Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Mánudagur, 27. júlí 2009
Æi! Þar fór sú von fyrir ESB andstæðinga!
Er viss um að margir ESB andstæðingar hafi vonað að ESB ríki mundu stinga við fótum og neita að hleypa umsókninni í ferli. Því eins menn hafa heyrt hjá þeim eru löndi innan ESB svo vond við okkur og beita okkur allskonar brögðum. En viti menn allar þjóðirnar samþykktu að hefja mat á okkur sem umsækjanda.
Staðan er nú 2 - 0 fyrir okkur sem viljum að Ísland gangi í ESB. Þ.e.
- Samþykkt aðildarumsóknar á Alþingi = 1 - 0
- og nú þessi samþykkt utanríkisráðherra ESB = 2 - 0 fyrir okkur.
ESB-umsókninni vísað áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 26. júlí 2009
Ætla nú að vona að þessar deilur verið búnar um næstu áramót
Vill fresta umsóknarferli ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 25. júlí 2009
Skil Atla vel! En...............
Vill að AGS leggi spilin á borðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. júlí 2009
Maður fer nú að efast um þessa lögfræðinga!
Maður spyr sig í ljósi þessa hvort að þessir lögfræðingar sumir hafi bara nokkrar forsendur til að dæma um þetta mál. Man í svipinn eftir jú:
- Ragnar Hall sem hefur gagnrýnt samninginn og kom þessari umræðu af stað um lögfræðikostnað upp á 2 milljarða. Hann hlýtur maðurinn að hafa gert sér grein fyrir að orð hans gætu skapa læti. Og svo kemur í ljós að hann hefur annað hvort ekki séð þetta samkomulag eða ekki skilið það.
- Minni líka á Magnús Thoroddsen sem fullyrti að icesavesamnigurinn gæti ef hann kæmist í vanskil orðið til þess að Bretar eða Hollendingar gætu eignast Stjórnarráðið.
- Og fleiri svona vafasamar fullyrðingar lögfræðinga sem auðsjáanlega hafa ekki kynnt sér málið að fullu.
Ekki minnst á lögfræðikostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. júlí 2009
Icesave lánið með því hagstæðast sem bíðst
Ætla að birta hér á eftir frétt af www.eyjan.is. Þar kemur fram að lán sem Hollendingar og Bretar veita okkur er á hagstæðari kjörum en lán okkar frá AGS, frá nágranaþjóðum okkar og hagstæðara en lán sem Parísarklúbburinn veitir í dag til gjaldþrota þjóða. Þetta er þörf áminning fyrir fólk að hlaupa ekki eftir því sem sem ýmsir einstaklingar [álitsgjafar] sem og stjórnarandstaðan heldur fram án þess að hafa nokkrar forsendur fyrir. Minni á indefence hefur haldið fram að lánakjör okkar væru ekki bjóðandi.
Innlent - föstudagur, 24. júlí, 2009 - 06:49
Icesave lánin eru lang hagstæðust - Jafnvel hagstæðari en lán Parísarklúbbs til gjaldþrota ríkja
Lánakjör sem Bretar og Hollendingar bjóða Íslendingum vegna Icesave eru hagstæðari en á öðrum lánum sem Íslendingar hafa tekið frá bankahruninu. Gildir þá einu hvort litið er á lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) eða lán frá vinaþjóðum Íslendinga, þar með talið Norðurlöndunum. Icesave lánin eru líka á betri kjörum en aðstoð frá Parísarklúbbnum.
Þetta kemur fram í minnisblaði Seðlabankans sem unnið er að beiðni fjárlaganefndar og verður lagt fyrir hana í dag, en Fréttablaðið greinir frá þessu.
Vextir frá vinaþjóðum og AGS 6,57%
Lánið frá vinaþjóðunum nemur tæpum 1,8 milljörðum evra. Lánstíminn er tólf ár og þar af eru fimm fyrstu án afborgana. Grunnvextir eru breytilegir libor-vextir, en álag ofan á þá nemur 275 punktum. Samkvæmt útreikningum Seðlabankans jafngilda vextirnir 6,57 prósenta föstum vöxtum í sjö ár.
Hið sama gildir um lán AGS, sem nema um 850 milljónum Bandaríkjadala. Lánstíminn er sjö ár, þar af eru fyrstu þrjú án afborgana. Fljótandi vextir eru á láninu sem ber 275 punkta álag. Samkvæmt Seðlabankanum eru umreiknaðir fastir vextir á svipuðum slóðum; 6,57 prósent.
Líklegt að Ísland hagnist á að hafa fasta vexti
Bretar og Hollendingar hafa boðið Íslendingum 640 milljarða króna lán vegna Icesave. Þó verður að geta þess að sú tala getur breyst miðað við endurheimtur á eignum Landsbankans ytra. Lánstíminn er 15 ár og þar af eru fyrstu sjö í skjóli, án afborgana.
Lánin bera 4,29 prósenta grunnvexti, svokallaða Cirr-vexti, og ofan á það leggst 125 punkta álag. Samtals vaxtaálag er því 5,55 prósent, umtalsvert lægra en á hinum lánunum. Í minnisblaðinu kemur fram að frá því að samningurinn var undirritaður hafi Cirr-vextir hækkað um 25 punkta, eru nú í 4,54 prósentum. Þá sé það mat Seðlabanka Evrópu að langtímavextir muni hækka hratt vegna mikillar útgáfu á ríkisskuldabréfum.
Hærri vextir Parísarklúbbsins til gjaldþrota ríkja
Þau lánakjör sem Parísarklúbburinn svokallaði, en til hans geta gjaldþrota ríki leitað, býður upp á, eru einnig verri en lánakjör á Icesave-lánum, að mati bankans. Helgast það af því að punktaálagið þar er 150, en ekki 125 eins og í því láni.
Fjárlaganefnd ræðir minnisblaðið á fundi sínum í dag. Þingfundir falla niður alla næstu viku til þess að unnt sé að ræða málið frekar í nefndum og ná um það samstöðu. Stefnt er að því að málið verði síðan tekið til annarrar umræðu eftir verslunarmannahelgi."
Af www.eyjan.is
Hraður vöxtur eftir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Þetta eru ekki hótanir! Þetta er raunveruleikinn!
Fyrir þá sem halda að hér verðu bara allt í "goody" þó að við neitum að borga IceSave og það verði jafnvel til að lánamöguleikar okkar erlendis aukist, þá er þetta ágætist áminning um hversu vitlaus sú skoðun er.
Nú bíður
- lánið frá AGS
- Lán nágranaþjóða okkar
- Norrænir fjárfestingar bankar búnir að loka á okkur
- Evrópskir fjárfestigarbankar búnir að loka á okkur
- Alþjóða matsfyrirtæki eru að meta hvort eigi að flella lánshæfi okkar niður í ruslflokk
Allir þeir ofangreindu aðila sem hafa tjáð sig segja að frágangur á IceSaveskuldinni sé skref fram á við hjá okkur og komi til með að kalla fram jákvæð viðbröðg að utan.
Þessi viðbrögð eru náttúrulega ekki skrítinn ef fólk hugsar um það. Mundum við lána þjóð sem væri búinn að lýsa því yfir að hún sé ekki tilbúinn að greiða skuld sem hún hefur viðurkennt. Nema að þeir sem hún skuldar taki á sig tap vegna lánsins. Ég held ekki.
Ég ætla að birta hér athugsemd við fyrri færslu hjá mér frá einum mikilvirkum bloggara
Magnús Helgi, það er marg- búið að benda á aðrar lausnir en þessa Icesave- skuldahít, sem er ekki lausn fyrir nokkurn nema Breta og Hollendinga. Helsta lausnin er að hafna ábyrgð ríkisins. Þá vinnst:
- Lánshæfismat íslenska ríkisins batnar (v. minni skuldbindinga)
- Uppbygging hefst fyrr (v. minni skuldbindinga).
- Fjárfestingar hefjast fyrr (v. minni skuldbindinga).
- Láveitingar hefjast fyrr (v. minni skuldbindinga).
- Eðlileg viðskipti hefjast fyrr (v. minni skuldbindinga).
Kúgun ESB með hótunum um viðskiptaþvinganir leiðir til þess að viðskiptin beinast í annan í farsælli farveg, sem lætur ESB að lokum koma fram sem eðlilegur viðskiptaaðili, ekki drottnandi kratabatterí á ofstjórnartrippi.
Mótstaða Íslands verður að finnast, sama hvað á undan er gengið. Annars er valtað yfir hagsmuni okkar og auðlindir til framtíðar.
Ívar Pálsson, 23.7.2009 kl. 12:07
Hann var þarna að svara bloggi hjá mér þar sem ég varaði við því að staða okkar yrði hræðileg ef við göngum ekki frá þessu samkomulagi um IceSave sem allra fyrst.
En hér eru enn til fólk sem telur að IceSave og að neita að borga það skaði okkur ekki neitt. Ég var að í fyrri færslu að segja að það væri ekki boðlegt fyrir þingmenn að segja bara að kjörinn á þessum samningi væru óásættanleg, þingmenn verða að segja okkur hvaða kjör eru ásættanleg og hvaða líkur séu á því að við fáum þau kjör í samninginn. Þingmenn verða að átta sig á því að ef þeir synja ríkisábyrgð á þennan samning hvaða afleiðingar gætu orðið. Þeir verða að segja fólki frá því hvað þeir vilja í staðinn og líkunum á því að svo verði. Dæmið um Ívar hér að ofan finnst mér allt of algengt viðhorf. Þ.e. að þetta verði bara ekkert mál.
Hættir að lána Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Finnst nú þetta merkilegra
Held að menn sem hafa verið að vitna íDr. M. Elvira Mendéz Pinedo um það að hún telji að við þurfum ekki að borga þetta en skv. því sem hún sagði í dag þá eru ekki þeirra skoðunar en hún segir:
Þegar slíkur ágreiningur sé til staðar eins og núna um ríkisábyrgð, þá sé ekki nóg að horfa aðeins á tilskipunina heldur verði að horfa á málið í víðu samhengi.
Elvira sagðist sammála um leysa þurfi deiluna og að það þurfi að borga lágmarkið. Sagðist Elvira hafa áhyggjur af því að það yrði ekki til innri markaður ef þessi deila leysist ekki milli Íslendinga, Holllendinga og Breta því þá komi allir til með að hata ESB.
Og svo kemur hér tilvitun í fréttina þar sem segir af ummælum Peter Dyrberg, forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar HR og ráðgjafi Ice-save samninganefndarinna. Vek athygli manna sem hafa verið að deila á að samninganefndin hafi ekki notið aðstoðar sérfræðinga
Það væri brot á jafnræði að veita slíkan forgang segir Dyrberg, gagnvart öðrum innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi. Væri slíkt gert þyrfti að horfa til Evrópuréttar og þar þyrfti Ísland að geta fært haldgóð fyrir því að tryggja innlendum innstæðueigendum forgang.
Það sé hvergi minnst á hvað sé átt við í tilskipun ESB um innstæðutryggingar hvað sé átt við með kerfishruni bankanna. Hvergi sé minnst á hversu stórt hrunið þyrfti að vera. Megintilgangur tilskipunarinnar sé að fólk geti treyst því að það fái greiddar innistæður sínar ef það verði bankahrun. Því sé ekki rétt að nýta þessi rök sem grundvöll fyrir því að ekki eigi að borga.
Dyrberg sagði að ákvæðu Íslendingar að láta reyna á málið fyrir dómstólum, hlyti það að þýða að þeir hefðu séð eitthvað sem öllum hinum 27 þjóðum ESB hefði yfirsést
Borga tvo milljarða fyrir Breta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Tap af rekstri bæjarsjóðs Kópavogs, svokölluðum A-hluta, nam 8,2 milljörðum króna árið 2008
Svo hafa Sjálfstæðismenn verið að mæra Gunnar Birgisson fyrir góðan rekstur. Maður fer að skilja af hverju bærinn var að taka lán hjá Lífeyrissjóðnum. Geri ráð fyrir að með svona tap sé erfitt með handbært fé til að borga laun og fleira. Enda hafa gæluverkefni kostað sitt í bænum. Sbr. Glaðheimasvæðið og fleira.
Langt síðan að bærinn hætti að sníða sér stakk eftir vexti. Það hefði verði svo gott ef staldrað hefði verð við fyrir nokkrum árum í framkvæmdar æðinu og unnið að því að nota tíman í að greiða niður lán og gera betur við þá sem búa í bænum í stað þess að hugsa bara um að byggja og byggja.
Nú er staðan sú að Kópavogur skuldaði í lok síðasta árs
Eigið fé | Skuldb. | Langt. lán | Skammt.l | SKuldir án skuldb. | |
Reykjav. | 60.470.692 | 11.880.511 | 8.173.552 | 11.612.801 | 19.786.353 |
Kópvogur. | 9.918.919 | 3.915.751 | 23.430.130 | 5.796.132 | 29.226.262 |
Sveitarfélög á leið í gjörgæslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 23. júlí 2009
Þetta er ekki boðlegt!
Þingmenn eins og Guðfríður Lilja geta bara ekki sagt:
Ég samþykki ekki Icesave í núverandi mynd. Ég hef lesið öll gögn og allt sem ég hef komist yfir varðandi málið og mun ekki styðja það í núverandi mynd,
Þeir verða að segja hvað það er sem þarf að breytast og hvernig. Það er gjörsamlega óþolandi að allir segi að við verðum að standa við skuldbindingar okkar en enginn segir okkur hvað þeir þá telja ásættanlega niðurstöðu.
Eins þá er gjörsamlega óþolandi að fresta eigi ákvörðun fram í september. Ef að ljóst er að þingið kemur ekki til með að samþykkja þennan samning þá verður þingið að starfa áfram fram í september og vinna að laun málsins.
- Í stað þess að fella málið verður Alþingi að skipa samninganefnd þar sem í sitja fulltrúar allra flokka. Og í henni þurfa að vera þingmenn og legg ég áherslu á að þar fari þeir sem gagnrýna þennan samning mest eins og Þór Saari og Sigmundur Davíð.
- Þessi samninganefnd verður að fá fundi með Hollendingum og Bretum þar sem að þau atrið samningsins sem ekki eru ásættanleg að þeirra mati verða yfirfarin og fundin lausn á þeim.
- Þessu verður að ljúka sem fyrst með þá nýjum samning eða breyttum.
Það að þurfa að biða nú í 2 mánuði í viðbót eftir einhverjum lausnum á þessu máli og öðrum sem tengjast þessu beint eða óbeint er gjörsamlega óþolandi.
Þannig að þingið fer ekkert í sumarleyfi fyrr en þessu er lokið. Ef einhverjir þurfa eitthvað frí þá kalla þeir inn varamenn fyrir sig.
En ég endurtek að það eru engin rök að segja að fólk líki ekki kjörin sem okkur eru boðin, eða það sé farið illa með okkur. Það vita allir. Þingmenn verða að segja nákvæmlega hverju þeir vilja breyta. Og þeir verða að gera sér grein fyrir því að ef að við samþykkum þetta ekki, þá eru þeir líka orðnir persónulega ábyrgir fyrir þeim afleiðingum sem því kynni að fylgja.
T.d. verður Þór Saari að átta sig á því að Íslendingar mundu ekki sætta sig við lengi að lífskjör mundu falla hér gríðarlega. Dæmi hans um aðrar þjóðir finnst mér alltaf vera frá löndum þar sem að lífskjör eru mjög lág eins og í Afríku og Asíu. Þar sem fólk lifir miklum sjálfsþurftarbúskap. Þetta eru sem alltaf dæmin sem hann tekur þegar hann er að segja að við eigum að afþakka aðstoð frá AGS og önnur lán. Og eins er þetta með fleiri snillinga þarna niður á Alþingi.
Fyrir mig fávísan mann er greiðslu frestun þess Icesave láns mikill kostur sem gefur okkur kost á að vinna að lausnum á okkar málum. Eins þá virðast mér þessir föstu vextir vera lágir miðað við skuldatryggingarálag okkar og því að í ESB er reiknað með að verðbólga eftir nokkur ár sé um 2% . Eins horfi ég til þess að Bretar og Hollendingar þurfa örugglega um 3% ávöxtun á þetta fé sem þeir eru að lán okkur til að tapa ekki á þessu á þessum 15 árum sem lánstíminn er.
En þegar þingmenn tala um að það eigi að standa við skuldbindingar okkar en bara ekki svona þá spyr maður hvað vilja þeir. Nú er ljóst að upphæðinn er hvað um 700 milljarðar. Hana þarf að borga. Og hvað eiga þá þingmennirnir við?
- Eru það lægri vextir?
- Er það lengir lánstími?
- Er það skýrara endurskoðunar ákvæði?
- Ákvæði um hámark á greiðslubirgði okkar á hverju ári miðað við landsframleiðslu? En þýðir það ekki við værum að fara fram á að lánið mundi lengjast út í það óendanlega.
- Er það skýrari réttur okkar til forgangs í eignir Landsbankans?
Og hvaða lýkur telja þeir á að þessu sé hægt að breyta? Og hversu mikið þarf að breyta þessu til að þeir verði sáttir.
Við vitum að nú verða samningarnir aldrei þannig að okkur verði gefið neitt. Við þurfum að borga þessa upphæð miðað við stöðuna í dag.
Þingmenn verða að gera okkur skýra grein fyrir andstöðu sinni áður en þeir fella að veita ríkisábyrgð. Og þeir eiga ekki að fara í frí fyrr en þessu máli er lokið.
Icesave sett á ís? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 22. júlí 2009
Bíddu er þetta rétt hjá Höskuldi?
Í fréttinni stendur
forsvarsmenn breskra, hollenskra og íslenskra innistæðusjóða hafi rætt það árið 2006 hvernig bregðist skyldi við gætu íslensku bankarnir ekki staðið við skuldbindingar sínar.
En nú hélt ég að það hefði ekki verið fyrr en 2008 í mars sem að reikningar voru opnaðir í Hollandi. Því finnst manni furðulegt að Holland hafi komið að þessu 2006.
Síðan skv. því sem maður heyrir af þessu blaði er talað um að Íslenski tryggingarsjóðurinn beri ábyrgð á þessu máli. Og eins og samningurinn er í dag er það einmitt hann sem er að taka þetta lán. Það er síðan skv. samninginum og yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar sem og skilningi annarra þjóða að ríkið komi að því að ábyrgjast að innistæðutryggingar dugi fyrir tryggingunni þ.e. 21 þúsund evrum.
Minnisblað birt vegna ógildingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson