Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
Laugardagur, 5. september 2009
Það verður aldrei fundin lausn sem allir verða sáttir við!
Það er nokkuð ljóst að það er engin lausn til sem allir verða sáttir við. Þessi hugmynd Skúla Thoroddsen hefur það fram yfir aðrar að hún hefur verið framkvæmd hér áður. Bjarni Harðar og Lýðveldisflokkurinn töluðu jú fyrir henni fyrir kosningar og kölluðu Kreppusjóð. Þessi hugmynd var framkvæmd hér í einhverju mæli í kreppunni 1930. Hún byggðist á því að þegar fólk komst í þrot við greiðslu á íbúðarhúsnæði sínu var það yfirtekið af þessum sjóð. Sem síðan leigði fólki húsnæðið áfram með möguleikum á að það gæti keypt húsnæðið aftur þegar betur áraði. Og vissulega má skoða þetta betur.
Það hefur frá hruni öllum átt að vera það ljóst og allir hafa talað um það að sumum heimilum verður ekki bjargað! Það er ákveðin hópur sem var fyrir hrun búin að skuldsetja sig langt yfir 100% af verðmæti eigna sinna. Fólk sem notaði alla lánamöguleika sem buðust til í raun að halda uppi neyslu sem var ekki í neinu samræmi við tekjur sínar. Fólk sem hefði verið komið eða komast í vandræði nú þrátt fyrir að ekkert hrun hefði orðið. T.d. má nefna:
- Þegar fólk var að endurnýja lán á sama íbúðarhúsnæði og hækkaði lánin stöðugt eftir því sem virði íbúðar hækkað.
- Fólk sem var sífellt að hækka yfirdráttinn oft upp í milljónir
- Fólk sem var að kaupa sér ofan á há íbúðarlán, rándýra bíla á 100% lánum. Sem það hafði í raun ekkert bolmagn til að standa undir.
Þetta er fólk sem gat haldið uppi háum lífstandard á meðan að það smátt og smátt fullnýtti alla lánamöguleika og hefði innan skamms tíma komist í vandræði án þess að nokkuð hefði breyst hér. Þetta hefur jú alltaf viðgengst hér á landi í nokkru mæli. Það er ekki eins og hér hafi ekki verið nauðungaruppboð áður.
Þetta er hópur sem verður ekki bjargað með góðu móti.
Svo eru aðrir sem létu gabbast af tímabundinni velgengni vina og nágrana af gengistryggðum lánum. Það voru allir að heyra sögur af einhverjum sem voru að greiða lágar greiðslur af lánum sem lækkuðu með styrkingu krónunnar og um leið sem verð íbúða hækkaði þannig að lánin voru strax að lækka sem hlutfall af verðgildi eignarinnar. Þannig að hópur af fólki fór að taka gengistryggð lán og greiða upp verðtryggðu lánin og hækka lánin til að gera eins og hinir. Og til að kaupa flott hjólhýsi og annaði til að vera eins flott og Jón við hliðina á þeim. Þetta hefur jú verið ríkjandi hér á landi um áratugi lífsgæðakapphlaupið.
En stórhópur gerði líka ekkert vitlaust. Þau þurftu þak yfir höfuðið áttu fyrir hluta kaupverðs og tóku lán eftir ráðleggingum bankana. Og það fólk er það sem virkilega maður hefur samúð með. Og það fólk verður sennilega það sem aðgerðir ríkisstjórnarinnar koma til með að snúa að sérstaklega.
Og til að fjármagna þetta væru hugmyndir eins og innsköttun á lífeyrisgreiðslum tímabundið dugað fyrir kostnaði sem þessu mundi fylgja.
Skuldir fyrirtækja eru við bankana og þar verða þessir aðilar að semja sín á milli. Ríkið á ekki að koma að því.
Það verður aldrei hægt að gera allt fyrir alla. Það verður að forgangsraða. En svo má finna leiðir til að gera öðrum mögulegt að vinna sig út úr þessum vandræðum. Og þá geta hugmyndir eins og fasteignafélög sem eignast húsnæði fólk sem ekki ræður við það lengur og leigir þeim áfram með kauprétti síðar, lög um að lánastofnanir geti ekki gengið nær fólki en að ganga að veði fyrir skuldinni og svoleiðis lausnir komið til.
Aðgerðir sem kæmu til með að kost mörg hundruð milljarða kæmu bara í bakið á okkur í því að hér þyrfti að draga enn meira saman og hækka skatta og þjónustugjöld enn meira og þá yrðu enn fleiri í vandræðum þar sem ráðstöfunartekjur allra mundu dragast saman og þjónustu hækka og því hefðum við ekki öll efni á að nýta t.d. heilbrigðisþjónustu.
En stór þáttur í endurskipulagningu mál hér á landi er náttúrulega að koma hér upp nýjum gjaldmiðli. Og manni finnst að hér séu aðstæður með því líkum ósköpum að við eins og Svartfellingar og Króatía ættum að hafa sömu rök fyrir að taka upp Evru einhliða, eins og Króatía og Svartfellingar. Og mér skylst að undirbúningur og framkvæmd þess eigi ekki að taka nema 2 vikur. Og sjálf skiptin taka eina helgi. Við það mundu allar áætlanir okkar, heimila, fyrirtækja, vextir og þróuna að verða stærðir sem hægt væri að reiða sig á.
Er lausnin fólgin í fasteignafélögum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. september 2009
Leiðinda málflutningur!
Finnst að fólk sér í lagi þeir sem tala fyrir einhver félagasamtök og stjórnmálaflokka séu farnir að grípa til leiðinda upphrópana. Ég hef aldrei heyrt að Steingrímur hafi hótað nokkurm. Hann hefur sagt í fréttum eins og stendur í þessari frétt:
Steingrímur J. Sigfússon segir alvarlegt mál og ábyrgðarlaust að hvetja fólk til að grípa til óyndisúrræða. Það geti bæði leitt ófarnað yfir fólkið sjálft og þjóðfélagið.
Þetta er ekki hótun á nokkurn hátt. Hann er að vara við því aðhvetja til greiðslufalls án þess að til þess þurfi að koma geti kostað bæði einstaklinga, bankana og ríkið erfiðleikum og óþægandi. Bara ábending
Minni líka á hugmyndir frá því í vor um að þá væri sögulegt tækifæri á að lækka öll lán og láta erlenda kröfuhafa borga það allt! Þetta er svona jafn gáfulegt. Þessi samtök eins og aðrir vita að verið er að finna lausnir fyrir þá sem eiga í mestum erfiðleikum. Minni líka á að okkur var bent á það sl. haust að það væru mörg heimili sem væru í svo miklum erfiðleikum að það eina sem væri hægt að gera fyrir þau væri að auðvelda þeim gjaldþrot og byrja upp á nýtt.
P.s. Var að horfa á Ísland í dag þar sem fólk sem bæði voru í vinnu og skulduðu 8,7 milljónir var að hugsa um að hætta að borga af láninu. Af því að það greiðist ekki niður. 8,7 millónir ég held að fólk sé ekki í lagi. Og 2 fyrirvinnur. Nú hefur þetta verið þannig að verðtryggð lán greiðast ekki niður næstum strax
Saka ráðherra um hótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Ágætu bloggarar og aðrir með "gullfiskaminni"!
Vill bara minna ykkur á eftirfarandi: Hér hafa verð nokkri forsetar:
- Sveinn. Hann vísaði aðild að Nató ekki til þjóðarinnar
- Ásgeir: Hann vísaði ekki útfærslu Landhelginar til þjóðainnar
- Kristján: Hann vísaði ekki inngöngu okkar í EFTA til þjóðarinnar
- Vigdís: Hún vísaði ekki inngöngu okkar í EES til þjóðarinnar.
- Ólafur vísaði fjölmiðlalögum til þjóðarinnar og hvað gerðist. Davíð dróg málið til baka og þjóðin fékk ekki að segja sitt um það mál.
Forsetinn staðfestir Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 2. september 2009
Þörf ábending til þeirra sem fara með fjárveitingar
Nú hef ég starfað með fólki með fötlun í 25 ár. Og tel mig því hafa nokkuð viðamikla reynslu af þessum málum. Og í ljósi þessa hörmulega atburðar finnst mér rétt að benda á eftirfarandi atriði.
- Fólk með fötlun er eins misjafnt og þau eru mörg. Og því má fólk alls ekki setja stimpil á þau öll út af þessari frétt!
- Sambýli eru heimili þessa fólks sem er gert að búa með öðrum vegna sparnaðar við að fleiri búi saman.
- Margir fatlaðir eiga vegna fötlunar sinnar erfitt með að tjá sínar langanir og vilja. Og því lenda þau oft í því að vera misskilin eða fólk áttar sig ekki á löngun þeirra eða vilja. Því eiga þau til eins og aðrir að reiðast án þess að aðrir átti sig á því af hverju það er. Þ.e. að þau í raun tjá sig með neikvæðu atferli af því það kallar fram viðbrögð frá umhverfinu.
- Eins og áður sagði eru ekkert þeirra eins og því eru t.d. sum hömlulaus vegna fötlunar sinnar eða geðrænna vandmála.
- En fyrir alla muni munið að þetta tilfelli er sem betur fer undantekning.
En það sem mig langaði að ræða um er aftur á móti fjármagnið sem rennur til þessara mála. Nú hef ég verið forstöðuþroskaþjálfi um árabil og því lent á mér m.a. að gera rekstraáætlanir og standa í margra vikna ferli þar sem forstöðumaður reynir að standa vörð um þá þjónustu sem hann hefur á meðan að ráðuneytin setja okkar yfirmönnum nokkuð stífar skorður. Og þrátt fyrir góðærið þá var reynslan sú að mikið af viðbótar fé fór í að fjölga þeim sem fengu þjónustu í þessum geira því þar var uppsafnaður vandi. Á meðan hefur eldri starfsemi verið tálguð eins og hægt er og sumstaðar má ætla að þjónustan sé að nálgast öryggismörk eða meira. Þannig getur verið að hún dugi ágætlega í vikur eða mánuði en þegar eitthvað kemur upp á þá vantar tilkinnalega fólk. Fjárhagur okkar hefur ekki leyft að manna margar stöður á hverjum stað með fagfólki. Og í raun hefur maður heyrt af stöðum þar sem forstöðumenn var bent á að ráða fólk um 20 ára því að það var ódýrast.
Það sem hefur bjargað miklu er að til starfa á þessu stöðum hefur upp til hópa ráðist fólk sem hefur áhuga og ánægju að aðstoða fólk við að ná betri tökum á að lifa lífinu við sem eðlilegastar aðstæður. Þetta fólk hefur jafnvel þurft að vinna aðra vinnu með til að hafa efni á að vinna á Sambýli. Í raun að hluta til hugsjón hjá mörgum. En vegna lágra launa hefur samt verið mikil starfmannavelta og þessir staðir oft í miklum vandræðum að ráða inn fólk og því hafa verið þar gríðarlegar vinnutarnir.
En nú þegar harnar á dalnum verða menn að muna að á þessum vettvangi er ekki hægt að spara öllu meira. Og í raun má ætla að sparnaður nú verði að kostnaði síðar því að þar með minnka líkur á því að þeir einstaklingar sem búa t.d. á sambýlum getir bjargað sér sjálfir.
Og enn er stefnt að því að sveitarfélög taki við þessum málaflokki 2011 og þau verða að vera með það á hreinu að það er ekki nokkur leið að minnka kostnað í þessum kerfum og sveitarfélög verða að varast að gera sömu mistök og þau gerðu þegar þau tóku við Grunnskólunum án þess að fá nægt fé með.
Slasaðist á hlaupum undan vistmanni á sambýli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. september 2009
Forgangsatriði í aðildaviðræðum við ESB
Það á náttúrulega að vera forgangsatrið í aðildarviðræðum við ESB að vegna fordæmislausra aðstæðna hér séum við með ónýta mynnt. Og í ljósi þess þurfum við stuðning við að taka upp EVRU. Og í í byrjun aðstoð Evrópska seðlabankans við að halda lífi í krónunni eða fá undanþágu til að taka upp EVRUNA í ljósi aðstæðna. Því annars séum við í þeirri stöðu að þuirfa að gera það einhliða. Eða taka upp dollar þar til að við höfum uppfyllt skilyrði um upptöku Evru. Held að þeir vilji heldur að við förum evru leiðina.
Hefðum betur verið búin að þessu fyrir löngu. t.d. fyrir 2002-3
Ísland taki upp evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 1. september 2009
Fylgi ríkisstjórnarflokkana eykst!
Þetta er nú það sem vekur meiri athygli í þessari könnun.
Eins vekur athygli að þeir eru helst á móti ríkisábyrgð sem segjast ekki hafa kynnt sér samningana. En um 40% segjast ekki hafa kynnt sér icesave samningana. Og þeir sem hafa kynnt sér málið vel voru frekar jákvæðari gagnvart ríkisábyrgð.
Og eins kemur fram í þessari könnun að meirihluti taldi að hagur okkar hefði verið verri ef við hefðum ekki samþykkt ábyrgð á icesave
En sem sagt framsókn er að dala í fylgi en furðulegt að 28,8% vilja aftur fá Sjálfstæðisflokkinn til valda. Þrátt fyrir allt sem hefur gerst.
Meirihluti á móti ríkisábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson