Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Margt gott um málflutning Borgarahreyfingarinnar að segja! En........!

Margt gott sem Þór og félagar hans lögðu til í kvöld. En það er eitt sem ég skil ekki alveg. En það er með þetta að fólk þurfi að borga af húsnæði sínu fram á elliár eins og hann sagði:

Þór sagði, að eitt úrræðið, greiðslujöfnun héti á mannamáli teygjulán með árangurslausum afborgunum, þar sem skuldugum fjölskyldum byðist að greiða af lánum fram á elliárin og nota til þess ellilífeyrinn.

Bíddu eins og þetta hefur verið fram á þennan dag hafa mjög margir tekið lán til 40 ára til kaupa á húsnæði. Ef að þetta fólk er t.d. 40 til 50 ára þegar það keypti húsnæðið þá þurfti það væntanlega að borga af lánum þar til að það varð 80 eða 90 ára. Finnst sundum eins og menn séu að miða við þau sem eru aldraðir nú sem lentu í því að byggja í og fyrir verðbólguna sem var hér áður. Það fólk átti mjög erfið ár í upphafi en lánin hurfu síðan í verðbólgunni því þau voru ekki verðtryggð.

Þó kom líka inn á þessa verðtryggingu sem þyrfti að afnema og þar er ég sammála honum. En fólk má ekki gleyma að hér hefur almennt eftir 1985 eða svo ekki verið reiknað með að fólk borgaði lán sín upp á íbúðum. Enda hafa skuldlaus heimili verið aðhlátursefni og fólk hvatt til þess að taka lán á húsin sín og láta peninga í fjárfestingar eða á hávaxta reikninga og "láta þá vinna fyrir fólk" Gömlu gildin eins og að skulda lítið og eiga þá frekar borð fyrir báru þegar að erfiðleikar kæmu voru löngu komin út í veður og vind.

Ég starfa í Grafarholti. Stafsemi sú sem ég vinn við fer fram í einbýlishúsi sem var tilbúið 2003. Það var keypt á bilinu fokhelt og tilbúið undir tréverk á rúmlega 19 milljónir minnir mig. 240 fm. Svo kostið 20 milljónir að útbúa það fyrir hlutverk sitt. Sambærilegt hús við hliðina er nú á sölu fyrir 69 milljónir (SEXTÍU OG NÍUMILLJÓNIR) Og það eru ekki komin nema 5 ár síðan að þetta var. Og búin að vera kreppa í 6 mánuði með tilheyrandi lækkun. Halda menn að þetta sé eitthvað eðlilegt sem hér gekk á? Hald menn að það sé bara bönkunum að kenna að verð á íbúðum hækkaði svona? Nei verð myndast náttúrulega á því hvað fólk er tilbúið að borga og í þessu tilfelli að skuldsetja sig. Og fólk almennt gekk allt of langt. Maður heyrði af íbúðum sem voru að seljast sama dag og þær komu á sölu á jafnvel 20% yfir ásettu verði. Þetta var ekki heilbrigt.

Ég óttast að leiðir eins og flatur niðurskurður á öllum lánum verði til þess að þessi skriða fari aftur af stað. Sumt fólk hugsi " ja nú hefur greiðslubirgði mín minnkað og allt þetta húsnæði á markaði. Nú er kjörið að gera góð kaup þar sem að nú erum við komin með smá eignarhluta í íbúðin okkar sem við getum notað" Og þá byrjar hér ballið upp á nýtt. Lagerinn af nýjum íbúðum klárast og allir fara byggja aftur.

Það er í það minnsta algjör nauðsyn að bankar setji strangar reglur um greiðslumat. Þar sem að tryggt er að greiðslu af íbúð fari aldrei yfir 30% af tekjum heimilis. Þannig að fólk hafi borð fyrir báru ef að kemur aftur áfall.


mbl.is Vilja afnema verðtryggingu og leiðrétta lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er náttúrulega alltaf verið að reyna æsa fólk upp.

Fréttamenn gætu nú unnið aðeins betur. Þeir eru að bera saman árið í ár við 2008 þar sem var að ljúka einu mesta velmegunarskeiði okkar. Þannig væri nú réttara að skoða fleiri ár saman. Á www.syslumaður.is fann ég t.d. tölur aftur til 2004 og vit menn þar voru nauðungarsölur mun hærri en í fyrra eðlilega

                                        

2004

2005 

2006

2007

2008  

Skráðar fjárnámsbeiðnir

21600

15913

19129

19758

18541

Loknar gerðir

29834

19580

17088

19731

17591 

 

 

 

 

 

 

Skráðar fasteignabeiðnir

 

 

 

 2482

 2277

Seldar fasteignir

215

83

91

137

161

Seldar bifreiðar

516

378

367

419

491

Selt annað lausafé

12

50

16

193

 30

Það var vitað mál að margir eiga erfitt núna en þau uppboð sem nú þegar hafa farið fram á þessu ári eru væntanlega vegna vandamála sem hófust löngu fyrir hrunið. Og auðvita á þeim eftir að fjölga nú þegar gegnið hrundi.

 


mbl.is Þrefalt fleiri fasteignir á uppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að stjórnvöld segðu okkur sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann?

Ég er að verða virkilega þreyttur á því að heyra sífellt nýjar útgáfur af sannleikanaum nú síðustu mánuði. Mér finnst að ef við almenningur eigum að taka þátt í að koma okkur út úr kreppunni þá verði að koma fram við okkur eins og vitiborið fólk! Hvernig geta menn komið fram hver með sína útgáfu af sannleikanum. Ég krefst þess að vita eftirfarandi:

Var að lesa skrif Jón Baldvins Hannibalssonar þar sem hann spyr í kjölfar greinar Ólafs Arnarssonar:

"Er það satt :
• að megnið af þeim skuldabréfum, sem á sínum tíma voru gefin út af gömlu bönkunum og seld erlendum bönkum hafi “runnið inn í lánavafninga”, sem síðan voru seldir áfram á alþjóðlegum fjármálamörkuðum?
• að hinir erlendu bankar (að sögn mestan part þýskir), sem lánuðu gömlu bönkunum með áðurnefndum skuldabréfakaupum, séu því skaðlausir og eigi lítið eftir af þessum skuldakröfum í sinni eigu?
• að hinir erlendu bankar hafi selt fyrrnefnda “lánavafninga” til fjárfestingasjóða af ýmsu tagi?
• að umræddir sjóðir, sem áttu íslensk bankaskuldabréf, hafi afskrifað þau nú þegar?
• að “spákaupmenn” hafi í stórum stíl keypt þessi íslensku bankaskuldabréf fyrir slikk á eins konar brunaútsölu?
• að núverandi eigendur þessara bréfa og þar með kröfuhafar á gömlu bankana séu því spákaupmenn, “sem keyptu bréfin á kannski tvær krónur fyrir hverjar hundrað”?

Fyrrgreindar spurningar varða fullyrðingar, sem settar eru fram í grein Ólafs. Því til viðbótar leyfi ég mér að bæta við tveimur spurningum:

• Eru þessar fullyrðingar um löngu áorðnar afskriftir skulda gömlu bankanna af hálfu upphaflegra lánveitenda þeirra sannleikanum samkvæmar?
• Reynist þessar fullyrðingar réttar, hvaða ályktanir má draga af því um áorðnar afskriftir á erlendum skuldum íslenskra heimila og fyrirtækja, sem áformað er að færist yfir til nýju bankanna?

Í beinu framhaldi af þessum spurningum vek ég athygli þína á eftirfarandi fullyrðingu greinarhöfundar og bið þig að svara henni opinberlega, af því að svarið hlýtur að varða allan almenning í landinu. Ólafur segir í grein sinni eftirfarandi:

“ Það skýtur því skökku við, þegar viðskiptaráðherra Íslands gengur fram fyrir skjöldu og gerir að sínu hjartans máli, að ekki megi afskrifa eina einustu krónu af skuldum Íslendinga – þ.e. okkar sem sitjum uppi með lánin, sem hafa a.m.k. tvöfaldast á meðan eignirnar hafa fallið í verði um helming. Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, krefst þess að við borgum í topp lánin til spákaupmannanna, sem keyptu þau á brotabroti af nafnvirði – ekki til þeirra sem lánuðu okkur peningana, því þeir eru þegar búnir að tapa sínum peningum (leturbreyting mín). Spákaupmennirnir eru þeir hinir sömu og léku sér með krónuna og veðjuðu á fall Íslands. Þeir græddu á falli Íslands og nú vill Gylfi að skuldsettur almenningur á Íslandi tryggi þessum sömu “Íslandsvinum” glæpsamlegan hagnað með því að fjármagna á nýju bankana á herðum þeirra, sem mest hafa tapað á hruninu – nefnilega á herðum íslenskra fjölskyldna”.

Ég tel miklu varða, að almenningur í landinu fái skýr svör frá þér, sem yfirmanni bankamála, við fyrrgreindum fyrirspurnum mínum í tilefni af fullyrðingum greinarhöfundar. Umræðan varðar svo brýna hagsmuni svo margra, að ólíðandi er annað en að hún byggi á staðreyndum."

Ég vill auk þess fá fulla skýringu á því hvernig að lánamálum bankana verður háttað. Hvað ræður því hvaða lán eru afskrifuð. Og af hverju afskriftir Íbúðalána eru talin kosta okkur hundruð milljarða skv. seðlabanka en aðrir segja að kröfuhafar bankana beri þær

Ég vill líka fá að vita hvað er satt vegna AGS: Er það virkilega svo að AGS hafi meira og minna tekið hér við alræðisvaldi varðandi efnahagsmál og ákvarðanir hér á landi. Og hvort að það sé satt að AGS séu þeir sem koma í veg fyrir almennar afskriftir lána.

Ef að grein Ólafs er rétt eru þessi lán sem bankarnir tóku erlendis búin að ganga kaupum og sölu upp á nokkur prósent af verðgildi. Ef það er rétt hefur okkur langt í frá verið sagt rétt frá.

En umfram allt þá er óþolandi að heyra rök eins og: Nei við getum ekki afskrifað/lækkað lán heimilanna nema að það kosti ríkið gríðarlega. En það er engin skýring. Við viljum sjá af hverju þetta kostar og af hverju að rök t.d. framsóknar eiga ekki við.

Ég spyr líka af hverju eru fjölmiðlar ekki búnir að kanna þetta betur sjálfir. Af hverju er þessari spurningu en ósvarað 4 mánuðum eftir að þetta mál koma fram með lækkun lána? Er enginn sem getur rökstutt almennilega hvort þetta sé ekki hægt og af hverju að sumir geta rökstutt að kröfuhafar beri tapið en aðrir segja að það lendi á okkur?

En ég ítreka að það er makalaust að ríkið hafi ekki komið sér upp sjónvarpsþætti þar sem allt að einu sinni á dag væri fjallað um ástandið, aðgerðir og stöðu okkar. Sem og leiðir út úr því. Það næst engin þjóðarsátt ef að þjóðin er viss um að aðrar leiðir séu færar en ríkisstjórn velur.

Ég hef t.d. varið þetta að ekki sé hægt að vera með almennar lækkanir á línunna en ef það er rétt að eigendur þessara skulda séu þegar búnir að selja þær til vogunarsjóða fyrir smá pening þá horfir málið bara allt öðruvísi við.

 


mbl.is Vaxtastefnunni hafi verið lýst í viljayfirlýsingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru menn eiginlega að pæla?

Það væri kannski rétt að einhver einhver benti Kristni á það að með þessari tillögu er verði að fela Alþingi ábyrgð á því að taka við þessari tillögu, fjalla um hana, setja inn í hana þau skilyrði sem Alþingi telur þurfa til að fara af stað í viðræður. Og skv. því sem ég hef lesið og heyrt eru þar inni skilyrði og samningmarkið í greinargerð.

Greinargerð

Tillaga um aðildarumsókn til ESB er lögð fram til þess að íslenska þjóðin fái tækifæri til að hafna eða samþykkja samning um aðild að Evrópusambandinu þegar hann liggur fyrir.

Umsókn að ESB jafngildir þannig ekki aðild enda er það íslensku þjóðarinnar að komast að endanlegri niður-stöðu hvað hana varðar. Samhliða verði lagt fram frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál sem ríkisstjórn eða Alþingi ákveði að leggja fyrir þjóðina. Tillaga um umsókn og frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur verða lögð fram samhliða á vorþingi.

Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, s.s. sjávarútvegs, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjald-miðilsmála og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna. Skoðað verður hvort unnt sé að ná fram samstarfi í gjaldmiðilsmálum samhliða viðræðum um hugsanlega aðild til að styðja við gengi krónunnar. Áhersla er lögð á opið og gagnsætt ferli og reglubundna upplýsingagjöf til almennings og hagsmunaaðila.

Fagleg viðræðunefnd við ESB verður skipuð af ríkisstjórn Íslands. Henni til fulltingis verður breiður samráðs-hópur fulltrúa hagsmunaaðila sem nefndin leitar ráðgjafar hjá, og upplýsir jafnóðum um framvindu viðræðna.   Ísland sem Evrópuþjóð vill leggja sitt af mörkum við uppbyggingu lýðræðislegrar Evrópu sem grundvallast á félagslegu réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir manngildi og umhverfi. Hlutverk Evrópu er að vera hornsteinn mann-réttinda í heiminum og ýta undir stöðuleika, sjálfbær þróun, réttlæti og velmegun um allan heim.

Stjórnvöld áskilja sér rétt til að mæla með eða leggjast gegn samningnum þegar hann liggur fyrir enda eru settir margvíslegir fyrirvarar við hugsanlegan stuðning við málið.

Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:

  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra
  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
  • Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis 
  • Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum
  • Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.

Alþingi meti hvort setja skuli sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB, en viðhorf stjórnarflokkanna er að það sé heppilegt.

Sé nú ekki betur en að þetta séru markmið

 


mbl.is Segir þingsályktunartillögu fádæma rugl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðu Vg slappið af!

Hvað ætlið þið að gera þegar ráðuneytin verða 9. Á þá eitt ráðuneytið að vera með 2 í hálfri stöðu? Nú er er þetta hvað 7 á móti 5. Sem þýðir í raun að það endurspeglar hlutfall þingmanna á Alþingi og ef ráðuneytum verður fækkað um t.d. eitt verður þetta jafnt.

Ég er fylgjandi jafnrétti en það má aldrei fara út í rugl.


mbl.is Ósátt við kynjaskiptingu í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið þið sæl hjúkrunarfræðingar og gangi ykkur vel

Veit að hjúkurnarfræðingum hefur lengið langað úr BHM. Nú eru þau ákveðin svo ég segi bara gangi ykkur vel að semja án samflots. Ekki viss um að þið fáið betri samninga fyrir vikið. En gott að þetta skuli loksins vera komið á hreint. Nú getur BHM og aðildarfélög mótað félagið að nýrri stöðu. Verst ef að þarf að segja upp fólki hjá BHM á þessum tímum. En svona hringlandahátt er gott að fá út úr myndinni.
mbl.is Hjúkrunarfræðingar úr BHM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta rétt skýring!

Með öðrum orðum má gera ráð fyrir að karl frá VG  standi upp fyrir konu á miðju kjörtímabilinu.

Er það ekki frekar að það á að fækka ráðuneytum þannig það verða eftir 9 ráðuneyti og því 3 færri ráðherrar en eru í dag. Þannig að það verða ekki nema 9 ráðherrar sem verða eftir og kannski allt breyt í lok tímabilsins.


mbl.is Karl stendur upp fyrir konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er nú skrýtin frétt!

Það leggja 2 félagsmenn fram tillögu um að ganga úr BHM og fyrirsögnin er "Hjúkrunarfræðingar vilja úr BHM". Væri ekki réttara að segja að 2 hjúkrunarfræðingar vilji úr BHM.

Þetta er reyndar hugmynd sem hjúkrunarfræðingar komu með áður fyrir nokkrum árum en hættu vð. Ef þeir svo kjósa þá verður svo að vera. En ég held að þau eigi eftir að átta sig á því að þegar þau standa eftir ein verður það ekki sjálfkrafa til að þau fái hærri samninga. Og eins held ég að þau borgi bara eins og önnur félög iðgjöld til BHM fyrir hvern félagsmann í starfi. Hvorki meira eða minna.

En þar sem vera þeirra í BHM hefur áhrif á rekstur BHM vildi ég að þau færu nú að ákveða sig hvort þau ætla að vera með öðrum félögum í BHM eða hætta því þetta hefur áhrif á BHM og önnur félög þar. T.d. þarf að sníða starf BHM eftir stærð og ekki hægt að vera með starfsfólk og félög BHM í þessari óvissu á 2 ára fresti.


mbl.is Hjúkrunarfræðingar vilja út úr BHM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á ekki að hætta að veiða fisk!

Menn láta eins og hætta eigi að veiða fisk. Bulla um eignartilfærslur til Höfðaborgarsvæðisins. Þessir menn ættu að láta kanna hvað margir kvótaeigendur búa hér á á höfuðborgarsvæðinu nú þegar eða erlendis. Eins þá verða ekki opnaðar með góðu móti hér fiskihafnir í viðbót né fiskvinnslur þannig að maður gerir nú ráð fyrir að það verði aðallega þeir sem nú þegar eru í fiskvinnslu og útgerð sem mundu leigja eða fá endurúthlutað aftur. Menn vita ekki hvaða reglur verða og því ættu þeir kannski að ræða við stjórnvöld áður en þeir fara að lýsa öllum þeim hörmungum sem þeir verða fyrir. Það er aðeins búið að ákveða að hefja innköllun kvóta í september 2010. En ekkert hvernig það verður gert né hvernig veiðiheimildum verður úthlutað aftur. Og búið að lýsa yfir að það verður samráð við viðkomandi aðila.
mbl.is Gagnrýna fyrningarleiðina harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki frekar verið að nýta kúnna betur?

Nú í dag er kerfið þannig að það eru nokkur hundruð eða þúsund sem eru að njóta arðsins sem er af útgerð hér á landi. Aðrir sem starfa við þessa atvinnugreinar eru leiguliðar sem hafa lítinn sem engan arð af veiðum og svo fiskverkafólk sem er búið er að borga lúsarlaun í gegnum tíðina þannig að í dag er helmingur starfsmanna í fiskvinnslu erlent vinnuafl og hefur verið lengi.

Kvótaeigendur njóta þess að leigja kvótann öðrum á okur verði hafa ráðstafað arðinum m.a. í allskyns fjárhættu verkefni eins og að taka stöðu gegn krónunni, byggingarbólunni og svo í bankavitleysuna. Þannig hefur aurinum verið ráðstafað í verkefni þar sem peningurinn gufaði upp.

Nú er kjörið tækifæri til að fá nýja að þessum atvinnuvegi. Sem og þá sem hafa verið í veiðum og vinnslu af alvöru. Í stað þess að vera að kaupa kvóta dýrum dómum geta þeir leigt sér hann sem og að þeir litlu geta stundað sínar krókaveiðar án þess að þurfa að fjárfesta fyrir tugi miljóna eða meir til að gera út trillu.


mbl.is Ekki hyggindi að slátra mjólkurkúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband