Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Biði ekki í það ef að snillingarnir í stjórnarandstöðunni hefðu annarst Icesave málið!

Var reyndar búinn að blogga um þetta áður. En bara verð að itreka þessa línu:

Fjárlaganefnd ákvað hins vegar, að kröfu stjórnarandstöðunnar,  að birta álitið þremur dögum fyrir jól

Þetta er snillingarnir

Ásbjörn Óttarsson 1, NV, S, 

Höskuldur Þórhallsson 6, NA, F, 
 
Kristján Þór Júlíusson 4, NA, S, 
 
Ólöf Nordal 2, RS, S, 
 
Þór Saari 9, SV, Hr, 

Sem öll hafa haldið langar ræður allt þetta ár um hvað samningnefnd, embættismenn og starfsmenn ráðuneyta hafa verið ömurlegir samningamenn. Sem og að öll gögn eigi að vera opinber. Alveg sama þó það hafi verið sagt að sum gætu skaðað hagsmuni okkar væru þau gerð opinber.

Nú hundsa þau ráðleggingar lögfræðistofu sem þau þó virðast hafa sérstaklega beðið um að gerði skýrslu um málið.

Og svo les maður þetta:

Ítarlegt álit bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya um Icesave fyrir fjárlaganefnd Alþingis var birt rétt fyrir jól þrátt fyrir að lögmennirnir vöruðu eindregið við því. Þeir höfðu lagt áherslu á það í álitum sínum og minnisblöðum að þar séu trúnaðarmál sem gætu gagnast Bretum og Hollendingum í hugsanlegum málaferlum vegna Icesave. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Í fréttinni segir að lögmennirnir hefðu ítrekað bent á þetta, meðal annars í tölvubréfum til Alþingis dagana fyrir jól. Fjárlaganefnd ákvað hins vegar, að kröfu stjórnarandstöðunnar,  að birta álitið þremur dögum fyrir jól.

 

Ég biði ekki í hvernig staða okkar væri ef þetta fólk hefði verið að semja fyrir okkur. Eða stjórnað samningaviðræðum okkar.
 


mbl.is Vöruðu við því að birta álitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú öll stjórnviska stjórnarandstöðunar í Icesave

Nú er að koma í ljós að Mishcon de Reya varaði við að álit sitt væri birt og taldi það veikja stöðu Íslands og styrkja stöðu Breta og Hollendinga. En stjórnarsandstaðan heimtaði að þetta yrði birt

Ítarlegt álit bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya um Icesave fyrir fjárlaganefnd Alþingis var birt rétt fyrir jól þrátt fyrir að lögmennirnir vöruðu eindregið við því. Þeir höfðu lagt áherslu á það í álitum sínum og minnisblöðum að þar séu trúnaðarmál sem gætu gagnast Bretum og Hollendingum í hugsanlegum málaferlum vegna Icesave.

Lögmennirnir bentu ítrekað á þetta, meðal annars í tölvubréfum til Alþingis dagana fyrir jól, og lögðust gegn því að nýjasta álit þeirra yrði gert opinbert. Fjárlaganefnd ákvað hins vegar, að kröfu stjórnarandstöðunnar,  að birta álitið þremur dögum fyrir jól.

www.ruv.is 

Og síðan tala þessir menn eins og þeir hafi samningatækni og aðferðir á hreinu og að stjórnvöld kunni ekkert og viti ekkert. En nú er að koma í ljós að það er kannski ekki viturlegt í samningaviðræðum og annað að gagnaðilar viti um öll þau álit og allar þær umræður sem fara fram hér.  Og almenningr gleypt við þessu eins og þar fari hið eina rétta og nú liggja nær öll gögn frami á www.island.is. Og þar geta Bretar og Hollendingar farið inn og undirbúið sig undir málin ef við samþykkjum ekki ríkisábyrgðina. Þangað er búið að setja inn mörg skjöl í viðbót. t.d. að kröfu Höskuldar frá því í sumar. Og síðan eru það gögnin nú í leynimöppunni sem þingmenn hafa aðgang að. Hreyfingin vill nú birta þar flest öll gögnin.


Steingrímur þetta verður að bæta hjá ykkur!

Miðað við hvað eru margir menn ráðnir til ríkisvaldsins sem upplýsingafulltrúar, finnst mér með afbrigðum hvað upplýsingamál stjórnvalda eru út á þekju. Þessir mætu menn sem vinna þarna með stjórnvöldum hljóta að vita að betra er að fá þjóðina með sér í verkin ef að fólk er rétt upplýst.

Þannig er með afbrigðum að stjórnvöld hafi ekki fyrir löngu virkjað ríkisfjölmiðla til að miðla upplýsingum markvisst til þjóðarinnar á máli sem fólk skilur.  Hér t.d. er stórhluti þjóðarinnar sem skilur Icesave sem við séum að borga allar innistæður á Icesave.

Hér eru upplýsingar svo óljósar að fólk þarf að ráðast í rannsóknarvinnu til að skilja mál sem verið er að vinna að. Og því eru túlkanir á alla kanta ráðandi.

Síðan eru að leka svona út bæði heppilegar og óheppilegar fréttir eins og koma fram í þessari frétt þar sem lögmannastofa vitnar í gögn sem eru bundin trúnaði. Af hverju eru þau það. Það þarf að fara yfir listann og skýra af hverju trúnaður er á hverju þessara skjala. Þangað til virkar þetta þannig að þjóðin verður alltaf tortryggin.

Eins væri það væntanlega á verksviði þessara upplýsingafulltrúa að skýra stefnu stjórnvalda á mannamáli þannig að fólk viti að hverju það gengur næstu árin. Fólk veit að hér verður erfitt en það verður að fá að vita hver eru markmið stjórnvalda, hvernig á að ná þeim og hversu lengi við verðum að því. Þannig að fólk viti hvenær og hvaða þrep kemur næst.

 Það hefði þvi verið tilvalið að hafa þátt kannski 2x í viku þar sem að þessar upplýsingar væru settar fram skiljanlegar og myndrænt. Atriði eins og skuldastaða, greiðslubirgði, samskipti við aðrar þjóðir, aðgerðir varðandi stöðu heimila og fyrirtækja og fleira. Næstu skref bæði til skamms tíma og lengir.

Það er ófært að reiða sig á þá fjölmiðla sem nú skiptast í fylkingar og helsta markmið er að matreiða fréttir þannig að þær selji sem mest og skapi æsing.

Ef það á að fá þjóðina með í þessa endurreisn þá verður að tala við hana svo hún skilji hvað er verið að gera.


mbl.is De Reya svarar Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól!

jolajola


Og Ragnheiður Elín finnst baráttan síðasta árs kraftlaus!

Held að þingmenn ættu nú kannski að muna að ríkisstjórnir Íslands eru búin að fara með þetta mál í gegn um öll þau alþjóðasamtöksem við eigum aðild að. Fyrir öll lönd ESB, Nató, Norðurlandaráð og fleira og fleira. Það er bara þannig að okkar málstaður nýtur ekki samúðar þar sem að öll önnur lönd telja að okkur beri að borga þessa skuld. En í ljósi stöðu okkar hefur okkur verið boðið af Hollendingum og Bretum að taka þetta sem lán sem við borgum á næstu 15 árum. Á meðan að almennt séð hefðum við átt að greiða þessa tryggingar beint til innistæðueigenda. Það eru Bretar og Hollendingar búnir að gera fyrir okkar hönd eftir samkomulag við okkur. Og nú er okkar að greiða þetta til baka eftir samningum sem gera það að verkum að greiðslubirgði okkar verður haldið innan ákveðinna marka.

Ragnheiður ætti kannski að átta sig á að embættismenn og samninganefndir okkar hafa verið í stöðugum samskiptum við viðsemjendur sem og að sendiherra okkar hefur t.d. fundað með Breskum þingmönnum þannig að allir eru meðvitaðir um stöðu okkar.

Og eins ætti Ragnheiður að vita að í alþjóðlegu samhengi erum við langt frá því að vera fátæk þjóð. VIð erum en með ríkustu þjóðum heims.


mbl.is Undarlega lítill kraftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara svona smá ábending!

Hvernig væri nú að tala við aðra lögfræðinga en þá sem fyrir löngu eru búnir að segja sitt álit. Manni skilst að hér séu hundruð ef ekki þúsundir lögfræðinga en það er alltaf talað við þessa 4 sem opinberlega hafa lýst afstöðu sinn fyrir löngu.
mbl.is Lagalegur vafi og ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eiga þeir við með þessu?

Var IFS greining ekki búin að skila inn bráðabirgðamati? Og svo er maður að velta fyrir sér hvaða fyrirtæki þetta IFS greining er? Það eru skv. heimasíðu þeirra nokkrir starfsmenn. En nú síðustu mánuði hafa þeir komið allt í einu fram á völlinn. Oft með einhverjar spár sem hafa yfirleitt verið nokkru verri en raunin hefur verið. Sé á google að þeir eiga það sammerkt að hafa lokið flestir árið 2000 eða síðar og farið flestir beint í bankana. Nú er það náttúrulega ekki slæmt í sjálfu sér en finnst samt að það þurfi að skýra hvernig að það á að vera ásættanlegt að láta Alþingi bíða meðan þarna lítið greiningarfyrirtæki reynir að áætla greiðslubirgði sem mun reyndar sérfræðingar eru búnir að reikna m.a. í Seðlabanka, Fjármálaráðuneyti og AGS.

Síðan er spurning hvort að minnihluti Alþingis hefur ekki eitthvað misskilið lýðræði. Þ.e. að meirihluti Alþingis vill fá þetta mál til þriðju umræðu og þessi meirihluti er rétt kjörinn fyrir 6 mánuðum og þar til að koma hér aftur kosningar þá virkar lýðræðið þannig að meirihluti ræður því hvenær þeir telja að mál séu full skoðuð eða að ekki sé lengur tími til að hanga lengur yfir málinu og vísa því til umræðu á þingi og síðan ræður atkvæðagreiðsla. Enda verður maður að segja að flest þeirra 16 atriða sem átti að skoða voru atriði sem að stjórnarandstaðan hefði getað m.a. kallað á eftir fyrstu umræðu og eins verið búin sjálf að láta vinna fyrir sig áður.

Nú er kominn tími til að klára þetta hvernig sem það fer á þinginu. Það gengur ekki að hafa þetta hálf klárað lengur. 


mbl.is Svik við samkomulag flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögfræðiálitin samhljóma um nokkur atriði

trBæði álitin segja að hættan við að málið fari fyrir dóm sé að við verðum dæmd til að greiða alla upphæðina í einu. Held að það hafi menn jú horft stíft á við þessa samninga. 

Þá er það eftirtektarvert að Mishcon de Reya er auðsjáanlega sólgið í að fá þetta mál til að sækja enda held ég að þeir væru þá á % af niðurstöðu þeirra sem skiptir milljörðum.

En er það áhætta sem vert er að taka að standa hér í málferlum í kannski eitt til tvö ár og lenda svo í að öll upphæðin sé gjaldfallin á okkur og við þurfum að greiða hana þá þegar? Einmitt þegar við erum á leið upp úr kreppunni? 

Þeir benda á óljósa samninga en við vitum jú höfðu atriðin og þau eru ekki óljós. Þá er einnig áberandi að 2 lögfræðistofur báðar virtar skuli komast að svo ólíkri niðurstöðu.  Arshurst vann að þessum samingum sem ráðgjafar skildist mér á einhverjum í dag. Og þá verað menn að athuga að Ashurst er líka mjög virt stofa skv. þvi sem ég les á netinu með útibú m.a.

Ótrúlegt að þær fái svona ólíkar niðurstöður.
Ég var að vona að þetta yrði jólagjöfin í ár að þessu Icesave yrði lokið. En það verður víst ekki. Vonum að þetta klárist milli jóla og nýárs. En andskotinn ég neita að trúa að menn vilji hafa þetta yfir okkur kannski næstu árin. Þá verða menn líka að reikna hvað við töpum vegna þess að bankar fást ekki til að fjárfesta hér á þeim tíma. Sem og varðandi lánshæfi og annað er snertir viðskipti okkar við önnur lönd.

mbl.is Engin straumhvörf með lögfræðiálitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra þið fáið frí frá mér í nokkra dag.

Er gjörsamlega búinn að fá nóg og blogga ekki fyrr en eftir helgi. Viðeigandi að birta aftur þessa limru.

Mér er orðið tregt um mál
maðkaður heilinn eins og kál
ekkert að segja
best að þegja
Það saknar mín ekki nokkur sál

blogghlé


Leyfum þeim að taka við. Í ljósi vilja þjóðarinnar.

Væri ekki rétt fyrir stjórnvöld þó þau séu kannski búin að sigla okkur í gegn um verstu öldurnar, að fara að vilja þjóðarinnar og segja bara af sér! Láta þá stjórnarandstöðuna um að ganga frá Icesave, gagnaverum og öllu því sem nú stendur til. Leyfa þjóðinni að njóta þess að hafa Framsókn og Sjálfstæðismenn hér aftur við völd með stuðningi Ögmundar, Lilju og Hreyfingarinnar. Það er það sem þjóðin er að biðja um. Þ.e. þjóðin er á móti öllu sem stjórnvöld er gera og því kannski rétt bara að víkja til hliðar. Enda er með öllu ómögulegt að vera með meirihluta sem saman stendur af mönnum sem í hverju málinu á fætur öðru eru ósammála stjórnvöldum. Þannig að öll stærri mál kosta allt of mikla baráttu.

Og í ljósi þess að fólk trúir ekki skýringum Steingríms og Jöhönnu um Icesave þá á fólk bara skilið að fá hér nýja stjórn. (69% á móti því að ALþingi samþykki ábyrgð)

Leyfum því þjóðinni að njóta snilli Sjálfstæðismanna og Framsóknar sem segja þetta ekkert mál að lenda Icesave og Bretar og Hollendingar eru auðveldir. Það sé ekkert mál að sleppa skatthækkunum því að það megi bara skerða skattatekjur framtíðarinnar til að redda okkur. Og eins eigi bara að létta álögu á fyrirtækjum því það skili okkur strax auknum sköttum vegna veltu. Og það sé auðvelt að skera niður hjá ríkinu.

Látum þá stjórna hérna næstu árin. Þjóðin er að biðja um þetta. Verði henni að góðu. Með kannski Bjarna Ben sem forsætisráðherra. Og Sigmund Davíð sem fjármálaráðherra.  Og svo gæti Þór Saari verið viðskipta og efnahagsráðherra. Prófum þetta! Sjáum hvað þeir geta gert öðru vísi.

Fólk ætti kannski að stinga upp á þessari hugmynd niður á Austuvelli á laugardaginn.

Hugmyndir að slagorðum fyrir fólk!

  • Bjarna Ben að forsætisráðherra!
  • Sigmundur í peningana
  • Aftur í sama gamla farið
  • Komum snillingum til valda
  • Hreyfinguna til valda - til að koma hreyfingu á hlutina

mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband