Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Laugardagur, 10. október 2009
Höskuldur margsaga
Hér í síðustuviku er þetta haft eftir Höskuldi:
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að Per Olaf Lundteigen, þingmaður norska Miðflokksins, hafi umboð formanns flokksins til að leggja til að norska ríkið veiti Íslendingum aðgang að allt að 2000 milljarða króna lánsfé.
Og nú segir hann:
Jóhanna ætti að kynna sér málið áður en hún fer af stað og sendir bréf til Noregs um hvort Norðmenn séu tilbúnir að lána Íslendingum 2000 milljarða. Við höfum aldrei farið fram á slíka upphæð og því augljóst hvert svarið við slíkri spurningu yrði, sagði Höskuldur.
Svo ég held að Höskuldur gerði best í þvi að halda nú bara kjafti smá stund.
Mun ekki biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 10. október 2009
Held að Sigmundur ætti að aðeins að hugsa sig um!
- Til að byrja með var hann ekki í Noregi í umboði neinna nema framsóknar
- Þó við fengjum lán hjá Noregi mundu þeir væntanlega lána okkur á grundvelli þess að við sýndum þeim fram á áætlun sem gerði það mögulegt að við borguðum þetta lán til baka
- Þetta lán mundi ekki leysa IceSave deiluna á nokkurn hátt.
- Við værum ekki í framhaldi með neina vottun á að hér væri í gangi áætlun sem skilaði okkur út úr þessum vandræðum
- Og eftir þetta værum við um áratuga skeið bundin vilja Noregs varðandi framtíð okkar og ákvarðanir.
- Bendi á þetta leysir ekkert varðandi framtíðargjaldmiðil okkar.
- Þetta kemur ekki í veg fyrir að Holland og Bretland fari í innheimtuaðgerðir gegn Íslandi. Sem m.a. gæfu þeim möguleika á að haldleggja upp í skuldir þær greiðslur og innistæður sem við ættum í þessum löndum. Þannig að greiðslur fyrir vörur væru teknar, sem og greiðslur til okkar.
AGS gefur okkur ákveðin stimpil um að hér sé verið að vinna eftir alþjóðlega viðurkenndri áætlun en ef að nota á lán Noregs til að komast hjá því að taka á fjárlagahalla eða fresta þeim aðgerðum þá höfum við enga möguleika lengur. Og þar með mundu Norðmenn ekki hafa tryggingu á að fá þetta til baka.
Manni finnst þetta líka furðulegur leikur þegar Framsókn fer til Noregs umboðslaus og ræðir við Miðjuflokkinn sem er 6,0% flokkur í stjórnarsamstarfi og hefur ekkert umboð til að semja um slíkt. Og koma svo hingað og segja að allt sé klappað og klárt. Og í framhaldi er það skemmdarverk að Jóhanna skuli kanna málið.
Bendi aftur á hvað það væri neyðarlegt að Jóhanna hefði farið til Noregs eftir för Framsóknar. Og sagt hér er ég komin með formlega umsókn til ykkar um 2000 milljarða lán sem þið voruð búin að samþykkja í viðræðum við Framsókn. Og Norðmenn skoða málið og segja NEI. Þar með hefði umheimurinn það að Norðmenn þora ekki að lána okkur því ástandið hér er svo ótryggt.
Ummælin fráleitur þvættingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 10. október 2009
Furðuleg framsókn
Jóhanna sendir bréf til Noregs og spyr hvort að við getum sótt um lán til þeirra óháð AGS eins og framsókn hefur verið að boða. Þeir komu jú hingað með þau boð að við þyrftum bara að biðja um lán þá mundum við fá 2000 milljarða lán hjá þeim. Og nú heitir það "skemmdarstarfsemi" hjá framsókn að Jóhanna skuli kanna málið.
Og þeir halda áfram að fullyrða þrátt fyrir svar Forsætisráðherra Noregs:
Höskuldur segir að Noregsferðin hafi verið afar góð og að hann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi rætt við fjölda þingmanna úr öllum flokkum. Allir hafi þeir verið jákvæðir nema þingmenn Verkamannaflokksins.
Ég er þeirrar skoðunar eftir þessa ferð að ég tel miklar líkur á því Íslendingar fái lán frá Norðmönnum komi formleg beiðni frá Íslandi."
Alveg frá því í sumar í vinnu fjárlaganefndar hef ég verði á þeirri skoðun að Höskuldur og illa grundaðar skoðanir hans séu Íslandi verulega hættulegar. Hann hefur stöðugt verið einhverjar upphrópanir sem engar stoðir eru fyrir. Til dæmis gerir hann og félagar sér enga grein fyrir því hversu alvarlegt það væri fyrir Ísland að fara til Noregs með formlega beiðni um lán og vera neitað. Það hefði gríðarleg áhrif á álit annarra á okkur til frambúðar.
Eins þá biður Jóhanna Seðlabankann og efnahags og viðskiptaráðuneytið að meta hvað mundi gerast ef við göngum ekki frá Icesave og þá glymur í framsókn:
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisdóttir, leggja nú allt undir til að kúga þjóðina til að sætta sig við afarkosti Hollendinga og Breta. Öllum meðulum sé beitt þar á meðal endalausum dómsdagsspám
Held að þetta fólk sé bara ekki raunveruleika tengt.
Jóhanna beitti sér gegn láninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. október 2009
Áríðandi orðsending til þeirra sem vilja draga icesave og ekki ganga í ESB
Hér er skoðun reynds blaðamanns í Financial Times. Fyrir utan að hann lýsir því að erlendum aðilum er farið að lengja eftir aðgerðum þá segir hann m.a.
Hann lýkur greininni með þeim orðum, að Íslendingar séu nú á krossgötum. Önnur leiðin sé í átt til Evrópu, taka upp evru og komast þannig í efnahagslegt skjól hjá Evrópusambandinu.
Hin leiðin sé leið sem kenna megi við Eina Þjóð: einangruð þjóð, veik og berskjölduð en með bjargfasta trú á eigin hæfileika, staðfestu og úrræði. Hafni Íslendingar Evrópuleiðinni sé raunveruleg hætta á að Ísland verði eins og Bjartur í Sumarhúsum: einmana vera sem staulast áfram, ringlaður og veðurbarinn en samt þrjóskulega inn í heimskautaauðnina. Í hugum margra Íslendinga er það ákjósanlegur kostur." (Úr frétt á mbl.is )
Þessi lýsing í lokin minnir mig einmitt á suma Sjálfstæðismenn eins og þeir láta núna sem og þá skrifa hér undir merkjum "Fullveldissinna" og "Kristilegra" stjórnmálasamtaka.
Funduðu í Karphúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. október 2009
Stór varasöm leið og umræða
Sjálfstæðismenn hafa farið hamförum nú um að við eigum að:
- Hætta samstarfi við AGS
- Ekki taka svona há lán
- Virkja og byggja stóriðju
Þeir tala um þetta eins og þetta sé ekkert lán. Ríkið eigi bara að gefa græn ljós á virkjanir og þá leysist allt annað að sjálfu sér. Erlendir aðilar komi hingað í hópum að fjárfesta. En einu gleyma þessir menn. Þ.e. að við fáum engin lán til að fjárfesta í virkjunum nema á okur vöxtum fyrr en heimurinn fær trú á að við séum að taka til hjá okkur og séum að virða skuldbindingar okkar. Ath. t.d.
Áætlanir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um virkjanaframkvæmdir eru í uppnámi, fáist ekki þrjátíu milljarða króna lán frá Evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) sem vilyrði er fyrir. Afgreiðslu lánsins var hafnað í júlí vegna óstöðugleika í efnahagslífinu. ( www.visir.is)
Og fólk er svo auðtrúa að taka þetta trúanlegt hjá sjálfstæðismönnum. Í gær kom Bjarni Ben með eina patent lausn sem byggðist á því að jöklabréfum yrði breytt í langtíma ríkisskuldabréf. Hann hlýtur að gera sér grein fyrir því að erlendir aðilar sem eiga hér Jöklabréf vilja ekki festa peninga hér í langtíma skuldabréfum við ríkisstjórn þar sem að stór hluti Alþingis er undirlagður af því hvernig við komumst hjá því að efna skuldbindingar okkar og losa okkur undan þeim áætlunum sem Sjálfstæðisflokkurinn sjálfur setti fram og AGS samþykkti.
Svo má ekki gleyma að það hefur verið sýnt fram á að Helguvík í endanlegri stærð, stækkun í Straumsvík og svo Bakki í fullri stærð mundu klára alla þá orku á Suðvestur, Suðurlandi og Norðaustur landi sem er til. Og eftir það verður ekki meiri orku þar að hafa nema að virkja Gullfoss og Dettifoss.
Því eru svona draumsýnir eins og Sjálfstæðismenn halda fram út í hött. Því að hvað á að gera í framtíðinni þegar okkur fjölgar og það þarf að skaffa fleiri störf. Úps. Við erum óvart búin að binda alla orku til Álver næstu 30 til 40 árin. Sem skapa kannski með afleyddum störfum um 3000 störf.
Og aftur að erlendum fjárfestum. Hver haldið þið að vilji koma hingað með gjaldeyri ef hann sér fram á að hann gæti átt á hættu að ekki verði til gjaldeyrir til að greiða honum til baka eða þegar hann vill héðan út. Og sér í lagi ef þeir hlusta á umræðuna hér á landi um að við eigum ekki að borga, setja skatt á erlenda aðila sem vilja flytja fé úr landi, og fleira og fleira.
Ísland þarf ekki að greiða AGS-lán strax til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. október 2009
Bíddu halda menn að Norðmenn gefi okkur þessa peninga?
Þori að ábyrgjast að þeir koma að bjóða okkur svipuð kjör og AGS auk þess sem að þeir hljóta að vilja hafa eitthvað um ráðstöfun þessa að gera. Þannig að ég sé fyrir mér að við mundum fá hingað fulltrúa þeirra til að fylgjast með og hafa áhrif á framkvæmdir. Auk þess sem að við yrðum skuldbundin þeim og ESB yrði úr sögunni.
Og samt sem áður þyrftum við að beita niðurskurði, gjaldeyrishöftum og sköttum því annars væri hætta á að við mundum eyða þessu láni í að greiða út jöklabréf, og ríkisskuldabréf til útlendinga. Því mundu Norðmenn væntanlega gera sömu kröfur til okkar.
En einnig mundum við missa það traust sem erlendir aðilar hafa á áætlunum okkar þar sem að það verður engin alþjóðleg stofnun sem fylgist með og vottar að við séum á réttri leið. Auk þess sem þetta hjálpar okkur ekkert með Icesave. Því að Bretar og Hollenidngar munu halda áfram að innheimta þá upphæð sem við höfum samþykkt að greiða.
P.S getur einhver sagt mér hverjir eru með þeim þarna í Noregi? Mér skilst að þeir séu 6 saman og þar af einn sérfræðingur í Alþjóðaviðskiptum. Og hver greiðir þetta?
Þurfa frumkvæðið frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 7. október 2009
Svona fyrst verið er að tala um stóriðju!
Nú hef ég heyrt að stækkun Álversins í Straumsvík og álverið við Helguvík í fullri stærð komi til með nota alla orku sem vitað er af á Reykjanesi. Eins alla orkuna út Búðarhálsvirkjun og neðri hluta Þjórsá. Spurning hvað við gerum þá þegar einhverjir koma hér sem þurfa orku? Þá skils mér að Álver við Bakka komi til með að nýta alla þá orku sem vitað er um á Norðausturlandi nema Dettifoss. Það er því spurning hvernig menn ætla að bregðast við þegar þarf að skaffa kannski fleiri fyrirtækjum orku. Og þetta er allt fyrir kannski 900 störf til langs tíma. Og þá eigum við lítið sem ekkert eftir af orku til að nýta. Því væru sennilega líkur á því að við þurfum að fara innan nokkra áratuga að framleiða rafmagn fyrir heimili með olíu.
Hverng væri að fólk færi að hugsa hér aðeins.!
Samorka: Rafmagnsverð lækkar vegna stóriðjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. október 2009
Bíddu! Bíddu hver dó og gerði Ögmund að sérfræðingi í þessum málum?
Ég hef áður bent á eftirfarandi hér fyrr í dag! Þar sagði ég m.a. Þegar þeir menn sem nú vilja kasta öllum áætlunum okkar og AGS út, verða þeir að vera tilbúnir með sýn á hvernig:
- Komið verði í veg fyrir nýtt gengishrun
- hvernig við bregðumst við þegar vextir og afborganir af erlendum lánum koma til og ekki er til gjaldeyrir fyrir þeim
- hvernig fjárfestar verða fullvissaðir um að til sé gjaldeyrir til að greiða arð af fjárfestingum þeirra hér.
- bregðast á við þegar og ef lánshæfimat ríkisins og fyrirtækja hrapar og erlend lán verða miklu dýrari.
- Hvernig á þá að byggja hér upp atvinnutækifæri? Ef að fyrirtæki geta ekki fengið fjármögnun nema innanlands. Þau þurfa væntanlega gjaldeyrir til að kaupa inn.
- Hvað kemur til með að þurfa að skammta og hversu víðtækt skömmtunarkerfi verður.
Sá á www.visir.is er Þorvaldur Gylfason einmitt spurður um þetta og hann segir.
Gætum lent í greiðslufalli ef AGS fer úr landinu
Þorvaldur Gylfason prófessor segir að þeir sem vilji sparka Alþjóðagjaldeyrirssjóðnum úr landinu séu að leika sér að eldinum. Við gætum vel þurft á láni AGS að halda til að forða því að Ísland lendi í greiðslufalli," segir Þorvaldur. Slíkt yrði mikil auðmýking fyrir landið og þjóðina."
Aðspurður um álit á þeim fréttum að meirihluti sé meðal þingmanna að hætta samstarfinu við AGS segir Þorvaldur að ógæfu Íslands verði allt að vopni þessa dagana. Þarna virðist vera einhver hugmyndafræðileg andúð á sjóðnum á ferðinni sem á ekkert skylt við röksemdir," segir hann.
Þorvaldur bendir á tvö önnur atriði sem fylgja örugglega í kjölfarið á því að AGS yrði látinn taka poka sinn á Íslandi. Í fyrsta lagi myndu lánsmatsfyrirtækin þrjú, Moody´s, Fitch Ratings og Standard & Poors, öll lækka lánshæfiseinkunnir sínar fyrir ríkissjóð niður í ruslflokk. Þar með væri tekið fyrir frekari lántökur erlendis frá til Íslands.
Það hefur skinið í gegnum málsflutning frá þessum matsfyrirtækjum undanfarið að vera AGS á Íslandi sé nær það eina sem heldur ríkissjóði enn í fjárfestingaflokki hvað lánshæfið varðar," segir Þorvaldur.
Þriðja atriðið sem Þorvaldur nefnir er að með brottför AGS yrði ekki vinnandi vegur að afnema gjaldeyrishöftin sem nú er í gildi. Þar að auki þyrftu þau höft að vera viðvarandi um langan tíma. Sjá grein
Höfum ekkert við AGS að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. október 2009
Það er eins gott fyrir þessa þingmenn að rökstyðja þá nýja leið, áður en þau hafna AGS
Hef bloggað um það áður að ef þingmenn vilja breyta út af þeirri leið sem hefur verið mótuð, þá er eins gott fyrir þá að koma áður með mótaða áætlun um hvernig við eigum að bregðast við án AGS. Þar verða að vera tilgreindar nákvæmlega hvernig:
- Komið verði í veg fyrir nýtt gengishrun
- hvernig við bregðumst við þegar vextir og afborganir af erlendum lánum koma til og ekki er til gjaldeyrir fyrir þeim
- hvernig fjárfestar verða fullvissaðir um að til sé gjaldeyrir til að greiða arð af fjárfestingum þeirra hér.
- bregðast á við þegar og ef lánshæfimat ríkisins og fyrirtækja hrapar og erlend lán verða miklu dýrari.
- Hvernig á þá að byggja hér upp atvinnutækifæri? Ef að fyrirtæki geta ekki fengið fjármögnun nema innanlands. Þau þurfa væntanlega gjaldeyrir til að kaupa inn.
- Hvað kemur til með að þurfa að skammta og hversu víðtækt skömmtunarkerfi verður.
Finnst Alþingi einkennast af fólki nú með ábyrgðarlausar klisjur. Stór hópur fólk sem lifir í einhverju draumsýn um að við séum þjóð sem getum verið sjálfum okkur nóg. Og gleyma því að við þurfum að flytja hingað til lands mikin hluta af nauðsynjavöru. Og ef lánin okkar verða dýarir þá verður viðskiptajöfnuður verði neikvæður og þá hverfur hér út gjaldeyrir sem við fáum fyrir afurðir okkar erlendis. Og hvað gerum við þá. Hringjum í AGS og segjum: Sorry við rákum ykkur í burt en sjáum eftir því viljið þið koma aftur"
Þingmenn hafa sagt að það gætu orðið erfið ár í kjölfar þess að hætta samstarfi við AGS en að þjóðin sé tilbúin í það! En sorry sýnist mönnum það virkilega í ljósi þessa árs sem nú er liðið að fólk sé tilbúið að taka á sig griðarlega erfiðleika. Nei ég held ekki.
Rætt um að hafna lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. október 2009
Guðinn ykkar eitthvað upptekinn!? Eða hlustar hann ekki á Sjálfstæðismenn
Svona í tilefni af því að það er eitt ár síðan að Geir Haarde bað Guð um að blessa Ísland, þá finnst manni Bjarni ekki hafa mikla trú á að hann geri það því skv. honum eru hér við völd stjórnvöld sem leynt og ljóst stefna að því að koma okkur til Andskotans.
Kannski að Guð sé upptekin við eitthvað annað?
Þetta minnir mig á að segja mig úr Þjóðkirkjunni við fyrst tækifæri. Minnir reyndar að það hafi verið tekið fyrir það að borga til Háskólans í nýjustu lagabreytingum. EN ef ekki væri ég meira en til í það að þessi skattur sem ég greiði til þjóðkrikjunar færi í eitthvað annað. Nóg hafa þeir af peningum samt.
Ætli maður lifi það ekki af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 969607
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson