Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Ég hef nú velt þessu tónlistarhúsi lítið fyrir mér
En þó er ljóst að hálfklárað verður það alltaf Reykjavík til vansa. Og ef ég man rétt þá vinna þar nú um 500 manns. Ef að þetta fólk yrði atvinnulaust þá mundi það kosta
500x160.000= 80 milljónir á mánuði í atvinnuleysisbætur sem gerir um 960 milljónir á ári.
Eins má segja að nú þegar er búið að eyða á annan tug milljarða í þetta hús. Maður reyndar veit ekki hvort að eitthvað af þeirri skuld hvarf við gjaldþrot þeirra sem ætluðu að byggja þetta og reka með styrkjum frá ríki og borg.
En það sem ég er að velta fyrir mér hvort til lengri tíma sé ekki betra að klára húsið svo það geti nú þegar ríkið á þetta farið að skila einhverju til baka. Það má væntanlega reikna með að þetta hús geti skilað þó nokkrum tekjum upp í kostnað.
Alþýðuhöllin við höfnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 25. júní 2009
Hafið bara ykkar hentisemi!
Já hafið þið bara ykkar hentisemi!
Ég er að nota mína!
Ég varð bara að skrifa þetta inn núna. Hefur sótt á mig í dag. Þetta er af Spaugstofuplötu eða útvarpsþætti áður en þeir fóru í sjónvarp. Reyndar var þetta svona í upphafi
Siggi : Nonni hafðu bara þína hentisemi!"
Nonni: Nú?"
Siggi: Ég er að nota mína"
Ég nota þetta oft þegar ég er ekki sammála fólki en nenni ekki að rökræða frekar.
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Ekki er stjórnviskunni fyrir að fara hjá Ómari!
Hann ætlar sem sagt að að láta bæinn ganga í gegnum annan svona farsa eftir nokkra mánuði kjósi Gunnar að snúa aftur. Eða að koma fram og segja að nú sé svo stuttur tími til kosninga að ekki taki því a gera breytingar? Held að það hljóti að vera rétt hjá framsóknarmanninum sem segði eftir fund framsóknar síðast mánudag:
Hjalti Björnsson framsóknarmaður var einn þeirra sem var mjög ósáttur og sagði að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn væri komið í þrot.
Og bætti svo við að ákvörðun um áframhaldandi samstarf við sjálfstæðismenn hljóti að byggjast á persónulegum hagsmunamálum manna sem um það semja. Sem segir okkur þá sögu að viðkomandi hefur ekki mikla trú á Ómari og telur að þetta tengist hagsmunum Ómars ekki flokksins.
En verði þeim að góðu.
P.s. sá að Vg í Kópavogi er með sömu skýringu hér í annarri frétt á www.mbl.is :
Stjórn VG í Kópavogi fordæmir í ályktun áframhaldandi samstarf Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Kópavogi og segist telja það sýna vilja til að viðhalda þeirri spillingu og eiginhagsmunapoti sem hefur fengið að viðgangast í bæjarpólitíkinni undanfarin ár og að hagsmunir bæjarbúa séu virtir að vettugi.
Samkomulag í Kópavogi innan seilingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. júní 2009
Hef mínar efasemdir
Er það ekki rétt hjá mér að bankar eru nú að vinna að úrræðum fyrir fólk sem skuldar mikið. Liður í því er reglugerð sem gerir niðurfærslu lána ekki skattskylda sem og bankar eru búnir að segja að ljóst sé að um einhvera niðurfærslur verður um að ræða.
Ég bendi líka á að nú eru aðilar vinnumarkaðsins að deila á ríkið vegna þess að niðurskurður er að þeirra mati ekki nógur. Hvað halda menn að svona almennar lækkanir á öll lán komi til með að kosta okkur. Kannski svona 300 milljarða? Og hvar á að taka þá? Því að þetta þýðri væntanlega að það þarf að bæta aukalega kannski 200 milljörðum í nýju bankana, íbúðarlánasjóð og fjármálafyrirtæki..
Eins skil ég ekki af hverju verið er að miða við lántökudag á erlendum lánum. Bendi á að margir högnuðust gífurlega á því þegar gengið hækkað og vextir af þeim voru gríðarlaga lágir. Milli 2 og 3%? Af hverju er ekki miðað við stöðu gengistryggra lána í ársbyrjun 2008 eins og hin lánin. Þeir sem tóku gengistryggð lán 2004 til 2005 koma til með að tapa á þessu.
- Síðan væri gaman að vita hvað Hagsmunasamtökin eiga við með "stuðning við greiðsluverkfall"?
- Ætla þau að styðja viðkomandi heimili vegna vanskilagjalda og lögfræðikostnaðar?
- Ef að bankarnir eru að skoða lausnir fyrir þá sem skulda mest var ekki hægt að bíða? Er heppilegasti tíminn núna að fara í svona aðgerðir?
- Halda menn að þetta bæti stöðu okkar nú hjá lánshæfisfyrirtækjum?
- Vita hagsmunasamtökin ekki að við erum að takast á við mikinn niðurskurð núna? Hald þeir að það séu til miklir penigar aukalega nú?
- Eins vita þau að skattar eru að hækka? Eru þau þá tilbúin að greiða enn hærri skatta?
- Þá vita þau að við stöndum á viðkvæmum stað í Icesave málinu?
- Eins vita þau að verið er að reyna að endurreisa bankana.
- Og hvað þýðir "fjölda íslendinga"?
- Eru hagsmunasamtökin komin í lið með Sjálfstæðismönnum og framsókn við að fella ríkisstjórina?
Hagsmunasamtök heimilanna styðja greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Ólafur Arnarson gjörsamlega búinn að missa sig!
Síðan að Ólafur Arnarson gaf út bók sína um hrunið hefur hann reglulega en þó minnkandi verið blásinn út sem álitsgjafi í málefnum tengdum hruninu. Eitthvað virðist honum vera farið að leiðast að minna er leitað til hans eða að hann hefur gjörsamlega ofmetnast. Skrif hans á www.pressan.iseru farin að markast af því að fólk eigi að steypa stjórninni og draumur hans virðist vera að hér verði utanþingsstjórn eða eitthvað svoleiðis. Og hann reiknar kannski með að í hann verði kallað. Hann er jú gamall aðstoðarmaður ráðherra.
Hér á eftir fara nokkrar tilvitnanir í skrif hans.
Í dag segir hann m.a.
Til að þessi leið sé vænleg til árangurs þurfa nokkur atriði að vera skýr.
- Einhugur þarf að ríkja um hana á Alþingi viðsemjendum okkar má ekki dyljast að við stöndum saman sem einn maður.
- Forysta samninganefndarinnar þarf að vera óumdeild þungavigt og ráðherraábyrgðin á starfi hennar ótvíræð.
- Við verðum að nýta okkur ráðleggingar færustu sérfræðinga og reyndustu samningamanna, sem völ er á - hér á landi og annars staðar.
- Samningsmarkmið Íslands þurfa að vera skýr við erum ekki að víkjast undan okkar ábyrgð en við neitum að taka ein skellinn af hlutum, sem við berum ekki ein ábyrgð á, og því þarf að vera kyrfilega tryggt að samkomulag um Icesave verði ekki klafi á íslenskum skattborgurum langt inn í framtíðina.
- Algerlega tryggt sé að samkomulag um Icesave hafi ekki neikvæð áhrif á lánshæfismat Íslands.
- Við áskiljum okkur rétt til að leggja málið fyrir hlutlausan dómstól ef ekki nást viðunandi samningar
Hann er gjörsamlega ekki búinn að kynna sér þetta. Hvað á hann t.d. við með : við erum ekki að víkjast undan okkar ábyrgð en við neitum að taka ein skellinn af hlutum, sem við berum ekki ein ábyrgð á, og því þarf að vera kyrfilega tryggt að samkomulag um Icesave verði ekki klafi á íslenskum skattborgurum langt inn í framtíðina´" Hverskonar samningur yrði það. Og hann veit að við erum ekki ein að taka skellinn. Því að Hollendingar og Bretar eru að borga helming á móti okkur. Og eins þá væri honum holt að gera sér grein fyrir því að það að við göngum ekki að samningnum kemur til með að lækka lánshæfi okkar.
Og hvaða bull er þetta hjá honum um að við áskiljum okkur rétt til að leggja málið fyrir hlutlausan dómstól? Hann veit að ríki verða að vera sammál um að leggja mál fyrir dóm. Annars fer málið ekki fyrir dóm.
En aðal atriðið er að það eru nær engar líkur á því að við fáum Breta og Hollendinga aftur að samningaborði. Og þá er líklegt að þeir seti fram ýtrustu kröfur sem og ef við náum að koma þeim fyrir dóm. Þá væru kröfurnar upp á allar upphæð icesave eða 1350 milljarða.
Í gær sagði Ólafur m.a.
Þeir Skattmann og aðstoðarmaður hans, Indriði, treysta sér ekki til að ráðast í niðurskurð hjá ríkinu. Þeir telja það mikið afrek að láta ráðuneytin og stofnanir spara 1% á síðari hluta þessa árs. En þeir telja það ekki eftir sér að veita heimilunum og atvinnulífinu í landinu náðarhöggið með gegndarlausum skattahækkunum.
Hann sem "sérfræðingur" hlýtur að hafa heyrt hvað er verið að vinna í ráðuneytum nú þessa daga. Öll ráðuneyti eiga að spara um 5 til 10%. Og vinnandi í málaflokki sem vinnur við að þjónusta fatlaða þá get ég frætt hann á því að niðurskurður hjá okkur kemur til með að bitna á þjónustu við fólk með fötlun og aðstandendur þeirra. Hann hefur örugglega líka heyrt af því að á Landspítala og heilbrigðismálum á að spara 7,5 milljarða. Það verður sársaukafullt. Og í dag var tilkynnt um niðurskurð í vegamálum. Og sérstaklega í nágreni höfuðborgarinnar. Og svo minni ég á mikinn sparnað í Utanríkisráðuneytinu. Og í menntamálum.
Frábið mér svona Sjálfstæðisflokks kjaftæði.
18. júní sagði hann
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er aflvana rekald, sem reynir að fela verk sín fyrir þjóðinni. Ekki tók langan tíma fyrir loforðin um opið lýðræði að rykfalla á hillum stjórnarráðsins.
Þarna er hann formlega málpípa fyrir sjálfstæðismenn og ég endanlega hættur að taka mark á honum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Væri nú gaman að einhver segði okkur hreinlega hvort það sé hægt
Minni á að:
- Við gáfum út yfirlýsingar um að við ætluðum að styrka innistæðutryggingar sjóð svo hann gæti staðið við skuldbindingar sínar
- Við skrifuðum undir samkomulag við ESB fyrir hönd Breta og Hollendinga um að við féllumst á að skilningur þeirra á EES tilskipun og ESB.
- Við höfum aðeins verið í samningaviðræðum um hvernig við mundum borga okkar hluta af þvi sem þessar þjóðir hafa lagt út vegna innistæðutrygginga á icesave.
- Við höfum skrifað undir samkomulag við þessar þjóðir um lántökur. Og það vantar aðeins samþykki fyrir ríkisábyrgðir.
Svo ég vill að lögfræðingar segi okkur í stað þess að segja bara að þetta eigi að fara fyrir dóm, hvernig við förum að því:
- Hvaða dómstól getum við leitað til? Held að það sé engin starfandi í dag
- Hvernig fáum við Breta og Hollendinga til þess að koma að samningaborðinu? Án þess að standa í margra ára stríði við þá með möguleikum á hörmungum hér.
- Hvernig mundu lögfræðingar líta á það að við höfum gengist undir þessa leið sem er verið að fara. Bretar og Hollendingar búnir að greiða út skv. þessum samningum og yfirlýsingum. EN nú svo allt í einu skiptum við um skoðun þrátt fyrir gerð samkomulög og viljum að þetta fari fyrir dóm.
Mér skilst að svona mál þyrfti gerðardóm sérskipaðan í þetta mál. En hann gæti ekki komið til nema að allir aðilar samþykki.
Væri gaman að einhver útlistaði það hvernig þetta væri hægt. Og hvernig við kæmumst frá því að þetta kæmi heiftarlega niður á almenningi vegna aðgerða Breta og Hollendinga og hugsanlega ESB, AGS og EES ríkja? Ef einhver hefur raunhæfa leið væri gott að fá hana útlistaða. Og þá er ég að meina einhver sem er sérfróður/lærður í þessum málum
Það er ekki nóg fyrir menn að segja að við þurfum að fara dómstólaleiðina. Menn verða að segja hvernig!
Icesave málið fari fyrir dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Ég tel að aðilar atvinnulífsins eigi að skoða tillögu Sjálfstæðismann alvarlega
Hef verið að hugasa um tillögu sjálfstæðismann varðandi skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði og eftir þvi sem ég velti þessu betur fyrir mér þá held ég að það væri rétt að skoða þetta betur.
Áhugi minn er eftirfarandi.
- Með þessari aðferð sem gæti verið tímabundin þá kæmu inn 40 milljarðar á ári til ríkisins nú. Reyndar minnka þá skatt tekjur í framtíðnni en við hefðum kannski nokkur ár til að mæta því.
- Ef að við héldum okkur við boðaðan niðurskurð að mestu þá mundu þessar auknu skatttekjur flýta því að við kæmumst út úr kreppunni.
- Minnka þörf okkar fyrir lántökur
- Flýta endurgreiðslu lána
- Og almennt að koma okkur fyrr á lappirnar aftur.
- Ef við hugsum þetta í icesave þá færi þetta langt með að greiða það svartsýnustu menn spá að við skuldum eftir 7 ár.
Lífeyrisgreiðslur ættu ekki að skerðast sbr.
Dæmi: ég legg inn 1000 kr, ávaxta á 3,5% raunvaöxtum til 40 ára, ríkið rukkar 30% skatt. Ef ríkið skattlegur
a) í upphafi, þá á ég eftir 40 ár: (1-30%)*1000*(1+3,5%)^40
b) í lokin, þá á ég eftir 40 ár: 1000*(1+3,5%)^40*(1-30%)
Og
Ef 1000 kr eru lagðar í lífeyrissjóðinn í dag á 3,5% vöxtum verður upphæði að 3825 kr eftir 40 ár. Þá tekur þú út peninginn, borgar 35% skatt og færð 2486 kr og ríkið 1339.
Ef 1000 kr eru lagðar í lífeyrissjóðinn í dag og ríkið tekur strax 35% þá fara 650 raunverulega í sjóðinn sem verða einmitt að 2486 kr eftir 40 þegar þú færð peninginn til baka(tekið úr athugasemdum á eyjubloggi Gunnars Axels )
Í dag eru sérstakar aðstæður sem kalla á sérstakar lausnir. Og til að hafa ekki varnanleg áhrif á lífeyrissjóðina væri hægt að hafa þetta tímbundið í kannski 7 ár.
ASÍ boðar til formannafundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Er það bara ég - eða finnst fleirum þetta ódýr niðurstaða?
Jú á pappírnum er þetta eins og framsókn óskaði ENNN!
Það var ákveðið fyrir löngu að Gunnar færi í veikindafrí vegna hnéaðgerðar. Og þá hefði Gunnsteinn væntanlega leyst hann af. En ákvörðun framsóknar eins og hún kemur fram í áliktun þeirra er mjög skrítin. Þ.e.
Kjósi Gunnar að koma aftur krefjast framsóknarmenn þess að samið verði að nýju um samstarf flokkanna.
Nú var Gunnar búinn að óska eftir leyfi á meðan rannsókn stæði yfir á málefnum lífeyrissjóðnum. Nú þegar því leyfi líkur og ef hann óskar eftir að koma aftur eru flokkarnir komnir í sömu vandræði. Þetta heitir ódýr lausn.
En framsókn kýs að vera hækja áfram fyrir sjálfstæðisflokkinn. Verði þeim að góðu. Held t.d. miðað við að Gunnar var að láta Lífeyrissjóðinn lána Kópavogsbæ aftur og aftur sömu peningan að Kópavogur eigi við að eiga lausafjárvandamál. Þannig að yfirlýsigar um góða stöðu Kópavogs fyrir nokkrum vikum held ég að séu ekki réttar. Væntanlega þarf að endurfjármagna mörg lán á næstunni og það virðist ekki ganga vel.
Samstarfið heldur í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. júní 2009
Ég hef sagt það áður að mér líkar ekki framkoma Vigdísar Hauksdóttur
Fyrir nokkrum vikum þá var Vigdís hrópandi úr ræðustól um að ráðherrar og fleiri væru landráðamenn. Nú kemur hún með furðulega spurningu um lífeyrissjóðina:
Hún spurði Steingrím m.a. hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi farið fram á að eignir lífeyrissjóðanna yrðu þjóðnýttar.
Er ekki allt í lagi hjá þessari konu! Af því að hún hefur lesið Stjórnarskrána þá veit hún að eignarrétturinn er þar varinn. Enda get ég ekki séð hvað þjóðnýting ætti að gera fyrir okkur. Það er svo allt annað mál að AGS eins og reyndar lífeyrissjóirnir sjálfir og ríkisstjórn hafa sjálfsagt hvatt til þess að lífeyrissjóðir fjárfesti hér á landi í arðbærum verkefnum til að koma atvinnulífinu í gang.
En Vigdís byrjar þingferlinn sinn á stöðugum upphrópunum. Alveg frá því að hún hætti hjá ASÍ. Fyrst sátt svo ekki sátt og loks sátt fyrir síðustu kosningar.
Ekki krafa um þjóðnýtingu lífeyrissjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 22. júní 2009
Er ekki verið að rugla hér einu sinni enn!
Það er búið að greiða öllum einstaklingum í Bretlandi og Hollandi allar innistæður á IceSave. Bresk yfirvöld hafa ákveðið að félög, sveitarfélög og aðrir lögaðilar eigi ekki rétt á greiðslum vegna Icesave. Því er talað um að eignir Landsbankans fari upp í skuld okkar við Bresk og Hollensk yfirvöld.
Þessi frétt er mjög svo óljós og sér í langi þar sem að farið er með Icesave málið þannig að við berum ábyrgð á innistæðum einstaklinga en ekki annarra.
Ísland fær helming eigna Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson