Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Þriðjudagur, 30. mars 2010
Heimurinn er óvart bara ekki sammála okkur!
Og áfram halda menn að rugla um vonda útlendinga og fleira. Dominique Strauss-Kahn var að segja að starfsmenn AGS og forstöðumenn telja að það sé ekkert þvi til fyrirtöðu að taka endurskoðunina á dagskrá óháð Icesave.
En því eru meirihluti stjórnar AGS ekki sammála. Hverjir skipa stjórn? Það eru fulltrúar eigenda. Og hver eru eigendur? Það eru 186 ríki. Og hvað er hægt að lesa út úr þessu?
Það er nauðsynlegt fyrir okkur að ganga frá Icesave því að ríkjandi þjóðir í heiminum telja að það sé nauðsynlegt bæði fyrir okkur og eins fyirir þau. Og þangað til verða mál okkar ekki tekin fyrir þar sem að mál eru ekki lögð fyrir stjórn AGS ef að líkur eru á því að þau séu feld.
Þetta er jú búð að liggja fyrir lengi þrátt fyrir áróður Indefence og Framsóknar um að staða okkar veriði alltaf betri og betri.
Minni á þetta af www.visir.is
Þó takist að eyða óvissu vegna Icesave og framkvæmdir við stóriðju fari á fullt í júní, er engu að síður samdráttur í landsframleiðslu á milli ára. Verg landsframleiðsla færi úr 1.500 milljörðum árið 2009 í 1.442 árið 2010. Hún mundi aukast lítillega og verða 1.481 milljarður árið 2011 og 1.572 árið 2012.
Þetta er bjartsýnisspá og gerir ráð fyrir að semjist um Icesave og fjármögnun gangi hratt og snurðulaust fyrir sig í kjölfarið. Allsendis er óvíst hvort svo verður.
Tefjist þessar framkvæmdir um eitt ár og þær fari á fullt árið 2011 líta málin mun verr út. Landsframleiðslan verður þá 12,5 milljörðum lægri árið 2010, 16,5 árið 2011 og tæpum 13 milljörðum árið 2012. Þetta þýðir að á þessum þremur árum verður landsframleiðslan 48 milljörðum minni en ella.
Verði stóriðjuframkvæmdirnar slegnar af hækkar sú tala umtalsvert. Uppsöfnuð lægri landsframleiðsla, árin 2010 til 2012, yrði 133 milljarðar króna. Þá má nefna að heildarfjármunamyndum yrði 205 milljörðum minni en í bjartsýnisspánni.
Og svo þetta úr sömu frétt:
Fleira er hægt að taka með í reikninginn þegar kostnaður við Icesave er reiknaður, til dæmis atvinnuleysi. Hver atvinnuleysisprósenta kostar 2,8 til 3 milljarða í atvinnuleysisbætur, samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun. Við það bætist minni verðmætasköpun, sem gera má ráð fyrir að kosti að minnsta kosti sömu upphæð. Hvert prósent er þá að lágmarki 5,6 til 6 milljarðar króna.
Þannig að það fer að verða spurning um hvað við erum að græða á þessum töfum á Icesave, Reyndar er ég viss um að við séum að tapa gríðarlega. T.d. þar sem atvinnuleysi hér er meira en það þyrfti að vera og verður hátt lengur. Þar með missum fólk út í þá stöðu að missa viljann til að vinna. Og það á eftir að kosta okkur til framtíðar auk alls hins sem getið er hér að ofan.
Ísland kann að skorta stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. mars 2010
Ásmundur Daði hefur aðsjáanlega ekki lesið stjórnarsáttmála ríkisstjórninnar.
Alveg makalaust kjaftæði í sumum Vg liðum. Sér í lagi mönnum eins og Ásmundi Daða. Það er eins og þeir hafi bara samþykkt að ganga til stjórnarsamstarfs án þess að lesa sáttmála sem gerður var milli flokkana. T.d. þetta:
Lögð er til í þessu skyni fækkun ráðuneyta í áföngum úr tólf í níu, ný forgangsröðun þar sem þess er þörf og breytt verkaskipting þar sem færð eru saman verkefni til að ná sem mestum samlegðaráhrifum. Lögð er áhersla á vandaðan undirbúning breytinganna. Verkefnisstjórnun er á hendi forsætisráðherra.
Forsætisráðuneyti fær aukið forystu-, verkstjórnar- og samræmingarhlutverk m.a. með stýringu samráðsnefnda ráðherra. Ennfremur verður settur á fót fastur samstarfsvettvangur stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins og önnur lykilhagsmunasamtök um þróun íslensks samfélags. Ráðuneytið mun stýra stefnumörkun á sviði stjórnsýsluumbóta og þróunar, þróunar lýðræðis og stjórnskipunar, samkeppnishæfni Íslands og jafnréttis kynjanna. Ennfremur verður lagasamræming innan Stjórnarráðsins efld undir forystu þess. Til að ofangreindar breytingar verði markvissari verður starfsemi ráðuneytisins endurskipulögð til að halda utan um umbótaverkefni annars vegar og verkefnisstjórn um samfélagsþróun hins vegar.
Í nýju efnahags- og viðskiptaráðuneyti verður almenn hagstjórn, lagaumgjörð og eftirlit með fjármálamarkaði, mat á þróun og horfum í efnahagsmálum. Ennfremur verða þar málefni er tengjast umgjörð íslensks viðskiptalífs.
Nýtt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur til allra atvinnugreina (utan opinbera geirans og fjármálamarkaðarins), nýsköpunar og þróunar innan þeirra. Þar verða teknar ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
Nýtt umhverfis- og auðlindaráðuneyti fær auk þeirra verkefna sem fyrir eru lykilhlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Þangað flyst ennfremur umsýsla Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
Til fjármálaráðuneytis færist öll eignaumsýsla ríkisins, en hún er nú dreifð á mörg ráðuneyti, þmt. jarðir og eignir á varnar- og öryggissvæðum. Í fjármálaráðuneyti verður í samráði við forsætisráðuneyti aukin áhersla á framkvæmd og mat á árangri stjórnsýsluumbóta.
Nýtt ráðuneyti mennta- og menningarmála fær auk fyrri verkefna umsjón menningarstofnana og verkefna er nú heyra undir forsætisráðuneyti.
Utanríkisráðuneyti fær aukið hlutverk á sviði alþjóðlegra viðskipta- og fjárfestingasamninga, auk þess sem Norðurlandaskrifstofa flyst þangað.
Nýtt ráðuneyti sveitastjórna, samgöngu og byggðaþróunar fær til viðbótar við fyrri verkefni aukið vægi varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem tengist m.a. tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga, auk stefnumótunar á sviði byggðaþróunar.
Og segir Ásmundur:
Ég veit ekki betur en að flokksráð VG hafi slegið allar stjórnarráðsbreytingar út af borðinu í janúar síðastliðnum. Ég geng út frá því að okkar þingflokkur muni taka stöðu með landbúnaði og sjávarútvegi í ESB-ferlinu. Það væri ekki trúverðugt fyrir flokk, sem leggst gegn ESB-aðild, að samþykkja þær breytingar sem forsætisráðherra lagði til í ræðu sinni í gær.
Hvers vegna ætti óvild þeirra gegn ESB að koma í veg fyrir hagræðingu í stjórnkerfinu? Og heldur hann að flokksráð Vg geti bara "slegið allar stjóraráðsbreytingar út af borðinu"
Held að þetta fólk sé bara ekki í lagi.
Síðan er ein ábending til Vg og sér í lagi óróleigudeildarinnar. Geta þau nefnt mér dæmi um að eitthvað ríki, einhver ríkisstjórn eða einhver stjórn hafi getað rætt svo mikið um mál að allir hafi verið sammála útkomunni? Halda þau að hægt sé að tala svo lengi um einhver mál að allir verið sammála þeim? Er það ekki málið að þau vilja að allir nái samkomulag um þeirra skoðun? En svo verður aldrei.
Uppstokkun ráðuneyta leggst illa í Vinstri græna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 28. mars 2010
Held að það sé í lagi að messa aðeins yfir Vg!
Vg fór sjálfviljugt í þetta stjórnarsamstarf. Það var skrifað undir stjórnarsáttmála sem gekk út á ýmis mál t.d.
Þá er einnig mikilvægt að ljúka sem allra fyrst samningum vegna innstæðutrygginga við nágrannaríki, uppgjöri á milli gömlu og nýju bankanna. Þessi atriði eru forsenda þess að Ísland öðlist á ný aðgang að erlendum lánamörkuðum.
Einnig stendur þar:
Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna. Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.
Einnig var ljóst að áfram átti að vinna í í samstarfi við AGS. EF að þingmönnum Vg líkaði ekki við þetta þá áttur þeir aldrei að samþykkja samstarf við Samfylkinguna. Ef þeir gátu ekki sætt sig við þessi markmið og ætluðu að vinna gegn þeim þáttum þeir þá a.m.k. að segja sig úr Vg því að Vg sem flokkur gekk til samstarfs út frá þessum markmiðum.
Það gengur ekki að flokkar sem hafa skýran meirihluta á þingi þurfi að berjast innbyrgðist varðandi öll meiriháttar mál. Það tekur orku frá nauðsynlegum verkum og gefur óþarfa færi fyrir andstæðinga að veikja stjórnvöld.
VG ræðir ummæli forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 27. mars 2010
Icesave deilan kannski eitt ár í viðbót! Hvað kostar það okkur?
Engin lausn á Icesave fyrr en eftir kosningar í Bretlandi og Hollandi
Jóhanna segir að það sé að koma á daginn það sem hún varaði eindregið við í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi nú staðfest þetta og meðal annars sagt að engin líkindi séu á lausn Icesave fyrr en eftir kosningar í Bretlandi og Hollandi.
Það er nokkuð ljóst að öllum þeim sem það vilja vita að dráttur á því að ganga frá Icesave kostar okkur gríðarlega.
- Við fáum ekki lán til fjárfestinga nema á afar kjörum. Sem veldur t.d. Orkufyrirtækjum gríðarlegu tapi að geta ekki byrjað fjárfestingar.
- Þetta háir stærri fyrirtækjum sem flytja inn miklum kostnaði þar sem þau í raun þurfa að staðgreiða lán.
- Lánshæfi sveitarfélaga og ríkis er þannig vegna Icesave að þau geta varla skuldbreytt lánum.
- Engir fjárfestar vilja líta við okkur við fjárfestingar nema einhverjir ævintýra áhættufjárfestar.
- Auk þess sem þetta tefur að einhverju leiti allar okkar áætlanir um endurreisn.
Magnús Orri Schram sagði í Fréttablaðinu:
Aðalhagfræðingur SÍ sagði við sama tilefni að seinkun á Icesave þýddi að stórframkvæmdum myndi seinka, landsframleiðsla myndi lækka um fimm prósent og atvinnuleysi yrði tveimur prósentum meira.
Tveggja prósenta aukið atvinnuleysi þýðir að a.m.k. 3.300 einstaklingar bætast í hóp atvinnulausra.
Nær öll hagmunafélög atvinnulífsins hafa bent á þetta. Og menn gengið svo langt að segja að til lengri tíma litið þ.e. til framtíðar kosti Icesave okkur tugi milljarða fyrir hvern mánuð sem þetta dregst. Við höfum 2x vitað hvað við höfðum í höndunum og nú fyrir þjóðaratkvæði var okkur boðinn samningur sem hefði þýtt 3 ár vaxtalaus og í stað fastra vaxta þá var okkur boðið breytilegir vaxtir með álagi vegna stöðu okkar en nei hinu alvitru Indefence og stjórnarandstaðan taldi okkur geta fengið miklu betri kjör. Við myndum bara setjast að samningaborði eftir þjóðarakvæðagreiðsluna og hefðum þá öll okkar tromp í höndunum og Bretar og Hollendingar bara lyppast niður og semja við okkur um hvað sem er. Og sér í lagi með nýja samningamenn. Þessu yrði bara reddað fljót og örugglega. En nú kæru landar fáum við Icesave kannski í eitt ár í viðbót. Þið getið mætt á Austurvöll og hrópað af ánægu yfir að það hefur kannski tekist að framlengja kreppunna um ár í viðbót.
Ósamstaða VG veikir stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 27. mars 2010
Bíðið við! Skv. umræðunni eru hér allir á vonar völ!
En svo les maður svona fréttir. Það eru yfir 8 þúsund manns á leið erlendis í Páskaferðir. Samt hefur þessar ferðir hækkað væntanlega töluvert frá því 2008. Kannski að þetta fólk sumt sé fólk sem hefur farið í bankanna og samið um lækkanir á greiðslubirgði sinni, þannig að hún er nú svipuð hjá þeim og 2007. Kannski að þetta sé fólk sem er meira að spá í að lifa í núinu í stað þess að hugsa um hvað það á mikið í íbúðum sínum. Því ef það er hægt að semja um að greiðslubirgði sé svipuð og fyrir hrun þá á fólk væntanlega svipað aflögu til að gera sé dagamun og áður.
Auðvita margar fjölskyldur sem eiga mjög erfitt. Fólk misst atvinnu og lækkað í launum og er í verri skuldamálum. En ef við lesum blöðin og hlustum á stjórnmálamenn þá held ég að flestir mundu állykta að hér væri meirihluti þjóðarinnar í eða á leiðinni í biðröðina hjá fjölskylduhjálpinni. Þar hefur jú fjölgað frá því fyrir hrun úr 200 í 500 fjölskyldur. En mér er spurn miðað við barlóminn nú - Hvernig stóð á því að 2 til 300 þurftu á aðstoð að halda fyrir hrunið? Og af hverju miðað við allt hefur ekki fjölgað meira en þó er orðið.
Þúsundir á leið út um páskana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. mars 2010
- "Hlemmur"- Ætti þetta nýja eldfjall að heita
Hraunfoss á við tvo Dettifossa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. mars 2010
Hughreysting til þeirra sem eru að verða fimmtugir á næstu árum!
Fékk póst með þessum líka fínu rökum fyrir að gleðjast yfir því að verða fimmtugur
"
Því fylgja kostir að verða 50 komast yfir sextugt og stefna í 70 !
Perks of reaching 50 or being over 60 and heading towards 70!
- 01. Kidnappers are not very interested in you.
Ekki líklegt að þér verði rænt - 02. In a hostage situation you are likely to be released first.
Ef svo færi, yrði þér líklega sleppt fyrst - 03. No one expects you to run--anywhere.
Enginn ætlast til að þú hlaupir nokkurn skapaðan hlut - 04.People call at 9 pm and ask, did I wake you?
Það er hringt kl 9 að kvöldi og spurt : "Var ég að vekja þig?" - 05. People no longer view you as a hypochondriac.
Fólk hefur áttað sig á að þú sért bara svona þetta sé ekki ímyndunarveiki - 06.There is nothing left to learn the hard way.
Ekkert meira sem þú lærir af reynslunni - 07. Things you buy now won't wear out.
Þú nærð ekki að slíta því sem þú kaupir - 08.You can eat supper at 4 pm.
Getur borðað kvöldmat kl 4 e.h. - 09. You can live without sex but not your glasses.
Getur lifað án kynlífs en ekki gleraugnanna þinna. - 10.You get into heated arguments about pension plans.
Lendir í þrasi um lífeyrismál - 11. You no longer think of speed limits as a challenge.
Lítur ekki lengur á hámarkshraða sem ögrun. - 12.You quit trying to hold your stomach in no matter who walks into the room.
Berð ekki lengur við að draga inn vömbina sama hver á leið hjá. - 13. You sing along with elevator music.
Þú syngur með músikinni í lyftunni eða þegar þú bíður í símanum. - 14.Your eyes won't get much worse.
Sjónin á ekki eftir að versna mikið úr þessu 1 - 5.Your investment in health insurance is finally beginning to pay off.
Loksins færðu ávinning af sjúkratryggingunum. 1 - 6.Your joints are more accurate meteorologists than the national weather service.
Liðverkirnir veita þér nákvæmari veðurspá en Veðurstofan 1 - 7. Your secrets are safe with your friends because they can't remember them either.
Vinir þínir varðveita leyndarmálin með þér þeir muna þau ekkert frekar en þú. - 18.Your supply of brain cells is finally down to manageable size.
Hugmyndaflugið er loksins orðið viðráðanlegt - 19. You can't remember who sent you this list. And you notice these are all in Big Print for your convenience.
Þú manst ekki hver sendi þér þennan lista - En ÞETTA ER ALLT MEÐ STÓRU LETRI TIL HAGRÆÐIS FYRIR ÞIG
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 24. mars 2010
Fínar tillögur en hafa reyndar allar heyrst áður!
Fínt hjá framsókn að leggja fram þennan pakka. En þar mætti nú gjarnan vera meira kjöt á beinunum. Og sum rökin stangast á:
T.d. vilja þeir hætta eða endurskoða samstaf við AGS og hafa viðrað að þeir vilji hætta við lántökur. En síðan er talað um í tillögunum að almenn skuldaleiðrétting auki neyslu sem sé lífsnauðsynleg til að koma hlutum af stað aftur hér. En ef vöruskipti verða hér óhagstæð með aukinni neyslu hlýtur að þurfa hér aðgang að gjaldeyri umfram það sem við fáum í tekjur af útflutning. Og úps nær allur gjaldeyrir sem við eigum í dag er eyrnamerktur afborgunum og greiðslu á lánum næstu 2 árin.
Eins er ljóst að viðskiptanefnd Alþingis er nú að heimta raunverulega stöðu lána hjá bönkunum til afskrifta og það er nauðsynlegt til að meta getu þeirra.
Síðan velti ég fyrir mér hvernig menn bregðast við eftir að þeir hafa leiðrétt lánin. En síðan heldur verðbólga áfram á þá að leiðrétta aftur. Því þeir virðast vera að tala um öll lán.
Síðan er spurning hvernig á að leiðrétta lánin. Á að lækka öll lán t.d. flatt um 30%. Hvað þá með öll þau heimili sem eru komin með erlend lán kannski 50 til 100% yfir markaðsvirði og hvað þá með heimili þar sem að virði húsnæðis hefur hrapað um 20% eða meira.
Góð hugmynd varðandi gjaldþrot og að fólk geti byrjað aftur með hreint borð eftir nokkur ár. Myndi líka þrýsta á banka að vera ábyrgir í lánveitingum og eins auka vilja þeirra til að afskrifa lán í dag.
Eins má Framsókn athuga að almennar afskriftir eiga eftir að fara skakkt í marga þegar þeir fara að átta sig á upphæðum sem sumur fengju niðurfeldar ef að afskriftir verða fastar %. T.d. er 30% af 100 milljónum 30 milljónir á meðan sá sem er með 10 milljónir í skuldir fengi aðeins 3 milljónir. Þetta byggi ég nú á látunum sem voru þegar Árni Páll reifaði hugmyndir um lækkun bílalána.
Síðan finnst mér hugmyndir Framsóknar um að heimurinn sé fullur af sérfræðingum sem viti betur en þeir sem Stjórnvöld leita til vera merki um hugmyndir um að það séu til "kraftaverkamenn með patent lausnir"
Svo er það þessi kafli sem ég er lítið hugsaður hjá þeim:
Langt er um liðið síðan ríkisstjórnin hét því að beita sér fyrir mannaflsfrekum framkvæmdum. Lítið hefur farið fyrir þeirri atvinnusköpun til þessa. Á sama tíma hefur fjölmörgum atvinnuskapandi verkefnum einkaaðila verið haldið í þarflausri biðstöðu um margra mánaða skeið. Mikilvægt er að ríkisvaldið liðki tafarlaust fyrir slíkum verkefnum og innleiði skattastefnu sem ýtir undir fjárfestingu og umsvif í atvinnulífinu fremur en að draga úr þeim.
Framsóknaflokkurinn veit að margar af framkvæmdu einkaaðila og opinbera er komin með öll tilskilin leyfi en vegna óuppgerðara mál okkar við önnur lönd er ekki möguleiki á að fjárfesta hér þar sem að fjárfestum býðst ekki fjármagn á almennilegum kjörum. Hvorki innlendum né erlendum. Enda segir miðstjórn ASÍ í dag:
Miðstjórn ASÍ krefst þess að allir axli sinn hluta af ábyrgðinni og vinni að þessu sameiginlega markmiði. Stjórnvöld , bæði ríkisstjórn og sveitarstjórnir, bera sérstaka ábyrgð á að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að eyða óvissu og stuðla að frekari uppbyggingu og fjárfestingum. Alþingi verður að ljúka þessari erfiðu ICESAVE deilu sem allra fyrst til að auðvelda aðgengi að erlendu fjármagni til uppbyggingar og stuðla að hraðari vaxtalækkun
En að öðruleyt eru þetta hugmyndir sem eru vel þess virði að skoða. Í dag heyrðum við að Viðskita og efnahagsnefnd er að hjóla í bankana til að fá einmitt upplýsingar um svigrúm til afskrifta, verið er að fara af stað að gera ítarlega könnun á stöðu heimila, ríkisstjórnin kom með pakka af tillögum um daginn og flest atiði nema um AGS finnst mér vera hvort eð er í burðarliðnum.
Þjóðarsátt Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. mars 2010
Jæja Kópavogsbúar! - Þetta ætti að vera ykkur til umhugsunar fyrir næstu kosningar!
Rakst á þetta á heimsíðu Guðríðar Arnardóttur bæjarfulltrúa í Kópavogi
Miklar hrókeringar voru í nefndum og ráðum bæjarins af hálfu meirihlutans og Gunnar Birgisson m.a. kosinn í bæjarráð á ný. Þar með hefur náðst sátt milli oddvita Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og hið fornkveðna sannast: Í Kópavogi gengur hnífurinn ekki milli Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
En það væri athyglisvert að fletta upp ummælum Ómars Stefánssonar í prófkjörsslagnum þar sem hann fann keppinaut sýnum, Einari Jónssyni, helst til foráttu að vera helst til of handgenginn Gunnari Birgissyni.
Ég hef alltaf sagt það að Ómar Stefánsson er ekki á vetur setjandi sem bæjarfulltrúi. Hann er bölvuð lydda og undirlægja fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ómar sem talað með vandlætingu um Gunnar og hans mál fyrir ári er nú dottinn í sama gírinn aftur. Eins og við var að búast.
Fer ekki í sérframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 23. mars 2010
Samtök atvinnulífsins ættu að skammast sín!
- Gaman væri að vita hvað Vilhjálmur og félagar halda að þeir græði á að segja sig frá sáttmálanum?
- Kannski að þeir vilji læti á vinnumarkaði í haust þegar kjarasamningar verða lausir?
- Það er t.d. spurning varðandi hótanir þeirra um næstu kjarasamninga hvort þeir ætla að kannski að semja um hærri laun en ef þeir væru í aðilar að stöðuleikasáttmálanum?
- Kannski að að þeir vilji að ríkisstjórnin gangi harðar eftir að skattur sé greiddur á afskriftir fyrirtækjanna og eigenda þeirra?
- Kannski að það henti þeim að að efnahagslífið verði seinna að komast af stað og þar af leiðandi minni neysla og minni velta og arður af fyrirtækjum.
Maður getur ekki skilið öll þessi læti út af nokkur hundruð tonnum að Skötusel þegar þeir vita vel að það verður stokkað upp í kvótamálum á næstu árum hvort sem þeim líkar betur eða verr. Og þeim ætti að vera ljóst að ef þeir taka ekki þátt í þeim breytingum þá verða þær gerðar að þeim forspurðum og án innleggs frá þeim.
Gagnrýndi SA fyrir ábyrgðarleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson