Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Alveg eru Íslendingar furðulegir!

Það er ótrúlegt að fólk hefur látið heilaþvo sig með því að tengja aðildarviðræður við ESB og Icesave saman. Sem er í besta falli furðulegt. Það voru að vísu 2 þjóðir sem eru innan ESB sem við erum að semja við en menn alveg búnir að gleyma því að það voru aðrar þjóðir innan ESB sem komu deilunni í farveg þannig að hægt væri að semja um t.d. að opna leiðir fyrir okkur varðandi gjaldeyrisflutning milli okkar og umheimsins sl. haust þegar hér vara allt að stöðvast.

Einnig væri nú gott að velta því fyrir sér ef menn hafa rétt fyrir sér með það að ESB hafi beitt sér fyrir hönd Hollands og Bretlands, hefðum við ekki viljað hafa stuðning frá svo voldugu ríkjasambandi til að standa með okkar málstað?

Síðan koma svona gáfulegar athugasemdir eins og frá Ögmundi nú í dag þar sem hann segir:

En á endanum held ég að þetta sé spurningin um það að Íslendingar vilja horfa mun víðar en til Evrópu einnar hvað varðar erlend samskipti á komandi árum. (www.dv.is )

Og hvaða markaðir eru það Ögmundur? Hvaða þjóðir aðrar heldur hann að séu tilbúnar að greiða sama verð t.d. fyrir fiskinn eins og Evrópuþjóðir? Er hann líka búinn að gleyma því að ESB er með viðskiptasamninga við nær öll markaðssvæði í heiminum? Heldur hann t.d. að ESB ríki séu ekki að selja og fjárfesta t.d. í USA?

En ef ég þekki Íslendinga rétt þá sveiflast fylgið aftur til baka þegar að að samningaviðræður byrja við ESB og t.d. þessi aðstoð sem Ole Rehn ræddi um í síðustu viku sem og þegar fólk sér að krónan byrjar að sveiflast aftur upp og niður. Og vöruverð að hækka enn meira. Sem og þegar að næstu stórframkvæmdir fara að skila næstu verðbólgubylgju hér.


mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum skynsemi að leiðarljósi!

Nú eru sérfræðingar Seðlabankans að tala um að komið sé færi á að horfa á endurskipulagningu skulda við heimilin. Enda eru nú bankarnir að komast á koppinn aftur og vita loks um stöðu mál hjá sér [- Landsbanki]

Hér hafa meintir sérfræðingar (m.a. Hagfræðingar eins og Ólafur Arnarson) talað um að það ætti fyrir lifandis löngu átt að færar skuldir niður á línuna. Þeir hafa talað um að þetta þurfi að gera þrátt fyrir að þetta gæti kostað ríkið gífurlegar upphæðir. En ég hef fundið alvarlegan punkt sem þeir hafa gleymt í þessu mali sínu um meintan fólksflótta ef lán yrðu ekki leiðrétt umtalsvert hjá öllu. En veikleikinn sem þeir hafa gleymt er þessi:

Ef að það mundi kosta ríkið  um 300 milljarða við 20% og sumir tala um 30% niðurfellingu sem þýddi um 450 milljarða kostnaðp á ríkð. Þeir segja að ef þetta verði ekki gert verði hér almennur fólksflótti. Nokkur atrið sem þeir gleyma:

Ríkið þyrfti væntanlega að gefa úr skuldabréf á móti þessum skuldum. Af því skuldabréfi þyrfti að borga. Og þar sem að við erum þegar að mæta halla á fjárlögum með niðurskurði og hækkun skatta mundi þetta bætast ofan á þetta. Og vægt held ég að mætti reikna með því að hækka þyrfti tekjuskatt á alla um 3 til 5% til að greiða af þessum skuldabréfum næstu áratugina. Og þá er ég kominn að atrið sem þeir hafa algjörlega gleymt en það er unga fólkið sem er að koma úr skólum hér næstu árinn og eiga engar eignir. Halda þessir menn að þetta fólk sem er ekki bundið hér neinum fjárskuldbindingum komi til með að vilja vera búandi hér þar sem beinir og óbeinir skattar verða kannski yfir 60%. Ég er næsta viss um að það mundu fáir vilja þegar þeim biðst meira að segja hagstæðari lífskjör í skatta löndum eins og Noregi og Svíþjóð.

Og eins þá er furðulegt að þeir haldi að það sé einhver lausn fyrir fólk að hlaupa héðan frá skuldum því að þær elta fólk til allra nágranalanda okkar og fyrirtæki eins og Credit info eru starfandi í öllum þessum löndum. Og því fær fólk litla fyrirgreiðslu þar.

Ég er næsta viss um að ríkisstjórnin er að landa lausnum smátt og smátt sem koma til með hjálpa þeim verst stöddu og gera öðrum mögulegt að kljúfa þetta.

Eins tel ég að hér á landi eigi líka eftir að breytast búsetumunstur og fleiri eigi eftir að kjósa að búa í leiguhúsnæði og húsaleigufélög sem og búsetafélög eigi eftir að eflast hér á landi. Enda ekki eðlilegt að allir séu í þessu kapphlaupi að byrja í blokk og svo sífellt að vera að stækka við sig og taka hærri lán. Þetta form er hvergi til í heiminum eins og hér.

Ég held að þegar þetta tímabil verður skoðað eftir nokkur ár verði margir fegnir að menn pössuðu sig á að vera ekki of fljótráðir


mbl.is Ríður á endurskipulagningu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki alveg að ná þessum nýju hugmyndum varaðandi leiðréttingu lána!

Vara að hlusta á hlusta á Spegilinn á ruv áðan og viðtal við Benedikt Sigurðarson, framskvæmdarstjóra Búseta þar sem hann skýrði nýjar tillögu frá Félag Fasteignasala, Hagsmunasamtök heimilanna, Húseigendafélagið, Húsnæðissamvinnufélagið Búseti á Norðurlandi, talsmaður neytenda og Lögmenn Laugardal.

Þar talaði hann um að leiðrétta verðtryggingu allra húsnæðislána til þess sem hún var í byrjun árs 2008. Hann telur að það sé almennt svona um 26 til 30% leiðrétting og með einhverjum hámörkum gæti það kostað um 280 milljarða. En snilldin við þessa hugmynd telja þeir að sé að ríkið gefi út skuldabréf með afborgunum næstu allt að 40 árum eða eins lengi og lánin voru. Nokkrir punktar sem ég er ekki að ná:

  • Hann talaði að ríkið mundi síðan innheimta með sköttum fyrir þessum lánum. Hann gerir sér vonandi grein fyrir að miðað við stöðuna í dag þá mundi þetta þýða t.d. að tekjuskattur yrði að vera 2 til 3% hærri bara út af þessu næstu 40 árin. Er það efnilegt að skila því til næstu kynslóða.
  • Í greinargerð varðandi kall þeirra eftir leiðréttingum á lánum segja þessir aðilar enn að íbúðareigendum hafi verið mismunað á kostnað fjármagnseigenda. En það vita það allir að nær öll þjóðin átti fé með einum eða öðrum hætti í bönkum á reikningum eða peningamarkaðssjóðum. Bæði sem einstaklingar og í gegnum lífeyrissjóði. Og því finnst manni þessi rök út í hött. Meðal stærstu fjármagnseigenda voru eldra fólk sem er nú flest ekki velhaldið varðandi ellilífeyrir og tekjur. Skil ekki hvað er alltaf verið að stilla þeim upp eins og andstæðingum sem fái allt á kostanað íbúðareigenda og skuldara. Bendi líka á að margir íbúðarskuldarar áttu líka innistæður og líklega flestir.
  • Þá væri líka rétt að þetta fólk skoðaði að hér er verið að loka fjárlagagati upp á 200 milljarða á næstu árum. Halda þeir virkilega að þetta hjálpi til.
  • Eins væri kannski rétt hjá þeim að reikna út hvað það þýðir ef að skattar hér hækka um 3 til 5% tekjuskattur og neysluskattur líka. Sem og að þjónustugjöld gætu hækkað sem og að fækkað verður opinberum starfsmönnum, dregið úr þjónustu og fleira. Halda menn að það verði ekki meiri líkur á að ungt fólk með engar skuldbindingar ákveðið að framtíð þeirra sé betur borgið í löndum þar sem eru betri lífsskilyrði til framtíðar.

 Held að þessir menn þurfi líka að horfa til þess að hér er fullt af ungu fólk sem ekki hefur steypt sér í skuldir. En ef að skattar, menntun og niðurskurður hér verður til þess að lífskilyrði hér í framtíðinni verða verri en í löndunum í kring um okkur þá stofna þau ekki heimili hér.

Þetta gleymist oft í umræðunni. Og meintur fólksflótti sem allir eru að spá er er ekki gríðalegur, er ekki kannski mikil lausn því skuldir fólks fara ekki og skv. því sem ég heyrði þarf fólk að leita til landa eins og Bretlands til að gjaldþort ellti þau ekki.

En það er engin að tala um að fólki verði ekki hjálpað! Og það er ljóst að aðgerðir hingað til hafa ekki verið til mikils en fólk verður líka að vera raunsætt. t.d. mundi 20 eða 30% leiðrétting ekki hjálpa fólki með gegnistryggð lán mikið. Og eins að meðan að verðtrygging er við líði mundu leiðrétt lán halda áfram að hækka umfram eignir aftur þar sem að eignir hér voru orðnar í mörgum tilfellum allt of dýrar. Og verðbólga mundi því halda áfram að hækka lánin aftur. Og hvað þá?


Bara að benda fólki á flotta færslu varðandi hrunið og framtíðina

Langar að benda fólki á færslu erti Vilhjálm Þorsteinssson sem heitir Átta lífseigar flökkusögur um hrunið Hann tekur þarna til nokkrar fullyrðingar sem hafa verið í umræðunni og fólk lagt trúnað á.

T.d.

1. "Afskriftir skulda [útrásarvíkings X] lenda á almenningi."  Rangt, þær lenda á kröfuhöfum gömlu bankanna.  En í tilviki Landsbankans er Tryggingasjóður innstæðueigenda og síðan ríkissjóður meðal forgangskröfuhafa, þannig að þar má segja að tap gamla bankans sé tap almennings.  Svo er þó ekki í Glitni eða Kaupþingi  (nema óbeint í gegn um lífeyrissjóði og að einhverju leyti Seðlabanka).

Og eins

6. "Það á að setja afturvirk lög til að geta refsað [útrásarvíkingi X]". Slíkt er bannað skv. 69. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins íslands: "Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað." Ákvæði sama eðlis eru í mannréttindasáttmálum, enda er hér um að ræða eina af meginstoðum lýðræðis og réttarríkis.  Það væri verr af stað farið en heima setið að ætla sér að krukka í þessu

Og hann líkur upptalningunni með

8. "Allt er farið í steik og það er eins gott að pakka saman og fara." Vísbendingar í hagtölum eru frekar jákvæðari en svartsýnar spár gerðu ráð fyrir.  Samdráttur landsframleiðslu verður minni en ætlað var á þessu ári, og ekki meiri en víða annars staðar.  Vöruskiptajöfnuður hefur snúist hratt við og er vel jákvæður um þessar mundir. Atvinnuleysi er minna en spáð var.  Búið er að vinna úr Icesave deilunni og verið er að endurreisa bankana.  Umsókn um aðild að ESB er á góðu róli, en stefna á aðild og evru mun veita okkur kærkominn stöðugleika og viðspyrnu.  Og við munum geta lokað stórum hluta fjárlagagatsins með þeirri einföldu aðferð að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna.

Eins og sönnum Íslendingi sæmir, dreg ég rökrétta ályktun: Þetta reddast.

Sammála Vilhjálmi en endinlega lesa alla færstluna hún er góð


mbl.is Vongóður á vilja kröfuhafanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg afstaða álitsgjafa!

Varð hugsi í dag þegar ég hlutstaði á Ólaf Arnarson bæði í Þættinum á Sprengisandi og svo síðar í Silfri Egils. Til að byrja með þá velti ég því fyrir mér hvað það væri sem hann væri að reyna að ná fram. Allt sem frá honum kemur er neikvæðni. Hann er með á heilanum að allir séu að flýja land. Og samt sem áður skil ég ekki hvað það mundi gagnast fólki. Því skv. því sem vinur minn kynnt sér þá hverfa skuldir fólks ekki og elta þau í raun á milli landa nema að þeir flytji t.d. til Bretlands. Og eins talar hann eins og það séu fullar flugvélar á leið héðan með fólki sem er alfarið en þess sést ekki merki í tölum ennþá.

Maður fer að velta fyrir sér hvort að hann sjálfur sé svona skuldsettur enda skv. heimsíðu hans var hann á kafi í vinnu fyrir útrásarvíkingana og því eðlilegt að hann hafi smitast af þeim. Sbr. af heimasíðu hans:

2003 flutti Ólafur ásamt fjölskyldu sinni aftur heim til Íslands. Hann hefur starfað með íslenskum fyrirtækjum í tengslum við fjárfestingar í Bretlandi og Skandinavíu. Einnig hefur hann tekið að sér verkefni fyrir banka og fjármálastofnanir. Þá hefur Ólafur unnið með alþjóðlegum eignastýringarfyrirtækjum, sem leitað hafa fyrir sér með viðskipti við íslenska fagfjárfesta. Árið 2008 starfaði Ólafur að viðskiptaþróun hjá Landic Property

Veit ekki hvað hann heldur að ávinnist með þessum greinum sem hann skrifar á www.pressan.isþar sem hann fjallar m.a. um skv. síðust færslum

13. sep. 2009 - 14:46 Ólafur Arnarson

Blekkingarleikur Seðlabanka og ríkistjórnar

Í nýrri hagspá Seðlabankans kemur fram, að samdráttur í hagkerfinu verði minni á þessu ári en búist hafði verið við. Hann verði 9 prósent í stað 11 prósent. Þá hefur fjármálaráðherra greint frá því að landsframleiðslan dragist saman um 7.5 prósent, eða tveimur prósentustigum minna en spáð hafði verið. Viðskiptaráðherra hefur lýst ánægju sinni með að þetta sé ekki svo frábrugðið samdrættinum annars staðar í Evrópu, sem búist er við að verði um 4 prósent.

Hér stendur ekki steinn yfir steini – hvorki hjá Seðlabankanum né þeim Steingrími J. Sigfússyni og Gylfa Magnússyni. Það er verið að bera saman krónur annars vegar og evrur hins vegar. Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur.

Hann veit náttúrulega betur en allir aðrir

Jóhanna verður að víkja!

Enn er lýst eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Á dögunum sást henni bregða fyrir er hún bað afsökunar þá, sem urðu fyrir illri meðferð á Kumbaravogi, í Heyrnleysingjaskólanum og víðar. Vissulega er það virðingarvert að forsætisráðherra þjóðarinnar bregðist skjótt við og taki á slíkum málum. Ekki skal ég gera lítið úr því.

Ríkisbankarnir sitja hins vegar ekki aðgerðalausir. 1. nóvember næstkomandi fellur úr gildi bann við nauðungarsölum á íbúðum fólks. Bankarnir ætla sér greinilega að fá fljúgandi start um leið og bannið rennur út og þessa dagana hafa stefnuvottar á höfuðborgarsvæðinu ærinn starfa af því að afhenda fólki fjárnámsboðanir. Ríkisbankarnir, sem eru undir stjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, ætla engan tíma að missa heldur byrja að selja ofan af fólki strax í byrjun nóvember.

Hvað veit hann um hvað bankarnir ætla að gera?

09. sep. 2009 - 08:00Ólafur Arnarson

Joseph Stiglitz á villigötum - Verðtrygging er tól andskotans

Bandaríski nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz telur að betra sé að miða verðtryggingu lána við launavísitölu en verðlagsvísitölu. Þannig megi forðast misgengi launa og lána. Stiglitz er einnig á móti því að farið verði í almennar afskriftir lána – betra sé að lengja í þeim og lækka þannig greiðslubyrði. Ekki sé sanngjarnt að þeir, sem ekki hafa lent í vandræðum með lán sín, þurfi að taka á sig byrðar vegna hinna, sem lent hafa í vandræðum.

Þarna skjátlast Stiglitz hrapallega.

Hvað verðtrygginguna varðar, hefur reynslan sýnt að launavísitala hækkar mun meira en verðlagsvísitala yfir langt tímabil. Á þetta hafa bæði Tryggvi Herbertsson og Greining Íslandsbanka bent. Það myndi því koma verr út fyrir lántakendur að miða við launavísitölu en verðlagsvísitölu.

Hvað auðvita veit hann betur en Stiglitz

Svona væri hægt að fara í gegnum flestar færslur hans og í raun ætti maður ekki að ráðleggja það neinum því maður fyllist algjörri svartsýni við það.

En á Sprengisandi og í Silfrinu var þó fólk sem benti honum á að þessi meinti fólksflótti væri ekki skollinn á og m.a. á Sprengisandi var honum bent á að ástandið eins og hann lýsti því að allir væru bara komnir í þrot og væru að leita að vinnu erlendis, væri bara ekki staða sem aðrir viðmælendur í þættinum könnuðust við. Enda held ég að flýja frá skuldum hjálpi bara fólki ekki neitt þar sem skuldirnar mundu bara bíða þess að fólkið kæmi aftur og skv. vini mínum þá gildir að innheimta má skuldir m.a. á Norðurlöndum.

Vildi gjarnan að menn eins og Ólafur notuðu menntun sína og vilja til að tjá sig í að hjálpa þeim einstaklingum sem eru í vandræðum því að hann virðist hafa það allt á hreinu hvað á að gera.

Síðan væri nú gaman að heyra í einhverjum örðum svona líka takk fyrir! T.d. hinum sem hafa skrifað um hrunið. Þeir hafa bara fengið að tjá sig þegar þeir voru að kynna bækur sínar.

 


Fyrir alla muni ekki leyfa ykkur að vera bjartsýn!

Finnst með afbrigðum dómadagsspár sem rigna yfir okkur nú þessa vikur. Þrátt fyrir að stöðugt fleiri jákvæðar fréttir streymi til okkar sem ættu að fylla okkur áræði og bjartsýni þá keppast fjölmiðlar og bloggarar um hver geti komið með verstu hugsanlegu möguleika og framtíðarsýn fyrir Ísland.

Svo mjög kveður að þessu að fréttir eins og þessar vekja nær enga athygli:

  • Að ESB sé tilbúið og búið að semja við okkur um aðstoð við að komast út úr kreppunni hverfa.
  • Það vekur enga athygli að ráði að ýmsir fjárfestar eru tilbúnir að koma hingað og fjárfesta
  • Að atvinnuleysi hér er "aðeins" um 7,7% sem er bara svona miðlungs ef miðað er við ríki á Vesturlöndum.
  • Minni samdrætti hér en reiknað var með
  • Lægri upphæðum sem við þurfum að leggja nýju bönkunum til

Heldur vilja fjölmiðlar gleypa við yfirlýsingum eins og:

  • Að nauðungasölum hafi fjölgað um helming frá síðasta ári. Þeir gleyma því alveg að í fyrra voru þau mun færri en þau hafa verið. Þannig eru mörg ár sem eru með mun fleiri nauðungaruppboð.
  • Sífellt verið að tala um að skriða nauðungaruppboða séu að skella á. Þetta hefur verið reglulega fréttir frá því á síðasta ári.
  • Sífellt er verið að tala um fólksflótta í miklu mæli en staðan sú að flóttinn hefur látið á sér standa. Enda möguleikar fólks ekki svo miklir á störfum annarstaðar.
  • Meirihluti dæma sem tekin eru um erfiða stöðu heimila eru á þann hátt að fólk er að kaupa sér íbúðir á háum lánum, eða endurfjármagna íbúðir sínar. Þau taka gengistryggð lán þrátt fyrir að sérfræðingar hafi varað við þeim í fjölmiðlum um ára raðir. En íslendingar hafa alltaf fallið fyrir því að heyra sögur af nágrana sínum sem var að græða svo mikið. T.d. á pýramídabréfum, hlutabréfum og svo gengistryggðum lánum. Fólk talað um að þau greiddu sig næstum sjálf.

Síðan er það kafli út af fyrir sig sífellt væl um að ríkið sé ekki að gera þetta og hitt nægjanlega fljótt en staðreyndin er sú að engin er sammála um hvað sé rétt. Og staðreyndin er sú að ef farið hefði verið eftir sumum af þessum kröfum um aðgerðir þá værum við búin að eyða gríðar fé í aðgerðir sem sennilega hefðu engu skilað.

Og svo er alltaf að koma í ljós að aðgerðir stjórnvalda þó hægt fari eru þau skref sem þarf að stíga og eru að miða okkur í rétta átt


Er þetta ekki einn af "indefence" hópnum?

Minnir að hann sé einn af þeim sem fór hamförum hér fyrr á árinu að tala um vanhæfa og óhæfa menn í samninganefnd okkar um Icesave. Svo dunar hann sér við að vinna gegn hagsmunum Íslands með því að benda fólki á leiðir framhjá gjaldeyrishöftum og skila ekki gjaldeyri heim. Verandi í stjórn Seðlabanka sem á að framfylgja þessari stefnu okkar. Er það ekki skýrt merki um vanhæfi? Þetta er maður sem hefur leyft sér ásamt félögum sínum að þykjast vita allt betur en aðrir og hagar sér sjálfur svoana.


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegt að Mogginn skuli hafa þetta svona nákvæmlega!

Man ekki betur en að það séu nokkrir mánuðir síðan að skattayfirvöld fengu aðild að samkomulagi við þessar aflandseyjar. EN nú getur Mogginn fullyrt svona nákvæmlega um eignir manna þar sem og breytingar á milli ára. Manni skildist að það væri andskotanum erfiðara að fá þessar upplýsingar sem og að þær væru veittar sér fyrir hvert og eitt nafn eða tilfelli.

Svo hvernig í andskotanum vita menn hjá Mogganum þetta?


mbl.is Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu eru þeir enn að þarna hjá Glitni/Íslandsbanka?

Hélt í ljósi reynslunnar að það væri búið að leggja þessa greiningardeild niður! Ekki beint hægt að segja að spár þeirra hafi staðist í gegn um tíðina né greiningar þeirra.
mbl.is Spá kreppu hér næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja og hvað segið þið þá?!

Hér hafa menn haldið því fram að allt sem AGS geri hér á landi sé vitlaust og alls ekki í okkar þágu! En bíðið við nú talar hér einn fremsti hagfræðingur í heimi og meira að segja helsti gagnrýnandi Alþjóðabankans og AGS. Og viti menn.

  • Hann segir að AGS hafi verið nauðsynlegur fyrir okkur þar sem engin hafði trú að við gætum sjálf sett okkur raunhæfar áætlanir út úr þessu
  • AGS sýnir okkur töluverðan skilning varðandi aðlögun að þeim aðgerðum sem þarf að grípa til eins og niðurskurði og auknum skatti.
  • Gjaldeyrishöftin séu nauðsynleg því annars þyrfti að hækka vexti mun meira og AGS hafi samþykkt þessi rök.
  • Nauðsyn þess að halda fyrirtækjum í rekstri jafnvel þó það þýði niðurfellungu skulda hjá þeim því að atvinnuleysi sé það versta sem við lendum í og því þurfi að hamla gegn.
  • Hann talar um að niðurfærslu skulda þurfi að miða við þau kjör sem lánin voru veitt á. Þannig að þeir sem sannanlega hafi verið seld lán á forsendum sem standist ekki eins og gjaldeyrislánin eigi að ganga fyrir varðandi leiðréttingar eða niðurfærslu þeirra. Það þurfi að vanda mjög hvernig tekið er á þessu.

Svo hvað er fólk að tala um að hafi verið gert rangt hér?

Má bæta við það sem Jón Daníelsson sagði: Við skoðun á skuldum og aðstoð þarf að horfa til þess að hér eru 3 þættir sem allir eru nauðsynlegir. Þær þurfa að taka tillit til stöðu ríkisins, atvinnulífsins og heimilina. Þannig er til lítis að lækka skuldir heimila ef það þýðir að ríkissjóður fer á hausinn.


mbl.is Segir AGS standa sig betur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband