Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Alltaf einhver sem þarf að slá um sig með svona lýsingum án þess að kynna sér málið
Spurning hvað þessi maður hafði kynnt sér okkar mál áður en hann fullyrti þetta. Hann gleymir því t.d. að við höfðum ekki banka hér til þrautarvara. Þ.e. að seðlabanki Íslands átti lítinn gjaldeyrisvarasjóð og eins að gengið féll með tilheyrandi hækkun á öllum okkar lánum hérlendis og erlendis. Eins gleymir hann að ef að við hefðum verið með evru hefðu bankarnir ekki komist í öll þau vandræði sem þeir voru í sem gengu út á að þeir þurftu gjaldeyri. Og það hafði haldið hér uppi brjáluðu gengi.
Og ef við hefðum haft evru hefðum við átt væntanlega nokkra mánuði í viðbót að koma þessum bölvuðu IceSave til útlanda áður en bankarnir hrundu. Eins hefðu fulltrúar Evrópubankans væntanlega fylgst betur með hér hjá okkur.
Og hann gleymir að einmitt erfiðleikarnir sem við eigum við núna eru afleiðingar krónunnar þ.e. krónu og jöklabréf, háir vextir og nú líka gjaldeyrishömlur sem er að drepa allt atvinnulíf og setur okkur á hausinn ef að þetta breytist ekkert.
Evran hefði gert illt verra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Engin binding án undirbúnings að aðildarviðræðum vð ESB
Það væri frábært ef hér yrði félagaáhyggjustjórn eftir næstu kosningar. En Samfylkingin getur ekki myndað enn eina stjórn eða kosningabandalag án þess að undirbúningur að aðildarviðræðum sé frágengin í því samkomulagi.
Það er með öllu óásættanlegt að fresta því í jafnvel 4 ár að hefja þann undirbúning. Milli 70 og 80% kjósenda Samfylkingar eru fylgjandi inngöngu í ESB og það væri óþolandi að kannski milli 20 og 30 þúsundi kjósendur þyrfti að þola það að Samfylkingin léti þetta sem er eitt af megin stefnumálum flokksins, bíða.
Samfylkingin gangi bundin til kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Þessu verður að breyta strax takk fyrir!
Afnotagjöld RÚV í einni greiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Jón hefði kannski átt að lesa þessa frétt af visir.is
Eins og ég er sammála Jóni varðandi að framtíð Íslands sé best borgið með aðild að ESB, þá fer þessi grein hans mikið í taugarnar á mér.
Krónubréfamiðlari: Loksins koma jákvæðar fréttir frá Íslandi
Beat Siegenthaler sérfræðingur í nýmörkuðum hjá TD Securities og stærsti miðlari krónubréfa segir að loksins séu að koma jákvæðar fréttir frá Íslandi. Á hann þar við brottvikningu Davíðs Oddssonar úr Seðlabankanum og skipan hinnar nýju Peningamálanefndar.
Þetta kemur fram í fréttabréfi Siegenthaler. Hann segir að eftir óvissu mánuðum saman um forystu Seðlabankans og ljóta" baráttu milli bankastjórnar og minnihlutastjórnarinnar á Íslandi sjáist loksins jákvæðar fréttir frá Íslandi.
Hann ræðir um setningu Norðmannsins Svein Harald Øygard í embætti bankastjóra og skipun fagfólks í Peningamálanefnd og segir: Þessar tilkynningar eru velkomin skref og munu hjálpa til við að endurvekja trúverðugleika Seðlabankans í augum erlendra fjárfesta."
Hvað er faglegt við þetta?" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Menn héldu þvi fram að ég væri að rugla þegar ég tjáði mig um hugsanlegar hvalveiðar okkar.
Menn töluðu um að það mundi engin skipta sér að þessu og bentu á að þessar nokkru hrefnur og langreiðar hefðu ekki haft áhrif. En auðvita finna umhverfissamtök inn á veika stöðu okkar til baráttu sem og þann þjösnaskap að bíða ekki eftir niðurstöðu Alþjóðahvalveiðiráðsins sem var að mildast í hvalveiðibanni. En hvað stendur þá í þessari frétt:
Arthúr Björgvin segir að minnsta kosti eina þýska verslunarkeðju hafa hætt að selja íslenskar vörur vegna veiðanna. Hann óttast að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið, enda hafi hann upplýsingar um að hvers kyns sala og markaðssetning á vörum frá Íslandi sé orðin erfiðari eftir að veiðarnar spurðust út.
Við það bætist að um 200 umhverfisverndarsamtök hóti því í bréfum til Íslendinga í Þýskalandi að beita sér fyrir herferð gegn sölu á íslenskum vörum. Sú atburðarás geti því endurtekið sig frá 9. áratugnum þegar þýskir umhverfisverndarsinnar fóru í herferð gegn íslenskum varningi.
Við erum náttúrlega búin að fá fullt af hótunarbréfum frá Þýskalandi. Þar er því hótað að 200 umhverfisverndarsamtök muni stuðla að því að loka fyrir kaup á íslenskum varningi í búðum og fá fólk ofan af ferðum til Íslands. Þessu rignir yfir ferðaþjónustufólk."
En nei nei. Af því að við fengum ekki mikil mótmæli við 9 hvölum þá er allt í lagi að leyfa veiðar á 150 hvölum. En úpps þetta getur kostað okkur milljarða í viðskiptum og missi mörg hundruð starfa. Og allt til að einn maður geti sinnt hobby sínu þarna í Hvalfirði og fólk komist á smá sumarvertíð í hvalskurði og vinnslu í 3 til 4 mánuði. Held að fólk verði að fara hugsa hér á landi. Við erum ekki lengur sterk og rík þjóð sem getum tekið svona áhættu og verðum það ekki næstu árin.
Sniðganga íslenskar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 2. mars 2009
Afskirftir skulda fyrirtækja!
Finnst vanta í umræðunna þegar að afskriftir skulda eru skoðaðar t.d. varðandi Árvakur, það er að ef að Árvakur hefði verið látinn fara í gjaldþrot þá hefðu væntanlega um 2 til 300 manns misst vinnuna. Og þá hefði fylgt fjöldi manna á atvinnuleysisskrá sem og vandræi og erfiðleikar hjá fullt af fjölskyldum. Það er eðlilegt að allt sé reynt til að halda fyrirtækjum sem álitin eru lífvænleg sé haldið gangandi frekar en að fleiri verði atvinnulausir. Þetta veldur því að ég held að við eigum eftir að sjá fullt af fyrirtækjum sem fá niðurfellingu/lækkun á skuldum. Fyrirtækin eru ekki persónur og tóku ekki þessi lán sjálf. Og eigendur eru yfirleitt ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir þessum skuldum. Þannig að hugsunarháttur eins og látum það bara fara í gjaldþrot á ekki við. Því eigendur tapa kannski hlutafé en ekki er gengið á þá persónulega. Þeir sem tapa eru starfsmenn sem missa vinnuna.
3 milljarðar sagðir afskrifaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. mars 2009
Vissulega er ástandi grafalvarlegt en passið ykkur fjölmiðlafólk.
"Gríðarleg fjölgun umsókna eftir aðstoð" og "í febrúar fjölgaði umsóknum um 300%"
Þegar ég las byrjunina á þessari frétt sá ég fyrir mér mörg þúsund umsóknir eftir aðstoð. EN þegar maður les fréttina þá er aukningin milli ár frá 139 upp í 410. Þetta er vissulega há tala en ég held að það sé of mikið gert úr henni. Finnst eiginlega furðulegt að í öllu góðærinum 2007 og fram á 2008 að það hafi 139 þurft á aðstoð Hjálparstofnun Kirkjunar að halda. Maður skilur þetta betur í ástandi sem nú er komið upp.
EN það sem ég er að biðja menn um er að magna ekki upp skelfingu að óþörfu. Hjálpum þeim sem þurfa, en verum ekki að tala í upphrópunum. Ef einn hefði fengið aðstoð í fyrra en 4 núna væri aukningin 400%.
Gríðarleg fjölgun umsókna eftir aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. mars 2009
Alþingi! Brettið upp ermarnar og takið til óspilltra mála!
Kæru alþingismenn!
Ef þið hafið ekki tekið eftir þvi þá bíður þjóðin eftir að þið- Já þið ekki ríkisstjórn takið til óspilltra mála nú þegar. Það er búið að leggja fram held ég 8 eða 9 frumvörp sem eiga að taka á erfiðleikum sem að okkur steðja. Nú er það ykkar að afgreiða þetta fljótt og örugglega. Ekki vera að eyða tíma í að reyna að skora stig fyrir kosningar. Ef að ykkur finnst ríkisstjórn ekki nógu fljót með frumvörp til ykkar a vinna úr, þá leggið þið þau bara fram sjálf. Það er gjörsamlega ótækt að ætla að fara að leika einhver leikrit nú á hverjum degi. Það eru ekki nema kannski 2 vikur eftir af þinginu og þið þurfið a.m.k að afgreiða um 25 mál sem hafa verið boðuð frá ríkisstjórn. Það þýðir að þið verðið að koma ykkur að verki. Kalla til tímabundið sérfræðinga á þessum sviðum til að vera nefndum Alþingis til halds og trausts og pumpa þessum frumvörpum í gegnum umræðurnar. Það gerir ekkert til þó að einhver frumvörp innihaldi einhverja smá galla. Þeir verða bara lagaðir á næsta þing.
Ég legg til að fundar- og starfstími þingsins verður lengdur nú strax í stað þess að vera síðustu daga fyrir þingrof sólarhringum saman inn á þingi.
Munið að kjósendur horfa núna til ykkar og vega og meta hvað þau kjósa í næstu kosningum. Og þá verður horft til verka ykkar núna.
Þetta er eins með ríkisstjórnina. Verið ekki að horfa of á smá atriðin. Hugið að lausnum fyrir fjölskyldur eins og að seinka gjaldþrotum, lengja tíma sem fólk getur búið í íbúðum sínum eftir gjaldþrot. Og náttúrulega greiðsluaðlögun. Þessum hlutum verður að hrinda í framkvæmd núna. Því það léttir brýnum áhyggjum af fjölskyldunum í landinu.
Upp með ermar, girðið ykkur í brók, látið verkin tala, rífið ykkur nú upp á rassinum og farið að vinna.
Hægt að halda áfram þingstörfum eftir þingrof | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. mars 2009
Ég á ekki orð! Hvaða framtíðarsýn vill fólk fyrir Ísland?
Það væri nú gaman að fólk sem er á móti ESB aðildarviðræðum færi að tjá sig um hvaða framtíðarsýn það hefur varðandi gjaldmiðil okkar! Er þetta fólk virkilega að halda því fram að það sé tilbúið að taka áhættu á að hafa krónuna áfram? Og eiga kannski yfir okkur að við getum aldrei aflétt gjaldeyrishömlum hér aftur? Að við getum upplifað það aftur að gjaldmiðillin falli um 30 til 40% á nokkrum dögum með tilheyrandi verðbólgu, hækkun skulda og matvælaverðs?
Er þetta fólk ekki tilbúið að horfa til reynslu annarra Norðurlanda eins og Finna, Svía og Danmörku. Finnar eru þegar komnir með evru, Danir eru að taka hana upp og Svíar eru með sænska krónu bundna við evru. Allar þessar þjóðir telja sig betur settar innan ESB. En nei hér er fólk svo forpokað að það gleypir við kjaftasögum um að ESB sé bara að reyna að komast yfir allar auðlyndir okkar! Það lýtur á ESB eins og stjórnlaust batterí. Þó að allir viti að það er framkvæmdaráð sem stjórnar ESB sem í sitja fulltrúar frá öllum löndum ESB. Það eru engar stórar breytingar gerðar á ESB öðruvísi en að það sé borið undir atkvæði í öllum löndum. Það hefur verið sýnt fram á að enginn fær að veiða hér nema við. Þó að hugsanlega erlendir aðilar eignist hér útgerðarfyrirtæki þá skil ég ekki hvað fólk hræðist. Í dag streyma peningar frá þessu útgerðum hér í verkefni hérlendis og erlendis. Kvótaeigendur halda hér kvótakaupendur sem leiguliðum og lifa vel á leigunni. Á meðan að smábátaveiðimenn lepja dauðan úr skel og útgerðin orðin stórskuldug.
Fólk vill ekki einu sinni fara í aðildarviðræður þó að þar fengjum við svart á hvítu hvað okkur stæði til boða.
Fólk miðar við að Noregur hafi fellt þetta 2X en gleymir því að Noregur hefur gas og olíu sjóði sem þeir hafa ávaxtað út um allan heim og geta notað til þrautavara en við höfum ekkert. Noregur er líka mun fjölmennari en við og þar eru þá yfir 40% sem hafa verið jákvæð gagnvart því að ganga í ESB. Minni á að Norðmenn þyrpast til Svíþjóðar að kaupa inn þar sem vöruverð þar er mun lægra.
Minni líka á að nú eru 27 þjóðir í ESB, nokkrar á leiðinni, Þannig að þjóðir í Evrópu utan ESB verða eftir nokkur ár aðeins teljandi á fingrum annarrar handar. Og þá verður erfiðara fyrir okkur að ganga inn.
Meirihluti andvígur ESB-umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. mars 2009
Held að Björn Bjarnason ætti nú að hætta bara strax!
Maður eins og Björn Bjarnason sem setið hefur í Ríkisstjórn hér á landi um árabil og tekið þátt í að koma Íslandi á hausinn ættu nú að fara að passa sig. Minni hann á umræður sem flokksmenn hans hafa haft uppi síðustu daga um þá áherslu hans að draga úr fjárlögum til efnahagsbrotadeildar Lögrelgunar á meðan að fjárlög til annarar starfsemi eins og víkingarsveitar var stór aukin. Og eins að hann tók þátt í að leggja niður Þjóðahagsstofnun, aflétta reglum og lögum varðandi peningamarkað hér á landi, verðbólgu markmið. Allir flokksgæðingar settir í allar stjórnunarstöður hér á landi. T.d. Hannes Hólmsteinn í stjórn Seðlabanka og svo framvegis.
Held að Birni farist ekki að deila á Jóhönnu
Stjórnskipuleg óheillaskref | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson