Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Þetta er einmitt málið!

Þetta er einmitt það sem ég hef verið að segja að bíði okkar

Hún sagði að engin undankomuleið væri í þessum efnum. „Búið er að koma okkur í þessa skelfilegu stöðu og ef við viljum bjarga efnahag Íslands og forðast gífurlegar byrðar í framtíðinni á börnin okkar og komandi kynslóðir. Við erum ekki að takast á við halla ríkissjóðs til þess að þóknast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eða erlendum lánadrottnum.  Við þurfum að takast á við hallann til þess að tryggja almannaþjónustu til framtíðar og til þess að leggja ekki óbærilegar byrðar á komandi kynslóðir. Þetta er áskorun sem enginn stjórnmálaflokkur getur skorast undan og ég heiti á stjórnarandstöðuna að vinna með okkur til að ná þessum markmiðum," sagði Jóhanna

En á meðan að stjórnvöld bisa við að finna til allan þann sparnað sem hægt er að finna og niðurskurð, þá er þjóðin á allt öðru róli. Hún vill að lán verði lækkuð, kaupið hækkað, skattar helst lækkaðir og það sé bara aumingjaskapur af stjórninni að vera ekki búin að redda þessu. Heldur fólk að þjóð sem hefur aukið skuldabirgði sína upp í sennilega110% af þjóðarframleiðslu auk þess sem að alþjóðalánamarkaðir eru næstu lokaðir hafi eitthvað val um hvað sé gert? Halda menn að ríkisstjórnin sé ekki búin þessa síðustu mánuði ásamt skilanefndum að reyna að ná sem hagstæðustu samningum við erlenda kröfuhafa? Veit fólk ekki þegar rætt eru um nú alltaf að verið sé að vernda fjármagneigendur að þeir eru í eigu okkar, lífeyrissjóðir og nýju bankarnri' Það eru nær engir aðrir.

En þjóðin er ekkert inn á þessu. Það er búið að prenta inn í fólk að erlendir kröfuhafar verð bara látnir bera þetta tap og við höldum svo áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ég þori að fullyrða að erlendir kröfuhafar eru ekkert á þeim buxunum að leyfa okkur takmarkalaust að afskrifa niður lán. Þeir koma til að berjast fyrir hverju prósenti sem að kröfur þeirra lækka. Og ef við neitum bara að borga þá lendum við ógurlegri krísu þar sem að við getum ekkert flutt inn og ekkert fjárfest næstu árinn. Og ekki minnast á að Argentína hafi gert þetta og gengið vel! Jú Argentína neitaði að borga af lánum. Þeir lentu líka í krísu næstu árin en þar sem lífsskilyrði þar eru allt önnur en hér og stærri hluti þeirra lifir sjálfsþurftarbúskap þá fundu þeir ekki eins mikið fyrir þessu. Sem og að þeir gerðu þetta á uppsveiflu tíma í heiminum þar sem að menn vildu öllum lána fé og voru í vandræðum að finna einhverja til að lána meira.


mbl.is Róttækar og erfiðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvað svo táknrænt við þetta!

Má ekki segja að það hafi verið upphafið af þessari bankavitleysu þegar að Finnur var viðskiptaráðherra og kom þessu bankasöluferli af stað. Fékk fyrir það tryggingarfélag fyrir lítið. Braskaði svo með öðrum með sjóði Samvinnutrygginga. Og nú er "langflugi" hans lokið. En hann á enn Frumherja. Það er spurning hvenær lagnflugi Frumherja líkur. En þó maður óski fólki ekki ófara þá er það viðeigandi þegar menn sem hafa verið svo tengdir við spillingu og þetta brjálæði allt komast að því einn daginn að í raun áttur þeir ekki neitt nema einhvern pappír sem verður verðlaus á einum degi.
mbl.is Eignast bréf Langflugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort sem þessi frétt sé rétt eða ekki, þá getur maður tekið undir þetta.

Manni er nú farið að lengja eftir formlegri stefnu í öllum málum varðandi endurreisn bankana og í raun alls hér á landi.

Það vantar að upplýsa um gang mála og maður skilur ekki af hverju ekki er hægt að koma efnahag þó ekki væri nema eins banka í gang.

Mér hefur skilist að eignahaldsfélag sem Mats er að tala um mæti andstöðu Sjálfstæðismanna. Þannig og framsóknar þannig að það gæti orðið einhver barátta.

En svona óvissa kallar fram allt það versta í fólki. Og vandamál sem eru kannski lítil í raun magnast upp við þetta og skaptar neikvæðni. 


mbl.is Josefsson hótaði að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg líking!

Til að byrja með þá er ekki um þjóðnýtingu að ræða þar sem að þjóðin á þetta? Svo er furðulegt að maðurinn reiknar með að skuldirnar lækki ekki. Hverskonar lán er hann að taka? Leyfi mér að efast um að nokkur banki hafi lánað útgerðum lengur en til nokkurra ára.

Þetta er líka furðulegt að líkja veiðiréttindum við húsnæði. Bendi þessum manni að ólíkt kvótaeigendum þá borgar íbúðaeigandi bæði þeim sem seldu húsið sem og ríkinu og sveitarfélagi greiðslur í formið fasteignargjalda. Auk þess eru íbúðarhús ekki atvinnurekstur.

Hvað mundi þessi sami maður segja ef að nokkrir Íslendingar mundu fá allar virkjanir hér á landi og sitja að öllum tekjum af henni? Og ef hann vildi kaupa af þeim orku þá gætu þeir okrað á honum og selt´/leigt honum orku á miklu hærra verði en þeir fengu hana á?


mbl.is „Eigandinn heldur áfram að borga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur atrið varðandi málflutning andstæðinga fyrningaleiðar

  • Hvernig rökstyðja menn að fyrirtæki verði gjaldþrota innan 7 ára ef fyrningarleið verði farin?
  • Halda menn að það komi þá ekki aðrir sem geri út á þennan fisk?
  • Eru menn í Vestmanneyjum sáttir við að arður af kvótanum þar sé notaður til að kaupa Morgunblaðið, Toyota, Tryggiarmiðstöðina og fleira?
  • Hvernig halda menn að nýjum mönnum sem langar að hefja útgerð á t.d. trillu gangi að fjármagna það næstu árin? Nú fá menn ekki lán á næstunni út á hugsanlega kvóta?
  • Eru menn sáttir við að stór hluti fisks fari lítið unnin til verksmiðja í Bretlandi þar sem tugir þúsunda vinna hann áfram til manneldis?
  • Eru menn sáttir vð að þó nokkur hópur kvótaeigenda lifi á því að leigja öðrum kvótan og leigja menn til að veiða þann hluta sem þeir þurfa að veiða sjálfir og hirða gróðan af okrinu með sér til útlanda?
  • Eru menn hressir með að kvótinn sé varanlega kominn í hendur á kannski 600 manns þar sem að hann á eftir að ganga í erfðir? Og kannski 10 til 20 fjölskyldur sem eiga 60 til 70% af öllum kvóta?
  • Finnst mönnum bara allt í lagi að menn geti veðsett kvóta í fiski sem þeir eiga ekki?
  • Finnst mönnum bara allt í lagi að þjóðin sjálf hafi ekki neinar tekjur af þessari auðlind?

 


mbl.is Harma viðbrögð Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að marka Framsókn!

Ef að framsókn ætlar að fara eftir því sem Oddviti flokksins í suðurlandi segir þá er bara ekkert að marka þennan flokk. Það sögðu fjöldi frambjóðenda og sér í lagi formaður flokksins að það ætti að sækja um ESB en nú kemur einhver oddviti og dýralæknir á Suðurlandi og talar þvert gegn þessu á stofnfundi félags um andstöðu gegn ESB.


mbl.is „Munum fylgja stefnu flokksins"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er sammála Hagsmunasamtökunum um sumt annað ekki!

Ég get tekið undir kröfu Hagmunasamtakana um:

  • Að ekki sé hægt ganga að öðru en veði fyrir skuldum.
  • Og eins um afnám vertryggingar.

En um jafna áhættu lánveitenda og lántakenda veit ég ekki alveg. Hefði haldið að þar með færi engin út í að lána peninga nema á okurvöxtum og gjöldum. Því af hverju að taka áhættu á að lána almenningi þegar hægt væri að hafa lægri en tryggar ávöxtun í að kaupa ríkisskuldabréf um heiminn.

Eins þá velti ég því fyrir mér hvað margar fjölskyldur kæmust út úr vandræðum með 15 til 20% lækkun húsnæðislána þegar áætlanir ganga út á að raunvirði íbúðarhúsnæðis lækki um allt að 45 til 50% á næstu misserum. Og eins þegar vitað er að lán til íbúðakaupa eru aðeins um 60% af þeim veðskuldum sem hvíla á íbúðarhúsnæði. Og ef að kosnaður við þessar aðgerðir eru 300 milljarðar sem lenda á ríkinu, hvar fáum við þá peninga sem vantar til að hjálpa þeim sem enn verða í vandræðum þá.

Hvað með fjölskyldur sem endurfjármögnuðu skuldlitlar íbúðir og settu alla þá peninga í ávöxtun í bönkum og fjármálafyrirtækjum og hafa tapað því öllu. Þetta eru þá sannanlega ekki lán til íbúðakaupa eiga þeir að fá lækkun eins og aðrir. Hvað með visa skuldir - yfirdrætti og fleira?

Hvað með öll bílalán, fellihýsi, hjólhýsa, sumarbústaðarlán, tölvulán og fleira væri ekki verið að mismuna skuldurum ef þeir fengju ekki niðurfellingu líka.

Það er talað um að 7900 heimili hafi skuldað meira en þau áttu í íbðarhúsnæði 2007 og þessi tala verði kannski komin upp í 30 þúsund heimili í lok þessa árs. Við vitum að gengistryggðu lánin eru dágóður hluti þessa heimila. Og í raun þau sem helst hafa lent í þessu. Því önnur heimili hafa lent í verðbólgu sem hefur jú verið landlæg hér á landi þó að hún hafi náð alveg þessum hæðum sem hún náði nú þá hefur hún oft verið ansi há áður. Ég vildi fá að sjá útreikninga á því hvað 15 til 20% lækkun lána mundi hjálpa mörgum til að standa þetta af sér án frekari aðstoðar. Og eins hvað marga þarf eftir sem áður að aðstoða meira en þetta?

Síðan vill ég minna á að það er alltaf verið að tala um að allt sé gert til að hjálpa fjármagneigendum á kostnað skuldara. Vill bara minna á að fyrri fjármagneigendur eru nú búnir að missa allt. Við eigum bankana og nú er spurningin hvernig lítum á málið. Ef við lækkum skuldir og þurfum að hækka skatta á móti þá erum við að moka úr einum vasa í annan. Ef við þurfum að bæta bönkunum auknar afskriftir þá þarf að hækka skatta og þjónustugjöld en frekar en nemur þessum 170 milljörðum sem halli ríkisins stefnir í. Ef að við getum látið erlenda kröfuhafa taka tapið verður væntanlega að klára að semja við þá um verð á lánapökkum þeirra. Og þá held ég að engin vilji ræða um frekari afskriftir strax því þá erum við að segja að við ætlum að afskrifa skuldir sem fólk réði hugsanlega við að borga. Þá væru kröfuhafar vísir til þess að segja að þeir vilji sjálfir innheimta þessar skuldir eða að pakkarnir yrðu enn dýrari fyrir okkur því að kröfuhafar okkar væru vísir til að segja að þeir tækju þá þessi lán yfir og innheimtu því þeir fengju meira út úr því.


mbl.is Boða til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómar þetta heitir að reyna að krafla sig út úr málum!

Auðvita hlýtur Framsókn að hafa fylgst með þessu. Þeir voru jú með forseta bæjarráðs og svo áður Bæjarstjóra. Þeir hljóta að hafa vitað að það var verið að fela alltaf þessu fyrirtæki verkefni eins og árskýrslur, gagnvirkt gögukort, afmælisrit og fleira. Þetta hlýtur Ómar að hafa vitað af. Og eins notað Gunnar Lánsjóð Íslenskra námsmanna til að skaffa sama fyrirtæki verkefni. Þetta styður einnig sögusagnir um sérstaka velvild Kópavogs til Klæðiningar sem Gunnar átti þar til fyrir skömmu. Sem og sérstaka velvild við ákveðna verktaka í bænum.

Kópavogsbúar sem kusu Gunnar geta sjálfir sér um kennt. Það var búið að vara þau við fyrir löngu.


mbl.is Ræddu hugsanleg meirihlutaslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér!

Þessi hugmynd kom upprunalega fram frá ráðgjöfum sem ríkið réð hingað frá Svíþjóð og Finnlandi. Hugmyndi er að eignarumsýslufélag taki við fyrirtækjum sem nauðsynlegt er að halda í rekstri en gætu reynst vera ótrygg verðmæti. Þetta var hugsað þannig að þau þyrfti ekki að yfirtaka af nýju bönkunum þar sem að staða og rekstur gætu reynst þeim banabiti ef illa færi. Því var lagt til að skipa sér félag til að annast yfirtöku þeirra og síðar sölu. Sé ekki alveg hvað er slæmt við þetta.

Ef að reglur og starfsemi þessa umsýslufélags er gegnsæ og komið í veg fyrir að stjórnmálamenn ráði þar einhverju þá sé ég svona félag sem nauðsyn til að mikilvæg fyrirtæki sé haldið í rekstri áfram án þess að hætta nýju bönkunum í það.

Og eins að þessi fyrirtæki væru seld aftur við fyrsta tækifæri þegar almennilegir fjárfestar fást til að kaupa þau. Ekki einhverjir blankir fyrrverandi útrásar víkingar sem fengju þetta á krít. Jafnvel helst einhverjir erlendir fjárfestar sem kæmu hingað með nýtt fjármagn.

Eins muni þetta yfirtaka eitthvað af þeim rekstri á fyrirtækjum sem bankarnir annast í dag.

 

Finnst Framsókn og Sjálfstæðismönnum betra að þau fari á hausinn og hætti rekstri


mbl.is Skiptar skoðanir um eignaumsýslufélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gróusögur tröllríða Íslandi

Þetta er kannski eitt af skýrustu merkjum um þær gróusögur sem menn og fjölmiðlar strá um sig með hér á landi um þessar mundir varðandi ástandið. Þessar sögur hafðar eftir einhverjum og síðan notfærar sér þessar sögur menn sem eru að tala fyrir ákveðnum leiðum sem þeir vilja að við förum til að komast út úr vandanum.

  • Menn hafa nú síðustu vikur gengið svo langt að segja að kröfuhafar erlendis séu að selja kröfur á Íslenska banka fyrir allt niður í 3% af upphaflegri upphæð krafnana.
  • Menn segja að að búið sé að afskrifa allt að 50 til 60 prósent af þeim útlánum sem færast á milli gömlu og nýju bankanna.
  • Menn segja að hér sé einstakt tæki færi á að láta erlenda kröfuhafa taka á sig niðurfellingu lána til fyrirtækja og einstaklinga, þannig að ekkert lendi á ríkinu.
  • Menn eru farinir að tala um að hér séu í gangi fjölda gjaldþrot heimila. Tala um að að þau nemi allt að 30 til 40% heimila. En samt eru vanskil ekki nema 800 milljónir við íbúðarlánasjóð miðað við fréttir í maí.

Síðan ræða menn lausnir sínar studdar þessum óstuddu upplýsingum sem þeir hafa heyrt, talið sig lesa út úr einhverjum skýrslum og þess háttar "staðreyndum".

Þetta eru oft á tíðum hagfræðingar sem annað hvort störfuðu áður í banka og fjárfestingar bólunni eða komu í fjölmiðla ár eftir ár og sögðu okkur að hér væri allt í sómanum. Nú eru jafnvel heilu flokkarnir búnir að taka upp t.d. stefnu Jóns Daníelssonar sem býr í Bretlandi. Hann hefur m.a. sagt frá upphafi kreppunnar:

  • Prentum meira af peningum og látum krónuna falla.
  • Tökum á okkur verðbólguna sem fylgir. Hún muni ekki vara mjög lengi.
  • Og nú ráðlagði hann Framsókn

Ég segi hvað segði fólk núna ef að við hefðum farið út verðbólgu hvetjandi aðgerðir og verðbólgan væri nú kannski 30 til 40% og lánin komin endanlega til andskotans.

Aðrir hafa komið fram og sagt við semjum ekkert við Breta eða ESB um IceSave. Þetta sögðu menn þegar hér var algjört frost í gjaldeyrismálum og allur okkar gjaldeyrir fastur í Bretlandi og við fengum ekki aðgang að.

Og menn eru að sífellt að tala um að niðurfelling lána um 20% eða leiðrétting kosti ekkert. Þeir tala um að þetta lendi á erlendum kröfuhöfum eins og það sé ekkert mál. Þessir menn vita að þetta hefur aldrei verð gert hér á Vesturlöndum og hljóta að gera sér grein fyrir því að aðrar þjóðir og ekki síst kröfuhafar mundu ekki sætta sig við svona meðferð. Bara út af því t.d. að þetta yriði fordæmi. Bæði fyrir þjóðir á vesturlöndum og en meira fyrir Þriðjaheims ríkin. Þannig að líkur yrðu á að við mundum lenda í stríði við risa banka og jafnvel heilu heimsálfurnar. Þetta gæti kostað okkur útskúfun úr samfélagi þjóðanna.

Þegar bent er á að kostaður af þessu lendi líka á Íslensku þjóðinni því hún þurfi að fjármagna mikið af þessum hugsanlegu niðurfellingu þá segja menn: "já ríkið ber líka ábyrgð á þessari stöðu það erum ekki við aumu skuldararnir sem komu þessu hruni af stað"  Það er eins og menn séu komnir með einhverja meinloku. Þeir hljóta að gera sér grein fyrir að allt það fé sem ríkið þarf að leggja til kemur frá okkur. Og nú þegar ríkið er stórskuldugt þá er eina leiðin til að skaffa fé aukalega að hækka skatta sem því nemur. Eða að skerfa niður t.d. allt heilbrigðiskerfið og einkavæða það. Þannig að fólk borgi tryggingar upp á mörg hundruð þúsund og eða þjónustugjöld fyrir þá þjónustu sem það fær frá heilbrigðiskerfinu.

Það er alltaf verið að tala um að hér sé allt gert fyrir fjármagnseigendur. Hverjir eru það? Það erum við líka. Það eru ellilífeyrisþegar sem eiga ævisparnað og í lífeyrissjóðum. Það eru fáir aðrir og flestir þeirra skulda líka.  Flestir þeir sem áður voru ríkir hér á landi eru í fréttum nú þegar ríkið og bankarnir eru að taka yfir eignir þeirra sem eru orðnar að engu.

Það er alltaf verið að tala um að það sé búið að semja um þetta og hitt varðandi skuldir bankana. En síðan er staðreyndin sú að það hefur ekki verið gengið frá neinu ennþá og ég vona að menn hafi vit á að fara sér hægt og vanda sig. Þegar gengið hefur verið frá málum þá sést staða okkar betur og hvað sé hugsanlega hægt að gera fyrir þá sem það þurfa. Þá eigum við orðið þessar erlendu kröfur og höfum frjálsari hendur.

Ég held að fólk ætti að gæta að því að það eru engar skyndilausnir til á þessu málum. Og að staða okkar er ekki sú að hægt sé að gera allt fyrir alla.


mbl.is Íslendingar ekki aðaleigendur jöklabréfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband