Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Með afbrigðum hvað kemst í fréttir

Það að einhver lögfræðistofa sé að skoða að fara í mál við ríkið er nú varla frétt. Það er frekar spurning af hverju lögfræðistofan sé ekki búin að taka ákvörðun um þetta mál. Nú eru þetta væntanlega lögfræðingar og ættu því að vera búnir að mynda sér skoðun um þetta mál áður en þeir rjúka með þetta í fjölmiðla.

Búinn að kíkja á þennan Eirík S. Svavarsson á GOOGLE og skv. því þá er þetta indefence maður, stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og því virkur Sjálfstæðismaður. Og furðulegt að fyrirsögn fréttarinnar á visir.is skuli vera: !"Íslenskir lögfræðingar stefna ríkivegna Icesave" Svo kemur í ljós að þeir séu að skoða málið. Alveg makalaust að halda að þessar skuldbindingar varði við stjórnarskrá. Þá væru allar stórar lántökur brot á stjórnarskrá. Það væri líka spurning hvernig þessir lögfræðingar ætluðu þá að bregðast við ef við værum dæmd til að borga þetta? Við gætum þá væntanlega ekki samið um eitt eða neitt fyrst það er brot á stjórnarskrá.


mbl.is Skoða málsókn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðis- og framsóknarmenn skjóta sig í fótinn.

Kannski er þetta vægt í fyrirsögn hjá mér! Ætti að vera að þessir flokkar eru að skjóta af sér fótinn með því að rjúka upp á Alþingi án þess að vera búnir að kynna sér ræðuna. Eða vera reknir til þess af kvótaeigendum?

Í ræðunni segir Árni Páll:

Við heyrum oft nú að skattahugmyndir og fjandsamleg afstaða stjórnvalda komi í veg fyrir atvinnusköpun. Kvótaeigendur óttast um sinn hag. Erlend stórfyrirtæki kvarta sáran undan töfum í stjórnkerfinu og ýmsir ágætir vinir mínir hér innan dyra taka undir þær áhyggjur. Ekki stendur á mér að hvetja til góðra vinnubragða í stjórnsýslu og þess að gætt sé sanngirni í samningum við erlenda fjárfesta.

Við viljum semja við erlend fyrirtæki en ekki upp á hvaða býti sem er. Við erum til dæmis ekki tilbúin að semja um óendanlega skattaafslætti. Atvinnulíf sem ekki getur lagt af mörkum til samfélagsins er ekki upp á marga fiska. Við getum tekið dæmi af sjávarútveginum sem hefur notið ríkulega ávaxtanna af stórfelldri gengisfellingu, en kveinar samt viðstöðulítið undan hugmyndum um hóflega innköllun aflaheimilda. Afkomubati sjávarútvegsins á síðasta ári hleypur á tugum milljarða. Þessi afkomubati er fenginn með fórnum ykkar og ykkar félagsmanna. Gengisfellingin færði peninga frá íslensku launafólki til sægreifa og stóriðju. Grátkór og kveinstafir útgerðar og álfyrirtækja er háværari og ágengari á sama tíma og launafólk hefur stillt kröfum í hóf og sýnt mikið þolgæði. Það er íhugunarefni. Ef sjávarútvegur og stóriðja geta ekki þolað hóflega innköllun veiðiheimilda og hóflega auðlindaskatta er spurning hvort við séum yfir höfuð að veðja á réttan hest. Verðum við þá ekki að leita annara kosta um framtíðaratvinnuuppbyggingu?

Þetta er óvart það sem mikill meirihluti þjóðarinnar talar um og er sammála.


mbl.is Gagnrýna Árna fyrir ASÍ-ræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er búinn að komast að því að Framsókn er ekki þingtækur flokkur

Eftir að hafa hlustað á Sigmund og síðar Vigdísi sem er rétt í þessu að tala í fyrstu umræðu er ég búinn að komast að þvi að þetta fólk er ekki þingtækt. Bullið það rennur úr þeim eins og vorleysing. Þau láta eins og þau séu í leikskóla og hrópa og kalla og tala eins og biluð plata.

Hlutir eins alþingi er búið að samþykkja þetta með lögum og þeim má ekki breyta. Ef þetta væri rétt hjá þeim værum við enn með lög hér frá Landnámsöld. Og ýmis mistök væru hér enn í lögum. Hér væri t.d. ennþá áfengisbann frá fyrrihluta síðustu aldar. Málið er að Bretar og Hollendingar samþykktu ekki alla þessa fyrirvara og sér í lagi að við ætluðum ekki að bera ábyrgð á því sem útaf stæði 2024.

Gleymdi Höskuldi hann er nú dæmi út af fyrir sig. En svo aftur eru Sif og Guðmundur Steingríms á allt annari og yfirvegaðri línu.

 


mbl.is Stjórnvöld á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halda menn virkilaga að maður trúi á þessar yfirlýsingar?

Gylfa er það eflaust vel ljóst sem og Vilhjálmi hjá SA að þó að þessar aðgerðir ríkisins dragist aðeins þá er fólk ekki almennt held ég til í stríð á vinnumarkaði. Það er ljóst að það er ekkert svigrúm fyrir hækkanir sem og að fyrirtækin mega ekki við því að hér kæmi verkföll. Svo er það furðulegt að beita þessum samtökum vinnumarkaðarins eins og þetta séu flokkar í stjórnmálum.

Hafa þessi labbakútar t.d. athugað hvort að einhverjir Íslendingar fá vinnu við nýjar virkjanir og Álver eða hvort að þetta séu verk sem þarf að bjóða út á EES svæðinu og verða svo unnin af Kínverjum?


mbl.is Í uppnámi í þriðja sinn á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja þarf kannski að svara þessu þá líka!

Finnst það umhugsunarvert fyrir Lilju og fleiri sem hafa tjáð sig um að það þurfi að milda hér niðurskurð og skatta hvernig við ætlum þá að komast af! Ef að þjóðarbúið er rekið í dag með 200 milljarða fjárlagagati, þá þýðir það væntanlega að við þurfum að taka lán til að greiða það. Svo hvernig ætlar Lilja að fjármagna það þegar okkur bjóðast ekki lán umfram það sem AGS og þau ríkis sem eru í þeim pakka skaffa okkur? Og viðvarandi halli á ríkibúskapnum kallar væntanlega á enn hærri lán til að loka hallanum. Og þar með fer enn hærri hluti ríkisútgjalda um lengri tíma í vaxtargreiðslur. Og þá verður væntanlega enn erfiðara að loka þessu gati.

Ég tala nú ekki um ef við eins og hún og fleiri vilja spörkum AGS í burt. Hvernig ætlar hún þá að fá lán til að greiða af skuldum og og um leið að vinna á þessum halla?

Finnst stundum eins og fólk haldi að ríkið geti bara skroppið í næsta banka og það séu allir til að lána okkur á súper kjörum. Minni hana og fleiri á því að menn lánuðu okkur á úrvalskjörum þ.e. bönkunum hér og viti menn þeir sem lánuðu okkur þurfa í dag að upplifa að hafa tapað nær öllu sem hingað var lánað. Eða um 8 til 10. þúsund milljarða.

Enn náttúrulega ber AGS að sýna okkur skilning og viðurkenna að með vanefndum sínum höfum við þurft að bera aukin kostnað og erfiðleika. Og í framhaldi af því að styðja okkur íí samningum við lánadrotna þegar það á við.

En Lilja eins og aðrir vita vel að markmið með AGS eru engar ölmusur. Þeir gera ráð fyrir að fá allt framlag sitt til baka. Og því er þetta ekki eins og hjálpastarf hjá þeim þar sem að ríki fá styrki sem eru ekki endurkræfir.
mbl.is Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfalt - Hugsa málið til enda

Heyrði áðan viðtal við einhvern sem starfar hjá Orkurannsóknum. Hann sagðist ekki efast um að það væri hægt að finna orku fyrir bæði Helguvík og Bakka. En hann lagði áherslu á að í dag vissu þeir mjög lítið um magn orku sem væri til staðar og eins gæti orkan verið á svæðum sem væru óaðgengileg af mörgum orsökum. Hann benti á að menn hefðu alls ekki rannsakað þessi svæði nóg og það tæki langan tíma.

Ef menn flýttu sé um of væri hætt á að þessi svæði hættu að vera sjálfbær sem þýðir að menn gætu verðið að virkja of mikið á sumum svæðum sem mundi valda því að menn gengju á jarðvarman sem gerði það að verkum að menn kláruðu á skömmum tíma þá orku sem væri í boði. Almennt á að miða við að hver virkjun á þessu svæðum sé sjálfbær sem þýðir að hún á að duga í það minnst í 100 til 200 ár.

Hann talaði um að það yrði að virkja á hverju svæði í smáum þrepum og ekki meira en 50 Mw á hverju svæði. Skv. þessu þyrfti þá að virkja á yfir 10 svæðum til að skaffa orku í fullbúið Álver í Helguvík. Eins sagði hann að án borana og rannsókna vissu menn ekkert um hversu mikla orku má fá á svæðunum. Og þó sum svæði væru mjög líkleg þá vissu menn ekkert um hversu vel gengi að finna jarðhitan, eða hvort hægt væri að vinna hann. Hann taldi að málið væri einfaldara fyrir Norðan. En nefndi líka að svæði eins og Gjástykki og Krafla væru umdeild.

Eins og framtíðarlandið segir væri nú ekki rétt áður en samtök atvinnurekenda og verkalýðsins færu í svona herferð eins og er í gangi reyndu nú að skoða heildarmyndina.

Eins væri þess virði að einhver segði okkur hvernig á að tryggja að þessi störf verði unnin af Íslendingum. Er ekki skylda að bjóða þessi verk út á EES svæðinu. Man ekki betur en að 75% af þeim sem komu að Reyðaráli og virkjun í Kárahnjúkum væru erlendir aðilar. Aðallega Kínverjar. Og eins var þetta upp í Hellisheiðavirkjun minnir mig.

Það væri því gaman að sjá hvernig menn ætla að tryggja að þetta dragi úr atvinnuleysi? Og eins hvernig menn ætla að mæta því höggi sem kemur þegar að framkvæmdum líkur. Mig minnir endilega að það sé fólksfækkun í Fjarðarbyggð. Þannig að það er ekki eins og þessi Álver tryggi nokkuð. Það loka fullt af fyrirtækjum sem geta ekki keppt við Álverin á staðinn þegar það er komið í gang.

Fólksfjöldi Fjarðarbyggð

2005

 
Neskaupstaður, Fjarðabyggð1.411
Eskifjörður, Fjarðabyggð999
Reyðarfjörður, Fjarðabyggð696
Fáskrúðsfjörður, Fjarðabyggð614
Stöðvarfjörður, Fjarðabyggð

257

Samtals 3977

2006

 
Neskaupstaður, Fjarðabyggð1.410
Eskifjörður, Fjarðabyggð1.008
Reyðarfjörður, Fjarðabyggð1.424
Fáskrúðsfjörður, Fjarðabyggð623
Stöðvarfjörður, Fjarðabyggð236

Samtals 4701

2007

 
Neskaupstaður, Fjarðabyggð1.400
Eskifjörður, Fjarðabyggð1.063
Reyðarfjörður, Fjarðabyggð2.250
Fáskrúðsfjörður, Fjarðabyggð612
Stöðvarfjörður, Fjarðabyggð

231

 

Samtals 5556

2008

 
Neskaupstaður, Fjarðabyggð1.462
Eskifjörður, Fjarðabyggð1.119
Reyðarfjörður, Fjarðabyggð1.502
Fáskrúðsfjörður, Fjarðabyggð689
Stöðvarfjörður, Fjarðabyggð232

Samtals 5004

2009

 
Neskaupstaður, Fjarðabyggð1.454
Eskifjörður, Fjarðabyggð1.087
Reyðarfjörður, Fjarðabyggð1.098
Fáskrúðsfjörður, Fjarðabyggð695
Stöðvarfjörður, Fjarðabyggð

235

Samtals 4596

Eini staðirnir sem halda  sínu er Neskaupsstaður þar sem Álverið hefur lítil áhrif.

Það þarf að skoða heildarmyndina og fara varlega. Samtök eins og SA og ASÍ eiga ekki að pressa á svona risa framkvæmdir fyrr en þeir eru búnir að skoða heildarmyndina.

 


mbl.is Vilja öguð vinnubrögð um stórframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi Birgir hættu þessu!

Sé ekki að Birgir Ármannsson hafi gert neitt á sínum þingferli sem gefur honum leyfi til að koma með svona yfirlætsfull ummæli um þingmenn  annarra flokka.
mbl.is Lásu þau Icesave-plöggin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnst nú lágmark að þingmenn kynni sér um hvað málið snýst áður en þeir ráðast að ráðherra

Hef verið að skoða fyrirhugaða SV línur sem hægt er að lesa sig til um hér: http://www.sudvesturlinur.is. Þetta er engin smá framkvæmd. En um framkvæmdina í hnotskurn má lesa á þessari síðu m.a.

Framkvæmdirnar í hnotskurn

 

Hið endurnýjaða meginflutningskerfi raforku á Suðvesturlandi mun hér eftir sem hingað til byggjast á loftlínum en á nokkrum stöðum er gert ráð fyrir jarðstrengjum til tenginga – og þannig dregið úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna.

  • Í heildina er um að ræða nýbyggingu á u.þ.b.152 km af loftlínum og  endurnýjun á um 19 km af línum meginflutningskerfisins.
  • Nýjar tengingar orkunotenda og virkjana við meginflutningskerfið, alls 35 km af loftlínum og 54 km af háspennustrengjum í jörðu.
  • Núverandi háspennulínur rifnar niður og fjarlægðar,alls 97 km af loftlínum.
  • Ný tengivirki rísa á Hellisheiði, við Sandskeið, við Hrauntungur sunnan Hafnarfjarðar og á Njarðvíkurheiði.
  • Tengivirkið við Rauðamel verður fjarlægt.

Og þar má sjá kort af sýnlileika og áhrifasvæði línunar.

synileikakort-yfirlit

Í niðurstöðum Skipulagsstofnunar varðandi umhverfismat segir m.a.

Skipulagsstofnun telur að neikvæðustu áhrif fyrirhugaðra framkvæmda verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag og þar með einnig á útivist og ferðaþjónustu.


Skipulagsstofnun telur að heildaráhrif fyrirhugaðra framkvæmda m.t.t. þessara umhverfisþátta verði óhjákvæmilega verulega neikvæð. Um er að ræða umfangsmikla framkvæmd þar sem fyrirhugað er að reisa 500 ný möstur og leggja milli 180 og 190 km af loftlínum og um 50 km af jarðstrengjum.

Áhrifasvæði línanna mun ná frá Hellisheiði til vestasta hluta Reykjanesskaga og þær munu liggja á löngum köflum um hverfisverndarsvæði, svæði sem eru á náttúruminjaskrá og fólkvanga, stofnaða sérstaklega til útivistar og geta framkvæmdirnar rýrt gildi þessara svæða til útivistar.

Jafnframt liggja línurnar á köflum í grennd við fjölförnustu þjóðvegi landsins, Reykjanesbraut og Suðurlandsveg. Þó að ljóst sé að það er jákvætt að tæplega 100 km af núverandi línum verða fjarlægðar þá eykst umfang raforkulína og mastra talsvert miðað við núverandi aðstæður þegar á heildina er litið.


Fyrirhugaðar háspennulínur verða lagðar um mosagróin nútímahraun, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum, á meirihluta línuleiðarinnar frá Hellisheiði út á Reykjanes. Skipulagsstofnun telur að þegar litið er til heildaráhrifa fyrirhugaðra framkvæmda á jarðmyndanir og gróður verði áhrifin talsvert neikvæð þar sem nútímahraun munu raskast á óafturkræfan hátt á alls tæplega 30 ha landssvæði og nútímahraun eins og um er að ræða á áhrifasvæði framkvæmdanna, þekja lítinn hluta jarðar og sá gróður sem þar vex því frekar fátíður.


Skipulagsstofnun telur að nýlagning lína geti haft talsverð neikvæð áhrif á fugla á löngum köflum fyrirhugaðar línuleiðar vegna áflugshættu og búsvæðaröskunar, auk þess sem línuleið mun á kafla liggja í nálægð við gamlan varpstað hafarna. Á móti koma jákvæð áhrif vegna fyrirhugaðs niðurrifs núverandi lína um Heiðmerkursvæðið. Það er því niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif á fuglalíf verði nokkuð neikvæð vegna lagningar Suðvesturlína.

Hvernig væri nú að menn segðu okkur nákvæmlega fyrir utan þetta hvaðan orkan á að koma í Helguvík þegar álverið verður komið í fulla stærð því að þá bætast við umhverfisáhrif á þeim stöðum sem verða virkjaðir?

Eins væri gott að vita hvernig hægt sé að gefa út leyfi fyrir ákveðinni stærð af verksmiðju án þess að tilgreina hvaðan nákvæmlega orkan á að koma til þess? Nú segja menn að ef að orkan hér á SV horni dugi fyrir fullbúinni Helguvík þá verði í það minnst nær ekkert eftir í neitt annað hér. Og hvernig eigum við þá að skaffa atvinnutækifæri hér næstu áratugina og aldirnar?

Eins væri gaman að menn hugsuðu út það áður en byggingarleyfi er gefið út að með því að leyfa byggingu álvers er það stór ákvörðun að eftir að framkvæmdir eru hafnar hafa eigendur öll spilin á hendi og geta heimtað að vild. Þannig gæti svona vinnubrögð endað með þvi að við þyrftum að virkja í Hvítá við Gullfoss því annars yrði hér tap upp á tugi eða hundruð milljarða. Hvenær ætlum vð að læra að hugsa dæmin til enda?

Þannig ætti Ragnheiður Elín kannski að hugsa til barna sinna! Ef þau vilja starfa við eitthvað sem krefst orku í framtíðnni hvaðan á að fá hana? Þegar hún verður næstu 100 árin bundin í Álverinu í Helguvík

 


mbl.is Umhverfisráðherra vændur um heigulshátt og hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja loksins að komast hreyfing á hlutina

Þingmönnum hefur tekist að tefja þetta mál um mánuði. Reyndar ýmis öryggisákvæði komin inn sem er gott en einnig eru að aukast lýkur á að við verðum hvort eð er búin að borga þetta andskotans Icesave 2024 án þess að það reyni nokkuð á alla þessa fyrirvara.

Nú er þá kominn grunnur til að endurskoða áætlun sem við gerðum og AGS samþykkti og eins að við fáum þessi lán sem talin eru nauðsynleg til að við getum farið að létta smátt og smátt gjaldeyrishöftum og þar með að koma krónunni á eitthvað skrið og í það minnst að eyða út gengis mun á milli krónunnar erlendis og hér.

Þessi áætlun okkar og AGS er eina áætlunin sem við höfum sem unnin er að sérfræðingum bæði hér og erlendis sem hafa unnið við gerð svona endurreisnar áætlana áður. En hér heima keppist hver álitsgjafinn eftir öðrum að benda okkur á patent lausnir sem engin hefur prófað eða þá að þær eru teknar frá einhverjum stöðum sem búa við allt annað umhverfi en við.

Og gjaldþrot fyrirtækja og einstaklinga sem skv. mörgum áttu að rigna yfir okkur láta á sér standa.

Var að hlusta á fréttir frá Kredit-info í morgun og þar kom fram að um 20 einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum sem er ekki gott. En þar kom líka fram að 2005 til 2006 þegar hér vara allt á fullu voru yfir 16 þúsund einstaklingar í alvarlegum vanskilum. Sem vekur furðu mína að einstaklingum í alvarlegum vanskilum hafi nú aðeins fjölgað um rúm 3 Þúsund í öllu þessu hruni sem og að þegar allt gekk vel hafi 16 þúsund manns verið í alvarlegum vanskilum. Það er því ekki furða að mörg heimili bera sig illa núna. Sér í lagi ef svo margir hafa þegar allt gekk vel verið í svona miklum vandræðum.


mbl.is Efnahagsáætlun Íslands endurskoðuð í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband