Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Alveg út í hött

¨Maður veit að Landspítalinn er kostnaðarsamt batterí. En þar er búið að skera niður í gegn um árin og alltaf reynt að sauma að honum á hverju ári. Og svo að hausti er Landspítalinn alltaf að því kominn að lenda í gjaldþroti með skuldir út um allt og borgandi hundruð milljónir í vexti. Og nú á að láta hann skera niður um 1,7 milljarða. Hvað ætla menn að gera. Banna fólki að verða veikt, láta fólk borga meira sjálft. En er ekki flull reynt að þetta er eina sjúkarhúsið sem tekur við alvarlegum veikindum og því verður það að veita þá þjónust sem það getur. Ekki hefur alvarlega veikt fólk val um að fara annað.

Vona heitt og innilega að ríkisstjórnin sé ekki að huga að hækkuðum sjúklingagjöldum. Það yrði algjört kjafshögg.


mbl.is Tillögur um mikinn niðurskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er allt sem sýnist!

Var búinn að skrifa langa færslu þar sem ég efaðist stórlega um jafnaðarmennsku Samfylkingar með því að samþykkja að leggja á flata hækkun tekjuskatts. En var svo að hlusta á Stöð 2 þar sem að það var kynnt að persónuafsláttur og skattleysismörk hækka bæði skv. verðlagsþróun og 2000 umfram það. Þannig að í raun lækka skattar á alla undir 400 þúsundum. Svona geta fréttir ruglað mann. Þar með er ekki sagt að ég sé sáttur við Samfylkingu að öllu leyti. Ég var mjög hrifinn af þvi sem Göran Person sagði í gær með það að láta þá sem það gætu bera meiri birgðar. Og eins það að fólk yrði að vera vel upplýst um hvað væri verið að gera. Og framkvæmdarátætlun sem tæki til þess hvernig við kæmumst út úr þessu, við hverju við mættum búast og henni yrði fylgt eftir til fullnustu. Nú í dag finnst manni t.d. fráleitt að:

  • Ráðherrar skuli ekki vera upplýstir um mál sem geta orkað tvímælis. Sbr. KPMG málið og flein þar sem að Viðskiptaráðherra kemur af fjöllum.  En ég var t.d. búinn að lesa um fyrir 2 vikum.
  • Að Seðlabankastjóri sem vinnu auðsjáanlega gegn stjórninni hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað, skuli fá að sitja áfram. Hann er jú sennileg búinn að kosta okkur hundruð milljarða með þvermóðsku og yfirlýsingum. Ásamt því að hann stóð sig t.d. ekki í afla okkur gjaldeyris þegar að á þurfti.
  • Ýmist leynimakk og feluleiki eins og t.d. varðandi ESB mál í samstarfinu við Sjálfstæðismenn.
  • Furða mig líka á að ekki skuli vera komið á alvöru samstarf við launþegahreyfingar.
  • En aðallega finnst mér að flokkur sem er tiltölulega nýr ætti að vera búinn að koma upp leiðum til að upplýsa almenning mun betur um gang mál og næstu skref og við hverju fólk eigi að búast. Það er að skaffa nóg fóður í opna og upplýsta umræðu. Ekki að fólk byggi umræðuna á kjaftasögum, lekum frá ýmsum og almennu þekkingarleysi.

Bullið í fólki varðandi tónlistahúsið!

Held bara að fólk sé ekki í lagi. Menn eru hér á blogginu að persónugera tónlistahúsið og hótelið við Steinunni go Þorgerði. Er menn bara ekki í lagi. Bendi á að Í Reykjavík voru Vg, framsókn, Samfylking saman í R listanum og svo aftur þá voru sjálfstæðismenn og framsókn sem voru við völd hjá Ríkinu. Eins að það var gerður samningur við einkafyrirtæki sem átti að byggja þetta og reka.

Nú þegar menn tala um aukin kostnað er náttúrulega slæmt en þetta var hús sem átti að reisa af miklum metnaði.

Það er miður að svona fór en að kenna Þorgerði Katrínu og Steinunni um þetta er út í hött. Í raun ef menn vilja líta á ábyrgð þá var ábyrgð á að þetta verk var hafið hjá öllum kjörnum fulltrúum á Alþingi þá sem og þá öllum nema frjálslyndum í Borginni.

Það gerði engin alvarlegar athugsemdir við þetta.


mbl.is Tónlistarhús gæti tafist um ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu skv. bloggurum og og fjölmiðlum hefði maður nú haldið að þetta væri mun hærra!!

Þó ég viti að það sé hræðilegt að missa vinnuna og hvert prósent atvinnuleysis sé einu of hátt, þá hefði maður haldið skv. látunum í fjölmiðlum, borgarafundum, bloggurum og fleirum að hér væru tugþúsunda manna sem hefðu tapað vinnunni, sparifé sínu, húsunum og fleiru. En svo mælist atvinnuleysi hér í Nóvember ekki nema 3,3%. Ég veit að enn eiga einhverjir eftir að skrá sig og fleiri eiga eftir að missa vinnuna. En umræðan hér er samt eins og hér séu tugþúsunda atvinnulaus.

Held að fólk ætti nú kannski ekki að vera ýkja og gera ástandið verra en það er. Það kemur engum til góða. Réttar upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir fólk og þar sem að menn eru að kvarta yfir að ríkið sé að gefa villandi upplýsingar og mynd af ástandinu þá verða fjölmiðlar og aðrir að gæta að sér. Er ekki talað um að menn geti talað upp kreppu og slæmt ástand þannig að það bitni á mun fleirum.


mbl.is Atvinnuleysi í nóvember var 3,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona af því að ég veit að andstæðingar ESB aðildar taka viljandi ekki eftir þessu!

Þá vill ég benda sérstaklega á þetta sem Olli Rehn segir:

Rehn kvaðst finna til með Íslendingum í þeirri kreppu sem þjóðin glímdi nú við. „Ég finn persónulega fyrir þessu,“ sagði Rehn, en á tímum efnahagskreppu í Finnlandi á tíunda áratugnum hefði hann unnið sem ráðgjafi hjá finnskum stjórnvöldum. „Ég fæ enn martraðir þegar ég hugsa til þessa tíma. Ég myndi ekki vilja að landið mitt gengið í gegnum slíkt aftur,“ sagði Rehn.

Lausn Finna á þessum tíma hafi verið að sækja um aðild að ESB. „Ég sé ekki eftir því. Við gátum nýtt ESB-aðildina til þess að koma á stöðugleika í efnahagsmálum,“ sagði Rehn.

Og svona til gamans er vert að benda á hvað umræðan breytist. Var að skoða blogg Heimssýnar sem eru andstæðingar aðildar að ESB þar segir Ragnar Arnalds í apríl. [hann er jú í stjórn Seðlabanaks] 26. apríl:

Skoðanakannanir um ESB-aðild sveiflast upp og niður og í þetta sinn hafði gengisfall krónunnar mikil áhrif. Alþjóðlegir markaðir verðfelldu krónuna vegna vandræða stóru íslensku bankanna sem erlendir keppinautar gerðu að skotmarki og stimpluðu sem risa á brauðfótum vegna þess hve mjög þeir hafa þanist út á fáum árum.

En bankarnir rétta brátt úr kútnum og gengi krónunnar nær aftur jafnvægi. Þótt of lágt gengi valdi erfiðleikum er alltof hátt gengi hálfu verra; það veldur stöðnun og atvinnuleysi þegar til lengri tíma er litið. Við getum hrósað happi meðan efnahagslífið er ekki gikkfast í ofurháu gengi evrunnar sem einmitt nú er stóra vandamálið á evrusvæðinu.

En núna í október talar Ragnar um að það sé nær vonlaust að Ísland verði nokkurn tíma með lága vexti og lága verðbólgu og getum því aldrei tekið upp evru þar sem við gætum ekki uppfyllt skilyrðin nema veð stórfeldu atvinnuleysi. Hvað eru menn sem hafa verið í stjórn Seðlabanka í 11 ár og með öðrum skapað þetta ástand sem er í dag að tjá sig um efnahagsmál.. Hvaða framtíðarsýn er þetta hjá Heimssýn? Dreymir þessum mönnum um að við Íslendingar verðum til framtíðar þrælar vaxta og verðbólgu?

Ef við settum vextina niður á þann botn sem dýpstur er í ESB, eins og eitt skilyrðið kveður á um, þá ryki verðbólgan snarlega langt upp fyrir verðbólgumörkin sem okkur yrðu sett. Af þessari ástæðu yrði feikilega erfitt fyrir Íslendinga að uppfylla bæði þessi skilyrði samtímis. Líklega væri eina ráðið til að svo geti orðið að skapa hér svipað ástand í atvinnumálum og lengi hefur ríkt innan ESB, þ.e. stórfellt atvinnuleysi í langan tíma.

Er Ragnar að halda því fram að háir vextir hafi virkað á verðbólgu hér?


mbl.is Ísland gæti keppt um að verða 28. ríki ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki kominn tími til að breyta um?

Nú hefur fólk verið að hittast í 9 vikur á fundum um allann bæ. Mesta orkan á þessum fundum hefur farið í að láta ráðamenn, fjárglæframenn og aðra heyra það. En er ekki spurning um að fara að snúa við blaðinu. 

Væri ekki sterkt nú að fara að koma með tillögur sem fólk getur komið sér saman um!? Tillögur sem að allt þetta reiða fólk getur sætt sig við? 

Tillögurnar þurfa að vera raunhæfar:

 

  • Þær geta því miður ekki innhaldið að skuldir verið feldar niður hjá fólki
  • Þær geta ekki falið í sér afnám verðtryggingar stax því þá verða bæði íbúðarlánsjóður og bankarnir fljót gjaldþrota. Því að þessar stofnanir þurfa jú að borga af lánum sem þær tóku til að lána fólki. 
  • Þær þurfa að vera manneskjulegar þannig að tryggt sé að almennigur fái þá aðstoð sem hægt er til þess að geta lifað sómasamlega miðað við aðstæður
  • Þær þurfa að taka til framtíðar efnahagslíf okkar og þar með hvað sé heppilegast að gera varðandi krónuna.
  • Þær þurfa að taka mið af því hvernig hér er hægt að skapa virkt lýðræði. Þjóðaratkvæð(nota netið m.a.i, borgaraþing og þessháttar. Landið eitt kjördæmi og forsætisráðherra kosinn sér t.d.
  • Þær þurfa að taka á hvaða lög og hvaða reglur þarf að setja til að koma í veg fyrir að hér verið allt atvinnu og fjárfestingasviðið gjörspillt, krosseigna, skuldum hlaðið og á fárra manna höndum. (Erlenda banka og fjárfesta)
  • Af hverju er vilji hagfræðinga til að tjá sig nú ekki nýttur til að mynda vinnu hóp þeirra sem ynni að því að koma sér saman um eina tillögu sem miðar að því að við náum okkur eins fljótt á strik eins og hægt er?
Síðan þegar fólk er orðið sammála um öll þau svið sem þarfnast endurnýjunar hér. Þá fer fólk í sína flokka vinnur þessu tillögum brautargengi þar. Eða ef það gegnur ekki þá stofnar það flokk sem er þá nú þegar komin með stefnumál og markmð.
Af hverju ekki að nota reiðina/orkuna til þess að byggja upp í stað þess að rífa niður. Ef við pössum að þeir sem hafa brotið lög og hagað sér óvarlega nái ekki undir sig eignum sem við viljum ekki að þeir fái, þá getum við dæmt þá seinna. 

 


mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt að hylja andlit sitt!

Fólk sem hylur andlit sitt er væntanlega að gera eitthvað sem það sammast sín fyrir. Og beitir sömu 1953_081208%20motmaeli%20althingiog hryðjuverkamenn. Ekki beint hægt að segja að þau séu það stolt yfir aðgerðum sínum. Minnir mann á myndir asíu og Suður Ameríku. Vill mælast til þess að þau drífi sig bara þangað. Þetta eru væntanlega svipaðir persónuleikar og krota á byggingar í skjóli nætur.


Mynd af www.mbl.is 


mbl.is Lögregla ræddi við mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þið afsakið ég er svo vitlaus

Hvað eiga menn við með þak á hækkun höfuðstóls? Eru menn að tala um % eða upphæð? Ef ég skulda 40 milljónir í húsinu mínu hvað eiga þeir þá við varðandi höfuðstólinn. Má hann hækka um ákveðið margar milljónir eða ákveðna prósentu? Ef það er krónutala: Er einhver sanngirni þá í því að sá sem er með lán upp á 15 milljónir geti lent í því að lánið hans hækki um kannski 3 milljónir en sá sem er með 40 milljónir hækki um sömu upphæð. Hvar á að setja mörkin?

Væri ekki nær að íbúðarlán verðtryggð yrðu bara fryst alveg í næstu 5 mánuði. Á meðan að málin yrðu skoðuð og hvernig þau þróast. Og tíminn notaður í vandaðar aðgerðir sem eru úthugsaðar?

En ég er sammála með hækkun vaxtabóta og nauðgunaruppboð. En síðan er alltaf spurning hvaðan peningarnir eiga að koma til að borga þetta?

Smá viðbót hér má sjá allar tillögur Vg í heild. Tek sérstaklega eftir þessum liðum

- Umtalsverðu viðbótarfjármagni verði strax veitt til sveitarfélaganna.
- Opinberum bönkum og lánastofnunum verði gert að styðja atvinnufyrirtæki gegnum yfirstandandi erfiðleika með skuldbreytingum, nauðsynlegri rekstrar- eða endurfjármögnun.

Og enn og aftur verð ég að spyrja hverjir eiga að borga þetta? Þetta kostar aukna skatta og getur verið að það sé óhjákvæmilegt en hverjir og hvað mikið þurfa að borga. Held að þessar tillögur séu upp á nokkur % hækkun skatta ef þetta lendir flatt á okkur öllum

Og svo kemur fram hjá þeim:

•    Samfélag: Tryggja þarf hækkun atvinnuleysisbóta, húsaleigubóta og vaxtabóta. Virkja þarf allar stofnanir samfélagsins til að taka þátt í endurreisn samfélagsins og styrkja þarf sérstaklega stöðu ungmenna og ungs fjölskyldufólks.
•    Efnahags- og ríkisfjármál: Dreifa þarf skattbyrðinni á réttlátari hátt og skera um leið niður ríkisútgjöld, m.a. með sparnaði í rekstri stofnana, með því að skera niður hernaðarútgjöld og utanríkisþjónustu og með því að lækka laun æðstu ráðamanna og fella úr gildi eftirlaunalög byggð á sérréttindum. Breikka þarf tekjustofna sveitarfélaganna til að efla sjálfstæði þeirra og sjálfsforræði. Ganga þarf út frá því að halli á ríkissjóði og sveitarfélögum sé óhjákvæmilegur á meðan á kreppunni stendur. Komast verður að niðurstöðu um framtíðargjaldmiðil Íslands.

Og aftur erum við að tala um milljarða tugi eða hundruð. Hvaðan eiga peningar að koma í þetta? Ekki svo gott að taka lán fyrir land sem hefur ekkert lánshæfismat. Veit að þeir vilja að við semjum ekki við Breta um IceSave og ekki taka lán hjá IMF, þannig að ég spyr hvar eigum við að ná í þessa peninga?

En Vg er farið að vinna heimavinnuna sína. Reyndar var maður að hlusta á Silfur Egils og Sprengisand í dag og hugmynd Vg um að taka upp aðra mynt en evru einhliða  telja sérfræðingar út í hött. M.a vegna eigna útlendinga hér sem mundu tæma allan þann gjaldeyri sem við þyrftum að kaupa til að skipta út krónunni. Þannig að við hefðum þá ekkert upp á að hlaupa.

Við verðum að fara að senda alla flokka í baklandið sitt. Þar sem að þeir móta framtíðarsýn fyrir Ísland og leiðir að þeim. Við verðum síðan að fá að kjósa milli þeirra eftir því hvaða framtíðarsýn þeir boða og hvernig þeir ætla að vinna að henni.


mbl.is Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gengur visir.is og Stöð 2 til?

Forsætisembættið hefur um 8 manns í vinnu. Þeir á Stöð 2 persónugera kostnað embættisins þannig að þetta virðist allt vera kostnaður Ólafs sjálfs. Hvað er að þessum mönnum?

Hvað eig þeir eiginglega við með fyrirsögn eins og þessari:

Talar í símann fyrir 19 þúsund á dag - alla daga vikunnar

Og eins:

Gera má ráð fyrir að forsetinn hafi hringt mikið til útlanda á árinu en símreikningur er á sjöttu milljón króna. Teknar voru myndir af Ólafi fyrir 1,6 milljónir og tók embættið leigubíla fyrir 1,4. Það var ferðast á árinu, þó lítillega innanlands eða fyrir 400 þúsund en til útlanda fyrir 9,6 milljónir og þá ekki gist frítt en hótelkostnaður er fyrir rúmlega fimm milljónir.

Í yfirlýsingu frá embætti Forseta segir:

Gefið er í skyn að forsetinn sé einn ábyrgur fyrir símakostnaði á vegum embættisins en þar er um að ræða síma- og fjarskiptakostnað vegna starfsemi á forsetaskrifstofu og allra átta starfsmanna embættisins.

Síðan talar Stöð 2 og visir.is um að teknar hafi verið myndir af forsetanum fyrir 1,6 milljónir. Þetta er líka algjörlega út í hött þar sem inn í þessu eru myndatökur af öllum atburðum sem eru haldnir á Bessastöðum eins og segir í athugasemd frá embættinu:

Myndatökur á vegum embættisins eru einkum af trúnaðarbréfsafhendingum erlendra sendiherra og heimsóknum fulltrúa erlendra ríkja til Íslands.

Og síðar segir í athugsemdum:

Gefið er í skyn að veisluhöld fyrir erlenda þjóðhöfðingja eða handboltaliðið hafi kostað 9 milljónir króna. Tekið er á móti 6.000-8.000 gestum á ári hverju á Bessastöðum og er risnukostnaðurinn vegna heimsókna þessa mannfjölda.

Framsetning á kostnaði vegna ferðalaga innanlands og erlendis er einnig ýmist rangur eða villandi. Einnig er rangt að tala um að bensínkostnaður eigi við um bifreið forsetans, heldur er um að ræða kostnað vegna allra bifreiða embættisins, þar með taldar þjónustubifreiðar.

En það er athugsemd á visir.is frá ritstjórn sem kórónar málið:

Athugasemd frá ritstjóra:

Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 vill taka það fram að allar tölur sem fram koma í fréttinni eru réttar. Þær eiga við um embættið í heild sinni, en ekki forsetann persónulega.

Af hverju tala þeir í fréttinni þá eins og þetta sé kostnaður vegna Ólafs sjálfs. Eins og "Talar í símann fyrir 19 þúsund á dag - alla daga vikunnar" og "Teknar voru myndir af Ólafi fyrir 1,6 milljónir"

Það er ekki víst að traustið aukist á fréttastofu þeirra ef þeir fara að láta svona.

 


mbl.is Forsetaembættið mótmælir frétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útifundurinn á Austurvelli

Var að hlusta á ræðurnar á Austurvelli áðan.

Fyrri ræðumaðurinn var kynntur sem eini maðurinn sem hefði misst allt sem Hörður hafði fundið sem þorði að tala opinberlega.

Held til að byrja með að menn sem ætla að hafa áhrif á umræðuna verði að að fá einhverja til að lesa ræðurnar yfri fyrir sig. Þó ég skrifi og tali vitlaust þá var þetta svo áberandi hjá honum. Auk þess sem hann talaði út og suður.

  • Hann talaði eins og það væru samantekin ráð hjá fjármögnunarfyrirtækjum, íbúðarlánasjóði, verkalýðsfélögum, líffyrirsjóðum, stjórnvöldum og Alþingi að ráðast að fólki.
  • Hann talaði um að Íbúðarlánasjóður væri ekkert of góður til að fella niður verðtryggingu. Jafn vel þó það sé ljóst að þá mundi hann verða gjaldþrota innan nokkra mánuða. Enda líka ljóst að ef hann einn ætti að afnema verðtryggingu mundi þurfa að hækka vexti í um 20%.
  • Hann talaði um að verkalýðs félögin gengju erinda auðmanna þegar þau styðja ekki afnám verðtrygginga á lífeyrissjóðlán. Hann talaði um að lífeyrissjóðir landsins væru hlutfallslega stærri en olíusjóður Norðmanna. Hann bara gleymdi því að við sjálf eigum lífeyrissjóðina og þeir eru reiknaðir þannig að hver árgangur landsmanna eigi að geta fengið greitt úr þeim þegar þeir eldast. Hann gleymdi því að þeir voru að tapa nú síðustu vikur um 25% af eignum sínum.

Ekki það að ég er á móti verðtryggingu eins og aðrir en ég tel að henn verði ekki aflétt nema að við tökum upp nýja gjaldmiðil eða tengingu við aðra mynt.

En það sem var þó eftirtektarvert hjá honum var að allt þjóðfélagið var undirlagt undir umræðunni hér fram á þetta ár að gengistryggðlánin væru það besta. Og ekkert hlustað á hina sem vöruðu við þessum lánum. Enda voru þau boðin á kostakjörum. En þetta með bílinn hans og skuldir er náttúrulega leiðinlegt og eingöngu milli hans og fjármögnunar fyrirtækis hans. Fyrirtæki eru að fara í þrot út um allt og oft vegna þess að þau eru svo skuldsett. Og dráttarbíll er náttúrulega í sjálfu sér fyrirtæki.  Það er ekki Lýsingu að kenna að gengið féll.

Finnst samt að þeir sem tala þarna og annarstaðar verði að passa sig varðandi staðreyndir. Þeir geta verið skoðanamyndandi fyrir fólk sem ekki hefur kynnt sér málin og því verða þeir að fara með rétt mál.

Eins er ekki rétt að mínu mati t.d. að alhæfa eins og " allir þarna á Alþingi eru algjörir aumingjar" og fleira svona sem ég heyrði og nenni ekki að tiltaka hér.

Gerður Kristný var mjög góð.

Loks ítreka ég eins og ég hef áður sagt að Hörður og co verða að koma með raunhæfa möguleika á því hvað á að koma í staðinn fyrir alla sem þeir vilja að segi af sér. Og hvernig á að velja þá?

 

 


mbl.is „Ábyrgðin er ekki okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband