Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Ef einhver er enn í Kaupþingi hinum nýja sem tók þátt í þessu ætti hann að víkja skilyrðislaust

Ef að einhverjir eru enn eftir þarna inni sem tóku þátt í þessu:

Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í kjölfar lánafundarins 25. september hafi farið af stað miklar tilfærslur á fjármunum innan Kaupþings samstæðunnar. Þessar tilfærslur vöktu illan grun hjá breska fjármálaeftirlitinu og urðu til þess að Gordon Brown sendi sérstakar fyrirspurnir Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, eins og áður hefur komið fram. Heimildir fréttastofu herma að háum fjárhæðum hafi á þessum skamma tíma fram að hruni verið varið í ný lán, en auk þess hafi stórar fjárhæðir verið afskrifaðar.

Þá ættu þeir að víkja nú þegar. Og eins og ég hef verð á móti því að refsa mönnum áður en rannsókn er lokið, þá er ég kominn á þá skoðun að í það minnst ætti að tryggja að þessir aðilar komi ekki að bankastarfsemi hér framar. Og eins að saksóknari ætti að hraða rannsókn yfir þeim og fá þá dæmda fyrir hvert atriði fyrir sig þannig að strax sé hægt að setja þá inn fyrir eitthvað og bæta svo bara dómum við þar til allt er rannsakað. Mér er nóg boðið og ef þetta er rétt gæti ég loks tekið undir að þetta séu landráð. Burt með þetta fólk allt með tölu. Því að þarna gæti verið ein skýringin á hryðjuverkalögunum.


mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta vissu allir nema Sigmundur Davíð

Ég datt inn á ruv.is og sá þá ummæli höfð eftir Sigmundi Davíð sem sýna hversu vanhugsaður málflutningur hans getur verið. En á www.ruv.is er haft eftir honum:

Hann segir að ætli Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að kúga Íslendinga til að ganga að samningi sem hann þekkir ekki þá séu Íslendingar komnir á hættulega braut. „Það hlýtur að vera að við að minnsta kosti reynum að útskýra stöðu okkar ef menn, þrátt fyrir það, eru staðráðnir í að kúga okkur til að taka á okkur greiðslur umfram skyldu. Þá verðum við að taka ákvörðun út frá þeirri stöðu," segir Sigmundur og á við að breyta eigi Icesave-samningnum og hafna honum.

Svona til að byrja með finnst mér ótrúlegt að hjá fjölþjóðlegri stofnun þar sem vinna minnir mig um 700 sérfræðingar þá held ég að þeir viti nú bara sennilega allt um þennan samning. Þannig að þetta er nú furðuleg framsetning. AGS er nú með starfandi skrifstofu hér og fullt af fólki sem er að fara yfir efnahagsáætlanir okkar og hafa gert frá því í Október. Og ég held að það þurfi ekkert að skýra út fyrir þeim stöðuna. Fremur en Norðurlöndum. Þau vita alveg nákvæmlega um þessa stöðu.

Það var búið að segja Sigmundi Davíð í vor og sérstaklega í júní að þetta yrðu viðbrögðin og hann og fleiri hálfpartinn hló að þessu og kallaði þetta hræðsluáróður. Um leið og hann gaf í skyn að nær allir embættismenn og starfsmenn ráðuneyta og sérstaklega þeir sem fóru í samninganefndina um IceSave væru vitlausir og ekki starfi sínu vaxnir.

En viti menn allt sem honum hefur verið sagt hefur reynst rétt. Munum líka eftir því að frá því í október og fram í apríl/maí var hann alveg viss um að við þyrftum bara ekkert að borga í IceSave. Og svo núna að við fellum bara að veita ábyrgð og þá koma Breta og Hollendingar og bjóða okkur að semja aftur! Ekkert mál.

Ég er farinn að halda að það sé hópur þingmanna nú á þingi sem eru þjóðinni hættulegir og gætu orðið að afli sem hryndir okkur endanlega fram af brúninni. Þeir virðast lifa í einhverjum tilbúnum heimi mótuðum af hugmyndum einhverja sérvitringa sem eru ekki í tengslum eða takt við raunverleikan


Svo eru þingmenn bara í fríi!

Hefð nú haldið að vegna alvarleika málsins hefði nú verið rétta að miða við að afgreiða þetta mál (icesave) fyrir Verslunarmannahelgi. Þetta mál hefur jú verið í þinginu í allt sumar. En nú þegar ljóst er að þetta hangir allt saman hefði nú verð betra að þessi vinna hefði verið keyrð af krafti í Júní og fram í Júlí. En eins og fólk vissi hótar stjórnarandstaðan bæði í Sjálfstæðisflokknum, Framsókn, Borgaraflokknum og Vg að tefja málið með málþófi.

Og lætin hingað til haf orðið til þess að krónan er í frjálsu falli þessa dagana, við fáum engin lán og útlit fyrir að það tefjist minnst fram í sepember. Þingmenn ættu að hafa þetta í huga þegar þeir byrja aftur eftir Verslunamannahelgi.  Og þá kannski líka að meta hvað svona tafir kosta okkur. Hefði haldið að þingmenn ekki bara fjárlaganefnd væru vinnandi dag og nótt núna en nei þeir eru bara í fríi. Svo leyfa þeir sér að setja út á ráðherra, starfsfólk ráðuneyta og aðra sérfræðinga sem vinna að lausn mála dag og nótt þessa daga.

Reynið nú að fullorðnast Þingmenn. Það er orðið ljóst að við erum í herkví. Það verður skammt að bíða að við lendum í alvarlegum vandræðum ef við förum ekki að leysa út þessu máli og hver dagur skiptir máli.

Það er engin súperlausn til. Við þurfum að klára IceSave með fyrirvörum og það strax.


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB andstæðingar eru algjört met!

Nú sé ég hér á blogginu að andstæðingar viðræðana við ESB segja að þessi könnun sé mein gölluð.

t.d. hér

  • Axel Jóhann Axelsson
    Villandi skoðanakönnun
  • Páll Vilhjálmsson
    Bannorð aðildarsinna eru umsókn og innganga
  • Hjörtur J. Guðmundsson
    Hvers vegna var ákveðið að spyrja ekki um umsókn
  •  Skil ekki hvað er að þessum mönnum. Nú kvarta þeir yfir því að spurt er um aðildarviðræður en hvergi kemur fram umsókn og innaganga. Halda þeir að fólk sé fífl. Það vita allir að við erum búin að leggja fram umsókn um inngöngu. Og þetta eru sömu menn og fundu út að fólk vildi ekki sækja um ESB skv. eftirafarandi spurningu sem Heimssýn lagði fyrir fólk. En þarn var bara spurt um hversu mikla áherslu á aðildaviðræður. Og niðurstöður skv. þessum möguleikum voru bara að hversu mikla áherslu fólk vildi leggja á viðræður við ESB:

    heimsyn


mbl.is Meirihluti styður viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var einmitt það sem ég vildi segja!

tryggviVar að lesa í Morgunblaðinu grein eftir Tryggva Gíslason fyrrverrandi skólameistara. Og þar fer hann yfir Icesave málið með sínu sjónarhorni og ég get tekið undir hvert hans orð.

Hann segir m.a.

Orsakir hruns íslensku bakanna, sem leiddu til erfiðleika í íslensku atvinnulífi, eru einnig margar og flóknar og naumast á færi nokkurs manns að greina þær enn. Meginástæður voru hins vegar þrjár: ágirnd, hroki og mannfyrirlitning, en þetta þrennt var fyrrum talið til dauðasyndanna sjö. Íslendingar stóðu í október einangraðir og öllu trausti rúnir og lánalínur til útlanda voru og eru lokaðar.

 

Tilgangur Icesave-samningsins

 

Icesave-samningurinn er gerður til þess að leysa þennan vanda og samningurinn er gerður að bestu manna yfirsýn. Formaður íslensku samninganefndarinnar var Svavar Gestsson sendiherra, margreyndur stjórnmálamaður sem hafði með sér trausta ráðgjafa, starfsfólk Seðlabanka og þriggja ráðuneyta auk íslenskra hagfræðinga og lögfræðinga með sérþekkingu og reynslu.

 

Þegar stjórnmálamenn og fréttaskýrendur saka slíkt fólk um vanþekkingu og óheilindi, gera þeir hinir sömu lítið úr sjálfum sér og menntun þjóðarinnar og hitta sjálfa sig fyrir. Ef besta fólk þjóðarinnar er vankunnandi og því er ekki treystandi, hvernig er þá um hina verstu sem hafa hvorki reynslu né þekkingu? Slíkur málflutningur ber vitni um vænisýki og vanmetakennd og leiðir þjóðina í ógöngur. Málflutningurinn felur einnig í sér að Íslendingar geti ekki ráðið fram úr vandanum sjálfir heldur verði að leita til útlendinga með alla hluti, enda hefur sá málflutningur einnig heyrst af hálfu einstaka stjórnmálamanna og fréttaskýrenda.

Og síðar segir hann

Ábyrgð

 

Icesave-samningurinn er gerður á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra sem hefur sér til fulltingis Indriða H. Þorláksson hagfræðing, fyrrverandi ríkisskattstjóra, margreyndan embættismann og traustan. Hvorugur þeirra átti nokkra aðild að svikum sem liggja að baki hruninu, en hreinsa nú upp eftir óreiðumenn. Engum vafa er undirorpið að báðir eru vanda sínum vaxnir. Steingrímur J. Sigfússon hefur auk þess lagt pólitíska framtíð sína að veði til þess að vinna þetta endurreisnarstarf. Er honum betur treystandi en öðrum íslenskum stjórnmálamönnum til þess að leysa úr þessum vanda þjóðarinnar.

Og eins rétt að vísa í orð hans aðeins fyrr um Gamla sáttmála og hveru rangt er að líkja IceSave við hann:

ÞVÍ er haldið fram að enginn samningur verði erfiðari Íslendingum en Icesave-samningurinn síðan Gamli sáttmáli var gerður 1262. Gamli sáttmáli er örlagaríkasti samningur í ellefu hundrað ára sögu þjóðarinnar. Með honum glötuðu Íslendingar sjálfstæði og urðu skattland erlendra ríkja hálfa sjöundu öld. Með Icesave-samningnum er hins vegar leitað leiða til að endurreisa virðingu og efnahag íslensku þjóðarinnar og tryggja framtíð Íslendinga í samfélagi þjóðanna

Og svo en síðar.

Rætur Gamla sáttmála

 

Orsakir þess að Gamli sáttmáli var gerður og þjóðveldið leið undir lok voru margar og flóknar. Meginorsökin var þó sú að skipulag þjóðveldisins var úrelt og átti sér enga hliðstæðu í Evrópu og hafði raunar veri gallað frá upphafi. Ekkert sameiginlegt framkvæmdavald var í landinu, og þegar komið var fram á 13. öld logaði allt í illdeilum, skipaferðir ótryggar og verslun í molum vegna þess að Íslendingar áttu engin haffær skip lengur.

Flott grein eftir vitran mann.


mbl.is Brýnt að leysa Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja ágætu kjósendur!

Alveg er þetta ótrúlegt! Nú þegar að ríkið er stór eigandi að fyrirtækjum landsins aftur og þá fer fólk að hallast aftur að Sjálfstæðisflokknum aftur.

  • Er það af því að þeim finnst málflutningur þeirra svo traustverðugur. Formaður þeirra skiptir um skoðun eins og oft og hann telur að það geti komið höggi á núverandi stjórn.
  • Finnst fólki í ljósi reynslunnar af einkavæðingu þeirra, að Sjálfstæðisflokkurinn sé bestur til að úthluta þessu eignum aftur á markað.
  • Finnst fólki líklegt í ljósi reynslunnar að fólk verði látið axla birgðirnar af kreppunni eftir getu.
  • Finnst fólki leiðir Sjálfstæðismanna eins og:
    • Það á ekki að hækka skatta
    • Það á bara að létta birgðum á fyrirtæki og eignarmenn og þá blómstrar allt.
    • Það á bara að draga meira úr útgjöldum ríkisins sem þeir vita að verður þá í heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu. Og verður þá í formi þjónustugjalda
    • Er Bjarni Ben sá sem þau halda að geti leitt okkur út úr þessari kreppu?

 Alveg er fólk hér ótrúlegt. Við erum að ganga í gegnum skipbrot landsins sem var undirbúið, framkvæmt og hannað af Sjálfstæðisflokknum. Ekkert í stefnu hans hefur breyst nokkuð sem heitir og fólk er tilbúið að kjósa hann aftur eftir 5 mánaða hlé frá Ríkisstjórn. Þar sem hann hafði setið í 18 ár og haldið hér upp þjóðfélagi sem byggði tilbúinni velmegun sem öll var tekin að láni.


mbl.is Ríkisstjórnin með 43% stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverskonar blaðamennska er þetta hér á landi?

Á ég að trúa því að Mbl.is sé að gleypa upp fréttir af Íslandi eftir erlendri fréttastöð bara hráar? Hvaða heimildarmenn hefur Bloomberg fyrir þessari frétt.? Og hvað er nýtt í þessari frétt? Það er hægt að telja þessa Vg þingmenn upp sem eru í vafa. Þ.e. Ögmundur, Lilja Mósesdóttir, væntanlega Álfheiður, Guðfríður Lilja, og Þuríður Bacmann.

Þetta er nú svona „EKKI FRÉTT"


mbl.is Fleiri þingmenn á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málflutnngur sjórnarandstöðunar að skila sér!

Er nema von að væntingarvísitalan lækki! Stjórnarandstaðan hefur talað fyrir ragnarökum hér stanslaust síðustu mánuði. Allar aðgerðir eru véfengdar og staðreyndir afbakaðar og skrumskældar. Sjónarandstæðingar fá að blása í hverjum fréttatíma eftir annan með fullyrðingar sem svo síðar fá ekki staðist. Tökum dæmi:

  • Hér fyrir nokkrum mánuðum var málið ósköp einfalt. Við áttum ekki að borga IceSave. Heill hópur Indefence varð eins og dótturfélag Framsóknar og hélt þessu blákalt fram alveg fram í maí þegar málflutningurinn breyttist í að auðvita ættum við að standa við skuldbindingar en samningurinn um IceSave væri óásættanlegur.
  • Stjórnarandstaðan hefur deilt á hversu stjórnvöld fari sér hægt í öllum málum. En nú í sumar var þetta breytt yfir í það að stjórnvöld væru að keyra mál í gegn og ekki ætti að flýta sér.
  • Þingmenn fara hamförum yfir einhverjum blöðum sem á að vera leyna fyrir þeim. Síðan kemur yfirleitt í ljós að þetta eru plögg sem skipta engu máli. Og aldrei hafa þingmenn haft óbeðið aðgang að öðru eins magni af upplýsingum til að vinna úr.
  • Stjórnaandstaðan gerir lítið úr vinnu allra starfmanna ráðuneyta og gera lítið úr menntun þeirra og reynslu. Vitandi það að þetta er ekki rétt enda er stjórnarandstaðan ekki að fara fram á að þetta fólk hætti.
  • Síðan eru það þingfundir eins og þeir eru orðnir í dag með framkomu Vigdísar Hauksdóttur sem ríkur með upplýsingar af blogginu og fleiri stöðum og talar í þingstól eins og þetta séu staðreyndir eða frambærilegur málflutningur. Eins og þegar hún hélt því fram að við uppfylltum ekki skilyrði ESB skilyrði sett fram í ákvæðum kenndurm við Kaupmannahöfn, og eins þegar hún kallaði þingmenn landráðamenn og fleira miður málefnalegt sem kom frá henni.
  • Stjórnarandstaðan öllu í því að spá okkur gjaldþroti

Er nema von að stundum þegar maður hlustar á stjórnarandstöðuna tala þvert ofna í það sem þau gerðu fyrir kosningar og boðandi gjaldþrot landsins stanslaust fari að velta því fyrir sér hverju þau haldi að þetta skili? Hvað græða þau á að hræða hér fólk upp úr öllu valdi? Draga þar með úr krafti fólks og vilja til að byggja hér upp að nýju. Við getum sett dæmið upp þannig að það var eins gott að stjórnarandstaðan þ.e. þetta fólk var ekki við stjórn 1973 þegar Heimeyjargosið var, ekki þegar síldin hrundi og ekki 1990 þegar loks tókst að koma verðbólgu hér niður eftir mörg ár. Það hefði væntanlega veri viðkvæði þeirra að nei það er ekki hægt að gera þetta eða hitt því að þá mundi það valda vanda eftir nokkur ár eða væri ekki hægt.


mbl.is Lítil trú á efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Topp 10 listi bankahrunsins

Ólafur Arnarson hagfræðingur byrtir á www.pressan.is topp tíu lista bankahrunsins. Ekki alltaf sammála honum í þessi listi held ég að sé nokkurð réttur

1. Icesave Landsbankans - hundruð milljarða króna falla á íslenskan almenning - Landsbankinn fékk sérstaka fyrirgreiðslu í kerfinu og naut mikils velvilja í Seðlabankanum en með eðlilegu eftirliti hefði mátt koma í veg fyrir stærstan hluta Icesave tjónsins, ef ekki allt.

2. Gjaldþrot Seðlabankans - Seðlabanki Íslands stundaði glannalega útlánastarfsemi til íslenskra banka. Jafnvel á árinu 2008, þegar bankastjórnin segist hafa vitað að íslensku bankarnir stóðu á brauðfótum, hélt bankinn áfram að lána gegn verðlausum bankavíxlum í stað þess að taka eignasöfn bankanna sem tryggingar. Þess vegna varð Seðlabanki Íslands gjaldþrota á sama tíma og aðrir seðlabankar högnuðust á auknum útlánum sínum til bankakerfisins.

3. Lán til tengdra aðila - Landsbankinn virðist hafa lánað allt sitt eigið fé og gott betur til fyrirtækja í eigu stærstu eigenda bankans og tengdra aðila. Þarna er um að ræða mörg hundruð milljarða og megnið af þessu fé er tapað.

4. Tengsl eignastýringar bankanna og lífeyrissjóða í vörslu bankanna við eigendur bankanna. Peningamarkaðssjóðir og lífeyrissjóðir Landsbankans dældu peningum inn í fyrirtæki eigenda Landsbankans með tilheyrandi tapi. Peningamarkaðssjóðir Glitnis töpuðu stórum fjárhæðum á fyrirtækjum, sem tengd voru eigendum bankans.

5. Stjórnendur nýju bankanna og stjórnvöld ákváðu í sameiningu í kjölfar bankahrunsins að setja 200 milljarða króna inn í peningamarkaðssjóði bankanna. Það var gert með þeim hætti að verðlausir pappírar (gjarnan útgefnir af fyrirtækjum tengdum eigendum bankanna) voru keyptir á nær fullu verði á kostnað skattgreiðenda.

6. Lán með veðum í hlutabréfum banka - þarna eru allir bankarnir sekir. Þeir lánuðu fjárfestum og hluthöfum sínum til kaupa á hlutabréfum í bönkunum. Þessi lán fóru út í algerar öfgar og á endanum töpuðu allir hluthafar öllu sínu í bönkunum.

7. Bankarnir lánuðu starfsmönnum sínum ótæpilega til kaupa á hlutabréfum í bönkunum. Lán þessivoru gjarnan án áhættu fyrir starfsmennina og hvöttu til áhættutöku, sem gekk gegn hagsmunum venjulegra hluthafa.

8. Bankarnir hvöttu viðskiptavini sína til að taka erlend lán þegar krónan var sterk. Skipti engu máli hvort um var að ræða fyrirtæki eða heimili. Fyrir vikið sitja þúsundir heimila og stór hluti fyrirtækja hreinlega í súpunni nú, þegar krónan er hrunin. Hluti af ástæðu þessarar ógæfu er að sjálfsögðu glórulaus peningastefna Seðlabankans, sem olli þeirri gríðarlegu hækkun, sem varð á krónunni, og stuðlaði síðan að hruni hennar.

9. Sveitarfélögin tóku mörg hver lán í erlendum myntum og stefna nú lóðbeint í gjalþrot með tilheyrandi hörmungum fyrir íbúa þeirra.

10. Seðlabankinn afnam bindiskyldu í útibúum íslenskra banka erlendis í mars 2008 og greiddi þar með leið Landsbankans í Icesave söfnun sinni og auðveldaði aðgengi Icesave að ríkisábyrgð í stað þess að auka bindiskylduna til að koma í veg fyrir vöxt Icesave.

Sjá nánar hér


mbl.is Bagalegt ef fyrirtaka AGS tefst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við verðum að hætta að gefa orkunna okkar!

Það hafa menn bent á þetta síðasta áratug að það gengur ekki að við gefum stóriðjunni rafmagnið. Það kom berlega í ljós þegar að forstjóri Alcoa sagði í viðtali þegar Reyðarál var í smíðum að þeir væru að fá rafmagnið hér helmingi ódýrara en í Brasilíu. Og þetta var jú til að skapa um 400 störf en eftir situr Landsvirkjun með allt niður um sig og getur ekki endurfjármagnað sig. Nú er orka að verða dýmætari með hverju árinu og því verðum við að gera kröfu til þeirra sem stýra þessu orkufyrirtækjum okkar að þeir séu ekki að gefa orkuna. Þó að þetta gæti skapað nokkur störf og innspýtingu í efnahagslífið þá er ekki boðlegt að bjóða upp á orkusamninga á útsölu til 30 eða 40 ára. Auk þess afslætti á sköttum til langs tíma. Við verðum að setja þessu takmörk.
mbl.is Lítil arðsemi af orkuvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband