Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Föstudagur, 20. mars 2009
Það væri nú ágætt að einhver benti Sigmundi á ákveðnar staðreyndir
- Hann lýsir ánægju með Vg og skv. dv.is vill hann samstarf við Vg eftir kosningar. En ef hann veit það ekki þá eru Vg við stjórn núna ásamt Samfylkingu og hljóta því að falla undir þetta "loftbóludæmi "hans.
- Það var framsókn fyrir 2 mánuðum sem ítrekað og af mikilli ákefð barðist fyrir að að Samfylking og Vg mynduðu stjórn. En framsókn vildi ekki fara í stjórn heldur styðja hina flokkana.
- Sigumundur verður að gera sér grein fyrir að það væri ansi illa komið fyrir Íslandi ef að alltaf væri rokið af stað eftir einhverjum hugmyndum sam nokkrir menn setja fram án þess að málið sé skoðað í heild. Hugmyndir Framsóknar um skyndilausnir á öllum okkar vandamálum eru í besta falli vanhugsaðar. Hér liggja ekki fyrir upplýsingar um heildarskuldir, stöðu bankana og ríkissjóðs næsta árið og Framsókn kemur fram með hugmyndir um flata niðurfellingu skulda án þess að vita nokkuð hvaða áhrif þær hafa. Tala um afskriftir kröfuhafa sem ekki hafa farið fram og svo framvegis.
- Og einhvern vegin er þetta nú skrýtið að Sigumundur er búinn að lýsa því yfir að hann vilji ekki vinna með Sjálfstæðisflokk og nú hjólar hann í Samfylkingu. Sem eins og áðursegir er bara annar flokkurinn í stjórn. Og Vg er því að taka ákvarðanir eins og Samfylking núna sem Sigmundur kvartar að fara ekki eftir þeirra hugmyndum en samt er hann voða ánægður með Vg. Sbr.
Tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og vinstri grænna væri góður kostur en óvíst er að þeir tveir flokkar fái nægt fylgi til þess. Þótt ég hafi gagnrýnt Samfylkinguna að undanförnu efast ég ekki um að hægt verður að mynda með henni stjórn, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins [www.dv.is]
Ekki beint hvetjandi fyrir Samfylkingu að fara í samstarf við svona flokk.
Undrandi á orðum Sigmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Og þessi könnun er gerð áður en Jóhanna tilkynnti að hún bíður sig fram til formanns.
Var að glugga í þessa könnun sem í heild má sjá hér .
Þar kemur meðal annars fram þrátt fyrir að þær niðurstöður séu með miklum fyrirvörum að Samfylkingin er með heldur meira fylgi en D listinn í Kraganum. Hef ekki séð það áður
Ný könnun: Stjórnarflokkarnir fengju meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Það er auðséð að glæpir ætla að vaxa í kreppunni
Vegna þess væri ekki rétt að ríkð færi að leita að húsnæði út á landi fyrir tímbundið fangelsi til að fjölga fangelsisrýmum .
Það verður að koma þessu fólki út umferð eins fljótt og verða mál. Því þau virðast byrja að brjóta af sér um leið og þau labba út af lögreglustöðinni eftir yfirheyrslur.
Og nú þegar að kreppir að með aðgang að peningum og kaupendum að dópi þá fara menn meira í innbrot og rán. Þvi væri rétt að hraða málsferð þeirra og koma þeim í afplánun áður er vandamálið vex okkur yfir höfuð. Sleppa þeim svo út þegar ástandið hér í efnahagsmálum er farið að batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Hátt bylur í tómri tunnu
Held að Sigmundur hafi verið að mismæla sig þegar hann fór að tala um flokk sem hannar atburðarrás og hefur áhyggjur af ímynd frekar en pólitík.
- Kusu framsóknarmenn sér ekki formann í febrúar sem hafði til skammstíma ekki verið í flokknum né vissi neinn hvað hann stóð fyrir?
- Evrópumálinn. Er flokkurinn ekki bæði með og á móti ESB eftir því við hvern hann talar.
- Hvað stefnu hefur framsókn yfirleitt á málum hér fyrir utan 20% niðurfellingu skulda og fleiri Álver?
- Og hvaða flokkur eignaði sér heiðurinn af því að núverandi stjórn tók við völdum? Var það ekki framsókn sem hannaði þá atburðarrás?
Er nema von að maður haldi að Sigmundur hafi verið að mismæla sig?
Samfylkingin „loftbóluflokkur“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Er gengið á leið til andskotans aftur?
Það er náttúrulega að æra óstöðugan að fara að fjalla aftur um nauðsyn okkar að komast í samstarf við ESB. Þetta á auðvita ekki síst við um myntsamstarf. Það verður aldrei byggjandi á krónunni. Nema að við ætlum að takamarka viðskipti okkar við útlönd um komandi framtíð.
Mogginn í dag er undirlagður af greinum manna sem ætla að bjóða sig fram fyrir L listann þar var m.a einn Friðrik Daníelsson sem skrifaði grein um að Svía væru á leið í algjört hrun vegna aðildar sinnar að ESB. Alveg ótrúlegur boðskapur. Og enn verra að sumur trúa svona skrifum. En hér á eftir fer greinin með athugasemdum frá mér.
ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA um ESB-aðild var haldin 13. nóvember 1994. Tímar erfiðleika og bankakreppu höfðu hrjáð Svía. Sænskum kunningja mínum sagðist svo frá að fjölmiðlarnir hafi útvarpað linnulausum áróðri frá samtökum launþega, atvinnuveitenda og stjórnmálaflokkum sem sögðu: Svíþjóð verður útilokuð frá Evrópu ef við verðum ekki með, mikilvæg fyrirtæki leggjast af eða fara, atvinnuleysið eykst og lífskjörin rýrna. Norðmenn ætluðu að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu nokkrum vikum síðar og töldu fjölmiðlarnir Svíum trú um að Norðmenn myndu samþykkja aðild. Niðurstaðan varð að 52,3 % Svía sögðu já. Norðmenn höfnuðu svo aðild. Þegar það varð ljóst sáu margir Svíar eftir að hafa samþykkt aðildina, stuðningurinn hrapaði niður fyrir 40%.
Á árunum eftir inngönguna flutti um tugur stærri fyrirtækja á ári höfuðstöðvar sínar frá Svíþjóð. Verslunarhömlur ESB hafa valdið fyrirtækjum miklum búsifjum, mikilvæg verslun Svía hefur verið utan evrusvæðisins og sk. innri markaður ESB í stöðnun. Evrópurétturinn jók skrifræðið, ofan á sænska regluverkið bættust reglur ESB. Góðar umbótatillögur í þinginu hafa tafist eða strandað á lögum ESB. Atvinnuleysið hefur farið í 10% þrátt fyrir góðæri á heimsvísu síðustu fimm árin.
Nú hafa sænskir bændur fengið boð frá ESB um fjölda trjáa í beitarlöndum, það eru mörg tré í Svíþjóð og standa bændur í stórfelldu trjáhöggi. Stefna ESB hefur leitt til aukins stórreksturs, sjö býli hafa verið lögð niður að meðaltali daglega í Svíþjóð. Starfsmönnum eftirlitsstofnunar landbúnaðarins fjölgaði samt úr 100 í 800. Víða í dreifbýlinu hefur alla tíð verið fastmúruð andstaða við aðildina.
Aðildargjald Svía er 29 milljarðar sænskra króna á ári. Þar á ofan bætist svipaður kostnaður við tilskipanir ESB.
Lokun landamæraeftirlits hefur valdið mikilli aukningu kostnaðar vegna áfengismisnotkunar, eiturneyslu og glæpa. Bein útgjöld Svía af aðildinni eru því líklega orðin á annað þúsund milljarðar SEK auk óbeins taps.
Svíar eru með sambærilegt eftirlit við okkur. Það ræðst ekki af ESB heldur Schengen samningnum. Sem er eins hjá þeim og okkur. Og áfengisneysla kemur þessu máli bara ekkert við. Ekki erum við í ESB og við misnotum áfengi í meira mæli en Svíar. Þetta með að ríkið sjái ekki um að selja áfengi heldur einkaaðilar hefur ekkert með aðgengi þeirra að gera.
Samkvæmt stjórnvöldum í Svíþjóð eru Svíar ánægðir með veru sína í ESB þó eðlilega séu alltaf einhverjir gallar. Það er eins og að það er mikill galli fyrir okkur að standa utan ESB. Danir hafa verið í ESB í hvað eitthvað um 30 eða 40 ár. Finnar hafa verið jafnlengi og Svíar og eins og allar hinar 27 þjóðirnar er ekkert land að leyta að leið til að komast út úr sambandinu.
Gengi krónunnar lækkar um 1,27% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Bíddu hvar eru öll afskrifuðu lánin sem bloggarar hafa verið að velta sér upp úr?
Nú sér maður að það er ekki rétt að trúa öll þó það standi á netinu. Í athugsemdum á Silfri Egils og í raun út um allt er talað um alla milljarðana sem hafa verið afskrifaðir. Og hvað einstaklingar og hafa fengið afskrifað hjá sér. Nú kemur fram að aðeins 1 banki hefur afskrifað lán hjá fyrirtækjum að einhverju marki upp á innan við 2 milljarða.
Er nema von að maður biðji fólk að anda með nefinu og trúa ekki öllu sem það les í nafnlausum athugasemdum eða bloggum sem byggjast á svona vitneskju? Rannsökum fyrst og dæmum svo!
Hvað varðaði spurningu Eyglóar um heildarupphæð afskrifaðra skulda fyrirtækja hjá nýju bönkunum, sundurliðað eftir bönkum, sagði Steingrímur Íslandsbanka ekki hafa samþykkt endanlega afskrift neinna útlána frá því bankinn tók við eignum úr hendi Glitnis.
Engin lán yrðu afskrifuð af bankanum endanlega fyrr en í fyrsta lagi eftir að stofnefnahagsreikningur nýs banka og verðmat á þeim eignum sem fluttar voru á milli gamla og nýja bankans liggur fyrir.
Sama gildi um nýja Kauþing.
Hins vegar hefði bankaráð Landsbankans samþykkt að afskrifa útlán til fyrirtækja að fjárhæð 1.772.311 krónum, eða að upphæð tæplega 1.800 milljóna króna
Búið að afskrifa 1,8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Bíður einhver betur?
Nú kemur Lilja Mósesdóttir og talar um 4 milljóna lækkun á öllum íbúðarlánum og er þó heiðarlega og áætlar kostnað upp á 300 milljarða. En ég verð að vísa til fyrri skrifa minna um þetta mál.
En kannski helst að 4 milljóna lækkun á 25 milljóna láni þýðir í raun ekki lækkun á greiðslubirgði upp á kannski 26 þúsund á mánuði. Þessar upphæðir segja nú lítið fyrir fjölskyldur sem eru kannski með 2 bílalán sem hafa hækkað úr 40 þúsundum upp í 90 á hvorn bíl. Og þetta eru lán sem fólk þarf að borga líka. Þau geta skilað inn bílnum en þurfa að borga restina. Þó að eignarhluti fólks hafi lækkað nú vonandi tímabundið þá held ég að verðið eigi eftir að hækka aftur.
Væri ekki meira vit að lengja lánin í 60 til 80 ár og lækka greiðslubirgði um helming. Einnig erum við væntanlega innan nokkra ára komin með nýjan gjaldmiðil og við það leggst verðtrygging af. Og fólk getur greitt upp þessi lán með nýjum lánum á öðrum kjörum. Og bankar og íbúðalánasjóður ættu þessi lán áfram sem eignir og ríkið þyrfti að leggja þeim minna viðbótarfjármagn til.
En nú eru að koma kosningar og þetta fer að minna á kosningarnar 2002 þegar að flokkarnir kepptust um að bjóða skattalækkanir þrátt fyrir þennslu og 90% húsnæðislán.
Vill fella niður 4 milljónir af höfuðstól húsnæðislána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 18. mars 2009
20% niðurfelling skulda??????????????
Hef verið að velta fyrir mér þessum hugmyndum Tryggva og Framsóknar.
- Ef maður setur upp dæmi: Fjölskylda hefur keypt sér íbúð 2007 á kannski 25 milljónir og fengið kannski 20 milljónir lánaðar. Nú hefur lánið kannski hækkað ef það var verðtryggt upp í 23 milljónir. Ef við fellum niður 20% af þessu láni þá eru það um 4,5 milljónir. Sem gera kannski 20 til 25 þúsund lækkun á mánaðargreiðslum.
Ég er ekki viss um að þessi fjölskylda kljúfi þetta dæmi þó að greiðslubirgði lækki um 25 þúsund. Ef svo er hefur þessi fjölskylda ekki haft neitt borð fyrir báru fyrir hrun. - Held að það séu lán sem fjölskyldur tóku sem viðbótarlán þegar að húsnæði hækkað tímabundið sem og bílalán og þessháttar sem eru að sliga þær flestar.
- Eins finnst mér ódýrt þegar að Tryggvi talar alltaf um kröfuhafa banka sem hafi afskrifað skuldir bankana. En hann veit vel að þessir stóru erlendu bankar eru ekki búnir að skrifa undir eitt né neitt. Þeir eru með her manna í að reyna að innheimta sem mest af lánum sínum við bankana. Og ég las að þeir séu ekki sáttir við að nýju bankarnir hafi tekið svo miklar eignir frá gömlu bönkunum og tali um það sem stuld. En einmitt hljóta húsnæðislán að teljast verðmætar eignir.
- Ef að íbúðarlán bankana yrðu niðurfærð um 20% hlýtur eignastaða þeirra að versna um 20% og verða jafnvel neikvæð. Og þá þyrftum við að leggja þeim til eignir eða fjármagn til að laga það.
- Stærsti hluti íbúðarlána er við Íbúðarlánasjóð sem er væntanlega með ríkisábyrgð. Og ef að við skærum um 20% af útistandandi lánum hjá honum þá væntanlega yrði hann gjaldþrota þar sem hann þarf jú að greiða þessi lán til bankana og kröfuhaf þeirra.
- Það að fella niður skuldir á fyrirtæki er bara allt annað mál. Og ekki víst að það hjálpi öllum þessum stærstu. Er ekki rétt hjá mér að þau hafi mörg fengið lán hjá erlendum bönkum sem við ráðum ekki yfir.
Húsráð Tryggva Þórs þykja vond | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. mars 2009
Smá ábending til L listans.
Hvet ykkur til að skoða umræður sem hér voru m.a. á þingi 1969 þegar að umræður voru um inngöngu í EFTA. Þá mátti finna orð eins og afsal á fullveldi og að hingað kæmu útlendingar og tækju yfir allt sem verðmætt væri t.d. fiskinn.
"Við skulum ekki gleyma því að Ísland er og verður útkjálki í Evrópu. Ef Ísland rennur inn í stóra efnahagsheild mun að því stefna að landið verði fyrst og fremst útibú fyrir erlenda auðhringi og veiðistöð fyrir samevrópskan markað." Ragnar Arnalds á þingi 1969 um EFTA
En síðan varð raunin sú að stofnað var til sér aðstoðar við okkur þar sem okkur var auðveldað að uppfylla skilyrði fyrir aðild að EFTA. Meira en nokkur önnur þjóð fékk.
Held að engin kvarti í dag yfir EFTA
Síðan liðu árin og við högnuðumst verulega á þessu samning.
Svo var komið að þvi að okkur var boðið að vera aðilar að EES samninginum. Og þá hófst kórinn á síðum blaðana um að útlendingar mundu hirða af okkur fiskinn og aðrar auðlindir.
Erlendir togarar á ný inn í landhelgi. Hin íslenska þjóð, sem telur 260.000 manna, gefi 380 milljónum manna fullan rétt á við sig í þessu ónumda landi til atvinnustarfsemi, jafnan rétt á sem flestum sviðum.
Ég er heldur ekki viss um að hin íslenska þjóð sé sammála því að sæta, eftir að samningurinn hefur verið gerður, viðskiptabanni á ýmsum vöruflokkum sem við sannarlega flytjum nú inn, t.d. frá Bandaríkjunum, sem liggur ljóst fyrir að reglugerðir Evrópubandalagsins munu banna að hingað verði fluttar. Guðni Ágústson á Alþingi 1992
Og Steingrímur Joð var nú á svipaðri skoðun:
Ég tel umtalsverðar líkur á því að í vissum afmörkuðum tilvikum geti reynst verulegur áhugi á að ná hér í land, jarðnæði eða aðstöðu. Þar má nefna ýmislegt. t.d. veiði og veiðiréttindi af ýmsum toga. Það er ekki svo víða á byggðu bóli sem slík gæði ganga kaupum og sölum. Það má nefna hér þá miklu möguleika sem liggja í ferðaþjónustu á Íslandi og erlendum mönnum er vel kunnugt um. Þýskir og svissneskir ferðaþjónustuaðilar vita vel um þá peninga sem hægt er að hafa upp úr Íslandi yfir sumartímann meðan nóttin er björt. Það þekkjum við.
Það má nefna hér auðvitað ýmsa aðra aðstöðu sem gæti reynst verðmæt, vatnstökuréttindin, námaréttindi, vikur eða hvað það nú er. Síðast en ekki síst má nefna það að stórar spildur af óbrotnu landi, ósnortnu landi og sæmilega hreinu og ómenguðu lofti og vatni, eru gæði sem eru ekki föl hvar sem er og allra síst í hinni sótugu Evrópu. Fyrir þá sem þar búa kunna það að vera heilmikil verðmæti ein og sér. Svissneskur auðkýfingur hefur á leigu laxveiðiá þá sem ég ólst upp við og hefur líklega um tíu ára skeið borgað fyrir það nokkrar milljónir að hafa hana fyrir sig og sína fjölskyldu og renna í hana einu sinni til tvisvar á ári viku í senn. Sjö stanga laxveiðiá er frátekin fyrir margar milljónir á ári fyrir eina svissneska fjölskyldu til að veiða í henni sjö til tíu daga á ári. Steingrímur um EES samningin 1992
En staðreyndin varð sú að útlendingar fengu nær engan kvóta þeir hafa ekki keypt upp Ísland og eins og í flestum milliríkjasamningum nutum við þess að vera lítil og geta borið við sérstöðu okkar. Svo hvað eru þið að ala á hræðslu fólks. Talandi um fullveldi þegar fullveldi okkar liggur nú hjá lánadrottnum okkar víðsvegar um Evrópu og AGS.
Nær allir sérfræðingar ráðleggja okkur þá leið að sækja um aðild að ESB og sjá hvaða kjör við fengjum við inngöngu og myntsamstarfi. T.d. hraðan aðgang. Ef við fáum ekki góðan samning nú þá verðum við að leita annarra leiða. En þessi eru sú sem er líklegust til að koma okkur varanlega í stöðugra umhverfi.
L-listinn teflir fram sr. Þórhalli og Guðrúnu í Kraga og NV-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 16. mars 2009
Það er nú ekki skrýtið þó að við séum komin á hausinn ef að allur kostanður ríkisins er svona
Er það ekki rétt að það eiga að vera 42 á þessu stjórnlagaþingi. Og ef það starfar í 18 mánuði. Þá er kostanaður við hvern fulltrúa um 50 milljónir. Ég held að menn séu bara ekki lagi.
Það á að borga hverju fulltrúa sem þarna fer inn um 500 þúsund. Sem gera 9. milljónir á mann miðað við 18 mánuði. . Og miðað við 42 er þetta 378 milljónir Húsnæði er hægt að fá fyrir lítið.
Og þingið þarf ekki að starfa nema í 6 mánuði (Allar upplýsingar eru þegar til víða um heiminn það þarf bara að safna þeim saman). Og er sennileg búið að gera það í fyrri vinnu við stjórnarskrá. sem gera 3 milljónir á hvern þingmann og fyrir 42 verða það 126 milljónir og menn þurfa ekki aðstoðarmenn. Það verða eins gert er nú kallaðir til sérfræðingar þegar þarf til að gefa álit.
Nú eru erfiðir tímar og hugsjónafólk sem vill koma að því að breyta stjórnarskrá getur vel komist af með svona sæmileg laun (500 þúsund er bara gott)
Eins er spurning hvort að fólk þarf að vera í fullri vinnu við þetta. Ekki vera að búa til eitthvað bákn eða óþarfa vandamál. Og munið eftir að fyrri nefndir hafa skilið eftir sig vinnu sem hægt er að nýta.
Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson