Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Hörður kominn í frí????
Áfram mótmælt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Í framhaldi af þessu er við hæfi að tala um L listan og aðra ESB andstæðinga
Fyrst aðeins um L listann. Um hann stendur á Wikipedia.
L-listinn er listi sem býður fram til Alþingis í kosningunum 2009. Fyrir framboðinu fara Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi og fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, og Þórhallur Heimisson prestur. Ekki er um að ræða stjórnmálaflokk heldur bandalag frjálsra frambjóðenda sem vilja efla lýðræði í landinu og vinna með því gegn ríkjandi flokksræði. Frambjóðendur listans telja að fullveldi landsins sé forsenda fyrir endurreisn efnahags og þess að hér geti þrifist lýðræði. Öllum hugmyndum um að þjóðin fái að kjósa um ESB er því hafnað.
Frambjóðendur L-listans eru lýðræðissinnar og talsmenn hófsamra borgaralegra gilda og hafna öfgum hvort sem er frá hægri eða vinstri.
Sem sagt þeir vilja efla lýðræði en hafna öllum hugmyndum um að þjóðin fái að kjósa um ESB.
Bendi fólk síðan á umræðu á heimasíðu Bjarna Harðar um þessa færslu hans.
Og í framhaldi af því er rétt að ítreka til þeirra sem vilja ekki aðildarviðræðu að ESB vegna afsals fullveldis og sjálfstæðis:
- Í ESB eru 27 ríki. M.e. Finnar, Svíar, Danir, frakkar, þjóðverjar, Bretar, Spánverjar, Portúgalir og fleiri. Bið fólk um að nefna mér eina þjóð í ESB sem ekki er fullvalda og sjálfstæð.
- ESB er af andstæðingum lýst eins og þetta séu vondir menn í Brussel sem vilji gleypa okkur. Fólk hlýtur að gera sér grein fyrir að þetta er samband/samstarf 27 ríkja. Og það eru engir menn sem taka veigamiklar ákvarðanir án þess að fulltrúar allra landa séu spurðar.
Bið fólk að hætt nú þessari vitleysu og kynna sér málið. Ekki gleypa það sem menn eins og Bjarni Harðar segir. Því hann hefur sannlega ekki kynnt sér ESB.
Vilja halda í átt að Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Það er hægt að slá um sig með ýmsum frösum - En hvað eiga menn við?
Hvað eiga menn t.d. við með:
Frambjóðendur L listans telja að lýðræðisleg endurreisn sé forsenda þess að hér rísi öflugt land úr þeim brotsjó sem gengið hefur yfir
Hvað er átt við með Lýðræðisleg endurreisn? Jú ég veit hvað lýðræði er! En er það ekki aðallega að það er vilji meirihlutans sem ræður. Og hvað eiga þau við með þessu:
Forsenda þessa er að Ísland varðveiti fullveldi sitt og að dregið verði úr ægivaldi stjórnmálaflokka yfir lýðræðislega kjörnum fulltrúum á Alþingi
Vilja þeir sem sagt að við segjum okkur úr EES samstarfinu? Því að það er nærri óhrekjanlegt að þar afsöluðum við okkur hluta fullveldis.
Sé ekki hvað þeir telja að ESB skerði lýðræði hér. Bendi þeim á eins og ég er alltaf að segja að löndin þaðan sem lýðræði er upprunið, eru í ESB. Þar eru 27 ríki sem öll eru sjálfstæð og mörg þeirra mun framar en við í lýðræði. Minni á Frakkland, Norðurlöndin 3, Bretland og öll þessi lönd í ESB. Held að við gætum margt af þessum löndum lært varðandi lýðræði.
Þessi flokkur ætlar sem sagt að standa fyrir að við borgum mun hærra matarverð en við þyrftum
Að skerða möguleika okkar að geta á næstu árum tekið upp annan gjaldmiðil
Að koma í veg fyrir að hingað komi fjárfestar
Að standa á móti allri mögulegri uppbyggingu okkar á peninga- og efnahagsviðum.
Og hvernig halda menn að þeir geti komið í veg fyrir að menn sem eru að bjóða sig fram fyrir ákveðna hugmyndafræði hópi sig ekki saman í flokka. Hversu skilvirkt verður þingið ef að í hverju máli hlaupa menn út og suður eftir því hvað vindurinn blæs þeim í brjóst.
Verði þeim að góðu að reyna að afla fylgis við þessa hugmynd sína.
Og hvað segja menn við þessu:
Í dag er starfandi stjórnmálahreyfing á Akureyri sem heitir L listinn. Og þeir eru ekki hressir með að Bjarni og co kalli sig sama nafni.
Ekki veit ég undir hvaða kennitölu Bjarni og presturinn ætla að bjóða fram en það er ekki úr vegi að minna þá félaga á að L-listinn á Akureyri er í fullu fjöri og á ekkert skylt við flokk prestsins og draugahúsforstjórans. Hinn nýi prest og draugalisti er ekki að spá í svoleiðis smámuni, heldur tekur nafn L-listans á Akureyri grímulaust og þrátt fyrir að bæði Bjarni og Þórhallur hafi ítrekað verið spurðir út í málið af aðstandendum hins raunverulega L-lista hafa þeir ekki haft þann manndóm í sér að svo mikið sem svara þeim spurningum eða athugasemdum sem þeim hafa borist, segir Víðir. Hann segir það besta falli ókurteisi að taka upp nafn stjórnmálahreyfingar sem er í fullu fjöri og gera að sínu, segir hann. Ekki víst að þessu máli sé lokið.
Efstu menn L-lista í Reykjavík-norður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 11. mars 2009
Bjarni Ben á réttri leið - En hvað með restina á Sjálfstæðismönnum
Það er ekki oft nú á síðust dögum sem að stjórnarliði hrósar Sjálfstæðismönnum en Helgi Hjörvar sparaði ekki stóru orðinn á Alþingi skv. þessu.
Helgi Hjörvar Samfylkingu sagðist fagna ítrekuðum yfirlýsingum Bjarna um að rétt sé að sameina flokkana um að leggja fram aðildarumsókn og sagði Helgi að þetta sýndi leiðtogahæfileika Bjarna.
En eins og Valgerður benti á að ekki víst að það viðhorf Bjarna að ná sáttum um það hvort sækja ætti um aðild sé raunhæft. Jafn vel ekki innan hans flokks.
En menn skyldu athuga það að ef að við gerum ekkert í þessu núna gætum við lent í því að neyðast til þess eftir nokkur ár þegar að útséð er um að krónunni verður ekki bjargað. Og þá fyrst kæmum við fram sem algjörir aumingjar sem vegna stöðu okkar gætum ekkert annað en að skríða til ESB með skottið á milli lappana með helmingi meiri skuldir vegna þess að við hefðum þurft að eyða öllum gjaldeyrisforða okkar og lánum frá IMF og öðrum þar sem engin vildi skipta með krónur. Þá værum við í enn verri samningstöðu en við erum núna.
Vill sátt flokka um næstu skref í ESB málinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Það hefur bara engin beðið þau um þetta
Manneskja sem rekur svona áróður eins og lesa má á http://sapuopera.blog.is/ Þar sem að bullið um IMF er í botni.
t.d.
Ég mun líta á hvern þann sem ræður sig til starfa hjá þessari glæpastofnun sem landráðamann.
Og ég bíð enn eftir svari frá ríkisstjórninni; hvað gerist ef við getum ekki endurgreitt lánið?
Og
Hjúkk, Sven er víst ekki tengur AGS heldur Bergo
Einhver skynsemisneisti hefur víst kviknað um síðir
Og eins þá er þetta greindarlegur kafli eða hitt þó heldur
áfanga sem flestir fela í sér venjuleg nefndastörf og skrifstofuvinnu. Því trúir enginn heilvita maður að gjaldþrota þjóð fái lán upp á hundruð milljarða, án þess að leggja fram neinar tryggingar eða veð fyrir endurgreiðslu. Því spyrjum við:
-Hver eru skilyrðin?
-Hvernig eigum við að endurgreiða lánið;
-Hvað gerist ef við getum ekki borgað?Aðrar þjóðir sem hafa fengið neyðarlán hjá AGS hafa þurft að uppfylla ströng skilyrði, að meðaltali 114 talsins. Oft fela þau í sér að ríkisfyrirtæki verði einkavædd og auðlindir seldar. Með þessu hefur grundvellinum fyrir sjálfstæði verið kippt undan mörgum þjóðum. Því spyrjum við:
Hvaða ástæðu höfum við til að vænta þess að okkur verði hlíft?
-Hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að við missum ekki ráðstöfunarrétt yfir auðlindum Íslands?Það er ljóst að til að endurgreiða lánið þarf að skera niður opinbera þjónustu . Margir óttast að velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið verði illa úti. Á vefsíðunni www.island.is er þessum áhyggjum svarað á þennan hátt:
'Í raun er gert ráð fyrir að láta sjálfvirka sveiflujöfnun virka að fullu á næsta ári og við útreikning á bata samkvæmt langtímaaðhaldi í ríkisfjármálum er reiknað út frá hagsveifluleiðréttum frumjöfnuði sem gefur því meiri slaka sem kreppan er dýpri.'Og enn spyrjum við:
-Ætlast stjórnvöld til þess að almenningur skilji þetta?
-Hvað í fjandanum þýðir þetta eiginlega?
-Hvað á að skera niður og í hvaða röð?VIÐ VILJUM SVÖR Á MANNAMÁLI -STRAX!
Hún og þetta fólk sem stendur með henni hefur lesið einherjar samstærissíður og ímynda sér að IMF sé vondur sjóður sem starfi til að stela af fólki öllu. Auðlindum, heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Þau eru búin að gleyma því að fjöldi Íslendinga starfar og hefur starfað við IMF. M.a. Ólafur Ísleifs, Þorvaldur Gylfason og margir fleiri. Halda þau virkilega að þeir hefðu ekki vitað hvaða hættu þeir væru að steypa okkur í ef við færum í samstarf við IMF.
Og eins þá væri rétt að þau gerður sér grein fyrir að við fáum bara um 2 milljaðra lánað hjá IMF og ætlum að komast hjá því að nota það nema sem gjaldeyrisforða. Önnur lána eru frá vinum okkar í Evrópu.
Þau hafa heldur ekki umboð til að segja
Markmið fundarins var að gera AGS grein fyrir áhyggjum almennings af
því að viðskipti okkar
Þau eru ekki að tala fyrir hönd alemnnig hér!!!!!!!!
Og svo væri gaman að vita hvaða lönd eru "sviðin jörð" eftir IMF í dag!
Mótmælendur hitta Alþjóðagjaldeyrissjóðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 10. mars 2009
Þetta er nú svipað og pissa í skóinn sinn Kjartan!
Ef þú veist það ekki Kjartan þá hefur ríkið eytt hér milljónum í að koma landinu upp veglegu safni listaverka og vantar ýmislegt í þann flokk ennþá.. Og í bönkunum eru verk sem eru ómetanleg inn á milli. Og hvað heldur þú að gerist þegar að 4000 verk koma á markað. Jú þau hrynja í verði. Örugglega eitthvað sem má selja en svona alherjar sala er vanhugsuð í meiralagi. Og skaffar ekki teljandi upphæðir því 4000 verk á markaðinn mundi verðfella bæði þessi verk og önnur hér á landi.
Og menn grétu nú síðast þegar þau voru seld með bönkunum. Og síðan þyfturm við að eyða miklum peningum til að ná þessum verkum aftur inn í listasöfnin.
Listaverk föllnu bankanna verði seld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 9. mars 2009
Voru Sjálfstæðismenn ekki að biðja um að málefni heimilana yrðu afgreidd.
Nú er verið að fjalla um séreignarsparnað. Þorgerður og fleiri hafa kvartað yfir því að þessi mál skildu ekki vera fremst á dagskrá í dag. Og svo nú þá beita þeir málþófi. Ekki flokknum til framdráttar. Fólk bíður eftir því að þetta mál verði að lögum. Það mundi skaffa skuldugum heimilum allt að 70 þúsundum kr. næsta árið til að greiða af skuldum.
EN nei þá dunda Sjálfstæðismenn sér við að tefja þetta mál. Þeim liggur auðsjáanlega ekkert á að færa heimilunum þennan möguleika til að létta birgðirnar.
Held að þetta safni nú ekki atkvæðum fyrir flokkinn í komandi kosningum.
Saka sjálfstæðismenn um málþóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. mars 2009
Heitir þetta ekki að gleypa eitthvað upp eftir erlendum álitsgjöfum?
Þetta er nærri því nákvæmlega það sem fjölmiðlar höfðu eftir "sérfræðingum" erlendra blaða í morgun þegar þeir fréttu af yfirtöku Straums. Skil ekki hvað hann er að gera með að eyða tíma þingsins í þetta. Málið er að hér hefur orðið kerfishrun og upplausn búin að ganga hér yfrir í janúar. Fólk er að flytja erlendis og það er bara mjög lítið við því að gera. Nema
- Við getum með samstilltu átaki reynt að komast sem allra fyrst út úr þessu hruni.
- Við náum þá vonandi að gera eins og alltaf að byggja upp aðstæður sem hvetja fólk til að flytja hingað aftur. Þetta gerðist eftir 1970 og aftur eftir 1990 niðursveifluna. Fólk kom aftur.
En hinsvegar ef við förum framsóknarleiðina og fellum skuldir niður á línuna, þá er samt líkur á að þeir verrsettu fari samt og eftir situr þjóðin með himin háa skatta næstu áratugina og engin snýr aftur.
Nú er þjóðin held ég farinn að bíða eftir að ríkisstjórn, þingmenn, flokkar fari að kynna okkur framtíðarsýn sína:
- Hvernig ætla þeir að byggja hér upp nýja peningastefnu til framtíðar þar sem slíkt fall sem varð á Krónunni verður útiloka.
- Hvernig ætla þeir að tryggja að við getum átt í frjálsum viðskiptum við önnur lönd. ?
- Hvernig ætla þeir að tryggja að við höfum gjaldmiðil sem nothæfur er í slík viðskipti?
- Hvernig á að tryggja að hér verði vextir sambærilegir við útlönd?
- Hvernig ætla þeir að tryggja að hér sé ekki tveir gjaldmiðlar => Vertryggð og óverðtryggð króna?
- Hvernig ætla þeir að tryggja að verðtrygging lána verði valfrjáls í raun á langtíma lánum og raunhæfur kostur.
- Hvernig ætla þeir að tryggja að við höfum aðgang að lánsmörkuðum erlendis?
- Hvernig ætla þeir að tryggja að við fáum hingað erlenda fjárfesta til að hjálpa okkur við uppbyggingu?
- Hvenær á að horfa á hagmuni meirihluta þjóðarinnar varðandi aðgang að ódýrari neysluvöru. Sérstaklega mat?
- Hvenær eiga hagmunir þjóðarinnar að ganga fyrir hagmunum 100 til 200 útgerðamanna?
- Hvenær verður sótt um aðild að ESB?
Segir hættu á kerfishruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. mars 2009
Af hverju ekki bara að ræða hvorutveggja?
Vilja ræða efnahagsfrumvörp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 8. mars 2009
Jæja!! Þar með er ljóst að aðildarviðræður við ESB verða aðalmál næstu kosninga
Ég verð að segja að niðurstöður kannana á síðustu mánuðum hafa valdið manni heilabrotum. T.d. varðandi viðhorf fólks til aðildarviðræðna. Svona sveiflur milli nokkra vikna upp á tugi prósentna geta ekki verið réttar. Það hlýtur að vera að spurningar í þessum könnunum séu leiðandi eftir því hver kaupir þær. Það er ekki ásættanlegt..
Þessi niðurstaða þó að Samtök iðnaðarins láti gera hana eru þó í samræmi við fyrri niðurstöður þeirra.
Það er náttúrulega mín bjargfasta trú að til að skapa okkur framtíðarsýn sem gengur upp eigi Ísland að fara í aðildarviðræður og í framhaldi af því að ganga í ESB sem og að taka upp evru. Og ekki má gleyma því að þjóðin fær samningin til umsagnar þegar honum er lokið og getur annað hvort samþykkt inngöngu sem og hafnað því. En ég held að samvinna og stuðningur um 500 milljóna Evrópubúa geti ekkert nema hjálpa okkur til að komast á fæturna aftur.
Flestir vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Innlent
- Lagði á flótta eftir árekstur og grunaður um ölvun
- Tíu bækur tilnefndar til Hagþenkis
- Boðar ekki fund og verkföll fram undan að óbreyttu
- Gjöldum dembt á í blindni
- Þörf á fleiri læknum
- Skriður kominn á viðræðurnar
- Heimilisbrauð helmingi ódýrara í Prís en Bónus
- Mál skipverjanna fellt niður og rannsókn hætt
- Nýtt erfðakort eykur skilning á heilsu og frjósemi
- Arna McClure mun enn sæta rannsókn
Viðskipti
- Uppfærslan hafi mikla þýðingu
- Hafa lokið 4 milljarða fjármögnun
- Tilnefna í stjórn Kaldvíkur
- Sóttu 123 milljónir í fyrstu lotu
- Mikil áhætta að vera í forsvari fyrir fjármálafyrirtæki
- Þreifingar í gangi á milli Mýflugs og Norlandair
- Ölgerðin kaupir Gæðabakstur
- Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun
- Inga Sæland fyrir og eftir ráðherrastólinn
- Grallarar á bak við tilboðið
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson