Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Held að Lilja sé ekki í tengslum við raunveruleikan stundum!

Held að hún og fleir horfi í einhverjar kenningar og sögusagnir sem ekki eru að fullu réttar. T.d. hefur AGS viðurkennt mistök sín í Asíu og hefur endurskoðað aðgerðir sínar. Eins þá hefur Íslenskur starfsmaður AGS í Afríku bent á að gagnrýni á sjóðin þar stafi af því að menn gleyma að taka tillit til að lönd þar sem sækjast eftir aðstoð AGS hafa litlar útflutningstekjur til að borga af þeim lánum sem þau þurfa. Og því þarf mikin niðurskurð til að geta tekið þessi lán og greiða þau til baka. Bendi síðan á eftirfarandi frétt á www.pressan.is

Sérfræðingur Fitch Ratings varar Íslendinga alvarlega við því að slíta samstarfi við AGS

Dominique Strauss-Kahn, forseti AGS, fundaði með fjármálaráðherra í Istanbúl í dag um áætlun Íslands og AGS.

Dominique Strauss-Kahn, forseti AGS, fundaði með fjármálaráðherra í Istanbúl í dag um áætlun Íslands og AGS. Getty images

Paul Rawkins, sérfræðingur hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings, varar íslensk stjórnvöld alvarlega við því að slíta samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Slíkt myndi hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs auk þess sem hætta er á enn frekari gengishruni.

Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum í dag að þingmeirihluti sé fyrir því að slíta samstarfinu við AGS. Hafa fulltrúar allra flokka, að Samfylkingunni undanskilinni, viðrað þá skoðun undanfarna daga. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að slíkar hugmyndir séu byggðar á óskhyggju.

Rawkins segir við Pressuna að slík aðgerð myndi hafa veruleg neikvæð áhrif fyrir Ísland. „Ef Ísland myndi ganga burt frá áætluninni á þessu stigi myndi það loka fyrir aðgang að fjárhagsaðstoð utan frá og flækja til muna efnahagsbatann og samskipti landsins við umheiminn. Ég fæ ómögulega séð hvernig Ísland kæmi til með að koma stöðugleika á gengi krónunnar og afnema gjaldeyrishöft án þess að njóta fjárhagsaðstoðar að utan.“

Rawkins bætir því við riftun áætlunarinnar myndi hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins, sem nú þegar er í flokki BBB, sem þýðir að horfur Íslands séu neikvæðar. „Ef litið er til alþjóðamarkaða, þá myndi skuldatryggingaálag hækka samanborið við önnur lönd, íslenska krónan mun veikjast enn fremur og mun meiri munur yrði á gengi hennar á aflandsmarkaði og heimamarkaði.“

 


mbl.is AGS herðir tökin á Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigmundur - Hvað skuldsetta land sem á næri enga sjóði hefur farið aðra leið?

Gaman að vita hvort að menn geti nefnt mér land sem lendir í svona djúpri kreppu án þess að eiga sjóði til að ganga í. Hvaða þjóð hefur ekki hækkað skatta og dregið úr útgjöldum sem hefur engan aðgang að lánum og skuldar svona mikið eins og við? Hættið svona patent lausnir.
mbl.is Ríkisstjórnin gerir allt öfugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað átti Birgitta við með "skuldastöðvun"

Hún hóf ræðu sína á að tala um hvort við ættum að íhuga alvarlega "Skuldastöðvun" Er þetta einhver ný leið hjá henni.

Var hún að meina greiðslustöðvun ríkisins? Og gerir hún sér grein fyrir hvaða áhrif það hefur á landið og möguleika okkar? Þegar öll okkar viðskipti við útlönd stöðvast og erlendar þjóðir fara að gera allar peningafærslur til og frá landinu upptækar upp í skuldir! Er hún svo illa upplýst að hún ætli að miða við Argentínu sem hætti að greiða skuldir um 2001 og er ekki enn komin í eðlileg samskipti á fjármálasviði. Og ef ekki kæmi til að Argentína er stórt land og flestir landsmenn stunda sjálfsþurftarbúskap þá væri þar hungursneið. Eða er það sem stefna á að hér á landi.


mbl.is Sligast undir vaxtabyrðum erlendra skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

-"Tveggja bíla árekstur "-

Er þetta ekki mergjuð fyrirsögn. Meira að segja:"Tveggja bíla árekstur í Garðabæ". ?

Hélt að árekstur gæti nú varla orðið milli færri bíla? Er kannski orðið normið að það séu fleiri en 2 bílar sem lenda í árekstrum


mbl.is Tveggja bíla árekstur í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég á bara ekki orð!

Ég var að hlusta á Guðfríði Lilju. Held að ég hafi ekki í fljótubragði heyrt málflutning fyrr sem var minna falin tilraun til að sprengja ríkisstjórn.

Og svona kjaftæði eins og það þurfi að afgreiða þetta Icesave með annarri umræðu í nokkra mánuði. T.d. lýkur fresti sem innistæðutryggingarsjóður hefur til að greiða út innistæðutryggingar 23. október. Og þá verður hann gjaldþrota og þar með eru engar innistæður tryggðar lengur. Halda menn að bankarnir þoli þetta? Halda menn að erlendir kröfuhafar sætti sig við þetta? Held menn að bankarnir lækki ekki í lánshæfismati? Gera menn sér grein fyrir því að þetta mundi þýða að við yrðum útlokuð frá framkvæmdarlánum næstu árin meðan að málaferlin stæður yfir? Vita menn að þar með erum við nauðbeygð til að selja erlendum aðilum sem eiga fjármagn nýtingar rétt fyrir nær ekkert til að koma framkvæmdum af stað? Þetta yrði falið í fyrirtækjum sem útlendingar ættu að mestu leyti.

Halda þessi menn að dráttur á frágangi icesave farin að kosta okkur tugi eða hundruð milljarða.

 

Gera menn sér grein fyrir því ef að farið verður í að auka atvinnu hér bara með virkjunum og stóriðju þá kemur það til með næstu árin að valda viðskiptahalla og það gríðarlegum? Og það kemur til með að valda straumi af gjaldeyri úr landi við kaup á tækjum og tólum við þessar framkvæmdir? Og svo talar Guðfríður og hinir í stjórnarandstöðu eins og við þurfum ekkert á þessum lánum að halda?


mbl.is Samþykktu Icesave blindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eru og verða umhverfissóðar og vanhugsandi tækifærissinnar!

Svona í framhaldi af grein alþingismannsins Unnar B Konráðsdóttur varð mér hugsað til þess hversu kærulaus við erum. Og í raun ekki furðua að við séum komin í þessa stöðu.

Málið er að hún er í grein sinni í mogganum að skamma umhverfisráðherra fyrir að krefjast þess að orku og línulagnir varðandi Helguvík séu skoðaðar í samhengi. Verið er að tala um línulagnir sem eiga að bætast við þær línur sem fyrir eru um allt Reykjanes og nágreni. Hefur fólk t.d. ferðast hér í nágreni við Reykjavík. T.d. Heiðmörk þar sem að 2 svona línur liggja í gegn um einn fegursta stað Höfðaborgarsvæðis og Reykjanes. Það er náttúrulega algjörlega ótækt að leyfa byggingu álvers og svo þegar það er komið af stað eigi að fara að skoða lagningu lína til þess. Held að það gætu orðið ógurlegar skemmdir. Því fólk gerir sér ekki grein fyrir að svona línum fylgja vegir sem verða liggja samsíða þeim til að geta byggt möstrin sem og að halda þessu línum við. Svona mál verður að skoða algjörlega í botn. Og kreppa á ekki að vera afsökun fyrir því að fremja umhverfisspjöll sem kannski eru óafturkræf og á ómetanlegri náttúru.

Þetta er eins og þegar menn vilja gegn leiðbeiningum fræðimanna fara nú að veiða miklu meira en ráðlagt er. Ef það verður gert og fiskistofnar minnka, þá er þetta eins og að pissa í skóinn sinn. Það reddar okkur kannski í þetta ár en veldur svo því að við þurfum að lifa við minni veiði sem þessu nemur í 10 ár. En það er einmitt eins og að pissa í skóinn sinn. Manni verður heitt fyrst en svo verður það miklu kaldara.


Buðum við Svíþjóð. Noregi eða Finnlandi aðstoð þegar bankarnir þeirra hrundu um 1990?

Ég fór allt í einu að velta þessu fyrir mér í kjölfar þess að allir eru að tala um að Norðurlöndin hafi ekki staðið með okkur og veitt okkur skilyrðislaus lán núna. Ég man ekki til þess að við höfum boðið þeim aðstoð okkar!
mbl.is Steingrímur fundar með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptaráð! Það á ekki að hlusta á ykkur

Man eftir því að í umræðunni á síðasta ári voru forsvarsmenn Viðskiptaráðs voru að hrósa sér fyrir alla frjálshyggjuna og einkavæðinguna sem hefði orðið hér. Og afléttingu alls aðhalds og eftirlists. Þeir töluðu um að Ríkið hefði tekið upp um og yfir 90% af öllu sem þeir lögðu til. Og sjá hvert það leiddi okkur. Þetta eru menn sem kunna auðsjáanlega ekkert með peninga að fara. Heldur stefna alltaf að því að hámarka gróða sinn með gjörsamlega ábyrgðarlausum hætti.

Þannig að nú þegar þessi samtök tala fæ ég æluna upp í háls.


mbl.is „Þungt höggvið í ráðstöfunartekjur heimila“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er eins og ég hef sagt! Málin eru að þokast í rétta átt!

Var að hlusta á Evu Joly og þvert á það sem bloggarar hafa verið að segja þá eru málin á réttri leið skv. henn. Hún boðar að fólk þurfi að sýna þolinmæði um leið og hún boðar að hún reikni með ákærum um eða fyrir áramót. Og eins og ég hef sagt sagði hún að skv. lögum þá þá verða engar eignir kyrrsettar né menn handteknir fyrr en rannsókn sýnir fram á sekt.

Og hún sagði líka að fólk skildi varast að halda að rannsóknir og sakfellingar séu eins og þær eru sýnadar í sakamálþáttum.


mbl.is Joly: Erlendir sérfræðingar væntanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til þeirra sem eru á móti þeirri leið sem stjórnvöld eru að fara í IceSave!

Svona nokkrir punktar fyrir ykkur að skoða:

  • Hvort haldið þið að séu í betri aðstöðu ef við viljum að nýju hefja átök við Holland og Bretland. Bæði Bretar og Hollendingar þurfa ekkert að flýta sér. Þeir geta hugsanlega lifað með þessu máli ófrágegnu eins lengi og þarf.
  • Við aftur á móti fengum að kynnast því sl. haust hvað það þýðir ef þessar þjóðir beita sér á fullu. Þ.e. þær eiga möguleika á að frysta að mestu öll gjaldeyrisviðskipti við okkur. Sem og að erlend fyrirtæki vilja ekki eiga viðskipti við land sem á í deilum við lönd sem geta haft áhrif á hvort að greiðslur berist í báðar áttir.
  • Þessi viðbrögð umheimsins eru í raun einu líklegu viðbrögðin sem við fáum. Hugmyndir um að þetta yrði bara allt í lagi og engin mundi gera neitt eru bara getgátur. Hin viðbrögðin eru þekkt annað ekki.
  • Hvað ef að málið færi fyrir dóm á grundvelli jafnræðis fjármagnseigenda skv EES. Þ.e. að þar sem allar innistæður okkar voru tryggðar þá eigi Icesave innistæðueigendur jafnan rétt á tryggingu sem mundi þýða að í stað skulda upp á rúmar 700 milljarðar mundum við skulda um  1400 milljarða. En það var upphæðin sem Bretar og Hollendingar borguðu?
  • Ef að þessar deilur dragast á langinn hvað erum við að tapa miklu í ljósi þess að öll endurreisnin byggir á þessu . Það skiptir örugglega tugum milljörðum  ef þetta dregst kannski um ár eða meira.
  • Halda menn að Bretar og Hollendingar hafi ekki fullt af lögfræðingum tilbúnir með þeirra rök ef þetta mál færi fyrir dóm? Gæti sem best trúað þvi að það sé nú þegar tilbúin krafa þeirra til að setja fyrir dóm. Og það skipti þúsundum lögfræðingarnir sem þeir geta beitt fyrir sig. Og ef málið færi fyrir dóm mundu þeir setja fram ýtrustu kröfur þ..e. alla upphæð Icesave en ekki bara innistæðutryggingar.
  • Er það að semja um lengri greiðslu tíma eitthvað sem við eigum að láta brjóta á. Eða héldu menn bara að við gætum sett lög um fyrirvara og Bretar og Hollendingar ættu ekki annarra kosti en að samþykkja það að hafa allt í óvissu hvað gerðist ef að lánið væri ekki greitt 2024.

mbl.is Þokast áfram í málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband