Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Auglýsi eftir dæmum um að annað ríki hafi gert eignarnám hjá öðru ríki vegna skulda!
![]() |
Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 18. júní 2009
Ríkisábyrgð? Hvað er það ofan á brauð?
Það væri gaman að vita hvort og þá hvað marga samninga um ríkisábyrgð á lánum Bjarni Ben, Sigmundur Davíð, Þór Saari og fleiri hafa séð í gegnum tíðina.
Manni finnst einhvernvegin að þegar verið er að bjóða ríkisábyrgð þá er ríkið að ábyrgjast greiðslur. Og í ljósi stöðu okkar vilji menn hafa það skýrt í samningi. En alveg eins og ábyrgðarmenn hafa hér á landi lent í að taka á sig byrgðar og misst eignir vegna ábyrgða þá hlýtur ríkisábyrgð að virka eins.
Bjarni Ben og aðrir hljóta að gera sér grein fyrir að flestir sem um þetta mál hafa fjallað hér á landi hafa aldrei gert slíka samninga. Hafa sennilega aldrei áður séð slíka samninga og vita sennilega ekki hvað svona samningar snúast um venjulega.
Bendi svo Bjarna á að hlusta á Spegilinn á ruv.is Þar sem að Pétur Richter verkfræðing hefur skoðað verðmat sem gert var í febrúar 2009 þar sem að búið var að reikna með afskriftum á eignum úr 4000 milljörðum niður í 1200 milljarða . Og þvi eru líkur á að eignir dugi vel fyrir skuldum. Og hann bendir á að eignir og skuldir séu bæði í erlendum gjaldmiðli og því hækki eignir með lækkandi krónu eins og lánið.
Hér má heyra upptöku af speglinum í dag. Pétur kemur inn eftir að Stefán Már er búinn að tala.
Og Bjarni og fleiri ættu kannski að tala við einhverja aðra en indefence hópinn og Stefán Már um möguleika okkur áður en þeir fella ríkisábyrgðir á þessum samning. Því annars verða þeir persónulega ábyrgir fyrir afleiðingunum.
Og eins þá verða þeir að benda á aðrar leiðir. T.d. eru þeir vissir um að Bretar eða Hollendingar séu fáanlegir að samningaborði aftur.
En mér datt í hug að þessir menn hefðu aldrei áður séð slíka samninga. Og las einmitt þetta á www.pressan.is
Fráleitt að hægt verði að ganga að fasteignum
Indriði G. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fyrrum ráðuneytisstjóri og ríkisskattstjóri, segir túlkun Magnúsar nýstárlega í viðtali við síðdegisútvarpið. Sams konar ákvæði sé að finna í vel flestum þeim lánasamningum sem íslenska ríkið hefur gert. Telur hann það algjörlega fráleitt að hægt verði að ganga að fasteignum og náttúruauðlindum hér á landi.
Indriði segir lánakjörin sína að tekið hafi verið tillit til erfiðra aðstæðna á Íslandi. Lánið sé í raun mjög hagstætt. Bæði sé greiðslutíminn langur og vextir mun lægri en fyrirfinnast á sambærilegum lánum. Aðalatriðið var hins vegar að skuldbinding íslenskra stjórnvalda lá fyrir áður en samningaviðræðurnar hófust
![]() |
Þingmenn eru ekki að staðfesta þennan samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Nú hvað héldu menn að "ríkisábyrgð þýddi"
Finnst nú augljóst að ef ríkð ábyrgist lán og stendur ekki við það þá hlýtur kröfuhafi að ganga að eignum upp í skuld. Nema að við Íslendingar séum orðnir svo innrættir eftir ræður Sigmundar Davíðs að við teljum að við þurfum ekki að greiða neinar skuldir!
Annars bendi ég á aðra frétt á www.ruv.isþar sem hagfræðingur er búinn að reikna út reyndar með nokkri óvissu hvað við komum til með að greiða af lánunum fyrsta árið:
Á ruv.is má lesa þessa frétt:
Þjóðarbúið ekki á hliðina
Hagfræðiprófessor segir að afborganir af Icesave-láninu setji þjóðarbúið ekki á hliðina. Greiðslurnar jafngildi því að slökkt væri á álverinu á Reyðarfirði og Kárahnúkavirkjun og þau ekki sett í gang aftur fyrr en að 8 árum liðnum. Eftir rúm 7 ár hefjast greiðslur af Icesave-láninu. Lánið er upp á um 650 milljarða króna með vöxtum upp á 5,5%. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur reiknað út hve miklar afborganirnar verða.
Hann gerir ráð fyrir að þegar eignir Landsbankans hafi gengið upp í skuldina standi eftir 10-25% eða 65 til rúmlega 160 milljarðar króna. Hann segir mikla óvissu vera í útreikningunum og ekki séu allar staðreyndir á borðinu. Hann telji þó að fyrsta greiðslan muni nema 0,5-1,5% af landsframleiðslu það ár.
Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að árleg landsframleiðsla verði um 15 hundruð milljarðar árið 2014 og Þórólfur gerir ráð fyrir að hagvöxtur næstu ár eftir það verði 2,5%. Hann bendir á að Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir að Kárahnjúkavirkjun og Reyðarálsverkefnið hafi átt að bæta þjóðartekjur um 0,5-1%. Icesave skuldbindingin sé því býsna mikil blóðtaka en gangi allt eftir er ekki ástæða til að ætla að þjóðarbúið fari á hliðina.
Já 0,5 til 1% af landsframleiðslu. Sem er svipað og landsframleiðsla okka jókst við Kárahnjúka og Reyðarál. fyrsta árið. Sem er hæsta greiðslan. En það er akkúrat talan sem Tryggvi Þór Herbersson hefur sagt að við gætum greitt. Og ég bið þessa gífurbarka í framsókn og fleiri flokkum að fara nú í að láta sérfræðinga reikna út fyrir sig stöðuna áður en þeir koma með yfirlýsingar eins og "að þjóðin sé dauðadæmd" og Við ráðum ekki við þetta" og "hér verður landauðn ef við skrifum undir"
Skv. blogginu hennar Birgittu er AGS sammála þessari Bresku endurskoðunarskrifstofu um mat á þessum eignum. En Alþingi á að senda nefnd og tala við þetta enska fyrirtæki og fá nánari upplýsingar í trúnaði.
En ég tek undir með þingmönnum sem vilja sjá meiri upplýsingar um eignir Landsbankans. Ef að þetta eru viðkvæmar upplýsingar er hægt að láta þingmenn sverja trúnað á þeim upplýsingum. Eða fá óháðan aðila til að meta þetta aftur.
![]() |
Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 17. júní 2009
Framkvæmdagleði Gunnars?
Já það er kannski rétt. En ég hélt að í bæjarfélögum ætti að vera bæjarstjórn. Og hún er víst í Kópavogi líka. En það er ekki víst að Gunnar hafi áttað sig á því. Held að bæjarfulltrúar í Kópavogi séu 11 og þar af séu 6 þeirra sem mynda meirirhluta. Og ég hélt að bæjarstjóri ætti skv. eðli laga og reglna um sveitarfélög að vera í því að framkæma það sem meirihlutinn vill.
En talandi um framkvæmdargleði þá getum við verið þakklát fyrir að Gunnar komst ekki af stað með eitt af gæluverkefnum sínum sem var Óperuhúsið sem átti að troða í Borgarholtið, alveg ofan í Kópavogskirkju. Þá væri Kópavogur komin í veruleg vandræði.
![]() |
Framkvæmdaglaður bæjarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Við þessu var búist!
Gunnar segir:
Hann segist stefna að því að geta úttekt á verkum bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar þegar hann hefur störf sem óbreyttur bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg ljóst að öll mannanna verk eru ekki hafin yfir gagnrýni, og ekki þeirra heldur. Við þurfum að fara yfir það líka nákvæmlega eins og það er búið að fara yfir mín störf. Menn eiga helst ekki að henda grjóti úr glerhúsi, segir Gunnar og tekur fram að ekki sé um neinar hótanir að ræða. Fara verði yfir málin á málnefnanlegum grunni.
Þannig að Gunnar ætlar að sitja áfram í stjórn og reyna að finna eitthvað á aðra bæjarfulltrúa til að hefna sín. Við þessu bjóst fólk. Reynar væri rétt að benda Gunnari á að hann hefur verið í meirihluta með framsókn í 19 ár. Og meirihluti tekur ákvarðanir og ber ábyrgð á þvi sem bæjarfélagið tekur sér fyrir hendur.
Eins þá er þetta með ólíkindum þegar hann segir:
Spurður um ábyrgð og hvort hann hafi axlað hana segir Gunnar: Ég hef ekki talið mig gera neitt rangt í þessu máli.
Hann semsagt sér ekkert af því að bærinn hafi skipt við dóttur hans. Manni finnst þetta með ólíkindum. Bendi sem dæmi á forskot sem ættingjar geta haft. T.d. gætu kjörnir fulltrúar tryggt að ættingja fréttu af væntanlegum verkum, hvað aðrir hefðu boðið og eins að hvetja þau til að bjóða fram þjónustu í verk sem aðrir vita ekki um fyrirfarm. Þetta er bara smá dæmi um að nánir ættingja kjörina fulltrúa og sér í lagi bæjarstjóra hljóta að vera í þeirri stöðu að þau geta ekki unnið fyrir viðkomandi sveitarfélag.
![]() |
Þetta jaðrar við brjálæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Þetta er nú merkilegur andskoti!
Var að lesa frétt um þetta á visir.is þar sem haft er eftir Ómari:
Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf," segir Ómar aðspurður um stöðu meirihlutasamstarfsins í bæjarfélaginu
Nú hvers vegna eru menn þá búnir að vera í öllum þessu farsa síðustu vikur? Á ég að trúa því að eitt lögfræðiálit sem segir að af þvi að því einstaka upphæðir hafi ekki farið yfir einhver mörk þá sé bara allt í lagi með viðskipti Kópavogs við fyrirtæki dóttur Gunnars. Þó sýnt haf verið fram á að Frjáls Miðlun hafi fengið nærri 300 til 400 þúsund á mánuði að meðaltali.
Sjá hér http://www.tidarandinn.is/dotturfelagid
Úr annarri frétt hér www.mbl.is í dag úr yfirlýsingu Samfylkingar í Kópavogi
Fyrirtækið Frjáls miðlun fékk nær mánaðarlega greitt um 450.000 kr að meðaltali fyrir hin ýmsu verk fyrir Kópavogsbæ á 9 ára tímabili án þess að nokkrir samningar eða verklýsingar lægju fyrir. Sárasjaldan voru gerðar verðkannanir eða leitað tilboða. Reikningar voru ranglega færðir í bækur bæjarins og svo virðist sem greitt hafi verið oftar en einu sinni fyrir sama verkið og greitt fyrir hálfkláruð verk. Sama verkið hefur verið bókfært á mismunandi bókhaldslykla til að fela umfang viðskiptanna. Staðreyndirnar tala sínu máli.
Nú segir Ómar bara að meirihlutinn standi traustum fótum. Á maður að trúa því að Ómar ætli að sætta sig við að Gunnar fari í veikindafrí einhvern hluta af tímabilinu og það sé bara nóg fyrir Framsókn. Ómar verður að gera sé grein fyrir að það er ekki það sem kallað er "taka á vandamálinu"? Og þar með situr Gunnar áfram í skjóli Framsóknar.
P.s. svo les maður á www.ruv.is þessa frétt:
Gunnar Birgisson víkur til hliðar sem bæjarstjóri Kópavogs. Þetta var niðurstaða fundar hans og Ómars Stefánssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks í morgun. Ekki hefur verið ákveðið hvenær Gunnar hættir, en endanleg ákvörðun um það verður tekin á fulltrúaráðsfundi, sem væntanlega verður á mánudaginn. Ekki er búið að ákveða hver verður eftirmaður Gunnars í starfi bæjarstjóra Kópavogs.
Þetta er nú meiri farsinn.
![]() |
Fundað í hádeginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Ég tek undir með fólki. Þetta er óþolandi!
![]() |
Ekki ríkisábyrgð á leynisamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Nú verður Ómar að endurgjalda greiðann
Það var umtalað í Kópavogi fyrir síðustu kosningar að Sjálfstæðismenn hefðu fjölmennt til að taka þátt í opnu prófkjöri Framsóknarmanna. Þetta gerðu þeir til að að tryggja Ómari Stefáns fyrsta sæti á lista framsóknar í Kópavogi. Þetta var á kostnað Samúels Arnar Erlingssonar sem sjálfstæðismenn vildu síður.
Nú mætir Gunnar á fund með Ómari og hermir þetta upp á hann. Eða að Ómari verður boðið upp á eitthvað fyrir sinn snúð. Betra starf eða eitthvað í þá áttina.
Og að lokum þá verður ekkert breytt í Kópavogi. En ég veit ekki hvort að þeir fá nokkurn frið. Það á eftir að skoða mörg mál í Kópavogi. Ég man eftir bréfum frá verktaka þar sem hann kvartaði yfir því að vera skikkaður til að skipta við Klæðningu við byggingu á knattspyrnuhúsi. Ég man eftir að ákveðnir verktakar hafa fengið alveg ótrúlega fyrirgreiðslur hér í Kópavogi. Og fullt af fleiri málum.
Ef eftir stendur að sjálfstæðismenn í Kópavogi sá ekkert athugavert við það að fyrirtæki dóttur Gunnars hafa verið áskrifendur að verkum í Kópavogi síðustu 18 árin. Þeim finnst það bara allt í lagi.
![]() |
Falið að ræða við Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. júní 2009
Gunnar er ekki að ná þessu.
Fólk er að gera athugasemdir við að dóttir hans virðist hafa verið með fastar greiðslur frá Kópavogi um áraraðir. Þó að bænum sé heimilt að kaupa verk án útboðs ef þau eru undir ákveðnum mörkum eru við skipti við dóttur hans með öll óeðlileg. Og fjöldi viðskipta bendir til að hún hafi verið á nærri föstum launum frá Kópavogi. Rauðir reitir sýna mánuði sem Frjáls miðlun fékk greiðslur frá Kópavogi
Sjá nánar á http://www.tidarandinn.is/dotturfelagid
Ps.
Kópavogur: Bærinn keypti föt af bróður bæjarstjórans fyrir 7 milljónir
Kópavogsbær keypti fatnað fyrir starfsfólk bæjarins fyrir 7 milljónir króna í tveimur aðskildum kaupum af fyrirtæki sem er í eigu bróður Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi.Samkvæmt heimildum Pressunnar áttu fyrri kaupin sér stað árið 2002 og hin síðari árið 2005. Heildarupphæð viðskiptanna milli Kópavogsbæjar og fyrirtækis í eigu Sigurðar Blöndal, bróður Gunnars nam 7 milljónum króna. Leitað var verðtilboða í bæði skiptin og reyndist fyrirtæki bróður bæjarstjórans með hagstæðustu tilboðin.
Viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun, fyrirtæki í eigu dóttur bæjarstjórans, hafa verið mikið í umræðunni síðustu vikur og ekki síður viðskipti Lánasjóðs íslenskra námsmanna við sama fyrirtæki, en Gunnar var þá stjórnarformaður Lánasjóðsins. Samtals er þar um að ræða viðskipti upp á tugmilljónir króna.
Hart hefur verið deilt á Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi fyrir viðskipti við venslafólk bæjarstjórans og fyrir helgi bauð Gunnar Framsóknarflokknum, sem myndar meirihluta í bæjarfélaginu ásamt Sjálfstæðisflokki, afsögn sína sem bæjarstjóra. Sjálfstæðismenn eru margir hverjir hins vegar á því að Gunnar eigi að sitja áfram. Engin samstaða hefur heldur náðst um mögulegan arftaka hans. Hugmyndir hafa líka komið upp um að Gunnar fari í veikindaleyfi sem bæjarstjóri.
![]() |
Var ekki skylt að bjóða verkin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. júní 2009
Flokkurinn er náttúrulega að pæla í greiðslum í kosningasjóði fyrir næstu kosningar
Eins og myndir í Vogum blaði Sjálfstæðismanna bera með sér þá eru verktakar og fjárfestar stór hluti virkra félagsmanna. A.m.k. myndir sem maður hefur séð frá þorrablótum og öðurm fundum. Þar hafa þekktir verktakar verið stærsti hópurinn, jú og Gunnar í Krossinum. Nú er flokkurinn hræddur um að missa tengslinn við þá og peninga þeirra.
Þá er líka til þess að taka að enginn bæjarfulltrúa sem eftir eru mundi þykja góður kostur sem andlit flokksins næsta árið í Kópavogi.
![]() |
Vilja ekki að Gunnar hætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson