Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
Fimmtudagur, 9. desember 2010
Bjarni er ekki allt í lagi hjá þér!
Það var mikil óvissa um hvað myndi gerast þegar að forsetinn synjaði lögunum staðfestingu. Hann í raun tók áhættu fyrir hönd þjóðarinnar. Hér hefði allt getað farið til andskotans varðandi samskipti okkar við erlendar þjóðir . Og í raun höfum við greitt Icesave dýru verði líka í formi lánakjara sem okkur hefur boðist ef okkur hafa boðist erlend lán yfir höfuð. Þá vorum við þá að tala um vextir sem þessar sömu þjóðir eru að bjóða Írum. En náttúrulega frábært að betri kjör buðust nú og ég kaupi að Bretar og Hollendingar eiga ekki að græða á þessum lánum.
En þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki svona gildishlaðinn eins og menn láta nú. Viðsemjendur okkar voru búnir að bjóða betri kjör og Steingrímur og Jóhanna hvöttu ekki til að þessir samningar yrðu samþykktir eftir það. Fyrir Steingrími og fleirum vakti það að koma þessu Icesave frá svo hægt væri að fara að stunda hér eðlileg viðskipti og fjárfestingar á viðráðanlegum kjörum. Og þegar bæði Icesave 1 og 2 voru var hér allt önnur staða.
Nú eiga menn bara að fagna því að hér er komið betri samningur og drífa hann í gegnum Alþingi. Allar líkur á að eigur Landsbankans gamla standi undir allri skuldinni.
Og þegar Bjarni horfir til fortíðar ætti hann að rifja upp sitt innlegg í þessi mál. Þetta sagði hann m.a. í lokaræður sinni 2008 um heimild ríkissjórnar til að ganga til samninga út á sameiginleg viðmið deiluaðilar sem voru upp á 6.7% vexti:
Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum. Ef menn ætla að fara að taka þann slag verða menn líka að vera tilbúnir til að tapa því máli ef á það mundi reyna. Þeir sem tala fyrir því að þá leið hefði átt að velja eru auðvitað tilbúnir til að gera það eftir á vegna þess að þeir geta gefið sér það í umræðunni að við hefðum sigrað þá lagaþrætu. Það er fínt að gera það í dag vegna þess að það liggur fyrir að sú leið verður ekki farin, en eru þeir hinir sömu þá tilbúnir til að fallast á að við mundum taka herkostnaðinn af þeirri ákvörðun ef niðurstaðan yrði okkur í óhag? Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.
Þess utan er líka afar líklegt, eins og m.a. hefur komið fram í máli hæstv. utanríkisráðherra, að á meðan málið væri í slíkum farvegi hefðum við ekki fengið fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, það liggur fyrir, og auk þess eru verulegar líkur á því að Bretarnir hefðu ekki dregið úr aðgerðum sínum á grundvelli hryðjuverkalaganna eins og þeir hafa reyndar þegar gert þó að ekki hafi þeir látið af öllum aðgerðum sínum á grundvelli laganna, þ.e. enn þá eru eignir Landsbankans kyrrsettar í Bretlandi. Þar til viðbótar má leiða líkum að því að á vettvangi samstarfsins um Evrópska efnahagssvæðið hafi verið látið reyna á það hvort hægt hefði verið að hindra eða stöðva eða þvælast fyrir með einhverjum hætti frjálsum viðskiptum okkar inn á svæðið á grundvelli öryggishagsmuna. Allt eru þetta atriði sem þarf að taka með í reikninginn þegar menn eru að gera upp á milli þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir í þessu
máli
Af hverju ekki að fagna nú betri árangri og hætta að velta sér upp úr fortíðinni og reyna að horfa smá bjartsýnni fram á veginn.
Þurfa að svara fyrir fyrri samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 9. desember 2010
Ekki sama hvaða fjölmiðil maður hlustar á
Í fréttatíma Stöðvar 2 talaði hann um að þessi samningur væri hagstæðari sem nemur á annað hundrað milljarða. En í þessari frétt hér á mbl.is segir hagstæðari um 200 milljarða. Það munar nokkru. Sem og að nú er talað um að um 50 milljarðar séu það sem ríkið þarf að borga ofan á þá rúma 20 milljarða sem eru í innistæðutryggingasjóð. Þannig að þetta eru rúmir 70 milljarðar sem þetta kostar okkur. Vonandi duga eignir fyrir þessu. En mig minnir að menn hafi verið að áætla kostnað við fyrri Icesave upp á 180 milljarða og sumir sögðu að hann yrði minni. Þannig að munurinn er rúmir hundrað milljarðar held ég. En við skulum segja að þetta sé rétt. Þá veðum við að drífa þetta af. Því að það verður að stoppa það tap sem við höfum orðið fyrir með því að hafa Icesave ófrágengið ári of lengi og hefur kostað okkur tugi milljarða eða meira.
200 milljörðum hagstæðari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 9. desember 2010
Held að það eigi að fela Sigmundi og Indefence að leysa þetta mál.
Sigmundur Davíð: Spurning um að gefa út spunaviðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. desember 2010
Ætlar þessu aldrei að ljúka!
Nú heyrir maður á ýmsum stöðum að óháð því sem kemur út úr þessum samning ætli menn að berjast fyrir því að hugsanlegur samningur fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég bara trúi því ekki að Ólafur Ragnar setji þetta mál aftur í þjóðaratkvæði. Bæði er að það er næsta víst að ef að fólk fær að kjósa um samning sem hugsanlega kostar eitthvað þá er hann alltaf feldur. Því fólk sem heldur að það hafi val um að greiða eða greiða ekki það velur yfirleitt að borga ekki. En um leið þá áttar fólk sig ekki á að það er kannski að skaða framtíðarmöguleika þjóðarinnar með því að bæði að fjárfestingar, lán og samskipti við útlönd verða þá í frosti áfram. Sennilega fram að því að við verðum dæmd til að borga af EFTA dómsstólnum.
En aftur þjóðaratkvæði um hvort að við eigum að borga skuldir okkar er náttúrulega brandari.
Farið yfir Icesave-viðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. desember 2010
Bara ekkert að þessu og skv. þingsköpum
Fólk lét þarna eins og fífl. Og lét sér ekki segjast. Skv. þingsköpum gildir:
70. gr. Forseti skipar fyrir um hvernig mönnum skuli gefinn kostur á að vera við fundi þá er haldnir eru í heyranda hljóði. Áheyrendur eru skyldir til að vera kyrrir og hljóðir. Brjóti nokkur móti því getur forseti látið vísa honum á braut og, ef þörf er á, öllum áheyrendum.
Sé ekki að svona framkoma eins og maður heyrði þarna af Alþingi hjálpi 9 menningunum nokkurn skapaðan hlut. Og talsmáti þess sem hrópaði sem mest er honum ekki á nokkurn hátt til sóma eða vegsauka.
Og hjal um Hreyfingarinnar og að tengja þetta við bort á stjórnarskrá Hreyfingunni til vansa og heitir lýðskrum.
Þing fyrir luktum dyrum vegna óláta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 6. desember 2010
Eins og venjulega er ég ekki að skilja Vigdísi
Svona fyrir það fyrsta. Þá stendur í þessu sem hún vitnar til
"Hugsunin að baki sætishlut Droops er sú að aldrei geti fleiri frambjóðendur komist í senn yfir þennan þröskuld en svarar til tölu þingsæta"
Sé ekkert um hvað eigi að gera ef að hópurinn sé minni en 25 sem nær þessu marki. En þar sem þetta þing er ráðgefandi og það verður þjóðin sem greiðir atkvæði um þessar breytingar og atkvæði verða greidd 2x á þingi þá er ég að velta fyrir mér hvað hún vill að gert verði. Að Hæstiréttur dæmi þetta ólöglegt? Að kosningarnar verið endurteknar? Hvað vill hún? En það er líka spurning af því að þessu stjórnlagaþingi er ætlað að vinna að gerð stjórnarskrár ekki að setja okkur stjórnarskrá, þar sem það verður Alþingi og þjóðin sjálf sem gerir það, þarf þá þetta að verða svo nákvæmt? Og ætlar Vigdís sjálf að kæra þessar kosningar?
Stjórnlagaþing til Hæstaréttar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. desember 2010
Hefði þá ekki verið betra að semja í október Sigmundur.
Sigmundur bendir á það að lánasamningur Breta og Íra, sem felur það í sér að Bretar lána nágrönnum sínum háar fjárhæðir á 5,8% vöxtum geti gert það að verkum að erfiðara sé fyrir stjórnvöld þar á bæ að réttlæta samkomulag við Íslendinga á mun lægri vöxtum. Rætt hefur verið um 3% vexti, en að teknu tilliti til þess vaxtafrís sem reikna má með að verði í samningum verða vextirnir nær 2,7%.
Hefði þá ekki verið ráð að semja í september/október? Ef að þetta er rétt hjá Sigmundi að samningar Breta v við Íra gætu sett málð í uppnám aftur hjá okkur. Annars held ég að ríkisstjórnin væri búin að segja frá því ef að samningar væru að sigla aftur í strand.
Engin drög verið kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. desember 2010
Það sem mbl.is sleppir í tilvitnun í frétt ruv.is
Þar segir ennfremur að í upphafi hafi íslensk stjórnvöld lagt fram smánarlegt tilboð. Íslendingar hafi ekki ætlað að borga til baka að fullu Icesave lánið - ennfremur hafi íslensk stjórnvöld ekki viljað greiða neina vexti. Næsta tilboð hafi verið örlítið skárra - falið það í sér að greiða upphæðina til baka að fullu á löngum tíma - en ekki neina vexti. Því höfnuðu Bretar og Hollendingar enda hafi það ekki fallið undir skilgreiningar sem Parísarklúbburinn svokallaði - sem fjallar um skuldamál þjóða - setji sér. Icesave málið virðist hafa verið rætt reglulega á fundum Parísarklúbbsins. Rætt er um Nicole Bollen, yfirmann hjá Hollenska fjármálaráðuneytinu - að hann hafi setið fund Parísarklúbbsins sem fulltrúi Hollands 22. til 25. febrúar síðastliðinn í París þar sem þessi mál voru meðal annars til umræðu.
Í skjalinu koma einnig fram umkvartanir hollenskra og breskra stjórnvalda varðandi viðræður þeirra við Íslendinga. Rætt er um að fullur trúnaður hafi átt að ríkja um viðræðurnar. Engu að síður hafi samninganefndir ríkjanna ávalt heyrt um það í fjölmiðlum daginn eftir hvað fram fór á þessum fundum.
Svo leyfa Indefence og Framsókn sér að tala um að kjörin sem okkur hafa verið boðin á Icesave séu úr öllu korti og setja út á stórnvöld. En halló þarna fer tilvitnun í Parísarklúbbuinn sem segir
en ekki neina vexti. Því höfnuðu Bretar og Hollendingar enda hafi það ekki fallið undir skilgreiningar sem Parísarklúbburinn svokallaði - sem fjallar um skuldamál þjóða - setji sér.
Síðan er hægt að vitan í vaxtakjör sem Írland er að fá núna.
En í umræðunni hér á landi var talað um að Bretar og Hollendingar væru að krefjast kjara sem engin önnur þjóð væri rukkuð um í lánasamningum. Og þjóðin gleypti allt sem þessir leikmenn í indefence sögðu eins og þeir væru sérfræðingar í þessum málum. Og m.a. forsetinn gleypti þetta hrátt.
Rætt um Icesave í Parísarklúbbnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. desember 2010
Hér við þessa frétt hafa mannvitsbrekkur bloggað (eða hitt þó heldur)
Verða að segja að mat manna á Steingrími þarna í Bandaríska sendiráðinu er svipað mínu. Ég hafði mínar miklu efasemdir um Steingrím sem fjármálaráðherra en verð að segja að maðurinn hefur staðið sig frábærlega og ekki skrítið að eftir því sé tekið víða um heim hvernig okkur hefur gengið að koma okkur áfram hér eftir allt þetta hrun. Og þrátt fyrir að hann hafi þurft ofan á allt annað að berjast við flokksmenn sína meðfram öllu þessu.
En "mannvitsbrekkur" Moggabloggsins eru samar við sig. Sbr þessar færslur sem nú eru komnar:
Birgir Rúnar SæmundssonÞetta Fífl ! Jóhannes RagnarssonFrankensteinar kapítalismans og Steingrímur J. Ingibjörg Guðrún MagnúsdóttirGreyið hann að hafa verið í nágvígi við Steingrím. Skúli GuðbjarnarsonSúrt slátur
Bjó hjá foreldrum Steingríms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 3. desember 2010
Æi ég vill ekki vera dónalegur en greyin farið nú að hætta þessu!
Nú er loks búið að lenda málum með verulegum lausnum fyrir flesta sem skulda. T.d. bara vaxtabætur upp á 200 til 300 Þús á heimili. Niðurgreiðsla á vöxtum og niðurfærsla lána og margt annað. Það er kominn sú staða að lengra verður ekki gengið að sinni. Það má vera þegar betur árar að hægt sé að koma með betri lausnir. En byrjið ekki að vekja fólki væntingar nú þannig að það geri ekkert í sínum málum og fleiri komist í alvarleg vandræði.
Látum koma reynslu á þessi úrræði áður en hér byrjar ballið aftur. Sbr. Þór Saari í dag og nú þið. Þetta er orðið þreytt og allir aðilar málsins segja að ekki verði lengra gengið að sinni. þ.e. næstu ár.
Hafna aðferðafræði stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson