Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Örlítil athugasemd!

Var að lesa þessa ályktun SUS og hún er í beinum tengslum við það sem áður hefur komið fram hjá Sjálfstæðismönnum á þingi. Það er sér í lagi þessi klausa sem mér finnst athugunarverð:

Ungir sjálfstæðismenn hafa áhyggjur af því að skattahækkanir muni af miklum þunga leggjast á unga fólkið í landinu. Þannig verði verulega dregið úr hvatningu til aukinnar menntunnar og aukins vinnuframlags, þar sem ríkisstjórnin vill taka nær helming launatekna einstaklinga til sín með beinum sköttum.

En það er sá hluti þarna sem fjallar um aukið vinnuframlag. Gera menn sér ekki grein fyrir því að hér eru um 16 þúsund manns atvinnulausir eða í hlutastörfum. Er einmitt ekki þess vegna meira áríðandi en að auka yfirvinnu á þá sem eru nú þegar við störf að ráða inn fleira fólk. Og eins með menntun þá eru allir skólar bæði framhalds- og háskólar fullir svo að til vandræða er. Þannig að ég held að þetta standist ekki.

Þá er athugandi fyrir þessa drengi að átta sig á þegar þeir tala um skera meira niður hjá ríkinu að þar eru þeir farnir að að tala um þjónustu sem fólk þarf að fá. Og þá er líklegt að einkaaðilar taki við þeirri þjónustu og síðar að ríkið eða fólkið sjálft þurfi að greiða fyrir hana.  Og það mundi skapa enn fleiri vandamál en það leysir. Vissulega margt smátt sem hægt er að spara en það skipti örugglega ekki tugum milljarða sem eftir er þegar tekið er tillit til þess sparnaðar sem unnið er að nú fyrir næsta ár.


mbl.is SUS mótmælir skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þjóðin vill fella Icesave! Hvað vill hún í staðinn?

Rakst á þessa færslu hjá Jóhanni Haukssyni hún er samhljóða því sem ég hef verið að segja:

Á vefsíðu InDefence hafa um 32 þúsund einstaklingar skrifað undir svofellda áskorun:

„Ég skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Ég tel að það sé sanngjörn krafa að sú efnahagslega byrði sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðisgreiðslu.“

Setjum sem svo að forsetinn synji lögunum staðfestingar. Setjum sem svo að ríkisábyrgðin á Icesave skuldbindingunum fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Setjum sem svo að kjósendur hafni lögunum og að ríkisábyrgðin falli þar með úr gildi.

Vaknar þá ekki ofurlítil spurning? Sem sé þessi:

Hvað verður þá til ráða?

Þá gjaldfellur öll Icesaveskuldin.

Íslendingar verða berir að því að vilja ekki endurgreiða fé sem þeir hafa tekið að láni hjá saklausu fólki.

Íslendingar verða lögsóttir.

Þeir gætu þurft að greiða 1.200 milljarða en ekki 700 milljarða.

Einn vinstrigrænn norðan úr landi sagði við mig í dag að það væri allt í lagi. Betra væri að neita að borga og tapa fyrir dómstólum en að samþykkja núverandi Icesave frumvarp.

Ég held að honum hafi verið alvara.
Þá má velta því fyrir sér ef að þjóðin samþykkir ekki Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu! Hvað þá? Segjum að næsta ríkisstjórn mundi þá fara aftur og semja við Breta og Hollendinga og gera einhverjar breytingar á samningnum. Á þá aftur að bera hann undir þjóðaratkvæði? Og við fellum hann þá? Á þá aftur að fara og semja við Breta og Hollendinga? Sér fólk ekki hvað þetta er vitlaust! Og hvaða þjóðir haldið þið að vilji taka þátt í þessu? Nú auðvita verðum við bara rukkuð með öðrum hætti og harkalegri

 

Auk þess vildi ég benda á að þar sem að Bretar og Hollendingar borguðu ekki út Icesave fyrr en við vorum búin að lýsa því yfir að við ætluðum að borga innistæðutrygginar bæði í Bretlandi og Hollandi aficesave, þá eru þeir væntanlega í fullum rétti að hefja innheimtuaðgerðir eða tryggja greiðslur með því að frysta eignir upp í þessar skuldir, Þar til dómur er fallinn. Auk þess verður innistæðutrygginarsjóður gjaldþrota og því engin vörn fyrir sparifé okkar nema yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar sem menn andstæðir að greiða Icesave, segja að sé ekki bindandi. Þetta segja menn að minnsta kosti um yfirlýsingar Geirs og Árna frá því október í fyrra. Eins og þessa hér og  hér.

 

Þá má velta því fyrir sér ef að þjóðin samþykkir ekki Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu! Hvað þá? Segjum að næsta ríkisstjórn mundi þá fara aftur og semja við Breta og Hollendinga og gera einhverjar breytingar á samningnum. Á þá aftur að bera hann undir þjóðaratkvæði? Og við fellum hann þá? Á þá aftur að fara og semja við Breta og Hollendinga? Sér fólk ekki hvað þetta er vitlaust! Og hvaða þjóðir haldið þið að vilji taka þátt í þessu? Nú auðvita verðum við bara rukkuð með öðrum hætti og harkalegri!

Síðan finnst mér furðuleg framkvæmd á skoðanakönnun fyrir fjölmiðil að spyrja:

Svarendur í könnuninni voru 924 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára og voru þeir valdir handhófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.

Það er ekki skýrt hvernig þessi hópur þeirra er samsettur upprunalega. 


mbl.is Meirihluti vill kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben og Þorgerður Katrín vanhæf til að fjalla um Hrunið!

Í ljósi frétta á www.dv.is  af fyrirtækjum Bjarna Ben og fjáfestingum hans í útlöndum með Werners bæðrum (Milestoneog Sjóvá) og vafsöm lán held að Bjarni sé nú skíthræddur við eftirfarandi af www.dv.is 

DV greinir í dag frá viðskiptum fjölskyldu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Karli og Steingrími Wernerssonum með fasteignaverkefni í Makaó í Asíu í febrúar í fyrra. Félag í þeirra eigu keypti fasteignaverkefnið af dótturfélagi Sjóvár fyrir rúma 5 milljarða króna.

Og svo boða þeir meira

Aðspurður hvort Bjarni hafi ekki sjálfur átt hlutabréf í BNT á þessum tíma segir Bjarni: „Jú, en það er langt síðan,“ segir Bjarni og bætir því við að hann hafi átt bréfin á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008. „En hvað kemur mér það við þó BNT eigi lítinn hlut í þessum félagi?“ segir Bjarni, sem var eins og áður segir, stjórnarformaður í BNT og N1 þegar Vafningur keypti fasteignaverkefnið í Makaó.

DV mun birta frekari umfjöllun um viðskipti Vafnings og aðkomu Bjarna Ben að félaginu á föstudaginn. Jafnframt mun DV birta gögn um aðkomu Bjarna að Vafningi þegar kaupin á turninum í Macau gengu í gegn.

 

Og svo getum skoðað  kúlulánum Kristján Arasonar eiginmanns Þorgerðar Katrínu er held ég ljóst að formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokks eru vanhæf til að taka þátt í málum er snerta hrunið. Og einnig ljóst að þau eru kannski ekki æskileg í stjórn landsins.

 Og 33% þjóðarinnar eru tilbúin að kjósa þennan flokk. Jafnvel sama fólk og vill láta taka aðra fjárfesta af lífi og reka alla bankamenn og þátttakendur í  að koma okkur á kaldan klaka.  Þarna er 2 einstaklingar í forustu flokks sem hefur verið að hygla þessum sömu stéttum í gegn um árin og eru svo beint eða óbeint þátttakendur í þessu sjálf. Og þau eru að leiða Sjálfstæðismenn til "nýrra tíma"


mbl.is Umboðsmaður fjallar ekki um störf Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni þess að verið er að tala um ræður og ræðufjölda

Spurning hvort að fólk heyrði ræðu Steingríms í dag. Þar benti hann á nokkur atriði sem að stjórnarandstaðan sleppir alltaf:

- Nú þegar eru á reikningum Landsbankans erlendis um 150 milljarðar.

- Áætlað er að á næsta ári losni um 120 milljarðar af eignum Landsbankans erlendis.

Því má ætla að í lok næsta árs verði búið að greiða um 20% af höfuðstól Icesave

Hann benti líka á í framhaldi af þessu að söngur stjórnarandstöðunnar ætti því ekki við rök að styðjast. Þar sem þau tönglast á því að við borum 100 milljónir á dag í vexti næstu 7 árin. Því eins og allir hugsandi menn vita og sér í lagi þeir sem hafa kynnt ér spara.is þá lækka vextir eðlilega hratt þegar greitt er inn á höfuðstól. 

Eins benti hann á að þetta lán er með betri kjörum enn nokkur sambærileg lán. Jafnvel lán til þróunarþjóða eru með hærri vöxtum. Og enn frekar að lán til svo langs tíma eru yfirleitt með mun hærri vöxtum.

En þetta hlustar stjórnarandstaðan ekkert á og er sífellt að tala um að tekjuskattur 80 þúsund einstaklinga fari í að greiða vexti af Icesave næstu árinn. Þetta er bara ekki rétt.

Eins þá benti Steingrímur á að ríkisstjórn Íslands samþykkti greiðsluskyldu okkar á innistæðutryggingum í samningum við Hollendingar og síðar Breta í október á síðast ári.

Og hvenær sem er getum við greitt bæði upp og inná lánið ef við fáum hagstæðari lán

Sjá ræðu Steingríms

 PS til skýringar á lækkun höfuðstól og þar af leiðandi vöxtum:

Mögulegt að lækka höfuðstól Icesave um 20%

Jón Hákon Halldórsson skrifar:

Skilanefnd Landsbankans á lausa 180 milljarða króna um áramótin og aðrir 120 milljarðar munu innheimtast úr þrotabúinu á næsta ári, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi fyrr í dag.

Steingrímur segir þetta verða til þess að Tryggingasjóður innstæðueigenda geti lækkað höfuðstól Icesave skuldarinnar um 160 milljarða króna á næsta ári eða um 20%.

Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, segir í samtali við Vísi að inni í þessari tölu, 180 milljörðum, sé ekki um neina eignasölu að ræða heldur sé um að ræða afborganir af góðum og traustum lánum úr lánasafni bankans sem greiddar hafi verið.

 (www.visir.is)

 


mbl.is Töluðu í 102 klukkustundir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokasprettur????????

Ekki viss um það! Held að Höskuldur eigi eftir að vera í fjölmiðlum næstu dag með sífellt röfl um að þetta og hitt standist ekki stjórnarskrá og þessu þurfi að breyta. Svona eins og í sumar. Held að það þurfi tangir til að ná þessu máli út úr nefnd aftur.
mbl.is Lokasprettur Icesave-umræðna hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höskuldur á móti lýðræðinu

Hvað eiga Birgitta og Höskuldur við með því að mæta á fund fjárlaganefndar og fyrirfram vera búin að ákveða málsmeðferð og hverja á að spyrja. Það var samið um að kanna 16 atriði betur en það þarf væntanlega að ákveða það innan fjárlaganefndar til hverra er leitað. Það er ekki Höskuldar að ákveða það ein og sér.

Finnst þetta minna á sumarið þar sem hann kom á hverjum degi í fjölmiðla og tjáði sig um hina og þessa fyrirvara sem yrðu að vera inni. En síðan greiddi hann atkvæði á móti málinu sem hann hafði tafið um langan tíma með þvaðrinu í sér.

Miðað við að Höskuldur er lögfræðingur er skilningur hans á hvernig ríki og samskipti við önnur ríki ganga fyrir sig, ósköp takmarkaður.


mbl.is Átök innan Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú vatn á myllu stjórnarandstöðunar!

En nú hafa menn haft aðgang að þessum póstum síðustu 4 mánuði í Möppu trúnaðarskjala. Og því skil ég ekki að menn sem virðast skv. ræðum hafa allt á hreinu varðandi Icesave og hvort við þurfum að borga, en hafa svo ekki lesið þessi göng í möppu sem þeir hafa oft vísað í.

Eins þá er ég að velta fyrir mér út á hvað menn halda að samningaviðræður gangi út á. Meira að segja það sem ég þekki til kjaraviðræðna eru menn að kasta milli sín hugmyndum og útfærslum sem allur hópurinn færi ekki að vita um strax. Og veit ekki hvað fólki gengur til með þessum látum. Og ég veit ekki hvernig nokkur getur samið við okkur í framtíðinni ef að þeir geta ekki treyst að þreifingar milli þeirra séu í trúnaði.

En það er stundum með afbrigðum klaufaskapurinn í þessu máli. Af hverju var t.d. ekki strax í gær sagt að þessi gögn væru í möppunni inn á Alþingi og af hverju var Indriði að gefa upp persónulegt póstfang. Hélt að flest tölvupóstkerfi biðu upp á tryggan vefaðgang í gegum netið.


mbl.is Vilja að leynd verði aflétt af öllum skjölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Moggamenn" fara rétt með!

Af þessu m nærri 9 þúsundum eru nú ekki helmingur með Íslenskt ríkisfang. Eða eins og segir á ruv.is

"Af þeim sem fluttu úr landi fyrstu ellefu mánuði ársins eru:
4035 með íslenskt ríkisfang
2152 með pólskt ríkisfang
265 með litháenskt ríkisfang
223 með þýskt ríkisfang
183 með portúgalskt ríkisfang
1625 hafa annað ríkisfang

Og af þessum hóp voru um 1300 sem fluttu til Noregs. Það er langt frá því að vera meiri hluti þessa 9 þúsunda. En á ruv.is segir líka

"Flestir þeirra Íslendinga sem flytjast burt fara til Noregs eða 1307. 1146 hafa farið til Danmerkur og 554 til Svíþjóðar.

176 hafa farið til Bandaríkjanna í von um betra líf og 164 fóru til Bretlands og 688 hafa farið til annarra landa. "

Og þessi tilvitnun af ruv.is  er líka villandi. Það er stór hluti af þessu fólki sem er að fara í nám en ekki eins og segir þarna " í von um betra líf"

Svo kíkti ég inn á www.hagstofa.is og þar mátti sjá að á þessu ári hafa

 2.072 íslenskir ríkisborgarar flutt til landsins. Þannig að brottfluttir íslendingar umfram aðflutta eru um 2000.

Er ekki að gera lítið úr þessu en óþarfi að gera svona mikið úr þessu


mbl.is Hátt í 9000 fluttir brott - flestir til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg makalausir bloggarar og athugsemdafíklar

Hef verið að kíkja á sum bloggin við þessa frétt og eins inn á Silfri Egils. Þar eru margir sem eru ánægð með að fá innsýn í hvað þessi blaðamaður Roger Boyes hafi um hrunið hér að segja eftir að hafa dvalist hér um tíma og skrifað bók um málið auk þess sem hann hefur fylgst með þróuninni á Íslandi um árabil frá Þorskastríðunum.

En varðandi bloggara þá skiptast þeir í hópa. Mörgum fannst gott að sjá sýn manns sem kemur utan frá og skoðar ástandi. Maður sem hefur m.a. skoðað hrunin lönd t.d. Kosovo og Bosníu eftir stríðið þar. 

Hann kemst að því að landinu var illa stjórnað. Fólk gerði ekki athugsemdir við þetta heldur tók þátt í þessari bólu af líf og sál. Fólk keypti rök Sjálfstæðismanna og kaus þá aftur og aftur. Þó ljóst sé nú að bæði lög og reglur voru ekki nógu sterkar né eftirlit með þessum bönkum og fjármálkerfinu sem slíku. Þetta er því líka það sem aðrir flokkar áttu að átta sig á að flytja þjóðinni þessar fréttir og leggja fram frumvörp um meira aðhald.

Hann dæmir stefnu Sjálfstæismanna byggað að stórumhluta á lífsspeki Hannesar Hólmsteins, framkvæmdar af Davíð og studdar af stuttbuxnadeild Sjálfstæðismanna. Þetta kaus þjóðin yfir sig aftur og aftur. Og stóð stolt  og klappaði þegar að Jón Ásgeir sem var einmitt birtingarmynd þessarar stefnu, keypti sífellt ný fyrirtæki í Danmörku og Bretlandi.

Og ég held að enginn hér á landi geti deilt á hugmyndir hans um vina-, klíku- og  ættarvelda hér á landi. Svo ég skil ekki hvað menn eru að kvarta yfir þessu.  Sumir ganga svo langt að það eigi að reka Egil af RUV. Og tala um að þeir séu vinir hann og Boyes. En Egill upplýsti á heimsíðusinni í athugsemdum að þetta var í fyrsta skipti sem þeir ræddust við. Og menn hafa gert mikið út því að hann bjó hjá Hildi Helgu þegar hann skrifaði þessa bók. En hún er óvart held ég tengiliður margra erlendra blaða og fréttastofa hér á landi.

En við höfum það fyrir sið að helst skjóta alla útlendinga sem segja okkur sannleikann.


mbl.is Boyes: Of mikil áhersla á ál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband