Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Til athugunar fyrir ESB andstæðinga!

Ég held að það sé rétt nú að fara að rukka ESB andstæðingar um lausnir á nokkrum gríðarlegum erfiðleikum sem blasa við okkur í nánustu framtíð. Það þýðir ekki að bera fyrir sig að menn séu bara á móti ESB, ESB séu svo vondir menn sem borði okkur í morgunmat og fleiri jafn gáfuleg rök eins og að við missum fullveldi og sjálfstæði. Þetta er ekki upplifun þeirra 27 þjóða sem eru þarna inni nú þegar.

En ég rukka ESB andstæðinga um lausnir á eftirfarandi vandmálum:

  1. Gjaldmiðill okkar er hrunin. Krónan er svo slöpp núna að hér eru gjaldeyrishöft. Hvernig á að aflétta þeim í nánustu framtíð? Og ef engin hefur trú á krónunni og vill skipta henni í annan gjaldeyri, hvernig eigum við þá að eiga nema takmörkuð viðskipti við útlönd? Hvað gerum við þegar við erum búinn með þau lán sem við fengum frá IMF og vina þjóðum? Það vilja engir lána okkur og þvi spyr ég hvað eigum við að gera? Krónan sveiflast nú um mörg % upp og niður hvernig getum við varið hana til framtíða?
  2. Vextir: Hvað eigum við að gera til þess að lækka hér vexti þannig að þeir verði sambærilegir við það sem gengur og gerist í kring um okkur?
  3. Verðtrygging: Hvernig losnum við við hana? Það dugar ekki að segja að við bara fellum verðtryggingu niður, því þá verða bara engir til að lána okkur vegna þess hve krónan er óstöðug.
  4. Traust og virðing er eitthvað sem hrundi hjá okkur. Hér hafa erlendir lánveitendur væntalega tapað þúsundum milljarða. Hvernig eigum við að vinna aftur upp traust í alþjóðasamfélaginu? Þ.e. að þeir hafi trú á að hægt sé að lána okkur aftur.
  5. Matvælaverð: Hvernig ætla andstæðingar ESB að tryggja okkur sambærilegt matvælaverð á við þjóðir ESB? Þetta er sérstaklega áríðandi nú þegar kaupmáttur er á leiðinni niður..
  6. Vöruskipti við útlönd. Hvernig ætla menn að tryggja óheft viðskipti við útlönd nú þegar við höfum takmarkaðan aðgang að gjaldeyri?
  7. Gjaldeyrisvarasjóður: Nú þegar engin skiptir í krónum, hvernig ætla menn að tryggja að við eigum sjóði til að verja krónuna til lengdar? Ef svona eins og er heldur áfram verðum við að nota allar lánalínur sem við höfum með tilheyrandi skuldum og engum möguleikum á að taka fleiri lán.
Þessu verða andstæðingar aðilarumsóknar að ESB að svara. Og ég hefði getað haft fleiri spurningar en kem með þær seinna.

mbl.is Landsfundur Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að fólk ætti að skoða feril okkar síðustu 100 árin áður en það hafnar aðild að ESB

Ég er stundum gáttaður á því að hér skuli stór hluti fólks vera ennþá á því að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Ef við förum yfir söguna frá því að við urðum lýðveldi og jafnvel fyrr, þá er ljóst að öll þau stökk sem við höfum tekið upp á við tengjast samskiptum við erlendar þjóðir og eins að saga krónunnar er nær samfeld sorgarsaga.

  • Krónan: Hún var um 1900 jöfn danskri krónu eðlilega. Nú í dag er dönsk króna jöfn um 2000 íslenskum ef við miðum við gömlu krónuna áður en við skárum 2 núll aftan af henni.
  • Verðbólga hefur verið landlæg hér á landi frá 1960 með ör stuttum undantekningum
  • Sá mikli kaupmáttur sem varð síðustu ár er nú komið í ljós að var tekinn að láni og gengi krónunnar var allt of hátt.
  • Fyrr á árum var gengi krónunnar notað til að lækka laun eftir hag útvegsins. Og er í raun enn.
  • Engin vill lengur skipta í krónum erlendis þannig að við höfum aðeins gjaldeyri fyrir útflutning og það sem við fáum lánað.
  • Ef að ástandið heldur svona áfram verður t.d. að takmarka ferðir okkar til útlanda og innflutning þar sem að við eigum ekki nema takmarkaðan gjaldeyri til að nota og getum ekki skipt krónum fyrir gjaldeyri.
  • Og svo er það að hér er  tvennskonar gjaldmiðill. Almenningur situr uppi með krónuna á meðan að það skuldar í allt annarri mynt sem heitir verðtryggða krónan.
  • Eins gott að muna að hér voru gjaldeyrishöft og gjaldeyrir skammtaður fram til 1990

 

  • Saga okkar af samningum við erlendar þjóðir: Það er ljóst að fyrst fyrir alvöru fór Íslands að þróast frá því að vera eitt fátækasta land Vesturlanda í stríðinu af þvi að Íslendingar högnuðust á hersetunni
  • Síðan kom Marshall aðstoðin. Þar fengum við hlutfallslega meira en aðrar þjóðir í styrki þó við hefðum ekki þolað eins miklar hörmungar og aðrar þjóðir í stríðinu. Fyrir hana keyptum við fullt af togurum.
  • Síðan má nefn EFTA. Þar fengum við alveg sérstaklega góðan samning um inngöngu. Þar sem við fengum sérstaka styrki umfram aðra til að aðlaga okkur að þeim samning. En úrtölumenn töldu að vð mundu tapa öllum fiskinum til útlendinga. Þeir mundu kaupa hér allt og útlendir togarar veiða hér allt.
    En staðreyndin er að þetta var á tímum þegar síldin hrundi og inngang í EFTA hjálpaði okkur mikið.
  • Loks hægt að tala um EES samningin sem kom hér rétt eftir að við gerðum þjóðarsáttasamninga um að ná niður verðbólgu. EES samningurinn olli því að þrátt fyrir mikla skatta sem þá voru þá voru erfiðleikar og ekki nándar eins langvinnir og reiknað var með.

 

  • Fólk verður að gera sér grein fyrir að kerfið hér á Íslandi hefur svona á 10 ára fresti hrunið að mestu.
  • 1968 hrundi kerfið hér og fólk flúði til Ástralíu og Svíþjóðar.
  • Eftir þann tíma var hér óðaverðbólga landlæg upp á tugi prósenta. Krónan rýrnaði hratt og loks þá tókum við 2 núll aftan af henni 1980.
  • Síðan kom verðtryggingin
  • 1990 var verðbólgan en há og almennt ástand þannig að héðan flúðu hópar íslendinga til Svíþjóðar
  • 2000 Um það leiti þá komu hér upp erfiðar aðstæður og fólk fór að leita til útlanda enn á ný.
  • Síðan seldum við bankana og þeir héldu hér upp gervi hagvexti næstu árin sem engin innistæða var fyrir.

Svo má fólk líka hugsa út í það að allar þjóðir Evrópu nema við og Norðmenn hafa þegar þau eru að leita að stöðugleika gengið inn í ESB og sérstaklega eftir svona hrun. Og engin þjóð formlega látið reyna á að ganga úr ESB aftur. Því veit engin hvort það er hægt. Og þegar að samningur ESB kenndur við Lissabon tekur gildi verður þar formleg leið fyrir þjóðir til að ganga út ef þær svo kjósa.

Fiskveiði auðlind okkar skilar okkur vissulega gjaldeyri. En við höfum gefið hana nokkrum mönnum þannig að það eru örfáir sem hafa beinan hag af henni og því er eytt bara í vitleysu. En þessi stað höfum við gefið þeim leyfi til að veðsetja óveiddan fisk í topp. Hvað mundi breytast hjá okkur. Það er næsta víst að enginn mundi fá að veiða þennan fisk aðrir en fyrirtæki sem hér væru. Og víst að við mundum í ljósi þess að hlutfallslega erum við að tala um lítilverðmæti í ESB samhengi, fá ýmsar tilhliðranir.

Menn eru að tala um að bændum mundi fækka og eiga erfiðar með að komast af. Mér skilst að strykir til bænda í Svíþjóð og Finnlandi séu nú þó nokkrir. En þeim hefur jú fækkað samt. En það hefur líka gerst hér . Hér hefur bændum á nokkrum árum fækkað um helming eða meira og þeir eru alltaf að mælast hér undir fátækramörkum.

Minni líka á innflutninghöftin sem hér eru. T.d. má bara flytja inn nokkur tonn af mjólkurvörum, kjöti og svo framvegir. Þetta heldur hér upp háu verði.


mbl.is Evran komi í stað krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vert þú sæll Geir og hafðu það gott. En þetta er rangt hjá þér!

Það sem Geir skilur ekki nú þegar hann er að kveðja er að Þessi tvö mál eru akkúrat það sem fólkið í landinu hefur verið að fara fram á. Þ.e. að fá að hafa meira um það að segja hvernig fólk raðast á lista og að fá að kjósa um stærri mál eins og ESB, sem og breytingar á stjórnarskrá í Þjóðaratkvæðagreiðslum.

Og skárra væri það ef að núverandi ríkisstjórn mundi ekki leggja áherslu á þessi atriði.


mbl.is Stjórnin hljóp á sig í tveimur málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að sjálfstæðismenn ætti nú bara að hafa áhyggjur af sjálfum sér

Held að flokkur sem er ný búinn að detta á andlitið með alla sína stefnu og steypa þjóðinni í djúpt fen ætti ekki að vera að láta svona hluti trufla sig. Sér í lagi þegar að menn í flokknum vita ekki hvar flokkurinn þeirra sendur formlega í þessu máli. Eru þeir ekki að fara ræða það um næstu helgi?

Er farinn að halda að enginn flokkur fyrr eða síðar á Alþingi hafi sýnt aðra eins hræsni eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert síðustu mánuði. Flokkurinn hefði betur skipt út mönnum úr stuttbuxnadeildinni. Þeir eru ennþá að vinna eins og Hannes Hólmsteinn hafi rétt fyrir sér og eins að þeir séu ennþá í ræðulið Menntaskóla þar sem að aðal markmiðið er að blaðra án þess að innihaldið þurfi endilega að vera rétt.


mbl.is Kollhnísafréttaskýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem vantaði í þetta minnisblað seðlabankans!

Hrikaleg lesning þetta minnisblað sem var víst lesið upp á fundi Geirs Davíðs Árna og Ingibjargar. En það er hvaða aðgerða bæri að grípa til.

Í skýrslunni stendur:

En þá niðurstöðu má draga af þessum viðræðum og ummælum manna sem svo vel til þekkja en voru þó settar fram með misskýrum hætti, að íslenska bankakerfið væri í mikilli hættu, ekki síst vegna þess hvernig það hefur þanist út skipulagslítið og ógætilega á undanförnum árum

Af hverju gerði Seðlabankinn ekkert í þvi að koma á hæfilegum vörunum við svona ógætilegri og óskipulagðri útþennslu.

Eins verður bankinn að skýra það út að þeir sem sérfræðingar lesa fyrir ríkisstjórn þetta minnisblað en þar er hvergi stungið upp á beinum aðgerðum heldur bara að það þurfi að vinda ofan af þessu. Og skv. Geir og Ingibjörgu var unnið að því að minnka bankana en það gekk bara of hægt. En hefði ekki verið eðlilegra Seðlabankinn sem sérfræðingar legðu til hvaða leiðir skildi fara. Þarna voru jú á fundinum Ingibjörg sem er sagnfræðingur og Árni Matt sem er dýralæknir. Þau áttu að geta treyst því að fá ráðleggingar frá Seðlabanka sem er jú sérhæfð stofnun til að sinna svona hlutum


mbl.is Stefndu fjármálalífinu í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðjón er þetta ekki augljóst?

Ásgerður segir:

Ég hef gagnrýnt hvernig staðið hefur verið að starfsmannamálum og mörgu fleiru í æðstu yfirstjórn flokksins. Nú er hins vegar ljóst að formaður flokksins ætlar sér ekki að að gera nauðsynlegar breytingar á starfsmannahaldi flokksins.    Þá hefur því verið hafnað að standa löglega að uppstillingu á framboðslista flokksins í Suðvestur kjördæmi en ég hef ítrekað gert athugasemdir við að uppstilling flokksins í því kjördæmi  sé ólögleg þar sem ekki hafi verið boðað til fundar með löglegum  hætti

Það eru nú ekki margir starfsmenn hjá Frjálslyndum væntanlega. Er það ekki bara 1 eða 2 á launum?


mbl.is Guðjón A. undrandi á uppsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að vita hvaða Sunnlendingar ætla að vera ábyrgir fyrir að Árni fari aftur á þing?

Ef fólk fer yfir þingmannsferil hans er nú ekki margt sem eftir hann liggur. Nema nokkur leiðinleg atvik, kirkja í Grænlandi og nokkur svona gæluverkefni hans. Og mörg hefur þurft að fara ofan í saumana á. Öðru hefur hann nú ekki komið í verk og oftar en ekki hefur hans verið saknað í þingsal þar hann er bara ekki á staðnum
mbl.is Listi Sjálfstæðisflokksins í S-kjördæmi samþykktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðleyfið bjargaði Einari ekki!

Sennilega fáum við reikninginn fyrir atkvæðaveiðar Einars. Nú eru verslanir erlendis að hætta þátttöku í markaðsátaki og svo framvegis. Allt út af ákvörðun Einars daginn sem hann hætti. En sú ákvörðun var leynt og ljóst ætluð til atkvæðakaupa. En dugði ekki til. Nú er bara fyrir fólk á Norðvesturlandi að tryggja að Sjálfstæðismenn fái ekki næg atkvæði til að Einar komist á þing. Því maður sem tekur svona ákvörðun vanhugsað og án þess að athuga afleiðingar á ekki að komast í aðstöðu til að verða ráðherra aftur.
mbl.is Ásbjörn vann baráttuna við Einar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt VG. Nú er ekkert í vegi fyrir Rauð-grænni stjórn eftir kosningar!

Frábært hjá Vg! Auðvita er það þjóðarinnar að ákveða hvort að farið verður í aðildarviðræður við ESB.

Nokkur atrið sem ég hef verið að hugsa eftir Silfrið og Sprengisand í morgun.

  • Ef að við ákveðum að vera áfram með íslenska krónu um óákveðin tíma getum við lent í því að þegar við erum komin út úr kreppunni núna og afléttum gjaldeyrishöftum, að erlendir spákaupmenn taki stöðu gegn krónunni og felli hana til að græða á gengismun. Þeir fylgist nú vel með Íslandi og það þarf ekki miklar upphæðir á þeirra vísu til að hafa ágerandi áhrif á gengið.
  • Við getum lent í því að enginn vilji kaupa krónur eða skipta í þeim þannig að við lendum í því að geta ekki tekið lán erlendis eða átt viðskipt án þess að fara í gegnum Seðlabanka og nota gjaldeyrisforðann okkar.
  •  Við getum lent í því að hér vilji engin fjárfesta.
  • Við getum lent í því að aðilar í verslun og viðskiptum fari sjálfir í breyta öllum viðskiptum og verslun yfir í evrur og við lendum í tvöföldu peningakerfi hér. T.d. eins og var í Sovétríkjunum í dollarabúðunum.
  • Við verðum föst með verðtryggingu hér áfram því engin þori að lána óverðtryggt vegna krónunnar

 Minni á að öll 27 ríkin í ESB eru ríki sem við mundum telja sjálfstæð og fullvalda. Þó þau hafi afsalað sér ákvörðunum eins og varðandi landbúnað og sjávarútveg. Þá er það aðalega þar sem stofnar fiska eru sameiginlegir

Og varðandi Landbúnað þá er hann nú ekki beisin hér á landi. Alltaf verið að birta fréttir um að bændur séu undir fátækramörkum og bændum hér hefur fækkað alveg jafnmikið ef ekki meira en í ESB. Ef ég man rétt þá hefur þeim fækkað um helming á siðustu áratugum. Búskapur hefur lagst af eða stærri aðilar keypt upp raðir af jörðum. Jafnvel fyrirtæki.

Svo ég veit ekki hvað fólk er að halda í.


mbl.is VG vill ESB í þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fé án hirðis!!!!

Pétur Blöndal barðis hér fyrir nokkrum árum að SPRON fengi að verða hlutafélaga. Held að reynslan sé að sýna okkur að sú leið var nokkuð vafasöm. Maður man eftir hlutafélagavæðingunni og sölu stjórnenda á hlutafé og einhverju skálduðu verði. SPRON hrundi svo niður á markaði. Og nú er svo komið að fjárfestingaruglið á þessum gamla gróna sparisjóði er búið að setja hann á hausinn. Og allt stofnfé/hlutafé er sennilega horfið.

Ekki beint hægt að segja að þessi barátti Péturs hafi skilað neinu nema að einhverju tókst að græða á stofnfé sínu og svo fór SPRON bara á hausinn.


mbl.is SPRON til Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband