Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Nú verða allir flokkar nema Vg sem ganga til kosninga með nýja formenn

Ég vill leggja áherslu á að Samfylking vandi valið á nýjum formanni fyrst að Ingibjörg hefur ákveðið að hætta. Vona að Ingibjörg eigi endurkomu í stjórnmál seinna þegar hún hefur náð heilsu.

  • Ég velti fyrir mér hvort að Steinunn Valdís væri mögulegt formannsefni.
  • Spurning hvort að Dagur B sé kominn með næga reynslu.
  • Svo er það Össur sem var jú formaður áður.
  • Er Árni Páll möguleik?
  • Lúðvík Geirsson?
  • Stefán Jón Hafstein? (Góð og gegn samfylkingar kona sagði mér að hann kæmi ekki til greina)
  • Og svo náttúrulega Jóhanna ef hún ætlar að vera áfram í einhver ár!

En það þarf minnstakosti sterkan einstakling til að leiða Samfylkinguna áfram. Held að engum yrði greiði gerður ef að Jón Baldvin mundi fá þetta embætti.

Einhver fleiri nöfn?


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur atrið eftir að hafa hlustað á Joly!

  • Hún talaði um að 5 til 7 ár hefði tekið að klára t.d. ELF málið. Hér eru liðnir 5 mánuðir og við erum að fara á límingunum.
  • Hún talaði um að til að fá samvinnu erlendis þurfum við að finna sannanir hérlendis eða rökstuddan grun. Annars fáum við ekki neina til að gefa okkur upplýsingar. Þetta er nú gott að vita fyrir þá sem tala um að við getum bara fryst eigur manna um allan heim
  • Hún sagði frá því að hún ætti fundi á næstunni með sérstökum saksóknara, rannsóknanefnd þingsins og fleirum. Og þar gefst þeim tækifæri á að fá svör við hvernig best sé að hátta rannsóknum á þessu.
  • Hún gaf það í skyn að mest af þessum peningum sem eru horfnir séu tapaðir.
  • Maður veit nú ekki hvernig sjálfstæðismenn tækju í það ef við fengjum útlendinga til að taka þátt í þessari rannsókn. Skv. þeim gæti slík ráðning stangast á við stjórnarskrá.
  • Hún talaði um að þegar rökstuddur grunur væri uppi ætti að beita húsleitum til að finna gögn um reikninga erlendis.
  • Hún sagði að það þyrfti hóp milli 20 til 30 manna til að rannsaka og ná utan um þessi mál.

En aðallega held ég að það sé rétt að fólk geri sér grein fyrir að svona rannsókn tekur langan tíma og enn lengra verður í það að menn verði dæmdir. Enron rannsókn og dómar tóku 3 eða 4 ár.

Þannig að þeir sem hafa talað um að það sé hægt að rumpa þessu af ættu að endurskoða rök sín fyrir því. Gefum þessu tíma og mannskap. Leitum ráða hjá færustu sérfræðingum. Og snúum okkur að því að byggja hér upp á meðan þeir eru að vinna sína vinnu.


mbl.is Joly: Leita þarf til erlendra sérfræðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staða Kolbrúnar vekur furðu

Það að Kolbrún falli í 6 sæti er skrítð. Á meðan aðrir þingmenn Vg halda sínu. Eins vekur athygli að Lilja Mósesdóttir nær í 3 sætið. Hún hefur nú aðallega vakið athygli mína með ótrúlegri baráttu sinni gegn því að við fengjum aðstoð frá alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í Nóvember sagði hún m.a.

Skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir láni til okkar eru í engu samhengi við aðgerðir annarra landa eins og Bandaríkjanna og Evrópuþjóða við alþjóðafjármálakreppunni sem nú ríður yfir. Í þessum löndum hafa stýrivextir verið lækkaðir og talað er um að reka ríkissjóð með halla til að örva eftirspurn í hagkerfunum. Íslendingar eiga hins vegar að grípa til aðgerða sem auka á kreppuna eða að hækka stýrivexti og beita aðhaldi í rekstri ríkisins. Háir vextir hér á landi munu ýta undir fjármagnsflótta innlendra fjárfesta  og lítil sem engin áhrif hafa á erlenda fjárfesta sem vilja komast út úr hagkerfinu með fjármuni sína. Útgjöld ríkisins eru að stórum hluta launagreiðslur og millifærslur til einstaklinga og heimila. Niðurskurður hjá ríkinu mun því óhjákvæmilega þýða fækkun starfa og verri afkomu margra heimila í hagkerfi, þar sem mörg þúsund manns hafa þegar misst vinnuna.

Gengisfall krónunnar, vaxtahækkun og niðurskurður í ríkisfjármálum mun neyða okkur til að veita öðrum löndum aðgang að náttúruauðlindum landsins og vinnuafli á útsöluverði.  Ráðamenn fjármálakreppulandanna í Asíu fullyrtu einmitt, þegar þeim var orðið ljóst hvaða afleiðingar lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefði, að sjóðurinn leitast fyrst og fremst við að tryggja valdamestu aðildarþjóðum hans ódýran aðgang að auðlindum þjóða í fjármálakreppu. Skilyrði sjóðsins fyrir láni til okkar eru að mestu leyti samhljóma þeim skilyrðum sem hann setti fyrir láni til Tælands, Suður-Kóreu og Indónesíu fyrir um 10 árum. Margoft hefur verið sýnt fram á að skilyrði sjóðsins juku á kreppuna í þessum löndum og óskiljanlegt að Íslensk stjórnvöld skuli láta bjóða sér slíkt lán.    

Af pressan.is

Auk þess hefur hún farið hamförum í að mikla skuldir okkar. Hún m.a. nefnir í greinum að heildarskuldir ríkissins verði um 3200 milljónir milljarðar. Vegna IceSave 640 milljónir og svo framvegis. Finnst þetta merki um manneskju sem á til að ýkja dálítið hressilega. Vona að hún verið ekki fjármálaráðherra eftir kosningar.


mbl.is Katrín og Svandís efstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töluvert kynningar starf eftir hjá framsókn

Ég veit ekki með aðra en ég þekki hvorki haus né sporð af þessu fólki nema maður þekkir til Sigmundar náttúrulega.

Sé að þarna er formaður Hagsmunasamtaka heimilina. Skv. lögum félagsins er það óháð stjórnmálaflokkum. Varla er hægt að segja það þegar að formaður þeirra er í framboði fyrir stjónrmálaflokk.

Held að fólk viti lítið hvað þetta fólk stendur fyrir í pólitík.


mbl.is Sigmundur í Reykjavík norður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg spurning?

Hverskonar vitleysa er það að spyrja kjósendur annarra flokka hvaða formann það villji í Samfylkingunni?  Af hverju spurðu þau þá ekki leiðinni hvort að fólk vildi frekar einhvern annan en Bjarna Ben og svo framvegis?  Held að fólki sem ekki kýs Samfylkinguna komi það bara alls ekki við hvern hún velur sem formann. Af hverju var ekki spurt hvort að fólk vildi heldur Guðjón Arnar eða Guðna sem formenn Frjálslyndra?

Held að fréttin í þessu sé samt að

Ingibjörg Sólrún með yfirburði meðal kjósenda Samfylkingarinnar

Sé eingöngu litið til þeirra sem sögðust ætla að kjósa Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum kemur í ljós að 68,2% sögðust heldur vilja að Ingibjörg Sólrún gegndi formannsembættinu, 12,7% sögðust heldur vilja að Jón Baldvin yrði formaður og 19,1% sögðust vilja hvorugt þeirra.

Þannig að öll sú óánægja sem fjölmiðlar vilja að sé ríkjandi í garð Ingibjargar meðal kjósenda Samfylkingar er eins og margt annað,- Kjaftæði


mbl.is Tæp 46% vilja hvorugan frambjóðandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgir Ármannsson skammastu þín!

Alveg er þetta makalaust með Sjálfstæðisflokkinn. Það er eins og hann hafi ekki verið hér í desember og janúar. Stórhluti þjóðarinnar er búin að fá nóg. Alþingi hefur nú hengslast með Stjórnarskrá okkar í 60 ár án þess að gera á henni nauðsynlegar endurbætur. Þjóðin hefur kallað á að á stjórnarskránni verði gerða umtalsverðar endurbætur. M.a. að tryggja eign þjóðarinnar á þeim auðlyndum sem þegar eru ekki í einkaeign. Eins og fiskinum . Eins varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og fl.

Þjóðin horfir á Sjálfstæðisflokkinn sem hefur verið við völd hér með smá hléum frá 1944 og hefur í raun ekkert gert nema að mylja undir þá ríku. Við munum eftir því þegar flokkurinn var uppnefndur "flokkur heildsala" og "flokkur útgerðarmanna" og "einkavinavæðingarflokkurinn".

Og nú leyfa þeir sér að reyna að tefja það að við förum í að endurskipuleggja Íslandi eftir alla þá eyðileggingu sem þeir hafa staðið fyrir. Hvað með það þó það kosti kannski nokkur hundruð milljónir að yfirfara Stjórnarskrá okkar. Ég held reyndar að það þurfi ekki að taka nema nokkra mánuði. Við höfum fyrirmyndir að flestum atriðum í öðrum löndum þannig að það þarf bara að fara í það safna þeim saman og finna og aðlaga það sem aðrir hafa gert best.

Þetta er nú að verða daglegt brauð á þingi að Sjálfstæðismenn hafa allt á hornum sér. Nú segja þeir að það liggi ekkert á þessu og ekkert á því að breyta kosningalögum, en sorry það er fólk að gefast upp á Íslandi. Tími breytinga er kominn og viðreisn landsins verður ekki almennileg fyrr en komin er á sátt milli Alþingis og þjóðarinnar og því ekki að byrja á undirstöðunni sem er Stjórnarskráin.

Svo Birgir það er kominn tími til að þú áttir þig á því að það er þjóðin sem ræður ekki einhverjir stuttbuxnaliðar sem halda að þeir hafi öll völd í hendi sér.


mbl.is Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er sama hvað gert er alltaf getur fólk kvartað!

Fólk hefur síðustu mánuði verið að kvarta yfir því að stjórnvöld kynni ekki aðgerðir til hjápar fólki í landinu.

Nú í dag er verið að afgreiða held ég 100% niðurfellingu á virðisauka vegna byggingarframkvæmda. Sem hvetur fólk til að fara í framkvæmdir sem og iðnaðrmenn og aðra aðila til sem koma að þessu til að fara af stað aftur.

Svo nú er kynntur metnaðarfullur pakki með 11 flokkum sem áætlað er að skaffi 4 til 6 þúsund störf. Og þá kvartar fólk hástöfum.

  • "Á ekkert að gera fyrir heimilin?" spyr það. Ég spyr á móti hvað er þetta nema aðgerð fyrir heimili? Þarna fá kannski um 30 til 35% af öllum atvinnulausum í dag vinnu. Og hvað er það nema hjálp við fólk sem nú er að fást við að hafa engar tekjur nema atvinnuleysisbætur?
  • "Það er kosningalykt af þessu" Ég bara spyr er fólk bara ekki í lagi. Halda menn ef beðið hefði verið með þessar aðgerðir fram yfir kosningar að ástandið hefði ekki versnað á meðan. Og að þessar framkvæmdir kosti ekki undirbúning. Og er þá ekki allt sem gert verður næstu vikur lyktandi af kosningum?
  • "Hver á borga?spyr einhver. Auðvita eru mörg þessi verk á kostnað ríkisins. Þannig bregðast ríki við kreppu. USA byggði Hower stífluna í kreppunni á séðustu öld. Sumt af þessu peningum eru lán til sprota fyrirtækja sem greidd verða til baka þegar og ef þau komast á legg. Sumt af þessum peningum er kannski peningar sem sparast við að fólk fer af atvinnuleysisbótum. Mér bara er nákvæmlega sama ef þetta dregur úr atvinnuleysi, eykur tekjur og neyslu og kemur hagkerfinu hér af stað.
  • Síðan gleymir fólk að í þinginu eru að klárast frumvörp um:
    • Greiðsluaðlögun. Þar sem skuldir heimila verða aðlagaðar að greiðslugetu
    • Lög um gjaldþrot þar sem að bannað er að ganga að fólki með íbúðarhúsnæði í ár eða 2 ár.
    • Lög um séreignarsparnað þar sem fólk getur tekið út allt að milljón til að hjálpa sér yfir erfiðan hjalla.
  •  Og fullt fullt af málum.

Ég bara verð reiður þegar að einhverjir "ég veit allt best" eru sífellt að rífa hér niður það sem vel er gert.

Minni t.d. á að eftirlaunafrumvarpið sem var búið að ræða um að fella niður í 6 ár var afgreitt hér um daginn eftir að þessi stjórn var aðeins búin að vera við völd í 4 vikur.

Svo menn ættu að skoða það að ráðast ekki alltaf á það sem er vel gert. Því ber að hrósa. Og muna það að jákvæð viðbrögð við góðum hlutum hvetur fólk til að gera enn betur.


    mbl.is Ætla að skapa 4000 ársverk
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Jæja þá geta þeir sem hafa galað mest um landráð og stjórnarskrá slakað á.

    Finnst að þau sem hafa farið hér hamförum í fjölmiðlum varðandi ráðningu Seðlabankastjóra frá Noregi hafi orðið sér til skammar. Nú er ljóst að nýr seðlabankastjóri verður ráðinn í maí.

    Þessu fólki hefði verið nær að horfa til þess að hér á landi er ekki til sá maður að ekki hefði verð hægt að tengja hann við eitt eða annað sem hefði valdið deilum. Nú er ljóst að nýr seðlabankastjóri veðrur ráðinn eftir að ný stjórn er tekin við. Og þó að núverandi seðlabankastjóri sé norðmaður hefur samt sem áður tekist að tengja hann við pólitík hér á landi. Hvað halda menn að hefði gerst ef hann hefði verið íslenskur. En í maí verða 3 mánuðir frá því að Davíð yfirgaf Seðlabankann og því vonandi að öldur hafi lægt eitthvað.

    Og ef út í það er farið þá bendi ég að að hingað var ráðinn Finni til að rannsaka hrunið, Svíi til að leiða nefnd um endurreisnina. Við verður að leita hiklaust til sérfræðinga erlendis svona tímabundnar ráðningar mega ekki verða til þess að fólk fari á límingunum.


    mbl.is Embætti seðlabankastjóra auglýst
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Skil þetta ekki alveg!

    Er þetta þá svona?:

    • Sonur þessarar konu fer að kalla einhvern polla af því að hann nær ekki upp í loft.
    • Sá sem var kallaður "polli" verður reiður og ríkur í þann sem var að uppnefna hann og meiðir.
    • En þá daginn eftir koma einhverjir aðrir 2 og berja þann sem kallaður var "polli" svo að hann missir heyrn og tennur losna ásamt fleiru. Og annar þeirra var þjálfaður boxari.
    • Og hvað er þá móðirin að verja. Þessir 2 strákar sem talað er um komu þessu máli bara ekkert við. Það var búið að taka málið fyrir í skólanum þannig að þeim kom þetta mál bara ekkert við.
    • Svo hvað er konan að segja? Fyrst að þessi drengur lét hendur skipta þegar hann var uppnefndur þá er það þá einhver skýring á því einhverjir utan að komandi berja hann? Er málið ekki jafn alvarlegt þó þetta hafi ekki verið rasismi.
    • Er svona ofbeldi ekki allt of algengt þarna á Suðurnesjum. Minni á myndskeið af drengjum á svipuðum aldrei í vetur sem voru að sparka í höfð á öðrum dreng þarna á svipuðum slóðum

    mbl.is Óvægin ummæli á bloggi
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    Tek undir með ASÍ

    Undir þetta þessi orð Gylfa Arnbjörnssonar. Það sem okkur vantar er framtíðarsýn. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að horfa ekki bara vandamálin sem eru akkúrat núna heldur verðum við að huga að öruggara umhverfi fyrir okkur í framtíðinni. M.a. evru! Ekki láta afturhalds, þjóðernisrembur og þröngsýna ná völdum hér á landi. Það er ávísun á að hér verðum við í höftum næstu árin. Gjaldeyrir verður skammtaður eins og hann sé gull. Okkur yrði mun betur borgið í samvinnu við Finna, Dani og Svía innan ESB
    mbl.is ASÍ: Ný ríkisstjórn fái umboð til ESB viðræðna
    Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

    « Fyrri síða | Næsta síða »

    Höfundur

    Magnús Helgi Björgvinsson
    Magnús Helgi Björgvinsson

    Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

    Eldri færslur

    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Twitter

    Teljari

    joomla visitor

    Twitter

    Tenging við twitter

    Um bloggið

    Vettvangur Magga

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband