að markaðurinn fái nær algjört frelsi auk þess sem eftirlit hefur verið litið hornauga og kostnað við það haldið við hormörk. Markaðurinn átti að sjá um að leiðrétta sig sjálfur og þesshátta. Í landsfundasamþykkt xD 2007  segir m.a.


Hið opinbera þarf stöðugt að huga að því að lögbundið eftirlitskerfi verði ekki of íþyngjandi fyrir atvinnulífið og þarf að gæta þess að gera ekki óþarfar kröfur til atvinnulífsins og taka ekki upp meira regluverk en nauðsyn krefur. Þá skal lögð áhersla á að eftirlit verði eftir því sem kostur er í höndum einkaaðila, meðal annars með því að fyrirtæki njóti innra eftirlits. Það að ákvörðunarvald um hvaða kröfur skuli gerðar liggi hjá hinu opinbera, þarf ekki að þýða að ríkið þurfi sjálft að hafa allt eftirlitið með höndum. .......................

 Er svo fólk hissa á þvi að fólk er að átta sig á að þarna fer flokkur sem byggir á hugmyndafræði sem ekki stendur steinn yfir steini nú. Sem og andstaða þeirra við að skoða aðrar leiðir t.d. ESB. Þetta er að kosta okkur milljarða tugi eða hundruð nú í dag.


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað skrýtið að gerast í bönkunum síðustu daga.

Var að lesa póst sem Egill Helgason birtir á síðunni sinni. Þetta er mál sem þarf að skoða:

Frá bankamanni

Smá saga af því sem er að gerast innan bankanna þriggja núna - staðfest frá fyrstu hendi þar sem ég er einn af þeim sem þetta á við. Finnst siðferðisleg skylda mín að láta vita af þessu.

Mikill fjöldi starfsmanna hefur keypt hlutabréf gegn láni (og þá helst erlendu) á undanförnum árum og jafnvel stuttu fyrir hrunið. Innan bankanna er unnið að því hörðum höndum að leysa úr þessari flækju og losa fólk undan þessari skuldbindingu - ástæðan er m.a. sú að starfsmenn sem tapa öllu og verða gjaldþrota mega ekki vinna hjá bankanum.

Hvaða sanngirni er þetta - ef losa á ákveðinn hóp undan skuldbindingum, afhverju á það ekki við alla. Þetta þarf að fá á hreint frá Björgvini G., formönnum skilanefnda og/eða núverandi bankastjórum.

Annað að fjölmargir framkvæmdastjórar seldu eitthvað að bréfum vikuna fyrir hrunið - FME hlýtur að rannsaka það og bakfæra slík viðskipti, við treystum þeim til þess (eða ekki!).

 


mbl.is 85% af vergri landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað við græddum á bankabólunni?

Hér á eftir fara nokkur atriði sem við græddum á bankabólunni:

  • Margir fengu að prófa að hafa aðgang að Range Rover og Toyota LandCruser 200 og fleiri tegundum sem menn höfðu ekki prófað áður. En nú eru víst margir að skila þeim.
  • Sumir  fengu að fljúga í einkaþotum og hafa aðgang að þeim. Þurfa víst bráðum að losa sig við þær
  • Sumir  fengu að hafa þyrlur til afnota til að fara í sumarbústaðinn
  • Sumir  fengu að kaupa sér jarðir til að byggja sumarhallir sem þeir nota kannski nokkrum sinnum á ári
  • Sumir fengu að hlusta á fræga söngvara live í afmælisveislum
  • Margir fengu tækifæri á að kaupa sér hús og íbúðir mörgum sinnum stærri en þeir þurftu
  • Margir fengu tækifæri á kaupa falleg hús og annað hvort rifið húsin eða gert þau fokheld til að geta sett inn innréttingar sem kæmum þeim í Innlit útlit.
  • Margir keyptu áður verðlaus sumarhús á tugi eða hundruð milljóna til að rífa og byggja ný af þau voru á stöðum sem var flott að segjast eiga sumarhús.
  • Margir keyptu margra milljóna hjólhýsi sem þeir hafa kannski notað í 4 til 5 skipti síðustu ár.
  • Margir keyptu sér hús á Spáni sem þeir nýta sjálfir kannski í 1 til 2 mánuði á ári.
  • Svo má ekki gleyma fjórhjólum, vélsleðum og svoleiðis flottheitum sem standa hjá mörgum svo bara inn í skúr hjá mótorhjóli sem er notað nokkrum sinnum á ári.
  • Við eigum nú bæði í byggingu og fullbúið skrifstofu og verslunarhúsnæði sem dugar okkur næstu 100 árin.
  • Og íbúðarhúsnæði gamalt. tilbúið og í smíðum sem mundi duga öðrum þjóðum til að hýsa um 750 þúsund manns.

Svona bara smá listi. En segið þið svo að við höfum ekki notið okkar síðustu ár, þó að við verðum nú kannski að skila dótinu okkar og stóru eignunum ef við getum.


mbl.is Efnahagur myndi hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um 18% stýrivexti

Nú þegar ég er búinn að ákveða að vera bjartsýnn um sinn finnst mér vert að benda á eftirfarandi:

  • Þar til fyrir 2 vikum voru stýrivextir 15 eða 15, 5%. Þannig að við erum að tala um 2,5 til 3% hækkun.
  • Þessir vextir skora lítið inn á verðtryggð lán þar sem þau bera vextir til lengri tíma og verðbólgan er þegar um 16% sem gerir það að verkum að þessir vextir eru bara um 2% hærri. Og koma lítið til með að hreyfa afborganir i fyrstu. Þar er það verðbólgan sem er að valda mestum skaða.
  • Ef að þessir vextir hjálpa til við að lyfta gengi græða þeir á því sem eru með erlend lán.
  • Ef að þessir vextir hjálpa til við að lækka verðbólgu græða þeir sem eru með verðtryggð lán.
  • Síðan má benda á að ríkisstjórn er að opna á að fólk skuldbreyti húsnæðislánum og flytji þau til Íbúðarlánasjóðs.
  • Fólki er boðið upp á að frysta gengistryggð lán
  • Verið er að huga að því hvort að verðtrygging verur fryst.
  • Ef þetta dregur úr innflutningi þá verður viðskiptajöfnuður hagstæður. Sem veldur því að við gætum safnað gjaldeyri og ekki þurft að nýta eins mikð af þvi sem við fjáum lánað. Það verða því auðveldari afborganir af lánum Ríkisins.

Það er verið að reikna með að þetta vaxtastig verði um stuttan tíma. Við vissum að þetta mundi kosta okkur erfiðleika. Það er óþarfi samt að leggjast með tærnar upp í loft.

Bend að lokum á ágætar upplýsingar um IMF og stýrivaxtahækkun hér.


mbl.is Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uss við reddum því!

Er orðinn þreyttur á að vera svartsýnn. Ef þetta er rétt hjá Geir þá höfðum við það bara ekkert svo slæmt fyrir 5 árum. Og ég persónulega ekki farið í fjárfestingar að ráði síðan. Þannig að ég neita að láta þetta koma mér í einhvern hræðslugír aftur.

Nú fer Ísland bara að undirbúa ESB umsóknina og þá kemur þetta vondandi aldrei fyrir aftur að hér verði gengisfall upp á 50% - 100%  á innan við ári.


mbl.is Geir sagður óttast fimm ára bakslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún hefur ritað öllum breskum þingmönnum harðort bréf

Í Independend á vefnum eru frétt í dag sem segir frá bréfi sem Ingibjörg Sólrún skrifar breskum þingmönnum þar hún mótmælir harðlega þeirri ákvörðun að beita hriðjuverkalögum á Ísland og íslensk fyrirtæki í Bretlandi. Blaðið tala um að bréfið sé mjög harðort og í fréttinni  segi rm.a.

An Icelandic minister launched an extraordinary diplomatic attack on the British Government as she issued a direct plea to MPs to help rebuild shattered relations between the two countries. In a letter seen by The Independent, the Foreign Minister Ingibjorg Solrun Gisladottir condemned Britain's use of anti-terror laws to freeze the assets of Iceland's crisis-hit banks and protested that the language used by British ministers had caused "devastation" in her country.

 

Ms Solrun Gisladottir even accused the Government of provoking attacks on Icelanders visiting Britain by stoking hostility towards her country. "Icelanders as a nation have been tarred with the same brush and are suffering real abuse in some cases," she said.

Og síðar fréttinni segir:

Abandoning diplomatic niceties, she said: "We are doing our best to sort out the situation in talks with the UK Treasury. But we have been shocked by the measures taken by the UK Government. It has been very difficult for Icelanders to understand how anti-terrorist legislation can be used by a close ally and friendly neighbour. It makes no sense to see an Icelandic company listed next to al-Qa'ida and the Taliban on the Treasury website."

She said Mr Brown's actions had made business between the two countries "extremely difficult", adding: "It is my hope that we will be able to rebuild the very positive and long-standing relations between the UK and Iceland."

Þetta kalla maður að láta menn heyra það á diplómatiskan hátt.

Síðar í fréttinni má lesa að þingmenn Breskir hafa áhyggjur á þessu máli og stuðningur við okkar málstað er auðsjáanlega að vakana.

Greinin í heild


mbl.is Beiting hryðjuverkalaga gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas raðar upp sökudólgum í rétta röð

www.jonas.is er ekki í vafa um hverjir eru sökudólgar:

28.10.2008
Listi yfir brennuvargana
Brennuvargarnir eru þessir í mikilvægisröð: Davíð Oddsson seðlabankastjóri og fyrrum forsætis, Halldór Ásgrímsson fyrrum forsætis, Björgólfur Thor Björgólfsson gróðafíkill, Björgólfur Guðmundsson gróðafíkill, Jónas Jónsson fjármálaeftirlitsstjóri, Geir Haarde forsætis, Gordon Brown tjalli, Halldór J. Kristjánsson landsbankastjóri, Sigurjón Þ. Árnason landsbankastjóri, Björgvin G. Sigurðsson viðskipta, Árni Mathiesen fjármála, Jón Ásgeir Jóhannesson gróðafíkill, aðrir gróðafíklar, bankastjórar, ráðherrar, eftirlitsmenn fjármála. Þeir eru núna flestir forstjórar brunaliðisins


mbl.is 10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oboðslega eru menn uppörvandi þarna frá London

Þegar maður hlustaði svo á viðtal við Jón Daníelsson á rás 2 áðan þá var hann nú samt á því að þetta gæti nú virkað til að hækka gengið á krónunni. Hann talar um að þessir vextir muni leggja heimili og fyrirtæki í rúst. En kannski allir búnir að gleyma því að þetta eru nú þó aðeins um 2,5% hækkun frá því sem vextir voru hér í 3 mánuði á undan þ.e. 15,5%.

Mér finnst rangt af manni að fara svona hamförum í fjölmiðlum og halda því fram að heimili í massavís fari á hausinn sem og fyrirtæki. Það er óþarfi að valda meiri hræðslu en þarf.

Hann talar um lausnir eins og frystingu lána og innkomu ríkisins í þau. En það er einmitt komið í gang. Meira að segja verðtryggðu lánin eru í skoðun þó að afborganir hækki þar minna. Því þar hleðst verðbólgan við höfuðstólinn.

Hann er með hugmyndir um að prenta peninga í massa vís og dæla inn í kerfið. Hann talar um að við eigum ekki að hafa áhyggjur af verðbólgu. EN við höfum það. Við sem vorum komin til einhvers vits og ára þegar verðbólga var hér í hæstu hæðum munum það óöryggi og kjararýrnun sem fylgdi því.

Finnst líka furðulegt þegar að sérfræðingar eru að gera lítið úr sérhæfði starfsfólki IMF sem eru þó sérhæfðir til að koma inn í svona mál. Það væri t.d. gaman að vita um raunveruleg dæmi sem Jón hefur unnið að því að leysa sem líkjast okkar vanda. Ekki bara á papír.


mbl.is Hækkun stýrivaxta mun ekki virka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærir vinir í Færeyjum

Maður er bara standandi hissa á þessu framlagi Færeyinga Þeir eru að bjóða okkur lán upp á 300 milljónir d.kr. Þetta eru eitthvað um 5 milljarðar íslenskra króna sem allir stjórnmálaflokkar í Færeyjum samþykktu. Miðað við höfðatölu samsvarar þetta því að við mundum lána einhverjum um 50 milljarða.

Við verðum að rækta vinasamband okkar við þetta góða fólk í Færeyjum.


mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband