Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Stjórnarandstaðan alveg að missa sig núna

Var að hlusta á Sigmund í fréttum í kvöld. Nú vill hann standa við bakið á stjórninni ef að frumvarp hennar verður fellt. En ef það verði samþykkt á þinginu verði að fella stjórnina. Og rökin nú gegn Icesave ábyrgðinni er komin m.a yfir í

Formenn og forsvarsmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi gagnrýna frumvarp um ríkisábyrgð harðlega. Það sé óráðsía að samþykkja það, það sé í erlendri mynt sem ekki sé hægt að standa við, hlutdrægt og á því er áróðursbragur segir formaður Sjálfstæðisflokksins

Ég spyr nú bara! Hefur Ísland einhvern tíma fengið lán erlendis frá í krónum? Hverslags kjaftæði er þetta eiginlega.

Þeir hafa verið að rukka eftir mati á greiðslubirgði sem kom nú undir kvöld. Og sem eru þeir vissir án þess að skoða það að við getum ekki borgað. Er ekki að kaupa svona vinnubrögð.

Og Bjarni Ben sagði að greinargerð með frumvarpinu væri hlutlæg. Og miðað að því að réttlæta þessa ábyrgð. Nú við hverju bjóst hann?

Og Birgitta þurfti ekkert að kynna sér þessi göng sem var verið að leggja fram því þau vita að þjóðin ræður ekki við þetta eftir sínum göngum. Hverskonar málflutningur er þetta?

Er ekki lágmarks kurteisi við þjóðina að Alþingismenn kynni sér öll gögn málsins áður en þeir taka ákvörðun. Með fullri virðingu fyrir þessu fólki held ég að þeim væri nú hollast að vera ekki að æsa fólki upp hér enn meira án þess að þekkja vel til málsins. Þó þau í Borgarahreyfingunni hafi talað við einhvern úr samninganefnd Hollands og hlegið að þeirri manneskju þegar hún spurði þau hvort að Borgarhreyfingin vildi virkilega að Ísland einangraðist þá hafa þau ekki séð raunveruleg göng fyrr en nú og á næstu dögum.


mbl.is „Ekkert plan B"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig samning vill fólk þá í staðinn?

Ég er bara ekki að skilja þessa umræðu í dag.

Indefence hópurinn er búinn að breyta málflutningi sínum frá  því að ekki eigi að semja og fara með málið fyrir dóm. Nú er það að: "auðvita stöndum við við skuldbindingar okkar" en bara ekki þennan samning. Nú spyr maður hvað vilja þeir sjá í staðinn? Þeir nefna vexti. Hvað vexti vilja þeir? Ef að málið er að lækka vexti - hvað á að lækka þá mikið? Um 0,5% er þeir þá sáttir?  Er það ekki lækkun um kannski nokkra milljarða? Hverju þarf að breyta? Eða eru þeir aðeins að vinna með Sigmundi Davíð vini sínum að reyna að koma höggi á stjórnina? Og eins væri gaman að vita hvaða sérfræðingar það eru sem eru að reikna þetta út fyrir þá sem eru svona miklu klárari en sérfræðingar sem unnu með samninganefndinni um icesave sem hefur nú verið upplýst að voru bæði innilendir og erlendir. Sem og virt ensk lögfræðistofa.

Nú og nú er fólk að heimta að forsetinn skrif ekki undir samninginn. Og hvað heldur að fólk að taki við ef við synjum að veita ríkisábyrgð? Þá væri spurning hvort að samninganefnd okkar hefði nokkuð umboð til að semja um nokkuð þar sem búið er að synja ríkisábyrgð. Þeir sem semja við okkur geta þá ekki treyst því að þeir sem skrifi undir nýja samning fyrir okkur hafi nokkuð umboð og líkur á því að næsti samningur yrði líka feldur.

Síðan skil ég ekki hvað verið er að tala um að báðir aðilar eigi að bera ábyrgð á þessu. En eru Hollendingar og Bretar beinir að taka ábyrgð á öllum lánunum og eru að rukka okkur um okkar hluta á þessu sem þeir eru þegar búnir að borga út. Og eins þá tóku þeir væntanlega lán til að borga innistæðueigendum. Þeir væntanlega tóku styttir lán sem bera lægri vexti en við erum að fá lán hjá þeim til 15 ára sem er eðlilegt að beri hærri vexti.


mbl.is Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara svona vangaveltur!

Elvira hefur borið saman Icesave-samninginn og samninga Evrópusambandsins undanfarin ár, en sambandið hefur veitt ríkjum í efnahagsþrengingum, jafnt innan sambandsins sem og utan þess, lánafyrirgreiðslu. Í þeim samningum hafi vextir verið um 3,5% en vextir á Icesave lánunum eru 5,5%.
  • Við vorum ekki að semja við ESB heldur Breta og Hollendinga! Þ.e. skuld okkar við þau. Það er bara allt annað en samningar sem ESB gerir við þjóðir í efnahagserfiðleikum.
  • Held það hefði sungið í ESB andstæðingum ef við hefðum beðið ESB um lán!
  • Væri kannski spurning um að höfða til ESB um að við værum á leiðinni þangað inn þannig að þeir lánuðu okkur sambærilegt lán og við gerðum við Breta og Hollendinga nema á lægri vöxtum og við greiddum upp lán Hollendinga og Breta.
  • Er hægt að bera saman vexti núna við það sem var fyrir nokkrum misserum?
  • Alveg er ég til í að gera eins og hún segir að fara í samningaviðræður við ESB um aðstoð. Og um leið að sækja þar um.
Það er lík spurning væru menn sáttir ef að vextir væru 3,5% væru þá Indefence sáttir? Var ekki einhver sem sagði að Bretar og Hollendingar væru að borga um 4% vexti á lánum sem þeir tækju?
mbl.is Undrast lánakjör Icesave samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmynd að því að komast hraðar út úr kreppunni.

Ég átti samtal við nokkra samstarfsfélaga í dag og hjá okkur kviknaði hugmynd að því hvernig við tæklum kreppuna helmingi hraðar:

Málið er að horfa til tillögu sjálfstæðismanna um tímabundna innsköttun lífeyrissjóðsgreiðslna. Horfa í það að nú eru sérstakir tímar sem kalla á sértækar lausnir. Ákveða að skattar skuli greiddir næstu 5 árin af greiðslum í lífeyrissjóð. Þessir peningar eyrnamerktir eða hafði rí sér sjóð. Síðan þegar að lífeyristöku kemur hjá sjóðsaðilum þá vegna skattgreiðslna eru þeir búnir að greiða skatt og mundu þá komast af í 5 ár á 35% lægri greiðslum þar sem þeir þurfa ekki að borga skatt af þeim. Eins hefðu lífeyrissjóðir og ríkið kannski 10 til 15 ár að bæta upp það sem tapast hugsanlega í ávöxtun.

En um leið og þetta mögulega skilar um 40 milljörðum á ári verði staðið við fyrirhugaða skatta sem og niðurskurð.  Og þessir 40 milljarðar verði bara viðbót.

Með þessu móti þá eru góðir möguleikar á að við komumst út úr kreppunni á helmingi styttri tíma.

Um leið og kreppunni líkur hækka laun Sem á móti auka innstreymi í lífeyrissjóð. Eins væri hægt að semja um um að hluti kauphækkana næstu árinn eftir kreppu væru í formi tímabundina hækkana á greiðslum í lífeyrissjóði til að tryggja óbreytta stöðu þeirra.

Af hverju ekki að  taka nú helmingi betur á og klára þetta á helmingi skemmri tíma. Vera búinn að rétta við ríkisbúið kannski 2011 í stað 2013 eða seinna.

Eins væri hægt að koma með miðlunartillögu um að inngreiðslur væru skattlagðar að hálfu.


mbl.is Erfitt en óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekki að skilja þetta fólk eins og Lilju Mósesdóttur

Hvað á hún við með þessu:

„Ég hefði viljað bíða með að semja þangað til raunveruleg skuldastaða ríkisins liggur fyrir,“ segir Lilja, en ef hún hefði verið í samninganefndinni fyrir Íslands hönd þá hefði verið númer 1, 2 og 3 að íslenska ríkið þyrfti ekki að borga vexti af upphæðunum sem það gekkst í ábyrgð fyrir.

Ég næ þessu ekki hjá henni. Er hún ekki að skilja að Bretar og Hollendingar eru búnir að greiða um 1300 milljarða til þeirra sem áttu innistæður á Icesave þ.e. allar innistæðurnar. Skv. samkomulagi er það svo okkar að borga innistæðutryggingu upp á 20 þúsund evrur til Breta og Hollendinga sem eru búnir að taka lán til að greiða þessar upphæðir allar. þannig að í raun er um endurgreiðslu okkar að ræða. Nú eru Bretar og Hollendingar að greiða vexti af sínum lánum vegna þessa. Og gefa okkur gjaldfrest í sjö ár gegn því að við borgum vexti af okkar hluta ábyrgðarina. Hverning ætla menn að rökstyðja að við eigum ekki að borga vexti? Eiga þá Hollendingar og Bretar að borga okkar vexti líka. Er hún að halda því fram að þessar þjóðir séu svo mikið aflögufærar um þessar mundir?


mbl.is Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðsending til svokallaðra "álitsgjafa"

Mér datt í hug þessi leirburður þegar hlustaði á píanóleikara og lifefnafræðing tala fyrir höndi InDefence hópinn á ÍNN sjónvarpsstöðinni í nótt.

Mér er orðið tregt um mál
maðkaður heilinn eins og kál
ekkert að segja
best að þegja

Það saknar mín ekki nokkur sál 

 

Það er talað við þá og um hugmyndir þeirra eins og þeir fari með heilagan sannleiki og að þeirra lausnir séu svo þrauthugsaðar og byggaða af svo mikilli reynslu og þekkingu. En óvart hafa þessir menn aldrei staðið í svona málum sjálfir. 


Ég á bara ekki orð!

Var þetta fólk ekki kosið fyrir nokkrum mánuðum til að taka á svona málum. Hvað halda þessir flokkar að við séum bættari með þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki  er bindandi? Eins bendi ég á að þetta gæti tafið öll lán og aðra fyrirgreiðslu sem okkur bráð vantar um mánuði eða misseri.  Eins og ég er með þjóðaratkvæðagreiðslum finnst mér lágmark að fólk viti hvað það er að kjósa um. T.d. þyrfti áður en atkvæðagreiðsla færi fram

  • að senda sérfræðinga erlendis til að meta hvað áhrif það hefði fyrir okkur að hafna þessu.
  • að meta hvað synjun mundi gera fyrir lánshæfi okkar
  • að kanna hversu mikla líkur eru á að við fáum betri samning
  • að meta hvað þetta mundi þýða viðskiptalega fyrir ríki og fyrirtæki
  • að meta hvaða áhrif þetta hefði á stöðu Íslands í alþjóðasamstarfi.

Það er nokkuð ljóst að enginn vill glaður borga þessar skuldir. Og því möguleiki á að almenningur mundi greiða atkvæði gegn honum. En áður en til þess kemur þarf almenningur að vera full meðvitaður um hvernig staðan verður eftir það.

Síðan verða framsóknarmenn og sjálfstæðismenn að segja okkur hvernig þeir hugsa sér að framhaldið yrði og styðja það einhverjum öðrum göngum en indefence hópurinn heldur fram.

Ef þetta verður samþykkt fer ég alvarlega að verða hræddur um stöðu okkar næstu árinn. Við verðum þekkt sem þjóðin sem er gjaldþrota, eða þjóðin sem ekki er hægt að lán því að að við borgum ekki.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðsending til Sigurðar Líndal og fleiri álitsgjafa!

Veit að í gegnum tíðina hefur Sigurður Líndal og fleiri álitsgjafar og sérfræðingar í lögum verið kallaðir til ávallt þegar upp hafa komið álitaefni. En nú er ég með orðsendingu til þeirra!

Ágætu álitsgjafar!

Ég undirritaður bið ykkur nú að vanda málflutning ykkar þegar þið gefið álit í svona flóknu málið eins og Icesave. Nú t.d. er Sigurður í annað skipti á nokkrum dögum að tjá sig um Icesave samningin. Í fyrra skiptið segir hann eitthvað á þá leið að hann telji að Icesave samninginn eigi að leysa fyrir dómstólum. Nú kemur hann og segir

"Sigurður Líndal segist hræddur um að Íslendingar eigi engan annan kost en að gangast undir Icesave samningana eins og hver önnur sigruð þjóð "

Sigurður svo snjall maður sem hann er hlýtur að átta sig á að hér er á landi eru logandi deilur um þetta mál. Á meðan að ríkisstjórn segir okkur að betri samningar hafi ekki verið í boði og að Bretar og Hollendingar taki ekki ´mál að far í samninga aftur við okkur, þá er hér líka hópur nýrra "sérfræðinga" sem eru á því að við þurfum ekkert að borga þetta. eða að það sé hægt að ná miklu betri samningum. Þó þeir viti ekki fyrir hvaða dómstól á að taka þetta mál fyrir né hafi nokkru sinni tekið þátt í svona samningum.

En sem sagt Sigurður og fleiri þegar þið eruð spurðir álits sem eðlilegt er gætið að því að gefa ekki falsvonir vanhugsaðar sem ákveðnir hópar geta síðan beitt í umræðunni, þ.e. ef þið eruð ekki vissir. Eins á þetta við um marga hagfræðinga sem eru að tjá sig þessa daga. Verið ekki að tala um einhverja möguleika sem eru svo ekki í rauninni framkvæmanlegir.

Það sem þjóðin þarf frá ykkur eru vönduð vinnubrögð!

Mynni ykkur álitsgjafar t.d. lögfræðingar, viðskiptafræðingar og hagfræðingar að  gömlu bankarnir voru fullir af fólki með ykkar menntun, sama var í FME og Seðlabankanum og því má segja að hrunið hafi verið hannað, framkvæmt og rústað af fólki með ykkar menntun.

Svo það sem ég er að segja vandið þið ykkur. Skapið ekki óþarfa vonir um skyndilausnir ef þið eruð ekki vissir, skapið ekki óþarfa hræðslu og einbeitið ykkur að því að upplýsa fólk um stöðuna og hugsanlega aðgerðir til bóta án þess að kynna þær sem hinar einu réttu ef þið þekkið málið ekki til hlíta.

Óþarfi að skapa hér á þessum tímum óþarfa sundrung.

Dæmi um hverju svona málflutningur hefur skilað er

  • sú hugmynd að láta erlenda kröfuhafa borga niðurfærslu lána hér á landi.
  • að við þurfum ekki aðstoð AGS
  • að það verði engar afleiðingar af því að samþykkja ekki ábyrgð á Icesave. Breta og Hollendingar komi bara glaðir aftur að samningaborðinu, annars borgum við þeim bara ekkert.
  • að það þurfi ekkert að hækka skatta. Bara að styrkja atvinnulífið til að komast í gang.  Enginn sagt hvaðan þeir peningar eiga að koma.
  • að það sé endalaust hægt að skera niður hjá ríkinu. Án þess að til komi skert þjónusta t.d. á sjúkrahúsum, félagsmálum, hjá fötluðum, öryrkjum og öldruðum. Ja eða mennta málum. Þetta eru kannski 75% af öllum útgjöldum ríkisins sem fara bara í þetta.

 En álitsgjafar vandið þið ykkur.  Nú er full þörf á að þjóðin standi saman! Óvarlegar yfirlýsingar og illagrunduð álit geta komið hér öllu til andskotans.


mbl.is Sigruð þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarandstaðan búin að missa hluta vopna sinna!!?!

Held að nú séu Sjálfstæðismenn ekki hamingjusamir. Þeir treystu væntanlega á að þessi sáttmáli kæmist ekki á koppinn, því þar með er búið að semja á stórum grundvelli um mál sem þeir hefðu notið að hafa í sinni neikvæða og óuppbyggilega málflutning. Eins með framsókn! Var að lesa grein í Morgunblaðinu í dag eftir Vigdís Hauksdóttur alþingismann þeirra og ég held hreinlega að hún lifi ekki í sama landi og við. Hún segir

Á MBL.IS 19. júní er eftirfarandi haft eftir Paul Rawkins, hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch: »Ástæða þess að fyrirtækið [Fitch] hefur ekki afskrifað lánshæfi Íslands er að landið hefur enn ekki vanrækt erlendar skuldbindingar sínar

Ég held í alvöru að hún misskilji þetta hér að ofan og haldi að maðurinn hafi verið að meina ef við skrifum undir Icesave þá lækki matið. Get ómögulega séð hvernig hún les þetta út. Því hann er að segja að lánshæfimat okkar ráðist af þvi hvort við ætlum að standa við samkomulag um icesave eða ekki. Ef við gerum það ekki föllum við í lánshæfi eðlilega þar sem við stöndum ekki við samninga um skuldir okkar.

>> Ríkisábyrgð í erlendri mynt er í raun veðsetning gjaldeyrisvaraforðans. Hvað er þá eftir þegar hann er uppurinn? Jú, Ísland sjálft og auðlindir þess.

Hún er ekki meðvituð um það þessi gjaldeyrisforði er tekinn að láni og verður greiddur til baka löngu áður en Icesave fellur til. Eins gerir hún og aðrir ráð fyrir að gengi krónunnar verði áfram eftir 7 ár í algjörri lægð. Minni á að ef að krónan styrkist ekki á næstu 7 árum verður vandlifað hér á landi. Vörur verða svo dýrar að fólk ræður ekkert við það. Við verðum að gera ráð fyrir að krónan jafni sig eitthvað á næstu árum og ef að t.d. gengi hennar nær því að evran verði 150 krónur þá lækkar icesave um 30%. Þ.e. úr 660 milljörðum eins og þegar var skrifað undir niður í 450 milljarða. Og eins að eignir á móti eru í evrum og pundum þannig að þær fylgja láninu í sveiflum.
Síðan kórónar hún bullið með því að segja:
Þá er komið að orðum Jóns Daníelssonar á ný er hann telur að erlendir lánardrottnar kyrrsetji allar okkar eigur erlendis, neitum við að borga erlendar skuldir. Þetta ákvæði er í Icesave-samningunum því erlendir lánardrottnar vita að við stöndum ekki undir þessum skuldbindingum og lántökum í framhaldinu. Erlendir lánardrottnar hafa í dag ekki allsherjarveð í eigum okkar og þurfa því að afskrifa allar okkar skuldir neitum við að borga enda tóku þeir áhættuna af því að lána íslenskum fjárglæframönnum út í hið óendanlega.
Hún gerir sér ekki grein fyrir því að það eru ríkisstjórnir Breta og Hollendinga sem Jón er að tala um fyrst og fremst. Hún fer að rugla þessu saman við aðra kröfuhafa. Þeir kæmu sjálfsagt á eftir en þar sem Jón var að tala um þetta sem afleiðingar þess að við virtum ekki skuldbindingar okkar um Icesave þá skil ég ekki ruglið í henni Vigdísi.
Og hér kórónar hún það endanlega!
En leikritið skal keyrt áfram, með blekkingarleik og lygavef í þágu auðhringja heimsins undir forystu Samfylkingarinnar. Við erum »rusl« sem þýðir að lánshæfisfyrirtæki eru einu þrepi frá að afskrifa Ísland. Eina sem þarf er að viðurkenna opinberlega að við getum ekki staðið undir erlendum skuldbindingum.
Er hún virkilega svo paranoid að hún haldi að samfylkingin sé í samstarfi við alþjóðlega auðhringi og þar í forystu. Nei ég held að hún ætti nú aðeins og setjast niður og hugsa um hverjum hún sé að gera greiða fyrir að ala á hræðslu við allt sem gert er. Hún getur ekki sem Alþingismaður haldið svona fram. Eða eins og um daginn þegar hún var að reyna að stimpla stjórnarliða sem landráðamenn. Hún hlýtur að átta sig á að Samfylkingn stjórnar ekki ein og Vg er ístjórn líka og samdi m.a. um Icesave því að það er fjármálaráðherra sem gerir slíka samninga.

mbl.is Til hamingju með sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband