Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Telegraph talar um það í grein í apríl að við gætum þurft aðstoð IMF

Í grein sem ég rakst á  inn á vef Telegraph og fjallar um mögulega nýja framtíð IMF þá nefna þeir að aðstoð við Ísland gæti markað nýtt upphaf fyrir sjóðinn.

Analysts think that if the credit crunch worsens, there is a chance the IMF may be called upon to bail out Iceland in what would be the first rescue of a developed country since Britain had to call upon the fund in the 1970s. Some even think that if there is a genuine rout of the dollar, the IMF might have to pump cash into the US economy.

Og annari grein frá 23 mars 2008 sem vísað er í ofangreindri grein stendur m.a.

Landsbanki, the second largest bank, owns Icesave, one of the fastest growing online savings banks. By offering one of the highest interest rates on offer, Icesave has attracted £5bn of retail savings and 150,000 customers in 18 months.

Meanwhile Baugur, the Icelandic investment company, owns high street names including Hamleys, House of Fraser, Karen Millen, Oasis and Iceland, the budget supermarket chain.

There are concerns that these investments could be vulnerable if Iceland's banks are put under any more strain.

Iceland's prime minister, Geir Haarde, has tried to reverse the negative sentiment. He said: "The CDS spreads are totally out of line and not justified given the fundamental situation of the banks."

But his pleas have fallen on deaf ears.

In recent days Moody's Investor Services, the ratings agency, downgraded the financial strength ratings of the top three banks - Kaupthing, Lansbanki and Glitnir - over concerns about their asset quality following years of rapid growth. Last week, the Icelandic krona touched a record low against the euro, tumbling another 6.2 per cent with one euro worth IKr127.96. It has fallen almost 25 per cent this year and 17.2 per cent this month.

One trader said: "The currency is in free flow. The banks are under serious pressure and sometime they're going to have to take a hit. We might all be wrong but this could cause fireworks."

Takið sérstaklega eftir þvi sem stendur hér neðst. Það er ljóst að greinendur erlendis voru löngu búnir að gera sér grein fyrir í hvað stefndi.

Greinarnar eru Fear of Iceland bail-out could signal new future for the IMF frá 8. apríl 2008 og greinin um vandamál krónunar er Iceland shows cracks as the krona crashes frá 23.032008


mbl.is Stjórn IMF ræðir um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var logið að Viðskiptaráðherra?

Miðað við þetta samtal Árna Matt og Darlings þá hafa Íslenskir ráðherrar og bankamenn átt fund með Bretum um málefni Landsbanka þar sem ekki var sagt rétt frá.  Og ástandið sagt mun betra en það var.  Og á Silfri Egils er birt færsla af síðu viðskiptaráðherra sem nú er farin þar sem að ljós kemur að hann mat stöðuna í ágúst miklu betri en hún reyndist vera. Var Björgvin illa upplýstur af Seðlabanka og fjármálaeftirlitinu. Og/eða var logið að þeim frá bankanaum.

Síðan í Kastljós kvöldsins var athyglisvert viðtal við Jón Daníelsson frá London school of economics. Hann sagði að skýr merki um banka í erfiðleikum með lausafé sé eins og hegðun Landsbanka og Glitnis var. Að fara um allt og bjóða háa vexti reyna að ná sem mestu inn.

Eins sagði hann að krónan hefði verið hér allt of há og 2006 hefði gefist kjörið tækifæri til að koma á raungengi þegar að krónan féll þá en það ekki nýtt. Margt fleira sem vert er að hlusta eftir hjá honum eins og hvað varða viðbrögð sem við ættum að sýna í Bretlandi. T.d. var þá sláandi að hann marg hafði samband hingað heim til fá upplýsingar vegna fullt af viðtala sem hann hefur verið beðinn um út í London við stóra fjölmiðla en hann gat ekki fengið neinar. Hér má sjá viðtalið.

Svo kannski spurning af hverju ríkið er ekki að nota mann sem hefur sérhæft sig í fjármálakreppum m.a.


mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru eignir bankana?

Heyrði í dag á bylgjunni viðtal við Þór Sigfússon formann samtaka atvinnulífsins. Hann var eins og ég hef verið að gera að velta fyrir sér hvað og hversu miklar eignir bankana eru. Hann minnti t.d. á að útlán bankanna námu um 9000 milljörðum bæði hérlendis og erlendis.. Og hann sagði að menn mættu vera klaufar ef að þessar eignir í útlánum mundu rýrna það mikið að þær dygðu ekki fyrir skuldum okkar í Icesave og fleiru. Því að auðvita hverfa þessi útlán ekki fólk og fyrirtæki halda áfram að greiða af þeim.

Ítrustu kröfur sem maður heyrir um IceSave eru hva um 600 milljarðar. Þannig að eignir bankana ættu nú að duga

Ég fór líka að hugsa um skuldir sjávarútvegsins. Ég teldi það með öllu óásættanlegt að útgerðir fengju niðurfellingu veða í kvóta í gegn. Það verður að passa að ríkið innheimti það sem þeir hafa fengið lánað út á kvóta sem þjóðin á .

En ég tek undir það sem kom fram hjá Þór að upplýsingar um eignir bankanna þurfa að fara liggja fyrir.


mbl.is Viðræðum við Breta lokið í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg ótrúleg tímasetning!

Ég verð bara að segja án þess að vita neitt meira um þetta mál en stendur í fréttinni, að þetta er alveg ótrúleg tímasetning að kynna vilja til að kaupa bankastofnun.

Maður veit náttúrulega að minnstakosti Páll Samúelsson á sjálfsagt peninga eftir að hann seldi Toyota. Kannski er þetta hið besta mál því hópurinn kallar sig " Vildarvini Siglufjarðar" og ólíkt öðrum eru þetta gamlir reynsluboltar. En samt finnst mér þessi tímasetning sérstök.


mbl.is Vilja kaupa Sparisjóð Siglufjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegi þú Birgir Ármannsson!

Held að þetta hljóti að vera svakalegt fyrir menn eins og Birgir Ármannsson að sjá hugmyndafræði sýna steypa Íslandi beint á nefið í kreppuna. Held að hann ætti nú að hafa hægt um sig. Það er verið að tala um um nokkra menn sem fóru hamförum í að steypa sér í skuldir sem nú er að koma í ljós að þeir varpa bara yfir á okkur.

Birgir og stuttbuxnaliðið hefur farið hamförum undanfarin ráð í að verja þetta frelsi í fjármálaviðskiptum a la Hannes og Davíð. Hann hefur ekki staðið sig í að halda uppi eftirliti og er enn að reyna að vernda ríku karlana.


mbl.is Vill ekki frysta eignir auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamall skuldlaus skólamaður úr tengslum við raunveruleikan.

Held að Tryggvi fyrrum skólameistari sé búinn að gleyma því að fyrrum nemendur hans sitja nú uppi skuldug upp fyrir haus og eru að sjá lánin sín vaxa um fleiri tug prósenta. Þetta fólk er að upplifa nú að vita ekki hvort það heldur vinnu sinni og sér fram á hækkun á matvörum og í raun öllu sem það þarf að kaupa. Hann er búinn að gleyma því að þetta fólk var kannski að reyna að leggja fyrir og geymdi peninga kannski í hlutbréfum sem nú hafa strokast út.

Hann hlýtur að vita fólk í þessari aðstöðu er að reyna að sjá möguleika sína á að lifa af næstu mánuði og ár og fær lítil eða engin svör.

Sigmar var á ákveðinn hátt að reyna að kalla á svör sem ekki hafa fengist um leið og hann er að endurspegla að sú stefna sjálfstæðisflokks að aflétta reglum og lögum og láta markaðinn um að sjá um sig sjálfur sem og hafa slakt eftirlit með öllu er að bíða skipbrot. Eðlilegt að spyrja þá ákveðna spurninga og ganga hart eftir þeim. 


mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er allur hagnaðurinn sem við eigum að fá af orkunni okkar?

Ég hef verið að velta fyrir mér að nú hafur Landsvirkjun selt raforku til stóriðju frá 1966. Maður hefði nú haldið að fyrirtæki sem síðustu ár hefur margfaldað orkusölu til stóriðju auk þess sem að orkuverð í heiminum hefur margfaldast, ætti því að skila okkur gríðarlegum arði eða safnað í ógurlega sjóði. En það er ekki beint hægt að sjá það nú.

Nú hefur verið bent á að skattar, orkusala og laun starfsmanna í Reyðaráli skili okkur nettó um 5 milljörðum. Maður sér ekki að Kárahnjúkar skili okkur eða LV nema rétt til að standa undir sér miðað við að þeir eru með 120 milljarða lán á bakinu eftir þetta. Og síðan bætast við lán vegna annarra virkjana en Búrfellsvirkjun sem tók um 40 ár að verða skuldlaus.

Miðað við hversu orkuverð er hátt í dag og vaxandi höfum við ekki efni á að binda í svona löngum samningum.

Fólk gleymir t.d. nú þegar það er að tala um útflutning á áli sem er vaxandi að því fylgir líka aukinn innflutningur á hráefni og rekstrarvörum. Ólíkt t.d. fiskveiðum sem kallar á hlutfallslega miklu minni innflutning á rekstravörum.

Þannig að okkar markmið hlýtur að vera að selja þessa orku til þeirra bjóða hæst og því væri nú þessvirði að skoða sæstreng til útlanda og fara nú að fá almennilegt verð fyrir þessa orku. 


mbl.is Mikið undir vegna erlendra lána LV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn að endurskoða afstöðu sína til ESB?

Var enginn annar en ég sem hjó eftir að Geir tók ekki þvert fyrir ESB og evruna að þessu sinni. Hann sagði að þessa hluti þyrfti að skoða en það væri betra þegar við værum komin út úr þessu brýnu vandamálum. Held með góðu móti megi vona að þetta bendi til að menn séu að vinna að því að snúa við afstöðu flokksins smá saman. Geir viðurkenndi aðeins að hann og sjálfsstæðismenn bæru ábyrgð þessari stöðu en vildi þó kenna EES samning og bankakreppu í heiminum um mest.

Hann benti á sem rétt er að ef við höldum vel á málum þá gætu bankarnir orðið að verðmætum sem mætti síðar nota til að grynnka verulega á skuldum okkar.

Fínt mál að hann sagði að Bretar fengju ekki að kúga okkur og að upphæðir sem rætt hefur verið um að við ætlum að fá lánaðar eru ekki eins háar og þær tölur sem gegnið hafa um þjóðfélagið.

Honum á hinsvegar ekki eftir að líðast ef hann menn og stofnanir sem ekki hafa staðið sig í að fylgjast með fjármálakerfinu og leggja til reglur, ekki axla ábyrgð. Hann viðurkenndi að t.d. Landsbankinn hefði verið að nýta sér einhverjar holur í lögum og reglugerðum til að stofna IceSave.

Fínt viðtal hjá Sigmari og hann var passlega ágengur. Það er ekki við hann að sakast að við fegnum ekki öll þau svör sem leitað var að.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir þessi mynd ekki allt sem segja þarf

Finnst þessi mynd svo lýsandi að ég varð að setja hana hér inn. Hún fylgdi reyndar sorglegri frétt í Dv um ölvunarakstur en á svo vel við umræðuna um flottræfislháttin sem beið skiptbrot hjá okkur.

Bll_ljsastaur_jpg_550x400_q95

 


 


mbl.is Stjórnmálin biðu hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi ríkisstjórn gerði sér enga grein fyrir aleiðingum gerða sinna

Bara að minna framsóknamenn á að allt þetta sem við göngum í gegnum núna eru afleiðingar af görðum þeirra. Þeir fóru fremst í að einkavinavæða bankana til manna sem ekkert kunnu í bankamálum. Og notuðu tækifærið til að verðlauna Finn Ingólfs með því að gefa honum og vinum hans tryggingarfélag. Sú sem tók við var Valgerður og seldi bankanna og setti lög og reglur um eftirlit með þeim. Eða kannski að afnema flestar reglur og eftirlit með þeim.

Gleymum ekki Halldóri Ásgríms sem var jú í samkrulli við Davíð Oddsson um þetta allt saman

 

 
IceTanic 

mbl.is Ráðvillt ríkisstjórn og ósamstíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband