Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Sunnudagur, 21. desember 2008
Næsta húsnæðisbólan að skella á USA!
Var að sjá 60 minutes í dag og þar voru þeir að fjalla um að USA sé ekki komin á botninn. Nú þegar undirmálslánin hafa sett bankakerfið í heiminum á hausinn er næsta bylgja að skella á þeim. EN það eru lán sem báru litla vexti í upphafi til að hvetja fólk til að taka lán. Síðan áttu þau að græða á því að húsnæðisverðið mundi hækka áður enn vextir á láninu hækkaði. Og þessi lán eru að skella á fjármálamarkaðinn á næstu misserum. Og þar er um meiri fjármuni að ræða en í undirmálslánunum.
Sjá hér
Og hér er seinnihlutinn.:
Hlusti sérstaklega á nálastungufræðinginn sem fór í fasteignabraskið. Þetta minnir nú mjög á Íslendinga.
Obama kynnir efnahagsaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 21. desember 2008
Held að menn séu nú að missa glóruna.
Kýkti kíkti inn á þessa síðu www.sorprit.com og verð að segja að þarna fer lið sem maður vildi síður að kæmust til valda hér á landi. Þetta pakk er þarna nafnlaust með hótanir og segist hafa fjársterkan aðila á bakvið sig. Þeir fela sig á bakvið blogspot síðu og eru algjörlega nafnlausir. Svo til að kóróna hlutina kunna þeir ekki Íslensku íslensku.
Þessi setning er t.d. algjör augnabrjótur:
Burt með DV - Sorprit með lygamörða í ritstjórastól á ekki rétt á sér á Nýja Íslandi
DV ritstjórarnir, feðgarnir Reynir Traustason og Jón Trausti hafa nú báðir verið staðnir að því að ljúga að þjóðinni. Þeir kunna ekki að skammast sín og hafa haldið áfram í leiðurum blaðsins.
Hvað eiga menn við með "Þeir kunna ekki að skammast sín og hafa haldið áfram í leiðurum blaðsins."
Finnst nú lágmark að menn sem hafa fyrir því að skrá síðuna á sér lén og senda út föx á alla auglýsendur, fari yfir það sem þeir láta frá sér.
Spurning hvort að þessir menn hafi hugsað um að þeir eru að vega að vinnu kannski 20 til 40 manns? Fólks sem ekkert hefur gert af sér?
Auglýsendum DV hótað með válista? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 20. desember 2008
Ekki víst að það sé til góðs
Hafði birt þessa frétt áður sem ég las á visir.is og geri það hér aftur:
Tímaspursmál er hvenær Ekvador kastar fyrir róða Bandaríkjadal sem þjóðargjaldmiðli hefur Bloomberg fréttaveitan eftir Alberto Ramos, S-Ameríku-sérfræðingi Goldman Sachs bankans í New York í Bandaríkjunum.
Sérfræðingurinn dregur þessa ályktun af því að landið ætli ekki gera upp skuldir sínar vegna alþjóðlegrar skuldabréfaútgáfu upp á 3,9 milljarða dala og eigi nú í viðræðum við útgefendur um skuldaafslátt.Alberto Ramos segir notkun Ekvador á dalnum sem gjaldeyri þýða að Rafael Correa, forseti landsins, hafi ekki tök á að veita peningum í hagkerfi landsins vegna þurrðar á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum um leið og tekjur hafi hrunið af olíuútflutningi landsins. Hann segir forsetann andsnúinn dollaravæðingu landsins, sem átti sér stað árið 2000, og kunni að nota efnahagsástandið til að hverfa frá henni.
Ég myndi ekki veðja á að dalurinn verði hér í notkun eftir þrjú til fimm ár," segir hann.
Þá er haft eftir sérfræðingum annarra banka að einhliða upptaka dalsins í löndum á borð við Ekvador, Panama og El Salvador, sé ávísun áúrræðaskort hjá stjórnvöldum þegar hægi á í hagkerfinu.
Sérfræðingur Barkleys-banka telur líklegt að gjaldeyrishöft verði innleidd í landinu áður en að því komi að dalnum verði kastað. Það sé ekki einfalt mál því kynna verði þá til sögu nýja mynt sem engin eftirspurn sé eftir.
Einhliða upptaka gjaldmiðils | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. desember 2008
Alveg er Vg samir við sig.
Þær byrja vel tillögur Vg en í lokinn þegar þeir eru búnir að stinga upp á ágætum leiðum til að spara þá allt í einu á að eyða þeim sparnaði og gott betur. Þessar tillögur koma þeir með rétt eftir að fulltrúi AGS var að segja okkur að við verððum að spara enn meira á næsta ári og skera niður. Halda menn virkilega að þá sér skynsamlegast að draga úr sparnaðar aðgerðum núna. Þá verður bara enn meiri niðurskurður næst. Guð hjálpi okkur ef þessir menn væru við stjórnvölinn núna. Þeir hafa barist á móti því að við tækjum lán, semdum við Breta og í raun öllu nema að þeim fannst að við ættum kröfu á að Noregur reddaði okkur. Ef þeir réðu núna þá sætum við hér á landi með engin millilandaviðskipti, án Erlendsgjaldeyris til að versla fyrir. Hefðum takmarkað eldsneyti og værum á leið aftur í gráa forneskju.
Vinstri grænir kynna þrjú frumvörp um skattabreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. desember 2008
Ekvador ekki svo glaðir með dollara!
¨Finnst að menn hafi nú ekki talað mikið um þessa frétt af www.visir.is
Tímaspursmál er hvenær Ekvador kastar fyrir róða Bandaríkjadal sem þjóðargjaldmiðli hefur Bloomberg fréttaveitan eftir Alberto Ramos, S-Ameríku-sérfræðingi Goldman Sachs bankans í New York í Bandaríkjunum.
Sérfræðingurinn dregur þessa ályktun af því að landið ætli ekki gera upp skuldir sínar vegna alþjóðlegrar skuldabréfaútgáfu upp á 3,9 milljarða dala og eigi nú í viðræðum við útgefendur um skuldaafslátt.Alberto Ramos segir notkun Ekvador á dalnum sem gjaldeyri þýða að Rafael Correa, forseti landsins, hafi ekki tök á að veita peningum í hagkerfi landsins vegna þurrðar á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum um leið og tekjur hafi hrunið af olíuútflutningi landsins. Hann segir forsetann andsnúinn dollaravæðingu landsins, sem átti sér stað árið 2000, og kunni að nota efnahagsástandið til að hverfa frá henni.
Ég myndi ekki veðja á að dalurinn verði hér í notkun eftir þrjú til fimm ár," segir hann.
Þá er haft eftir sérfræðingum annarra banka að einhliða upptaka dalsins í löndum á borð við Ekvador, Panama og El Salvador, sé ávísun áúrræðaskort hjá stjórnvöldum þegar hægi á í hagkerfinu.
Sérfræðingur Barkleys-banka telur líklegt að gjaldeyrishöft verði innleidd í landinu áður en að því komi að dalnum verði kastað. Það sé ekki einfalt mál því kynna verði þá til sögu nýja mynt sem engin eftirspurn sé eftir.
Evran komin yfir 171 krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. desember 2008
Og hvað vill fólk þá gera í staðinn?
Tekju ríkisins eru að dragast saman nú þegar og enn meira á næsta ári. Við erum ekkert að fara að borga af lánum til AGS og IceSave á næsta ári. Samt er útlit ljóst að með framlögum til að halda bönkunum gangandi og svo venjubundnum rekstri ríkisins er 160 til 180 milljarðar í mínus á næsta ári. Þetta er halli á fjárlögum eins og við höfum svo oft þekkt hér áður. Síðan vill fólk ekki að nein þjónusta sé skert og væntanlega eru þau ekki sátt við að skattar séu hækkaðir. Hvað vill fólk þá að sé gert? Spurning hvað eiga þau við með:
"Frumvarpið festir í sessi þá ætlun ríkistjórnarinnar að láta almenning í landinu borga brúsann fyrir fjármálaóreiðu, ábyrgðarleysi og óheilindi fjárglæframanna og vina þeirra í núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn í stað þess að sækja þá til saka sem raunverulega ábyrgð bera.
Hvernig heldur fólk að það sé tekist á við kreppu? Það er einmitt að allir verða að leggja á sig auknar birgðar. Þannig er það bara. Ef þjóð á að komast út úr kreppu þá kostar það hana mikla tímabundna erfiðleika. Í Finnlandi kvað svo rammt að þessu að bjóða þurfti upp á heitar máltíðir í ókeypis í öllum skólum því að þangað komu börn sem ekki höfðu fengið heitan mat frá því þau borðuðu í skólanaum síðast. Og biðraðir við hjálparstofnanir voru margir kílómetrar eftir heitri súpu.
Hvað bjargar það skuldastöðu okkar að sækja þá til saka? Alveg er þetta makalaust! Halda menn að við getum bara sagt öllum skuldunautum: "Ja við ætlum ekkert að borga. Við ætlum að rukka nokkra menn og gjaldþrota fyrirtæki þeirra um þessa skuld og borgum þá kannski eftir 7 eða 8 ár þegar málaferlum lýkur .En úps kannski eiga þeir ekkert handa okkur nema skuldir"
Minni á að skv. þessari áætlun okkar og AMG er gert ráð fyrir að við greiðum þeirra lán niður á 4 árum frá 2012 til 2015. Og að þeirra lán er ekki nema 25% af því sem við fáum lánað. Önnur lán eru frá löndum í kring um okkur. Og eins að stefnan er að þurfa ekki að draga á þessar lánalínur að fullu sem þýðir að við borgum aðeins fyrir það fé sem við þurfum að nota. Sumt verður bara áfram í formi lánalína. Og halla á ríkissjóð höfum við oft upplifað áður þó hann hafi kannski ekki verið svona gríðarlegur. USA er með gríðarlegan halla á ríkissjóði og búið að vera lengi. Þessu er mætt þar með því að prenta peninga. Það er ein af þeim hugmyndum sem eru upp hér.
Svona áskoranir sem fela ekki í sér neinar hugmyndir að öðrum lausnum ætti fólk ekki að skrifa undir.
Síðan er ágætt að hugsa líka út í það þó við hefðum bjargað bönkunum frá gjaldþroti. Þá voru þeir ekki búnir að lána almenningi hér í tæpt ár og eins og staðan er í Evrópu þá væri hér kreppa hvort eð er. Því að flestir bankar sem voru að lána Íslensku bönkunum eru sjálfir í miklum erfiðleikum. Og því eru líkur á að hér væri allt að skreppa saman. Bankarnir væru að draga úr starfsemi og flytja sem mest af henni erlendis og fyrirtæki að loka því þau fengju ekki lán og krónan hefði líka haldið áfram að falla. Þetta held ég að sé nokkuð ljóst að væri að gerast hér. Þó ekki eins rosalega og gerðist í október en samt í þá átt bara hægar.
Forseti hafni fjárlagafrumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Eigum við ekki að fara að huga að framtíðinni? Frekar en að eyða svona mikilli okru í að finna sökudólgana.
Finnst þessi ógnar áhugi fólks á að finna sökudólga og krefjast refsinga sé farinn að trufla okkur full mikið. Væri ekki skynsamlegast að koma þessum málum bara í rannsókn hjá aðilum sem við treystum og bíða eftir niðurstöðum þeirra
Er ekki nær að fólk fara að huga að því hvernig landi við viljum búa í framtíðinni? Finna leiðir til að ná þeim takmörkunum og hefjast handa.
Fjölmiðlar eru undirlagðir í svona gróusögum og flökkusögum sem eiga sér svo engar stoðir og bloggið slær allt út. Maður hefur heyrt um gríðarlega aukningar á sjálfsmorðum sem Landlæknir bar síðan til baka. Maður hefur heyrt um að heilu gámunum af göngum hafi verið eytt sem komu frá bönkunum. En nú á þessum tímum geta tölvusérfræðingar nær alltaf rakið slóð nær allra skjala og séð hvaða skjölum hefur verið eytt. Maður hefur heyrt að þessi og hinn sé að fá sérmeðferðir hjá bönkum en það verður kannað í rannsóknum.
Er ekki kominn tími til að fólk hér á Íslandi reyni að átta sig á sinni Útópíu og hvernig hægt væri að skapa þjóðfélag sem kemst næst því.
Af hverju eru dagblöð og fjölmiðlar ekki t.d. með fréttaskýringar varðandi ESB aðild. Þar sem að með almennilegri blaðamennsku er skýrt út fyrir fólki kostirnir og gallar. Hvað þarf að varast og hvernig aðrar þjóðir líta á aðild sína þar inni.?
Er hægt að skapa stöðuleika hér til framtíðar og hvað þarf til?
Er hægt að taka upp gjaldmiðil einhliða og hvað þarf þá til?
Af hverju eru hér ekki fréttaskýringar þar sem nákvæmlega er farið í hvernig aðrar þjóðir tókust á við sínar kreppur. T.d. Svíar, Finnar og fleiri lönd?
Af hverju er ekki komið fram frumvarp um fjölmiðla sem tekur á þvi að einn maður geti ekki átt alla fjölmiðlana. Þó fjölmiðlafrumvarp hafi verið dregið til baka hér um árið þá vildu allir lög um fjölmiðla?.
Ég vill að við förum að leggja áherslu á að framtíðina. Hverju megum við búast við næstu ár? Hvað þarf að gera til að komast sem fyrst út úr þessu? Hverju á að breyta til að koma í veg fyrir að þetta komi aftur fyrir? Og svo hverjir eiga að móta framtíð okkar?
Og í kjölfarið þá getum við kosið milli þeirra leiða sem okkur lýst á. Það gerum við með því að kjósa þann flokk sem kemst næst þeirri framtíðarsýn sem kjósandin hefur.
Fyrrum bankastjórar koma ekki að rekstri Nýja Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. desember 2008
Auðvita gerum við það!
Rehn: Ísland gæti komið óvænt með aðildarumsókn 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 13. desember 2008
Þá gerum við það bara Björn!
Björn er auðsjáanlega búinn að gleyma því að í aðildarviðræðum við hin ýmsu lönd hefur verið samið um viðvarandi og tímabundnar undanþágur. Eins hefur ESB brett og tekið upp hjá sé þessar undanþágur sem viðbætur við stofnsáttmála. T.d. vegna landbúnaðar á norðlægum slóðum þegar að Svíar og Finnar gegnu inn.
En ef það er einhver huggun og auðveldar málið þá er hægt að hafa þjóðaratkvæði um þetta. Hefði nú haldið að það væri nú samt betra að hefja aðildarviðræður og geta lagt eitthvað fyrir þjóðina svo hún gæti tekið upplýsta ákvörðun. En Björn er auðsjáanlega á því að Fólkið séu fífl. Og hann og vinir hans viti þetta svo miklu betur. Eins og þegar þeir stóðu fyrir því að gefa bankana, aflétta nær öllum reglurm af þeim og atvinnulífinu, af því frelsið var svo frábært og mundi sjálft sjá um allt eftirlit. Og lækka skatta af atvinnulífinu af því að þá kæmi það í veg fyrir að menn reyndu að komast hjá sköttum með undaskotum. Hef nú ekki séð það síðustu daga þegar komið hefru í ljós að milljarðar hafa streymt í skattaparadísi í Kyrrahafi og Ermasundi. Held bara að flest sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt um efnahags- og peningamál hafi reynst rangt.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2008 kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 7
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 969564
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson