Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Þriðjudagur, 21. október 2008
Skilur einhver hvað þeir eiga við?
Eru þeir að velta fyrir sér hvort að þeir eigi að halda áfram eða hvað? Eða eru þeir að undirbúa sig fyrir samninga um orkuverð? Eða einhverjar aðrar ívilnanir. Þeir segjast vera að yfirfara áætlanir við nýtt álver í Helguvík. Eru þeir að fiska eftir því að fá að stækka það umfram það sem búið var að semja um?
Svona fréttir skil ég ekki.
Við erum að leggja víðtækt mat á stöðu Helguvíkurverkefnisins," segir Logan Kruger, forstjóri Century, í tilkynningu frá félaginu. Við erum viss um að álverið verður á heimsmælikvarða þegar litið er til byggingarkostnaðar og umhverfisþátta. Þá munu efnahagsumsvifin, sem fylgja verkefninu styrkja Ísland á þessum umbrotatímum. Eins og umhverfið er gerum við ekki nýja samninga og aukum ekki kostnað í verkefninu. Við teljum að það sé möguleiki á skynsamlegum framgangi með tímanum en við munum á yfirvegaðan hátt meta hagkvæmni allra þátta verkefnisins á næstunni."
Síðan fjallar fréttin um að hagnaður hafi verið hærri á fyrrihluta þessa árs en í fyrra en samt aðeins undir spám.
Nei ég skil þetta ekki.
![]() |
Fer yfir áform um Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. október 2008
Bara að IMF sé að leggja áherslu á að við göngum í ESB! Eða hvað er Össur að segja?
Eru þetta merki um að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi til að við sækjum um ESB og evru? Svona smá drausýn hjá manni. Eða hvernig á maður að túlka þetta sem Össur segir
Iðnaðaráðherra segir sjóðinn leggja til efnahagsaðgerðir sem séu í engu frábrugðnar því sem skynsamir íslenskir hagfræðingar vilji. Þeir séu til.
Eru ekki flestir hagfræðingar að leggja til að við göngum í ESB og tökum upp evru?
Veit að þetta er langsótt. En gæti skýrt tafir á að ganga frá málum
P.s. þetta er svo haft eftir honum á www.ruv.is
Það skiptir mestu máli að koma viðskiptum við útlönd í lag, segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra; gera verði myntinni kleift að tifa áfram á sínum veiku fótum enn um sinn, sagði Össur.
![]() |
Krónan tifar á mjóum fótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 21. október 2008
Ætli þetta sé ekki ástæðan fyrir þessum töfum
Tekið af www.visir.is
Benti hann á að bæði ríkisstjórnin og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þyrftu að fá samþykki fyrir aðgerðunum frá sínu baklandi. Hann var ekki reiðubúinn að ræða skilyrði sjóðsins en sagðist bjartsýnn á að niðurstaða fengist sem gæti hjálpað okkur að komast út úr þeim vanda sem við værum að glíma við.
Það er hann er að reyna að koma þessu í gegnum Sjálfstæðisflokkinn og gengur illa.
Þetta er af www.dv.is
Samkvæmt heimildum DV gætti andstöðu innan forystu Sjálfstæðisflokksins varðandi samstarf við IMF og lán frá sjóðnum. Úr þeirri andstöðu hefur dregið eftir því sem næst verður komist enda brýnt talið að endurreisa sem fyrst trúverðugleika gjaldeyrisviðskipta og íslenska fjármálakerfisins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. október 2008
Bendi á umfjöllun Bloomberg um ástandið á Íslandi. - Ein ríksasta þjóð í heimi orðin að betlurum
Það má sjá endursögn á frétt Bloomberg á www.vb.is
Þar segir m.a.
Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur meira en nokkur annar forsætisráðherra á Norðurlöndunum tekið upp hugmyndafræði Ronalds Reagan og Margaret Thatcher í efnahagsmálum.
Hugmyndafræði sem felur í sér sölu ríkiseigna, meira frelsi og útrás með skuldsetningu.
Þannig byrjar umfjöllum Bloomberg fréttastofunnar um efnahagsástandið og forsögu þess í dag en sérstaklega er fjallað um Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Þá kemur fram í umfjöllun að margir samlandar Geirs vilji að ríkisstjórnin, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, axli ábyrgð á því að hafa gert eitt ríkasta land heims að betlurum í samdrætti, eins og það er orðað í umfjöllun Bloomberg.
Áugaverð grein sjá hér
![]() |
Vonandi niðurstaða fljótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 21. október 2008
Ísland aðhlátursefni víða um heiminn
Það er gott að einhverjir sjái um að létta mönnum lundina í heiminum. En mikið vildi ég að það væru ekki við. Við höfum ekki enn formlega fengið að vita hvort að ríkisstjórnin biður IMF aðstoð þó allir sjái að það er væntanlega búið þar sem að stafsmenn IMF hafa verið hér í hálfan mánuð. Það veit engin hvað á gera, hvaða framtíðarsýn er verið að móta og í raun ekki neitt. En svo leka allskonar sögur sem Geir ber til baka en reynast svo réttar.
Og nú eru Japanir ekkert inn í þessu!
![]() |
Japanar þekkja ekki til viðræðna IMF og Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. október 2008
Sjálfsagt að tala við alla! En fer ekki að verða kominn tími á að taka ákvarðanir
Ingibjörg fær ekki að vera í veikindafríi
En svona til að rifja upp afhverju við erum í þessari stöðu núna er hægt að kíkja á þennan bút
![]() |
Ingibjörg ræddi við Norðmenn og Frakka um aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. október 2008
Mér ofbýður stundum málflutningur Ögmundar
Formaður flokks hans var að birta bréf í Norskum blöðum þar sem hann biður um lán frá Noregi. Er Ögmundur að halda því fram að við þyrftum bara ekkert að borga það?
Sér Ögmundur sem er jú formaður stærstu launþegasamtaka ríkisins einhverjar aðrar leiðir? Er hann kannski að stinga upp á að við mætum þessu með sparnaði ríkisins og á hvaða starfsmönnum mundi það aðallega bitna?
![]() |
Rangt að skuldbinda ófædd börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 20. október 2008
Manni finnst þetta farið að verða þreytandi!
Nú talar Geir um að engar ákvarðanir hafi verið teknar um aðstoð frá IMF. Það hafi ekki verið óskað eftir aðstoð þeirra heyrðist mér. Beðið sé eftir endanlegu plaggi frá IMF og eftir það verði tekin ákvörðun. Bíddu eru menn ekki í lagi? Er hann að meina að við þurfum kannski ekki á þeirra aðstoð að halda? Eða er búið að semja við Seðlabanka um að lána okkur á grundvelli áætlunar IMF án þess að sjóðurinn komi að þeirri aðstoð sjálfur? Hversu lengi geta fyrirtæki í útflutningi lifað með að fá ekki greiðslur? Verðum við ekki að fá að vita eitthvað um þessi mál?
Maður er orðinn þreyttur á þessu að nær eina sem heyrist í stjórninni eru viðbrögð við sögum sem komast á kreik og þá eru svörin svo loðin að fólk er engu nær.
![]() |
Ekkert liggur fyrir um aðstoð IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 20. október 2008
Af hverju koma alltaf fréttir af svona málum frá erlendum fjölmiðlum?
![]() |
Óska eftir 6 milljörðum dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. október 2008
En hvað getum við gert?
Það er nokkuð ljóst að Seðlabankanum verður að umbylta. Hvort sem það verða þeir sjálfir stjórn og stjórar sem segja af sér að við setum um það lög.
En með ríkisstjórn er annað mál. Hverjir eru kostir okkar ef stjórninni yrði slitið:
- Framsókn í stjórn: Halda menn að Guðni, Bjarni Harðar séu menn sem eru tilvaldir til að bjarga málum? Held varla. Skv. þessari grein Aliber eru vandamál okkar einmitt uppkomin í valdatíð xD og xB
- Vg: Þeir eru á móti alþjóðlegu samstarfi í hvaða mynd sem er! Steingrímur eða Ögmundur til að leiða okkur í gegnum breytingarnar? Allavega ekki með sjálfstæðisflokki því þá mundu þeir reyna að hanga á krónunni utan ESB og kosta okkur frekar sveiflur niður á við næstu misseri.
- Frjálslyndir: Halda menn að Grétar Mar eða Guðjón réðu betur við þetta ástand?
Það er sennilega þörf á kosningum fljótlega. Og endurnýjun þingmanna. Eins væri mögulegt að ráða teymi erlendra sérfræðinga til að annast um efnahagsmál fyrir okkur tímabundið. Þ.e. taka völdin að einhverju leyti af ráðherrum eða í samstarfi við þá.
En þessi grein Aliber og fyrri aðvaranir ættu kannski að kenna mönnum að hrokafull afstaða okkar til varnaðarorða erlendis frá er nú búin að valda því að við reyndum ekkert fyrr en allt of seint til að koma okkur út úr þessari stöðu.
Ágætt yfirlit yfir hvernig við höfum meðhöndlað viðvaranir erlendra sérfræðinga síðustu ár á Silfri Egils
Góð setning hjá honum Aliber þegar hann segir:
RÍKISSTJÓRN Íslands og seðlabanki eru engu hæfari sem stjórnendur nútíma hagkerfis en þau væru sem stjarnvísindamenn. Þau skildu ekki að uppsveifla íslenska hagkerfisins árin 2005 og 2006 byggðist á skuldasöfnun lán voru tekin til þess að standa í skilum með önnur lán og nú vita þau ekki hvernig unnt sé að ná jafnvægi aftur eftir að pappírsauðurinn er horfinn. Það er ólíklegt að nýir leiðtogar sem væru valdir af handahófi í símaskrá gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða og núverandi stjórnvöld.
![]() |
Stjórnvöld skilningslaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 969740
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson