Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Ég hélt að ég ætti ekki eftir að styðja tillögur Tryggva Þórs og Sjálfstæðismanna

En er ekki þess virði að skoða tillögur þeirra um innsköttun lífeyrisgreiðslna a.m.k. tímabundið næstu 5 til 7 árin.

Ég geri mér grein fyrir að flestir ráðleggja okkur að ná niður fjárlagahallanum sem fyrst. Þ.E að taka stærsta skellinn strax því þá gengur þetta mun fyrr yfir. En það má ekki ganga út fyrir allt sem sem eðlilegt er. Því hallast ég á það að við ættum að horfa til þess að skoða að setja lög tímabundið um að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði næstu kannski 7 árinn. Það gæti skapað ríkinu tekjur upp á 240 milljarða sem aftur drægi úr þörfinni fyrir þessar gríðarlegu skattahækkanir. Og eins þá hefðum við möguleika á að bæta sjóðunum upp þær tekjur sem þeir tapa í ávöxtun þegar það þarf. T.d. eftir 15 til 20 ár þegar þessar greiðslur koma til útborgunar.

Það er til lítils fyrir fólk að safna nú lífeyri ef það nær ekki að skrimta þar til að það getur farið að nýta lífeyririnn sinn


mbl.is Skattastefnu stjórnvalda harðlega mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flumbrugangur í framsókn

Það fer nú að safnast saman í pokann hjá framsókn vanhugsuðu málin. Alveg ótrúleg upphlaup þeirra.

  • Við gætum byrjað á kosningaloforðum þeirra fyrr á árum eins og 90% húsnæðislánin eða milljarðinn sem þeir ætluðu að nota til að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000. En kannski rétt að miða við núverandi ár
    • Það var til að byrja með 20% lækkun allra lán á landinu. Sem að reiknað var að kostaði um 7 til 900 milljarða. Og hefði endanlega sett okkur á hausinn.
    • Yfirlýsingar Vigdísar og Höskuldar um að hitt og þetta væri landráð.
    • Yfirlýsingar þeirra um hin ýmsu gögn sem átti að hafa verið leynt og reyndust nauða ómerkileg
    • Og svo allir þeir möguleikar sem þeir en engir aðrir hafa séð varðandi hvernig á að komast hjá því að borga IceSave. Og yfirleitt flest sem þeir hafa sagt um það mál.
    • Og nú þegar þeir tala við nokkra þingmenn flokks sem er með 6% fylgi í Noregi og koma hingað heim og segjast vera með loforð upp á 2000 milljarða á 4% vöxtum. Og að við þurfum bara að biðja formlega um það!

Held að flokknum væri hollt að setjast niður og fara yfir tillögur sínar og skoðanir. Komast að því hvort þær hjálpa, séu raunhæfar og mögulegar. Og gera það áður en þeir rjúka með þær í fjölmiðla.

Því nú eins og er eru það aðeins Sif Friðleifs og Guðmundur Steingrímsson sem gefa sér tíma til að hugsa málin áður en þau rjúka með þau í fjölmiðla. Jú og Birkir Jón hefur vaxið nú síðustu mánuði.

Bendi líka á að hlusta á umræður á Alþingi og fram í köll Vigdísar Hauksdóttur. En hún lætur eins og hún sé í framhaldsskóla eða einhverju málfundafélagi þar fram í köll þykja sniðug en ekki einusinni þar er þetta liðið svona stanslaust eins og hún lætur.


mbl.is Vilja ekki lána Íslandi stórfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki þarf nú mikið til að breyta skoðun Lilju

Orð eins þingmanns og það þingmanns Verkamannaflokksins í Bretlandi og Lilja skiptir um skoðun! Og furðulegt að hún skuli undra sig á því að þingmenn innan ESB skuli tengja saman vilja okkar til aðildarviðræðna við ESB og að við þurfum að leysa deilur okkar við 2 aðildarríki ESB. Hvað mundi fólk segja innan ESB ef að ESB væri að taka inn ríki sem eiga í deilum um grundvallaratriði ESB? Held að það yrði ekki ánægja með það í ESB.
mbl.is „Þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband