Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Mánudagur, 19. október 2009
Það er Evrópudómstólinn og EFTA dómsstóllin sem eiga náttúrulega að skera úr um þetta
Enginn vafi er á að Íslendingar bera ábyrgð á Icesave segir Johann Barnard, formaður hollensku samninganefndarinnar. Hann segir Evrópudómstólinn og EFTA dómstólinn eina geta skorið úr um gildi Evrópureglna um innstæður. ( www.ruv.is )
Þetta er kannski vert að gera sér grein fyrir. Johann Barnard benti á í 22:00 fréttum ruv að eðlilega væri það Evrópudómstólinn og EFTA dómstólinn sem gætu skorið úr um greiðsluskildu okkar þar sem að við værum að vitna í Evrópureglur (EES). Og engir aðrir dómsstólar geta skorið úr um þá. Eins þá benti hann á að öll ESB löndin og EFTA löndin utan okkar væru samfærð um ábyrgð okkar. Svo allt gaspur okkar sem í raun byggir á hugmyndum nokkurra lögfræðinga um galla í reglum fyrir okkur ekki ábyrgð á þessu andskotans Icesave.
Síðasta haust þá var kallaður saman gerðardómur sem m.a voru í fulltrúar frá EFTA og ESB þeir voru fljótlega vissir um ábyrgð okkar og til að fá ekki dóm þá sögðum við okkur frá honum.!
Í framhaldi af þessu er hér ábending til FME og Seðlabanka. Nú þegar að bankar eru að komast úr eigu okkar aftur: Gjörið þið svo vel að fylgjst með þessum bönkum almennilega. Setið þeim strangar skorður og beitið öllum ráðum til að þeir haldi sig við eðlilega bankastarfsemi og geri ekkert sem getur komið okkur í vandræði síðar. Og við þurfum ekki seinna en strax að fá stífari reglur, lög og eftirlit skv. þeim
253 milljarða skuldbinding | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Mánudagur, 19. október 2009
Birgir ætti nú kannski að horfa á heildarmyndina ef hann getur!
Ég hef haft gaman af því síðustu ár að kíkja aðeins á umræður á Alþingi svona þegar eitthvað skemmtilegt er í gangi. Það var fyrst nú í sumar sem manni ofbauð hvernig sumir þingmenn eru farnir að láta. Þegar þingmenn sem hafa aðra skoðun en þeir eða jafnvel sömu skoðun eru í ræðupúlti eru nokkrir þingmenn sem sunda það að gera hróp að þeim. Og í dag þar sem Steingrímur hafði knappan tíma þá hrópar Tryggvin eftir að nokkrir höfðu byrjað að gjamma: "Þið eigið ekki að lyppast niður" Menn eru vísvitandi að trufla menn og mér fannst það bara eðlilegt að Steingrímur svarði.
Aðrir þingmenn sem gjamma mikið fram í ræður eru t.d. Sigmundur Davíð, Vigdís, og nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Svona fram í köll voru einu sinni skemmtileg þegar þeim var hóflega beitt en nú eru þau löngu farin að skemma og líkist umræðan oft umræðunni eins og varð fyrir nokkrum árum í Silfrinu þar sem allir gjömmuð ofan í hvern annan og því sagði engin neitt af viti.
Sagði framkomu Steingríms hneyksli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. október 2009
Menn ættu kannski að boða til samstöðufundar með ríkisstjórninni!
Finnst nú kannski að mbl.is sé að gera mikið úr bloggi Jóns Vals! Hann hefur áður hvatt fólk til að mótmæla. Jón Valur hefur ákveðnar skoðanir en talar kannski ekki fyrir skoðunum stórs hóps. En í framhaldið ætti kannski að skoða það að fara að mæta þarna niður á Austurvöll til að hvetja ríkisstjórnina til að klára loksins þetta ömurlega Icesave mál. Og benda þessum þingmönnum á að við séum búin að fá alveg upp í háls af þessu.
Og ég held að öllu lengur gangi sá málflutningur ekki að við gerum upp á milli innistæðna í Íslenskum bönkum eftir þjóðerni. Og viðurkennum að Bretar og Hollendingar hafa komið á mótsvið okkur. Alveg frá því að þeir gerðu kröfur um að við borguðum allar innistæður á Icesave bæði einstaklinga og lögaðila sem voru upp á mörg þúsund miljarða, niður í að við borgum nú innistæðutryggingar eingöngu á góðum kjörum miðað við aðstæður.
Manni finnst þetta svo augljóst að það gangi ekki að ábyrgjast allar innistæður í Íslenskum bönkum en kalla svo innistæður Breta og Hollendinga í sömu bönkum skuldir óreiðumanna sem við ætlum ekki að borga.
Mótmæli vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. október 2009
Bjuggust menn við að Bjarni og Sigmundur mundu fagna þessu?!!!
Óviðunandi niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. október 2009
Húrra fyrir Steingrími og Jóhönnu!
Held að fólk ætti kannski að breyta um núna og mæta niður Austurvöll og hylla þau bæði fyrir staðfestuna við að ná eins góðum samningi og hægt var við þessar aðstæður sem vð búum við í dag.
Sagði Steingrímur, að niðurstaðan fæli í sér að gerður verði viðaukasamningur við Icesave-samninginn frá í sumar. Inn í þann samning gengju að uppistöðu til allir fyrirvarar og skilmálar Alþingis úr lögunum, sem sett voru 23. ágúst um ríkisábyrgð vegna skuldbindinganna.
Þá féllust Bretar og Hollendingar á fyrirvara sem lúti að fullveldi og eignum landsins. Einnig verði þeir efnahagslegu fyrirvarir, sem Alþingi gerði, felldir inn í samninginn.
Held að margir sem hafi tjáð sig um þau og embættismenn sem hafa unnið að þessu samkomulagi mættu skammast sín núna.
Við fáum inn alla fyrirvara okkar. Við fáum inn að þeir opna á dómstólaleiðina ef við það kjósum. Við fáum að borga lánin skv. uppsöfnuðum hagvexti allt að 6%. Við fáum val um hvort að við lengjum í láninu 2024.
Þetta Icesave er andskotans leiðindamál sem við þurftum að leysa og þau hafa staðið sig vel.
Lengra varð ekki komist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. október 2009
-"Íslendingar taki á sig auknar byrðar frá því sem þá var gert ráð fyrir. "-
Íslendingar taki á sig auknar byrðar frá því sem þá var gert ráð fyrir.
Bíddu er ekki allt í lagi. Við erum að samþykkja ríkisábyrgð á láni upp á 660 milljarða. Upprunalega áttum við að borga það til baka á 15 árum og byrja að borga eftir 7 ár. Alþingi setur fyrirvara við ábyrgð sem meðal annars ganga út á að greiðslur okkar á ári eru skilyrtar við ákveðna % af auknum hagvexti sem veldur því að það er óvíst hvað við greiðum af láninu þegar við byrjum að borga. Því er óljóst hvað verður eftir af þessu láni 2024 en líkur á því að eignir Landsbanka gangi upp í allt að 90%. Og það sem lendi á ríkinu sé frá 0 og upp í 300 milljarða.
Héldu menn virkilega að 2024 mundu Bretar og Hollendingar gefa okkur rest? Fyrirvararnir okkar gegnu heldur ekki út á það. Í þeim setti Alþingi það skilyrði að 2024 þ.e. þegar lánstíminn upprunalegi rennur út þá verði sest niður og samið um restina.
Því finnst mér svona málflutningur eins og að : "Íslendingar taki á sig auknar byrðar frá því sem þá var gert ráð fyrir. " vera út í hött. Það var alltaf vitað að við þyrftum að gera upp það sem út af stæði.
Ríkisstjórnarfundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. október 2009
Þetta er mun betra en ég reiknaði með!
Finnst það merkilegt hvað við fáum mikið af fyrirvörum okkar inn í þetta og ákvæðið sem kennt er við Ragnar Hall hélt ég að við fengjum ekki inn. Það þýðir að við höfum forgang að eignum gamla Landsbankans þannig að fyrst fái innistæðutryggingarsjóður okkar greitt upp í sinn hluta áður áður en aðrir geti gert kröfur í þær. Þetta eykur líkur á því að það verðir ekkert eftir af þessu andskotans Icesave láni 2024.
Þetta eru það sanngjarnt ef rétt reynist að málið hlýtur að renna í gegnum Alþingi á nokkrum dögum. Og þar með getum við hugsað um eitthvað annað næstu árinn. Og vonað að skilanefnd hámarki eignir Landsbankans þannig að eftir 7 ár verði lítið eftir. Og ef krónan nær að leiðrétta sig um 30% verður ennþá minna eftir af þessari skuld.
Icesave-fyrirvörum breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. október 2009
Er það furða þó að áróðurinn gegn AGS sé farinn að bíta?
Las einhverstaðar í gær ágætis samlíkingu. Þar sem að AGS er í raun fjárhaldsmaður Alþjóasamfélagsins fyrir land sem var komið í svo mikil vandræði að það var komið í greiðsluþrot. Og eins og með fólk sem lendir í vandræðum í sínum fjármálum og hefur þurft að fara t.d. til Ráðgjafastofu heimilanna, þá höfum við í samstarfi við AGS gert áætlun um hvernig við komumst út úr vandræðunum. Um leið og við höfum fengi loforð um lán frá öðrum löndum. Í öllum samningum sem við höfum gert, höfum við gengist undir það að gera erfiða samninga um skuldir okkar við Breta og Hollendinga.
En nú er búið að prenta inn í fólk að við þurfum ekkert að borga það. Og þá í kjölfarið setur fólk á AGS alla þá erfiðleika sem hér eru. Það er svo auðvelt. Þó að eina sem AGS hefur gert er að vara við vaxtalækkunum á meðan krónan er svo óstöðug og eins að þeir hafa krafist að við semjum um Icesave eins og við skrifuðum undir á áætlun sem við gerðum með þeim.
Svo er verið að segja frá öðrum löndum og tekin dæmi um hvernig AGS hefur hagað sér í Afríku og Suður Ameríku fyrir einhverjum árum eða áratugum. Þar gleymir fólk oft að gera sér grein fyrir að þar er verið að tala um allt annað. T.d. lönd sem hafa litla tekjumöguleika af útflutningi. Lönd þar sem stjórnvöld hafa mulið undir sig nær allar þjóðartekjur og löndin orðið gjaldþrota.
Fólk ætti að muna að það er ekki kallað í AGS nema þegar lönd verða gjaldþrota. Og markmið með aðstoð AGS er að hjálpa þeim gegn því að þau geti sýnt fram á að geta borgað þessa aðstoð til baka. Og þegar að þjóðartekjur eru litlar, þá þarf að grípa til rótækra aðgerða. Og fólki væri kannski holt að hugsa út í það hvernig staða í mörgum þessara landa væri í dag ef að AGS hefði ekki komið til.
Örugglega fullt að í AGS og margt slæmt sem þeir hafa gert. Og verst er að USA og stærri lönd hafa þar of mikil völd miðað við aðra eigendur að AGS. En þeir sem vilja reka AGS í burtu verða að sýna fram á skothelda áætlun sem sýnir fram á að það sé hægt.
Það er ekki raun meirihluti fyrir því að segja upp AGS samningi. Því skv. þessari frétt eru það
362 sem vilja segja upp samningi við AGS = 45%
262 sem vilja ekki segja upp samningi við AGS 33%
176 sem hafa ekki myndað sé skoðun eða eru ekk viss. = 22%
Samtals gera þetta 800 og ekki rétt hjá Fréttablaðinu að gera lítið úr þessum hóp óákeðina.
Þessi 176 sem ekki gefa upp afstöðu eru bara ekki höfð með. En það eru 22% þeirra sem eru spurð
Meirihluti vill segja upp samningi við AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 16. október 2009
Bíddu út á hvað gengur þessi kirkja!
Ég kynnti mér ekki þetta mál Gunnars þarna á Selfossi og ætla því ekki að fjalla um það beint. En það sem ég er að velta fyrir mér er hlutverk og staða presta. Er það virkilega svo að prestar álíta að þeir eigi stöður sínar vísar. Og það sé óháð vilja safnaðarins. Hélt að Prestar væru skilgreindir sem menn og konur sem hefðu fengið köllun til að þjóna Guði. Og það væri síðan söfnuðir sem veldu sér úr þeirra hóp menn til að leiða safnaðar starfið. Og í framhaldi af því þá væri sjálf hætt fyrir prest sem söfnuðurinn gæti sameinast um.
En eins og þetta og fleiri mál þá virðist þetta snúast um stöðu þeirra sem opinberir starfsmenn og þeirra hagur vera æðri vilja annarra á staðnum. Nú er kosin eða valin safnaðarstjórn sem hlýtur að að endurspegla vilja safnaðarins. Og ef hún heldur að söfnuðinn geti ekki sameinaðast um viðkomandi prest þá hefði maður haldið að það væri þeirra að ákveða það. Ekki prestsins, ekki biskups og ekki ráðherra.
Sem minnir mig á að það á að vera búið fyrir löngu að aðskilja ríki og kirkju. Og að hver söfnuður ætti í raun að reka sína kirkju og borga fyrir með safnaðargjöldum.
Þetta minnir mig aftur á að ég hef ætlaða að segja mig úr þjóðkirkjunni en gleymi því alltaf nema þegar ég les svona.
Hörð gagnrýni á biskupinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 16. október 2009
Það er auðsjáanlega hafið áróðursstríð hjá Álverunum!
Finnst þetta nú ódýr rök hjá Ólafi Teitssyn og fleirum. Þessu fyrirtækjum hlaut að vera það ljóst fyrir löngu þegar ríkisstjórnin ákvað að verða með í losunakvóta ESB 2013. En nú er öllum brögðum beitt. Og Gísli Martrein skrifar um að við séum að gera heiminum svo gott með því að hafa Álverin hjá okkur því að við framleiðum græna orku. Og því eigi að viðhalda undanþágum okkar. Þetta eru svona svipuð rök og að við tökum að okkur að geyma allan geislavirka úrgang heimsins af þvi að þá geti þau lönd framleitt raforku sem mengar ekki hjá þeim.
Ólafur Teitsson skrifar grein um það að þessi orkuver okkar mali okkur gull þegar þau hafi borgað upp kostnað við framkvæmdir við bygging þeirra. Hann gleymir að það tekur um 25 til 35 ár að borga þann kostnað. Eins þá hefur komið fram að þessi Álver borga hér lægri skatta, lægra orkuverð og geta í ljósi þess að þau eru dótturfélög erlendra risa falið hagnað með þvi að flytja hann sem skuldir til móðurfélagins.
Svo kvarta þau og kvarta þegar hugmyndir koma um að þau taki á sig einhvern kostnað vegna uppbyggingar hér. Vitandi það að þau eru búin að græða þó nokkuð t.d. bara á gengishruni hér. Þannig að launagreiðslur þeirra hafa væntanlega minnkað um helming að raunvirði.
Gaman væri að fá að vita hversu mikla skatta þessi fyrirtæki borga til landsins. Og það án þess að skatttekjur af launum starfsmanna séu inn í þeirri tölu.
Kipptu að sér höndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson