Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Mánudagur, 22. júní 2009
Ok nú er komið að þeim tímapunkti að þetta gengur ekki lengur!
Nú á ríkisstjórnin/Alþingi að skipa nefnd sem hefur 2 vikur til að fara yfir þetta mál frá A til ö. Fá til sín sérfræðinga og kanna möguleika okkar.
Hvað eiga menn við þegar þeir segja að við eigum rétt á því að taka málið upp fyrir óvilhöllum dómstóli. Hvað dómstóll er það í dag?
Alþjóðadómstóllin í Haag? Um hann segir á wikipedia:
Lögsaga og framfylgd dóma
Dómstóllinn hefur ekki lögsögu yfir neinu ríki sem ekki hefur gengist undir hana sjálfviljugt. Þetta getur komið til þannig að ríki gera sérstakt samkomulag sín á milli um að leggja málið fyrir dómstólinn.
Það þýðir að ef að Bretar og Hollendingar neit því að fara með þetta mál fyrir dóm þá verður af því.
Evrópudómstóllinn kemur ekki til greina þar sem hann fjallar bara um:
aðilar dómstóll með lögsögu ESB-stofnun gegn ESB-stofnun ECJ ESB-stofnun gegn aðildarríki ECJ aðildarríki gegn aðildarríki ECJ einkaaðili gegn ESB-stofnun ECJ einkaaðili gegn aðildarríki dómstóll í aðildarríki einkaaðili gegn einkaaðila dómstóll í aðildarríki
Gerðardómur:
Það úrræði er bundið því að báðir samþykki og yrðu vandræði að skipa þann dóm líka.
Finnst að fólk þurfi líka að vita hvaða lausnir eru í boði ef við samþykkjum ekki þennan samning. Hollenskur fulltrúi í samninganefnd Hollands um icesave sagði að upptaka á þessum samning kæmi ekki til greina!
Það hefur verið bent á að hafna samningum þýðir að Bretar og Hollendingar hafi þar með í raun möguleika á að gera lögtak í öllum eignum Íslendinga erlendis sem og að við vitum frá því í október að þeir koma til að með að frysta allar eigur okkar aftur og þar með gætu þeir farið í það að stoppa gjaldeyrisstreymi til okkar.
En þrátt fyrir þetta. Fáum bestur sérfræðinga til að kortleggja hvað skeður ef við skirfum ekki undir! Hverning verður ástandið hér þar sem við fáum þá engin lán frá neinum. Og hvað skeður ef við skirfum undir. Metum aftur hvers virði þessar eignir eru. Fáum einhvern til að kanna líkur á því að við náum nýjum samningi við Breta og Hollendinga.
Og höfum svo fulltrúa allra flokka sem ákveða hvað við gerum.
Þetta bull í mönnum fram og til baka án þess að vita hvað þeir eru að segja gengur ekki lengur.
![]() |
Icesave kostar minnst 300 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. júní 2009
Gott fólk ég held að það sé sama hver verður við stjórn! Við þurfum að borga!
Held að menn séu búnir að gleyma því að við skrifuðum undir samkomulag í París síðasta haust þar sem við gengumst undir það að borga þennan hluta innistæðutrygginganna. Það átti aðeins eftir að semja um hvernig við borguðum. Og til að friða Hollendinga voru gerð drög að samningi við Hollendinga upp á 6,7% vexti og 10 ára lán. Samkomulagið hljóðaði þannig:
Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.
Umsamin viðmið
- Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
- Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og samræmdum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
- Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær.
Reykjavík 16. nóvember 2008
Þá er rétt að vitna í yfirlýsingu Geirs Haarde sem kom 8. október
Yfirlýsing forsætisráðherra
Ríkisstjórn Íslands metur mikils að bresk stjórnvöld hyggjast tryggja að eigendur Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi muni ekki tapa peningum á viðskiptum við Icesave.
Ríkisstjórnir landanna meta nú stöðuna og leita að viðunandi lausn fyrir alla aðila.
Með breytingu á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta eru innstæður gerðar að forgangskröfum ef kemur til skiptameðferðar. Góðar líkur eru á að eignir Landsbankans muni standa undir stærstum hluta innstæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi.
Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.
Ríkisstjórn Íslands er staðráðin í að láta ekki núverandi stöðu á fjármálamörkuðum skyggja á áralanga vináttu Íslands og Bretlands.
Annars er ég með hugsanlega lausn fyrir Alþingi þegar ríkisábyrgðin kemur til umræðu. Að þegar málið' kemur til nefnda eftir fyrstu umræðu. Þá ræður Alþingi færustu sérfræðinga heims í samningamálum af þessari tegund og lætur þá fara yfir þetta með nefndunum og kanna hvort og þá hvað hefði verið hægt að gera betur í þessum samningum og þeirri stöðu sem við erum í. Og eins þá verði ráðinn sérfræðingur í að hámarka eignir til að fara yfir eignasafn Landsbankans erlendis og honum falið að meta það. Hann ætti ekki að vera lengi að því því að fyrri möt hljóta að liggja fyrir í skilanefndum og þarf aðeins að fara yfir þá vinnu.
Annars væri holt fyrir fólk að átta sig á því að sá viðsnúningur sem Steingrímur J Sigfússon hefur sýnt í þessu máli varðandi skuldbindingar okkar varðandi IceSave segir okkur nú að málið er að hættan á einangrun okkar gagnvart útlöndum sem gæti fylgt þessu er svo alvarleg að hann og fleiri þora ekki að taka áhættuna. Nú hafa fulltrúar flokka sem hafa um 75% af öllum þingmönnum á Alþingi í raun komið að þessu máli og nær allir tekið þann pól að það þurfi að semja um þessar skuldir.
![]() |
Icesave gæti fellt stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. júní 2009
Fer Gunnar í leyfi eða veikindaleyfi?
![]() |
Gunnar fer í leyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 21. júní 2009
Fólk hefur sagt að ég sé með Gunnar á heilanum!
En ég segi bara sjáið þið nú ég hef haft rétt fyrir mér þegar ég hef sagt:
Það getur vel verðið að Gunnar sé framkvæmdaglaður og sumum finnist það fínt. En ég horfi kannski til þess að það þurfi að hugsa hlutina aðeins betur. Minni á að það voru teknar skóflustungur fyrir nýju hjúkrunarheimili 3 eða 4 sinnum. Knattspyrnuhúsið í Kórnum sem rekið er með bullandi tapi. Þar var kynnt að yrður landsleikir og fleira sem kom svo í ljós að alþjóðasamtök semþykkja ekki.
Og eins hef ég sagt
Þannig t.d. að bæjarfulltrúar sem mynda meirihlutan eigi að vera þeir sem stjórna en ekki að þeir séu bara að bakka upp mann sem á köflum fer með bæinn eins og sitt einkafyrirtæki.
Og loks
Þannig að ég óska eftir stjórnanda í bæinn sem framkvæmir það sem bæjarstórn (a.m.k. meirihluti) vill en ekki að bæjarstjórn samþykki það sem bæjarstjóri vill.
Og segi við getum fagna að ein hugmynd Gunnars um Óperuhús klest inni Borgarholtið þar sem Kópavogkirkja hefði horfið sýnum manna, komst ekki á koppinn. Þá sætum við í vandamálum í dag.
Og loks þessi kafli sem er eins og ofangreint bara úr einu svari mínu við bloggfærslu mína:
Minni þig t.d. á þegar bærinn fór að kaupa 40 ára hesthús á einbýlishúsaverði. Til að byrja með var ekkert búið að skipuleggja þarna þegar verktaki byrjaði að kaup þessi hús. En hlýtur að hafa haft einhver vilyrði fyrir því að fá að byggja þar. Hann fer svo á hausinn með þetta og bærinn kaupir þetta á okurverði. En þá vantaði lóðir fyrir hesthús. Gunnar ríkur í að skipuleggja það en athugar ekki að lóðirnar eru settar inn á vatnsverndarsvæði Garðabæjar. Þá fer Gunnar í að redda þeim vatni og ríkur með framkæmdir í gegnum Heiðmörk og þar eru skemmdir en sýnilegar í dag. Og svo er staðreynd að við borgum hærra fyrir þetta vatn en Garðabær í dag.
Svo minni ég þig á áhuga Gunnars á stórskipahöfnini sem engin þörf var á og stríðið hans við Kársnesbúa.
![]() |
Sakar Gunnar um blekkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 21. júní 2009
Heyrði af því í dag að umræða sé um að Gunnar siti áfram sem bæjarstjóri.
Nú má kannski segja að í þessu tilfelli hafi menn verið sammála um að ávaxta þessa peninga hjá Kópavogsbæ í óvissunni í vetur. Eins og venjulega erum við bara búin að heyra aðra hliðina. En finnst óþarfi hjá bæjarstjóra að koma með svona yfirlýsingu í anda Davíðs Oddssonar í endann:
Vonandi verður fallið frá þessu enda er þetta algjört smámál í samanburði við það sem FME ætti að vera vinna við.
Og svona fyrst ég er að rifja upp viðbrögð Gunnars er kannski rétt að rifja upp hvernig Gunnar brást við kæru Skógræktarfélagsins þegar Kópavogur lagið vatnsveituna í gegnum Heiðmörk. Þá sagði Gunnar m.a.
Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir kæru skógræktarfélagsins óskiljanlega. Framkvæmdirnar séu unnar í samráði við alla sem málið varðar, m.a. skógræktarfélagið og Kópavogsbær hafi lýst því yfir að bærinn muni bæta fyrir þann skaða sem verði vegna lagningar vatnsleiðslunnar. "Það var búið að ákveða leiðina í samráði við þá. Síðan kemur þessi nýi framkvæmdastjóri sem er greinilega með allt aðrar skoðanir en forveri hans. Þetta kemur mjög flatt upp á okkur. Ég veit ekki hvern hann ætlar að kæra og fyrir hvað," segir Gunnar. Hann segir að klúður málsins liggi í því að Reykjavíkurborg sé ekki búin að gefa út framkvæmdaleyfi.
Gunnar var spurður hvort hann vissi hvað hafi orðið um trén. "Ég veit ekki hvað varð um þau en það var alltaf ljóst að það þyrfti að farga trjám og við ætluðum náttúrlega að bæta það með því að setja niður önnur tré í staðinn.
Tréin fundust á athafnasvæði Klæðningar og nú um daginn var Kópavogur dæmdur til að greiða skógræktarfélaginu 30 milljónir vegna skaða sem bærinn olli.
En nú í dag heyrði ég að líklegast sé að Gunnar verði áfram sem bæjarstjóri í Kópavogi. Ég lýsi því yfir ef svo verður að Framsóknarflokkurinn er þá algjörlega ábyrgur fyrir því sem og aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru að leggja blessun sína yfir að kjörnir stjórnendur bæjarins beini viðskiptum bæjarins til ættingja. Og þetta verður kannski normið í stjórn bæjarins í framtíðinni. Kannski bara að bærinn verði settur í framtíðinni undir stjórn fjölskyldna núverandi bæjarfulltrúa og Ömar styðji svo bara allt klabbið eða komi sinni fjölskyldu að.
![]() |
Sjóðsbjörgun kærunnar virði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. júní 2009
Getur verið að Kópavogur geti ekki borgað lánið?
Nú er rétt ný búðið að að birta stöðu bæjarins og Gunnar sagt að hann stæði í raun vel miðað við ástandið á landinu. En getur verið að svo sé ekki og Kópavogur geti ekki greitt þessar 250 milljónir eða meira á réttum tíma? Manii finnst það líklegasta skýringin. Að Kópavogur hafi ekki lagt nógar tryggingar fyrir þessu skuldabréfi og í stað þess að ávaxta það sé bærin búinn að eyða þessu án þess að hafa fé handbært til að greiða til baka!
Það er gott að steypa sér í skuldir í Kópavogi
![]() |
Stjórn lífeyrissjóðs kærð til lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. júní 2009
Bara að auðvelda fólki að finna þessar skýringar
slóðin á skýringarnar á icesave er http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/adgerdir-stjornvalda/samantekt-adgerda/icesave-samningurinn/skyringar-vid-icesave-samninginn .
Og látið þið svo ekki Sigumund Davíð og hópinn hans indefence mata ykkur á fullyrðingum sem eru í besta falli vafasamar og í versta falli bull og lygi.
![]() |
Skýringar við Icesave-samning birtar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 19. júní 2009
Hér er eitthvað skrýtið
Af um 28 ríkisstarfsmönnum hafa um 9000 yfir 400 þúsund krónur í laun á mánuði.
Vantar slatta af núllum í þessa frétt
![]() |
9000 ríkisstarfsmenn með yfir 400 þúsund í laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. júní 2009
Gat nú verið að Kópavogur klúðraði þessu líka
Gunnari verður flest að mæðu þessa dagana. Nú er hann og stjórn sjóðsins sett af vegna þess að hún hefur ekki farið að fyrirmælum FME.
Enda hefur Gunnar aldrei verið hrifin af því að "aðrir" séu að skpta sér af málefnum hans og Kópavogs. Við munum þegar henn lenti upp á kannt við heilbrigðisráðuneytið af því það vildi ekki taka þátt í með Kópavogi að byggja lúxus hjúkrunarheimil. Þá lét hann ýmis orð flakka. Munum þegar hann varð brjálaður af því að Steinun Valdís hækkað laun borgarstarfsmanna. Og Gunnar lét ýmis orð flakka.
Og svo nú þegar hann sagði að deloitte skýrslan væri drasl af því hún var honum ekki hliðholl.
![]() |
Stjórn sjóðsins fundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 19. júní 2009
Furðuleg samstaða Íslendinga!
Held það sé nokkuð ljóst að við munum ekki komast út úr þessari kreppu eins fljótt og bjartsýni menn spáðu í upphafi. Íslendingar eru auðsjáanlega bara alls ekki tilbúnir að þjappa sér saman.
Í hvert skipti sem stigið er skref á átt að lausnum á ákveðnum málum kemur kór sjálfstæðismanna og rakkar það niður með hjálp lögmanna á eftirlaunum og svo náttúrulega Framsókn sem er alltaf í því að finna lausnir þar sem engin þarf að greiða neitt nema útlendir kröfuhafar.
Tökum dæmi.
Í gær var náttúrulega Icesave samningurinn í umræðunni. Indefence hópurinn ríkur í fjölmiðla með sína útskýringar á samningnum.Þeir láta eins og þeir séu sérlega útvaldir sérfræðingar í milliríkjadeilum og samningum þó enginn þeirra hafi gert slíka samninga áður. Þeir tala um að þetta og hitt ákvæði sér algjör kúgun en síðan hefur verið bent á að þetta er algengt atrið í svona lánasamningum. Og 16. gr gengur út á eins og stendur á www.mbl.is
Lokaákvæði samninganna, sem kallast afsal friðhelgi fullveldis, fjallar um aðstæður sem skapast ef til greiðslufalls kemur af hálfu ríkissjóðs Íslands, sem þýðir í raun að ríkissjóður væri gjaldþrota. Þá gætu lánardrottnarnir gengið að eigum ríkisins erlendis
Já þetta ákvæði þýðir ef við verðum gjaldþrota þá geti þeir gegnið að eignum okkar. Sorry hvað héldu menn að ríkisábyrgð þýddi. Og ef við verðum gjaldþrota þá erum við náttúrulega ekki sjálfstæð lengur og kröfuhafar vilja náttúrulega fá eitthvað upp í lán sín.
Og sjálfstæðismenn flokkurinn sem var búin að gera drög að samningi um lán til 10 ára með 6,7% vöxtum og greiðslum eftir 3 ár er nú á því að þessi nýi samningur gangi ekki. Það væri nú kannski rétt að spyrja félaga þeirra sem voru í ríkisstjórn fram í maí hvernig samningsaðstaða okkar er.
Og bloggarar gleypa allt hrátt upp.
- Ríkisstjórnin á að vera að taka hagsmuni fjármagnseigenda fram fyrir fólkið í landinu. Hvern djöfulinn á fólk við? Ríkð á allar fjármálastofnanir í dag.
- Ríkisstjórnin á að vera að gera þessa samninga við Holland og Bretland til að auðvelda inngöngu í ESB. Hvað er að fólki. Man engin eftir því að enginn vill lána okkur fé nema að þetta sé frágengið.
- Ríkið á að fara dómstólaleiðina í IceSave. En ríkisstjórn Geirs Haarde var búinn að láta þjóðréttarfræðinga erlendis kanna þá leið í október. Og þeir hafa ekki talið málstað okkar nógu sterkan. Sem og að þá hefðum við ekki fengið neina aðstoð.
- Ríkið á að lækka öll lán og láta erlenda kröfuhafa taka það á sig. Og jafnvel ef það er ekki hægt þá á ríkið bara að greiða það. Já hver andskotinn. Fólk er á því að við séum nú að fara á hausinn vegna Icesave lánsins. Nú en fólki finnst allt í lagi að bæta þá bara við lánum til að greiða niður lán í landinu. Hvernig eigum við að borga það?
- Ríkisstjórnin á ekki að hækka skatta!
- Ríkisstjórnin á að skera niður en ekki í velferðar, samgöngu eða heilbrigðissviði. En það eru kannski um 75 til 80% af útgjöldum ríkisins. Nú hvar í andskotanum á þá að skera niður.
Nú síðustu rúm 2 ár hafa allir flokkar á Alþingi verið við völd nema borgarahreyfingin. Og Sjálfstæðisflokkurinn og framsókn hönnuðu og hrintu í framkvæmd þessu kerfi sem hrundi í andlitið á okkur nú fyrir 8 mánuðum. Mér sýnist að fólk sé leynt og ljóst að vinna að því að þau komist aftur að völdum.
En fólk skildi athuga það að ég fullyrði að ef skipt verður um stjórn eru sama hverjir verða þar og jafnvel þó það yrði utanþingsstjórn, það verður að ganga til samninga um icesave og það verður að hækka skatta og það verður að beita niðurskurði. Og það verður borga af lánum sínu og það verða heimili sem verða gjaldþrota.
Og ég leyfi mér að halda því fram að þegar nefndir alþingis hafa fjallað um Icesave þá fari þingmenn að breyta hægt og hljóðlega um skoðun
En talandi um Alþingi. Þá minni ég fólk á að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð gegn því að sett væri í stjórnarskrá ákvæði um að auðlindir yrðu þjóðareign. Og nú hefði það verið sterkt að hafa í þessum samningum.
En ef þjóðin er ekki tilbúin að treysta einum né neinum þá komumst við ekki út úr þessu með góðu móti.
Minni líka á það sem Göran Persson sagði:
Svíar þjóðnýttu bankana, segir Persson og á endanum fengu þeir allar krónunnar til baka sem sænska ríkið greiddi fyrir skuldir bankanna. Það sé hins vegar erfiðara fyrir Ísland.
Næst var tekið á fjárlögunum. Það var erfiðast að sögn Perssons. Hann sagði að á Íslandi muni hlutirnir verða erfiðari. Greiði Íslendingar alla verga þjóðarframleiðslu til að leysa bankakreppuna muni greiðslubyrðin aukast gríðarlega og vextirnir ofan á það.
Næstu ár verða erfið
Persson sagði, að menn verði að reikna með erfiðum árum á næstunni þar sem verg þjóðarframleiðsla muni minnka umtalsvert. Neyslan muni minnka sem og innflutningur. Atvinnuleysið mun hins vegar aukast og skera verði niður fjárlögin.
Persson sagði, að Íslendingar gætu endað á því að fá lán til að greiða vextina af þeim lánum sem þeir fengu til að greiða niður skuldir bankanna. Það muni kalla á hærri skatta eða minni opinber útgjöld. Hins vegar sé ekki hægt að fá endalaust lán til að greiða vexti af öðrum lánum. Markaðurinn myndi á endanum refsa krónunni harkalega ef það gerist. Málið snúist um trúverðugleika og menn verði grípa til skynsamlegra aðgerða.
Persson sagðist hafa gert það og orðið um leið hataðasti maður Svíþjóðar. Það hafi hins vegar verið þess virði. Ákveði Íslendingar að grípa til raunhæfra aðgerða sendi það út þau boð, að Ísland vilji ráða örlögum sínum sjálft.
![]() |
Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson