Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Föstudagur, 7. maí 2010
Hinn frægi álitsgjafi Ólafur Arnarson hefur skrýtið sjónarhorn á þessar handtökur.
Ólafur Arnarson hagfræðingur sem skrifar á pressan.is og mætir reglulega í Ísland í Bítið á Bylgjunni sér þetta mál með handtökurnar út frá annarri hlið en flestir. Hann skrifar grein þar sem hann bendir reyndar fyrst á að Hreiðar er skyldur konu sinni en heimfærir þetta síðan upp á að Sérstakur saksóknari sé með fjölmiðla sirkus.
Mikilvægt er að dómstólar taki af fullri hörku og sanngirni á þeim, sem mögulega hafa brotið af sér í aðdraganda bankahruns. Ég hef fulla trú á því, að íslenskir dómstólar muni dæma þá, sem sekir hafa gerst um afbrot í aðdraganda bankahruns, hvort sem þeir voru í bönkunum, að Seðlabankanum meðtöldum, eða stjórnkerfinu. Ég fordæmi hins vegar málflutning saksóknara í fjölmiðlum og leikþætti til að þóknast umræðu í samfélaginu.
Hann segir aðeins fyrr:
Sérstakur saksóknari gaf í kvöld í skyn, að Hreiðar Már hefði ekki verið samvinnuþýður við yfirheyrslur og jafnframt boðaði hann frekari handtökur og lýsti áhyggjum sínum yfir því að menn myndu reyna að forðast handtökur. Saksóknarinn lét þess hins vegar ógetið, að Hreiðar Már hefur oftar en einu sinni orðið við beiðni um að koma til að vera við yfirheyrslur hér á landi þrátt fyrir að hann sé búsettur erlendis. Ekki bendir það til þess að hann sé ósamvinnuþýður við embætti sérstaks saksóknara.
Sem sagt að sérstakur saksóknari er bara að nota Hreiðar til að slá sér á brjóst. Og lýgur upp á hann að hann sér ósamvinnuþýður.
Svo mæli Ólafur Arnarson sem hefur verið allra manna duglegastur að mæta sem álitsgjafi um hreinlega alla hluti síðust misseri óháð því hvort að hann hafi nokkar þekkingu á því hvað hann er að tala um. Og manni finnst hart að hann sé að vega að aðferðum sérstaks saksóknara sem hann hefur ekki nokkra þekkingu á þar sem svona mál hafa aldrei verið rannsökuð hér. Fæ ekki betur séð en að málflutningur sérstaks saksóknara sé í samræmi við það sem maður sér erlendis í svipuðum málum.
Hann
![]() |
Skýrslutökum lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 6. maí 2010
Margir hefðu nú getað sparað öll þessi stóru orðu um að hér yrði engin látin sæta ábyrgð og ekkert sé verið að gera.
Hér á landi hafa menn farið hamförum um að allir stórlaxarnir yrðu látnir sleppa og það væru bara þessir venjulegu Jón og Gunna sem þyrftu að brosa og borga. En viti menn kerfið er að virka. Sérstakur saksóknari er að vinna sína vinnu vel skv. öllum þeim sem kynna sér vinnu hans og starfsmanna embættisins. En hann fer rétt að hlutunum og aflar sér gagna og rannsakar svo að málin eyðileggist ekki.
Skattrannsóknarstjóri er farinn að frysta eigur manna og er á kafi í rannsóknum á meintum brotum.
En bloggarar röfla um að ekkert sé að gerast og það eigi fyrir löngu að vera búið að gera þetta og gera hitt. En ég t.d. horfði á mynd um Enron málið og það tók 3 til 5 ár að kæra og dæma í þeim málum. Og þar höfðu menn þó nær ótakmarkaðan mannafla til að rannsaka þau mál. En við erum lítið land en með öflugt lið í þessum málum sem er að vinna vinnuna sína. Og enn á að bæta við á næstunni.
Held að fólk ætti kannski að snúa sér að einhverju jákvæðara. Og láta sérfræðingana um að klár þessi mál sem og önnur.
![]() |
Hreiðar Már í skýrslutöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. maí 2010
Og auðvita byrja bloggarar að kvarta
Alveg makalaust að alltaf þegar reynt er að fara í eitthvað átak hér nú síðustu misseri þá byrja bloggarar að kvarta.
Menn horfa í þessar 350 milljónir og gleyma að ferðaþjónustan leggur til annað eins. En aðallega gleyma menn að verið er að reyna að snúa til baka þróun sem gæti leitt til þess að þjóðarbúið tapaði 30 milljörðum í gjaldeyri vegna fækkunar ferðamanna. Kannski erum við að tala um 1000 eða fleiri störf. Væri fólk meira tilbúið að borga þetta sem atvinnuleysisbætur? Eins þá eru þó einkaaðilar og fleiri að leggja sömu upphæð til. Og það myndu þau ekki gera ef ekki væri komin einhver áætlun um hvernig því fé verður varið.
Ef þetta heppnast vel er verið að verja störf og fjárfestingu sem og að jafnvel fleiri fengju störf og þar af leiðandi færri atvinnulausir.
Reynið nú einu sinni að hugsa áður en þið bloggið.
![]() |
700 milljónir króna í markaðsátak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. maí 2010
Jæja Steingrímur þakkar fyrir krónuna!
Eitthvað held ég að hefðin nú gerst í Grikklandi ef að launin þar hefðu lækkað um 40 til 50% á nokkrum dögum eins og gerðist hér. Eins og áður er það náttúrulega þægilegt að þurfa ekki að tilkynna 40% lækkun launa heldur láta krónuna og verðbólgu um það. Minni á að skuldir okkar við útlönd væru líka um 40% lægri í krónum ef að krónan hefði ekki fallið. Eins eru líkur á að við værum bara á allt öðrum stað ef við værum með evru. Þá hefðu t.d. ekki hundruð eða þúsundir milljarða verið notaðir í stöðutöku gegn krónunni. Það væru hér lægri vextir og hingað hefðu ekki streymt útlendinga að kaupa krónubréf og jöklabréf til að græða á vöxtum. Við værum ekki með gjaldeyrislánin í sömu vandræðum.
Já krónan hefur virkað fínt til að lækka kaupgetu snögglega. Og haldið hér stöðugri verðbólgu síðustu 40 árin.
![]() |
Steingrímur þakkar fyrir krónuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. maí 2010
Alþingismenn hugmyndir að vinnuplani!
Nú væri ágætt að alþingismenn færu að vakna. Setja sér markmið í starfi sínu framundan bæði fyrir sig sjálfa, flokkana og þingið í heild. Ef við lítum á verkefni þeirra nú þá eru þau helst eftirfarandi.
- Ákveða nú að sumarleyfi þeirra verði aðeins eins og hjá venjulegum fyrirtækjum og stofnunum þ.e. 5 til 6 vikur.
- Allir þeir sem hafa hugmyndir sem koma okkur almennilega af stað í átt til betra Íslands móti þær tillögur almennilega. Þannig að þær séu almennilega útfærðar og framkvæmanlega. Helst studdar áliti sérfræðinga.
- Síðan verða þeir að vinna þeim fylgi innan sinna raða eða almennt á Alþingi.
- Það gengur ekki að vera með einhverjar hálf karaðar hugmyndir sem síðan eru óframkvæmanlegar.
- Síðan verða þeir að kynna þetta fyrir þjóðinni og afla þeim fylgi. Dugar ekki að vera alltaf að tala um að þetta og hitt sé ekkert mál. Við verðum að fá álit sérfræðinga á kostum og göllum
- Allir þingmenn verða að setja niður hvað þeir vilja gera varðandi hrunið og þá þátttakendur sem bera ábyrgð. Þarf að setja t.d. lög til að hegna stjórnmálamönnum og embættismönnum eins og Þorvaldur Gylfason stakk upp á í Silfrinu?
- Alþingi þarf í sumar að vinna að heildstæðri áætlun varðandi öll svið endurreisnar og hvernig hún verður unnin.
- Koma sér saman um niðurskurð sem þarf að verða.
- Þá skatta sem þarf að innheimta
- Stór framkvæmdir sem þarf að koma af stað.
- Þannig að eftir sumarið liggi fyrir samþykkt áætlun sem meirihluti Alþingis samþykkir að standa að án undantekninga. Þ.e. engir "Kettir" í þeirri áætlun.
- Þessa áætlun þarf að kynna fyrir fólki og hvernig það getur búist við að staðan verði á hverjum tíma.
- Það þarf að ganga frá óafgreiddum málum eins og Icesave til að útiloka að það raski þessum áætlunum.
- Þingmenn sem hugsanlega koma til með að trufla þetta ferli með fyrri gjörðum og viðhorfi almennings þurfa að stíga til hliðar nú. A.m.k. tímabundið.
- Það þýðir ekkert að benda á áhrifaleysi Alþingis ef að þingmenn gera ekkert í því að kynna tillögur sínar vel útfærðar og vinna þeim stuðning í samfélaginu.
Þjóðin þarf að vera vel upplýst um hvað er verið að gera. Legg til að upplýsingafulltrúar ráðuneytis komi t.d. vikulega í sér þátt þar sem þeir kynna vinnu ráðuneyta, hvað sé í vændum og hverju sé að búast vð. Ekki endilega með fréttamönnum heldur bara kynningar. Það er þannig með allar stofnanir og fyrirtæki að þau taka felst á erfiðleikum með því að taka vinnu sína til endurskoðunar, móta nýja stefnu og kynna hana rækilega fyrir starfsmönnum og viðskiptavinum. Og síðan með því að sýna árangur. Það þarf að peppa upp embættismenn og starfsfólk og hvetja þá til að koma með rótækar hugmyndir að lausnum.
Við erum náttúrulega bundin að einhverju leiti vegna lána okkar og samningi við AGS en fullt sem hægt er að hrinda af stað þess fyrir utan. Sýnum umheiminum að við séum sveigjanleg og snögg að finna lausnir. Það var jú einmitt sem við sögðum öllum fyrir hrun.
Og niðurrifs og mótmælaliðið gerði þá best í að styðja við góða hluti í stað þess að einblína á það neikvæða. Þessi andskotans neikvæðni er allt að drepa.
![]() |
Aðstoðar Black ekki óskað sem sakir standa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 1. maí 2010
Ég á bara ekki orð! Lesið þetta!
Ég er ekki að tala um þessi rúðubrot endilega en þetta sem ég las á blogginu hjá Heiðu B Heiðars:
HEIMSÓKN TIL SIÐSPILLTRA STJÓRNMÁLAMANNA
Skessulegt raus
Þangað til í kvöld hef ég ekki tekið þátt í mótmælastöðum við heimili fólks. Ástæðan er ekki sú að ég hafi verið á móti því en ég hef ekkert verið sérlega áfjáð í að taka þátt í slíku.
En ég fór með í kvöld. Fyrir því eru nokkrar ástæður, td viðtalið við Steinunni Valdísi í Fréttablaðinu í dag, gífurleg siðblinda allra þeirra sem málið varðar og ekki síst að mér finnst þessar mótmælastöður hafa verið friðsamlegar og koma skilaboðunum ákaflega vel til skila..... og svo er ég bara einfaldlega komin með ógeð á þaulsetnum vafasömum pólitíkusum. Algjört ógeðFyrra stopp kvöldsins var hjá Steinunni Valdísi. Vinkonur hennar úr Samfylkingunni voru víst búnar að melda sig til varnar Steinunni klukkan átta...... þannig að við mættum klukkan sjö og fórum rétt fyrir átta.
Síðan var farið heim til Guðlaugs tuttuguogfimmmilljónamanns Þórðarsonar.
Ég held að Steinunn Valdís hafi ekki verið heima. Enda er það algjört aukaatriði... hún fréttir alveg pottþétt af okkur þannig að tilgangnum er náðÉg byrjaði á því að dingla bjöllunni og spyrja eftir honum. Vildi fá hann út að spjalla við okkur. Til dyra kom agalega sæt lítil stelpa...ca 7 ára eða svo. Ég spurði hvort GÞ væri heima og hún sagði já... hljóp svo inn og kallaði á hann. En eftir smá stund kom litla sæta stelpan til baka og sagði ég var búin að gleyma því að hann er ekki heima
Ég ætla ekki að ganga svo langt að fullyrða að barnið hafi verið látið ljúga.......... og þó, ég ætla að ganga svo langt. Ég er alveg handviss um það.Við stóðum dágóða stund fyrir utan og spjölluðum. Ég skrifaði síðan lítið bréf til Guðlaugar tuttuguogfimmmilljónir
Sæll Guðlaugur
Við komum við til að fá að spjalla við þig um tuttugu og fimm milljónir
En þú varst sagður að heiman En það er allt í lagi. Við komum aftur
Kveðja, Fólk
Guðlaug Þór hef ég aldrei verið hrifin af og það væri hreinsun af því að hann færi frá en þetta er ömurlegt og algjörlega óþolandi hvernig manneskjan notar og talar um 7 ára gamalt barn.
Er það þetta fólk sem við viljum að taki að sér siðbótina hér á landi?
![]() |
Kærðir fyrir rúðubrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 1. maí 2010
Furðulegur málflutningur á 1. maí
Hlustaði á ræður af Austuvelli í dag. Fannst málflutningur sumra furðulegur eins og hluti ræðu Elínar Bjargar formanns BSRB. M.a. talaði hún um útrásavíkinga sem skömmtuðu sér tíföld verkamannalaun. Ég fór nú að velta fyrir mér hvað er hún með margföld lágmarkslaun verkamanna hjá BSRB í lægstu launuðu stöfum þar?
Eins finnst mér að verkalýðsforingi eigi að tala varlega um eignarupptökur. Hún veit mæta vel að eignarréttur er varinn í Stjórnarskrá og því er ekki bara hægt að gera einhverjar eignir upptækar nema að sannað sé að til þeirra hafi verið stofnað á ólöglega hátt.
Einar Már Guðmundsson sem er orðinn svona einhver byltingarforingi talað um að þjóðin eigi ekki að bíða eftir því að fólk segi af sér heldur eigi að setja það af. Finnst þetta líka bara svona klisja. Hverja á að setja af? Ef að allir sem tóku þátt í hruninu eiga að fara frá, þá verður líka að telja þá með sem gerðu ekkert eða lítið til að koma í veg fyrir það.
- Þá eru það allir Alþingismenn sem voru á þingi fyrir október 2008 og allir sem hafa verið síðan og eru ekki búnir að redda skuldum heimilanna. t.d. með að beita málþófi á Alþingi til að koma sínum lausnum í gegn.
- Allir embættismenn sem ekki vöruðu almennilega við stöðu Íslands fyrir hrun og hafa ekki komið með lausnir síðan
- Allir bankamenn sem starfað hafa í bönkum fyrir og eftir hrun og eru ekki búnir að bjarga heimilum.
- Allir eigendur fyrirtækja sem voru að taka þenjast út langt umfram það sem markaður var fyrir. T.d. byggingarverktakar. Og allt gert með lánum.
- Allir verkalýðsleiðtogar sem hafa ekki fylgst með og komið í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir okkar væru á kafi í þessu útrásar braski.
- Allir þeir sem tóku erlend lán þrátt fyrir að ýmsir væru í mörg ár búnir að vara við erlendum lánum til langs tíma vegna óvissu um sveiflur krónunnar.
- Allir þeir sem notuð lánabrjálæði bankana til að taka neyslulán. Til að fjármagna t.d. að endurnýja allt heima hjá sér þó það sem fyrir var væri í lagi.
- Öll þjóðin sem nýtti sér öll gylliboð bankana án þess að kynna sér málin sjálft.
- Og ekki má gleyma öllum álitsgjöfum t.d. frá háskólum landsins. T.d. eins og þeir sem í dag hafa lagt út frá könnun á fylgi flokka í Reykjavík og á þeirri könnun hafa þeir getað fullyrt um hvað kjósendur eru að hugsa og hvað verði um stjórnmálaflokka í framtíðinni. Alveg furðulegur vísdómur út frá einni könnun. Hvað þá þeir sérfræðingar sem sögðu okkur frá hvað íslendingar væru snjallir fjármálamenn hér fyrir hrun. Og allir sem hafa lært hjá þeim hljóta að þurfa að fara frá því að þeir voru jú gerendur í þessu hruni.
Þetta eru bara nokkrir hópar sem þurfa að athuga með sinn gang.
Finnst það furðuleg röksemdarfærsla að ætla að henda öllum frá áður en leikreglum er breytt. Því að það kostar náttúrulega nýtt fólk sem kemur inn í sama gamla umhverfið og breytir þar engu strax því að við vitum að nýtt fólk er með hugmyndir sem oft reynast óraunhæfar.
Síðan er orðið ljóst að þessir menn eiga ekki möguleika á að biðjast afsökunar því að fólk sem áður heimtaðir þær er ekki tilbúið til að hlusta á þær.
Held að fólk ætti nú frekar að huga að framtíðinni og hemja reiðina. Það eru allar líkur á að flestir aðalleikararnir eigi eftir að fara fyrir dóm. Við erum með stórt embætti sérstaks saksóknara sem vinnur að því að fara yfir öll þeirra mál.
Þessi reiði hér er ekki að skila okkur nokkru. Ef að öll orkan sem fer í þessa reiði væri t.d. nýtt í eitthvað uppbyggilegt, væru hér á hverjum degi að koma lausnir til að skila okkur áfram og koma okkur út úr þessari kreppu! En nokkrir þingmenn sem hraktir verða frá embætti og nokkrar brotnar rúður í Intrum og Landsbanka skila engu!
Það var verið að líkja Rannsóknarnefnd Alþingis við Sannleiks og sáttanefndunum í Suður Afríku! En það er ljóst að þar var verið að fjalla um mun alvarlegra mál en hér gerðist. Kynþátta aðskilnað og ógurlega meðferð. Suður Afríkubúar höfðu siðferði til að ganga þannig frá málum að menn gátu þar viðurkennt mistök sín og misgerðir. Því að þau lögðu áherslu á að komast að því sem gerst hafði og þar með að koma í veg fyrir að það gerðist aftur. Fólk hlaut ekki refsingar því að það voru svo margir sem gert höfðu eitthvað af sér. En hér er fámennur hópur sem heldur hér uppi reiðinni og vegna þeirra er í raun líkur á að góðum hlutum seinki því allir eru á kafi í viðbrögðum við þessum málflutningi.
Bendi fólki á afsökunarbeiðni Tómasar Stuðmanns í Fréttablaðinu í dag þar sem hann tekur nettan snúning á afsökunum og umræðunni í dag þar segir hann m.a.
Kæru landar, það verkefni sem bíður okkar er afgerandi samþætting dómgreindarleysisuppgjörs og axlasigs vegna ábyrgðarleysisskorts nú á þessum ögurstundartímum í sögu hinnar íslenzku þjóðar. Minn hlutur í þeirri samþættingaraðgerðaráætlun er afsökunarbeiðnisumleitan sem sett er fram í hjartasorgarfælni og hugarvílsástandisleysu.
Og svo bloggið hans Bubba um Múgsefjun og stjórnleysi. Þar segir hann m.a.
Það mun aldrei verða sátt í samfélagi okkar ef fólk lítur á að fyrirgefa sé að tapa. Þeir einu sem tapa eru þeir reiðu. Hornsteinn kristinnar er fyrirgefningin.
Hvað er svona hræðilegt við að fyrirgefa? Svörin eru oftast þannig að fólk segir að menn meini ekkert með að biðja afsökunar, hann eða hún meini það ekki. Fólk vill öðruvísi afsökunarbeiðni og ef hún er ekki eins og þau vilja hafa hanq, þá bölva menn viðkomandi. Sumt fólk þrífst á reiðinni. Vill ekki sleppa. Verði þeim að góðu. Kæri lesandi, ef þér líður þannig þá er það bara þannig.
Að fyrirgefa er að trúa að viðkomandi sem biður afsökunar meini það, alveg sama hvað þér finnst í þinni réttlátu reiði. Að fyrirgefa er ekki business. Margir sem biðjast afsökunar nota afsökunarbeiðni sem skiptimynt í mannlegum samskiptum. Þeir sem slíkt gera þeim verður erfiður dauðinn. En að fyrirgefa - án skilyrða er leiðin til batans.
![]() |
Styðja upptöku eigna auðmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Erlent
- Fleiri en tvö þúsund látnir
- Fjórum bjargað úr rústum byggingar
- Ætla að sýna Adolescence í öllum skólum landsins
- Le Pen dæmd: Meinað að bjóða sig fram í fimm ár
- Fjórir látnir eftir námuslys á Spáni
- Apple sektað um 21 milljarð
- Þriggja líka fundur
- Hamas vill grípa til vopna gegn áformum Trumps
- Munu ákveða sína eigin framtíð
- Vonir hafa dvínað um að finna fleiri á lífi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 969732
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson