Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Sunnudagur, 30. maí 2010
Um að gera fyrir Samfylkingu að bjóða krafta sína fram í alla meirihluta!
Ef að Samfylkingin ætlar að reka af sér sliðru orðið er um að gera að bjóða sig fram og sækjast eftir að komast í meirihlutasamstarf allstaðar sem það er hægt. Og síðan að standa sig og standa við öll stóru orðin eins og að koma á íbúalýðræði.
- Væri ekki hægt á hverju hausti að gera könnun eða kjósa um áhersluatriði í næstu fjárhagsáætlun. Þannig að íbúar gætu forgangsraðað innan einhverja marka.
- Kosningar um öll meiriháttar skipulagsmál
Eins að Samfylking beiti sér fyrir því að spilling og vafasamar aðgerðir séu upprættar.
Auðvelda fólki þátttöku í starfi flokksins og eins að geta boðið sig fram fyrir hann
Þetta ásamt því að umbótanefnd Samfylkingar standi sig og komi með raunhæfar aðgerðir myndu hjálpa til að auka aftur traust á því að Samfylkingin sé traustsins verð.
Síðan þarf ríkisstjórnin að keyra í gegn frumvarp um stjórnlagaþing og hraða vinnu þess. Ekki láta úrtölufólk eins og Hreyfinguna sem alltaf finnur eitthvað til að tortryggja seinka því.
Ég vildi að Samfylking færi í samstarf í Reykjavík, Kópavog og í Hafnarfirði. Þá væri flokkurinn í raun að auka áhrif sín í sveitarstjórnum á Höfuðborgarsvæðinu.
Eins þarf að flýta lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur og gera þær að raunhæfum kost.
Ræddu við Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 30. maí 2010
Hef verið að rýna í kosningaúrslit í Kópavogi síðustu áratugi.
Ég fann síðu á wikipedia.org þar sem koma fram öll kosningaúrslit í Kópavogi frá 1955. Og margt fróðlegt að sjá þar. T.d. eru óháð framboð og ný ekki óþekkt í Kópavogi. Eins má sjá að t.d. þar að síðast þegar félagshyggjuflokkarnir voru hér í meirihluta þá t.d. var ráðinn Bæjarstjóri í Kópavogi og var hér í 2 kjörtímabil þar til að Sjálfstæðismenn og Framsókn tóku við. Eins má sjá að árangur Sjálfstæðismanna er sá versti sem þeir hafa fengið síðan 1986.
Hér er útkoma síðan 1978 en ýmis annar fróðleikur á þessari wikipediasíðu m.a. hverjir voru kjörnir og hvaða meirihlutar voru myndaðir.
1978 | |||||
Listi | Flokkur | Atkvæði | % | Bæjarf. | |
A | Alþýðuflokkurinn | 990 | 15,23 | 2 | |
B | Framsóknarflokkurinn | 1.150 | 17,69 | 2 | |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 975 | 15 | 2 | |
G | Alþýðubandalagið | 1.738 | 26,73 | 3 | |
K | Borgaralistinn | 811 | 12,48 | 1 | |
S | Almennt borgaraframboð | 709 | 10,91 | 1 | |
Auðir og ógildir | 128 | 1,97 | |||
Alls | 6.501 | 100 | 11 | ||
Kjörskrá og kjörsókn | 7.877 | 82,53 | |||
1982 | |||||
Listi | Flokkur | Atkvæði | % | Bæjarf. | |
A | Alþýðuflokkurinn | 1.145 | 15,62 | 2 | |
B | Framsóknarflokkurinn | 1.250 | 17,05 | 2 | |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 2.925 | 39,9 | 5 | |
G | Alþýðubandalagið | 1.620 | 22,1 | 2 | |
Auðir og ógildir | 391 | 5,33 | |||
Alls | 7.331 | 100 | 11 | ||
Kjörskrá og kjörsókn | 8.918 | 82,2 | |||
1986 | |||||
Listi | Flokkur | Atkvæði | % | Bæjarf. | |
A | Alþýðuflokkurinn | 1.900 | 23,8 | 3 | |
B | Framsóknarflokkurinn | 1.053 | 13,19 | 1 | |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 2.483 | 31,1 | 4 | |
G | Alþýðubandalagið | 2.161 | 27,07 | 3 | |
M | Flokkur mannsins | 149 | 1,87 | 0 | |
Auðir og ógildir | 238 | 2,98 | |||
Alls | 7.984 | 100 | 11 | ||
Kjörskrá og kjörsókn | 10.213 | 78,17 | |||
1990 | |||||
Listi | Flokkur | Atkvæði | % | Bæjarf. | |
A | Alþýðuflokkurinn | 1.901 | 21,18 | 3 | |
B | Framsóknarflokkurinn | 1.140 | 12,7 | 1 | |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 3.452 | 38,47 | 5 | |
G | Alþýðubandalagið | 1.740 | 19,39 | 2 | |
V | Kvennalistinn | 480 | 5,35 | 0 | |
Auðir og ógildir | 261 | 2,91 | |||
Alls | 8.974 | 100 | 11 | ||
Kjörskrá og kjörsókn | 11.190 | 80,2 | |||
1994 | |||||
Listi | Flokkur | Atkvæði | % | Bæjarf. | |
A | Alþýðuflokkurinn | 1.580 | 15,58 | 2 | |
B | Framsóknarflokkurinn | 1.428 | 14,08 | 1 | |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 3.787 | 37,34 | 5 | |
G | Alþýðubandalagið | 1.993 | 19,65 | 2 | |
V | Kvennalistinn | 1.116 | 11 | 1 | |
Auðir | 201 | 1,98 | |||
Ógildir | 38 | 0,37 | |||
Alls | 10.143 | 100 | 11 | ||
Kjörskrá og kjörsókn | 12.059 | 84,11 | |||
1998 | |||||
B | Framsóknarflokkurinn | 2.442 | 21,83 | 2 | |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 4.326 | 38,67 | 5 | |
K | Kópavogslistinn | 4.052 | 36,22 | 4 | |
Auðir og ógildir | 366 | 3,27 | |||
Alls | 11.186 | 100 | 11 | ||
Kjörskrá og kjörsókn | 14.349 | 79,62 | |||
2002 | |||||
Listi | Flokkur | Atkvæði | % | Bæjarf. | |
B | Framsóknarflokkurinn | 3.776 | 21,41 | 3 | |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 5.097 | 37 | 5 | |
S | Samfylkingin | 3.821 | 27,73 | 3 | |
U | Vinstrihreyfingin grænt framboð | 831 | 6,03 | 0 | |
Auðir og ógildir | 252 | 1,83 | |||
Alls | 13.777 | 100 | 11 | ||
Kjörskrá og kjörsókn | 17.580 | 79,72 | |||
2006 | |||||
Listi | Flokkur | Atkvæði | % | Bæjarf. | |
B | Framsóknarflokkurinn | 1.789 | 11,98 | 1 | |
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 6.610 | 44,27 | 5 | |
S | Samfylkingin | 4.647 | 31,13 | 4 | |
V | Vinstrihreyfingin grænt framboð | 1.546 | 10,35 | 1 | |
Auðir og ógildir | 338 | 2,26 | |||
Alls | 14.930 | 100 | 11 | ||
Kjörskrá og kjörsókn | 19.351 | 77,15 | |||
2010 | |||||
Framsóknarflokkurinn | 991 | 6,74 | 1 | ||
D | Sjálfstæðisflokkurinn | 4.142 | 28,17 | 4 | |
F | Frjálslyndi flokkurinn | 99 | 0,67 | 0 | |
S | Samfylkingin | 3.853 | 26,21 | 3 | |
V | Vinstrihreyfingin grænt framboð | 1.341 | 9,12 | 1 | |
X | Næst besti flokkurinn | 1.901 | 12,93 | 1 | |
Y | Listi Kópavogsbúa | 1.407 | 9,57 | 1 | |
Auðir og ógildir | 970 | 6,59 | |||
Alls | 14.704 | 100 | 11 | ||
Kjörskrá og kjörsókn | 21.396 | 68,72 |
Meirihlutaviðræður í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 30. maí 2010
Og þá verður það bara 4 flokka stjórn Ármann!
Það er nokkuð ljóst að fólk vill að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fái frí. Enda í ljósti vilja allra núna um samvinnu flokka þá ætti það ekki að vera erfitt. Næstbesti flokkurinn hafði það á stefnuskrá sinni að fella meirihlutan. Samfylking og Vg hafa unnið mjög saman í minnihluta og Listi Kópavogsbúa finnst mér að hafa svipuð gildi og félagshyggju flokkarnir. Það verður því 4 flokka stjórn í Kópavogi á næsta tímabili. Og ég held að það verði ekki erfitt að samræma stefnumál þessara flokka.
Flokkur sem tapar 14% atkvæða sem og Framsókn sem rétt kom manni inn eiga að meðtaka skilaboðin og fara í endurhæfingu. Minni á að Gunnar Birgirsson er komin aftur í bæjarstjórn. Nema það hafi verið hann sem var strikaður út.
Fjögurra flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 30. maí 2010
Þetta er nú furðuleg skýring!
Hann talar um að það sé skýrt merki um að Samfylkingin sé að tapa í þessum kosningum að missa mann í Kópavogi. En það var bara á nokkrum atkvæðum. Bíddu er maðurinn ekki í lagi. Maðurinn hlýtur að vera eitthvað skrýtinn. Samfylkingin tapar um 3% sem er vissulega slæmt en sjálfstæðisflokkur tapar í Kópavogi um 15% sem og að það eru 3 ný framboð í Kópavogi.
Það er ljóst að Framsókn er að tapa miklu og hefur verið sá flokkur sem segist vera búin að gera upp fortíðina.
Samfylkingin er tapari þessara kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. maí 2010
Hvað á að kjósa í Reykjavík?
Bendi á frábæran pistil Illuga þar sem hann fer yfir álit sitt á oddvitum flokkana í umræðunum í Sjónvarpinu í gær.
Hann segir m.a.
Ég skal viðurkenna að ég hef ekki verið mjög veikur fyrir framboði Besta hingað til, sjá hér. En ef ég hefði nú verið það, þá er ég smeykur um að öll hvöt til að kjósa hann hefði verið alveg í andarslitrunum eftir að hafa horft upp á furðulega slappa frammistöðu Jóns Gnarr í gærkvöldi.
Auðvitað geta menn ekki alltaf átt stórleik, og auðvitað er Jón Gnarr ekki vanur að taka þátt í svona umræðum, en mér er sama: Ástríðu- og áhugaleysið sem einkenndi Jón gerði að verkum að ég skildi enn síður en áður hvaða erindi maðurinn ætti í borgarstjórn Reykjavíkur.
Það var ekki í honum neinn eldmóður, engin ástríða, engin ný hugmynd, engin ný hugsun, og hann var ekki einu sinni fyndinn og hann var ekki ósvífinn, ekki prakkaralegur, ekki neitt.
Allir sem hafa bundið vonir við að Jón Gnarr hefði eitthvað nýtt fram að færa í stöðnuðu flokkakerfi borgarinnar hljóta að hafa orðið fyrir afar djúpum vonbrigðum.
Það var eiginlega hálf hrollvekjandi tilhugsun að tugþúsundir borgarbúa ætluðu að fara að fela atkvæði sitt þessum manni, sem hafði svo bersýnilega ekkert fram að færa.
Mér fannst nánast móðgandi að horfa upp á þetta hugmyndaleysi, andleysi, stefnuleysi þetta var eins og brandari sem var genginn allt, alltof langt
Og brandarinn að þessu sinni var allur á kostnað kjósenda; flokkakerfinu stóð engin ógn af þeim manni sem þarna birtist. Allur vottur þess að í þessu framboði fælist einhver ný hugsun, ný vinnubrögð var gufaður upp.
Illugi eins og mér finnst hinsvegar að málflutningur Reykjavíkurframboðsins sé með ágætum. Þar hafi Baldvinn einn af fáum komið vel út og verið með mótaðar tillögur um lausnir og því er furðulegt að þetta framboð fái ekki meira fylgi.
En í heild er þetta frábær úttekt sem fólk getur lesið hér.
Gleymdi persónuskilríkjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. maí 2010
Kópavogsbúar ekki eyða "X" inu ykkar á D og B
Undirritaður ætlar að stuðla að því að niðurstöður liggi fyrr en ella í Kópavogi með því að mæta snemma á kjörstað að þessu sinni.
Eins og þeir sem hafa lesið þetta blogg verður það X við S hjá undirrituðum. Finnst að Samfylkingin í Kópavogi hafa staðið sig vel í að benda á síðasta kjörtímabil hversu stjórn Kópavogsbæjar hefur verið gegnsýrð af:
- Einræðistibuðum Gunnars
- Verkefnum til vina og ættingja
- Vanhugsuðum skipulagsmálum
- Greiðasemi við verktaka.
- Óvönduðum ákvörðunum sem hafa kostað okkur Kópavogsbúa milljarða
- Stríði við Íbúa til að hjálpa verktökum og fjárfestum.
Eins tel ég að Samfylkingin boði raunhæfar aðgerðir til að koma bænum upp úr Kreppunni.
Elsku Kópavogsbúar!
Ég veit að þið eruð ekki öll sammála mér varðandi Samfylkinguna. Allt í lagi en gerið það að Kjósa nú ekki þá flokka sem hafa komið okkur út í skuldafen. Og þá sér í lagi ekki flokk sem velur aftur í oddvita sæti mann sem hefur verið inn í öllum þessu vafasömu málum og hefur ekkert vitrænt lagt til í þessu bæjarfélagi! En það er Ómar Stefánsson. Kjósið Samfylkingu Vg, Lista Kópavogsbúa, Næstbesta flokkinn. Bara ekki eyða "X" inu ykkar á Sjálfstæðisflokk eða Framsókn. Þau þurfa frí og þar eru líka enn Ómar og Gunnar sem þarf að halda utan Bæjarstjórnar Kópavogs.
Sveitarstjórnakosningar hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. maí 2010
Í kjölfar þessarar fréttar er rétt að vísa á ágæta greiningu á þessu framboði
Illugi Jökulsson fjallar um framboð Besta flokksins á blogginu sínu sem og í DV
Þar segir hann m.a.
En auðvitað fer ekkert milli mála að í upphafi var framboðið tómt grín. Eiginlega bara prívatbrandari Jóns Gnarr, eða ein þeirra eins manns leiksýninga sem hann hefur áður haldið úti. Þekktust þeirra er vitaskuld leikritið Þegar Jón Gnarr varð trúaður en það gekk heillengi í ýmsum fjölmiðlum og um var um tíma leikið af heilmiklum sannfæringarkrafti af höfundinum og eina leikaranum.
Honum tókst þá (eins og nú) að útvega sér aukaleikara sem óafvitandi tóku þátt í gríninu með því að fjalla af mikilli alvöru um hina nýfundnu trú hans og merkingu hennar.
Þetta leikrit hafði hins vegar þann galla að minnsta kosti fyrir aðra en Jón Gnarr sjálfan - að það vantaði eiginlega pönsið, það fjaraði bara hægt og rólega út án þess að áhorfendur fengju mikið fyrir snúð sinn.
Fyrir þetta nýja leikrit var Jón hins vegar búinn að tryggja sér pönsið fyrirfram það er að segja kosningarnar. Þær yrðu sjálfkrafa hápúnktur leikritsins Jón Gnarr fer í framboð.
Leikritið, sem mér skilst að hafi verið kvikmyndað alveg frá upphafi, átti líklega að verða einskonar skemmtimynd um einfeldninginn sem dettur óvænt inn í pólitík eins konar íslensk útgáfa af Mr.Smith Goes to Washington.
Nema hvað einfeldningur Jóns Gnarr átti ekki að vera vammlaus og prúður skátaforingi og bláeygur baráttumaður gegn spillingu og hræsni, heldur þvert á móti óður og uppvægur að taka sjálfur þátt í spillingunni bláeygur bitlingagosi ef þannig má að orði komast.
Þetta var frábær hugmynd og hefði getað orðið og getur auðvitað enn orðið stórkostleg ádeila á samfélag okkar og stjórnmál, þar sem siðbót eftir spillingartímann er til dæmis fólgin í því að Sjálfstæðisflokkurinn þykist hafa gert upp við Hrunið með því að kjósa sér formann, sem var á kafi í allskonar Vafningum með þeim sem nú lítur út fyrir að hafi verið einhverjir óforskömmuðustu þrjótar útrásarinnar.
Og síðar:
FJÖGURRA ÁRA LANGUR BRANDARI
Þannig virðist upphaflegur brandari Jóns Gnarr óðum að verða eitthvað allt annað en í byrjun rétt eins og flakk Jeshúa frá Nasaret um sveitir Galíleu og rabb hans við fylgismenn sína varð að hátimbruðum trúarbrögðum, og hann sjálfur að guði sem hann hefði alveg áreiðanlega sjálfur talið argasta guðlast.
Tiltölulega beinskeytt grín um spillingu og hallærislega orðræðu stjórnmálamanna er orðið að ansi þokukenndum hugmyndum um nýtt líf, nýja tíma og minna sjónvarpsgláp.
Og pönsið, sem kosningarnar á morgun áttu að verða, virðast nú bara vera lok á fyrsta þætti leikurinn stefnir í að verða að minnsta kosti fjögurra ára langur.
Kannski verður þetta samfelld gleði, og kannski það glæsta upphaf á splúnkunýjum degi sem margir virðast vonast eftir. Ja, það gæti farið svo, auðvitað vona ég það, en ég verð að viðurkenna að ég efast.
En endilega lesa þessa færslu Illuga hún heitir:JÓN GNARR ER BARA ALVEG EINS OG JESÚS!
Besti flokkurinn fær 7 borgarfulltrúa samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. maí 2010
Frábær tíðindi úr Kópavogi
Loksins loksins þá er útlit fyrir að Kópavogur fái nýjan meirihluta. Það vekur reyndar furðu að 9% Kópavogsbúa vilji hafa Ómar Stefánsson áfram. Sýnist að 4 maður sjálfstæðismanna sé tæpur og því þarf minn flokkur ekki að bæta við sig nema 3% til að verða stærsti flokkur Kópavogs með 4 menn og gæti myndað meirihluta með Vg og Lista Kópavogbúa. Sem og að Hjálmar Hjálmarsson held ég að innst inni sé félagshyggjumaður. Bauð hann sig ekki fram fyrir Borgarahreyfinguna?
Mynd af www.visir.is
Svona var t.d. staðan í Kópavogi rétt fyrir kosningar 2006
Innlent | mbl.is | 23.5.2006 | 18:50Sjálfstæðisflokkurinn fær hreinan meirihluta í Kópavogi samkvæmt nýrri könnun
Samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir NFS fréttastöðina, á fylgi stjórnmálaflokka fyrir sveitastjórnarkosningar í Kópavogi, myndi Sjálfstæðisflokkurinn líklega rétt ná hreinum meirihluta atkvæða, fengi sex bæjarfulltrúa en Samfylkingin bætir einnig við sig fylgi. Flosi Eiríksson myndi ná sæti í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn mælist með 11,7%, en var með 27,9% í seinustu sveitastjórnarkosningum. Vinstri-grænir fá tæp 7%. Sjálfstæðisflokkurinn er með 46,8% fylgi og Samfylkingin 34,7%.
Meirihlutinn fallinn í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 26. maí 2010
Stjórn Gunnars Birgissonar og Ómars Stefánssonar á Kópavogi í fáum myndum
Hans Klaufaskapur from samfylking xs on Vimeo.
Miðvikudagur, 26. maí 2010
Spurning varðandi þessa könnun
Hvað er átt við með?:
Þátttakendur í könnuninni voru 517 og lýstu 61,9% yfir stuðningi við einhvern flokk, en aðrir voru óákveðnir, ætla að skila auðu eða vildu ekki svara. Spurt var: »Hvaða flokk eða framboð mundir þú kjósa ef borgarstjórnarkosningar færu fram í dag?
Þ.e." Þátttakendur" var þetta einhver ákveðinn hópur sem var spurður? Var þetta þeir sem svöruðu? Og af hverju hvoru það 517 spurðir? Er þetta hluti af stærra úrtaki? Eða var úrtakið 517? Og ef að úrtakið var 517 af hverju er sú tala valin?
Og enn eru 38% sem eru ekki búin að taka ákvörðun eða vilja ekki svara!
Finnst vanta frekar útskýrigar á þessu? Maður þarf að vita úrtakið, hvort að þetta sé fólk af einhverjum póstlista eða hvað.
Mikið forskot Besta flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson