Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ákall til þingmanna! Nú er meirihluti fyrir ESB

Ég skora á þingmenn sem eru fylgjandi aðildarviðræðum við ESB að leggja fram nú þegar þingályktunartillögu eða tillögu að lögum að ríkinu verði gert nú þegar að hefja undirbúning að aðilda viðræðum við ESB og upptöku evru.

Það er að mínu mati nú orðin meirihluti á Alþingi fyrir að þessi leið sé farin. Stuðningur við þetta úr flestum flokkum.

Látum reyna á hvort að þingmenn láti flokkshollustu eða hag þjóðarinnar ganga fyrir.

Menn verða gæta að því að hér er að verða svo mikil reiði yfir getuleysis fólks á Alþingi að hér liggur við blóðugum átökum -> Byltingu! 


mbl.is Ungir jafnaðarmenn vilja flýta kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf er maður að fá smá púsl í heildarmynd þessa máls.

Loks heyrði ég eina skýringu á öllum þessum látum í Bretum. EN málið er víst að aðgerðir Breta snúast um að innistæðueigendur í öðrum bönkum verði hræddir og fari í það að taka út innistæður sínar. Og eins um alla Evrópu. Og við það gæti allt bankakerfið farið á hliðina.

Þetta afsakar ekki neitt en skýrir málið aðeins. Það hefði nú verið nær fyrir Breta að bregðast við með öðrum hætti. T.d. að í upphafi að bjóða Íslendingum aðstoð við að halda bönkunum gangandi. Held að það hefði nú verið öllum aðilum auðveldara. 


mbl.is Deilur vegna Íslands í gerðardóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hægt að fá að vita hvaða útfluttningsfyrirtæki koma ekki með gjaldeyri hingað heim?

Maður hefur lesið að m.a. félög sem selja fisk erlendis geymi greiðslur á reikningum erlendis. Það er vel fylgst með útflutningi og innflutningi. Það hlýtur að vera hægt að rekja hvaða fyrirtæki eru ekki að koma með gjaldeyri hingað heim. Og þá á bara að svipta þau kvóta og rekstrarleyfi. Þau eru að selja fisk sem þjóðin á. Og tekjur af því eiga að koma hingað heim. EKki veitir af.
mbl.is Smátt og smátt gengur á gjaldeyrisforðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesa blaðamenn ekki aðra innlenda fjölmiðla.

Hjá www.ruv.is frá því í morgun stendur:

Í tölvupósti frá talsmanni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að enn sé verið að vinna í fjármögnuninni. Það gangi vel og búst sé við því að lánsumsókn Íslendinga verði tekin fyrir á fundi framkvæmdastjórnar fljótlega.


mbl.is Engar útskýringar á frestun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notum aðferð braskarana.

Breytum Íslandi í hlutafélag. Skráum það til heimilis í Kolbeinsey. Lýsum það gjaldþrota, Segjum okkur úr lögum við Kolbeinsey og gamla Ísland. Síðan  stofnum við nýtt þjóðríki undir nafninu

"Garðarshólmi"


Fáni Garðarshólma

 


mbl.is Stoltenberg ræddi um Ísland við Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókeypis hugmyndir handa ríkisstjórn varandi upplýsingamál!

  • Af hverju ekki að bjóða innistæðueigendum í IceSave í Bretlandi og Hollandi upp á fundi í heimalandi þeirra þar sem að skýrt er út fyrir þeim staða málsins. Skýrt fyrir þeim hvaða eignir eru á móti innistæðum þeirra og þeim boðið í samstarf um að gæta þess að stjórnvöld í þessum löndum klúðri þeim ekki sem og að aðstoða íslendinga við að fá sem mest út úr gömlu bönkunum til að greiða sem mest til baka af þessum innistæðum.
  • Af hverju ekki að kaupa heilsíður í stórum blöðum í Bretlandi, Hollandi og fleiri stöðum þar sem bankarnir voru með útibú. Þar verði málstaður okkar skýrður á mannamáli. 
    • Hvaða áhrif gerðir Breta höfðu á eignir á móti innistæðum bankann
    • Hvað Íslenska ríkið hefur gert til að tryggja að fólk fái sem mest til baka.
    • Og hvaða eignir eru enn til til að dekka þessar innistæður.
  • Af hverju ekki að útbúa Kynningu/auglýsingu fyrir sjónvarp sem skýrir út málstað okkar fyrir viðkomandi þjóðum.
  • Af hverju er ekki búið að opna opinbera heimasíðu á ensku, hollensku, og þýsku sem skýrir málið fyrir fólki.
[Þessar hugmyndir er öllum frjálst að nýta sér án greiðslu fyrir höfundarétt.]


mbl.is Ráðinn fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankamálin á Youtube

Íslenskir bankar á Youtube. Skil nú ekki Hollensku en held að þetta sé ekki fallegt.

Fullt af myndböndum um IceSave Kaupthing edge og Landsbanka og fleira. Fólk ekki kátt með okkur held ég.

 

 


mbl.is Uppljóstrarar ekki ákærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á þetta þýða?

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn viðrist ekki hafa kynnt sér málið

www,visir.is

Enn sem komið er, hefur ekkert formlegt erindi borist stjórn sjóðsins," segir Thomas Moser, fulltrúi Sviss í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hann segir einnig að Svisslendingar séu almennt jákvæðir í garð aðstoðar til Íslendinga, í tölvuskeyti í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins.

Og svo segja Finnar

Ilkka Kajaste, aðstoðarráðuneytisstjóri í finnska fjármálaráðuneytinu, segir nákvæmar áætlanir um hvernig reisa eigi efnahagslífið á Íslandi við vanta áður en norrænu þjóðirnar kvitti undir. Kajaste hitti íslenska embættismenn í síðustu viku, að sögn WSJ.

 

Á ég að trúa að það séu ekki til nákæmar áætlanir um hvernig að við ætlum að komast út úr þessu og að þjóðum sem við ætlum að byðja um aðstoð sé ekki kynnt hvernig nákvæmlega við ætlum að nýta aðstoðina.

 

Nýja menn að verkinu takk!
mbl.is Finnar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er náttúrulega farið að verða neyðarlegt!

Er það tryggt að okkar færustu sérfræðingar séu að vinna að lausnum fyrir okkur? Manni finnst að stjórnvöld hér ættu að vera meðvituð um stöðu mála. Meira að segja Svíar vilja bíða eftir IMF.

Er þetta ekki svakalegt að stjórnvöld standi vörð um Seðlabanka sem hefur komið okkur í þessi vandræði. Og að Seðlabankastjórar sjái sæng sína ekki útbreidda.

  • Halda þessir menn ennþá að þeir séu heppilegastir til að leiða okkur út úr þessari krísu.
  • Menn sem virðast hafa vitað um áraraðir að bankarnir voru vaxnir okkur yfir höfuð. Samt gerðu þeir ekkert áþreifanlegt til að koma skikki á bankana.
    • Þeir tóku ekki upp bindiskyldu,
    • þeir þvinguðu ekki bankana til að draga úr umfangi. Þeim hefði verið það í lófa lagið með því að neita þeim um þjónustu nema að bankarnir drægju saman seglin.
    • Þeir stóðu á móti því að bankarnir gerðu upp í evrum sem hefði sparað okkur almenning rosalega því þá hefðu þeir ekki tekið stöðu gagnvart krónunni.
    • Þeir héldu uppi háum vöxtum sem drógu að okkur allskonar lið sem fjárfesti í krónu og jöklabréfum, en virkuðu ekkert á verðbólguna sem þeir áttu að gera.
    • Þetta hélt líka upp háu gegni á krónunni sem skapaði þenslu hér.
    • Þeir gerðu ekkert fyrr en allt of seint í að skapa okkur gjaldeyrisforða sem duggði til að verja okkur fyrir svona áföllum. Í fyrra var nær engin gjaldeyrir í varaforða hjá þeim.

Þarna fer líka í forsvari maður sem mótaði þetta fjármálakerfi hér sem virðist hafa gegnið á lánum síðan um árið 2000. Gaf bankana flokksgæðingum og gaf þeim fullkomið frelsi.

Það er kannski ekki skrýtið að engin treysti okkur lengur ef við höfum ekki einu sinni dug til að láta neinn sæta ábyrgð.


mbl.is Svíar sögðu nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave - Hvað skuldum við?

Nú er ljóst að þessir reikningar IceSave eru í raun að stoppa alla hugsanlega aðstoð erlendis frá við okkur. Því væri gott að einhver fari nú að segja okkur satt

  • Hvað voru innlegg á IceSave mikil í Bretlandi og Hollandi og víðar?
  • Hversu mikið var inn í þessum hluta bankana af peningum þegar að þeim var lokað?
  • Hvað aðilar eru þeir sem bankinn lánaði þessa peninga?
  • Hversu mikið er líklegt að bankinn fái til baka af þeim lánum sem hann notaði þessa peningar í?
  • Ef við tækjum lán til að greiða þessa innlegg á IceSave og mundum  ganga hart eftir að innheimta þessi útistandandi lán sem og að vanda sölu á eignum Landsbankans, hversu mikið mundi þá fást til að greiða lánið til baka.?
  • Hversu lengi þolum við að neita að semja um þessar skuldir?
  • Erum við ekki í raun bundin af yfirlýsingu Geirs um að allar innstæður yrðu varðar. Fyrst að Landbanki flutti þetta fé til Íslands?
  • Mundum við sætta okkur við að breskur banki mundi loka á okkar innistæður hér á landi og neita að greiða okkur til baka?

Af hverju er svona vont að fá nokkur svör hér.  Þetta er alveg ótrúlega léleg framistaða hjá öllum sem koma að þessu máli. Menn hljóta að átta sig á því að þetta pukur þeirra endar með því að hér tryllist fólk og það verður blóðug bylting.


mbl.is Enn vantar 5 milljarða Bandaríkjadala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband