Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Fimmtudagur, 15. október 2009
Ef við fengjum lán frá Norðmönnum!
Ég er svona að velta fyrir mér eftirfarandi varðandi það ef við fengjum lán frá Noregi og mundum slíta samstarfi við AGS:
- Við þyrftum væntanlega að borga það til baka aftur líka!
- Þeir voru ekki tilbúnir að lán okkur áður nema á 6,7% vöxtum! Og það eru kjörin á þvi láni sem við höfum fengið frá þeim
- Lán frá Noregi mundi væntanlega ekki losa okkur undan því að við þyrftum að koma hér efnahagslífinu á réttan kjöl. Þ.e. við þyrftum að skera niður samt sem áður og auka skatta. Því Norðmenn mundu væntanlega ekki sætta sig við að misvitri lögfræðingar hér finndu leiðir til að komast hjá því að greiða lánið til baka
- Þannig að við þyrftum sjálfsagt að leggja fyrir Noreg áætlun um hvernig við ætluðum að koma hér á skömmum tíma fram umbótum sem miðuðu að því að koma hér landinu á rétt ról. Og sennilega mundum við endurnýta þá áætlun okkar sem við lögðum fyrir AGS þegar við sóttum um fyrirgreiðslu hjá þeim. Þetta mundi væntanlega þýða að við þyrftum að hafa hér vexti háa til að koma í veg fyrir að Norska lánið mundi streyma út úr landinu með erlendum eignum hér í Jökla og ríkisbréfum.
- Við þyrftum væntanlega að hafa hér höft á gjaldeyrir til að tæma ekki gjaldeyririnn úr landi.
- Við hefðum hinsvegar ekki stuðning frá AGS varðandi erlenda fjárfesta sem horfa náttúrulega í mat AGS á því hvernig okkur gengur sem og þann stuðning að aðrar þjóðir og fjárfestar horfa í að AGS hefur samþykkt áætlun okkar og telja að hún gangi upp.
- Sennilega yrði horft til þess að við séum ekki tilbúin til að taka á okkar málum og viljum aðeins fara auðvelda leið sem byggist á aukinni skuldsetningu þjóðarbúsins.
- Lán frá Norðmönnum yrði sjálfsagt skuldbundið líka um að við leystum IceSave deiluna því annars væru líkur á að Norskt lán mundi streyma úr landi upp í skuldir síðar.
Svo ég leyfi mér að velta fyrir mér hversu betur við værum sett með norskt lán í staðinn. Þ.e. ef það væri raunhæfur möguleiki á að fá slíkt lán, sem er víst ekki nema í huga ákveðinna manna.
Lán óháð AGS óraunhæft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. október 2009
Bíddu hvaða fólk er þetta?!
Hef auðsjáanlega ekki verið að fylgjast með:
- Hvaða fólk er þetta?
- Hvaðan kemur það?
- Hvaðan kom það upprunalega?
- Og hvað hefur það verið hér lengi?
- Og hvað er átt við að mótmælendur tengist þeim persónulega?
Og hvað heldur fólk að það vinni með því að mótmæla við hús Dómsmálaráðherra?
Er það ekki útlendingareftirlitið hér sem fjallar um þessi mál? Er það ekki að standa sig eða fara eftir lögum og reglu? Og afhverju á að leyfa þessu fólki að setjast hér að frekar en öðrum?
Sé reyndar í frétt á mbl.is að :
Þetta er ómannúðlegt vegna þess að þessir menn eru búnir að mynda tengsl, eignast fjölskyldu og vini. Það er skelfilegt til þess að hugsa að þetta mun rústa fjölskyldulífinu, segir Diljá, sem bendir á að mennirnir eigi börn hér.
Eru þeir þá búnir að vera hér í nokkur ár?
Nágrannarnir kvarta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. október 2009
Jæja herra Neikvæðir - Hvað segið þið þá?
Skv. Þeim sem tala um að
- ESB sé ógeðslegt saman safn af vondum þjóðum sem ætli að stela öllu hér og neita að hjálpa okkur. Og leyfa sér að ganga eftir því að við greiðum skuldir okkar sem þær allar eru sammála um að við eigum að greiða.
- Og svo Norðurlandaþjóðirnar sem neita að veita okkur lán fyrr en að AGS samþykkir það.
- Og AGS sem er svo vondur að vilja að við gerum upp IceSave samninginn.
- Og svo Bandaríkjamenn sem neituðu að lána okkur,
- Kína sem neitaði að lána okkur.
- Og nú Rússar sem neita að lána okkur. Nú fara að verða fáar þjóðir sem við getum þá haft samskipti við skv. þessum sömu mönnum. Held að það sé næsta ljóst að við eigum enga vini lengur og ættum því að læsa bara að okkur. Borða hundasúrur og fjallagrös og eiga bara vöruskipti milli okkar með plat pengingum sem við höfum kalla krónu.
En ég veit að þessir menn halda áfram að hamra á því að Stefán og Ragnar Hall hafa svo miklu réttar fyrir sér en allar hinar þjóðirnar, og að AGS sé á mála hjá stórum fyrirtækjum sem vilja eignast orkuna og flytja hana úr landi. Og þannig halda þeir áfram að röfla næstu misserin. Sjá ekkert nema svartnætti þrátt fyrir að hér smátt og smátt fari að batna ástandið.
Þessir sömu menn eru mjög áfjáðir um öll okkar orka fari í 2 álver sem eru kannski framtíðarstörf fyrir 800 manns. Þeir hugsa ekkert út í að þessa framkvæmdir auka kannski skuldir þjóðarinnar um 4 til 500 milljarða og líkur á að allar tekjur af orkunni næstu 40 árin fari í að greiða fyrir byggingu þeirra. Eins að þessi álver eru með sér samninga sem tryggja þeim mjög lága skatta. Þannig að tekjur til framtíðar fyrir okkur eru mjög litlar af þeim flestum. Hagnaður falin þar með því að stofna til skulda við móðurfélög þeirra og því borga þau ekki einu sinni nema hluta af þeim sköttum sem þau ættu að borga.
Er virkilega farinn að hugsa til þess að komist þessi sjónamið til valda hér þá verðum við aftur komin í skítinn eftir nokkur ár nema að okkur takist að komast inn i ESB
Rússar hafna láni til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. október 2009
- " Látið okkur bara í friði" -
Þetta er að verða tísku setnng í málefnum Álvera í Helguvík og á Bakka! Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað fólk á við með þessu? Þetta mundi kannski ekki vera svona fáránlegt ef að orka í þessi Álver lægi á lausu í þessum sveitarfélögum en því er ekki að skipta.
Fyrir Norðan hafa þeir jú Þeysareyki og ég fór að velta því fyrir mér hvort að þar væri kannski næg orka. En skv. lauslegum lestri á netinu þá er talið að þar sé aðeins um 200 Mw. En fullbúið 360 þúsund tonna álver notar um 630Mw. Svo ég held að ef þau væru látin vera að koma sér upp álverinu þá yrði það ekki nema 90 þúsund tonn og það væri kannski bara ágætt. En skv. því sem menn hafa rætt þýðir svo stórt Álver að nær allir virkjunarkostir norðan heiða fara í þetta. Allt frá Skagafirði og austur um allt norðurland og þar með væri sú orkua næstum búin.
Eins er þetta með Helguvík. Það hefur verið færð rök fyrir því að Helguvík fullbúið komi til með að nýta um 70% af allri orkunni sem hægt er að vinna hér á SV landi og suðurlandi líka. Og því aðeins eftir orka hér sem samsvarar þörf til að byggja hálft álver hér á svæðinu í framtíðinni. Og við erum að tala um næstu 40 til 70 árin.
Nú á tímum þegar allir eru að horfa í skuldir sem við séum að leggja börnin okkar og barnabörn. En við erum tilbúin að fórna allri orku sem þau gætu þurft til að auka hér atvinnu næstu hálfa öldina.
Er þetta ekki vanhugsað?
Miðvikudagur, 14. október 2009
Þoli ekki svona yfirlýsingar!
Svigrúm sé til að lækka útgjöldin umtalsvert, t.a.m. niður á sama stig og var á fyrri hluta áratugarins.
Gott að benda þessu ágæta fólki þarna í Sjálfstæðisflokknum að þessi umfang hins opinbera er ekki mælanlegt í krónum. Vissulega hefur umfangið aukist í krónum enda voru innan ríkisins stéttir sem voru með laun nærri undir öllu velsæmi. Þannig hafa t.d. laun starfsfólks við umönnun fatlaðra aukist mikið í prósentum en lægstu laun þar eru enn um 170 þúsund krónur. En í % hafa þau samt hækkað um tugi %
Eins er með fólk á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og fleira.
Og þegar menn segja að þarna sé auðvelt að skera niður þá þurfa þeir að koma með fullmótaðar tillögur um það og á hverjum það á að bitna. Annars geta þeir ekki sagt:
Svigrúm sé til að lækka útgjöldin umtalsvert, t.a.m. niður á sama stig og var á fyrri hluta áratugarins.
En hugmynd þeirra um innsköttun á lífeyrissjóði og skatta nú á séreignarsparnað finnst mér að þurfa að skoða jákvætt.
En svo þessi hugmynd:
2. Gefin verði út skuldabréf til 4, 6 og 8 ára í evrum með álagi á þýska ríkisbréfavexti og þau boðin erlendum krónueigendum til kaups.
3. Gjaldeyrishöft verði afnumin og krónunni leyft að fljóta.
4. Sköpuð verði skilyrði fyrir því að vextir Seðlabanka Íslands lækki umtalsvert.
5. Lán AGS verði sett í bið en lánum Norðurlandanna breytt í lánalínur.
Með því að setja fram trúverðuga áætlun sem byggist á framangreindum tillögum um aðgerðir efnahagsmálum er það staðföst trú flutningsmanna að hún muni heppnast.
Hvað gefur þeim von um að erlendir fjárfestar vilji kaupa ríkisskuldabréf í stað jöklabréfa á þýskum vöxtum. Leyfi mér að efast um það sem og að þeir segja til 4 6 og 8 ár sem við væntanlega þyrftum að borga og eru því erlend lán líka. Leyfi mér samt að efast um að þeir vilji skipta. Og eins með að láta krónuna fljóta. Þeir væntanlega vita að við ef krónan er látin fljóta þá fellur hún niður og þar með verða vextir væntanlega ekki lækkaðir því að verðbólga ríkur upp. Þannig að það getur ekki farið með atrið nr. 3 þar sem þeir ætla að skapa skilyrði til að lækka vexti.
Svigrúm til að lækka ríkisútgjöld verulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 13. október 2009
Sigmundur talaði sennilega ekki við fjármálaráðherra Noregs
En hún sagði í ræðu á Stórþinginu í morgun:
Við leggjum mikla áherslu á að Norðurlöndin styðji Ísland með þessum hætti. Bæði Noregi og Íslandi er akkur í að norrænt samstarf styrkist og að stuðningurinn við Íslendinga fari fram í krafti alþjóðlegs samstarfs," segir Halvorsen.
Í ræðunni gat Halvorsen þess einnig að Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs hafi í síðustu viku sent bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra þar sem hann staðfesti norska lánið innan hins norræna ramma.
Mér er eins og forsætisráðherranum umhugað um að önnur Norðurlönd styðji viðleitni íslenskra stjórnvalda til þess að endurreisa efnahagslíf sitt og stuðla að því að koma á eðlilegum tengslum við umheiminn. Við munum halda áfram að fylgjast náið með þróuninni á Íslandi," segir Halvorsen.
Og svona til upprifjunar fyrir Sigmund þá sagði hún Halvorsen í Ágúst sl.
14. ágú. 2009 - 18:11Fjármálaráðherra Noregs: Gangið frá Icesave-málinu eða þið fáið ekki krónu
Fjármálaráðherra Noregs segir að Alþingi verði að ganga frá Icesave-málinu áður en gengið verður frá láni Noregs til Íslands. Hún vill ekki að norskir skattgreiðendur hlaupi undir bagga með hægri tilraunir Íslendinga
Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Talsmaður norska Miðjuflokksins í fjármálum lagði það til að Norðmenn útbúi tvíhliða lánapakka sem ekki yrði bundið Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Halvorsen segir það af og frá og segir að það myndi hvorki þjóna hagsmunum Íslands og Noregs.
Halvorsen segist hafa fullan skilning á þeirri erfiðu stöðu sem Íslendingar séu í en að þeir yrðu litlu bættari þó Norðmenn hlypu undir bagga, einir þjóða í heiminum. Hún segist heldur ekki geta boðið norskum skattgreiðendum upp á það að þeir greiði reikninginn fyrir það sem hún kallar hægri tilraunir Íslendinga.
Fullviss að Norðmenn vilji lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. október 2009
Jæja öll þessi læti og margra mánaða þref og allt út af 75 milljörðum eftir 7 ár
Jæja nú geta menn væntanlega að geta andskotast til að ganga frá þessu fljótt. Líkur á að eignir Landsbankans dugi fyrir um 90% af Icesave. Held að menn sem hafa verið að tala um 1000 milljarða ættu nú að fara að biðja fólk afsökunar um leið og þeir biðja það sem hafa unnið í skilanefnd Landsbankans og NBI afsökunar fyrir allar ávirðingarnar. Eins á Indriði Þorláksson og Svavar Gestsson skilið að fólk biðji þá afsökunar. Indriði talaði um að niðurstaðan væri líkleg til að verða svona en menn sögðu hann ljúga.
Allt bendir til þess að níutíu prósent fáist upp í Icesave skuldbindingar Íslands miðað við uppgjör milli gamla og nýja bankans sem gert var um helgina. Um 75 milljarðar króna falla þá á íslensku þjóðina auk vaxta
Þór Saari og fleiri skulda ýmsum afsökunarbeiðni fyrir öll stóru orðin sem hann hefur látið falla í þeirra garð.
90% upp í forgangskröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 12. október 2009
Hvern andskotan erum við að hlusta á þetta kjaftæði?
Sigurjóni væri best að þegja bara alveg! Hann segir að í febrúar 2008 hafi þeir haft svo miklar áhyggjur af innistæðum á Icesave að þeir fóru í Seðlabankann og:
Allavega þá var farið á fund Seðlabankans, sem á þessum tíma var vörsluaðili sjóðsins þ.e. starfsmaður sjóðsins var jafnframt starfsmaður Seðlabankans, til að ræða það hvort það gæti verið að það væri ríkari skuldbinding á sjóðnum en lesa mætti úr reglunum sjóðsins. Af hálfu Seðlabankans var afstaðan skýr, það væri enginn ábyrgð á sjóðnum, slíka ábyrgð þyrfti að samþykkja á Alþingi og slíkt hafi aldrei verið gert.
(http://pressan.is/pressupennar/LesaSolvaTryggvason/sigurjon-th.-arnason-engin-rikisabyrgd)
Ef þeir vissu að staðan var svo slæm þarna að þeir þyrftu að kynna sér málið af hverju losuðu þeir sig ekki við Icesave þá og þegar til Bretlands. Síðan var bara óvart gerð sú krafa um allan heim að stjórnvöld sæju um að halda þessu blessaða bankakerfi í gangi og þar með fylgdi þessi Icesave fjandi. Því að við eins og önnur lönd fórum í að lýsa ábyrgð á innistæðum í bönkum. Og eins þá þýðir ekki fyrir þá að benda bara á lög um innistæðutryggingarsjóð heldur þarf að skoða tilskipunina um innistæðutryggingar.
Þetta er maðurinn sem sagði okkur að hér væri allt í himnalagi og þetta icesave dæmi væri tær snild. Og gæti ekki brugðist.
Manni finnst nú að það séu samantekin ráð að reyna að tefja þetta Icesave mál fram í það óendanlega þar til að við verðum komin í svo mikil vandræði að við eigum enga leið út. T.d. hafa menn verð að reikna það út að árið 2024 séu líkur á að ef eitthvað verður eftir af icesave skuldinni þá verði það nokkrir milljarðar. Er allur þessi farsi nú þessa dagana þess virði að halda þessu áfram. Við erum að tapa milljörðum nú og næsu mánuði á að láta hér allt stranda á þessu.
Sigurjón: Ekki ríkisábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 11. október 2009
Jæja! Ætlar Höskuldur nú að biðjast afsökunar?
Höskuldur lég hafa eftirfarandi eftir sér:
Ég hef heyrt að Jóhanna hefði sent Stoltenberg tölvupóst þar sem hún hefði sagt að förin okkar væri henni mjög óþægileg og því beðið forsætisráðherrann um svona bréf, segir Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um bréf forsætisráðherra Noregs til Jóhönnu Sigurðardóttur.
Og einnig
Höskuldur Þór segir að ef rétt reynist hafi Jóhanna valdið íslensku þjóðinni miklum skaða með því að leggja stein í götu lánsins, en í bréfi Stoltenbergs kemur fram að útilokað sé að Norðmenn veiti Íslandi hærra lán og jafnframt ítrekað að Ísland verði að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áður en hægt sé að afgreiða upphaflega lánið.
Ef svo er þá það skemmdarverk gagnvart íslensku þjóðinni. Við fengum engin önnur svör en að það þyrfti að koma formlegt boð. Það var alveg sama við hverja við töluðum. Fulltrúi Sósíalíska vinstriflokksins í fjárlaganefnd hefur sagt að það eigi að ræða þessi mál upp á nýtt í Noregi."
Eftir að hafa lesið póstinn hennar Jóhönnu þá held ég að Höskuldur ætti að biðjast afsökunar. Eins að hann ætti að temja sér að skoða og kanna málin betur áður en hann ríkur í fjölmiðla. Því því þó menn haldi að leiðin á toppinn liggi í gegnum fjölmiðla þá er ekki alveg sama hvað menn rjúka með þangað.
Birtir bréf Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 11. október 2009
Er verið að spara spurningarmerki hjá mbl.is?
Væri nú ekki rétt að splæsa spurningarmerki á svona fyrirsögn? Þetta eru nú bara orð eins manns!
Síðan væri rétt að benda fólki á að í síðustu stóriðjuframkvæmdum voru Íslendingar í minnihluta þeirra sem fengu vinnu við þær framskvæmdir. Eins þá má benda á þá staðreynd að Helguvíki í fullri stærð kemur til með að nýta nær alla orku sem mögulegt er að nýta hér á suðvestur og suðurlandi. Hvaðan eiga þá aðrir að fá orku næstu 40 árin?
Og hefur fólk skoðað hvar þessi Suðvesturlína eigi að liggja?
Telja ákvörðun Svandísar ólögmæta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson