Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Fimmtudagur, 31. desember 2009
31. desember 2009
Fimmtudagur, 31. desember 2009
Bíddu er þetta mögulegt!
Í fréttinni segir:
"Synji forseti lagafrumvarpi staðfestingar fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu"
Þannig að á morgun tekur ríkisábyrgð gildi. Sem og viðbóta samningurinn við Icesave skuldina. EN síðan ef það færi í þjóðaratkvæði þá gæti verið að ábyrgðin yrði feld og önnur lög sem samþykkt voru 28. ágúst og eru líka um ríkisábyrgð. Og hvernig reiknar fólk með að einhver trúi á að við kunnum fóltum okkar forráð eða séum ábyggileg í samningum.
Það gæti því farið að nýju lögin séu í gildi í nokkra mánuði. Á meðan verið er að undirbúa kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. Síðan taki við önnur lög sem framsókn var á móti sem og lög sem sjálfstæðisflokkur studdi ekki. Og bæði lögin eru um nær sömu hluti.
Eins sem mundi breytast er að sennilega kæmust framsókn og sjálfstæðismenn aftur til valda og færu og semdu um alveg sömu kjör aftur. Og bæru fyrir sig að viðsemjendur væru ósveigjanlegir og ósanngjarnir. Og dómstólaleiðin væru ekki möguleg.
Engin ákvæði um frest forseta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. desember 2009
Loksins - Loksins - Loksins!
Ömurlegu máli lokið með ömurlegri lausn. En þó var þessi lausn sú besta sem var í stöðunni. Á morgun verða þessi lög afhent Ólafi Ragnari væntanlega til undirskriftar. Vona að hann geri það samstundis. Þarna inni eru flestir fyrirvararnir sem hann hrósaði í haust. Þannig að hann hefur að mínu mati engar ástæður til að fella stjórnina á þessu. Hann hefur væntanlega fylgst vel með og leitað ráðgjafar færra manna nú þegar. Undirskriftalisti á netinu setur væntanlega á hann þrýsting en má ekki verða til þess að þetta mál eigi eftir að þjaka okkur næstu árinn. Forsetinn má ekki láta von um vinsældir trufla sig.
Stjórnarandstæðingar og fleiri sem greiddu atkvæði gegn þessari ríkisábyrgð töluðu tungum tveimur og hafa gert allan tíman. Í kvöld töluðu þau flest um að við ættum ekki að borga Icesave en samt sögðu þau að lögin frá því í sumar ættu að gilda. En þau lög kveða einmitt á að við ætlum að borga með ákveðnum skilyrðum. En út á við hefur þeim tekist að telja fólki trú um að með því að fella þessa ríkisábyrgð þurfum við ekkert að borga. Það er bara ekki það sem þau sjálf hafa sagt. Og skv. lögunum frá því 28 ágúst og horfum núna eru líkur á að við verðum búin að greiða lánið upp 2024 líka. Þá tala þau alltaf eins og við séum að borga innistæðutryggingarnar beint. Það er ekki rétt. Það er löngu búið að greiða þær út af Hollendingum og Bretum eftir að við samþykktum að þeir lánuðu okkur og sæju um að greiða þær út.
En loksins er þetta búið! Og fólk getur snúið sér að öðrum málum. Eins og t.d. að auka hér bjartsýni fólks. Fólk er búið að láta misvitra menn troða hausnum á sér á staði þar sem sólin aldrei skin.
Ég persónulega ætla að ganga bjartsýnn inn í nýtt ár eftir sólarhring.
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. desember 2009
Kannski rétt fyrir stjórnarandstöðuna að lesa þetta blað.
Það segir þarna allt sem menn þurfa að vita sem hafa talað fyrir dómstólaleiðinni:
Aðdragandi málsins væri sá að allir á Ecofin fundinum hefðu verið hissa á þeirri lagalegu óvissu sem við hefðum talið málið vera í. Skýra þyrfti hina lagalegu stöðu málsins og því hefði verið valin sú leið sem farin var. Spurninginn sem hópurinn fékkst við hafi verið mjög skýr en núverandi ástand skapaði force majeur. Þeirri spurningu hefði verið beint til hópsins hvort hægt væri að vekja force majeur en hópurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að komast undan skyldum tilskipunarinnar undir slíkum kringumstæðum. Álitið væri skýrt og öll 27 aðildarríki ESB væru ósammála túlkun Íslands.
Mandelson, fulltrúi framkvæmdarstjórnarinnar í lagahópnum sagði að um hefði verið að ræða málsmeðferð sem stæði fyrir utan EESsamninginn. Þess vegna hefði spurningin sem hópurinn fékk til úrlausnar þurft að vera skýr og afmörkuð sem hún hafi verið. Svara hefði þurft tveimur spurningum.
- Sú fyrsta hefði verið hvort það að hafa tryggingakerfi sem gat ekki staðið skil á lágmarksinnistæðuvernd væri brot á EESsamningnum.
Í annan stað að 24. mgr. aðfararorðanna hafi ekki haft það hlutverk að leysa ríki undan skyldum sínum. Túlkun þessara málsgreinar sé mikilvægust í lagaálitinu. Ekki sé rétt að túlka tilskipunina þannig að ríki beri ekki ábyrgð samkvæmt henni
Og einnig segir þarna
Sellal lagði áherslu á að ekki væri hægt að komast með málið lengra nema að ekki leiki minnsti vafi á lagaskyldunni til greiðslu lágmarksverndarinnar. Fyrr væri ekki hægt að ræða málið á pólitískum forsendum. Hægt væri að byggja viðræðurnar á áliti lagasérfræðinganna. Ef að aðilar geti komið saman um það þá sé hægt að ná niðurstöðu fljótt og vel, og ESB og aðildarríkin muni koma hratt til aðstoðar til þess að loka ,,fjárhagspakkanum'' á vettvangi IMF. Nefndi hann bréf Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Macro Financial Assistance líka í þessu sambandi.
Þá kemur fram síðar að um leið og búið væri að ganga frá þessu máli væru Norðurlandaþjóðirnar og ESB tilbúin að atstoða okkur á allan hátt m.e. varðandi lánasafnið tengt AGS.
Hvet fólk til að lesa þetta minnisblað sem er hægt að finna hér http://file.wikileaks.org/leak/icesave-eu7.pd
Athugið að það byrjar á skýringu frá wikileaks á ensku en síðan kemur minnisblaðið á Íslensku
Held að Sigmundir Davíð og félagar í indefence ásamt fylgifiskum í Sjálfstæðisflokknum ættu að lesa þetta áður en þeir tala um að það hefði engar afleiðingar fyrir okkur að fella ábyrgð á Icesave láninu og halda því fram að það sé auð unnið fyrir dómsstólum
Wikileaks birtir minnisblað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 30. desember 2009
Var reyndar búinn að blogga um þetta en þetta skjal er held ég á netinu!
Og það er búið að vera það síðan í sumar. http://www.island.is/media/frettir/MB_290309.pdf
Össur kannast ekki við skýrslu..
Innlent - þriðjudagur, 7. júlí, 2009 - 18:17Össur kannast ekki við skýrslu breskra lögmanna um Icesave. Var samin sérstaklega fyrir Össur
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kannast ekki við skýrslu lögfræðistofunnar Mischon de Reya í London um Icesave-málið. Skýrslan, sem dagsett er 29. mars á þessu ári, er merkt sem trúnaðarmál, og fram kemur á forsíðu hennar að hún sé sérstaklega samin fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Skýrslan var birt opinberlega í dag að kröfu alþingismanna eftir að Morgunblaðið sagði frá tilvist hennar.
Ég hef ekki beðið það um neina vinnu fyrir mig eða utanríkisráðuneytið og kannast ekki við það, segir Össur.
Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.
Haft var eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að skýrslan snúist aðallega um eigur Landsbankans í Bretlandi og meðferð þeirra þar.
Í skýrslunni kemur fram að engin skrifleg staðfesting hafi fengist á því að íslensk yfirvöld hafi formlega undirgengist skuldbindingar vegna tryggingarsjóðs innistæðueigenda. Í skýringu fjármálaráðuneytisins í dag kemur fram að samninganefnd Íslands vegna Icesave reikninganna hafi leitað til fjölmargra aðila, þar á meðal þessarar lögfræðistofu.
Haft var ennfremur eftir fjármálaráðherra að þetta hefðu verið minnispunktar fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, fyrir fund hans með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, um málefni Landsbankans. Aðalinntakið snýr að eignum Landsbankans og meðferð þeirra í Bretlandi og það var í því máli sem var stuðst við ráðgjöf þessa fyrirtækis en ekki í málinu almennt.
Össur kannast hinsvegar ekki við þetta plagg og segir fyrirtækið ekkert hafa unnið fyrir sig.
Tekið af www.hvitbok.vg
Steingrímur segist trúa Össuri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 29. desember 2009
Ég heimta að eftirfarandi verði upplýst!
Í ljósi látanna á Þingi í kvöld. Þá heimta ég að eftirfarandi verið upplýst í þessu máli.
- Hversu oft fór Svavar Gestsson á klósett á meðan hann vann að samningum?
- Hversu margar lögfræðistofur eru í Bretlandi og af hverju var ekki talað við þær allar?
- Af hverju er ekki búið að gera og gefa út æviminningar allra samninganefndarmanna okkar frá því í október 2008 til dagsins í dag?
- Af hverju er ekki búið að senda auglýsingar í erlend blöð þar sem auglýst er eftir gögnum sem stjórnarandstaðan getur notað til að tefja málið?
- Af hverju er ekki búið að kortleggja allar færslur út og inn af Icesave frá stofnun og fjalla um hverja þeirra úr stóli Alþingis?
Nei ég meina það! Það eru hér stjórnvöld og samningamenn sem eru búin að taka afstöðu til þessa máls. Ákveða leiðina sem var farin í samningum og þeir liggja fyrir. Svo eru menn að æsa sig yfir gögnum sem Lögfræðistofa er að senda núna þar sem að hún telur að hægt hefði verið að sækja mál gegn Bretlandi en ekki af stjórnvöldum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. En önnur stofa taldi ólíklegt að það mál ynnist. Og í framhaldi af því voru skilanefndum boðin stuðningur í slíka málshöfðun. Þetta eru gögn sem Mishcon de Reya fékk einhverstaðar að og taldi ekki skipa meira máli en svo að þeir lögðu það ekki fram með álitum sínum. Ef það er ekki annað markvert er stjórnarandstaðan bara kaupa sér athygli hjá almenning.
Það var tekin ákvörðun um að gera ákveðin samning við Breta og Hollendinga í vor. Hann endurbættur í haust og um ríkisábyrgð á honum er verið að greiða atkvæði.
PS smá viðbót. Ég googlaði dagsetningu þessara glærur sem talað var um á þingi og fann þetta bara svona strax.
http://www.island.is/media/frettir/MB_290309.pdf
Þetta fann ég inn á http://www.hvitbok.vg/Profilar/OssurSkarphedinsson/OssurKannastEkkiVidSkyrslu/
Þar segir
Össur kannast ekki við skýrslu..
Innlent - þriðjudagur, 7. júlí, 2009 - 18:17Össur kannast ekki við skýrslu breskra lögmanna um Icesave. Var samin sérstaklega fyrir Össur
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra kannast ekki við skýrslu lögfræðistofunnar Mischon de Reya í London um Icesave-málið. Skýrslan, sem dagsett er 29. mars á þessu ári, er merkt sem trúnaðarmál, og fram kemur á forsíðu hennar að hún sé sérstaklega samin fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Skýrslan var birt opinberlega í dag að kröfu alþingismanna eftir að Morgunblaðið sagði frá tilvist hennar.
Ég hef ekki beðið það um neina vinnu fyrir mig eða utanríkisráðuneytið og kannast ekki við það, segir Össur.
Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.
Haft var eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að skýrslan snúist aðallega um eigur Landsbankans í Bretlandi og meðferð þeirra þar.
Í skýrslunni kemur fram að engin skrifleg staðfesting hafi fengist á því að íslensk yfirvöld hafi formlega undirgengist skuldbindingar vegna tryggingarsjóðs innistæðueigenda. Í skýringu fjármálaráðuneytisins í dag kemur fram að samninganefnd Íslands vegna Icesave reikninganna hafi leitað til fjölmargra aðila, þar á meðal þessarar lögfræðistofu.
Haft var ennfremur eftir fjármálaráðherra að þetta hefðu verið minnispunktar fyrir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, fyrir fund hans með David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, um málefni Landsbankans. Aðalinntakið snýr að eignum Landsbankans og meðferð þeirra í Bretlandi og það var í því máli sem var stuðst við ráðgjöf þessa fyrirtækis en ekki í málinu almennt.
Össur kannast hinsvegar ekki við þetta plagg og segir fyrirtækið ekkert hafa unnið fyrir sig.
Meginefnið liggur skýrt fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2009 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 29. desember 2009
Voru það ekki sjálfstæðismenn sem komu í veg fyrir bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur?
Er það ekki rétt munað hjá mér að í voru fyrir kosningar komu Sjálfstæðismenn í veg fyrir breytingar á stjórnarskrá sem gerði skoðanakannanir bindandi? Man ekki betur. Og nú á að fara að nota þetta sem er þá skv. stjórnarskrá ekki bindandi fyrir ríkisstjórn né Alþingi.
Er ekki kominn tími til að hætta þessari vitleysu?
Það hljóta allir að sjá hvað gerist þegar við höfunum Icesave!
- Stjórnin fer frá
- Ný stjórn verður aðeins hrist af Hollendingum og Bretum. Og hleypur til að klára málið.
- Gengið verður frá ríkisábyrgð lítið breyttri en ný stjórn ber við að horfur séu nú hagstæðari.
- Við erum í engri stöðu til að standa í langvinnu stríði. Það er með ólíkindum að meiri hluti þjóðarinnar láti fólk eins og Sigmund Davíð, Höskuld, og Vigdísi plata sig. Þarna fara einstaklingar sem vita lítið um hvað þau eru að tala. Ef fólk les eða hlustar á ræður þeirra þá dettur það stanslaust um fullyrðingar þeirra sem standast ekki. Eins og það hafi engar afleiðingar að fella þessa ábyrgð. Þetta er hlutur sem þau vita ekkert um. Þór Saari er þó heiðarlegur og segir að þetta kosti okkur nokkur mjög slæm ár!
- Heldur fólk að Steingrímur eða Jóhanna eða flokkarnir þeirra væru á þessari vegferð ef þau hefðu auðveldari lausnir?
- Heldur fólk virkilega að stjórnamálamenn fari af stað með svona erfið mál ef að til væru auðveldari og betri lausnir?
Æ verið ekki svona vitlaus.
Ekki vanur að vitna í Bjarna Harðar en er sammála þessu hjá honum:
Mikið væri nú gott að trúa Mogganum og stjórnarandstöðunni þegar kemur að Icesave.
Að Íslendingar geti gert miklu betri samninga um Icesave.
Að Alþingi geti einfaldlega sagt hvað eigi að standa í samningunum sem íslenska ríkisstjórnin fari svo og segi Bretum og Hollendingum - sem væntanlega hneigja sig fyrir hinum göfugu eyjaskeggjum.
Að Steingrímur J. hafi vitaskuld sett illviljaða og lata kjána í samninganefndina og allir aðrir geti búið til betri samninganefndir og fengið betri niðurstöðu.
Að það sé ekkert því til fyrirstöðu að fella nú Icesave og hleypa þar með stjórnarandstöðunni að samningaborðinu. Sömu flokkum og sköpuðu það ástand sem nú er unnið úr. Sjálfstæðisflokknum sem talar út og suður í málinu og lagði sjálfur drög að Icesave-samningum sem voru sínu verri en þeir vondu samningar sem nú liggja fyrir.
En mikil má Moggatrúin þá vera!
Já einmitt fólk skildi muna það að Sjálfstæðisflokkurinn stýrði samningviðræðum um Icesave fram til Febrúar 2009 og hvernig gekk þeim?
Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 28. desember 2009
Lýðskrumarar
Þessu fólki hefur tekist að telja fólki trú um að það þurfi ekki að semja. En samt ef þið lesið allar ræður þeirra þá tala þau öll um að vissulega ætlum við að standa við skuldbindingar okkar. Bara ekki þennan samning.
Birkir Jón Jónsson (BJJ)
Eygló Harðardóttir (EyH)
Guðmundur Steingrímsson (GStein)
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS)
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ)
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG)
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ)
Siv Friðleifsdóttir (SF)
Vigdís Hauksdóttir (VigH)
Árni Johnsen (ÁJ)
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ)
Birgir Ármannsson (BÁ)
Bjarni Benediktsson (BjarnB)
Einar K. Guðfinnsson (EKG)
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ)
Illugi Gunnarsson (IllG)
Jón Gunnarsson (JónG)
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ)
Ólöf Nordal (ÓN)
Pétur H. Blöndal (PHB)
Ragnheiður E. Árnadóttir (REÁ)
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR)
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH)
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK)
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ)
Margrét Tryggvadóttir (MT)
Þór Saari (ÞSa)
Ætlaði að
týna út þá sem tel að ekki séu hættulegir þjóðarhagsmunum en nenni því ekki. Þau kjósa að vera í liði með fólki eins og Vigdísi Hauksdóttur, Höskuldi Þórhallssyni, Jóni Gunnarssyni og Árna Johnsen svo nokkur dæmi séu nefnd. Þannig að þau verða bara að sætta sig við að lít á þau sem lýðskrumarar.Vilja vísa Icesave frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 27. desember 2009
Loksins sér fyrir endan á þessu dæmi!
Reiknað með að umræðan taki 2 daga. Og að henni lokinni er nú líklegt að þetta dæmi verði loksins leitt til lykta. Enda er ekkert annað í boði.
Allir flokkar á Alþingi hafa viðurkennt að við þurfum að bera ábyrgð á Icesave. Menn deila bara um kjörin á Icesave.
Held að öllum sé ljóst að auðvita hefðu stjórnvöld viljað ná betri samningum. En held að fólk hljóti að átta sig á því að þau gerðu allt sem í þeirra valdi var til að ná betri samningum. Bæði nú og sl. vor og í raun sl. rúmt ár eða frá því í nóvember í fyrra.
Það er nokkuð ljóst að ef það hefði verið möguleiki á því þá hefðu þeir verið fullreyndir. Það er engin sem að gamni sínu leggur fyrir Alþingi samning upp á þvílíkar upphæðir ef að stjórnvöld hefðu talið sig eiga möguleika á öðru.
T.d. er nokkuð ljóst að við eigum engan forða til að fara í efnahagslegt stríð við Holland og Bretland. Gjaldeyrir okkar yrði fljótt uppurinn. Og við kaupum ekki gjaldeyri fyrir krónur í dag. Nokkuð ljóst að við erum beitt þrýstingi frá öllum hliðum.
En ef að kjörin á þessu láni eru svo ömurleg þá hljótum við innan nokkurra ára að geta farið og fengið lán á þeim kjörum sem menn segja að við hefðum átt að fá á þetta lán og greitt það upp. En ég skil Breta og Hollendinga að þeir vilji eitthvað álag á að lána til lands sem ekki er fullvíst að geti borgað lán sín. Þetta eru jú skattpeningar Breskra og Hollenskra fjölskyldna sem við eru að fá að láni.
En þeim mun fyrr sem við hættum að draga þetta mál og förum að byggja hér upp þeim mun meiri líkur eru að við komumst út úr þessu standandi.
Icesave á Alþingi á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. desember 2009
Bið fólk að anda með nefinu!
Sé hér á blogginu að verið er að tengja Jón Sigurðsson og ráðningu hans sem formann bankastjórnar við Samfylkinguna.
En fólki væri nú holt að átta sig á því að við eigum ekki lengur nema um 5% í þessum banka í dag. Það eru væntanlega inn- og aðallega útlendir kröfuhafar sem hafa eignast bankann. Og þeir hafa sameinast um val á formanni bankaráðs og horfa kannski til þess að Jón Sigurðsson var bæði Seðlabankastjóri sem og bankastjóri Norræna bankans um áraraðir. Hann er hagfræðingur með mikla reynslu og menntun. Þá er það skilanefnd og bankasýsla sem fara með þessi mál ekki ríkisstjónin.
Ríkið kemur ekkert að þessari ráðningu og þaðan af síður Samfylkingin. Þá var hann ekki búinn að vera í FME nema fram janúar/febrúar 2008 þ.e. í 7 eða 8 mánuði þegar bankahrunið varð. Og hann var stjórnarformaður FME en það þýðir að hann var ekki í daglegum rekstri FME það var í höndum framkvæmdarstjóra.
Ný stjórn Íslandsbanka skipuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson