Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Egill Helgason og Silfur Egils eitthvað að bila eða ofmetnast!

Nú í upphafi verð ég að viðurkenna að ég reyni helst aldrei að missa af Silfri Egils. Það hefur hingað til verið upplýsandi og Egill lengi framan af passaði sig að blanda ekki sinni persónu of mikið inn í þáttinn.

En nú síðustu mánuði hafa orðið breytingar á stjórn Egils á þættinum sem mér líka ekki.

Egill er farinn að sletta inn í þáttinn órökstuddum fullyrðingum sem hann gleypir á blogginu. Og eins þá er hann farinn að ofureinfalda hlutina.

T.d.

  • Í þættinum í dag fór hann að tala um að hann hefði heyrt að hægt hefði verið að skoða kjörskrá Samfylkingarinnar á netinu. Þarna er hann að rugla. Það var þannig að ef fólk var búið að kjósa og sló inn kennitöluna aftur þá kom melding um að þessi kennitala hefði þegar kosið. Þetta var nú ekki beint að fólk sæi kjörskránna.
  • Í þáttum undanfarið hefur hann kvartað um rannsóknir fjölda starfsmanna sérstakssaksóknara og að rannsóknir séu ekki komnar á fullt.. En skv. því sem ég hef kynnt mér skv. Evu Joly þá var hún nú í byrjun ein við rannsóknir í Frakklandi þó að teymi hennar stækkað. Og það tók 9 ár frá því að að rannsóknir hennar hófust þar til að dæmt var í málinu.
  • Egill farinn að segja viðmælendum að þeir þurfi ekkert að vera að tala um þetta málið eða hitt þar sem hann er viss um að eitthvað þurfi að gera fyrst. T.d. í dag þegar að Árni leyfði sér að nefna það að umsókn að ESB gæti hjálpað í að vinna til baka traust á okkur.
  • Egill gerði upp á milli viðmælenda sinna í dag. Sigmundur fékk að tala og tala en Guðfríður var höfð útundan.
  • Eins svona fullyrðingar eins og Egill kom með í dag um að það hefði skipt höfð máli að bregðast við bankakrísunni 2007 eða í síðasta lagi  febrúar 2008. Það hefði nú verið gaman hvað sérfræðingurinn Egill vildi að hefði verð gert þá. Minni á að þá voru bankarnir hættir að fá lán og vanhugsaðar aðgerðir þá hefðu kostað okkur væntanlega áhlaup á bankana og stórlega lækkað lánshæfismat á Ísland. Sem í ljósi þess að hrunið var alheimshrun þá væntanlega hefðu við fengið hrun 2007 og svo aftur núna 2008.
  • Þá talar hann alltaf um að við höfum fengið fullt af viðvörunum frá sérfræðingum. En þetta voru óvart bara 10 til 15 manns. Flestir fræðingar matsfyrirtækjanna, Íslensku háskólana og fleiri voru á annarri skoðun. Það eru líka fræðingar erlendis sem spá Heimsenda á næstu árum eigum við að fara að bregðast við því.

Annars er Egill ágætur nema að hann er farin að líta fullmikið á sig sem sérfræðing sem og fólkið sem skrifar í athugasemdir á síðunni hans og sendir honum pósta.


Ef við hefðum hlutstað á sérfræðingana?

Svona í framhaldi af Silfri Egils í dag þar sem hann á tímabili byrjaði að ausa úr viskubrunni sínum yfir Árna Pál um að við hefðum nú getað með því að grípa til aðgerða 2007 eða snemma árs 2008 gert eitthvað til að koma í veg fyrir þetta hrun sem varð hér. En semsagt í framhaldi af þessu þá datt mér í hug hvað sérfræðingar hafa verið að ráðleggja okkur. Bara það sem mér dettur í hug í bili:

  • Taka upp nýjan gjaldmiðil einhliða. Menn hafa nefnt:
    • Evru: En margir ráðlagt okkur frá því
    • Dollar: Margir talið það glapræði
    • Norska krónu: Norðmenn vilja ekki sjá það
    • Svissneska franka

Er skrítið að ríkisstjórn eigi vanda á höndum að ákveða sig þegar allir tala í hringi.

  • Ef að við hefður farið í aðgerðir gegn bönkunum og útþennslu þeirra 2007 eða 2008
    • Eru líkur á að lánshæfismat þeirra hefði hækkað
    • Gert hefði verð áhlaup á þá
    • Þeir hefðu lent í þroti mun fyrr og við verð komin í bullandi kreppu 5 mánuðum eða meira áður hún raunverlega skall á
  • Skuldir heimila og fyrirtækja
    • Fella niður flatt 20% af öllum skuldum. Þykir mjög hæpið af mörgum
    • Afnema verðtryggingu. Sumir segja að það sé algjört rugl
    • Hjálpa þeim sem eru í mestri neyð með greiðsluaðlögun

Þetta síðast talda er að koma til framkvæmda

  • IceSave:
    • Neita að borga og fara með þetta fyrir dómstóla. Þrátt fyrir að á þeim tíma hafi öll viðskipti okkar við útlönd og með gjaldeyri verið lokuð og bönnuð
    • Semja við Breta um þessar skuldir: Það er nú einmitt verð að því.
  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
    • Ekki taka lán frá honum því þá komi hann til með að stuðla að því að við mundum missa allar auðlyndir okkar
    • Semja við AGS sem allra fyrst. Margir sem halda því fram að það hafi ekki verið gert nógu snemma vegna andstöðu m.a. innan Seðlabanka við að leita til þeirra.
  •  Ekki setja neyðarlög frekar gjaldþrot bankana.
  • Rannsóknir á hruninu:
    • Setja alla sem komu að málefni banka og útrásar í fangelsi. Þetta gætu verið 2 til 500 manns.
    • Frysta allar eigur þessara mana. Jafnvel þó þær séu erlendis. Veit ekki alveg hvernig  við eigum að geta fryst eitthvað sem er í banka sem er í örðu landi.
    • Rannsóknargögnum eytt. Það hefur verið talað um það að bankarnir muni eða hafi eytt göngum vegna þess hvað rannsóknin hefur dregist. En staðreyndin er víst sú að FME tók afrit af öllum rafrænum gögnum bankana strax eftir hrun og eru þau geymd í tvíritum
    • Rannsókn farið allt of seint af stað. Menn gleyma samt að þingið skipaði rannsóknanefnd sem hefur verið starfandi um mánaðaskeið og sérstakur saksóknari er búinn að vera við störf í mánuð. Eva Joly finnst mér fullyrða full mikið miðað við að hún hefur takamarkaðar upplýsingar eftir 2 daga veru hér á landi um hægagang. Enda sagði hún líka í norska sjónvarpinu að fámenni sérstaksaksóknara væri eitthvað sem
  • Framtíðarsýn: Egill blés á það að það væri nauðsynlegt að fara að tala um ESB það kæmi okkur ekki að neinum notum nú. En samt eru flestir sérfræðingar á því að það hjálpi okkur.
  • Og eins tala um blóðugan niðurskurð held ég ekki viðeigandi. Gunnar Smári benti á að nú væri kannski tími til fyrir okkur að ákveða hvað svona lítil þjóð ræður við að halda úti af þjónustu. Benti t.d. á að við ættum kannski að fara að semja við önnur lönd um aðgerðir og fleira sem eru t.d. fáar á ári. Og eins um nám á háskólasting. Að nemendur sæki það erlendis. Það er náttúrulega víst að næstu ár höfum við ekki efni á að halda hér á landi dýru námi, aðgerðum á spítölum og annarri hátækniþjónustu. Hana verðum við að semja um við erlend ríki og fyrirtæki.

Að ofansögðu er nema von að stjórnvöld taki sér tíma. Hér borgar sig heldur að fara hægt. Heldur enn að rjúka af stað gera alvarleg mistök og þurfa kannski að taka aðra dýfu ofan í þessa sem við erum í núna. En líka ef við færum eftir öllum álitsgjöfum og sérfræðingum okkar þá værum við virkilega komin í vandræði, því þeim kemur ekki saman og leggja til ólíkar stefnur.

Eins legg ég vara við að vitna í stöku sérfræðinga erlendis sem halda fram hinu og þessu. Hefur einhver kannað t.d. hvort að það sem þeir leggja til hafi verið reynt einhverstaðar? Og hvernig það dugði.

Ég fagna Evu Joly, en minni á að ég las að hennar rannsókn á ELF tók 9 ár og því ætti nú fólk að anda rólega.

Svo þegar verið er að dæma ráðherra væri nú kannski gott að menn eins og Egill og fleiri gerðu sér grein fyrir því að jafnvel hæfustu sérfræðingar okkar vöruðu okkur ekki sérstaklega mikið við hér fyrir hrun. . Þeir eru ekki sammála um viðbrögð og leiðir. Hvað þá ráðherrar! Ráðherrar eru nú sjaldnast sérfræðingar á sviðum björgunar úr kreppu

En þó má segja að helstu sérfræðingar okkar eru flestir á því að hluti af lausninni fyrir okkur er að sækja um aðild að ESB en það mátti Árni Páll ekki ræða við Egil í dag.


mbl.is Hálft ár liðið frá því kreppan skall á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er alveg makalaust! Árni aftur í 2 sætið.

Árni Johnsen kosinn enn og aftur! Þingmaður sem varla hefur sést né heyrst síðan hann var kosinn siðast. Og samt er hann kosinn aftur og aftur.

Eru Vestamanneyingar bara að tryggja honum laun næstu árin? Eða eru þau að velja sér launaðan fulltrúa til að sinna erindum þeirra í Reykjavík? Í stað þess að velja hæfustu frambjóðendurnar til að stýra landinu næstu árin í gegnum erfiðleikana sem við erum að gagna í gegnum


mbl.is Ragnheiður Elín sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil breyting hjá x D í Suðvestur kjördæmi.

Þorgerður og Bjarni hafa sætaskipti. Aðrar breytingar litlar nema að Óli Björn treður sér þarna inn.
mbl.is Óbreytt staða í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin nýliðun í Reykjavík hjá xD

Voru þau ekki að hrópa þarna út D- lista um að engin endurnýjun væri hjá Samfylkingu. Nú er mikil endurnýjun hjá Samfylkingu í Reykjavík en sama tóbakið hjá Sjálfstæðismönnum í fyrstu 7 sætunum og svo Þórlindur í 8 sæti. Ekki margt nýtt og miklir peningar farið í að viðhalda því. Alveg svakalegar miklar auglýsingar. Og einu breytingarnar eru vegna þess að Björn og Geir hættu.
mbl.is Staðan óbreytt hjá D-lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, já Sigumundur!!!

Auðvita gerir IMF bara eins og íslendingar segja þeim! Þeir bara koma hér og gegna öllu sem Steingrímur segir þeim.Þetta er nú merkilegt í ljósi þess að Vg og fleiri hafa sagt að IMF mundi taka hér öll völd og við mættum ekkert gera nema það sem þeir segja okkur! 

Held að Sigmundur verði nú bara að sætta sig við að flestir eru ekki að sætta sig við þennan flata niðurskurð skulda. Enda kannski rétt að horfa til þess að mörgum dugar þetta ekki til. Þeir verða samt sem áður í þeirri aðstöðu að greiðslur af lánum eru óyfirstíganlegar. 20% lækkun skulda hjá þeim sem skulda í erlendum lánum þýðir kannski ekki nema 10 til 20 þúsundkróna lækkun á láni sem hefur vaxið mun meira. Held að það væri nær að lánastofnanir hafi borð fyrir báru til að geta lækkað greiðslubyrgði og lengja í lánum eða fella niður hluta lána hjá þeim sem virkilega þurfa þess með. Ég held því að greiðsluaðlögun sé það sem þarf að komast hér í gang hið fyrsta.

Enda kannski verður þetta til þess að við þurfum ekki að leggja bönkunum til enn meira eigið fé þegar að þeim verður komið almennilega í gang aftur. 


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Sjálfstæðismenn að tapa sér??????

Maður les ekki blað, fer inn á netfréttamiðla, hlustar á útvarpið án þess að það dynji á manni auglýsingar frá fólki í framboði í prófkjörum sjálfstæðismanna. Síðan virðast sumir eins og Guðlaugur vera með her af fólki í að hringja út fyrir sig. Svo marga að hann getur notað þau í að gera kannanir fyrir sig líka. Svo heyrir maður af smölun á pólskum nýbúum í prófkjörið. Eins var ég að lesta þetta á www.dv.is

Stuðningsmenn Illuga Gunnarssonar sendu strætisvagn til að sækja nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð (MH) og keyra þá á kjörstað til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú fyrir stundu. Var nemendunum sem þáðu farið boðið upp á pítsuveislu og gos.

„Það passar til. Það var rúta sem fór og tók á móti krökkum sem voru að fara að kjósa, eins og bara á kosningaskrifstofunni hérna hjá okkur þar sem gefnar eru veitingar þá voru gefnar veitingar þarna líka,“ segir Illugi Gunnarsson aðspurður um smölunina. Hann segir boðið upp á akstur á kjörstað fyrir fleiri en fólk í skólum. Vanti fólki far á kjörstað er því sinnt.

„Partur af þessu líka er að okkur finnst um að gera að fá ungt fólk til að koma og kjósa,“ segir Illugi. „Við bjóðum upp á akstur, ekki bara fyrir fólk sem er í skóla, bjóðum akstur fyrir eldri borgara og þá sem eiga ekki heimangegnt. Við erum með mini-bus og okkar eigin einkabíla líka.“

Ljóst að þessi kosnigabarátta kostar milljónir hjá Illuga, Guðlaugi og fleirum. Og svo eru þessir menn að byðja um umboð til að stjórna hér aftur.


mbl.is Stuðningsmenn Guðlaugs segja hann hafa forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú hefði kannski komið sér vel að eiga sjóðina óskipta sem voru fyrir í þessum sparisjóðunum

Held að sparisjóðir stæðu mun betur í dag ef þeir hefðu haldið sig við að vera það sem þeir áttu að vera þ.e. sparisjóðir. Þeir virtust allir fá mikilmennsku brjálæði og fóru að stofna alskyns fjárfestingar banka og félög sem og lána ótæpilega til fjárfesta sem og að Pétur Blöndal hafði í gegn að þá mátti hlutavæða þar sem að þeir væru í raun fé án hirðis. Og hvað eru þeir núna? Kannski bankar án fés.

Bendi fólki á færslur Gunnars Axels þar sem hann rekur hvernig menn hafa vísvitandi verið að kaupa upp sparisjóðina m.a. til að ná peningum út úr stofnfjársjóðum eða hvað þetta er kallað. Og ef ég man rétt er Baugur búinn að vera stórtækur í þessu. Við munum nú eftir því þegar menn voru tilbúnir að borga 50 milljónir fyrir smá stofnhluta í Sparisjóði Hafnarfjarðar.

 

Sbr þetta hér:

Á aðalfundi Byrs sparisjóðs var nefnilega ákveðið vorið 2008 að greiða 13,5 milljarða í arð til stofnfjáreigenda. Þetta var ákveðið á sama tíma og markaðir með fjármagn voru að lokast og öllum mátti vera ljóst að það stefndi í erfiða tíma á fjármálamörkuðum, jafnvel hrun, eins og síðar varð raunin. 13,5 milljarðar króna í beinhörðum peningum voru þó teknir úr rekstri Byrs og færðir stofnfjáreigendum. Ef reikna á arðgreiðsluna sem hlutfall af nafnverði stofnfjár verður eiginlega að gera það með tvennum hætti, þ.e. miðað við stofnfé eins og það var framundir lok árs 2007 og svo eins og það var þegar bókum félagsins var lokað í lok desember. Ef við miðum við nafnverð stofnfjár um mitt ár 2007, sem var um 250 milljónir króna, telst arðgreiðslan um 5400% af þeirri upphæð, en ef við miðum við stöðuna á bókum félagsins í árslok, eftir að stofnfjáreigendurnir voru búnir að framkvæma stofnfjáraukningu, taldist arðurinn vera 44% af endurmetnu stofnfé. Ef menn reikna svo ávöxtun þess fjármagns sem samkvæmt bókum sjóðsins á að hafa komið inn á síðustu dögum ársins 2007, þá fáum við út vexti á ársgrundvelli sem eru út úr öllu korti, enda reyndist ávöxtunin vera um 50% á aðeins örfáum dögum, jafnvel innan við viku.

Ef þessi arðgreiðsla er sett í samhengi við hagnað af rekstri sjóðsins verður mönnum kannski betur ljóst hverskonar fjarstæðu var um að ræða. Arðgreiðslan var greidd vegna rekstrarafkomu ársins 2007, en það ár hagnaðist Byr um 7,9 milljarða eftir skatt  og er allt sem bendir til þess að sá hagnaður hafi í raun ekki verið neitt annað óraunhæft stöðumat á hlutabréfaeign sjóðsins, líkt og í tilfelli FL árið áður. Í ársbyrjun 2008 hafði loftið líka verið farið að renna úr verðbólunni og á þeim tímapunkti sem arðgreiðslan er ákveðin er fráleitt að ætla sér að menn hafi ekki verið búnir að gera sér fulla grein fyrir því að veislunni væri lokið.  Að greiða arð uppá 13,5 milljarða þegar hagnaður reynist ekki nema rétt tæpir 8 milljarðar er líka út í hött og sýnir glöggt hvað mönnum stóð til.

Nú þegar til stendur að færa sparisjóðum landsins 20 milljarða í meðgjöf er rétt að halda þessum málum til haga. Það er ekki óeðlilegt að þeir sem eiga að greiða þessa 20 milljarða, skattborgarar þessa lands, spyrji hvort sömu menn og stóðu fyrir því að ræna eignum sjóðsins fyrir innan við ári síðan eigi nú að fá hjálp til að geta haldið veislunni áfram.

Sjá nánar hér og víða síðu Gunnars


mbl.is Tap Byrs 28,9 milljarðar króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta gengur aldrei upp

Var svona að reikna þetta lauslega

2006 voru veiddar 7 Langreiðar og af þeim fengust um 92 tonn af kjöti. Sem gerir um 13 tonn af hverri skepnu

Nú erum vð að leyfa veiðar á 150 dýrum sem miðað við meðalkjötmagn árið 2006 gerir um 2000 tonn af kjöti. Heildar framboð í Japan núna er 6000 tonn. Þessar veiðar okkar eru þá 25% viðbót við það. Sem væntanlega þýðir að verð á hvalkjöti mundi hrinja niður og eyðileggja markaði í Japan. Sem segir okkur að þeir mundu aldrei kaupa allt þetta kjöt. 

Svo við eða Kristján Lofsson sæti uppi með þetta kjöt að mestu leyti nema að honum tækist að gefa það einhverjum verksmiðjum sem gætu unnið þetta í dýrafóður.

Fuðulegt að þessar tölulegu staðreyndir skildu ekki liggja frami þegar að Einar Guðfinns ákvað að auka hér veiðar á hvölum um mörg hundruð %.


mbl.is Hvalkjötsverð lækkar í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eina rétta! Spurning hvað andstæðingar aðildarviðræðna vilja í staðinn?

Ég er orðinn þreyttur á að lesa rök andstæðinga aðildarviðræðna við ESB. Og reyndar eru margir þeirra á móti IMF líka. Og þó nokkrir telja einnig að Sameinuðuþjóðirnar séu glæpastofnun. Manni verður bara orðfall þegar maður les svona rök eins og:

  • ESB vill bara að við göngum þar inn svo þeir geti stolið orkunni okkar og veitt allan fiskinn okkar.
    Það er margbúið að benda fólk á að ESB er ekki einkastofnun vondra karla sem vilja ræna og eyða litlum ríkjum. ESB er samband ríkja í Evrópu sem telja hag sínum best borgið með nánu samstarfi um ákveðna þætti. Skoðið hvaða ríki þetta eru. Og nefnið eitt ríki sem hefur misst auðlyndir sínar
  • ESB stefnir að því að verða eins og Bandaríkin:
    Þetta er náttúrulega bull. Hugsið aftur hvaða lönd eru í ESB? Haldið þið að Frakkland, Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð, Finnland og öll hin ríkin þaðan sem lýðræði er komið frá stefni að því að verða bara fylki í Evrópu? Kjaftæði. Þau mundu ekki sætta sig við það! Og það eru þau sem stýra ESB
  • ESB aðild táknar að Ísland missir sjálfstæði sitt og fullveldi:
    Aftur væri fólk holt að hugsa til þeirra 27 þjóða sem eru í ESB og spyrja hvort þau séu ekki sjálfstæð. Eru Svíar, Finnar, Danir og svo framvegis ekki sjálfstæðar og fullvalda þjóðir?
  • EF við göngum í ESB koma vondir karlar og veiða allan fiskinn okkar:
    Það er nú marg búið að tyggja í fólk að ESB styðst við veiðireynslu. Og hér hefur enginn veiðireynslu nema við. Og fáir okkar fiskistofna eru sameiginlegir með öðrum ESB ríkjum.
  • Útlendingar koma og fjárfesta í útgerðum og eignast þær:
    Ég spyr er það eitthvað verra en er í dag. Þar sem að kvótaeigendur og útgerðamenn hafa notað allan hagnað sem og skuldsetningu til að nota í eitthvað allt annað og skilið þessi útgerðarfyrirtæki stórskuldug og búa sjálfir erlendis.
  • Allar auðlyndum verður stolið:
    Ég spyr hverjir ætli að geri það. Og hvaða dæmi eru um það annarsstaðar

Ég spyr hvaða minnimáttarkennd er þetta í fólki og lætur það ljúga sig alveg fullt. Og svo væri gaman að vita hvað þeir sem eru á móti þessu vilja gera í staðinn varðandi:

  • Krónuna/gjaldmiðil.
  • Gjaldeyrishömlur
  • Lækkun á vöruverði
  • Endurreisn bankakerfisins
  • Erlenda fjárfestingu
  • Orðspor okkar erlendis og traust.

Ekki boðlegt að fólk tali um að við höfum nú haft krónuna hér í rúm 100 ár og hún hafi reynst okkur vel. Hún hefur ekki gert það. Íslenska krónan og Danska voru jafn verðmætar um 1900. Okkar krónan hefur rýrnað um 1300% miðað við dönsku krónuna. Þetta var samt falið með því að við klipptum 2 núll af okkar krónu um 1980.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband