Ef að á að afhenda lista til forseta til að fá hann til þess að taka stóra ákvörðun er eins gott að vanda til verka.
Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
Fimmtudagur, 17. desember 2009
Ofboðslega leiðast mér þessar hótanir samtaka sífellt
Af hverju þarf alltaf að minnast á stöðugleikasáttmála og hóta að segja sig frá honum þó samtök séu á móti einhverju sem stjórnvöld vinna að? Eru menn að hóta því að fara að vinna gegn honum? Halda menn að fyrirtæki eða starfsmenn hafi eitthvað upp úr því? Reyndar er sami tón oft í ASÍ.
Þarna er líka rök sem maður skilur ekki:
"Skylda til vinnslu uppsjávarfiska til manneldis ótækt
Ákvæði um skyldu til þess að vinna einstakar tegundir uppsjávarfiska til manneldis er ótækt. Hvort afli getur farið til manneldisvinnslu eða ekki ræðst af svo mörgum aðstæðum sem oft er ógerlegt að sjá fyrir fyrr en afli er kominn um borð í veiðiskip. Í greinargerð er rætt um að taka beri mið af ástandi fisksins en um það er ekki hægt að kveða á í reglugerð né heldur að koma við viðeigandi eftirliti. Almennt má ganga út frá því að afla sé ráðstafað í þá vinnslu sem hagkvæmast er hverju sinni og reglugerð um ráðstöfun afla er ólíkleg til að bæta þar eitthvað úr. "
Eru samtök atvinnulífsins að halda í það að við t.d. ryksugum upp hér Makríl og bræðum hann. Fiskur sem aðar þjóðir gera að miklum verðmætum. Það væri allt í lagi að menn áttuðu sig á því að við eigum þennan fisk og viljum náttúrulega gera sem mest úr þessu auðævum. Eins má segja um síldina sem er náttúrulega blóðugt að við séum að moka upp og bræða. Þegar að ljóst er að hún þykir góður matfiskur.
Gagnrýna ríkisstjórnina harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. desember 2009
Spurning hvort fólk hugsi ekki áður en það talar á Alþingi?
En á ný rjúka þingmenn upp í ræðustól á Alþingi án þess að hugsa held ég til enda það sem það segir þar! Nú síðast man ég að Þorgerður Katrín fór í ræðustól til þess að krefjast þess að opinber rannsókn færi fram á því að stjórnarráðið, ruv og hagstofan væri notuð til þess að eyðileggja undirskriftarsöfnun indefence. Sem síðar kom í ljós að voru nokkrar "bullskráningar"
Nú er verið að tala um fjárfestingarverkefni sem hefur verið í undirbúningi um langt skeið. Jú vissulega tengist það Björgúlfi í tengslum við Novator sem er fyrirtæki sem hann á að miklu eða öllu leyti. En iðnaðarráðherra benti á að þetta fyrirtæki á minnihluta í þessu verkefni og stefnt er að því að minnka þann hluta á næstu árum með því að aðrir erlendir aðilar eru að koma inn í fyrirtækið.
En það er ekki það alvarlegasta í þessu heldur þessi fullyrðing þingmannsins um að Björgólfur skilað
þýfinu sem horfið hafi af Icesave-reikningum sem hann hafi borið beina ábyrgð á.
Þetta er náttúrulega út í hött. Hún er að fullyrða eitthvað sem hún veit ekkert um. Hvaða peninga tók Björgólfur úr Icesave persónulega? Er ekki rétt að fólk á löggjafaþinginu biði eftir dómi áður en það fullyrðir slíkt. Minni á að Björgólfur rekur nú þegar fyrirtæki hér eins og Aktavis, Nova og fleiri fyrirtæki. Ekki það að ég sé að draga úr ábyrgð Björgólfs sem eiganda Landsbankans. Þeir klúðruðu málum alvarlega. Ef þeir verða fundnir sekir þá gildir væntanlega um þá eins og aðra að skv. lögum þá mega þeir ekki vera í stjórn fyrirtækja hér á landi.
En ef við förum út í svona leik þá eru fáir Íslenskir fjárfestar sem eiga að fá að fjárfesta hér í framtíðinni. Jafnvel formaður Sjálfstæðisflokksins var í braski beint og óbeint.
Held að það sem við viljum er hér sé fjárfest. Það er okkur nauðsynlegt. Við sættum okkur kannski ekki við að þessir fjárfestar séu í aðalhlutverki. En við setjum um fyrirtæki og hluthafa stífar reglur sem þeir verða fylgja og fylgst verði með því að þeir geri það.
En ef við ætlum að beita svona ofstæki eins og Birgitta sýndi í morgun þá verður hér ekkert fjárfest. Og hingð koma þá engin fyrirtæki. Og hér skapast þá engin vinna.
P.S. Nú bætti hún um betur í stíðdegisútvarpinu! Hún sagði að það væri sannað að Björgólfur væri með skýr tengsl við Rússnesku mafíuna. Og hún segir að þetta geti bara beðið. Held að hún sé ekki að skora hátt á Suðurnesjum?
Hvar liggja siðferðismörk ráðherra? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 16. desember 2009
Þetta eru nú ekki nýjar fréttir
Segir Breta hafa hótað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 15. desember 2009
Ekki mikið að marka Indefence!
Nú eru þeir sjálfsagt ánægðir. Búnir að búa til sögur um skipulagða skemmdarstarfsemi á listanum sínum. Sem átti að vera stjórnað og framkvæmd úr Stjórnaráði, RUV, Hagstofunni og Fréttablaðinu. Nú svo kemur í ljós að það er einn blaðamaður á Fréttablaðinu sem var að prófa hvort að hvaða bulltölu sem er væri hægt að nota. 3 til 4 færslur frá RUV og nokkrar frá stjórnarráði og Hagstofu.
Síðan í kvöld þá benti fulltrúi þeirra á í Kastljósi að þeir væru ekki á móti því að greiða af Icesave. Ég hugsaði nú? Ég hafði heyrt eitthvað annað í sumar. Og þeir reikna með að ef að icesave ábyrgðin nú verði feld niður þá gildi sú sem samið var um 28. ágúst. En daginn fyrir það sögðu þeir:Áskorun til alþingismanna 27. ágúst 2009: Samþykkið ekki icesave samninginn
Þeir hafa gefið fólki fyllilega í skyn að það sé að hafna Icesave skuldbindingum og að við þurfum ekkert að borga.
Nú og svo rakst ég á þetta áðan hjá Gunnari Axel Axelsyni í Hafnarfirði. Foreldrar hans sem aldrei hafa skrifað undir fengu eftirfarandi póst:
Kæri áskorandi.
Undirskriftarsöfnunin gengur ótrúlega vel. Á aðeins rúmri viku hafa 24.000 karlar og konur skorað á forseta Íslands að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar og standa þannig vörð um hina mikilvægu fyrirvara sem Alþingi samþykkti í sumarlok.
Ef hvert og eitt okkar nær einum áskoranda til viðbótar í hópinn þá tvöföldum við fjöldann. Svo einfalt er það.
Gætir þú fundið 1-2 karla eða konur sem hefðu áhuga á því að gerast áskorendur?
Umræður á vinnustað skila sér vel. Jafnvel stutt og einföld ábending til fólks um að fara inn á http://indefence.is/ til að kynna sér áskorunina og skrifa undir getur skilað sér í mörgum undirskriftum.
Einnig er mikilvægt að senda vinum og ættingjum tölvupóst, hvetja vini á facebook, í skólanum, saumaklúbbi eða í heita pottinum. Nefnið alltaf heimsíðuna - http://indefence.is - og hringið einnig í eldra fólk, sem hefur síður aðgang að tölvu.
Ef allir leggja verkefninu lið munum við með þessum einfalda hætti styrkja verulega stoðir áskorunarinnar til forsetans. Það er eftir henni tekið hér á landi - í öllum stjórnmálaflokkum - og erlendis styrkir hún samningsstöðu okkar.
Við skulum hvetja alla til að taka þátt í átakinu á http://indefence.is/
Kveðja,
InDefence hópurinn
RÚV telur ekki tilefni til aðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 14. desember 2009
Nokkrar staðreyndir um Icesave /Eins og ég sé það!
Finnst að margir m.a Alþingismenn rugla dálítið hressilega í fólki varðandi Icesave. Sér í lagi þegar þeir tala um að við berum alla ábyrgð og reikna vaxtakostnað eins og við eigum þar engar eignir á móti. En dæmið er nú bara ekki svona ef fólk skoðar þetta:
Bretar og Hollendingar borguðu | 1250 milljarða | |
Innistæðutryggingar (okkar hlutur) | 660 milljarðar | |
Það sem var umfram það borga Breta og Hollendingar | 590 milljarða | |
Samtals | 1250 milljarðar | 1250 milljarðar |
Eignir Landsbankans eru metnar c.a. | 1100 til 1200 milljarðar | |
Af því eigum við rétt á helming upp í icesave. Mér skilst að allar innistæður eigi forgang þannig að við fáum um helming af eignum Landsbankans | 550 til 600 milljarða |
Nú þegar eru lausir peningar vegna eigna Landsbankans um 180 milljarðar sem sitja á reikningum að mestu í Breska seðlabankanum. Af því eigum við þá rétt á 90 til 100 milljörðum sem færu í að greiða inn á lánið. Á næsta ári er útlit fyrir að um 220 milljarðar innheimtist af þessum eignum og þá eigum við rétt á 110 milljörðum sem verða þá greiddir inn á þetta lán. Þá erum við búin að greiða inn á lánið um 200 milljarða.
Ef við reiknum með að lánið okkar vegna icesave sé komið í 720 milljarða vegna gengis krónunnar þá verðum við í lok næsta árs búin að lækka höfuðstólinn úr 720 milljörðum niður í 520 milljarða. Og áfram verðum við að reikna með að innheimtist af eignum Landsbankans og þær verði að fullu innleystar eftir 7 ár. Þá eru allar líkur á því að vaxtaberandi höfuðstóll fari hríðlækkandi og þar af leiðandi er bara rangt að tala eins og stjórnarandstaðan hefur talað.
Eins ber að gæta að verðmæti eigna Landsbankans eru mjög varlega áætlaðar og ef eins og flestir spá að uppsveifla hefjist næstu ár eru líkur á að en meira verði úr þessum eignum sem og að þar sem við fáum greiðsluhlé í 7 ár þá eru allar líkur á að eftirstöðvar með vöxtum verði ekki meiri en kannski 250 milljarðar sem gera um 30 milljarða á ári frá 2016 til 2024.
Leyfi mér stórlega að efast um að þessi Icesave pakki verði það sem setur okkur á hausinn. Því ef við getum borgað af þeim lánum sem við þurfum t.d. að borga af núna vegna yfirtekinna skulda Seðlabankans þá getum við eftir 7 ár ráðið við 30 milljarða afborganir á ári. Þær verð væntanlega lægri meira að segja. Nú í dag eru vaxtagreiðslur okkar um 100 milljarðar en þær skuldir verða greiddar að mestu 2016
Flanagan: Icesave í fjórða sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.12.2009 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
Sunnudagur, 13. desember 2009
Lausn á Icesave?!
Var að lesa 2 færslur sem mér finnast helvíti góðar og lýsa málflutningi margra hér á blogginu og á Alþingin þessa dagana. Og mér sýnist að stór hluti þjóðarinnar sé farin að trúa.
Fyrst vil ég vitna í færslu eftir Emil Hannes Valgeirsson
Þetta er hugmynd fyrir framsóknarflokkinn og skyndilausnir þeirra. Sem og að þetta ætti að ganga vel í Indefence.
Hann segir m.a.
Segjum að það sé þannig eins og sumir vilja halda fram, að íslenska ríkinu beri engin skylda til að ábyrgjast innstæður á útibúum einkabanka erlendis, má þá ekki líta á svona ICESAVE reikninga sem alveg tilvalda leið fyrir íslenska banka í framtíðinni? Ef íslenskur einkabanki þarf að fjármagna sig með innlánum er miklu sniðugra fyrir okkur að hann leiti til almennings erlendis, því ef bankinn fer yfirum þá þurfum við ekkert að bera neina ábyrgð, jafnvel þótt peningarnir renni beint til Íslands.
Og síðar í þessari stórgóðu pælingu segir hann:
Ef skilningur þeirra sem telja okkur ekki bera neina ábyrgð er réttur, þá hefðu íslensku bankarnir kannski átt að vera miklu duglegri við að plata fólk til að leggja sparnaðinn í útibú íslenskra banka og kannski hefði bankakerfið okkar bjargast ef svona ICESAVE reikningar hefðu slegið í gegn í allri Evrópu. Reyndar þótti ICESAVE lengi vera alger snilld þangað til einhverjum datt í hug að við þyrftum að borga aumingjans fólkinu til baka sem var svo vitlaust að treysta íslenskum banka til að ávaxta peningana sína. ICESAVE átti aldrei að vera nein góðgerðastofnun því til þess var fyrst og fremst stofnað til að fjármagna Landsbankann þegar harðna tók í ári, en dugði því miður ekki til.
Í framhaldi af þessu vil ég leggja til að ef svo fer að við berum enga ábyrgð á ICESAVE þá ættum við að einkavæða Landsbankann hið snarasta, skipta kannski um nafn á honum og fá almenning erlendis til að leggja aleigu sína í útibú bankans með loforði um metávöxtun. Ef bankinn fer yfirum þurfum við engar áhyggjur að hafa, því tjónið verður ekki okkar. Við getum kannski ekki leikið sama leikinn aftur í Bretlandi eða Hollandi, en hvað um Bandaríkin? Þar er mikið af fólki sem hægt er að féfletta.
Síðan fer hann að tala um siðferðishlið á þessu máli en það vilja andstæðingar Icesave ekkert lesa um.
Seinni greinin er bréf sem Egill Helgason birtir eftir Andra Haraldsson en þar segir m.a.
En þetta verður svo miklu verra og svo miklu vitlausara því meira sem maður hugsar um það. Og um allt Ísland er fólk sem er alveg stórhlessa á því að ríkið sé að ábyrgjast Icesave. Bankakerfið sem hrundi var 20-30 sinnum stærra heldur en Icesave, lang mest af því tapi fellur utan Íslands. Kostnaður ríkisins við að taka á sig Landsbankann gæti orðið stærri en Icesave, sérstaklega ef enginn er að passa kassann. Kostnaður ríkisins af ástarbréfunum er áætlaður um 300 milljarðar króna. En við skulum eyða öllum tímanum í að kvarta yfir Hollandi og Bretum. Þetta er allt þeim að kenna, þeir áttu að stoppa okkur. Og ef það er ekki þeim að kenna, þá er það ESB að kenna að leyfa okkur að taka þátt í Evrópumarkaðnum en gefa okkur ekki barnaútgáfuna af lögunum þeirra sem skýra úthvernig innistæðutryggingar virka alls staðar í heiminum síðan í heimskreppunni 1929.
Og síðar segir hann:
Og til að klára vænisýkina og ljúka þessu bulli. Hættið að segja að útrásarvíkingarnir hafi gert þetta. Að bankarnir hafi gert þetta. Það kann að vera að siðlausir menn hafi farið ránshendi um landið. En það voru engar byssur að höfði nokkurs. Það voru engir gíslar teknir. Virðist helst að þetta hafi allt verið löglegt. Semsagt, Ísland sjálfstætt fólk bjó þannig um hnútana að nokkur fyrirtæki gátu keypt upp alla skynsama hugsun í landinu, bundið hana á klafa græðgi og sjálftöku. Valsað um og tekið ótæpilega áhættu, sem þegar kom að leikslokum, þeir svo reyndu að sleppa undan með því að ryksuga upp sparifé fólks í öðrum löndum. Og þetta ástand, þetta hræðilega ástand að landið er nú í raun komið í greiðslustöðvun, er hverjum að kenna öðrum en Íslendingum? Kannski Hollendingum sem reyndu að telja íslenskum yfirvöldum trú um að Icesave væri glapræði? Danske Bank sem sagði íslensku bankana á barmi gjaldþrots? Bretum sem höfðu haft í hótunum við Ísland vegna Icesave og reynt að koma reikningunum undir sína lögsögu? European Central Bank hvers yfirmaður hótaði að knésetja alla íslensku bankana ef ólögleg viðskipti þeirra við ECB hættu ekki tafarlaust?
Hvet fólk til að lesa þessa pistla. Báðir mjög góðir.
Bullundirskriftum fækkar stórlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 12. desember 2009
Smá um áróður og hræðslu.
Stjórnarandstaðan hefur haldið uppi linnulausum hræðsluáróðri varðandi Icesave og haldið því fram að við séum dæmd í endalausa fátækt við að ganga í ríkisábyrgð fyrir láni innistæðutryggingarsjóðs. En í málflutningi þeirra hafa þeir alveg komist hjá því að fjalla um afleiðingar þess ef að þeir eða forsetinn skrifar ekki undir.
Þeir hafa t.d. ekki skýrt út fyrir fólki hvað gerist ef Forsetinn skrifar ekki undir:
- Það kemur hér tímabil þar sem ekkert verður gert annað en að berjast fyrir ólíkum málstað og ekkert annað verður gert. Svona svipað og er nú.
- Ef að þjóðin svo fellir málið þá verður stjórnin að segja af sér. Því að þar með væri verið að fella lausn sem unnið hefur verið að síðan í október í fyrra.
- Þá tekur við stjórnarkreppa nema að Sjálfstæðismenn, framsókn, Hreyfingin og Lilja og Ögmundur og einhverjir 2 í viðbót myndi stjórn.
- Ef það tekst ekki verður að kjósa upp á nýtt og þá tekur við kannski 3 til 5 mánuðir þar sem að engin þorir að taka erfiða ákvörðun vegna komandi kosninga.
- Svo vitum við ekkert um viðbrögð Breta og Hollendinga. Við jú þekkjum hvernig þeir brugðust við síðast. Og það var nærri búið að skapa hér neyðarástand. Og staða okkar og fyrirtækjanna er nú ekki beysin í dag.
Þetta er ekki hræðslu áróður frekar en gífuryrði Indefence og stjórnaandstöðunnar um að allir sem segja að við ráðum vel við Icesave sé vitlausir þó það séu óvart allar opinberu stofnanirnar sem koma að þessu máli. Nei Stjórnarandstaðan og "sérfræðingar" hennar vita þetta svo miklu betur. Þeir eru ekkert að stressa sig yfir gjaldþroti seðlabanka sem við verður að takast á við núna. Nei það er Icesave sem líkur eru á að verði greitt allt að 70 til 80% áður en við hefjum afborganir það er miklu mikilvægara. Og þó allar þjóðir EES telji að okkur beri í ljósi þess að það er bannað að mismuna innistæðueigendum eftir búsetu eða þjóðerni að borga innistæðutrygginga, þá eru þessir "sérfræðingar" vissir um að að við þurfum ekkert að borga þetta því að nokkrir Íslenskir lögfræðingar hafa fundið einhvern galla í EES tilskipun. Jafn vel þó ekkert annað land haldi þessu fram.
Þá hafa þeir alveg komist hjá því að fjalla um:
- Lánshæfismat næstu árin. Og þar af leiðandi hærri vexti á öll lán sem. Bankar, Ríki og fyrirtæki þurfa að taka næstu kannski 5 til 7 ár. Möguleiki á að hærri vextir vegna lægra lánshæfismats sem við borgum, af öðrum lánum sem við þurfum að taka fari langt upp fyrir þann kostnað sem þjóðin ber af icesave. Þe. um 150 til 300 milljarðar. Og eins að allar greiðslur sem hafa komið inn af Eignum Landsbanka sitja í Bretlandi vaxtalausir í Bretlandsbanka nú um 180 milljarðar.
- Eins að það verða engar ákvarðanir teknar hér næstu mánuði eða ár sem koma okkur af stað aftur. Því að því að engin flokkur þorir að taka óvinsælar ákvarðanir fyrr en eftir kosningar ef þær eru væntanlegar.
En fólk gleypir við þessu og trúir þessu mönnum frekar en sérfræðingunum sem vinna að því að koma okkur út úr þessu. Fólki sem bæði hefur þekkingu og reynslu af því að reikna út stöðu okkar.
Það færi ekki svo á endanum að einhver hópur 20 áhugamanna um að spila með hagsmuni Íslands eins og í fjárhættuspili ásamt stjórnarandstöðunni kæmi nú landinu endanlega á kaldan klaka.
Þinghald verður milli jóla og nýárs ef þörf er á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2009 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 11. desember 2009
Nú verða Indefence að birta lista yfir allar þær ip tölur sem eru bakvið þessar gerviundirskriftir
Það dugar ekki að svara kvörtun um óábyggilegan undirskirftalista með því að nefna að einhverjar færstlur hafi komið frá iptölum í stjórnarráði og hagstofu. Því skv. þessari frétt mætti halda að meirihluti þessara fölsuðu skráninga hafi komið þaðan. Þetta kallast smjörklípa og er ekki ástættanleg. Það er svona fylliega verið að gefa í skyn að þetta sé skipulagt.
Það hafa tölvuspekngar bent á það í dag og í gær að það var auðvelt að forrita listann þannig að svona gæti ekki komið fyrir. Og eins þá er ekkert athugað með aldur þeirra sem skrifa sig á þennan lista og ekkert fylgst með því.
Bendi t.d. á þetta. Tekið úr athugasemdum á síðu Gunnars Axels http://blog.eyjan.is/gunnaraxel/2009/12/11/andres-ond-a-moti-icesave/#comments
"Halldór AS // 11. Dec 2009 kl. 11:57
Það er ekki erfitt að komast að því hvernig vartalan sem Gunnar Axel talar um er reiknuð út:
Níundi stafur kennitölunnar er vartala, og virkar sem ákveðin prófsumma sem er fengin með því að beita ákveðnu reikniriti á fyrstu 8 tölurnar. Fyrstu átta tölurnar eru margfaldaðar með tölunum 2, 3, 4, 5, 6, 7, 2 og 3 frá hægri til vinstri, margfeldin eru svo löggð saman og módúlus 11 fundinn af summunni, þessi módúlus er svo notaður sem níundi stafurinn. Þannig er hægt að athuga hvort að kennitala sé löglega mynduð og hafna kennitölum sem slegnar eru inn sem ekki standast þetta vartölupróf.
http://is.wikipedia.org/wiki/Kennitala
Svo er ég líka sammála að að lágmarki ætti fólk að geta flett því upp hvort það er skráð þarna og gert við það athugasemd, þó best færi auðvitað á því að gera allar skráningar opinberar.
Held það sé hagsmunamál allra að svona undirskriftarsafnanir séu vel framkvæmdar og hafnar yfir allan vafa, og furða mig því á hvernig sumir vilja lesa úr ábendingum um það sem betur mætti fara hvað þessa tilteknu söfnun varðar."
Bullundirskriftir raktar til stjórnarráðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Föstudagur, 11. desember 2009
Athugið bloggspekingar! Hann er EKKI að segja:
Daniel Gros er ekki að segja að við þurfum ekki að borga Icesave! Hann er hinsvegar á því að við hefðum átt að fá lægri vexti! Hann hefur áður sagt að hann telji að Bretar og Hollendingar hafi sýnt fram á greiðsluskildu okkar vegna jafnræðis milli innistæðueigenda. Enda segir hann:
Íslendingar þurfa að greiða eitthvað vegna Icesave.
Mér finnst reyndar að furðulegt að hann telur að við eigum að fá sömu kjör á lánið frá Bretum og Hollendingum og Bretar veita sínum innistæðutrygginarsjóð. Það er furðulegt í ljósi þess að t.d. Lán sem Breska stjórnin tekur í dag bera rúmlega 3% vexti sem eru breytilegir. Þó þeir láni síðan eigin sjóð með lægri vöxtum. Hefði haldið að við mundu veita okkar innistæðutryggingarsjóð betri kjör en við mundum rukka af sambærilegum sjóð sem við mundum lána í öðru landi.
Eins þá finnst manni líklegt að þeir vextir eigi eftir að hækka. Síðan horfir hann finnst manni lítið til þess að Bretar og Hollendingar eru að lána innistæðurtrygginarsjóð sem er nánast gjaldþrota. Þeir eru að lána inn í ástand þar sem óvíst er enn hvort að neyðarlög standist. En allra helst þá horfir hann ekkert til þess að öll önnur lán sem við fáum bera í dag 6,7% vextir t.d. við AGS.
Og hann eins og aðrir horfir ekki til þess þegar hann metur greiðslur af Icesave að við byrjum strax að greiða niður höfuðstól lánsins með eignum sem eru að innheimtast. Þannig eru nú tiltækir um 180 milljarðar og til viðbótar 120 milljarðar í búi gamla Landsbanka. Og á næstu árum verða lán að greiðast upp og þ.l. beint inn á höfuðstólinn.
En fyrir alla muni munið hann er ekki að segja að við þurfum ekki að borga Icesave.
Skert lífskjör og kaupmáttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fimmtudagur, 10. desember 2009
Hvað kosta tafir á frágangi Icesave okkur?
Þessi spurning vaknaði enn og aftur hjá mér þegar ég las bréf sem Egill Helgason birtir á síðunni sinni í dag. Þar stendur m.a.
"Seinni greinin endar svona: Íslenska þingið hefur enn ekki samþykkt lagabreytingu um hvernig ríkið skuli endurgreiða Hollandi og Bretlandi útgjöld vegna innistæðutrygginga sem þessi tvö lönd tóku á sig vegna taps þúsunda sparifjáreigenda í hruni íslenska bankakerfisins fyrir rúmu ári.
Útlendingar eru ekki að leika Íslendinga grátt, heldur var því þver öfugt farið, íslenskir bankar sviku útlendingana. Hrunið var ekki útlendingum að kenna það er mikilvægt að horfast heiðarlega í augu við þá staðreynd.
Hinu stórskemmda orðspori landsins verður ekki reddað snögglega, hins vegar getur það vaxið að nýju en ekki á meðan Icesave lausnin er tafin."
Og það vekur spurningar um hvað kosta þessar tafir okkur.
t.d.
- Hversu margar milljarðar fara í greiðslur af nýjum lánum í hærri vexti vegna þess að við föllum í ruslflokk?
- Hversu margir milljarðar fara í vexti af lánum þar sem að við fáum ekki lán nema á afar kjörum?
- Gætu það verið hundruð eða þúsundir næstu áratugi vegna þess að þjóðir heims hafa misst alla trú á okkur og allt traust?
- Halda menn að einhverjir aðrir kaup þá einkaskýringu okkar að við séum ekkert ábyrg fyrir þessu heldur vondir menn í útlöndum og útrásarvíkingar?
Erlendir menn benda okkur á að við eigum að virða jafnræðisreglu milli innistæðueigenda og því segja þeir það vel sloppið að á meðan við tökum ábyrgð á öllum innistæðum í Íslenskum bönkum nema þeirra sem Bretar og hollendingar eiga. Og því gæti farið svo ef við förum í stríð að við þurfum að greiða innistæður að fullu en þá er skuld okkar um 1.400 milljarðar.
Nú eru líkur á því að þegar við förum að borga af icesave verði skuldin komin niður í 180 til 300 milljarða. Er það þess virði að fórna lánakjörum okkar næstu árin? Lánamöguleikum okkar næstu ár eða áratugi? Hvernig á þá atvinnulífið að taka við sér ef það getur ekki fengið lán næstu ár nema á afarkjörum? Og hvað þá ef við köllum yfir okkur efnahagsstríð? Er það þess virði?
Skýr vilji þjóðarinnar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson