Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Krónan handónýt og farin að valda okkur verulegum vandræðum

Steingrímur hefur nú varla ástæðu til að fegra krónuna. Var að hlusta á Ólaf Ísleifsson á rás 2 þar sem hann fullyrti að hér þyrftu að vera áfram gjaldeyrishöft svo lengi sem við hefðum krónu. Hann sagði að það væri gjörsamlega vonlaust að einhverjir erlendir aðilar ættu eftir að skipta með krónur. Þetta kerfi kæmi útgerðarmönnum vel og hugsanlega bændum en öðrum atvinnugreinum væri þetta fjötur um fót. Og til að koma í veg fyrir að krónan yrði alveg verðlaus þyrftu að vera hér gjaldeyrishöft eins lengi og krónan verður hér.

Við höfðum skjól áður af USA en þau eru gjörsamlega rofin, Norrænaráðið hefur orðið máttlaust eftir að Svíþjóð, FInnand og Danmörk gegnu í ESB. Við þurfum mynt með öflugan bakhjarl.

Ólafur  sagði eins og fleiri ljóst að stjórnmálaflokkar skulda þjóðinni fyrir kosningar að benda á stefnu þeirra og leiðir í peningamálum og framtíðarsýn varðandi endurreisn efnahagslífsins. En enginn flokkur hefur komið með neinar lausnir í þessum málum nema að Samfylking hefur boðað að hún vilji sækja um aðild að ESB strax eftir kosningar. Enda eru hver mánuður sem við bíðum aðeins til þess að fresta því að takast á við vandan. ESB leysir ekki öll mál en hjálpar okkur á vegferðinni að skapa trú á því að við séum að vinna okkur út úr þessu og höfum stefnu.

Held að þetta verði raunveruleiki okkar ef við bregðumst ekki við: Af www.ruv.is

Neyðarlög sett í nótt

Ný lög um gjaldeyrishöft verða sett í kvöld eða nótt. Frumvarp er væntanlegt á Alþingi innan stundar en því verður hraðað í gegnum þingið.

Tilgangur laganna verður að herða á gjaldeyrishöftum til að koma í veg fyrir leka á gjaldeyrismarkaði, það er að gjaldeyrir leki úr landi í trássi við gjaldeyrishöftin sem nú eru í gildi. Sá gjaldeyrisleki hefur meðal annars stuðlað að veikingu krónunnar undanfarið.

mbl.is Grátt leikin eða ónýt, það er efinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju geta menn ekki bara viðurkennt að við eigum aðeins eina lausn?

Til frambúðar er ljóst að við getum ekki staðið undir örmynt eins og krónan er. Bendi á að allt peningamagn í umferð hér er aðeins rétt rúmlega árshagnaður meðalstórs fyrirtækis á alþjóðavísu fyrir hrun. Og það segir okkur að sæmilega öflugur fjárfestir getur leikið sér að því í framtíðinni að fella og styrkja gengi hér til að græða á gengismun.

Við höfum ekki efni á því til lengdar að hafa hundruð eða þúsundir milljarða í sjóðum til að verja gengið. Og eftir nokkur ár þegar við þurfum að borga lánin til IMF, Færeyinga og annarra sem hafa lánað okkur þá verðum við ekki með neinn gjaldeyrisvarasjóð eftir. Nema að taka ný lán.

Hver mánuður sem líður án þess að við tökum ákvörðun um að ganga í ESB er í raun seinkun á því að við náum að vinna okkur út úr þessum efnahagsþrengingum, ofurvöxtum, verðtryggingu og því að eiga eðlileg viðskipti við útlönd þar sem við þurfum ekki að ganga á gjaldeyrissjóð okkar þar sem engin annar er til að skipta krónum í gjaldeyri.

Meira að segja Sjálfstæðismenn eru búnir að lýsa krónuna ónýta en þeir eins og fleiri benda ekki á neina raunhæfa leið til að leysa vandamálið. Menn tala út og suður og hafa engar raunhæfar lausnir. Enda eru allir búnir að segja okkur að inngang í ESB og upptaka evru er það eina raunhæfa. En við eins og fyrir bankahrun hlustum ekkert á það sem okkur er sagt. Menn þykjast vita hér allt betur.

Er ekki of mikið að öll þjóðin þurfi að líða fyrir hagsmuni 2 til 3 þúsund bænda og nokkur hundruð útgerðamenn?


mbl.is Stöðugleiki nauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðað við þetta hefðu þeir kannski þurft að vera fleiri!

Þetta sýnir kannski hvða þeir hafa kynnt sér málin vel þarna í Útgerðarflokknum xD.

  • Verja sjálfstæði þjóðarinnar og  tryggja yfirráð yfir auðlindum Íslands. Niðurstaða úr hugsanlegum viðræðum við Evrópusambandið skal borin undir þjóðina.
  •  

Einu auðlindirnar sem færu hugsanlega undir yfirstjórn sjávarútvegsráðs ESB væri fiskurinn í sjónum sem Sjálfstæðismenn eru búnir að gefa nokkrum mönnum hér á landi. Og þeir eru búnir að veðsetja upp í topp næstu áratugina.

Og ef andstaða þeirra er byggð aðeins á hag nokkura útgerðamanna og bænda þá erum við ekki að tala um hag þjóðarinnar. Sem og að allar þjóðir ESB eru sjálfstæðar í dag.

Og síðast en ekki síst þá tekur aðild að ESB ekki gildi nema eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þannig að eins og Davíð sagði er svona ályktun ekki pappírsins virði.


mbl.is Aldrei fleiri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriðja skiptið sem skóflustungur eru teknar að sömu húsunum

Það hefur gengið sú saga að Gunnar Birgirsson hljóti að ætla sér að handmoka fyrir þessum húsum. Því þetta er í þriðja skipti á 2 árum sem hann lætur taka skólfustungur að þessum íbúðum. Sjá myndir og yfirferð hér hjá henni Ingibjörgu Hinriksdóttur
mbl.is Sjómannadagsráð byggir 95 þjónustu- og leiguíbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er kannski ekki svo flókið!

Ef við reiknum með að Samfylking fái 21 þingmann, framsókn 8. Þá vantar bara 4 þingmenn til að styðja þingmannafrumvarp frá Samfylkingu um aðildarumsókn að uppfyltum ákveðnum skilyrðum og málið er komið í gegn óháð vilja Vg og Sjálfstæðismanna.

Enda kannski ekki við hæfi að bændur sem eru um 2000 kannski og útgerðamenn sem eru kannski 1000 ráði því hvort við förum í ESB eða ekki. Hagmunir heildarinnar eiga að fá að ráða hér.


mbl.is Tvöföld atkvæðagreiðsla tilgangslítil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvita samþykkir Samfylking þetta. Enda það eina rétta.

Það er allir sérfræðingar innlendir og erlendir sem ráðleggja okkur þetta. Að eins raunhæfa framtíðar lausn okkar er að ganga í ESB.

  • Upptaka evru kemur til með að leysa út gjaldeyrisvandamálum okkar
  • Vextir koma til með að lækka
  • Vöruverð lækkar.
  • Stuðningur við hinar dreifðu byggðir eykst
  • Tollar af fullunninni vörum okkar falla niður.
Það verða vissulega einhverjir erfiðleikar líka en kostir vega þá gjörsamlega upp. Minni líka á að við gerð EES samnings þá fengum við mjög góð atrið inn sem snertu okkar hag. Við inngöngu í EFTA þá fengum sér stuðning og framlög til að aðlaga okkur að samningnum. Þessi atriði voru langt umfram það sem aðrar þjóðir fengu. Þar græðum við á stærð eða smæð okkar þar sem að stór atrið fyrir okkur eru lítil í samhengi þeirra stóru þjóða sem eru innan ESB. Þannig að tilhliðranir fyrir okkur eru vel mögulegar.
mbl.is Samfylkingarfólk sammála um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðað við hvað Sjálfstæðismenn klöppuðu fyrir Davíð þá er stefna þeirra ónýt.

Geri ráð fyrir að stefna þeirra hafi átt að miðast við þessa skýrslu um endurreisn sem þeir höfðu svo mikið fyrir að vinna. Nú er gamli leiðtoginn sem þeir klöppuðu svo mikið fyrir í dag búinn að dæma þetta ónýtt plagg. Þeir klöppuðu vel og lengi fyrir ræðu hans m.a. um þetta. Þetta þýðir væntanlega að þeir hafa enga lausn frekar en í Evrópumálunum. Og þar sem svo stuttur tími er til kosninga þá ættu þeir að að draga framboð sitt til baka til Alþingis og eyða næstu 4 árum í að búa til eitthvað sem að Davíð getur blessað.
mbl.is Vilhjálmur: Ómakleg ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð heldur betur að færa í stílinn!

Er Davíð virkilega að reyna að telja fólki trú um að sala á bönkunum sé Samfylkingunni að kenna. Man hann virkilega ekki eftir því að hann var forsætisráðherra þegar þeir voru seldir með styrkan meirihluta á bakvið sig. Ætlar hann virkilega að kenna Ástu Ragnheið og Sighvati um þetta? Þetta heita smjörklípur. Og til skammar að sjálfstæðismenn sem segjast vera að endurskoða flokkinn og viðurkenna mistök skuli taka undir með honum. Ekki hjálpar það Sjálfstæðisflokknum að gleypa smjörklípur upp eftir Davíð.

Sé ekki hvaða gagn útrásarvíkingar hefðu átt að græða á því að Davíð færi úr Seðlabankanum? Hann hafði nú lítið reynt að ráða við útþennslu bankana sem Seðlabankastjóri. Og þeir hefðu getað sagt sér það sjálfir að þeir fengju strangari reglur á sig í staðinn.

Svo segir Davíð:

 „lausamann úr norska verkamannaflokknum“ til að stýra seðlabankanum, og átti þar við Svein Harald Oygaard Seðlabankastjóra. Davíð gagnrýndi hann harðlega og sagði vel mögulegt hann hefði, ásamt ríkisstjórninni og „höfuðlausum her í Fjármálaeftirlitinu“, valdið gríðarlegum tjóni fyrir íslenska ríkið þar sem ekki væri útséð með að ríkinu hefði verið heimilt að grípa inn í rekstur Straums, SPRON og Sparisjóðabankans, eins og gert var.

Hvað gerði Seðlabankinn undir hans stjórn greip hann ekki inn í Glitni sem var upphafið af falli bankana, lánaði 500 milljónir evra til Kaupþings daginn áður en Kaupþing hrundi. Lánaði tugi milljarða í Sparisjóðabankan sem var í miklum erfiðleikum.

Held að Davíð hafi nú gleymt því hvernig ástandið var hér í Janúar þegar hann þurfti að hafa lífverði. Skil ekki hvernig hann hélt að hann gæti starfað áfram.

P.s. af því að Davíð fann Sven  seðalbankastjóra ekki á google.is þá er rétt að benda fólki á að ég sló inn nafni hans og vitil menn þetta voru niðurstöðurnar

Niðurstöður 1 - 10 af um það bil 17.600 fyrir Svein Harald Øygard. (0,12 sekúndur) 

Sjá hér http://www.google.is/search?q=Svein+Harald+%C3%98ygard&ie=utf-8&oe=utf- Þannig að maður sem kann ekki að googla á ekki að tjá sig um það frekar en annað sem hann kann ekki á.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB og mítan um fullveldisframsal og sjálfstæðismissi.

Umræðan hér á landi um ESB er með afbrigðum einföld og hreinlega röng. Menn komast upp með að halda að fólki að við inngöngu í ESB missum við algjörlega fullveldi okkar til ESB og enginn virðist geta leiðrétt þetta. Eins komast menn upp með að við inngöngu í ESB missum við allt sjálfstæði og eftir það yrðum við bara einhverjir þræla ESB. Þetta er náttúrulega kjaftæði.

Ég man ekki einu sinni hve oft ég er búinn að benda fólki á þjóðir sem þegar eru í ESB og segja mér hvaða þjóðir þar séu ekki sjálfstæðar.

ESB er í grunnin efnahagsbandalag. Og gengur enn í megin atriðum í að koma upp sameiginlegum mörkuðum og samvinnu um þau mál sem þjóðirnar kjósa að hafa samvinnu um. Til þess að koma á sameiginlegum mörkuðum þar sem allir væru jafnir þurfti að samræma þessa markaði og til þess þurfti að framselja yfirstjórn á þeim til sameiginlegra stofnana sem allar þjóðir koma að og eru staðsettar í Brussel. Til að samþætta reglunar á þessum mörkuðum þá framselja þjóðirnar vald til þeirra þannig að þær fari með yfirstjórn þessara mál. Þar má t.d. nefna Sjávarútveg, Iðnað, kjötframleiðslu og annan landbúnað.

Eins hafa ríki ESB kosið að hafa samvinnu um umhverfismál og fleira. Þetta er nú allt fullveldisframsalið. Enda ef við skoðum lönd eins og Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Bretland og Frakkland og fleiri þá segir mér engin að þessi lönd séu ekki fullvalda og sjálfstæð. Og þó yfirstjórn auðlinda eins og sjávarauðlinda sé sameiginleg þessum þjóðum þá hafa þær í raun allt um það að segja hvernig auðlindin er notuð.

Með EES samningnum þá afhentum við ESB þó nokkur völd varðandi lagasetningu hér á landi. Við erum skuldbundin til að taka upp lög ESB á öllum sviðum EES samningsins. Þetta nær yfir öll atrið vinnumarkaðs hér á landi ásamt lögum um verslun og viðskipti. T.d. er hvíldartími atvinnubílstjóra og fullt af lögum sem okkur bar að taka upp.

En hér kaupir fólk skýringar ESB andstæðinga sem lýsa ESB eins og sjálfstæðu valdi (skrímsli) sem hafi það helsta markmið að stela öllum auðlindum frá löndum sem þau ná að innlima. Fólk veltir ekki einu sinni fyrir sér fyrir hverja í ósköpunum eiga þeir að vera að stela þessu. Þetta er svona svipað og þegar fólk er að halda því fram að IMF sé sjálfstæð stofnun sem vinni að því að stela auðlindum fyrir USA.

Það er nauðsynlegt að uppfræða fólk hér á landi. Fólk á ekki að kaupa svona furðu rök án þess að kynna sér máli. Menn geta fundið á netinu eða í bókum neikvæð ummæli um allt. En ég minni á að það eru þjóðir í biðröð að komast í ESB en það er engin sem er að vinna í að komast þaðan út.


mbl.is ESB efst á blaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmynd að tekjulind fyrir þjóðina.

Hef verið að velta fyrir mér nú í framhaldi af því að sjálfstæðismenn lýstu sig andsnúna ESB vegna þess að útlendingar gætu komist í auðlindir okkar í sjónum. Er þá ekki kominn tími til að við förum að rukka þessa útgerðamenn um skatt fyrir það að þeim voru afhent þessi auðævi sem þeir hafa sannanlega notað til að veðsetja, skuldsetja og arðræna til að nota í verkefni hér eins og bankabóluna og útrásarverkefni án þess að þeir hafi greitt nokkuð að ráði fyrir aðganginn sérstaklega.

Mér finnst nú í erfiðleikunum eigum við að rukka 10 þúsund krónur skatt á hvert tonn sem nenn eiga. Er ekki veitt hér um 1. milljón tonna af fiski. Það mundi gera um 10 milljarða á ári. EN þeir sem leigja kvótann þyrftu ekki að borga skatt aðeins þeir sem hafa eignarrétt á kvóta. Menn sem ekki myndu sætta sig við þetta gæfist þá kostur á að skila inn kvóta sem síðar yrði úthlutað aðeins til þeirra sem ætla að veiða hann í eitt ár í senn gegn hóflegu gjaldi.


mbl.is Kvóti úthafskarfa óbreyttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband